Það hefur verið í fréttum hjá jaðarfréttamiðlum (Útvarpi sögu) um það einkennilega atvik, að stjarnan sjálf í viðurkenningu sjálfstæðis Eistrasaltsríkjanna, Jón Baldvin Hannibalsson, var ekki boðið á 30 ára afmæli sjálfstæðis þessara ríkja.
Jón fékk boð (í tölvupósti, rétt fyrir miðnætti satt best að segja eða á síðustu stundu) um að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum en frítt föruneyti allra þriggja Eistrasaltsríkjanna eru stödd á Íslandi til að fagna þessum merka áfanga.
Ástæðan fyrir að Jón Baldvin fékk "boðskort" eða réttara sagt tölvuskeyti á 11 stundu, var vegna þess að Sighvatur Björgvinsson hafði samband við Jón og spurðu hvort honum hefði verið boðið. Svarið var nei. Sighvatur fór á stúfana og eftir kvörtur og 2-3 klst síðar fékk Jón hið síðbúna boð en ekki sem heiðursgestur og fyrirlesari, heldur bara sem almennur gestur. Var verið að bjarga sér hér fyrir horn? Sem utanákomandi áhorfandi lítur þetta ekki vel út.
Draga má þá ályktun að slaufumenningin hafi náð til forsætisembættisins, og einhver embættismaður sem hefur lesið fjölmiðla síðastliðna ára, hafi dregið þá ályktun að Jón Baldvin sé person no grata. Sennilega vegna dómsmála sem hann stóð í gegn fjölskyldu sinni.
Ég ætla Jón sé ekki neinn sakleysingi en gera verður greinamun á persónunni Jón Baldvin (sem getur verið hinn mesti gallagripur eða dýrlingur) og utanríkisráðherrann Jón Baldvin.
Utanríkisráðherrann Jón Baldvin breytti sögunni og á lof skilið fyrir framlag sitt en einstaklingurinn Jón Baldvin er dálítið rúin trausti. En hér er um að ræða opinberu persónuna Jón Baldvin, aðalpersónuna í sjálfstæðisbaráttu Eistrasaltsríkjanna, og í raun eina ástæðan fyrir að þjóðhöfðingjar þessara ríkja eru að nenna koma hingað til Íslands, er settur afsíðis og hann er ekki sá eini. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra fékk heldur ekki boð. Sighvattur ætlar ekki að mæta, heldur ekki Jón Baldvin.
Eftir stendur að forseti Íslands, sem var þá dunda sér í sagnfræðinni, er allt í einu orðinn aðalpersónan í hátíðarhöldunum um sjálfstæðisbaráttu Eistrasaltsríkjanna. Er ekki verið að skipta út bakara fyrir smið?
Bloggar | 26.8.2022 | 20:23 (breytt kl. 20:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aldous Huxley var orðheppinn maður en fyrir þá sem ekki þekkja hann, þá skrifaði hann hið fræga verk "Brave New World" sem er n.k. útópíu martröð um sælarsamfélagið og andstæða við veröldina sem George Orwell skrifaði um í bókinni 1984. Báðir veruleikarnir voru ömurlegir.
Í ágætri bók sem hann skrifaði (Complete Essays), sagði hann eftirfarandi:
"Meirihluti mannfjöldans er ekki sérlega greindur, óttast ábyrgð og þráir ekkert betra en að vera sagt hvað á að gera. Að því gefnu að valdhafarnir trufli ekki efnisleg þægindi þess og dýrmæta viðhorf, er það fullkomlega ánægð að láta stjórna sér."
Og hann sagði líka eftirfarandi: "Staðreyndir hætta ekki að vera til vegna þess að þær eru hunsaðar. ..."
Er þetta ekki nokkuð sem tengja má við tíðarandann í dag? Nú er hægt að snúa öllu á hvolf og segja að hvít sé svart og kona sé maður og öfugt. Skrýtinn heimur sem við lifum í.
Til eru margar tilvitnanir í hann. Ég læt hér nokkrar fljóta.
Eftir þögn er það sem kemur næst því að tjá hið ólýsanlega tónlist."
En ég vil ekki þægindi. Ég vil Guð, ég vil ljóð, ég vil raunverulega hættu, ég vil frelsi, ég vil gæsku. Ég vil synd."
Þú munt þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera þig brjálaðan.
"Kannski er þessi heimur helvíti annarrar plánetu."
Bloggar | 25.8.2022 | 17:53 (breytt kl. 17:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er athyglisverð frétt um að Bandaríkjaþing viðurkennir að fljúgandi furðuhlutir eru ekki allir manngerðir. Hún er reyndar í Pressunni en meginfjölmiðlar tala lítið sem ekkert um UFO eða fljúgandi furðuhluti eins og þeir kallast óformlega á íslensku.
Ég man eftir umfjöllun um Magnús Skarphéðinssyni á sínum tíma en hann þótti hinn mesti furðufugl sem talaði um verndun hvala og hann tryði á geimverur og geimskip.
Á íslensku hafa komið út bækur um þessi fyrirbrigði og sækja má sér á næsta bókasafni. Erfitt er meta hug íslenskra stjórnvalda um fyrirbrigðið, enda held ég íslensk stjórnvöld hafi aldrei talað formlega um málið. Hver sem ástæðan er, fordómar eða þau vilja ekki tengjast svona "jarðarmálum", er erfitt að segja, ætli megi ekki segja um sé að ræða áhugaleysi, ef ekki skeytingarleysi.
Ég kynntist svo kölluðum geimverufræðum (það er til heil bókaflokkun og samfélag um þessi fræði) í gegnum bókasafnið hér í Hafnarfirði. Ég hafði gaman af og leit á þetta sem bókmenntagrein sem flokkast mætti sem "ævintýrasagna flokkur", sem erfitt er að trúa en gaman að pæla í, líkt og draugasögur/þjóðsögur og líf eftir dauða sögur sem ég hef líka gaman af að lesa. Eitthvað sem erfitt eða ómögulegt er að henda reiður á og því best að hafa allan varan á en hafa gaman af.
En internetið breytti öllu varðandi "geimverufræðin" og nú var hægt að kynna sér þessi fræði, ekki bara af gömlum skruddum á bókasafninu, heldur óteljandi myndböndum og viðtölum við fólk sem þekkir til.
Í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Rússlandi og fleiri löndum, hafa þessi fyrirbrigði verið tekin alvarleg í gegnum áratugina og öll stjórnvöld, hafa annað hvort í gegnum sérstakar stofnanir eða gegnum herjum sínum, hafið rannsóknir á fyrirbrigðinu. Project Blue Book er frægasta bandaríska rannsóknarverkefnið um fyrirbrigðið og ælta ég aðeins að skýra það í nokkrum setningum.
Project Blue Book var kóðaheiti fyrir kerfisbundna rannsókn bandaríska flughersins á óþekktum fljúgandi hlutum frá mars 1952 þar til henni lauk 17. desember 1969. Verkefninu, með höfuðstöðvar í Wright-Patterson flugherstöðinni, Ohio, var upphaflega stýrt af kaptein Edward J. Ruppelt og fylgdi verkefnum af svipuðum toga eins og Project Sign stofnað árið 1947 og Project Grudge árið 1948. Project Blue Book hafði tvö markmið, nefnilega að ákvarða hvort UFO væru ógn við þjóðaröryggi og að vísindalega séð greina UFO-tengd gögn.
Þúsundum UFO skýrslna var safnað, greind og lögð inn. Sem afleiðing af Condon-skýrslunni, sem komst að þeirri niðurstöðu að rannsóknir á UFO væru ólíklegar til að skila meiriháttar vísindauppgötvunum, og endurskoðunar á skýrslu National Academy of Sciences, var Project Blue Book hætt árið 1969.
Flugherinn útvegar eftirfarandi samantekt á rannsóknum þess:
- Enginn UFO sem flugherinn greindi frá, rannsakaði og metur var nokkurn tíma vísbending um ógn við þjóðaröryggi okkar;
- Engar vísbendingar voru lagðar fyrir eða uppgötvað af flughernum um að sjón sem flokkuð var sem óþekkt táknaði tækniþróun eða meginreglur sem eru út fyrir svið nútíma vísindalegrar þekkingar; og
- Það voru engar vísbendingar sem bentu til þess að sýnir sem flokkuð var sem óþekkt væru geimfarartæki.
Þegar Project Blue Book lauk hafði það safnað 12.618 UFO skýrslum og komist að þeirri niðurstöðu að flestar þeirra væru rangar auðkenningar á náttúrufyrirbærum (skýjum, stjörnum o.s.frv.) eða hefðbundnum flugvélum. Samkvæmt landkönnunarskrifstofunni gæti fjöldi skýrslnanna skýrst með flugi fyrrum leynilegra njósnaflugvéla U-2 og A-12.701, skýrslur voru flokkaðar sem óútskýrðar, jafnvel eftir stranga greiningu. UFO skýrslurnar voru settar í geymslu og eru aðgengilegar undir laga um upplýsingafrelsi, en nöfn og aðrar persónuupplýsingar allra vitna hafa verið rýmdar.
Taka skal fram að þessar rannsóknir hófust vegna þrýstings frá almenningi um útskýringu á óþekktum fyrirbrigðum á himninum. Þótt flugherinn hætti að rannsaka þetta opinberlega, hafa bandarísk stjórn rannsakað þetta óformlega allar götur síðan í gegnum "svörtum fjárlögum" og leynistofnunum. Þau voru og eru logandi hrædd við óþekkt tæknifyrirbrigði sem geta farið úr sjó og út í geim á augabragði, geta stungið herþotur auðveldlega af og ekki verið skotin niður. Frá hernaðaröyggi séð, þá er það áhyggjuefni. Eru þetta Rússar eða geimverur? Í hvoru tilfelli fyrir sig, jafn hættulegt fyrir öryggi Bandaríkjanna!
Fyrir nokkrum árum byrjuðu að birtast frásagnir í virtum bandarískum fjölmiðlum um fyrirbrigði og sýnd voru myndbönd frá sjóhernum og flughernum sem sýna eltingarleiki herflugmanna við UFO en rakningatækin í dag eru það gott að hægt er að fylgja UFO eftir. Í stað hunsun og skeytingarleysi, var komin virðurkenning. En af hverju núna? Hvað hefur breyst?
Til eru margar óstaðfestar frásagnir um samskipti Bandaríkjastjórnar við meintar geimverur og forsetar eins og Richard Nixon, Jimmy Carter og Ronald Reagan sögðust trúa á þetta og voru jafnvel vitni sjálfir. Hillary Clinton og eiginmaður voru líka áhugafólk en síðarnefnda fólkið dansaði í kringum grautin með óljósum svörum og borið var við þjóðaröryggi þegar krafist var svara.
Ef við hörfum aðeins frá pólitíkinni og hlustum á rannsakendur/áhugafólk sem hafa fjallað um þetta, þá segir það að sprenging hafi orðið á frásögnum af þessi fyrirbrigði upp úr seinni heimsstyrjöldinni og náði það hámarki með Roswell atvikinu 1947 (frásögnin er á þá leið að þrjár geimveru hafi hrapað í geimskipi sínu í grennd við bæinn Roswell, tvær reyndust látnar en ein lifði af til 1953) og er talið upphaf nútíma UFO frásagnarinnar. Af hverju urðu geimskipin eða sýnirnar svo áberandi á þessum tíma? jú menn vilja tengja þetta við upphaf kjarnorkualdar og vaxandi tæknigetu mannkyns og "geimverurnar" hafi áhyggjur af að mannkynið sprengi upp bláa hnöttinn og því best að fylgjast náið með manninum.
Fyrir áhugasama, þá hef ég skrifað um uppljóstrann Bob Lazar (sem útskýrir gangverk geimskipa) og Project Blue Book hér á blogginu.
Hlekkir:
bandarikjathing-vidurkennir-ad-fljugandi-furduhlutir-seu-ekki-allir-manngerdir/
Bloggar | 24.8.2022 | 16:47 (breytt kl. 19:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er alltaf þannig, að ef voðaverk verður,þá reyna menn að leysa málið á sem einfaldasta hátt. Nú tala menn um að hamla aðgengi að skotvopnum. En er ekki þegar hömlun á aðgengi?
Jú, það gilda nú þegar reglur og lög um meðferð skotvopna. Það er ekki hver sem er sem fær skotvopn í hendur, sérstaklega ef menn hafa forsögu um andleg veikindi tengd ofbeldishneygð. Það eru nefnilega ekki allir sem eru andlega veikir sem eru ofbeldisfólk, langt í frá og er þetta alltaf einstaklingsbundið mat hverju sinni.
Það er eitt við núverandi umræðu, en það er farið í "tækið" ekki manninn. Eins og oft er sagt, vopn drepa ekki fólk, heldur fólkið sem heldur á vopnunum.
Ef menn ælta sér að koma í veg fyrir manndráp, þá dugar skammt að banna skotvopn. Þeir sem ætla sér eða eru í einhverju sturluástandi grípa til næsta hluts sem er við hendi og fremja voðaverkið. Þessi morð sem hafa verið framin síðastliðin ár og áratugi, hafa verið framin með alls konar verkfærum, handslökkvutæki, steina, berar hendur, straujárn og svo hnífa. Ekki vilja menn banna hnífa?
Ef borið er saman New York og London, þá er fólk oftast drepið með skotvopnum í New York en í London með hnífum og hefur verið hnífafaraldur þar lengi. Reykjavík virðist vera að breytast í hnífastungu borg, en fregnir berast af hnífaárásum um hverja einustu helgi.
Lausnin er því ekki boð og bönn, heldur þarf samfélagsfræðslu (afnám ákveðið "subculture" sem er glæpaheimsmenningin) og vistun þeirra sem eru ekki samfélagshæfir, eru hættulegir samfélaginu. Þetta er því ákveðið velferðarvandamál.
Bloggar | 23.8.2022 | 13:30 (breytt kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stefna kínverskra stjórnvalda gagnvart Taívan er kristaltær, þau vilja eyjuna undir sitt vald og hafa ekki farið leynt með það. En af hverju hafa þeir ekki tekið hana?
Fyrir því eru fjölmargar ástæður. Hér koma nokkrar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að taka eyju herskildi, sérstaklega slíka sem er hefur verið stöðugt víggirt í marga áratugi. Í öðru lagi þarf öflugan flota. Með efnahagslegri uppbyggingu og aukinni auðlegð, hafa stjórnvöld unnið markvisst að uppbyggingu kínverska hersins, þar á meðal sjóherinn. Hernaðarlega séð gætu Kínverjar tekið eyjuna með áhlaupi en með ærnum tilkosnaði. En afleiðingarnar gætu reynst afdrifaríkari en sjálf hertakan.
Kínverjar treysta á viðskipti við Vesturlönd og BNA þar með, en þau hafa sýnt óvænta samstöðu í Úkraníustríðinu og það er ein ástæðan fyrir hiki Kínverjar, viðskiptabann.
En það eru aðrir þættir sem skipta máli. Það er landfræðileg staðsetning. Kína er eins og Rússland, landveldi, og hefur alltaf verið það. Ef heyja á stríð, verður Kína hafa greiðan aðgang úr Kínahafi. Ef litið er á landakort sést að suðurströndin er umkringd óvinveittum eyjaklösum, svo sem Japan, Filipseyjum og nágrannaríkjum eins og Víetnam, Suður-Kóreu, Taíland, Indónesíu og jafnvel Ástralía myndi dragast inn í átökin. Svo er Indland ekkert vinveitt Kína, en landamæradeilur eru milli ríkjanna.
Þá komum við að olíunni, en ekkert stríð er háð án orkugjafa. Kína er mjög háð olíu en ríkið er næstmesti olíu notandi í heimi (13% af heildarnotkun í heiminum), 72% of olíunni sem þeir nota er innflutt, en Rússland selur þeim 15% af olíunni, Sádi Arabía 17,4% en annars kemur olían frá ríkjum sem eru frekar vinveittari BNA, svo sem Kúveit og svo Oman, Írak en eins og bent hefur verið á, þá lokast líklega siglingaleiðir strax í upphafi stríðs (60% af olíunni kemur sjóleiðis) en rússneska olían rennur suður í olíuleiðslum í gegnum Síberíu.
Talað er um þrjá "kyrkingastaði" á flutningsleiðum olíu til Kína; Hormuz sundið í Omanflóa; Malacca sundið milli Indónesíu og Malasíu og síðan en ekki síðst Singapúr sundið en bandaríski flotinn ræður ríkjum á öllum þessum kyrkingastöðum en það sem verra er fyrir kínversk stjórnvöld er að þau standa í deilum við öll nágrannaríki sín um yfirráð á hafsvæðum á svæðinu og þau myndu ekki taka vel í hertöku Taívan.
Líklegast yrði sett á hafbann á Kína sem sagan sýnir hefur gefið góða raun. En geta Kínverjar farið í kringum hafbann? Þeir hafa reynt það með verkefnið "belti og vegir" og skapa þannig flutningsleiðir landleiðis. Þeir gætu flutt in meiri rússneska olíu en pípulagnirnar í Síberíu bera bara ákveðið magn. Ljóst er að Rússland myndi standa með Kína í slíkum átökum.
En ef það er einhvern tímann tækifæri til að taka Taívan, þá er það núna með veikri stjórn Joe Biden sem hefur sýnt og sannað að Bandaríkjastjórn eru ekki tilbúin í átök vegna Úkraníu. Með öðrum orðum veikleikinn sem stjórn Joe Biden hefur sýnt með falli Afganistan, er hvetjandi og glugginn til innrásar er í valdatíð hans en Biden á tvö ár eftir af kjörtímabilinu. Vonandi gerist það ekki og núverandi pattstaða haldist.
Enginn vill stríð í Asíu sem yrði þá líklega heimsstyrjöld og núverandi heimskipan, glópalisminn myndi líða undir lok. Bandaríkin myndu aldrei leyfa óheft viðskipti aftur við Kína en ríkin eru mjög samtvinnuð efnahagslega.
Ef slík átök myndu hefjast, hvort sem það er vegna kreppu í Taívan-sundi, í Suður-Kínahafi, eða hvaða fjölda annarra ófyrirsjáanlegra eldgosapunkta sem er, væri slíkt stríð næstum örugglega margfalt eyðileggjandi en það sem við sjáum í Úkraínu í dag. Það væri átök með gríðarlegt svigrúm fyrir stigmögnun á öllum sviðum, frá höfunum til geimsins, og líkleg til að draga að mörg önnur lönd um allan heim, þar á meðal bandamenn Bandaríkjanna í Kyrrahafinu. Slík átök yrðu stórslys fyrir bæði lönd og fyrir okkur öll.
Stríð milli Bandaríkjanna og Kína er ekki óumflýjanlegt. En samskipti Bandaríkjanna og Kína halda áfram að fara niður á við, stefnumótandi samband þeirra er fjarlægt og barist af vaxandi alþjóðlegum kreppum. Til að forðast svefngöngu inn í stríð verða bæði löndin að búa til sameiginlegan stefnumótandi ramma til að viðhalda friði - og það sem fyrst. Megi skynsemin ráða ríkjum.
Bloggar | 21.8.2022 | 12:59 (breytt kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvupóstsrannsókn Hillary Clinton
Þann 5. júlí 2016, þá - FBI forstjóri James Comey tilkynnti tilmæli skrifstofunnar um að bandaríska dómsmálaráðuneytið myndi ekki leggja fram neinar sakargiftir sem tengjast Hillary Clinton tölvupóstrannsókninni. Á óvenjulegum 15 mínútna blaðamannafundi í J. Edgar Hoover byggingunni sagði Comey hegðun Clintons og helstu aðstoðarmanna hennar mjög kærulausa en komst að þeirri niðurstöðu að enginn sanngjarn saksóknari myndi flytja slíkt mál.
Þann 28. október 2016, innan við tveimur vikum fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey forstjóri, sem var lengi repúblikani, í bréfi til þingsins að fleiri tölvupóstar sem hugsanlega tengdust Clinton tölvupóstsdeilunni hefðu fundist og að FBI muni rannsaka "til að ákvarða hvort þær innihaldi trúnaðarupplýsingar sem og að meta mikilvægi þeirra fyrir rannsókn okkar. Á þeim tíma sem Comey sendi bréf sitt til þingsins hafði FBI enn ekki fengið heimild til að fara yfir neinn af umræddum tölvupóstum og vissi ekki um innihald neins umræddra tölvupósta.] Eftir bréf Comey til Þingið, líktu fréttaskýrendurnir Paul Callan hjá CNN og Niall O'Dowd hjá Irish Central Comey við J. Edgar Hoover í tilraunum til að hafa áhrif á og stjórna kosningum. Þann 6. nóvember 2016, andspænis stöðugum þrýstingi frá bæði repúblikönum og demókrötum, viðurkenndi Comey í öðru bréfi til þingsins að í gegnum endurskoðun FBI á nýju tölvupóstunum væri ekkert rangt gert af hálfu Clinton.
Þann 12. nóvember 2016 rakti Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi demókrata, beint kosningatap sitt til Comey.
Skýrsla DOJ Watchdog
Þann 14. júní 2018 birti Michael E. Horowitz, eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins, skýrslu um áralanga rannsókn á misferli hjá DOJ og FBI vegna rannsóknar sinnar á einkapóstþjóni Hillary Clinton. Horowitz kenndi James Comey, forstjóra FBI á þeim tíma sem rannsókn tölvupóstþjónsins fór fram, um að víkja frá samskiptareglum skrifstofunnar og dómsmálaráðuneytisins, sem skaðaði ímynd stofnananna um hlutleysi, samkvæmt skýrslu varðhundsins.
Comey var einnig kennt um vandræðalegan skort á beinum eða efnislegum samskiptum við Loretta Lynch dómsmálaráðherra fyrir blaðamannafund sinn 5. júlí 2016 um tölvupóstrannsókn Clintons og síðara bréf hans til þingsins í október 2016. Í skýrslunni stóð: Við fundum það er ótrúlegt að fyrir tvær slíkar ákvarðanir í kjölfarið hafi forstjóri FBI ákveðið að besta hegðunin væri að tala ekki beint og efnislega við ríkissaksóknara um hvernig best væri að haga þessum ákvörðunum.
Ennfremur var ákveðið, samkvæmt innri tölvupósti FBI og minnisblaði frá tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar undir forystu GOP, að erlendir aðilar gætu haft aðgang að tölvupóstum Clintons, þar á meðal að minnsta kosti einum tölvupósti sem flokkaður er sem leyndarmál. Í minnisblaðinu var hvorki tilgreint hverjir eru erlendu aðilar sem hlut eiga að máli né innihald tölvupóstanna. Varðhundarannsóknin fann engar vísbendingar um pólitíska hlutdrægni eða glæpsamlegt misferli í ákvörðunum Comey í allri rannsókn tölvupóstþjónsins. Við fundum engar vísbendingar um að niðurstöður saksóknara deildarinnar væru fyrir áhrifum af hlutdrægni eða öðrum óviðeigandi sjónarmiðum, segir í skýrslunni. Stuttu eftir birtingu skýrslunnar hélt Christopher Wray, forstjóri FBI fréttamannafund í Washington þar sem hann varði heiðarleika skrifstofunnar vegna mjög gagnrýninna niðurstöðu skýrslunnar, en hét því að draga umboðsmenn ábyrga fyrir hvers kyns misferli og sagði að FBI muni láta starfsmenn sína gangast undir hlutdrægni þjálfun.
Fyrrverandi utanríkisráðherra Clinton, Trump forseti, þingmenn og fræðimenn hafa tjáð sig um niðurstöður skýrslunnar, fordæmt Comey og brot hans á reglum skrifstofunnar og fimm starfsmenn FBI sem skiptust á vafasömum textaskilaboðum í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum 2016. Horowitz vísaði öllum starfsmönnunum fimm, þar á meðal fyrrverandi gagnnjósnarmanninum Peter Strzok, í sérstaka rannsókn.
Brottrekstur James Comey, IG rannsókn
Uppsögn Comey
Þann 9. maí 2017 rak Trump forseti FBI Comey, forstjóra FBI, eftir að Comey hafði rangfært nokkrar lykilniðurstöður tölvupóstrannsóknarinnar í vitnisburði sínum fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Margir almennir fréttamiðlar höfðu efast um hvort uppsögnin væri svar við beiðni Comey um meira úrræði til að auka rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Eftir að Comey var sagt upp störfum varð aðstoðarforstjórinn Andrew G. McCabe starfandi forstjóri. Þann 1. ágúst 2017 var frambjóðandi Trump forseta sem forstjóri FBI, Christopher A. Wray, formlega staðfestur af öldungadeildinni með 925 atkvæðum og sór embættiseið sem forstjóri daginn eftir.
Niðurstöður Horowitz
Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins, Michael E. Horowitz, birti skýrslu um misferli hjá DOJ og FBI vegna meðhöndlunar þess á Hillary Clinton einkapóstþjónsrannsókninni. Horowitz gagnrýndi James Comey, forstjóra FBI á þeim tíma sem rannsóknin fór fram, fyrir að fylgja ekki bókun skrifstofunnar og dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslu IG fannst hins vegar engar vísbendingar um pólitíska hlutdrægni eða glæpsamlegt misferli í ákvörðunum Comey í gegnum rannsókn tölvupóstþjónsins.
Samkvæmt skýrslunni komst Horowitz að því að Comey hefði vandræðalegan skort á beinum eða efnislegum samskiptum við Loretta Lynch dómsmálaráðherra fyrir blaðamannafund sinn 5. júlí 2016 um tölvupóstrannsókn Clintons og bréf hans til þingsins í október 2016. Við fundum það er ótrúlegt að fyrir tvær slíkar ákvarðanir í kjölfarið hafi forstjóri FBI ákveðið að besta hegðunin væri að tala ekki beint og efnislega við ríkissaksóknara um hvernig best væri að fara með þessar ákvarðanir, samkvæmt niðurstöðum IG.
Þar að auki afhjúpaði skýrslan einnig notkun einkapósts Gmail reiknings fyrir FBI viðskipti sem Comey notar, þrátt fyrir að vara starfsmenn við notkun hans. Misferlisverkið var ósamræmi við stefnu dómsmálaráðuneytisins, að því er varðarannsóknin komst að.
Minnisblað Nunes, FISA-heimild
Þann 2. febrúar 2018 var fjögurra blaðsíðna trúnaðarminning eftir Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar repúblikana, birt eftir að Trump forseti skrifaði undir það. Samkvæmt minnisblaðinu var skjöl eftir Christopher Steele og stjórnarandstöðurannsóknarfyrirtækið Fusion GPS notað af embættismönnum DOJ og FBI eins og E. W. Priestap fyrir FISA-heimildir til að hafa eftirlit með kosningabaráttumanni Trump, Carter Page. Að auki sagði fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Andrew McCabe, sem sagði af sér áður en minnisblaðið var gefið út, að FISA-heimildin hefði ekki verið fengin án upplýsinganna í Steele-skjölunum. Allar fjórar FISA umsóknirnar voru undirritaðar af McCabe, Rod Rosenstein og fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey. Trump forseti tjáði sig um útgáfu minnisblaðsins og sagði: Margt fólk ætti að skammast sín.
Andrew McCabe - Uppsögn og rannsókn
Þann 16. mars 2018 rak Jeff Sessions dómsmálaráðherra Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóra FBI, fyrir að leyfa embættismönnum FBI að leka upplýsingum til fjölmiðla um rannsókn Clinton Foundation og síðan villa um fyrir rannsakendum um atvikið. Skrifstofa faglegrar ábyrgðar FBI mælti með skotinu tveimur dögum áður. Ásakanirnar um misferli voru afleiðingar rannsóknar Michaels E. Horowitz, ríkislögreglustjóra sem skipaður var af fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, sem tilkynnti í janúar 2017 að DOJ myndi rannsaka aðgerðir FBI í tilefni 2016. kosningar í Bandaríkjunum.
Þann 21. mars 2018 sagði Christopher Wray, forstjóri FBI, að rekinn á McCabe hefði verið gerður eftir bókinni og ekki af pólitískum hvötum. Þann 12. júní 2018 kærði lögfræðingur McCabe dómsmálaráðuneytið og FBI vegna uppsagnar hans.
Þann 6. september 2018 var upplýst í fjölmiðlum að stór kviðdómur hefði hafið rannsókn á McCabe og kallað saman vitni til að ákvarða hvort leggja ætti fram sakamál fyrir að hafa villa um fyrir skrifstofunni. Rannsóknin er nú í meðferð hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu í DC. Þetta varð einnig til þess að McCabe féll frá kæru sinni um ólöglega starfslok.
OIG rannsókn
Þann 13. apríl 2018 var hluti varðandi McCabe úr skýrslu dómsmálaráðuneytisins birtur almenningi. Samkvæmt skýrslunni vantaði McCabe hreinskilni, þar á meðal undir eið, og heimilaði uppljóstranir til fjölmiðla í bága við stefnu FBI við alríkisrannsókn á Clinton Foundation. Þann 19. apríl 2018 hafði eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins vísað niðurstöðum um misferli McCabe til bandaríska dómsmálaráðuneytisins í Washington, D.C. vegna hugsanlegra sakamála, samkvæmt fjölmiðlum. McCabe hefur neitað ásökunum um misferli.
Ásakanir um kynferðislega mismunun
Seint á árinu 2017, í viðtali við Circa, talaði Jeffrey Danik, fyrrverandi sérstakur umboðsmaður FBI, gegn McCabe og skrifstofunni vegna meðhöndlunar hans á málum í tengslum við kynferðislega mismunun, Hatch Act Violations og tölvupóstþjón Hillary Clinton. Um svipað leyti lagði annar fyrrverandi sérstakur umboðsmaður, Robyn Gritz, einn af æðstu leyniþjónustusérfræðingum skrifstofunnar og hryðjuverkasérfræðingur, fram kvörtun um kynferðislega mismunun á hendur skrifstofunni. Gritz kom fram með ásakanir um áreitni af hálfu McCabe, sem hún sagði hafa skapað krabbameinslíkt skrifræði sem vekur ótta hjá kvenkyns umboðsmönnum, sem olli því að aðrir sögðu af sér og eitruðu 7. hæð, þar sem stjórnendur eru til húsa í Hoover byggingu FBI. Í tilviki til viðbótar, þar sem alríkismál var höfðað, kom annar umboðsmaður fram með ásakanir um áreitni og kvenfyrirlitningu gegn konum sérstaklega, þar sem hann lýsti vaxandi vandamáli kynlífs á skrifstofunni.
Uppsögn Peter Strzok
Þann 10. ágúst 2018 var Peter Strzok, fyrrverandi gagnnjósnafulltrúi sem var endurráðinn í starfsmannadeild FBI, rekinn af skrifstofunni vegna spennu vegna hlutverks hans í að skiptast á vafasömum textaskilaboðum við annan FBI starfsmann, Lisu Page, sem hann var með. tekið þátt í framhjáhaldssambandi. Lögmaður Strzok gagnrýndi aðgerðir skrifstofunnar og sagði það frávik frá dæmigerðri vinnubrögðum skrifstofunnar og benti á að það stangist einnig á við vitnisburð forstjóra Wray til þingsins og fullvissu hans um að FBI ætlaði að fylgja reglubundnu ferli sínu í þessu og öllum persónulegum málum. "
Skotið kom innan nokkurra mánaða frá atviki þar sem Strzok var fylgt út úr FBI byggingu og einnig birtingu OIG skýrslu Michael E. Horowitz, eftirlitsmanns dómsmálaráðuneytisins. Nokkrir starfsmenn, þar á meðal Strzok, voru vísað til sérstakrar rannsóknar hjá Horowitz vegna hugsanlegrar misferlis við rannsókn Clintons í tölvupósti. Trump forseti hrósaði uppsögn skrifstofunnar og tísti eftirfarandi: Peter Strzok umboðsmaður var rekinn frá FBI - loksins. Listinn yfir slæma leikmenn í FBI og DOJ lengist og lengist.
Eins og sjá má af þessari samantekt, sem er mjög gróf, hefur álit FBI orðið fyrir hnekki m.a. vegna pólitískra afskipta síðastliðna ára en stofnunin á að sjálfsögðu vera hlutlaus.
Bloggar | 17.8.2022 | 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrrum forsetar Bandaríkjanna njóta ýmissa réttinda eftir að viðkomandi forseti lætur af embætti. Sumt er byggt á hefðum en annað fest í lögum. Helstu lögin um réttindi forsetans heita "Former Presidents Act". Sum af þessum lögum fjalla um vernd, eftirlaun o.s.frv. sem sjá má í starfslokasamningum almennt.
Annað er bundið hefð, svo sem að fyrrum forsetar eru upplýstir um öryggismál, þrátt fyrir að vera ekki starfandi forseti. Fyrrum forsetar taka jafnan með sér skjöl er þeir láta af embætti. Gott dæmi um það er Obama, sem tók "tonn" af skjölum, sem hann nýtti svo til að gera sjálfsævisögubækur.
Nú er deilt um réttindi fyrrum forseta BNA Donalds Trumps til að halda eftir skjöl. Sjálfur segist hann (og er það rétt, á meðan hann er í embætti) hafa rétt til aflétta leynd eða setja leyndarhjúp á skjöl, enda handhafi framkvæmdarvaldsins. Með þeim gjörningi að senda skjölin til varðveislu í Mar-a-Lago, hafi hann í raun aflétt leyndinni. Þetta er spurning, því e.t.v. þarf að fara í gegnum formlegan feril, til að gera það.
Til eru lög sem heita " Presidential Records Act" en við skulum athuga hvað þau segja í grófri þýðingu:
- Skilgreinir og tilgreinir opinbert eignarhald á skránum.
- Setur ábyrgð á vörslu og umsjón með sitjandi forsetaskrá hjá forsetanum.
-Leyfir sitjandi forseta að ráðstafa skjölum sem hafa ekki lengur stjórnsýslulegt, sögulegt, upplýsinga- eða sönnunargildi, þegar hann eða hún hefur fengið skriflega álit skjalavarðar Bandaríkjanna á fyrirhugaðri förgun.
- Setur upp ferli fyrir takmörkun og aðgang almennings að þessum skrám. Nánar tiltekið leyfir PRA aðgang almennings að forsetagögnum í gegnum lög um upplýsingafrelsi (FOIA) sem hefst fimm árum eftir lok stjórnsýslunnar, en leyfir forsetanum að beita allt að sex sérstökum takmörkunum á aðgangi almennings í allt að tólf ár. . PRA setur einnig verklagsreglur fyrir þing, dómstóla og síðari stjórnir til að fá sérstakan aðgang að gögnum sem eru enn lokaðar almenningi, eftir 30 daga uppsagnarfrest til fyrrverandi og núverandi forseta.
- Krefst þess að skjöl varaforseta séu meðhöndluð á sama hátt og forsetagögn.
- Staðfestir að forsetagögn færist sjálfkrafa í löglega vörslu skjalavarðar um leið og forseti lætur af embætti.
- Komar á verklagsreglum fyrir þing, dómstóla og síðari stjórnvöld til að fá sérstakan aðgang að gögnum frá NARA sem eru áfram lokuð almenningi, eftir endurskoðunartímabil forréttinda fyrrverandi og sitjandi forseta; verklagsreglur um slíkar sérstakar aðgangsbeiðnir lúta áfram viðeigandi ákvæðum E.O. 13489.
- Setur varðveislukröfur fyrir opinber viðskipti sem stunduð eru með óopinberum rafrænum skilaboðareikningum: Sérhver einstaklingur sem býr til forsetaskrár má ekki nota óopinbera rafræna skilaboðareikninga nema viðkomandi afriti opinberan reikning þegar skilaboðin eru búin til eða sendir heilt afrit af skránni til opinberan skilaboðareikning. (Svipað ákvæði í Federal Records Act á við um alríkisstofnanir.)
- Krefst þess að forseti og starfsmenn hans geri allar raunhæfar ráðstafanir til að skrá persónulegar skrár aðskildar frá forsetaskrám.
- Kemur í veg fyrir að einstaklingur sem hefur verið dæmdur fyrir glæp sem tengist yfirferð, varðveislu, fjarlægð eða eyðingu gagna fái aðgang að upprunalegum gögnum.
Það er því ljóst að forsetinn hefur rétt til að halda eftir skjöl en hann verður að vinna með Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna við vernd þeirra.
Ekki var annað að sjá að lögfræðiteymi DT hafi unnið með FBI og Þjóðskjalasafnið af heillindum og afhent allt sem beðið var um. Venjulega er lögð fram stefna ef misbrestur er á, en í þessu tilfelli var vaðið beint í húsleit, en húsleitarheimildin sem gefin var út var svo víðtækt, að leita mátti að hverju sem er á heimili DT.
Ýmislegt framkvæmdarlega rangt var gert við þessa húsleit sem er einstök í sögunni, svo sem að lögfræðingur fékk ekki strax húsleitarskjalið í hendur; hann (hún í raun) fékk ekki að vera viðstödd húsleitinni sem er venjan; "magiser" dómari sem er lægst settasti dómarinn (í þessu tilfelli vilhallur demókrötum en hann gaf pening í kosningasjóð Obama), er látinn skrifa undir húsleitarheimildina; beðið var fram yfir helgi til að framfylgja húsleitina, þrátt fyrir að í heimildinni er sagt að brot DT varði við njósnalög og margt fleira.
Í ljósi forsögunnar, allar rannsóknirnar á hendur DT sem telja má nú mest rannsakaðan forseta Bandaríkjanna, má telja þetta vera liður í að koma í veg fyrir að hann bjóði sig fram aftur til forseta. Einnig má ætla að þetta áhlaup (e. raid) eigi að hafa áhrif á miðtímabilskosningarnar framundan í haust. Þriðja ástæðan gæti verið sé að beina athyglinni frá rannsókninni á Hunter Biden og "fartölvunni frá helvíti" og almennri óstjórn ríkisstjórnar Joseph Biden.
Bloggar | 15.8.2022 | 10:55 (breytt kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stofnunuin FBI hefur sætt gagnrýni síðastliðin ár og æðstu yfirmenn hennar sakaðir um pólitíska hlutdrægni og dregið vagn demókrata á hendur repúblikana. Ég hef sjálfur horft á viðtöl við fyrrum FBI fulltrúa sem segja stofnunina ekki svipur hjá sjón miðað hvernig hún var.
Í gegnum tíðina og frá stofnun hefur FBI notið virðingar, þótt strax frá upphafi megi segja að ýmislegt óhreint hafi leynst á bakvið tjöldin og tengist það stofnandann, J Edgar Hoover. Hér kemur samantekt af ferli Hoovers, áður en ég fer í misnotkun FBI á völdum sínum.
Forstjóri FBI John Edgar Hoover
John Edgar Hoover (1895 1972), þekktari sem J. Edgar Hoover, var fyrsti formaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI, eða Federal Bureau of Investigation). Hann var skipaður fimmti formaður bandarísku lögrannsóknarskrifstofunnar forvera FBI árið 1924 og var lykilmaður í stofnun alríkislögreglunnar árið 1935. Hann var formaður hennar frá stofnun hennar til dauðadags árið 1972, þá 77 ára að aldri. Hoover á heiðurinn að því að alríkislögregla Bandaríkjanna þróaðist í miklu stærri lögsögustofnun en upphaflega var áætlað og stuðlaði að margvíslegri nútímavæðingu í lögreglurannsóknum, t.d. miðstýrðum gagnagrunn fingrafara og notkun réttarvísinda á sérstökum rannsóknarstofum.
Seint á ævi sinni og eftir dauða sinn varð Hoover afar umdeildur þegar í ljós kom að hann hafði misnotað valdastöðu sína á margvíslegan hátt á bak við tjöldin. Í ljós kom að hann hafði farið út fyrir lögsögu og hlutverk alríkislögreglunnar, notað hana til að áreita pólitíska andófsmenn, safnað leyniskjölum um stjórnmálaleiðtoga og safnað sönnunargögnum upp á grunaða glæpamenn með ólögmætum hætti. Hoover varð því mjög valdamikill og var jafnvel í stöðu til að hóta sitjandi forsetum. Samkvæmt Kenneth Ackerman, ævisöguritara Hoover, er sú hugmynd að leyniskjöl Hoover hafi komið í veg fyrir að forsetar Bandaríkjanna rækju hann ekki á rökum reist. Þó er til hljóðupptaka af Richard Nixon Bandaríkjaforseta þar sem hann segist ekki þora að reka Hoover af ótta við hefnd hans.
Samkvæmt Harry S. Truman Bandaríkjaforseta breytti Hoover alríkislögreglunni í leynilögreglustofnun til eigin nota. Við viljum ekki neitt Gestapo eða leynilögreglu, sagði Truman. Alríkislögreglan er á leið í þá átt. Hún er að grafa upp kynlífhneyksli og beitir hreinni og klárri fjárkúgun. J. Edgar Hoover myndi gefa á sér hægra augað til að ná völdum og allir þingmenn og þingfulltrúar eru hræddir við hann. (Upplýsingarnar um J.E Hoover koma af Wikipedia).FBI - spillingarstofnun eða virt löggæslustofnun? - Skrár um bandaríska ríkisborgara
FBI hefur haldið upplýsingar utan um fjölda fólks, þar á meðal fræga einstaklinga eins og Elvis Presley, Frank Sinatra, John Denver, John Lennon, Jane Fonda, Groucho Marx, Charlie Chaplin, hljómsveitina MC5, Lou Costello, Sonny Bono, Bob Dylan, Michael Jackson, og Mickey Mantle.
Ástæðan fyrir því að skrárnar voru til voru mismunandi. Sum viðfangsefnanna voru rannsökuð vegna meintra tengsla við kommúnistaflokkinn (Charlie Chaplin og Groucho Marx), eða í tengslum við stríðsaðgerðir í Víetnamstríðinu (John Denver, John Lennon og Jane Fonda). Fjölmargar skrár um fræga fólkið varða hótanir eða fjárkúgunartilraunir gegn þeim (Sonny Bono, John Denver, John Lennon, Elvis Presley, Michael Jackson, Mickey Mantle, Groucho Marx og Frank Sinatra).
Eftirlit innanlands
Í skýrslu bandaríska þingsins frá 1985 kom fram að FBI hefði sett upp yfir 7.000 þjóðaröryggiseftirlit á einstaklingum, þar á meðal margar á bandarískum ríkisborgurum, frá 1940 til 1960.
Leynilegar aðgerðir gegn stjórnmálahópum
Aðferðir COINTELPRO hafa verið meintar til að fela í sér að ófrægja skotmörk með sálrænum hernaði, smyrja einstaklinga og/eða hópa með því að nota fölsuð skjöl og með því að planta fölskum skýrslum í fjölmiðla, áreitni, ólögmæta fangelsun og ólöglegt ofbeldi, þar með talið morð. Yfirlýst hvatning FBI var "að vernda þjóðaröryggi, koma í veg fyrir ofbeldi og viðhalda núverandi félagslegu og pólitísku skipulagi."
FBI skrár sýna að 85 prósent COINTELPRO miða að hópum og einstaklingum sem FBI menn töldu varða "undirróður", þar á meðal kommúnista og sósíalísk samtök; samtök og einstaklingar sem tengjast borgararéttindahreyfingunni, þar á meðal Martin Luther King Jr. og aðrir sem tengjast Southern Christian Leadership Conference, Landssamtökunum til framdráttar litaðra fólks, og Congress of Racial Equality og önnur borgaraleg réttindasamtök; svartir þjóðernishópar (t.d. Nation of Islam og Black Panther Party); American Indian Movement; fjölmörg samtök sem merkt eru Ný vinstri, þar á meðal nemendur fyrir lýðræðislegt samfélag og veðurfarsmenn; næstum allir hópar sem mótmæla Víetnamstríðinu, auk einstakra stúdenta sem ekki hafa tengsl við hóp; landslögfræðingafélagið; samtök og einstaklingar sem tengjast kvenréttindahreyfingunni; þjóðernissinnaða hópa eins og þá sem sækjast eftir sjálfstæði fyrir Púertó Ríkó, Sameinuðu Írland og kúbverskar útlagahreyfingar, þar á meðal Kúbuveldi Orlando Bosch og kúbversku þjóðernishreyfinguna. Eftirstöðvar 15% COINTELPRO fjármagns voru eyddar til að jaðarsetja og grafa undan haturshópum hvítra, þar á meðal Ku Klux Klan og Réttindaflokk þjóðríkja.
Skrár um talsmenn sjálfstæðis í Púrtó Rikó
FBI njósnaði einnig um og safnaði upplýsingum um Pedro Albizu Campos, sjálfstæðisleiðtoga Púertó Ríkó, og þjóðernissinnaðan stjórnmálaflokk hans á þriðja áratug síðustu aldar. Abizu Campos var dæmdur þrisvar sinnum í tengslum við banvænar árásir á embættismenn í Bandaríkjunum: árið 1937 (samsæri um að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna), árið 1950 (tilraun til morðs) og árið 1954 (eftir vopnaða árás á bandaríska húsið í Bandaríkjunum). Aðgerð FBI var leynileg og varð ekki kunn fyrr en bandaríski þingmaðurinn Luis Gutierrez lét birta hana opinberlega með lögum um frelsi upplýsinga á níunda áratugnum.
Árið 2000 náðu rannsakendur skrám sem FBI gaf út samkvæmt lögum um frelsi upplýsinga sem leiddu í ljós að San Juan FBI skrifstofan hafði samræmt skrifstofum FBI í New York, Chicago og öðrum borgum, í áratuga löngu eftirliti með Albizu Campos og Púrtó Ríkara. sem höfðu samband eða samskipti við hann. Skjölin sem til eru eru eins nýleg og 1965.
Starfsemi í Rómönsku Ameríku
Frá 1950 til 1980 voru stjórnvöld margra ríkja Rómönsku Ameríku og Karíbahafsríkja, þar á meðal Argentínu, Brasilíu, Síle, Kúbu, Mexíkó og fleiri, undir eftirliti af hálfu FBI. Þessar aðgerðir hófust í seinni heimsstyrjöldinni þar sem 700 umboðsmönnum var falið að fylgjast með athöfnum nasista, en stækkuðu fljótlega til að fylgjast með starfsemi kommúnista á stöðum eins og Ekvador. Taka skal fram að FBI á bara að starfa innanlands og alls ekki fara inn á svið CIA sem starfar eingöngu erlendis (segja þeir).
Viola Liuzzo
Í einu sérstaklega umdeildu atviki árið 1965 var hvíta borgararéttindastarfskonan Viola Liuzzo myrt af Ku Klux Klansmönnum, sem eltu og skutu inn í bíl hennar eftir að hafa tekið eftir að farþegi hennar var ungur blökkumaður; einn af Klansmönnum var Gary Thomas Rowe, viðurkenndur FBI uppljóstrari. FBI dreifði orðrómi um að Liuzzo væri meðlimur kommúnistaflokksins, heróínfíkill, og hefði yfirgefið börn sín til að eiga í kynferðislegum samskiptum við bandaríska blökkumenn sem tóku þátt í borgararéttindahreyfingunni. Skrár FBI sýna að J. Edgar Hoover hafi persónulega miðlað þessum vísbendingum til Johnson forseta.
Waco umsátrið
Umsátrið um Waco árið 1993 var misheppnuð árás ATF sem leiddi til dauða fjögurra ATF umboðsmanna og sex Davids-útibúa. FBI og bandaríski herinn tóku þátt í 51 dags umsátrinu sem fylgdi í kjölfarið. Það kviknaði í byggingunni sem hýsir Davíðsbúa og brann og létust 76 þeirra, þar af 26 börn. Timothy McVeigh var að sögn hvattur áfram til að gera sprengjuárásina í Oklahoma City árið 1995 af niðurstöðu umsátursins, ásamt Ruby Ridge atvikinu.
Ruby Ridge
Umsátrinu um Ruby Ridge árið 1992 var skotbardagi milli FBI og Randy Weaver vegna þess að hann kom ekki fyrir rétt vegna vopnaákæru.
1996 - Deilur um fjármögnun herferðar
Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins á fjáröflunarstarfseminni hafði leitt í ljós vísbendingar um að kínverskir umboðsmenn reyndu að beina framlögum frá erlendum aðilum til Demókrataflokksins (DNC) fyrir forsetakosningarnar 1996. Kínverska sendiráðið í Washington, D.C. var notað til að samræma framlög til DNC.
Auk kvartana flokksmanna frá repúblikönum benti fjöldi FBI umboðsmanna til að rannsóknum á fjáröflunardeilunum væri viljandi hindrað. FBI umboðsmaðurinn Ivian Smith skrifaði bréf til forstjóra FBI, Louis Freeh, þar sem lýst var skorti á trausti á lögfræðinga dómsmálaráðuneytisins varðandi fjáröflunarrannsóknina. FBI umboðsmaður Daniel Wehr sagði þinginu að fyrsti yfirlögfræðingur Bandaríkjanna í rannsókninni, Laura Ingersoll, hafi sagt við umboðsmenn að þeir ættu ekki að "fylgja neinu máli sem tengist fjáröflun um aðgang að forsetanum. Ástæðan sem gefin var upp var: "Þannig virkar bandarískt stjórnmálaferlið.' Ég var hneykslaður yfir því, sagði Wehr. FBI fulltrúarnir fjórir sögðu einnig að Ingersoll hafi komið í veg fyrir að þeir gætu framkvæmt húsleitarheimildir til að stöðva eyðingu sönnunargagna og örstýrðu málinu umfram alla ástæðu.
Fulltrúum FBI var einnig meinað að spyrja Bill Clinton forseta og Al Gore varaforseta spurninga í viðtölum dómsmálaráðuneytisins á árunum 1997 og 1998 og fengu aðeins að taka minnispunkta.
Innri rannsóknir á skotárásum
Á tímabilinu frá 1993 til 2011 skutu fulltrúar FBI af vopnum sínum í 289 skipti; Innri endurskoðun FBI komst að því að skotin voru réttlætanleg í öllum tilfellum nema 5, í engu þeirra 5 var fólk sært. Samuel Walker, prófessor í sakamálarétti við háskólann í Nebraska Omaha sagði að fjöldi skota sem reyndust óréttmætir væri grunsamlega lágur. Á sama tímabili særði FBI 150 manns, 70 þeirra létust; FBI fann allar 150 skotárásirnar réttlætanlegar. Sömuleiðis, á tímabilinu frá 2011 til dagsins í dag, hafa allar skotárásir fulltrúa FBI reynst réttlætanlegar af innri rannsókn. Í máli árið 2002 í Maryland var saklaus maður skotinn og greiddi hann síðar 1,3 milljónir dollara af FBI eftir að umboðsmenn töldu hann vera bankaræningja; rannsókn innanhúss leiddi í ljós að skotárásin var réttmæt, miðað við gjörðir mannsins.
Whitey Bulger málið
Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur verið gagnrýnd fyrir framgöngu sína á skipulagðri glæpastarfssemis manninum Whitey Bulger í Boston. Frá og með 1975 starfaði Bulger sem uppljóstrari fyrir FBI. Þar af leiðandi hunsaði embættið að mestu samtök hans í skiptum fyrir upplýsingar um innra starf ítölsku-amerísku Patriarca glæpafjölskyldunnar.
Í desember 1994, eftir að hafa fengið ábendingar af fyrrverandi FBI umsjónarmanni sínum um yfirvofandi ákæru samkvæmt lögum um spillingaráhrif og spillingarsamtök, flúði Bulger frá Boston og fór í felur. Í 16 ár lék hann lausum hala. Í 12 af þessum árum var Bulger áberandi á lista FBI tíu eftirsóttustu flóttamanna. Frá árinu 1997 afhjúpuðu fjölmiðlar á Nýja Englandi glæpsamlegt athæfi alríkis-, ríkis- og staðbundinna lögreglumanna sem tengdust Bulger. Afhjúpunin olli FBI mikilli vandræði. Árið 2002 var sérstakur umboðsmaður John J Connolly dæmdur fyrir alríkisákæru um mannrán fyrir að hjálpa Bulger að forðast handtöku. Árið 2008 lauk sérstakur umboðsmaður Connolly kjörtímabili sínu vegna alríkisákæru og var fluttur til Flórída þar sem hann var dæmdur fyrir að aðstoða við að skipuleggja morðið á John B Callahan, keppinauti Bulger. Árið 2014 var þeirri sakfellingu hnekkt vegna tæknilegrar hliðar. Connolly var umboðsmaðurinn sem stýrði rannsókninni á Bulger.
Í júní 2011 var hinn 81 árs gamli Bulger handtekinn í Santa Monica, Kaliforníu. Bulger var dæmdur fyrir 32 ákærur um fjárkúgun, peningaþvætti, fjárkúgun og vopnaákærur; þar á meðal hlutdeild í 19 morðum. Í ágúst 2013 fann kviðdómurinn hann sekan um 31 ákærulið og að hafa tekið þátt í 11 morðum. Bulger var dæmdur í tvö samfellt lífstíðarfangelsi auk fimm ára.
Robert Hanssen
Þann 20. febrúar 2001 tilkynnti skrifstofan að sérstakur umboðsmaður, Robert Hanssen (fæddur 1944) hefði verið handtekinn fyrir njósnir fyrir Sovétríkin og síðan Rússland frá 1979 til 2001. Hann afplánar 15 lífstíðardóma í röð án möguleika á reynslulausn kl. ADX Florence, alríkis supermax fangelsi nálægt Florence, Colorado. Hanssen var handtekinn 18. febrúar 2001 í Foxstone Park nálægt heimili sínu í Vín í Virginíu og var ákærður fyrir að selja bandarísk leyndarmál til Sovétríkjanna og í kjölfarið Rússlands fyrir meira en 1,4 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé og demöntum á 22 ára tímabili. Þann 6. júlí 2001 játaði hann 15 njósnir í héraðsdómi Bandaríkjanna í austurhluta Virginíu. Njósnastarfsemi hans hefur verið lýst af nefnd bandaríska dómsmálaráðuneytisins um endurskoðun á öryggisáætlunum FBI sem mögulega versta njósnaslys í sögu Bandaríkjanna.
Þessi grein er orðin það löng að ég tvískipti henni. Seinni hlutinn kemur seinna.
Bloggar | 13.8.2022 | 17:09 (breytt 14.8.2022 kl. 01:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef áður fjallað um hvernig sum tímabil í mannkynssögunni geta verið fanatísk og pólitík/rétttrúnaður gersýra samfélög þannig að frjáls hugsun er bönnuð og refsað fyrir slíka tilburði.
Nú eru við í slíku tímabili sem hefur verið að verið að gerjast síðastliðna fimm áratugi og upphafið má rekja til bandaríska háskóla og ný-marxíska hugmynda sem urðu til innan veggja háskólastofnanna þegar gamli marxisminn virkaði ekki. Skipt var út hugtökum, s.s. hinn kúgaði (í stað hinn arðrændi verkamaður) og kúgari (oftast í líki hvíts miðaldar manns) í stað kapitalista.
Þessar hugmyndir náðu engu flugi lengi vel og héldust innan ákveðina elítuhópa í háskólasamfélaginu. En með aukinni ásókn fólks í háskólanám og sérstaklega í húmanísku fræðin, og síðan en ekki síðst, tilkomu samfélagsmiðlanna, hefur orðinn stórbreyting á. Þessar hugmyndir, í engum tengslum við veruleikann, hafa náð slíku flugi að almenningur er orðinn hræddur við að tjá skoðanir sínar af ótta við að vera "cancel" eða úthýstur af almenningstorginu sem er nú á netinu í formi samfélagsmiðla.
Nornaveiðar kallaðist þetta á tímum árnýaldar þegar ákveðinn hópur var tekinn fyrir (þá var það aldraðar eða bara konur almennt, sem voru veikar félagslega) og hann ofsóttur og bókstaflega brenndur á báli fyrir "galdra" eða réttara sagt rangar hugsanir.
Nú hafa nornaveiðarar breytt sig í grínaraveiðara. Grínistar, hirðfífl nútímans, eru teknir fyrir og þeim refsað fyrir "rangan húmor"! Benny Hill, David Allen og Monty Pithon eru gott dæmi um þetta en þessir frægu grínarar hafa verið teknir fyrir og útskúfaðir úr "grínheiminum" vegna þess að hugmyndir þeirra eru "úreldar".
Ég skora á ykkur að horfa á þennan þátt, https://www.facebook.com/watch/?v=1130336677555142 sem tekur fyrir annars vegar fyrir grínistann David Allen sem var lengi vel sýndur á RÚV á föstudögum og Monty Python hópinn sem skapaði ódauðlegt grín og er talinn vera hápunktur breskt gríns. Allir þessir menn eru gagnrýndir fyrir "rangar hugmyndir" og hafa verið útskúfaðir fyrir húmor sinn.
En afhverju eru menn (kvenmenn og karlmenn) að grínast? Jú, lífið fyrir mannkynið á jörðinni hefur verið og er einn táradalur. Í stundum óbærilegum aðstæðum, reyna menn að létta á sálinni og gera gott úr vondu. Samfélagsádeilan er ákveðinn vendill sem léttir á félagslegri spennu á milli hópa, það getur bara hreinlega verið fjölskylduhúmór sem léttir á spennu innan fjölskyldu.
Góðu fréttirnar eru þær, að siðvandarnir, húmorslausa fólkið, með sínu ofstæki, mun ganga svo fram af almenningi að hann hættir að hlusta á bullið. Þegar er byrjað andóf gegn ofstækisfólkinu og sumir byrjaðir að þora að andmæla.
Hér kemur einn pólitískur brandari, sem sumum mun eflaust finnast fyndið en öðrum ekki, en þannig eru brandarar bara...
Joe Biden, Vladimir Putin og Boris Johnson lentu í næstum dauða reynslu saman.
Þeir hittu Guð og hans nánustu engla, sem sögðu þeim að tími þeirra væri ekki liðinn enn en að hver þeirra gæti spurt einnar spurningar.
Biden fór fyrstur. Hann spurði Guð, hvenær lýkur heimsfaraldri kórónuveirunnar? Guð gerði englum sínum tákn. Þeir fóru í burtu og eftir 30 sekúndur komu þeir aftur og hvísluðu í eyra Guðs. Guð svaraði Biden Ekki á kjörtímabili þínu.
Pútín fór næstur. Hann spurði: "Guð, hvenær mun kommúnisminn ná kapítalismanum sem ríkjandi heimskerfi?" Guð gerði merki til engla sinna og þeir fóru í burtu. Eftir 10 mínútur komu þeir aftur og hvíslaðu í eyra Guðs. Guð svaraði Pútín "Ekki þínu tímabili í embætti".
Johnson fór síðastur. Hann spurði Guð, hvenær munu leiðtogar heimsins vera heiðarlegir og láta sér annt um fólkið í stað þess að vinna eingöngu við að fylla vasa sína? Guð gerði englum sínum tákn og þeir fóru burt. Eftir fimm tíma komu þeir örmagna til baka og hvíslaðu í eyra guðs. Guð svaraði Johnson: Ekki í MINNI valdatíð. Hahaha, þetta er fyndið....lengi lifi David Allen, Benny Hill og Monty Pyton.
Bloggar | 11.8.2022 | 12:46 (breytt kl. 12:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virðing fyrir RÚV er löngu horfin hjá mörgum aðilum í þjóðfélaginu. Áður fyrr var virðingin fyrir þessari stofnun nokkuð mikil og var hún lengi vel eini fjölmiðillinn í landi.
En ríkisapparat á sinn vitjunartíma og vitjunartími RÚV var þegar Stöð 2 og Bylgjan, frjálsir fjölmiðlar í einkaeigu voru stofnaðir. RÚV starfar nú á samkeppnismarkaði, þar sem stofnunin ein þarf ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli. Af hverju er RÚV enn á samkeppnismarkað? Allar einokunarstofnunir á vegum ríkisins eru horfnar, svo Grænmetissala ríkissins, Bifreiðaeftirlit ríkissins og fleiri börn síns tíma.
En það sem verra er að stofnunin, sérstaklega fréttastofan, er orðin hlutdræg í umfjöllun sinni. Á yfirborðinu virðist eins og fréttamennirnir greini frá fréttaefni á hlutlausan hátt, en það er hægt að fara í kringum hlutleysið á tvenns konar hátt. Annars vegar með vali á fréttaefni (t.d. hunsun á fréttaefni eða vali á efni sem hentar hugmyndafræði fréttamanna á fréttastofunni) eða velja álitsgjafa sem segja bara aðra hliðina.
Þetta er áberandi þegar fjallað er um bandarísk stjórnmál. Álitsgjafi fréttastofunnar í þeim efnum er Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði en hún virðist vera fylgjandi demókrötum frekar en repúblikönum í stjórnmálum. Það virðist skína í umfjöllun hennar. Af hverju er hún bara spurð?
Í dag er frétt á RÚV um áhlaup FBI á heimili Donalds Trumps og virðist hún álita að það sé byggt á lögmætum hætti. "Heimildin (til húsleitar) þarf að hvíla á mjög skýrum vísbendingum um brot sem þarf að rannsaka, segir Silja." Hún sagði jafnframt: Þetta er ferli sem er utan pólitíkurinnar. Forseti Bandaríkjanna vissi ekki af því fyrr en þetta kom í fréttum. Og vegna þess að hér er um að ræða fyrrverandi forseta og mögulegan forsetaframbjóðanda þá þarf þetta ferli að fara mjög varlega í gegn." Hvernig veit hún það? Hefur hún beinan aðgang að Hvíta húsinu og veit hún hverjir vita hvað innan starfsliðs þess? Hún er ekki eini álitsgjafinn sem virðist vera hlutdrægur.
En þetta er mikið álitamál. Jafnvel þótt Donald Trump hafi tekið skjöl með sér heim, þá skiptir máli hvaða skjöl það eru. Einnig ber að hafa í huga að FBI hefði getað farið aðra leið en að gera áhlaup á heimili fyrrum Bandaríkjanna sem er einstakt í sögunni, en það er hreinlega að stefna skjölunum í gegnum dómstól. Athuga verður að Bandaríkjaforseti hefur sérstök forrétti og hann getur upp á eigið einsdæmi dæmt skjöl "secret" eða leyndarskjöl, m.ö.o. aflétt leynd af skjölum eða leyndarhjúpað þau.
Hún heldur einnig fram að forsetaembættið undir forystu Joe Biden hafi ekkert vitað. Það er afar vafasamt álit, en svona einstök aðgerð í sögu Bandaríkjanna hefur farið í gegnum dómsmálaráðherra sem heyrir undir forseta Bandaríkjanna og forstjóra FBI. Lágt settir embættismenn hefðu aldrei vogað sér að fara í svona aðgerð nema með leyfi æðstu ráðamanna og þá komum við að pólitíkinni.
Málið er með öllu pólitískt. Hvers sem er, með eða á móti Donald Trump, verður að viðurkenna að reynt hefur verið með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að hann yrði forseti; hann feldur fyrir embættisglöp í embætti (tvisvar var það reynt) og eftir að hann lét af embætti. Sérstakur saksóknari var stefndur honum til höfuðs og hann fann ekkert. Sérstök nefnd í Fulltrúardeildinni er í fullu starfi við að klína skít á DT og dæma hann fyrir landráð í sambandi við 6. janúar óeirðirnar.
Sem sagnfræðingi finnst mér óþolandi að þurfa að verja einn aðila, Donald Trump, og geri ég það nauðbeygður. Allir Bandaríkjaforsetar hafa sína galla og kosti, bæði sem einstaklingar og leiðtogar. Donald Trump er þar engin undantekning og hægt er gera langan lista yfir mistök og "strik yfir mörkin" sem hann hefur farið. En hann á sinn rétt til að vera dæmdur eftir leikreglum lýðræðisríkis rétt eins og aðrir.
En málið með Donald Trump er bara birtingarmynd á skiptingunni í bandarísku samfélagi. En svo virðist vera að réttarkerfið og stjórnkerfið í Bandaríkjunum er ekki lengur hlutlaust og þegar kerfið er notað í pólitískum tilgangi einum, einhliða af öðrum flokki landsins, er það stórhættulegt lýðræðinu í landinu.
Lýðræðið í Bandarikjunum skiptir okkur máli, því að BNA er forrysturíki lýðræðisríkja og ef það fellur, þá á lýðræðið almennt í heiminum erfiða tíma framundan.
Bloggar | 9.8.2022 | 17:10 (breytt kl. 19:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020