Lélegasti borgarstjóri sögunnar fer frá völdum

Borgarstjóraskipti eiga sér nú stað. Í stað Dags B. Eggertssonar, kemur Einar Þorsteinsson. Sá síðarnefndi tekur bókstaflega við þrotabúi. Tæknilega séð er Reykjavíkurborg gjaldþrota, skuldaþakið er komið upp í 199%. Það verður fróðlegt hvort að borgarsjóður, sem er rekinn á yfirdrætti, nái að borga skuldir sínar. Dagur B. er hins vegar hæstánægður með skilin og hrósar sjálfum sér fyrir "vel unnin" störf!

Einar gerði líklega sín fyrstu og væntanlega síðustu mistök sem stjórnmálamaður að semja við Dag um deilingu á borgastjórastólnum og taka við honum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Dagur getur alltaf sagt að Einar hafi klúðrað málum eftir að hann lét af embætti.

Spekingar telja að Dagur renni hýrt auga á ráðherrastól þegar Samfylkingin tekur næst við völdum, en Samfylkingarmenn telja sig verða sigurvegara næstu Alþingiskosninga. Vonandi verður hann ekki heilbrigðisráðherra, þá verður fjandinn laus.

Eftir 10 ára feril, með sífellt minnkandi fylgi en pólitísk klókindi, hefur Degi tekist að halda í völdin með hækjum annarra flokka, sem gætu þess vegna verið snýtt úr nösum Samfylkingarinnar.  Kjósendur Framsóknar óraði ekki fyrir að Einar skuli hafa skipt um hest í miðri á en flokkurinn hlaut gengi einmitt vegna þess að kjósendur vildu annað en Dag B. við stjórnvölinn. Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í næstu borgarstjórnar kosningum.

Hæst ber af "afrekalista" Dags B. er braggamálið svokallað, sem er skólabókadæmi um spillinguna sem þrífst innan borgarinnar. Hálfur milljarður í bragga (sem kostar hjá BK hönnun um 10 milljónir króna nýr). Eina sem heldur borginni uppi eru gullgæsir borgarinnar, svo sem OR, en sjálfur borgarsjóður er rekinn á blússandi tapi.  

Stjórnarapparatið hefur þannist út í valdatíð Dags B. og blýants nögurunum fjölgað svo, að það eru 11 þúsund borgarstarfsmenn í 140 þúsund manna borg.

Verst er staðan innan borgarstjórnarinnar en þar eru líklega fleiri yfirmenn en undirmenn með óljós hlutverk.  Óþarfa innistörf sem gera ekkert annað en að hækka útsvarið hjá skattpíndum Reykvíkingum.

Mannréttindaskrifstofan sem heitir Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkur er eitt dæmi um bruðlið og með mannréttindastjórann í forsvari. Skrifstofan er í kafi í wokisma. Er mannréttindastjóri að bæta kjör aldraðra sem fá ekki inn á hjúkrunarheimili? Eru það ekki mannréttindabrot að fá ekki húsaskjól?

Á meðan geta menn ekki hirt sorptunnur á réttum tíma eða sinnt öldruðum með hjúkrunarrými eða útvegað leikskólabörnum vist á leikskólum (Samfylkingarmenn komu upp með þá "snilldarhugmynd" að bjóða upp á 6 klst. vist barna en flestir vinna 8 klst á dag). Skólar borgarinnar eru flestir með myglu enda illa byggðir og viðhaldi ekki sinnt. Þeir eru flestir undirmannaðir.

Ekki hefur verið farið stórframkvæmdir í borginni í valdatíð Dags en það vantar mislæg gatnamót alls staðar og síðan en ekki síst Sundabraut sem Dagur hefur lagt steininn í götuna. Til marks um veruleikafirringuna, kom ekki alls fyrir löngu yfirlýsing um að ekki væri búið að slá út Hvassahrauns flugvöllinn af borðinu, hann væri enn á teikniborðinu!!!

Mikið átak var lagt í að þrengja að götum og setja upp hraðahindranir (hátt í tvö þúsund talsins), svona svo að umferðaumþveitið verði aðeins meira á morgnanna.

Viðvarandi skortur er á íbúðahúsnæði, þannig að fólk flýr í nágrannasveitarfélögin í leit að húsnæði eða á Suðurnesin eða Suðurland. Fjandskapurinn gagnvart atvinnurekstur er slíkur að stofnanir (t.d. Hafrannsóknarstofnun) og fyrirtæki leita sér húsnæðis í Hafnarfirði. Þau flýja reglugerðarfarganið og afskiptasemi eftirlitstofnanna Reykjavíkurborgar. Var búið að gleyma að minnast á heimilislausa í fröken Reykjavík? Eða fátæklinganna?

Er eitthvað sem gleymdist af "afrekaskrá" Dags B.? Glæstur ferill?

 

 

 

 

 


Fallið ríki

Það geta verið margar ástæður fyrir að ríki falli. Það er ekki einsdæmi og í raun er mannkynssagan vörðug fallina ríkja og heimsvelda. Fall ríkja er í raun regla. Ekkert varir að eilífu.

Hvers vegna það gerist? Margvíslegar ástæður geta verið fyrir fallið. Það getur verið vegna innrásar eða borgarastyrjaldar eða ríkið missi tökin á landinu einhvern hluta vegna. Kíkjum á skilgreiningu hvað fallið eða misheppnað ríki er útskýrt á Wikipedia.

"Misheppnað ríki er ríki sem hefur misst getu sína til að sinna grundvallaröryggis- og þróunarhlutverkum, skortir skilvirkt eftirlit yfir yfirráðasvæði sínu og landamærum. Sameiginleg einkenni fallins ríkis eru meðal annars ríkisstjórn sem er ófær um skattheimtu, löggæslu, öryggistryggingu, svæðiseftirlit, starfsmannahald á pólitískum eða borgaralegum skrifstofum og viðhald innviða. Þegar slíkt gerist er mun líklegra að víðtæk spilling og glæpastarfsemi, afskipti ríkis og annarra aðila, útlit flóttafólks og ósjálfráðar flutningar íbúa, mikil efnahagsleg hnignun og hernaðaríhlutun bæði innan og utan ríkisins eigi sér stað." Í heiminum eru mörg fallin ríki, Sómaía, Sýrland og fleiri.

Nú kann þetta að virðast fjarlægur möguleiki fyrir Íslendinga en er það svo? Eru söguleg fordæmi fyrir skiptingu Íslands? Já, tvö dæmi eru til.  Annars vegar á 13. öld þegar ígildis borgarastyrjöld geysaði á Íslandi - á Sturlungaöld. Á þjóðveldisöld var algjör valdaskipting í landinu; landinu var skipt upp í goðorð, 12 á Norðurlandi en 9 í hinum landsfjórðungunum. Svo raskaðist þetta valddreifingarkerfi og ættir eins og Sturlungar, Ásbirningar, Svínfellingar, Oddverjar og Haukdælir sameinuðu goðorð undir sína stjórn og var þetta gert með vopnavaldi. Loks stóð Þórður Kakali einn uppi en Gissur Þorvaldsson var helsti andstæðingur hans. Til að gera langa sögu stutta, komst allt landið undir Noregskonungs í tveimur skrefum, 1262 og svo með falli Oddaverjans Þórð Andréssonar, sem Gissur lét drepa 27. september 1264. 

Í öllum þessum valdsamþjöppunarferli hefði baráttan getað endað með að landinu væri skipt upp í tvö ríki eða fleiri og Noregskonungur ekki komið við sögu.

Sama gerðist í siðbreytingu, Jón Arason gerði uppreisn gegn Kristjáni Danakonungi, leitaði stuðnings hjá óvini Kristjáns, Karli V í Þýskalandi. Valdabaráttan hefði getað endað með að landinu hefði verið skipt í tvennt, Norðurland sem hefði verið kaþólskt en hinir landsfjórðungarnir verið mótmælendatrúar. En svo varð ekki eins og allir vita. Jón var gripin óvænt og aflífaður en Danakonungur sendi herskipaflota til Íslands.  Í raun hefði skapast sama ástand og er í Írlandi, en á þessari litlu eyju eru tvö ríki.

Á Bretlandseyjum skiptist landið upp í Skotland, Wales og England, þrjú ríki. Ennþá heitir Bretland - sameinaða konungsríki á ensku.

Svo var um árþúsundið 1000, að Íslendingar skiptust í tvo helminga, heiðingja og kristna. Það lá við borgarastyrjöld en með stjórnkænsku tókst að miðla málum í frægum úrskurði Þorgeirs Ljósvetningagoða og Íslendingar urðu kristnir. Fleyg eru orð hans: "Það mun vera satt, er vér slítum í sundur lögin að vér munum slíta og friðinn." Hann sagði jafnframt: "Í huga mínum var uppreisn og ólga gegn ýmsum venjum og kreddum. Ég gat ekki þagað. Þá sköpuðust sögurnar."

Það er því ekkert sjálfgefið að á Íslandi sé eitt ríki, þótt það sé fjarri hugum Íslendinga í dag að skipta landinu upp. En það getur komið upp sú staða, að eining Íslendinga verði rofin og friðurinn úti.

Límið sem heldur Íslendingum saman er menningararfurinn, sameiginleg saga, trú, tunga og siðir. Þegar hér verða til fjölmenningarkimar, þar sem íbúarnir eiga ekkert sameiginlegt með öðrum íbúum nema að deila saman landi, getur friðurinn verið úti. Meginefnið í líminu er íslensk tunga. Án hennar hverfur allt hitt. Hver er staðan hennar í dag?


Öryggi ríkisins

Margar hættur steðja að opnu samfélagi eins og er rekið á Íslandi. Hér er frjáls för manna og landamærin opin 24/7. Með öflugum samgöngum við útlönd koma hingað hátt í þriðju milljón manna árlega. Eins og almenn skynsemi segir er misjafn sauður í hverju fé. 

Hingað koma því í gegnum opnum landamærahliðum glæpamenn og hryðjuverkamenn. Glæpamennirnir sumir hverjir setjast að og mynda glæpaklíkur, aðrir koma hingað í n.k. vertíð. Þeir koma hingað á ódýrum farmiðum, ræna og rupla í ákveðinn tíma og fara svo til baka.

Erfiðara er að átta sig á fjölda hryðjuverkamanna en með fjölgun hælisleitenda frá löndum þar sem hryðjuverk eru algeng, er hætt á að þeir sláist í hópinn og komi hingað til lands eins og sagt hefur verið frá í fréttum undanfarið.

Björn Jón sagnfræðingur og pistlahöfundur skrifar ágætan pistil sem gæti þess vegna hafa komið frá bloggritara.

Björn Jón skrifar: Hlustið á lögreglustjórann  Þar vitnar hann eins og hér hefur margoft verið gert í Jón Sigurðsson forseta: "Í vikunni sem leið var ég að blaða í Nýjum félagsritum Jóns Sigurðssonar, nánar tiltekið 3. árgangi frá 1843. Þar getur Jón þess að skortur á landvörnum sé einn helsti vandi Íslendinga. Úr honum verði að bæta hið fyrsta „til þess að geta notið frelsisins því óhultar". Jón-narir tengja því fullveldi ríkis við góðar varnir.

Jón Björn kemur inn á að glæpastarfsemin sé mest á Suðurnesjum, á landamærum Íslands. Hún sé ógn við öryggi ríkisins. Undir það er hægt að taka og má benda á ríki eins og Mexíkó, Líbanon, Kólumbíu, Ekvador, Svíþjóð og fleiri ríki sem hafa orðið undir gagnvart glæpasamtökum.

Hann vitnar í Arnór Sigurjónsson og bók hans Íslenskur her og viðrar hugmyndir hans.

"Arnór bendir þar meðal annars á að Lúxemborgarar, sem eru 645 þúsund talsins, sjái sér hag í því að hafa á að skipa eigin herliði sem býr yfir sérfræðiþekkingu og búnaði til að tryggja öryggi og varnir ríkisins — á þeirra eigin forsendum. Fullvalda ríki sé nauðsynlegt að taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessum efnum, þó svo að þær séu teknar í samvinnu við bandalagsþjóðir og fjölþjóðastofnanir. Herlið Lúxemborgara telur 939 sjálfboðaliða."

Arnór leiðir einnig rök að því að íslenskt heimavarnarlið hafi raunverulegt gildi — þvert á það sem margir halda fram. Þjóðin sé nógu fjölmenn „til að takast á við þá áskorun að tryggja innviði í upphafi átaka áður en liðsauki berst til Íslands“. Það sé einfaldlega rangt að Íslendinga skorti burði og fjárhagslega getu til að starfa með virkum hætti að eigin vörnum. Aftur á móti skorti pólitískan vilja og áræði. Hann spyr áleitinnar spurningar í þessu efni: hvort það sé ábyrg afstaða og samboðin virðingu fullvalda ríkis að láta aðra annast öryggis- og varnarmál rétt eins og þau komi því ekki við."

Undir þessi orð Arnórs og Jón Björns (og Jóns Sigurðssonar og reyndar Valtýs Guðmundssonar um aldarmótin 1900) er hægt að taka undir heilshugar. Bloggritari hefur gert það í áratugi opinberlega en fyrir daufum eyrum. Kannski var einu sinni hlustað þegar bloggritari hvatti til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands 2005 en fáeinum árum síðar var hún stofnun og fljótlega lögð niður aftur (sem er næsta fáheyrt í stofnunasögu Íslands).

Hvað mannaflinn á að heita gæti skipt máli.  Ef það er skýrt Heimavarnarlið, þá er hlutverkið afmarkað og ekki hægt að nota sem stoðsveitir gegn innanlands hættum. Hugtakið her, gæti bent til árása hlutverk og ber kannski að forðast það.

Hefð er komin á hugtakið Varnarlið (sbr. bandaríski herinn á sínum tíma var kallaður Varnarliðið í daglegu máli). Hlutverk þess verður að vera afmarkað rúmt, þannig að hægt er að virkja þessar sveitir gegn allar hættur, innanlands, utanlands og líka vegna náttúruvá. Varnarlið Íslands gæti þetta heitið.

Vandinn liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, þau hafa aldrei viljað taka á sig ábyrgð fullvalda ríkis, en það er öryggi borgaranna gagnvart umheimininum. Við höldum að við séu gulltryggð en getum við treyst á nágrannaríkin til að koma okkur til aðstoðar á ögurstundu? Er það ekki okkar hlutverk að passa upp á okkur sjálf? Það er mjög auðvelt fyrir örríki eins og Ísland að missa tökin á skömmum tíma. Hvað gera bændur þá?


Forsetaframbjóðendurnir 2024

Það fjölgar í hópi forsetaframbjóðenda eins og búast mátti við. Vegna þess að meðmælendahópur hvers frambjóðanda er aðeins 1500 manns, má búast við að tugur þeirra nái tiltekna lágmarki. Svo eru það hinir sem eru þarna upp á jókið eins og sagt er á lélegri íslensku. 

Fasta gestur í forsetaframboði, Ástþór er kominn á sviðið eins og búast mátti við. Samkvæmt stefnuskrá hans er forsetaembættið gjörningur og ætlað öllum heiminum sem friðar embætti. Búast má við að eftirspurning verði eins og áður, engin. 

Svo er það björgunarsveitarmaður sem enginn þekkir deili á og enn vitum við ekki hvaða erindi hann telur sig eiga við þjóðina. 

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands.  Hún er eflaust þekkt innan ákveðina hópa en varla þjóðþekkt, a.m.k. hefur undirritaður aldrei heyrt á hana minnst. Svo er að sjá hvort hún hafi ferskar hugmyndir og þá útgeislun sem allir forsetar þurfa að hafa. Ætlar hún að vera A forseti (skraut forseti) eða B forseti (virkur forseti)?

RÚV segir að fyrstu frambjóðendurnir séu ekki til stórræða en viðurkennir þó að Kristján Eldjárn hafi verið fyrstur á sínum tíma.  Hvernig RÚV finnur út reglu þegar aðeins sex einstaklingar hafa gengt embættinu, er skondið.

Arnar Þór Jónsson reið fyrstur á vaðið, eins og Kristján Eldjárn. Hann hefur þá þekkingu og reynslu sem mun reyndast dýrmætt í embættinu. Bakgrunnurinn er ákjósanlegur og hann er orðinn nokkuð þekktur meðal Íslendinga. Það vakti athygli þegar hann beitti sömu taktík og Ólafur Ragnar, kynnti sig og sína fjölskyldu á blaðamannafundi.

Arnar Þór stendur enn upp úr og fleiri eiga eftir að bætast við. Stjórnmálaöflin reyna að hafa sín áhrif og ota sínum kandidötum fram við litla hrifningu þjóðar. Hún vill sinn þjóðkjörinn mann á Bessastaði, ekki fulltrúa einhvers stjórnmálaflokks.

Forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir er orðuð við embætttið en það er henni óhagstætt hversu ríkisstjórnin er óvinsæl og það að hún situr í embætti. Hún þarf meiri fjarlægð eins og Ólafur Ragnar hafði. 


Trump og NATÓ...og Ísland

Ætla mætti að bloggritari væri n.k. stuðningsmaður Trumps miðað við þær greinar sem hér hafa verið skrifaðar. Það er langt í frá og er undirritaður ekki stuðningsmaður eins eða neins. Bara málefna, réttlætis eða sanninda.

Það er nú þannig að stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum er "abnormal", þar sem vegið er að grunnstoðum lýðræðis frá öllum hliðum. Sá sem stendur upp og ver þær fær stuðninginn og í þessum tilfellum er það Trump sem þrátt fyrir alla sína persónulegu galla reyndist vera ágætur forseti. Það verður alltaf að aðskilja einka persónuna frá hinni opinberu en sú síðarnefndu er sú sem skiptir máli. Trump er stundar fyrirbrigði eins og allir leiðtogar eru. Því verða menn að gæta þess að rífa ekki niður kerfið, bara til að taka einn mann niður.  Slíkt getur leitt til búmerang áhrifa, andstæðingar beiti sömu brögðum.

En aftur að Trump. En ekki voru allar hans ákvarðanir viturlegar né stefna hans. Það fór ekki framhjá bloggritara neikvæðni Trumps gagnvart NATÓ.  Ætla mætti að hótanir hans gagnvart því um árið er hann sagðist ekki ætla að verja það ef aðildarþjóðirnar hækkuðu ekki framlög sín til bandalagsins hafi verið þvingun til að borga meira. Ekki raunveruleg hætta á að Bandaríkin drægu sig úr samstarfinu. Eða hvað?

Í íslenskum fjölmiðlum er fjallað um hótun hans gagnvart Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á  efna­hags­ráðstefn­unni í Dav­os í Sviss árið 2020. Sjá slóð:

Trump: Ef Evrópa sætir árás munum við ekki hjálpa

Þar á hann að hafa hótað að verja ekki Evrópu ef til stríðs kæmi.  Var þetta blekking eða þvingun til þess að láta Evrópuþjóðirnar bera meiri ábyrgð eða raunverulegur ásettningur? Það er erfitt að segja, því hann gerir út á að þykkjast vera óútreiknanlegur.

En sjá má út frá stjórnarstefnu hans í valdatíð hans, að hann var í raun einangrunarsinni.  "America first" eða "Make America great again" (MAGA). Og kaupsýslumaðurinn Trump réði för forsetans Trumps. Hann hikaði ekki að fara í viðskiptastríð við Kína og þvingaði Kanada og Mexíkó í nýjan viðskiptasamning eða -samvinnu. New Yorker-inn Trump beitti kjaftinum til ná sínu fram.

En Trump sýndi Íslandi óvenjulegan hlýjan hug (veit hvar það er á landakortinu) er Mike Pence var sendur til Íslands 2019 til að ræða viðskiptasamvinnu landanna. Íslendingar sýndu Pence dónaskap þegar gesturinn kom færandi hendi og líkur voru á fríverslunarsamning milli landanna, Íslandi í hag.  Sjá slóð: U.S.-Icelandic Business Round Table on the Occasion of the Visit of Vice President Mike Pence to Iceland

Góðmennska Bandaríkjamanna snérust í raun um halda í herstöðina á Keflavíkurflugvelli, ekki svo mikið um viðskipti. Þá erum við komin aftur að NATÓ. Var Trump alvara með orðum sínum?

Það verður að teljast ólíklegt, eiginlega óhugsandi. Herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu er margar. Bara í Þýskalandi eru þær 40 talsins. Bandaríkjaher er með yfir 100 þúsund hermenn stadda í Evrópu. Jafnvel þótt Trump vilji ekki verja Evrópu, verður hann að gera það, vegna heraflans þar.

Það eru margar ástæður fyrir viðvarandi herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Í fyrsta lagi er Evrópa notuð sem vígvallalína og orrustuvöllur gagnvart Rússlandi ef til stríðs kemur. Evrópa er bráðnauðsynleg til að flytja herafla til hernaðarátaka í Asíu og særða hermenn af vígvellinum. Ef Vestur-Evrópa félli í óvinahendur, væri aðeins Atlandshafið á milli Bandaríkjanna og hennar og það er of nálægt að mati Bandaríkjamanna. Viðbragðstíminn of lítill.

Þegar Austin varnarmálaráðherra BNA lá á spítala um daginn, og enginn vissi af, var talað um þjóðaröryggishættu vegna þess. Bandaríkjamenn segjast bara hafa 15 mínútur til að bregðast við hættur úr austri. Mun minni tími en ef árásin kæmi úr vestri, yfir Kyrrahafið sem er gríðar stórt.

NATÓ samstarfið er því ekki í hættu. Allra síðst í núverandi ástandi heimsmála. Bandaríkin eru einangruð og vinum þeirra fer fækkandi. Bandaríkjadollarinn er í hættu og þar með kverkatak þeirra á heimsviðskiptunum. Nei, Bandaríkin vantar tryggja vini og bestu vinir þeirra eru Evrópuþjóðirnar.

Að lokum, enginn stuðningur er í Bandaríkjunum við að hætta við samstarf BNA við Evrópu. Allir, stjórnmálamenn og hershöfðingjar, vilja áframhaldandi samstarf.

Klækjarefurinn Trump hefur þarna enn einu sinni tekist að æsa fjölmiðla upp (kannski vilja þeir það til að geta komið höggi á hann?) og hræða grunnhyggna stjórnmálamenn ESB, það er ekki erfitt.  En gagnvart okkur Íslendinga er þetta þörf áminning um að engum er treystandi í þessum heimi og ekki ber að treysta á Bandaríkin til að koma til varnar. Þau annað hvort geta það kannski ekki á ögurstundu eða vilja það ekki. Hvar eru þá Íslendingar staddir?

 


Háskólar Íslands í ruslflokki?

Nýverið var forseti Havard háskólans rekinn úr starfi.  Ástæðan var ritstuldur og það að hún, Claudine Gay, gat ekki eða vildi ekki fordæma árásir á nemendur skólans af gyðinga uppruna.

Menningarstríðið sem nú er háð á Vesturlöndum rís hæst í Bandaríkjunum. Það hófst fyrir rúmum fimmtíu árum en þar hefur ný-marxisminn graserað og kom upp á yfirborðið um aldarmótin. Helsta birtingamynd nýrrar heimsmyndar er wokisminn, þar sem öllum viðteknum sannindum er snúið á hvolf. Hægri menn hafa snúist til varnar, enda ráðist á málfrelsið um leið.

Minni virðing er borin fyrir háskólanámi en áður

Háskólarnir hafa útungað heilu farmana af nemendum með þessa ný-marxísku hugmyndafræði og nú er svo komið það þetta fólk boðar kenninguna opinberlega og hefur yfirhöndina í umræðunni. En andstæðingarnir hafa tekið slaginn. Styrktaraðilar hafa dregið að sér höndina og þegar peningar hætta að streyma inn, fara stjórnendur háskólanna loks að ranka úr rotinu.

Hugmyndaheimur þessi smitast úr virtustu háskólunum yfir aðra og þar á meðal þeirra íslensku. Þær deildir sem kalla má húmanískar, með faggreinar félagsfræði, mannfræði, sagnfræði, heimspeki og menntunarfræði, eru nú undirlagðar af þessari hugmyndafræði. Aðrar deildir, svo sem lögfræði eða verkfræði, halda áfram að vera það sem þær eru og eiga að kenna, faggreinadeildir.

Verðbólgan í einkunnargjöf hefur leitt til metfjölda nemenda í háskólum landsins.  Skólarnir eru ekki lengur bara akademískir, heldur prófgráðu skólar. Hvað er átt við með því? Jú, kennt er á háskólastigi til einkunna en án rannsóknarþáttarins. Það að háskólar séu virtir og í raun háskólar, fer eftir því hversu miklar rannsóknir eru stundaðar í skólunum. Háskólar eru ekki bara menntastofnanir, heldur einnig rannsóknastofnanir.

Þegar bara er horft á rannsóknarþáttinn og heildareinkunargjöf skora íslenskir háskólar lágt.  Ef litið er á einkunnargjöf Times Higer Education stigalistann er Háskóli Íslands í 505 sæti og á milli 601-700 á Shanghai Ranking.  Háskóli Íslands segist vilja vera meðal 100 bestu háskóla heimsins, en það er greinilega langt í land.

HÍ er ekkert einsdæmi. Háskólinn í Reykjavík montar sig af árangri sínum þrátt fyrir lélegt gengi.  Á vefsíðu hans segir:

"Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2023 er Háskólinn í Reykjavík áfram efstur íslenskra háskóla og heldur stöðu sinni í sæti 301-350. Þá er HR enn meðal allra efstu skóla er kemur að mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, fjórða árið í röð í sjöunda sæti tæplega 1800 háskóla. Áhrif rannsókna eru metin út frá fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum."

Menn hafa verið að fárast yfir niðurstöður PISA og lélegan námsárangur nemenda en þessa nemendur fá framhaldsskólarnir og háskólarnir í sínar hendur. Ekki bara það að háskólarnir eru lélegar rannsóknarstofnanir, heldur eru nemendurnir margir hverjir ekki nægilega vel undirbúnir undir háskólanám. Ekki bætir úr skák að fjögurra ára nám er nú orðið að þriggja ára námi.

Hvað er til ráða? Í fyrsta lagi að gera ekki allar faggreinar að háskólanámsgreinar. Ekki er allt sem kennt er, þess eiginleika að þurfa að vera á háskólastigi. Ef menn vilja lyfta einhverju fagi yfir á háskólastig, þá þarf rannsóknarþátturinn að fylgja með. 

Í öðru lagi að menn fái löggildi í sínu fagi á BA/BS stigi en þurfi ekki að fara yfir á meistaranámsstig. Ef menn vilja fimm ára háskólanám, t.d. til að geta kennt, þá mætti námið sem nú er á meistarastigi vera starfsnám. Svo á við margar aðrar faggreinar.  Ein helsta gengisfelling háskólagráða eða -náms er einmitt að venjulegir nemendur eru látnir læra á meistarastigi án þess að rannsóknarþátturinn fylgi með. Og til hvers þarf t.d. kennaraneminn að stunda akademískar rannsóknir þegar hann er í raun í starfsþjálfun??? Og þessar "rannsóknir" eru í skötulíki?

Í þriðja lagi að efla háskólann sem rannsóknarstofnun. Það má gera með betri tengingu við atvinnulífið en mörg fyrirtæki á Íslandi eru framúrskarandi og leiðandi á tækni og vísindasviði. Þessi samvinna á rannsóknarsviðinu mun leiða til betri einkunargjafar háskólana.

En það verður erfitt fyrir íslensk stjórnvöld að bakka frá "verðbólgu" kröfur á námi háskólanema. Líklegt að enginn þori að taka af skarið. Kannski að gervigreindin breyti myndinni?

Í blálokin: Kannski er hér of mikil svartsýni. Það er kannski nokkuð gott að vera meðal 500 bestu háskólum heimsins. Erfitt er að slá tölu á fjölda háskóla í heiminum, talan 25 þúsund kemur upp. En í vestrænu samhengi eru íslenskir háskólar langt frá því að teljast meðal þeirra bestu.

 

 


Forsetaræði í stað flokksræði?

Hér hefur margoft verið komið inn á hversu göllu valdskiptingin er á Íslandi. Framkvæmdarvaldið situr á Alþingi og greiðir atkvæði um lög og leggur fram lagafrumvörp. Ríkisstjórnin situr því beggja megin borðs. Formenn stjórnarflokkanna (sem skipta í ríkisstjórn) ráða því öllu í krafti flokksformennsku.

Nú er skoðanakönnun á Útvarpi sögu þar sem spurt er: "Telur þú að það þurfi að auka völd forseta Íslands?" Svarið hlýtur að vera að annað hvort minnka það eða auka. Núverandi fyrirkomulag vekur upp of margar spurningar og vafa. Svo hreinlega má leggja það af og kalla forsætisráðherrann forseta. Slíkt fyrirkomulag heitir forsetaræði.

Kíkjum á skilgreiningu Wikipedia á forsetaræði og athugum hvort annar möguleiki er fyrir hendi.

"Forsetaræði er stjórnarfar þar sem þjóðhöfðingi með titilinn "forseti" er jafnframt stjórnarleiðtogi. Forsetinn fer þannig með framkvæmdavaldið. Forsetaræði getur verið af ýmsum toga en oftast er slíkur forseti kosinn í almennum kosningum, takmarkanir gilda um það hversu lengi hann má sitja, hann skipar sjálfur ráðherra í ríkisstjórn sína og hann fer með neitunarvald gagnvart löggjafarvaldinu. Forseti getur einnig náðað dæmda sakamenn og veitt þeim uppreist æru. Dæmi um lönd þar sem er forsetaræði eru Bandaríkin, Mexíkó og flest lönd Rómönsku Ameríku, Indónesía, Filippseyjar, Angóla og mörg lönd í Afríku."

Svo kemur annað tilbrigði við forsetaræðið en það er forsetaþingræði þar sem forseti deilir ábyrgð á stjórnarathöfnum með forsætisráðherra. Dæmi um lönd þar sem er forsetaþingræði eru Rússland og Frakkland.

Það er eins og stjórnarskráin bjóði upp á valmöguleika á forsetaþingræði, miðað við hversu valdamikill forsetinn er í henni. En samt segir í 11. gr. hennar að "Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum...." Og "14. gr.: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum."

Þegar stjórnarskráin verður endurskoðun, sem hún verður á endanum, má skoða betur hlutverk forseta Íslands og þrískiptingu valdsins. Sérstaklega mætti kanna forsetaþingræðið. Núverandi kerfi er meingallað eða eru menn almennt ánægðir með það?


Forsetinn og popúlismi

Ummæli fyrrverandi stjórnmála prófessors um forsetaframbjóðanda vekja undrun. Þar kemur hann með fullyrðingu sem hann styður ekki. Hún er eftirfarandi: "Arnar Þór Jónsson er popúlisti af sama skóla og Guðmundur Franklín, segir Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands." Á hverju hann metur frambjóðandann á þann hátt fylgir ekki sögunni. Á meðan fullyrðing er ekki bökkuð upp af staðreynd (sönnun), er þetta bara skoðun stjórnmála prófessorins.

Sjá slóð: Fyrsti forseti sjálfstæðismanna var fyrrum leiðtogi vinstri sósíalista – Arnar Þór popúlisti eins og Guðmundur Franklín

Prófessorinn þýðir réttilega hugtakið popúlistar sem lýðhyggjumenn. En hvað er lýðhyggja? Hér kemur skilgreining Wikipediu:

"Lýðhyggja vísar til enska orðsins „populism“ ...Lýðhyggja er talin tefla saman hinum almenna eða venjulega einstaklingi gegn því sem kallað er „elíta“ eða yfirstétt í gefnu samfélagi. Lýðhyggja getur birst í stefnum og hugmyndum bæði stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka."

Og ennfremur: "Enska orðið „populism“ hefur stundum verið þýtt sem „lýðskrum“ á íslensku. Stundum er orðið „hentistefna“ einnig notað í sambandi við lýðhyggju. Ef betur er að gáð kemur þó í ljós að hvorugt þeirra er rétt þýðing á hugtakinu lýðhyggja." Populistar geta verið bæði til hægri eða vinstri.

Spurning hvort prófessorinn vilji varpa skugga á frambjóðandann með slíkum stimpli? En hvernig geta Guðmundur Franklín eða Arnar Þór verið popúlistar? Þurfa þeir þá ekki að njóta fjöldastuðing almennings til að geta talist vera slíkir?  Frægasti popúlisti í heimi er sjálfur Donald Trump. Hann stýrir grasrótarhreyfingu hægri manna sem kallast MAGA. Hann breytti repúblikannaflokknum í eigin flokk en þess má geta að hann mætti gífurlegri mótspyrnu flokkseiganda elítunnar í flokknum er hann bauð sig fyrst fram.

Guðmundur hlaut 8% fylgi (ekki 7% eins og prófessorinn heldur fram) er hann bauð sig fram. Hann er því ekki popúlisti, þótt hann hafi kannski vilja vera það. Guðni myndi frekar teljast vera populisti vegna fjöldafylgi hans. En Arnar Þór hefur ekkert sagt til um hvað hann er, annað en hann vilji sækja stuðnings sinn til þjóðarinnar.

Þannig á það að vera um alla forsetaframbjóðendur, þeir eiga að leita stuðnings til massans - þjóðarinnar, enda um persónukjör að ræða.

Ólafur segir Guðna hafa sent skýr hugmyndafræðilega skilaboð frjálslyndis og umhyggju í ræðum sínum! Túlka má frekar stefnu Guðna sem óákveðni, vilja til að þóknast öllum og engum. Allir forsetar Íslands tala fyrir hönd þeirra sem minna mega sína. En aðalatriði er, sendir forsetinn skýr skilaboð er varðar stóru samfélagsmálin? Styður hann t.d. íslenska menningu og tungu? Og íslenska nátttúru eins og Vigdís gerði?  Stendur hann vörð um íslenska hagsmuni gagnvart alþjóðavaldinu eins og Ólafur Ragnar gerði? Og hefur hann þema??? Hvað er átt við með þema?

Vigdís: Verndun íslensk menningararfs, tungu og lands (skógrækt). 

Ólafur Ragnar: Málsvari íslensks almennings gegn yfirþjóðlegu valdi sem birtist í Icesave en einnig verndun norðurslóða.

Guðni....Being there.....ekkert. Ólafur talaði um að Guðni standi fyrir "frjálslynd viðhorf, umburðarlyndi gagnvart t.d. útlendingum og samúð með þeim sem minna mega sín." En það er bara hluti af starfi forsetans að gera það, ekki skýr stefna. Guðni talaði aldrei um verndun íslenskrar menningar og tungu eða lands, það var ekki stefna hans. Né að verja þjóðina gegn ólögum frá t.d. WHO eða EES sem Alþingi Íslands finnst í lagi að innleiða. Hins vegar ef hann myndi skjóta til dæmis bókun 35 til þjóðarinnar, það er skýr stefna. Guðni tók aldrei af skarið í neinu máli, en það telst vera stefna.

Megi næsti forseti Íslands vera popúlisti, það er maður fólksins.

Í blálokin koma spakmæli: Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.


Lágmarksfjöldi meðmælenda til forsetakjörs

Ljóst er að lágmarksfjöldi meðmælenda til forseta kosninga er of lágur. Talað er um að miða ætti við 2,5% kjósenda sem meðmælendur sem lágmark. Sem er um rúm 6000 manns. En er það ekki svolítið hár þröskuldur? Væri 2% ekki nóg?

Þrátt fyrir fjölgun á landinu, er stór hluti þessa fólks sem býr hér ekki íslenskir ríkisborgarar. Geta þar af leiðandi ekki kosið. Það gæti reynst mörgum frambærilegum frambjóðenda erfiður þröskuldur að yfirstíga 2,5% markið, sérstaklega ef hann hefur ekkert bakland.

Ef lágmarksfjöldinn er of hár, getur það orðið þannig að elítuhópur velji sér frambjóðanda, því að það þarf fjármagn, sagt er um 15 milljónir að lágmarki, til að geta háð kosningabaráttu. Í Bandaríkjunum eru það einungis milljarðamæringar eða flokksgæðingar sem geta boðið sig fram til forseta. Málið snýst nefnilega um peninga, eins og á Íslandi.

Svo er það hin hliðin, sem 2,5% markið á að útiloka, en það eru lukkuriddarnir, sem njóta engan stuðning en bjóða sig samt fram.  22 frambjóðendur þegar Guðni var kosinn forseti, aðeins 9 náðu að safna nægilegum fjölda undirskrifta. Svo ætti að kjósa milli tveggja efstu frambjóðenda ef meirihluti næst ekki eftir kosningar. Viljum við forseta með 20% fylgi?

Guðni fékk sterka bakhjarla, svo sterka að hann var nánast "neyddur" í embættið. Fræðimaðurinn með þekkingu á forsetaembættið, skipti um stól og varð viðfangsefnið. Árangurinn má sjá nú, hann endist ekki nema tvö kjörtímabil en sagðist ætla að taka þrjú. Tilfinning bloggritara er að hann hafi aldrei fundið sig í starfinu, og hann ekki rétti maðurinn til að vera oddviti á ögurstundu eins og forsetinn á að vera. Jú, eftir allt, er þetta ekki bara punt embætti.

 


Afstæðiskenningin og skammtakenningin greina á um veruleika alheimsins

Meginvandi vísindamanna 21. aldar er að í kennilegri eðlisfræði höfum við því sem stendur ekki eina kenningu um náttúruna heldur tvær: afstæðiskenninguna og skammtafræðina og þær eru reistar á tveimur ólíkum hugmyndum um tíma. Höfuðvandi kennilegrar eðlisfræði um þessar mundir er að sameina almennu afstæðis­kenninguna og skammtafræðina í eina kenningu um náttúruna sem geti endanlega leyst af hólmi kenningu Newtons sem var kollvarpað í upphafi þessarar aldar.

Um langt skeið hafa verið deilur um hvort að alheimurinn sé í grundvallaatriðum efnisheimur (efniseiningar eða orkueiningar háðar tíma og rúmi) eða lífsheild (e.k. vitund í sínu innsta eðli). Tvær sýnir eða stefnur eðlisfræðinga tókust harkalega á í byrjun 20. aldar um þessi álitamál. Annars vegar Afstæðiskenning Alberts Einsteins sem margir líta á sem hina sígilda heimsmynd og svo skammtakenningin. Ég hef verið á báðum áttum hvorri ég eiga að trúa en nú hef ég komist að niðurstöðu; ég segi kannski endanlegri enda væri það rangt, því að heimurinn og þekkingin er í sífelldri breytingu. En hvað um það, þessum kenningum ber ekki saman í grundvallaratriðum. Deilt var um grundvallareðli efnisins. Ákveðið var að ráðstefna færi fram um málið í Brussel 1927 til að leysa deilumálið.

Einstein mætti sjálfur til að verja sína kenning en Niels Bohr og Wernir Heisenberg voru talsmenn skammtakenningarinnar. Sem sagt, deilt var um og það sem Einstein sætti sig ekki við, er að aðskildir hlutir kerfis væru tengdir þannig, að tenging þeirra væri hvorki háð tíma né rúmi. Stöldrum aðeins við hér: TÍMA OG RÚMI, sem sagt utan veruleikans. Að eitthvað gæti gerst án staðbundinnar orsaka. Að A leiði til B..... Talsmenn skammtakenningarinnar sýndu hins vegar fram á að sumar breytingar gerðust án staðbundinnar orsakar. Á móti hafnaði Niels Bohr gömu efnafræðilegu heimsmynd þar sem öll starfsemi alheimsins var álitin gerast í tíma og rúmi. Eftir ráðstefnuna reyndi Einstein ásamt félögunum Podolski og Rosen (EPR) standslaust í 8 ár að afsanna skammtakenninguna en ekkert gekk. Tækni til að skera út um þetta var ekki til á þessum tíma. Loks gerðist það 1982 að Alain Aspect gerðu tilraunir sem átti að gera út um málið og tæknilega var hægt að sannreyna niðurstöðuna. Eftir margítrekaðar tilraunir sem sýndu ávallt það sama; Einstein og co. höfðu rangt fyrir sér og að ,,grundvallareiginleikar veruleikans“ voru ekki sjálfgefnir.

Tilraun sem gerði út málið var rannsókn á hegðun ljóseinda. Samkvæmt Einstein var allt efni til úr geislun eða árekstra ljóseinda og þær væru grundvallarefni efnisins. Aspect tilraunin sýndi að þegar rafeind rekst á andefni sitt, geta myndast tvær ljóseindir.

Í tilrauninni eru tvær ljóseindir skotnar í sitthvoru áttina samtímis í gagnstæða átt frá sama stað. Það virðist háð tilviljun hvet þær fara og hver braut þeirra verður. Svo lendir önnur þeirra á fyrirstöðu og þá fær hún fyrst fastan ,,tilgang“, fasta braut og ákveðna eiginleika. En hér kemur það allra mikilvægasta: á nákvæmlega sama tíma og breytingin varð á þeirri sem varð fyrir mótstöðu varð einnig breyting á hinni síðarnefndri sem einnig fékk sína ákveðnu eiginleika, fasta braut og ákveðinn stað í tilverunni. Þær urðu m.ö.o. algjör spegilmynd af hvorri annari. Breyting á annarri ljóseindinni leiddi til breytingu á hinni án þess að hreyft væri við hina og gerist þetta samtímis óháð fjarlægðum (rúmi) og þess vegna einnig óháð tíma. Kenning Einsteins var afsönnuð.

Hvað þýðir þetta? Efnishyggjan var afsönnuð og sumir þykjast sjá samhengi milli heimsmyndar trúmannsins og nútíma efnafræðinga sem sýnt hafa fram á hið TÍMALAUSA og hið RÚMLAUSA eðli ljóssins og innsta eðli efnisins, þ.e.a.s. að grundvöllur veruleikans er ekki efnislegur í venjulegri merkingu þess orðs. Það sem tengir alheiminn saman er ekki hægt að skilgreina á efnafræðilegum grundvelli en einnig að skammtakenningin sýnir veruleikann sem heildarmynd en ekki hið einstaka og einangraða fyrirbrigði. Í hinni nýju heimsmynd, sem flestir efnafræðingar í dag aðhyllast, eru hlutirnir ekki afmarkaðir staðir né stundir. Það sem mótar heildina er eitthvað sem hvorki er háð tíma né rúmi og sem skapar efni, rúm og tíma og gefur öllu ákveðið frelsi innan lögmálsins.

Hér koma viðbætur sem varpa frekari ljósi á tilurð alheimsins og þar með efnisins:

Sú fyrri kemur frá Gunnar Jóhannessyni fyrrverandi sóknarpresti. Siðmennt gerði könnun um trúarlíf Íslendinga á dögunum. Samkvæmt niðurstöðu hennar kom Guð hvergi nálægt sköpun alheimsins. Gunnar Jóhannesson fv. sóknarprestur kom með andsvar í Fréttablaðinu í helgarblaði þann 16. janúar 2016. Hann segir að: ,,Af þessu mætti ætla að kenningin um Miklahvell og trúin á Guð sem skapara alheimsins séu andstæður. Svo virðist sem gengið sé út frá því í könnuninni og rýrir það mjög gildi hennar. Það er umhugsunarvert og vekur upp ýmsar spurningar. Miklihvellur er sú viðtekna kenning að alheimurinn eigi sér upphaf. Samkvæmt henni er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tíma og rúms, efnis og orku. Samkvæmt því var alheimurinn ekki til fyrir Miklahvell. Miklahvellskenningin hefur verið svo ríkulega staðfest að „í dag trúa nánast allir að alheimurinn varð til í Miklahvelli“, svo vitnað sé til eðlisfræðingsins Stephen Hawking.En útilokar það trúna á Guð sem skapara alheimsins?" spyr Gunnar?

En hans niðurstaða er að ,,...hvað sem því líður er hér engin mótsögn á ferð! Í stað þess að grafa undan biblíulegri sköpunartrú skýtur kenningin um Miklahvell mjög svo sterkum stoðum undir þá skynsamlegu sannfæringu kristins fólks frá öndverðu að „Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð [alheiminn]“. Ég held að Gunnar Dal heimspekingur hafi komist að sömu niðurstöðu en eftir öðrum leiðum. Hann telur að skammtakenningin styðji kenninguna um sköpun alheimsins og þar með skapara sem lagði hönd á plóg. Að minnsta kosti styðja engir eða fáir kenninguna um eilífðan alheim sem á sér ekkert upphaf.

Hér er ég að vísa í bók Gunnars Dals ,,Einn heimur og fimm heimsmyndir" Kenningarnar um upphaf og endir alheimsins eru þrjár. Þær eru: 1) Kyrrstæðan, eilífðan og í aðalatriðum óumbreytanlegan alheim sem einkennist af varanlegu ástandi og líkir þessu við stórfljót sem er á sífelli hreyfingu en er samt kyrrstætt í farvegi sínum. 2) Alheimur sem þenst út endalaust. Sá heimur líður undir lok á löngum tíma. 3) Þriðja kenningin er um heim sem þenst út og dregst saman til skiptis. Fyrsta kenningin stenst ekki af þeiri einföldu ástæðu að stjörnurnar eru að fjarlægast okkur. Alheimurinn er því ekki kyrrstæður. Kenning tvö um stórahvell og alheim sem þenst út endalaust stenst ekki. Af hverju? Hreinlega vegna efnismagnið í heiminum. Ef það er undir ákveðnu marki hafa vetrarbrautirnar ekki nægjanlegt aðdráttarafl hver á aðra til að hægja á sér og útþenslan verður endalaus. Ef efnismagnið fer yfir þetta ákveðna magn, þá ætti útþenslan að hægja á sér með tímanum og dragast saman að lokum. Árið 1974 komu vísindamenn með niðurstöðu útreikninga og rannsókna sem sögðu að efnismagnið í alheiminum væri undir mörkunum sem styddi þá kenningu að alheimurinn væri í eilífri útþenslu. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er efnismagnið meira og það þýðir samdrátt að lokum og alheim sem er lokaður með útþenslu og samdrætti.

Afstæðiskenning Einsteins gengur aðeins upp að hluta til. Vegna þess að alheimurinn er sístækkandi, þ.e.a.s þenst út sífellt hraðar, og tími og rúm hverfur að lokum (a.m.k. mun rúmið hverfa en óvíst með tíma) þá gengur afstæðiskenningin ekki upp. Hún er góð og gild sem slík og er formúla fyrir gangverki alheimsins eins og við þekkjum hann en vísindamenn 21. aldar hallast frekar að skammtaþyngdarafli sem útskýringu. Þetta þarfnast frekari skýringa sem koma síðar meir.

Skammtafræðin sem var upphaflega mótuð til að skýra eiginleika frumeinda og sameinda, leysti hugmynd Newtons um algildan fullkominn tíma algerlega af hólmi. Frumherjar skammtafræðinnar (N Bohr o.fl.) sýndu fram á að tvíeðlið (þ.e. annarsvegar bylgjueiginleikar en hinsvegar eindaeiginleikar) útilokuðu hvor annan. Við mælikringumstæður sem framkalla bylgjuhliðina hverfur eindahliðin og öfugt. Þannig er ekki nein innri mótsögn. Ef við skoðum pappírsblað sem er blautt öðrum megin, en rautt hinum megin má segja að pappírinn sé hvorki blautur né rauður í heild. Ef við skoðum aðra hliðina á útilokum við jafnframt skoðun hinnar hliðarinnar. Kannski má segja að pappírinn sé blauður, skoðaður sem heild.

Nýlega uppgötvuðu vísindamenn þyngdaraflsbylgjur frá tveimum svartholum. Þær eru n.k. gárur í efninu sem samanstendur af rúmi og tíma. Þetta er rúmtíminn sem undið hefur verið upp á. ,,Þetta er í fyrsta sinn sem bein rannsókn á þyngdarsviðsbylgjur leiðir eitthvað í ljós. Þar með er þetta staðfesting á almenna afstæðiskenningu Alfreðs Einsteins vegna þess að eiginleikar þessara tveggja svarthola fellur nákvæmlega við það sem Einstein spáði næstum nákvæmlega 100 árum síðan."

Miklu meiri vandi er að koma saman skammtakenninguna og tímann saman. Ljóst er að vandinn er fólginn í því að koma hugmynd Leibniz um afstæðan tíma inn í skammtakenninguna, nema maður vilji fara aftur á bak og grundvalla þessa sameiningu á hinu gamla tímahugtaki Newtons. Vandinn er sá að skammta­fræðin leyfir margar ólíkar og að því er virðist gagnstæðar aðstæður samtímis, svo framarlega sem þær eru til í eins konar skuggaveruleika eða mögulegum veruleika. Sem sagt, ef til væri skammtakenning um tíma yrði hún ekki aðeins að fjalla um frelsi til að velja ólíkar efnislegar klukkur til að mæla tíma, heldur um samtímis tilvist margra, að minnsta kosti mögulega ólíkra klukkna. Hvernig á að gera hið fyrra höfum við lært af Einstein; hið síðara hefur, enn sem komið er, verið ímyndunarafli okkar ofviða. Ráðgáta tímans hefur því ekki enn verið leyst. En vandamálið er alvarlegra en þetta vegna þess að afstæðiskenningin virðist þarfnast þess að aðrar breytingar séu gerðar á tímahugtakinu. Ein þeirra snertir spurninguna hvort tíminn geti byrjað eða endað, eða hvort hann streymi endalaust. Því afstæðiskenningin er kenning þar sem tíminn getur vissulega byrjað og endað.

Svarthol er enn ráðgáta. Þegar efnismikil stjarna fellur saman, tekur það alla stjörnuna aðeins stuttan tíma að þjappast saman að því marki sem hún hefur óendanlegan efnisþéttleika og óendanlegt þyngdarsvið. Talið er að þá stöðvist tíminn inni í sérhverju svartholi. Vegna þess að um leið og stjarnan kemst í það ástand að verða óendanlega þétt og þyngdarsvið hennar verður óendanlegt þá geta engar frekari breytingar átt sér stað og ekkert efnisferli getur haldið áfram sem mundi gefa tímanum merkingu. Þess vegna heldur kenningin því einfaldlega fram að tíminn stöðvist. Sumir halda reyndar fram að margir alheimar séu til samtímis og svartholin séu göng á milli.

Vandamálið er reyndar enn alvarlegra en þetta því að almenna afstæðiskenningin gerir ráð fyrir að heimurinn allur falli saman líkt og svarthol, og ef það gerist stöðvast tíminn alls staðar en afstæðiskenningin gerði ráð fyrir að tíminn hefðjist með miklahvelli en getur hann þá stöðvast í svartholi?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband