Bókabrennur, styttubrot og nornabrennur

Við fyrstu sýn virðast þessir atburðir ekki eiga neitt sameiginlegt en eiga það samt.

Nornabrennur áttu sér stað á árnýöld, þegar kaþólskir og mótmælendur tókust á og þeir sem fóru út af sakramentinu, voru dæmdir villutrúarmenn og brenndir á báli. Þeir hugsuðu ekki á réttan hátt, voru ekki rétttrúaðir. Konur voru veikasti hópurinn og því ráðist sérstaklega á þær og þær brenndar.

Svona var þetta fram á 20. öld, en einstaklingar með óæskilegar hugmyndir var varpað í fangelsi fyrir ranghugsun. En steininn tók úr þegar nasistar (og kommúnistar) tóku völdin og bönnuðu allar óæskilegar hugmyndir og bókabrennur fóru fram. Kannski aðeins skárra en að henta fólki á bál en ekki mikið meira. Þetta leiddi t.a.m. til þess að Japanir töpuðu stríðinu þegar kjarnorkusprengjur voru varpaðar á landið sem gerðar voru af "óæskilegum vísindamönnum".

Í Kampúdíu var fólk hreinlega útrýmt sem hafði einhverja menntun eða þekkingu. En seint lærir fólk af sögunni. Fréttir bárust af því síðustu misseri að í Bandaríkjunum var byrjað að stunda styttubrot í nafni rétttrúnaðar. Styttur af sögulegum persónum og meira segja þjóðarhetjur eins og George Washington og Abraham Lincoln voru í hættu og margar hverjar brotnar niður.

Nú virðist rétttrúnaðurinn teygja sig alla leiðina hingað til Íslands. Í fréttum var sagt að "skúlptúrnum „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ eftir Ásmund Sveinsson hafi verið stolið af stalli sínum  við Laugarbrekku á Snæfellsnesi þar sem verkið hefur staðið frá síðustu aldamótum. Verkið er frá árinu 1939 og er af Guðríði Þorbjarnardóttur, landkönnuði. Guðríður er talin ein víðförlasta kona heims sem uppi var kringum árið 1000. Hún sigldi átta sinnum yfir úthöf og ferðaðist fótgangandi um þvera Evrópu. Guðríður var fædd á Íslandi en sigldi til Grænlands og þaðan til Vínlands. Hún eignaðist þar barn, Snorra Þorfinnsson, og er talið að hún sé fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Ameríku. Guðríður fór einnig til Rómar."

Viðbrögð fólks var undrun. „Við bara trúðum ekki að einhver hefði gert svona og óttuðumst hið versta. Að einhver hefði stolið þessu bara til að bræða það eða gera eitthvað. En svo komumst við að því að það voru tvær listakonur sem sögðust hafa stolið verkinu og við urðum nú ekki mjög kát þegar að við uppgötvuðum það.“

Listakonurnar eru Bryndís Björnsdóttir, og Steinnun Gunnlaugsdóttir. Þær hafa nú komið verki Ásmundar fyrir innan í sínu eigin verki, innan í eldflaug, sem nú er til sýnis fyrir utan Nýlistasafnið í Marshallhúsinu á Granda. Þær segja verkið rasískt og hafa ekki skilað því á sinn stað þrátt fyrir að hafa verð beðnar um það." segir í frétt RÚV.

Þetta er pólitískur rétttrúnaður af grófustu gerð en einnig atlaga að listinni sjálfri. Það er nefnilega þannig að listaverk verða ekki til í lausu lofti né hugsanir fólks. Listaverkin eru afurð menningu viðkomandi listamann hvers tíma. Listamaðurinn endurspeglar heiminn eins og samtímamenn sjá hann.

Hugmyndir þessa tíma geta verið kolrangar að okkar mati en getum við fordæmt forfeðurna? Kannski í framtíðinni munu afkomendurnir fordæma okkur fyrir t.d. kjötneyðslu og saka okkur um villimennsku. En geta þeir dæmt okkur á þeirra forsendum? Erum við ekki afurð okkar menningu og tíma? Er ekki hættulegt að afmá mistök fortíðarinnar, óhæfuverk og varmennin? Er ekki hætt á að við kunnum ekki að varast næsta Hitler eða Stalín eða næsta alræðisríki? 

Svo við snúum okkur aftur að listaverkinu Fyrsta hvíta konan í Ameríku, var ekki ætlunin heiðarleg tilraun listamannsins að heiðra íslenska konu sem var brautryðjandi og einstök á sínum tíma? Er listaverkið ekki spegilmynd þessa tíma og ef við erum ósátt við listaverk þessa tíma, að skapa nútímalistaverk sem okkur þóknast? Það er alltaf hægt að hunsa verk þeirra sem okkur hugnast ekki og fara t.d. bara á nútímalistasöfn. En ansi væri það fátæklegt að geta ekki skoðað egypsk listaverk af því að píramídarnir voru sennilega byggðir af þrælum eða rómversk, afurðir eitt mesta þrælaveldi sögunnar. Eigum við að brjóta niður fornaldarlistaverk af því að þau standast ekki "nútíma hugmynda staðla"?

 

 

 

 

 

 


Hversu langt erum við frá þriðju heimsstyrjöld? - Varnir Íslands

Þetta er raunveruleg spurning, ekki fræðileg, sem ég myndi ekki spyrja ef núverandi tímar væru ekki svona óvenjulegir.

Það var t.a.m. talið nánast óhugsandi að stórstríð myndi bresta á milli Úkraníu og Rússland, þar til það gerðist. Margir sérfræðingar töldu fram á síðustu mínútu ólíklegt að Pútín myndi láta verða af því að fara í stríð. Menn héldu að þetta væri blekkingarleikur, þar á meðal ég, harðkjarna diplómatsía, sett fram til að þvinga Úkraníumenn til hlýðnis. En það var rangt mat.

Svo höfum við elliæran forseta í Bandaríkjunum sem segir alls konar vitleysu, þar á meðal að ætlunin væri að senda bandaríska hermenn frá Pólandi til Úkraníu. Sem bestur fer veit alþjóðasamfélagið að hann gengur ekki á öllum fimm, þar á meðal Rússar, og því varð ekki af því kjarnorkustyrjöld.

En það gæti verið stutt í næstu heimsstyrjöld, sérstaklega ef Kína ákveður að taka Taívan og Bandaríkjamenn snúast til varnar. Þá yrði komið upp svipað ástand og var á meðan Kóreustyrjöldin var, og flestir héldu að þriðja heimsstyjöldin væri að byrja og Ísland fékk hingað varnarlið til landsins.

Erum við Íslendingar raunverulega tilbúnir undir þriðju heimsstyrjöldina? Hver eru fyrstu viðbrögðin og hvernig ætla Íslendingar að vernda borgir og bæi og annað þéttbýli? Hvað segja íslenskir ráðamenn?

Ég veit að við þurfum að lágmarki fernt sem fyrstu viðbrögð:

1) Vopnaðar sveitir til að takast á framlínusveitir/ hermdaverkasveita óvinahers.

2) Iron dome eða eldflaugavarnakerfi eins og Ísrael hefur og skýtur niður innkomandi eldflaugar. Sjá slóðina: Iron Dome  og svipað og Úkraníumenn hafa sem eru Neptúnus flaugarnar sem geta skotið niður herskip, sjá slóðina: Neptúnus eldflaugar og svo eldflaugar til að skjóta niður flugvélar, sjá slóðina: SAM eldflaugar. 

3) Fullkomið ratsjárkerfi til að fylgjast með loftrými Ísland, sem við nóta bene höfum.

4) Kafbátaleitasveit staðsetta á Íslandi að staðaldri sem gæti verið skipuð af Íslendingum. Ekki væri verra ef Íslendingar hefðu líka á að skipa tundurspillir.

Hvað segir Þjóðaröryggisráð Íslands um þetta? Eða er loftslagsvá jarðar helsta vandamálið sem það fæst við? Ekki er að sjá á Stjórnarráðsvefnum að til sé þjóðaröryggisstefna fyrir árin 2021-2022 en fyrrnefnd skýrsla á að gilda í fimm ár. Til er stefna frá 2019 - 2020 sem birtist í formi skýrslu. Kíkjum á hana:

"Fyrsti áhersluþáttur: Að tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi á grundvelli alþjóðalaga og með friðsamlega lausn deilumála, afvopnun, virðingu fyrir mannréttindum og réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og baráttu gegn ójöfnuði, hungri og fátækt að leiðarljósi."

Margt heimskulegt kemur fram þarna og er í sex liðum: 1) Til dæmis er fjallað um jafnrétti kynja í skýrslunni! Hvað kemur það öryggishagsmunum landsins við? 2) Barátta gegn ójöfnuði og fátækt er annað! Hvað kemur það vörnum Íslands við? 3) Mannréttindi og réttarríkið! Hvað kemur það varnir Íslands við? Og svo: 4) Afvopnun! Við erum ekki einu sinni með her! Og svo: 5) Alþjóðalög og friðsamleg lausn deilumála! Þetta er pólitík en ekki varnir! Og svo: 6) Alþjóðasamstarf. Sama og allt annað ofangreint, pólitík en ekki strategía.

Eru skýrsluhöfundar að skrifa fallega skýrslu en innihaldslausa? Vita þeir hvað þeir eru að tala um? Kíkjum á annað áhersluatriðið:

"Annar áhersluþáttur: Að horft verði sérstaklega til umhverfis- og öryggishagsmuna Íslands á norðurslóðum í alþjóðasamvinnu og innlendum viðbúnaði."

Svo segir undir þessum áherslulið: "Velferð og öryggi íbúa á norðurslóðum er nátengt vistkerfinu og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Í því felst að öryggismál á norðurslóðum eru margslungið viðfangsefni sem nær yfir m.a. fæðuöryggi, efnahagslega afkomu, heilsufar, verndun og nýtingu náttúrugæða og menningararfs, auk hefðbundnari öryggismála." Hvað þýðir þetta? Að blanda saman þáttum sem koma varnarmálum ekkert við. Heilsufar??? Menningararfur??? Hvað kemur það vörnum við? Hvaða möppudýr skrifuðu þetta? En sem betur fer batnar skýrslan:

"Þriðji áhersluþáttur: Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og megin vettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hérna erum við komin að harðkjarna varnarmál en eftir sem áður, vantar hér strategíu, kjöt á beinin. Hér vantar mat t.d. ráð hernaðarsérfræðinga sem gætu verið undir stjórn Varnarmálastofnunar, á raunverulegar varnaraðgerðir Íslands. Ekki treysta á bandaríska hershöfðingja sem líta á Íslands sem hluta af Evrópu og heildarvarnir hennar. Tekið er mið af varnarþörfum Bandaríkjanna og svo NATÓ...og svo Íslands.

"Fjórði áhersluþáttur: Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands og áfram verði unnið að þróun samstarfsins á grundvelli samningsins þar sem tekið verði mið af hernaðarlegum ógnum, sem og öðrum áhættuþáttum þar sem gagnkvæmir varnar- og öryggishagsmunir eru ríkir." Hér er spilað á rétta strengi en enn og aftur reiðum við okkur á Bandaríkin.

"Fimmti áhersluþáttur: Að efla og þróa enn frekar norræna samvinnu um öryggis- og varnarmál og annað samstarf grannríkja sem lýtur að svæðisbundnum hagsmunum og þátttöku í alþjóðasamstarfi á því sviði." Gott mál. Ekkert athugavert við þetta. Nema hvað við Íslendingar höfum engan her og höfum ekkert fram að færa. Ekkert.

"Sjötti áhersluþáttur: Að tryggja að í landinu séu varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggisog varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands." Bingó. Frábært áhersluatriði en ekkert raunverulegt í gangi. Hvaða landvarnarkerfi notum við til dæmis? Eða er það bara í höndum Bandaríkjanna að útfæra?

"Sjöundi áhersluþáttur: Að stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum, sem mótuð er af almannavarna- og öryggismálaráði, sé hluti af þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og þar verði tekið mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum." Bullkafli í skýrslunni sem ekki tekur að tala um.

"Áttundi áhersluþáttur: Að stuðla að auknu netöryggi með áframhaldandi uppbyggingu á eigin getu og í samstarfi við önnur ríki." Ekki svo vitlaust að huga að því, því að fyrsta stig hernaðar fer einmitt fram með eyðileggingu netkerfa innviða.

"Níundi áhersluþáttur: Að stefna stjórnvalda taki mið af öðrum ógnum sem þarfnast fullrar athygli, svo sem hryðjuverkum, skipulagðri glæpastarfsemi og ógnum við fjármála og efnahagsöryggi." Þetta hefur einmitt verið helsta ógnunin við íslenskt samfélag áður en Rússland gerði innrás inn í Úkraníu. Ekki má gleyma þessu en gæti verið svolítið meira á könnu lögreglunnar en hers.

"Tíundi áhersluþáttur: Að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga, í því augnamiði að stuðla að afvopnun og friði af Íslands hálfu." Þetta er pólitík og maður myndi ætla að skýrsluhöfundar hafi komið sér saman um að bæta við í skýrsluna til að skreyta hana.

"Ellefti áhersluþáttur: Að sett verði á laggirnar með sérstökum lögum þjóðaröryggisráð sem meti ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum með reglulegum hætti, hafi eftirlit með framfylgd þjóðaröryggisstefnunnar, endurspegli þá breiðu sýn á þjóðaröryggi sem birtist í stefnunni og standi fyrir endurskoðun hennar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti."

Nú, þetta þjóðaröryggisráð hefur verið sett á laggirnar og er setið að mestu af fólki sem hefur enga þekkingu á hernaði eða herfræðum. Nær væri að stofna til aftur Varnarmálastofnunar, hafa innan hennar hóp menntaða hernaðarsérfræðinga/herfræðinga sem myndi leggja línurnar í varnarmálum, hefði umsjón með varnarmannvirkjum og samskipti við bandalagsþjóðir. Þessir sérfræðingar myndu skipuleggja varnir Íslands í samvinnu við Bandaríkjamenn og aðrar bandalagsþjóðir í höfuðstöðvum NATÓ í Evrópu. Ekki er nóg að endurskoða þjóðaröryggisstefnunnar á fimm ára fresti, fljótt skipast veður í lofti eins og sagt er og í ljós hefur komið. Það er ekki ein einasta þjóð í heimi sem lætur aðra þjóð sjá um eigin varnir án þess að hafa nokkuð um það að segja, nema Íslendingar.

Fyrir árið 2008 hafði maður þá trú að Íslendingar væru almennt skynsemisfólk, hagsýnt og praktískt. En í ljós kom að þeir voru viðvaningar í efnahagsmálum þótt þeir hefðu reynslu af efnahagsstjórn síðan 1874. En næsta víst er að þeir hafa enga þekkingu á varnarmál og þarf enga reynslusögu til að fullyrða það. Þekkinguna skortir.

Helsta heimild:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/almannaoryggi/thjodaroryggisrad/

 

 

 

 

 

 

 

 


Bandamenn Bandaríkjanna snúa baki við þau

Það hefur farið fram hjá flestum á Vesturlöndum að samstaðan gegn innrás Rússlands inn í Úkraníu er lítil utan Vesturlanda þótt flest ríki hafa lýst yfir andstöðu við hernað og hvatt til friðar. Ástæðan er einföld, arfaslök utanríkisstefna Biden-stjórnar sem er erfitt að kalla stefnu, því að aðgerðir hennar eru viðbrögð ekki fyrirbyggjandi aðgerðir. Vestræn ríki eru hins vegar einhuga gegn hernaði Rússa enda barist í túnfæti þeirra.

Það sem má kalla aðgerðir Biden-stjórnar, hafa farið illa í bandamennina. Tökum sem dæmi Sádi-Arabíu. Friðardútl Bidens við Írana hefur hleypt illu blóði í Sádi og Ísraelmenn. Það er eins og hann sé að vinna markviss gegn hagsmunum þeirra. Friðargerð Bidens við Íran mun hjálpa þeim að byggja upp kjarnorkuvopnagetu þeirra og líklega eru þeir komnir með kjarnorkuvopn í hendurnar. Þetta er bein ógnun við friðinn í Miðausturlöndum. Viðbrögð Sáda og Sameinuðu furstadæmin er að taka ekki upp símtólið er Biden hringir og ekki fær hann olíu sína sem hann getur sjálfur framleitt en gerir ekki vegna loftslagsstefnu sína.

Kíkjum á ríki sem styðja stríð Rússlands gegn Úkraníu og þá sjáum við hverjir eru í herbúðum Bandaríkjanna og hverir eru í herbúðum Rússa/Kínverja.

Hvíta-Rússland er stærsti stuðningsmaður Rússlands og hefur leyft rússneskum hermönnum að komast inn í Úkraínu frá yfirráðasvæði þess.


Önnur stuðningsríki Rússa í stríðinu við Úkraínu eru Kúba, Níkaragva, Venesúela og Kirgisistan.

Óbeint eru nokkur lönd fylgjandi rússnesku innrásinni eða aðhafast ekki til að vera hlynnt eða á móti neinu landi, þ.e. Rússlandi eða Úkraínu. Þessi lönd eru:

- Sýrland hefur lýst yfir stuðningi sínum við viðurkenningu Moskvu á lýðveldunum í austurhluta Úkraínu.


- Íranar hafa réttlætt rússneska innrásarhreyfingar með því að segja að þær eigi rætur í ögrun NATO.


- Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía hafa neitað að fordæma aðgerðir Rússa. Þeir haga sér sem hlutlausir aðilar og ef eitthvað er, vinna gegn hagmunum BNA með því að auka ekki olíuframleiðslu sína.


- Kasakstan hefur haldið sig fjarri opinberri greiningu, en var ekki hlynnt Rússum og kaus að senda ekki hermenn til sameiginlegrar hernaðaraðgerða.


- Armenía hefur greitt atkvæði gegn því að víkja Rússlandi úr Evrópuráðinu en hefur þó þagað þunnu hljóði varðandi innrásina.

Önnur stuðningsríki Rússa í stríðinu við Úkraínu eru Kúba, Níkaragva, Venesúela og Kirgisistan.

- Tadsjikistan hefur verið lýst sem hugsanlegu framtíðarríki í Evrasíska efnahagsbandalaginu (EAEU). Eurasian Economic Union (EAEU) og bandamanni Rússlands.

Nokkur önnur lönd hafa einnig verið talin verða með í framtíðinni, þar á meðal Kúba og Úsbekistan.

Indland á einnig í stefnumótandi samstarfi við Rússland, eftir að hafa undirritað yfirlýsinguna um stefnumótandi samstarf Indlands og Rússlands í október 2000, hins vegar hafa Indverjar æ viðkvæmari samskipti við Bandaríkin sem voru afar góð í stjórnartíð Trumps. Þeir kaupa olíu og vopn frá Rússum sem má lýsa sem hálfgerður stuðningur.

Að sama skapi hefur Pakistan átt í blönduðu sambandi við Rússland, enda stutt Vesturlönd að mestu í kalda stríðinu en einnig fagnað 70 ára afmæli diplómatískra samskipta við Rússland árið 2018.

Það eru nokkur önnur lönd sem halda jákvæðum samskiptum við Rússland, þó að þau gætu ekki talist beinlínis bandamenn. Þar á meðal eru Ísrael og Tyrkland.

- Kína er oft talið vera sterkur bandamaður Rússlands.

Árið 2001 undirrituðu bæði löndin „sáttmálann um góðan nágrannaskap og vinsamlegt samstarf“.

20 ára sáttmálinn var nýlega endurnýjaður um fimm ár í viðbót, sem nú á að gilda til að minnsta kosti 2026.

Sáttmálinn dregur fram grundvöll friðsamlegra samskipta og efnahagssamvinnu, auk diplómatísks og landpólitísks trausts.

Hluti þessa sáttmála gaf einnig beinlínis í skyn að styðja hver annan á átakatímum, þar á meðal miðlun á „hernaðarþekkingu“ og aðgang Kínverja að rússneskri hertækni.

Annar lykilþáttur sáttmálans er samkomulagið um að Rússar líti á Taívan sem „ófrávíkjanlegan hluta Kína“.

Þetta endurspeglar aðstæður í Úkraínu og gæti gefið til kynna að Rússar myndu styðja innrás Kínverja í Taívan, rétt eins og þeir réðust inn í Úkraínu.

Hvaða ríki hafa raunverulega stutt Rússa í aðgerðum þeirra gegn Úkraínu?

Mjanmar hefur sagt að innrásin í Úkraínu sé réttmæt. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Zaw Min Tun, sagði að her Moskvu hefði „framkvæmt það sem réttlætanlegt er fyrir sjálfbærni fullveldis lands þeirra. „Rússland sýnir heiminum stöðu sína sem heimsveldi,“ bætti hann við í yfirlýsingunni, sem einnig var birt á rússnesku.

Það er að myndast nýtt kaldastríðsástand, þar sem heimurinn skiptist í tvo andstæða póla. Heimsverslunin, sem þegar beið skaða af covid-faraldrinum, gæti beðið varanlegan skaða.

Þegar sterkasta efnhags- og hernaðarveldi veraldar reikar um stefnulaust, skapast óreiða í heimskipan. En það styttist í að Biden hrökklast frá völdum og Repúblikanar ná völdum á Bandaríkjaþingi. Búast má við herskárri stefnu BNA en verið hefur. Hvort það er gott fyrir heimsfriðinn, er ekki gott að segja.

 


Barist um málfrelsið á Twitter

Eins og öllum er kunnugt, er ég baráttumaður fyrir málfrelsi. Ég hef skrifað ótal greinar hér um það og reyndar var fyrsta grein mín um málfrelsið, e.k. stefnuyfirlýsing.

Mbl.is er með grein um yfirtökutilraunir Elon Musk og heitir greinin Stjórn Twitter grípur til varna gegn Musk . Mbl.is er ágætis fréttamiðill en hér vantar allt kjöt á beinin. Í fréttinni segir: "Stjórn Twitter hef­ur gripið til aðgerða vegna mögu­legr­ar fjand­sam­legr­ar yf­ir­töku (e. host­ile takeo­ver) í kjöl­far þess að millj­arðamær­ing­ur­inn Elon Musk gerði 43 millj­arða doll­ara kauptil­boð í fyr­ir­tækið." Einnig þetta: "Fram kem­ur í frétt BBC að til­boð um yf­ir­töku sé talið fjand­sam­legt þegar fyr­ir­tæki reyn­ir að yf­ir­taka annað gegn ósk­um stjórn­anda þess fyr­ir­tæk­is – í til­felli Twitter fram­kvæmda­stjórn þess. Regl­urn­ar eru svo kallað eitrað peð (e. poi­son pill) sem er síðasta vörn fyr­ir­tækja gegn fjand­sam­legri yf­ir­töku." Skrýtið að vísa í BBC um bandarískar fréttir.

Það sem vantar er Musk hefur lýst þungar áhyggjur af ritskoðun framkvæmdarstjórnar Twitters. Hann vill eignast fyrirtækið alfarið og opna á ný fyrir frjálsar umræður.

Einhvern hluta vegna telst Twitter aðal samfélagsmiðill hvað varðar samfélagslegar umræðu, sem ég hélt að Facebook væri. En hvers vegna vill framkvæmdarstjórnin ekki taka hagstætt kauptilboð? Jú, þeir segjast gera það til að vernda !!! lýðræðið og það gera þeir með því að loka á skoðanafrelsið! Þetta er grátbrosleg skýring og sýnir hversu gerspillt stjórn þess er. Þeir eru svo tilbúnir að vernda ritskoðun að þeir taka hana fram yfir efnahagslega hagsmuni fyrirtækisins. 

En það vill oft gleymast að stjórn fyrirtækja er oft ekki eigandinn og eigendurnir gætu verið ansi óhressir með þessa ákvörðun.  Það er því hætt við lögsóknir og baráttu um yfirráðin.

Alls staðar er tekist á um málfrelsið, í háskólum, í skólum almennt, í viðskiptum, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og í samskiptum fólks almennt, í daglegu tali manna á milli. Meira segja berst þessi barátta hér inn á bloggið. Við sem skrifum hér, vitum hvað mál ég er að tala um.

Það hallar á málfrelsið sem er grunnstoð lýðræðis.  Það er hin frjálsa hugsun og skoðannaskipti sem leiða til efnahagslegra framfara. Er það tilviljun að vestræn ríki eru enn brautryðjendur á svið tækni og vísinda en einræðisríkin skapa lítið sem ekkert, og stela sem mest og copy/paste það sem þau stela? Er það ekki staðreynd að kommúnisminn og efnahagsstefna hans varð gjaldþrota á endanum, því þrátt fyrir valdboðið að ofan, skorti hugsunafrelsi einstaklingsins sem einmitt skapar verðmæti.

Baráttan um Twitter er baráttan um málfrelsið. Ég held eftir sem áður að kjósa ekki að nota Twitter. Ég læt ekki ritskoða mig.

 

 

 

 


Lærdómur dreginn af heimstyrjöldum 20. aldar

Ef til vill er mikilvægasti lærdómurinn úr sögu hernaðarins er að friður er viðkvæmur. Lok Napóleonsstyrjaldanna árið 1815 leiddi til 99 ára friðsældar um alla Evrópu. Á þeim tíma þróuðust lönd eins og Bretland, Frakkland og Þýskaland í að verða þróuðustu þjóðirnar í álfunni á sviði menningar, tækni og vísinda. Og samt, í júní 1914, þegar ökumaður Franz Ferdinands tók ranga beygju þegar hann ók til sjúkrahús í Sarajevo, gaf hann þjóðernissinnanum Gavrilo Princip tækifæri til að myrða erkihertogann og eiginkonu hans. Það er næstum ógnvekjandi til þess að hugsa að svona einföld akstursmistök hafi hrundið af stað fyrri heimsstyrjöldinni, sem breytti öld friðar fyrir fjögurra ára blóðsúthellingar á heimsvísu.

Kíkjum á tíu atriði eða lærdóma sem draga má af þessum heimsátökum. Eflaust má bæta fleiri við en höldum okkur við tíu atriði.

  1. Diplómatsía

Ef heimsstyrjöldin hafa kennt okkur eitthvað, þá er það að valdamenn þurfa að leggja meira á sig til að kanna alla diplómatíska valkosti áður en þeir lýsa yfir stríð. Skapandi lausn vandamála ætti að vera í forgangi. Því miður lifum við í heimi þar sem rangbeygja fyrir slysni olli alþjóðlegum átökum. Hvað ef Bismarck  hefði ríkt og aðrir með yfirvegaða sýn á ástandinur árið 1914 og sameiginlegar ríkisstjórnir Evrópu hefðu ekki krafist tafarlausra hernaðaraðgerða; öll þessi manntjón sem nefnd eru hér að ofan gætu ekki hafa látist. Nicholas Burns, diplómat og prófessor við Harvard Kennedy School of Government, sagði það best: „Afl verður að vera síðasti kosturinn. Það getur ekki verið það fyrsta." En stjórnmálamenn þyrstu í blóð (enda aldrei upplifað stríð) og héldu að þetta yrði stutt stríð en tóku ekki með í mynda stórtækar breytingar á hertæki og herbúnað. Evrópumenn lærðu ekki af bandarísku borgarastyrjöldinni sem var sýnishorn hvernig 18. og 19. aldar hernaður breyttist í 20. aldar hernað.  

  1. Herkosnaður

Þegar kemur að mannslífum er stríð ekki ódýrt. Árið 1914 skildu sameiginlegar ríkisstjórnir Evrópu að þær myndu verða fyrir miklu tjóni, en áætlanir voru hvergi nálægt raunverulegum tölum. Árið 1918 höfðu tíu milljónir manna látist og 21 milljón slasast. Vegna þessa var meirihluti Evrópu á varðbergi gagnvart því að vaða inn í annað stríð, en þeir voru engu að síður dregnir inn í annað. Þegar öllu er á botninn hvolft höfðu um það bil 73 milljónir manna látist í báðum heimsstyrjöldunum – sumir segja mun meira. Af þessum fjölda voru fjörutíu milljónir óbreyttir borgarar. Og þó það hafi verið sigur bandamanna, urðu þeir fyrir mestu mannfalli, 85 prósent. Þessar tölfræði þarf að vera stöðug áminning um háan kostnað við stríð. Hver vann á endanum? Árásaríkin tvö, Þýskaland og Japan risu úr öskunni á innan við áratug og hafa síðan verið öflugustu efnahagsveldin í heimi.

  1. Engin takmörk á mannlegri eymd og hryllingi

Seinni heimsstyrjöldin sannaði að það eru engin takmörk fyrir þeirri grimmd sem menn geta framið. Í gegnum helförina var gyðingum og öðrum „óæskilegum mönnum“ kerfisbundið hent í vinnubúðir og neyddar til að þola ólýsanlegan hrylling. Sumar búðir, eins og Auschwitz, gerðu tilraunir með fjöldadráp, á meðan ákveðnir gyðingafræðingar gerðu svokallaðar læknisfræðilegar tilraunir á einstökum föngum. Hins vegar var grimmd ekki eingöngu eiginleiki nasista. Til dæmis réðust margir sovéskir hermenn kynferðislega gegn konum af handahófi og myrtu óbreytta borgara miskunnarlaust í orrustunni við Berlín. Gúlög Sovétríkjanna voru ekki síðri hryllingsstaðir en nasískar útrýmingabúðir og vinnubúðir. Það er á okkar ábyrgð að kalla á samkennd okkar og læra af þessum voðaverkum til að tryggja að þau endurtaki sig aldrei. En gerum við það? Fjöldamorðin í Bosníu, í Kongó, Kampúdíu o.s.frv. segja annað.

  1. Vald áróðursins

Hitler og Joseph Goebbels voru ekki fyrstu mennirnir sem nýttu sér kraft áróðurs, en þeir eru vissulega besta dæmið til að sýna neikvæðar afleiðingar hans. Þeir höfðu aðgang að nýrri tækni sem var útvarpið og kvikmyndirnar. Þeir notuðu áróðurinn sem tæki til að hagræða viðhorfum og gjörðum fólks síns, allt á sama tíma og þeir vöktu þýskan anda og öfluðu stuðnings almennings. Það var með því að beita áróðri - og ódrepandi karisma Führersins - sem þeim tókst að boða hugmyndafræði sína sem er hlynntur arísku hugmyndafræði og bjó til á sama tíma úrköst samfélagsins – utangarðsfólk sem voru gyðingarnir. Með hliðsjón af hryllingnum sem nasistar gátu framið sýndi Hitler að áhrif hans í Þýskalandi voru nánast ótakmörkuð. Í dag virkar þetta sem áminning um að efast stöðugt um upplýsingarnar sem okkur er innrætt.

  1. Mótun vanhæfnis

Annar lærdómur af heimsstyrjöldunum er að ákvarðanatöku ætti ekki alltaf að vera í höndum þeirra sem ráða. Til dæmis breytti Hitler stöðugt gangi stríðsins með röð misvísandi ákvarðana. Hann hunsaði oft ráð hershöfðingja sinna og studdist við tarotspil og pendúlsveiflu þegar hann hugleiddi mikilvægar hernaðaraðgerðir. Á sama tíma yfirgaf Nikulás II keisari Rússland til að stjórna her sínum, en hann reyndist vera óhæfur leiðtogi, sem ögraði að lokum hollustu manna sinna og kynti undir byltingarkennd viðhorf heima. Þegar tekið er þátt í bardaga er ákvarðanataka best af þeim sem eru hæfir til þess. Venjulega eru það hershöfðingjar, ekki stjórnmálamenn.

  1. Að friða árásamanninn

Stefna bandamanna allan 1930 var að mestu leyti hönnuð til að friða útþensluþrár Hitlers. Enginn studdi þetta frekar en Neville Chamberlain, forveri Winstons Churchill. Jafnvel eftir að Hitler gerði tilkall til Rínarlönd og innlimaði Austurríki, sannfærði breski forsætisráðherrann bandamenn um að friða Führer enn frekar á ráðstefnunni í München 1938 sem gerði nasistum kleift að hernema þýskumælandi hluta Tékkóslóvakíu. Þessar tilraunir voru tilraun til að forðast að draga Evrópu inn í önnur blóðug átök mál, en það eina sem það gerði var að sýna Hitler að bandamenn væru tilbúnir að sýna honum kviðinn á meðan hann lagði undir sig meira land. Árið 1939, með innrásinni í Pólland, áttu þeir ekki annarra kosta völ en að lýsa yfir stríði og sýna fram á að engin leið er til að seðja árásarmann algjörlega. Friður í gegnum styrk segja Repúblikanar í dag og er ég sammála þeirri stefnu.

  1. Versalasamningurinn

Í nóvember 1918 var fyrri heimsstyrjöldinni lokið. Friður hafði náðst, en hann varð klúður vegna harðrar meðferðar á Þýskalandi. Versalasáttmálinn merkti þá ekki aðeins sem aðal andstæðinga með því að neyða þá til að taka fulla ábyrgð, heldur krafðist hann þess að þeir greiddu óheyrilega upphæð í skaðabætur. Þessar aðgerðir niðurlægðu Þjóðverja og skildu þá eftir á miskunn Adolfs Hitlers, manns sem nýtti sér sameiginlegt sært stolt þeirra. Þess vegna er Versalasamningnum að hluta til um að kenna uppgangi þýskrar þjóðernishyggju á millistríðstímabilinu. Slík hefndarstefna er ekki friður eins og sannast af því hvernig hún lagði grunninn að næsta heimsstyrjöld. „Byggðu andstæðing þínum gullna brú til að hörfa yfir", sagði Sun Tzu og átti við að jafnvel þótt andstæðinginn hafi verið gjörsigraður, þá á að gefa honum kost á að hörfa með sæmd og byrja upp á nýtt. Þetta virðast Bandamenn hafa lært í lok seinni heimsstyrjaldar en þeir byggðu upp lýðræði og efnahag Þýskalands og Japans í styrjaldarinnar.

  1. Lokastríðið

Fyrri heimsstyrjöldin markaði tímamót í sögu hernaðar þar sem hún fór fram á mælikvarða sem áður hefur ekki sést. Samt var hugtakið stríð ekki ókunnugt; það hefur verið staðreynd frá því að fyrstu mennirnir þróuðu verkfæri. Engu að síður var fyrri heimsstyrjöldin fljótlega kölluð „stríðið til að binda enda á öll stríð“ um mestalla Evrópu. Jafnvel þekkti rithöfundurinn H.G. Wells barðist fyrir þessari setningu og hélt því fram að þegar þýski hernaðarstefnan hefði verið lögð niður væri aldrei önnur ástæða til að berjast. En eins og næsta atriði sýnir er hugtakið „lokastríð“ hrein fantasía; stríð sjálft getur ekki bundið enda á stríð. Raunar myndi líða innan við aldarfjórðungur þar til næstu heimsátök hófust. Á meðan drápshvötin dvelur í brjósti manna, vera átök og morð.

  1. Stríð er langdregið

Sumarið 1914 bjuggust margir hernaðar- og stjórnmálaforingjar við að fyrri heimsstyrjöldin yrði stutt, þar á meðal Vilhjálmur II sem lofaði hermönnum sínum að þeir myndu snúa heim fyrir haustið. Sumir deildu ekki bjartsýni Kaiser, en jafnvel þá töldu þessir einstaklingar að átökin yrðu leyst innan tveggja ára. Dagbækur og bréfaskriftir sýna að almenningur spáði einnig skjótum endalokum. Það er kannski þessi þrjóska trú sem rak borgarana til sjálfboðaliða og þjóðir til að standa við stolt sitt og sjálfstraust. Á endanum stóð fyrri heimsstyrjöldin í fjögur ár og þrjá og hálfan mánuð. Í dag virkar það sem viðvörun um að vanmeta ekki lengd stríðs.

  1. Friðurinn er brothættur

Eins og komið var inn á í byrjun greinarinnar er fyrsta atriðið eða lærdómurinn úr sögu hernaðarins er að friður er viðkvæmur.  Það þarf stöðugt að hlúa að honum og halda uppi samræður, jafnvel við einræðisherra. En á sama tíma má ekki sýna þeim veikleika, en eins og við vitum, eru ekki öll dýrin í skóginum vinir og sum þeirra eru rándýr í eðli sínu. Því verður ekki breytt. Ennig að friðurinn er úti eftir ákveðið tímabil, nú eru liðin 77 ár síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk og því veit núverandi kynslóð ekki hvað stríð er.

Hvaða lærdóm getum við Íslendingar dregið? Jú, sem smáþjóð og örríki þurfum við að treysta á góða granna sem koma til hjálpar á stríðstímum. En við megum ekki vera dragbítur og veiki hlekkurinn í keðju varna bandalagsþjóða. Og þegar á reynir, þegar sverfur að ,,bandamönnum“, hugsa þeir fyrst og fremst um eigin hag. Er einhver búinn að gleyma 2008? Finnar lærðu þetta í seinni heimsstyrjöldinni, að þeir stæðu einir gegn björninum og það eru Úkraníumenn að læra í dag. Ég hef því hvatt Íslendinga að vera með lágmarks varnir og ekki treysta á aðra til að læsa húsinu. Það verðum við að gera sjálf.

Íslendingar gleyma alltaf, sérstaklega á friðartímum,að friðurinn er brothættur og hann helst í hendur við styrk.

Helsta heimild: World Atlas og gamla góða minnið.


Hvað getum við lært af seinni heimsstyrjöldinni?

Bók Victor Davis Hanson The Second World Wars fær hér ritdóm af  Matthew Continetti  og endursegi ég hann í megindráttum – sjá slóðina: https://freebeacon.com/columns/can-learn-world-war-ii/

Það hafði aldrei hvarflað að mér, segir Matthew Continetti, hversu einstakt og skelfilegt það er að Öxulveldin drápu fleiri karla og konur en bandamenn þrátt fyrir að hafa tapað stríðinu. Venjulega, segir Hanson, er þetta á hinn veginn. Hann leggur einnig áherslu á þá staðreynd að síðari heimsstyrjöldin var fyrsta nútímastríðið þar sem hermennirnir réðust meðvitað á almenna íbúa, með hernaðarsprengjuárásum, eldflaugum, napalm og kjarnorkuárásum, og í tilviki Öxulvelda þjóðernishreinsana og þjóðarmorðs.

Hanson vekur athygli lesandans á ákveðnum smáatriðum sem virðast augljós þegar litið er til baka en fá meiri þýðingu þegar þau eru skoðuð að nýju. Stóra-Bretland, til dæmis, „var eina bandalagsríkið sem háði allt stríðið gegn Þýskalandi og Öxul fylgdarríkja þess frá 3. september 1939 til formlegrar uppgjafar Japans 2. september 1945 í Tókýó-flóa. Og það var langveikasta bandamanna, sem gerir staðfestu þess enn merkilegri.

Af tveimur öðrum ríkjum bandamanna gengu Bandaríkin ekki inn í stríðið fyrr en í desember 1941 og þá aðeins gegn Japan þar til Þýskaland og Ítalía lýstu yfir stríði á hendur Bandaríkin fjórum dögum síðar. Hvað Sovétríkin varðar, þá hófu þau stríðið sem bandamaður Hitlers og skiptu ekki um hollustu fyrr en nasistar hófu kapphlaupið í áttina að Moskvu í júní 1941.  Öxulveldin voru jafn óstöðug. „Ólíkt bandalagi bandamanna,“ skrifar Hanson, „var Öxul-deildin ekki byggð sem viðbrögð við því sem óvinurinn hafði gert heldur algjörlega á þeirri skammvinnri skoðun á því að Þýskaland ynni stríðið og til að trygga hagstætt uppgjör eftir stríð.

Aðgreiningaraðferð Hansons, þráhyggja hans á að sjá stríðið með einni linsu áður en farið er yfir í aðra, hefur þau áhrif að sagan um seinni heimsstyrjöldina gefur kraft og ófyrirsjáanleika sem vantar í hefðbundnari sögu.

Rök hans eru þau að seinni heimsstyrjöldin hafi ekki verið ein átök heldur nokkur, um allan hnöttinn, hver um sig eftir komu og brottför háþróaðrar tækni, háþróaðrar hugmyndafræði, þjóðarhers og þjóðsagnakenndra stjórnmálamanna.

Það sem byrjaði sem landamærabarátta meðfram austurlandamærum Þýskalands umbreyttist í alheimsstríð með fullnaðarsigri með algjörlega óvæntum og ófyrirsjáanlegum atburðum Barbarossa-aðgerðarinnar, Pearl Harbor og stríðsyfirlýsingar Þýskalands og Ítalíu gegn Bandaríkjunum. „Þrátt fyrir stríðsáróðurinn sem fylgdi í kjölfarið voru fáar algengar brotalínur trúarbragða, kynþáttar eða landafræði til að fylgja eftir til að skilja þessi ruglingslegu átök – hvað þá sameiginlegar aðferðir til að stjórna átökum,“ segir Hanson. Týnd í þessari hringiðu hamfara voru sálir um 60 milljóna manna, flestir óbreyttra borgara, varpað á bálið.

Með stærsta og mannskæðasta stríði mannkynssögunnar virðast tvö þemu vera sérstaklega mikilvæg fyrir líðandi stund.

Í fyrsta lagi er mikilvægi tækninnar til sigurs í bardaga eða stríði. Kafli Hanson um yfirráðin í lofti er grípandi, ekki aðeins í því að vekja athygli á Stukas, Spitfires, Mustang, Zeros, Messerschmitts og B-17 vélum, heldur einnig í lýsingu á nýjungar og krafti yfirráða í lofti hvað varðar stríðsreksturinn.

Hanson sýnir fram á að áróður Öxulvelda og metnaður byrgði muninn hvað varðar minni tækni- og framleiðslugetu en Bandamenn nutu jafnvel í upphafi stríðsins.

Framfarir í flugvélagerð og ratsjám veittu Bretum og síðar Bandaríkjamönnum forskotið. Ótrúlegur fjöldi bandarískra flugmóðurskipa færði enn meiri yfirburði. (Nasistar áttu enga.) Rannsóknir og þróunverk nasista voru dreifðar og hálfkærar, háð brjáluðu ímyndunarafli Hitlers og stormasamri ákvarðanatöku.

Þjóðverjar kunna að hafa sent fyrstu eldflaugaþotuna og langdræga eldflaugina á vettvang, en þeir skorti getu til viðvarandi stórframkvæmda eins og Manhattan-verkefnið.

Annað viðeigandi þema þessarar bókar er mikilfengleiki og brotkvæmni fælingarinnar.

„Í gegnum söguna,“ segir Hanson, „hafðu átök alltaf brotist út á milli óvina þegar útlit fælingar – efnislegar og andlegar líkur á að beita meiri hervaldi með góðum árangri gegn árásargjarnum óvini – hvarf. Við hugsum oft um fælingarmátt í megindlegu tilliti, sem fall af því hversu margar eldflaugar viðkomandi hefur, hversu marga hermenn í einkennisbúningi, hversu mörg flutningaskip eða kafbátar viðkomandi ríki hefur, hversu margar stórskotaliðseiningar það hefur o.s.frv.

En Hanson leggur jafnmikla áherslu á hina ósýnilegu hlið fælingarinnar, á baráttuanda þjóðarinnar. „Með öllum sanngjörnum mælikvarða,“ segir hann, „var Þýskaland árið 1939 – hvað varðar fjölda og gæði flugvéla, herklæði, mannafla og iðnaðarframleiðsla – ekki sterkara en sameinaðir herir Frakka og Breta – eða að minnsta kosti ekki nógu sterkt til að geta sigrað og hernumið bæði ríkin."

Samt leyfði breska ríkisstjórnin Hitler að hámarka stöðu sína og Frakkland gafst upp fyrir innrásarhernum nasistum á nokkrum vikum vegna þess að þeir voru of þreyttir á stríði.

„Sérhver siðmenning, ef hún á að lifa af, verður að vera reiðubúin og fús til að beita valdi gegn þeim sem snúa aftur til vegu villimennskunnar og hóta að tæra hana innan frá - alveg eins og hún verður að vera reiðubúin og fús til að beita valdi gegn þeim - annaðhvort villimennina eða skipað af annarri siðmenningu - sem hóta að eyðileggja hana utan frá,“ skrifaði James Burnham, sem starfaði á skrifstofu Stefnumótunarþjónustunnar (Office of Strategic Services), árið 1961.

Í dag, þegar efnahagsleg og menningarleg og hernaðarleg völd eru meiri en nokkurn sinni mannkynssögunni, hafa leiðtogar og valdastéttin í Bandaríkjunum vilja til að fæla óvini hennar frá því að fara yfir landamæri og brjóta fullveldi þjóðarinnar? Það er spurning sem þarf að velta fyrir sér þegar maður les í gegnum stórverk sögunnar, verk eins og Hnignun og fall rómverska heimsveldisins eftir Gibbons, bók Carlyle um  frönsku byltinguna eftir Carlyle og  bók Hanson um seinni heimsstyrjöldina.

Svo vil ég bæta við, ef við tengjum seinni lærdóm Hanson um heimsstyrjöldina síðari við nútímann, en það er að Pútín vanmat hina ósýnilegu hlið fælingarinnar, á baráttuanda þjóðarinnar í Úkraníu. Það er stundum ekki nóg að hafa stærri her en heldur skiptir beiting hans og baráttuvilji hersveitanna öllu máli, ásamt að hafa nóg af hergögnum. Þetta er gegnum gangandi þema í hernaðarsögu mannkyns.


Íslendingurinn og ríkið

Íslendingurinn varð til löngu áður en íslenska ríkið. Hér var ekkert skipulagt samfélag til fyrr en 930 og hafði einstaklingurinn þá haft það ágætt í 60 ár og lifað frjálst án ríkisafskipta. Engar sögur fara af hvernig menn leystu ágreining þessi ríkislausu ár en eflaust fóru menn eftir hefðum úr heimahögum.

Svo tók við tímabil Þjóðveldisins en þjóðveldisöld eða goðaveldið er tímabil í Íslandssögunni frá stofnun Alþingis árið 930 til undirritunar gamla sáttmála árið 1262/64. Þá var ekkert framkvæmdarvald til (engin ríkisstjórn) og dómsvaldið og löggjöfin í höndum einstaklingana.

Þegar Noregskonungur komst til valda 1262/64 á Íslandi, var vald hans afar takmarkað. Hann gerði bókstaflega ekki neitt til framkvæmda en stillti til friðar. Völdin lágu enn og aftur hjá íslenskum valdhöfum.

Svo var fram til siðbreytingar, konungsvaldið var takmarkað. En það breyttist með siðbreytingunni og sérstaklega þegar konungur komst yfir auðævi kirkjunnar í kjölfarið. Efnahagslegt vald (verslun, skattar og landeign) hans jókst og lítið kom til baka, engar framkvæmdir eða úrbætur til landsins. Nú fór yfirstéttin að vera háð konungi og sjá má það af bréfaskiptum þess tíma, að undirlægjuhátturinn jókst. Mesta eymdartímabil sögunnar fór í hönd næstu tvær aldir. Valdið lá í Kaupmannahöfn og peningarnir fóru þangað.

Það var ekki fyrr en með upplýsingunni og gjaldþrota land, sem dönsk stjórnvöld urðu að gera eitthvað. Valdið til innlendra stjórnvalda kom smá saman til baka sem og efnahagslegt frelsi. Framfaratíð hefur ríkt hér frá byrjun 19. aldar með sínum áföllum inn á milli en stefnan hefur verið upp á við.

Valdið hefur verið að færast niður á sveitarstjórnarstig síðastliðna áratugi og er það vel. Staðarbúar vita betur hvað hentar sínum aðstæðum en fjarlægt Reykjavíkurvald / Kaupmannahafnarvald. Farið er betur með fé og frelsi einstaklingsins er meira.

Ríkisvaldið hefur aldrei kunnað að búa til peninga, aðeins eyða þeim. Það beitir valdi til að hrista peninga úr vösum borgaranna til framkvæmda, sumar góðar en aðrar arfavitlausar. Við höfum ekkert um það að segja hvernig peningunum er eytt.

Þar sem einstaklingurinn hefur fengið að vera í friði fyrir stjórnvöldum og hann fengið að sinna sínum viðskiptum, hefur verið efnahagsleg velgengni. Frelsið til athafna helst í hendur við lýðræði. Við erum íbúar þessa lands, ekki þegnar en einnig borgarar. Valdið kemur frá meirihluta borgaranna, ekki Alþingis eða ríkisstjórn.

Nú ætti að færa valdið meira niður á sveitarstjórnarstigs / landshlutastigs og helst beint í hendur borgaranna með beinu lýðræði. Almenningur er óvitlaus og er fullfær um að taka upplýstar ákvarðanir enda velmenntaður. Með auðkenningu í farsíma er jafn auðvelta að taka fjárhæðir úr netbanka og kjósa um lands- eða sveitarstjórnarmál. Kannski ættu sveitarstjórnir að riða á vaðið og leyfa beinar íbúakosningar?

Þetta ættu stjórnvöld að hafa í huga, að skipta sér sem minnst af einkahögum einstaklingsins og ekki binda hendur hans með alþjóðlegum skuldbindingum nema með sameinuðu samþykki meirihluta einstaklinga í þessu samfélagi sem kallað Ísland!


Kartaflan hjálpaði til við að halda lífinu í Íslendingum á 19. öld

Er það tilviljun eður ei að engar hungursneyðar voru á Íslandi á 19. öld en hungrið svarf að þjóðinni á 17. og 18. öld? Veit ekki hvort matjurtir hefði bjargað Íslendingum í móðuharðindum enda lá landið undir eiturlofti langtímum saman eða a.m.k tvö eða þrjú ár og olli uppskerubresti víða um Evrópu og sumir segja leitt óbeint til frönsku byltingarinnar vegna uppskerubrest.

En í öðrum tilfellum hefðu matjurtagarðarnir og sérstaklega kartaflan, komið í veg fyrir hungursneyð og bætt kolvetni í mataræði Íslendinga sem samanstóð að mestu af fiskneyðslu, kjötáti og neyðslu mjólkurafurða. Korn (kolvetni) var flutt inn en hvort það hafi verið nægilegt veit ég ekki. 

Lítum á sögu kartöflunnar og matjurtagarða. Ég ætla ekki að finna upp hjólið og gríp því í grein af Vísindavefnum. Nota bene, það vantar í greinina sú staðreynd að matjurða- og landbúnaðartilraunir Íslendinga á seinni helming 18. aldar má rekja til upplýsingarinnar sem hvatt stjórnvöld og almenning víða um Evrópu til framþróunar. Það er því engin tilviljun að þessar tilraunir hófust á Íslandi á þessum tíma.

Byrjum nú:

"Árið 1758 uppskar Hastfer barón á Bessastöðum fyrstu „íslensku“ kartöflurnar. Tveimur árum síðar ræktaði séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal í Barðastrandasýslu fyrstur Íslendinga jarðepli, eins og kartöflur nefndust þá. Í hvatningarskyni fékk Björn verðlaunapening frá konungi fyrir framtakið. Björn varð, líkt og forveri hans Vísi-Gísli, fyrirmynd Íslendinga á sviði matjurtaræktar á sinni tíð.

Þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu. Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á dögum Napóleonstyrjalda varð breyting á þessu viðhorfi. Þá komu fá kaupskip til Íslands og innflutningur dróst saman. Íslendingar voru enn á ný hvattir til þess að færa sér matjurtaræktina í nyt.

Á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu úr 270 í 1.194. Árið 1813 voru garðarnir orðnir 1.659 og árið 1817 voru þeir 3.466 talsins. Görðunum fór fjölgandi alla 19. öldina. Helsta hvatning íbúa landsins var án efa skorturinn sem fylgdi í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna. Þá þurftu Íslendingar að nýta sér öll tiltæk ráð til þess að komast lífs af."

Af vísindavefnum: Valgerður G. Johnsen sagnfræðingur


Donald Trump - Mesti alríkisforseti Bandaríkjanna?

Hvað er átt við? Hér er verið að tala um að hann sendi mál ítrekað í gegnum Bandaríkjaþing, í stað þess að stjórna eingöngu með forsetatilskipunum. Það gékk ekki vel og voru málin sem hann sendi, ítrekað felld, sérstaklega eftir að Demókratar náðu valdi á Fulltrúadeildinni.

Sjá þetta myndband: The Two Words That Reveal Why Trump Failed in His Battle With The Deep State.

Annars kemur sífellt betur í ljós að stjórn Bandaríkjanna undir hans forystu var fádæma góð. Efnahagurinn blómstraði, friður saminn í Miðausturlöndum, Kínverjum sett mörk, nýr Norður-Ameríku samningur í efnahagsmálum saminn og lengi mætti telja. Samanburðurinn við núverandi stjórn er sláandi. Efnahagskreppa, stríð og minnandi áhrif Bandarikjanna í heiminum.

En það sem markaði stjórnartíð hans voru stanslausar árásir fjölmiðla og Demókrata á hann og hans fólk. Reynt var að klína á hann alls konar hneyksli og tvisvar reynt að koma honum frá völdum (meira segja eftir að hann lét af embætti) en nú er að koma betur í ljós að öll hneykslin koma í raun frá Demókrötum sem hafa ógnarsterk áhrif á leyniþjónustukerfi landsins og fjölmiðla.

Allar ljótustu aðferðir var beitt til að koma Trump frá völdum, meira segja njósnað um hann í sjálfu Hvíta húsinu. Allar málsóknir og rannsóknir (en Trump er mest rannsakaðisti forseti frá upphafi) hafa fallið um sjálft sig. Hann hefur verið sýknaður í hverju máli eftir öðru og nú er Durham rannsóknin að leiða í ljós að glæpurinn lá allan tímann hjá Demókrötum.

En það fáum við engar fréttir af hér á Íslandi. Hér er bara einblítt á neikvæðar fréttir af Trump. Íslenskir fjölmiðlar eru copy/paste fjölmiðlar á erlendar fréttir.

En nú hafa vinstri fjölmiðlar vestan hafs snúið baki við Biden og hafa leyft hluta af skítum að koma upp á yfirborðið. Ástæðurnar eru tvær. "Laptop from hell" málið sem líklega sendir Hunter Bdien í fangelsið og fjölmiðlar vilja vera réttum megin sannleikans þegar það fer í gengum dómskerfið. Fjölmiðlarnir hafa allan tíma verið röngum megin sannleikans og jafnvel leynt honum. En íslenskir fjölmiðlar munu kannski skipta um gír, eftir forskrift hinu erlendu.

Væntanlegur yfirburðasigur Repúblikanna í midterm kosningunum en þeir hafa heitið því að rannsóknir á meintum misgjörðum Demókrata og stjórn Bidens fari fram. Líklegt er að Biden verði ákærður fyrir embættisbrot (landamærin, Afganistan eða glæpastarfsemi fjölskyldu hans koma allir til greina sem ákæruatriði) eða hann dæmur úr embætti vegna elliglapa. Repúblikanar segjast þegar byrjaðir að safna gögnum.

Hvar endar Trump í sögubókunum? Síðast kaflinn hefur ekki verið skrifaður. Vinsældir hans hafa ekki verið meiri þessa stundina og rallí hans geysivinsæld. Trump er eins og annað fólk, með sína galla og kosti.  Elskaður og hataður í senn (og óttað af óvinum sínum). Og Trump er enginn kórdrengur, kjaftfor, hefnigjarn og kvennaflagari.

Ég hef lært af sögunni að dæma stórmenni eða snillinga ekki eftir persónum þeirra, heldur af verkum þeirra. Í ljós hefur einmitt komið eftir á að sum stórmennina voru kannski ekki barnanna best en verk þeirra lifir, löngu eftir dauða þeirra.

Eigum við til dæmis að hætta að hlusta á verk Wagners vegna gyðingahaturs hans? Erfið ákvörðun sem Ísraelmenn þurftu að taka og þeir ákváðu á endanum að leyfa tónlisttaflutning á verkum hans. Eða Michael Jackson, var hann barnaníðingur eða fullorðinn maður með barnshjarta? Eigum við að hætta að hlusta á tónlist hans?

Við Íslendingar eigum bara að meta erlenda stjórnmálamenn eftir því hvernig þeir koma fram við okkur. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands fyrrverandi, er til að mynda enginn Íslandsvinur. Biden og Trump vissu og vita varla af Íslandi og er alveg sama um land okkar, sem er kannski hið besta mál. Trump hafi áhuga á Grænlandi á sínum tíma, til kaupa.

Nú er ég kominn aðeins út fyrir efnið, en samt er kjarninn sá að við eigum að dæma fólk eftir gerðum þess, ekki innantómum orðum. Verkin tala.

 

 

 

 

 

 

 


Jón Sigurðsson ,,den hvide"

Til er sögn um það að danska herliðið, sem var hérna um þjóðfundartímann, hafi haft fyrirskipun um að skjóta þrjá þjóðfundarmenn ef til óreirða kæmi, eins og danska stjórnin óttaðist.

Menn þessir voru ekki nafngreindir en nefndir den hvide, den tykke og den halte, en allir vissu við hverja var átt. Den hvide var Jón Sigurðsson, den tykke var Hannes Stephensen, prófastur á Ytri-Hólmi og den halte Jón Guðmundsson ritstjóri.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband