Bloggið Samfélag og saga verið í loftinu síðan 20.11.2020

Blogg ritari fór að velta fyrir sér blogg skrif sín í gærdag og leit yfir farinn veg. Tilefnið eru áramótin en einnig áhugavert símtal við einn lesanda Samfélags og sögu sem hringdi í gærkvöldi. Viðkomandi er ekki sá fyrsti sem hringir og þakkar fyrir vönduð blogg skrif og afkasta getu bloggsíðuhafa!

En hann spurði nokkrar spurningar sem erfitt var að svara. T.d. hvers vegna þessi bloggsíða væri ekki á topp tíu listanum, þar sem hún fengi mun meiri lestur. Það er Moggabloggsins að svara fyrir það.

Í spurt og svarað er það svarað svona:

"Hvernig eru þeir bloggarar valdir sem eru í Umræðunni? (topp tíu listann)

Við metum blogg til þátttöku í Umræðunni eftir ýmsum atriðum; hversu málefnalega er bloggað, hve langar eru bloggfærslurnar, er aðallega verið að blogga um fréttir og svo má telja. Skoðanir bloggara skipta engu í því sambandi enda er á listanum fólk úr öllum áttum."

Þannig að valið er pólitískt - ritstjórnarlega séð. Skiptir engu máli hversu margar greinar viðkomandi bloggari skrifar, né hversu margar greinar birtast á viku né hversu mikla lesningu ákveðnar greinar hafa fengið. 

Förum í tölfræðina. Á rúmum þremur árum hafa verið skrifaðar 840 blogggreinar. Það gerir sirka 300 greinar á ári. Bloggsíðan Samfélag og saga er á listanum milli 15-20 vinsælustu bloggin miðað við vikuinnlit. Mest lesna blogg greinin fékk um 1400 innlit og yfir 2000 skroll einn daginn.

En hér er ekki verið að kvarta, bara að benda á staðreyndir.

Tilgangurinn með þessum bloggskrifum er eins og ég sagði í upphafi: "Ég er að skrifa mig til skilnings". Bloggsíðu hafinn skrifaði fyrst einungis á Facebook (fyrir sjálfan sig) í svo kölluðum glósum. Þar var hægt að skrifa heilu ritgerðirnar og var það gert. En svo lokaði Fésið á þann möguleika að leyfa langt mál. Þá var skipt yfir í Moggabloggið. 

Það, Moggabloggið, má eiga heiður skilið fyrir að leyfa opna umræðu, með sannkallað umræðutorgi þar sem allir fá að tjá sig.

Sagnfræðingurinn í mér hvetur mig til að fylgjast með samfélagsumræðunni og vegna áratuga reynslu af sagnfræðiskrifum um íslenskt samfélag, telur bloggsíðuhafi sig hafa einhverja þekkingu sem er hægt að miðla en einnig til að auka sjálfskilning á hvað er að gerast í heiminum í dag.  Það er nefnilega þannig að þegar fólk er í hringiðju atburða, er ekki vitað um endirinn og þá sér fólk ekki sögulegt samhengi samtíma viðburða. Atburður í dag verður saga morgundagsins.

Hér á þessari bloggsíðu hefur verið farið vítt yfir sviðið. Eiginlega allt á milli himins og jarðar krufið til mergjar.

Að lokum

Svo má benda á að blogg grein lifir aðeins af í einn eða nokkra daga á blogginu. Þá er hún horfin sjónum. Eða hvað? Nei, blogg greinar lifa um aldur og ævi á netinu. Blogghafi hefur fengið beiðni um útvarpsviðtal vegna tveggja ára gamallar blogg greinar, sem hann var búinn að gleyma að hann hafði skrifað. Blaðamaðurinn hafði aldrei lesið þetta blogg en fundið umrædda grein á netinu.

Bloggsíðuhafi mun halda áfram á sömu braut, skrifa greinar sem ekki eru ætlaðar til vinsælda né almenns lesturs, enda ekki tilgangurinn. Þessi síða er ekki til vinsældar ætlað.

Ef einhverjum finnst gaman að lesa það sem hér er ritað, þá er það velkomið og takk fyrir innlitin þið sem lesið! Það er nefnilega harðkjarna hópur, þótt lítill sé, sem les Samfélag og sögu! Hann er sannkallaður eðalhópur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband