Meðvitunarleysi um sögu Íslands með sölu tveggja varðskipa

Nýverðið var í fréttum sala á tveimur varðskipum sem gengdu veiga miklu hlutverki í stækkun landhelginnar.  Þau tóku þátt í svokölluðu þorskastríðum og bæði skipin eiga sér merka sögu.

Skipin eru um hálfra alda gömul og hafa þjónað sínum tilgangi. Það er því eðlilegt að selja þau. En vanda hefði mátt hverjir mættu kaupa skipin. Skipin seldust á samtals (ef ég man rétt) á um 56 milljónir kr. sem er andvirði íbúðarblokkar í Breiðholti.

Kaupandi, óþekktur en íslenskur að sögn fjölmiðla, segist ætla að selja þau úr landi og líkt og með Þór, fá þau líklega þau örlög að enda sem n.k. diskótek skip eða annað álíka erlendis. 

Örlög íslenskra varðskipa er sláandi miða við örlög breskra herskipa. Bretar leggja mikla rækt við að varðveita gömul herskip og er HMS Victory hvað þekktasta (sjá slóð: HMS Victory - Wikipedia ) en fjölmörg önnur, sem og kafbátar og önnur farartæki eru varðveitt fyrir komandi kynslóðir að njóta og skoða.

Ég geri mér grein fyrir að eitt íslenskt varðskip er varðveitt og er í vörslu samtaka um varðveislu skipsins og staðsett á Sjóminjasafni Reykjavíkur.

En til eru fleiri söfn sem hefðu ef til vill viljað fá skipin í sínar hendur ef þau hefðu t.d. verið gefin.  Ekki er verðið sem fékkst fyrir skipin tvö hátt hvort sem er. Betra hefði verið að sökkva þeim með virðulegri athöfn en að breyta þeim í diskótek eða hvað það á að gera við þau. Erlendis eru gömul herskip notuð sem skotmörk eftir þjónustu, ef þau eru ekki ætluð til varðveislu eða selt til annarra landa til áframhaldandi herþjónustu.

Annars er þetta dæmigert viðhorf gagnvart menningararfinum, Íslendingar eiga fá gömul hús og eru ekki endilega tilbúnir að endurbyggja hús sem hafa eyðilagst eða rifin. Undantekningin er kannski uppbygging miðbæjarins á Selfossi sem er samblanda af gömlu og nýju. Frábært framtak og hefur komið bæinn á kort ferðamanna sem vilja sjá allt sem er íslenskt.  Þeir vilja smakka og borða íslenskan mat, sjá hvernig við lifum/lifðum og íslenska menningu almennt, bæði gamla og nýja. 


Um hvað snýst áhlaupið á Mar-a-Lago?

Copy - paste fréttamennskan ríður ekki einteymingi á Íslandi. Reglulega birtast fréttabútar, án samhengis, um hin eða þessi mál. Tökum dæmi, um hvað snýst stríðið í Jemen raunverulega um? Hafa íslenskir fjölmiðlar komið með fréttaskýringar um það? Já eitthvað en margt er óskýrt.

Ég fylgist með indverskum, arabískum, áströlskum, breskum, bandaríkskum og fleiri erlendum fjölmiðlum til að fá raunverulega sýn á umheiminn. Íslenskir fjölmiðlar eru bergmálshellar sem bergmála flestir hávaða úr vinstri kima hellirins. Maður sér strax á skrifum fréttamanna hvaðan þeir fá sína heimild. 

Titill greinarinnar hér er vísar í áhlaupið á Mar-a-Lago. Hver er stóra myndin á bakvið áhlaupið?

Stóra myndin er sú að ríkisstjórn Joe Biden er með allt á hælum sér, öll verkin sem stjórn hans hafa beitt sér fyrir hafa mistekist. Eina sem þeim hefur tekist er að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í velferðamál á sama tíma og efnahagurinn er í kalda kola, verðbólga risin upp til skýanna, orkuskortur, glæpaalda sem aldrei fyrr, opin landamæri og 2 milljónir ólöglegra innflytjenda. Pólitík demókrata snýst um jaðarmál, svo sem réttindamál hina og þessara minnihlutahópa sem þó eru þegar lögvarðir gagnvart lögum.

Vinstri armur sem og hægri armur bandaríska risans eru um háls Bandaríkjanna. Forsetinn Joe Biden hefur reynst vera einn óvinsælasti forseti allra tíma.

Hvað gera bændur þá? Jú, beinum athyglinni frá vandamálum meðals Joes og Jane, og látum þau hugsa um annað en vandamálin við að láta enda ná saman hvern einasta dag. Förum og drögum fram vondan karlinn - Trump - og beinum athyglinni að honum og látum kosningabaráttuna snúast um persónu hans að miðtíma kosningunum sem eru nú í haust.

Það er engin tilviljun að áhlaupið sér stað núna. Ætlunin var að varpa skít á forsetann fyrrverandi og leggja fram kæru vegna skjalamála hans fyrir kosningarnar. En nú er komið babb í bátinn. Lögfræðiteymi Trumps tókst að fá skipaðan sérstakan meistara (e. special master) sem á að ákvarða hvaða skjöl hið gjörspillta FBI megi taka og hvað ekki. Málið er að FBI tók allt sem á hendi festist, þar á meðal vegabréf og aðrir persónulegir munir (sem mátti ekki) en einnig skjöl sem greinilega eru persónuleg skjöl einstaklingsins Trumps (sjá mátti þetta á uppstilltri mynd sem FBI "lak" af skjölum Trumps, dreift um gólfið, rétt eins og starfslið Trumps hafi hent leyniskjöl á gólfið eins og krakkar. Annars mjög skrýtið, að FBI bar við að þjóðaröryggið að skjölin kæmust í hendur Þjóðskjalasafnsins og ekki fyrir augu óviðkomandi, en samt birtir stofnunin myndir af skjölunum!

Á meðan eru íslenskir fjölmiðlar uppteknir af hvers konar skjöl hann hefur og talar um leyndarskjöl um kjarnorkumál annarra ríkja - auðvitað eru slík skjöl í fórum forsetans en hann sagðist hafa aflétt leyndina af þeim er hann flutti úr Hvíta húsinu. Það er svo að forsetinn getur tekið hvaða skjöl sem er, hvert sem er, aflétt leynd af hvaða skjölum sem, enda er hann holdgervingur og í raun framkvæmdarvaldið sjálft. Enginn embættismaður, jafnvel ekki yfirmaður Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna getur sagt Bandaríkjaforseta fyrir verkum, því hann hefur "executive privilege". Deilumálið snýst um hvort að fyrrum forseti hafi slík réttindi?

Hvað eru framkvæmdarvaldsréttindi?

Framkvæmdavaldsforréttindi eru stjórnskipuleg kenning sem byggir á aðskilnaði valds. Samkvæmt þessari kenningu hefur forsetinn rétt á að verja umræður sínar með aðstoðarmönnum frá þinginu og dómsvaldinu í sumum tilvikum.

En lögfræðingar segja að lögfræðingar Trumps muni eiga erfitt með að halda því fram að halda eigi skjölum forsetans frá Þjóðskjalasafni eða FBI á grundvelli forréttinda stjórnenda.


Takmörk framkvæmdavaldsréttinda

Framkvæmdaforréttindi eiga rætur að rekja til aðskilnaðar valdsviða framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. NARA er hluti af framkvæmdavaldinu, eins og FBI. Fyrrverandi forseti getur reynt að fullyrða um stjórnunarréttindi til að viðhalda friðhelgi tiltekinna gagna, en núverandi forseti gæti hafnað þeim fullyrðingum. Það er það sem gerðist þegar Trump reyndi að koma í veg fyrir að nefndin valin 6. janúar njóti gagna sem skjalasafnið geymir. Hvíta húsið í Biden neitaði að koma í veg fyrir það og hæstiréttur ákvað að Trump gæti ekki stöðvað það.

Óljóst er núna hvernig þetta mál fer. Ljóst er að, líkt og með Nixon, að Trump getur ekki skýlt sér bakvið framkvæmdarvaldsréttindi sín ef málið telst vera saknæmt. Málið er bara að skila inn gögnum forsætisembættisins er ekki saknæmt, þ.e.a.s. refsivert samkvæmt lögum! Bara ákvæði um að það eigi að skila inn gögnum. Líkt og ef maður skilar ekki i bókasafnsbók, þá er engin refsing nema dagsektir, það er ekki einu sinni svo hvað varðar "bókasafnsbækur" forsetans.

Svo er það að FBI kann að hafa brotið fjórðu grein réttindaskráar stjórnarskrá Bandaríkja semkveður á um verndar borgarana fyrir húsleitum og handtöku, og kveður á um að handtökuskipanir eða húsleitarheimildir skuli gefnar út af dómstól, fyrir skuli liggja rökstuddur grunur um tiltekinn glæp og ekki megi taka annað en húsleitarheimildin kvað á um en FBI tók miklu fleiri skjöl en þeir máttu taka.

 


Vopnaburður og ofbeldisglæpir

"Snillingurinn" og forsætisráðherra Kanada, hinn ofur frjálslyndismaðurinn Justin Trudeau, stendur nú frammi fyrir fjöldamorð framin í Kanada. 10 manns stungnir og til bana skv. fréttum og 15 særðir í því sem virðist tveimur árásum.  Hann hélt að skyndilausnin að banna byssur myndir leysa allt og engin morð framin eftir það. Allir hamingjusamir í rósrauði ríki framtíðarsamfélagsins. Hann gleymir hins vegar þá staðreynd að byssur drepa ekki, heldur fólkið sem heldur á þeim.

Fólkið sem vill drepa, gerir það með einhverjum hætti. Ef ekki með byssu, þá næsta tiltæka hlut við hendina. Þetta ættu Íslendingar að hafa í huga ef ætlunin er að banna skotvopn. Ástæðan fyrir glæpi er fyrst og fremst félagsleg. Einhver sem er ekki heill á geði, eða lífið leikið grátt, grípur til hins örþrifa verknað að beita ofbeldi. 

En annars vilja stjórnvöld helst ekki hafa borgaranna vopnaða, alþýðan gæti nefnilega gripið til vopna þegar stjórnvöld pína og ofsæka almenning af einhverjum ástæðum. En það gæti reynst nauðsynlegt á köflum að almenningur sé vopnaður ef einhver glæpaklíka, lesist öfgaflokkur (nasistar, kommúnistar eða aðrir), reynir að taka völdin í sínar hendur. Stjórnvöld í Bandaríkjunum gætu t.d. aldrei kúgað allan almenning vegna almennrar byssueignar í landinu og stjórnarskrá landsins tekur einmitt á þessu. Viðaukar við stjórnarskrána eru 27 og eru fyrstu tíu þekktir sem Réttindaskrá Bandaríkjanna ,,Bill of Rights‘‘ og þykja hvað merkastir. Upprunalega stjórnarskráin er 11 blaðsíður að lengd og er hún elsta stjórnarskrá í heiminum sem ennþá er í notkun.

Réttindi almennings

Réttindaskráin er  eins og áður sagði, safn tíu greina þar sem tilgreint er um réttindi almennings gagnvart ríkinu en þau eru.

  1. Fyrsta grein kveður á um að Bandaríkjaþingi sé óheimilt að setja lög sem hindra trúfrelsimálfrelsiprentfrelsi eða friðsamleg mótmæli.
  2. Önnur grein kveður á um rétt almennings til að eiga vopn.
  3. Þriðja grein verndar almenning frá hermönnum bæði á friðar- og ófriðartímum og að ríkið megi ekki hýsa hermenn á heimilum almennra borgara.
  4. Fjórða grein verndar borgarana fyrir húsleitum og handtöku, og kveður á um að handtökuskipanir eða húsleitarheimildir skuli gefnar út af dómstól, fyrir skuli liggja rökstuddur grunur um tiltekinn glæp.

Eins og sjá má, er réttur almennings til að bera vopn tryggður i annarri grein og fyrst og fremst til þess að almenningur getur gert uppreisn gegn harðstjórn.

Þriðja greinin lýtur að sama hlut, vernda almenning gegn hernaði stjórnvalda.

Danir gerðu þetta á Íslandi, er dönsk stjórnvöld hertu tökin á Íslandi og Íslendingum með svo kallaða vopnabroti.

Wikipedia: "Vopnadómur Magnúsar prúða, sýslumanns var dómur sem hann lét ganga 12. október 1581 á héraðsþingi í Tungu (í Patreksfirði í núverandi Barðastrandasýslu) um það að allir bændur ættu að vera skyldir til að eiga vopn til að geta varið landið. Í vopnadómi er minnst á að sýslumenn hafi látið safna vopnum og brjóta fimm árum áður, en engar aðrar heimildir finnast um slíkt vopnabrot sem ýmsir hafa dregið í efa að hafi átt sér stað."

Af hverju ætti að draga þessa heimild í efa? Ekki talar Magnús út í loftið og því hlýtur þetta að byggjast á einhverjum veruleika en þetta væri rökrétt framhald af því að Danir vildu herða tökin á landinu. Það gerðu þeir til dæmis eftir siðskiptin, send voru hingað herskip í fimm ár eftir 1550, svo mjög óttuðust þau uppreisn Íslendinga. Almenn vopnaeign virðist einmitt fara minnkandi á þessu tímabili. Vopnaburður á miðöldum tengdist almennt veiku ríkisvaldi, engin almenn lögregla og þvi þurfti almenningur sjálfur að verja sig gegn ofbeldisverkum.

Að lokum. Ég bæti hér við fjórðu greina að gamni en Donald Trump ætlar að nota hana í vörn sinni gegn FBI en greinin segir að bara megi taka hluti sem tengjast rannsókn beint. Húsleitarheimild sé vel skilgreind hvað varðar hvað megi taka en Bandaríkjamenn tóku þetta ákvæði upp vegna þess að Breta gáfu alltaf út opnar húsleitarheimildir er þeir réðu Bandaríkin og brutu gróft á rétti þeirra sem urðu fyrir húsleit.

 


Landamæri Evrópuríkja er bútasaumur sem sífellt er að rakna

Óhætt er að segja að Evrópubúar eru herskáir. Álfan hefur gengið í gegnum óteljandi stríð síðan "siðmenning" hélt innreið í hana og ríki mynduðust. Kortagerðamenn gera ekki ráð fyrir að Evrópukortið gildi lengur en í fáeina áratugi.

Síðasta meiriháttar stríð var svo yfirgengilegt, tug milljóna manntjön, að jafnvel Evrópubúum var nóg boðið og reynt var að koma í veg fyrir fleiri stríð. Evrópusamruni í formi Evrópusambands virtist vera svarið en það er það ekki. Heldur ekki stofnun hernaðarbandalagsins NATÓ. En Evrópa þurfti hins vegar að láta síðustu eftirlifendur seinni heimsstyrjaldar deyja, og þeir eru ekki margir eftir, til að gleyma hryllinginum.

Nú er byrjað að fægja vopnin og stríð geysar í Austur-Evrópu, milli tveggja Evrópuríkja, Rússlands og Úkraníu. Enn eitt kjánastríðið.

En það eru ekki bara Rússar og Úkraníumenn sem eru að taka til í vopnabúrum sínum og hreinsa út gömul vopn, önnur Evrópuríki hafa engu gleymt. 

Nú vilja Pólverjar fá stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum, í stað þess að láta kyrrt liggja, vera ánægðir með allt það land sem þeir fengu af Þýskalandi í lok seinni heimsstyrjaldar og brottrekstur allra Þjóðverja búsetta í Pólandi.

Pólverjar gegn Þjóðverjum

Krefja Þjóðverja um 184.000 milljarða í stríðsbætur

En hvað eru Þjóðverjar að hugsa? Eru þeir búnir að gleyma og sætta sig við minna Þýskaland en fyrir 1939? Það gæti breyst ef annar og herskáari stjórnmálaflokkur nær völdum í Þýskalandi en sósíaldemókratar. Bæði ríkin eru í ESB og NATÓ.

Og jaðarríkið Tyrkland yppar gogg líka.  Tyrkir eru með hótanir gegn Grikkjum og segjast vera reiðubúnir til að taka eyjar undir stjórn Grikkja til sín með hervaldi.

Tyrkir gegn Grikkjum

Erdogan hótar hörðum aðgerðum gegn Grikkjum

Bæði ríkin eru í NATÓ en það stoppar þau ekki. Skemmst er að minnast stríðið um Kýpur og skiptingu eyjarinnar. Deila og stríð sem er enn óleyst.

Balkanskaginn er líka á hættustigi. Ríki þar telja sig eiga harma að hefna og bíða tækifæris. Bosnía og Hersegóvína er púðurtunna sem bíður eftir að springa. 77 ára friður hefur ríkt síðan heimsstyrjöldin síðari geysaði. Að vísu geysaði stríð á Balkanskaga undir lok tuttugust aldar en hver telur með borgarastyrjaldir? Friðurinn eftir Napóleon styrjaldirnar ríkti frá 1815 til 1914 með fáeinum undanteknum, rétt eins og nú.

Á sama tíma er Vestur-Evrópa galopin fyrir innflutningi fólks með framandi menningu. Fólk sem deilir ekki sömu siðum og gildum og heimafólkið. Það flytur inn í stórborgir, mynda menningarkima og hverfi þar en deila fáu með heimamönnum annað en búsetu í sama landi. Þegar fjöldinn er orðinn nógu mikill, og ef aðkomufólkið er nógu herskátt, þá leiðin greið fyrir borgarastyrjöld, en sjá má vísir að slíku í Svíþjóð.

Þannig er staðan í dag. Evrópubúar geta ekki látið kjurrt liggja með landamæri og gamlar deilur og á sama tíma búa þeir til kjöraðstæður fyrir innanlandsátök með því að hafa ríki sín ósamstæð.

Friðurinn hefur ruglað Evrópumenn í ríminu, þeir gleymdu í bili að þeir eru herskáir afkomendur Krómagnomanna og Neanderdalsmanna sem er skæð blanda manntegunda. 


Söguleg ræða Joe Bidens

Joe Biden hélt ræðu í gær.  Hún var söguleg vegna þess að hann hélt haus og gat haldið hana án þess að detta út. En fyrst og fremst er hún söguleg vegna innihalds ræðunnar.  Segja má að svona ræða, hafi aðeins tvisvar sinnum verið haldin, um 1800 og rétt fyrir bandarísku borgarastyrjöldina.

Ræðan var um lýðræðið í Bandaríkjunum. Hún kallast "REMARKS BY PRESIDENT BIDEN ON THE CONTINUED BATTLE FOR THE SOUL OF THE NATION". Ég ætla að birta hluta hennar til að gefa innsýn inn í hversu sundrandi hún er fyrir þjóð sem er þegar skipt í tvo andstæða hópa sem geta ekki talað saman, þrátt fyrir alla samfélags- og fjölmiðla sem í boði eru.

Í hnotskurn segir Joe að verið sé að berjast um sál Bandaríkjamanna - lýðræðið og gildin í landinu. Hann segir að MAGA - sinnar í repúblikanaflokknum séu "semi-fasistar" (orðrétt) og þeir séu óvinir bandaríska lýðræðinu. Þegar blaðafulltrúi Hvíta hússins var spurður út í þetta og hversu mikill fjöldi þetta var, þá sagði hann (hún) fyrst að þetta væri forystan, síðan hluti úr flokknum og loks allur flokkurinn og þá sem kjósa flokkinn, allt á fáeinum mínútum við spurningar blaðamanna Hvíta hússins.

Í raun er ríkisstjórn Joe Bidensað segja að helmingur landsmanna (sem kjósa repúblikana) séu óferjandi og óalandi! Engin sáttarhönd eða lausnir eru í boði, bara stríðsyfirlýsing. Þetta er merkilegt í ljósi stefnuræðu Joe Bidens í innvígsluathöfninni þar sem hann sagðist vera maður sátta og allra Bandaríkjamanna. Hann væri í raun miðjumaður.

En verk tala sínu máli, ekki orð, verkin segja að stjórn Joe Biden hefur verið róttæk vinstri stjórn, svo mjög að annað eins hefur aldrei sést áður í Bandaríkjunum. Demókratar hafa yfirleitt talið sig vera á miðjunni eða rétt til vinstri en þetta slær út allan þjófabálk.

Fyrir utan árásir á repúblikana en á sviðinu sem Joe Biden heldur ræðuna, má sjá vopnaða landgönguliða, sem óvenjuleg sviðsmynd, þegar svona pólítísk ræða er haldin, montar Joe sig af frábærum efnahagsárangri. Sem er athyglisvert, þegar efnahagssamdráttur er í landinu (ekki kreppa enn) og óðaverðbólga sem hefur ekki sést síðan í tíð Jimmy Carters. Í raun er allt í kalda kola í Bandaríkjunum efnahagslega. Orkuskortur (vegna herferðar Joe Bidens gegn olíu- og gasframleiðenda í BNA), óðaverðbólga, opin landamæri (innrás ólöglegra innflytjenda sem eru 2 milljónir í ár), eiturlyfjafaraldur (vegna opinna landamæra), glæpafaraldur (aldrei fleiri drepnir en í ár), flutningavandamál og vöruskortur, svo fátt eitt sé nefnt innanlands. Það er þó ekki atvinnuleysi og störfum fjölgar en margir þurfa að vinna tvö störf til að láta enda ná saman. Fjölskyldur sem fá mataraðstoð hafa aldrei verið fleiri.

Þess má geta að auki að skuldir Bandaríkjanna hafa aldrei verið eins háar en þær eru komnar upp í 31 trilljónir Bandaríkjadollara (íslenska: billjónir) og í raun geta Bandaríkin ekki borgað þessar skuldir.

Utanríkismálin eru líka í kalda kola og segja má að sneypuleg brottför öflugasta hers veraldarsögunnar frá Afganistans, hafi dregið marga dilka á eftir sér. Andstæðingar Bandaríkjanna, sem eru margir, tvífelfdust, Rússar fóru af stað í stríð við Úkraníu, Kínverjar hamast á Taívan, Íranir fara sínu fram með kjarnorkuvopnaáætlun sína, N-Kóreumenn reyna að sprengja sem öflugust sprengjur og meira segja ríkisstjórn Salomon-eyja úthýsir bandarískum herskipum (og breskum) frá höfnum sínum en bjóða kínverskum heim í staðinn.

En hér var lofað að gefa úrdrátt úr ræðu Joe Bidens í grófri þýðingu. Ræðan byrjar ágætlega en takið eftir árásunum í lok þessara klippu úr ræðunni:

"Kæru Bandaríkjamenn, vinsamlegast fáið ykkur sæti. Ég tala við ykkur í kvöld frá helgum vettvangi í Bandaríkjunum: Independence Hall í Fíladelfíu, Pennsylvaníu.

Þetta er staður þar sem Bandaríkin gaf heiminum sjálfstæðisyfirlýsingu sína fyrir meira en tveimur öldum með hugmynd, einstök meðal þjóða, að í Bandaríkjunum erum við öll sköpuð jöfn.

 Þetta er þar sem stjórnarskrá Bandaríkjanna var skrifuð og rædd.
 Þetta er þar sem við settum af stað ótrúlegustu tilraun til sjálfstjórnar sem heimurinn hefur þekkt með þremur einföldum orðum: „Við, fólkið. "Við fólkið."

Þessi tvö skjöl og hugmyndirnar sem þau fela í sér - jafnrétti og lýðræði - eru kletturinn sem þessi þjóð er byggð á. Þau sýna hvernig við urðum mesta þjóð á jörðinni. Þau eru ástæðan fyrir því að Ameríka hefur í meira en tvær aldir verið leiðarljós heimsins.


En þar sem ég stend hér í kvöld eiga jafnrétti og lýðræði undir högg að sækja. Við gerum okkur sjálfum engan greiða að láta sem annað.

Svo í kvöld er ég kominn á þennan stað þar sem allt byrjaði að tala eins skýrt og ég get til þjóðarinnar um þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir, um það vald sem við höfum í okkar eigin höndum til að mæta þessum ógnum og um þá ótrúlegu framtíð sem liggur í fyrir framan okkur ef við bara veljum það.

Við megum aldrei gleyma: Við, fólkið, erum sannir erfingjar bandarísku tilraunarinnar sem hófst fyrir meira en tveimur öldum.

Við, fólkið, brennum innra með okkur öllum frelsisloganum sem kveiktur var hér í Independence Hall - logi sem lýsti okkur í gegnum afnám, borgarastyrjöld, kosningarétt, kreppuna miklu, heimsstyrjaldir, borgaraleg réttindi.

Þessi heilagi logi logar enn núna á okkar tímum þegar við byggjum upp Ameríku sem er velmegandi, frjálsari og réttlátari.

Það er verk forsetaembættisins, trúboð sem ég trúi á af allri sálu minni.

En fyrst verðum við að vera heiðarleg við hvert annað og við okkur sjálf.

Of mikið af því sem er að gerast í landinu okkar í dag er ekki eðlilegt.

Donald Trump og MAGA repúblikanar tákna öfgastefnu sem ógnar grunnstoðum lýðveldisins okkar.

Nú vil ég vera mjög skýr - (lófaklapp) - mjög skýr fyrir framan: Ekki eru allir repúblikanar, ekki einu sinni meirihluti repúblikana, MAGA repúblikanar. Ekki eru allir repúblikanar aðhyllast sína öfgafullu hugmyndafræði.

Ég veit það vegna þess að ég hef getað unnið með þessum almennu repúblikönum.

En það er engin spurning að Repúblikanaflokkurinn í dag er stjórnaður, knúinn áfram og ógnað af Donald Trump og MAGA repúblikönum, og það er ógn við þetta land.


Þetta eru erfiðir hlutir."

Þetta fer ekki saman við það sem blaðafulltrúinn hans sagði (og hann sjálfur) en hann sagði að þeir sem kysu repúblikana væru "semi fasistar".

En hér kemur önnur klippa úr ræðunni, þar sem ráðist er á MAGA-fólkið með ásökunum og það sakað um hitt og þetta án þess að vísa í raunverulega atburði (utan 6. janúar atvikið, sem telja má frekar vera óeirðir en vopnaða uppreisn (enda engin vopnaður sem fór inn í þinghúsið og enginn lést nema saklaus kona sem var skotin af færi þar sem hún stóð). Það er lýgi hjá Joe Biden sem heldur því fram að lögreglumenn hafi látist þann 6. janúar.

Grípum í ræðuna:

"En ég er bandarískur forseti - ekki forseti rauðu Ameríku eða bláu Ameríku, heldur allra Ameríku.

Og ég trúi því að það sé skylda mín - skylda mín við ykkur, að segja sannleikann, sama hversu erfitt, sama hversu sárt.

Og hér, að mínu mati, er það sem er satt: MAGA repúblikanar virða ekki stjórnarskrána. Þeir trúa ekki á réttarríkið. Þeir viðurkenna ekki vilja fólksins.

Þeir neita að samþykkja niðurstöður frjálsra kosninga. Og þeir eru að vinna núna, eins og ég tala, í ríki eftir ríki að því að veita flokksmönnum og vildarvinum vald til að ákveða kosningar í Ameríku, og styrkja kosninga afneitendur til að grafa undan sjálfu lýðræðinu.

MAGA sveitir eru staðráðnar í að taka þetta land aftur á bak - afturábak til Bandaríkjanna þar sem það er enginn réttur til að velja, enginn réttur til einkalífs, enginn réttur til getnaðarvarna, enginn réttur til að giftast þeim sem þú elskar.

Þeir efla einræðissinnaða leiðtoga, og þeir kveikja í logum pólitísks ofbeldis sem er ógn við persónuleg réttindi okkar, við leit að réttlæti, við réttarríkið, við sjálfa sál þessa lands.

Þeir líta á múginn sem réðst inn í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar - réðst hrottalega á löggæsluna - ekki sem uppreisnarmenn sem settu rýting í háls lýðræðis okkar, heldur líta á þá sem föðurlandsvini.

Og þeir líta á MAGA-mistök þeirra við að stöðva friðsamlegt valdaframsal eftir kosningarnar 2020 sem undirbúning fyrir kosningarnar 2022 og 2024.

Þeir reyndu allt síðast til að gera atkvæði 81 milljón manns að engu. Að þessu sinni eru þeir staðráðnir í að ná árangri í að koma í veg fyrir vilja fólksins.

Þess vegna hafa virtir íhaldsmenn, eins og Michael Luttig, dómari alríkisdómstólsins, kallað Trump og hina öfgafullu MAGA repúblikana, „skýr og núverandi hættu“ fyrir lýðræði okkar.

En þótt ógnin við bandarískt lýðræði sé raunveruleg, vil ég segja eins skýrt og við getum: Við erum ekki vanmáttug gagnvart þessum ógnum. Við erum ekki fjarstaddir í þessari áframhaldandi árás á lýðræðið.

Það eru miklu fleiri Bandaríkjamenn - miklu fleiri Bandaríkjamenn frá öllum - af öllum uppruna og trú sem hafna hinni öfgakenndu MAGA hugmyndafræði en þeir sem samþykkja hana.

Og gott fólk, það er á okkar valdi, það er í okkar höndum - þínum og mínum - að stöðva árásina á bandarískt lýðræði.

Ég tel að Bandaríkin séu á vendilpunkti - eitt af þessum augnablikum sem ákvarða lögun alls sem á eftir að koma.

Og nú verður Ameríka að velja: að halda áfram eða að fara aftur á bak? Til að byggja framtíðina eða hafa þráhyggju um fortíðina? Að vera þjóð vonar og samheldni og bjartsýni, eða þjóð ótta, sundrungar og myrkurs?

MAGA repúblikanar hafa valið sitt. Þeir faðma reiði. Þeir þrífast á glundroða. Þeir lifa ekki í ljósi sannleikans heldur í skugga lyga."

Hér er hlekkurinn í ræðu Joe Bidens á vef Hvíta hússins.

https://www.whitehouse.gov/briefing-room/speeches-remarks/2022/09/01/remarks-by-president-bidenon-the-continued-battle-for-the-soul-of-the-nation/

Ein lokaspurning. Af hverju eru landgönguliðarnir hafðir í bakgrunni? Hótun um beitingu valds eða n.k. lögmætis stimpill alríkisstjórnarinnar á ræðu hans? Áhlaup á heimili fyrrum forseta Bandaríkjanna er gert út frá dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Joe Bidens, en slíkar pólitískar árásir má sjá hjá harðstjórnarríkjum en ekki höfuðríki lýðræðisríkja. Svo eru stofnanir alríkisstjórnarinnar beittar á andstæðinganna, fyrst og fremst FBI og bandarísku skattayfirvöldin (71 þúsund nýir skattrannsakendur ráðnir en fyrir voru um 60 þúsund) en nú á að kreista skatta úr Bandaríkjamönnum til að borga peningaóráðsíuna sem er í landinu.

Hvernig bregst fólkið við sem er kallað semi-fasistar? Það verður reitt og bregst ókvæða við og tvískipting landsins verður bara dýpri. Það er afleiðing þessarar ræðu. Það er þó eðlilegt að Joe Biden rói á þessi mið, pólitísk mið, Moby Dick leiðangur í formi Donalds Trumps sem hvalurinn illvígi og Joe Biden sem Ahab skipstjóra, og áhöfin og þjóðarskútan, Bandaríkjamenn og Bandaríkin eru þátttakendur í þessu öllu. Þetta er gert í stað þess að að vísa í lélegan árangur í efnahagsmálum og bilaða utanríkispólitík, þar sem áhrif Bandaríkjanna hafa ekki verið minni síðan 1973-74. 

 

 

 


FBI spillingarbæli?

Það mætti ætla það ef marka má nýjustu fréttir. Það eru topparnir í FBI sem virðast vera nátengdir demókrataflokknum eða stuðningsmenn hans, sem hafa tekið upp hjá sjálfum sér og stundum í samstarfi við aðra, að fara í herferð gegn fráfarandi forseta Bandaríkjanna en halda hlífaskyldi yfir núverandi forseta og fólki tengt honum.

Nokkir þeirra hafa fengið reisupassann og nú síðast yfir háttsettum FBI fulltrúa sem stakk "laptop from Hell" málinu í skúffuna og ekki nóg með það, þá reyndi FBI að hafa áhrif á umfjöllun Facebook um málið enda auðsótt, því að Mark Zuckerberg gaf demókrötum 450 milljónir í kosningasjóð flokksins.

Þetta er ekki venjulegt mál, því að þetta breytti gangi og úrslitum forsetakosningunum 2020. Hvernig er það vitað? Jú, kjósendur voru spurðir eftir á hvort málið hefði áhrif á hvernig þeir hefðu kosið og meirihlutinn sagði svo vera.

Það verður ómögulegt að hunsa spillingu á æðstu stigum FBI - nema maður sé meðlimur almennra fjölmiðla.

Í því sem ætti að vera ein stærsta saga ársins réðust 16 FBI fulltrúar inn á heimili Dennis Nathan Cain 19. nóvember. Cain er fyrrverandi FBI verktaki og það sem gerir árásina mjög vafasama er staðreyndin að hann er líka viðurkenndur uppljóstrari dómsmálaráðuneytisins. Einn, samkvæmt lögfræðingi hans Michael Socarras, sem hafði þegar afhent skjöl sem FBI var að leita að til DOJ Inspector General Michael Horowitz, sem afhenti þau til leyniþjónustunefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar.

Þessi skjöl leiða í ljós að alríkisyfirvöld hafi ekki rannsakað almennilega hugsanlega glæpastarfsemi sem framin var af fyrrverandi utanríkisráðherra Hillary Clinton, Clinton Foundation og rússnesku fyrirtæki að nafni Rosatom, sem keypti kanadíska námufyrirtækið Uranium One árið 2013.

Viðskiptin leiddu til þess að Rússland fékk 20% af úranframleiðslugetu Bandaríkjanna.

Hvaða alríkisfulltrúar eiga hér hlut að máli? Yfirmaður FBI á þeim tíma var Robert Mueller. Rannsóknin var undir eftirliti fyrrverandi aðstoðarforstjóra FBI, Andrew McCabe. Það var miðsvæðis í Maryland, en bandarískur lögmaður hennar var Rod Rosenstein. Og það endaði seint á árinu 2015, á meðan fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, starfaði.

Með öðrum orðum, sami James Comey og hagræddi markvisst Rod Rosenstein til að setja grænt ljós á rannsókn sem Robert Mueller framkvæmdi til að komast að því hvort Donald Trump hafi átt í samráði við Rússa.

Hvernig lítur raunverulegt samráð við Rússa út? Obama-stjórnin „settigrænt ljós á flutning á yfirráðum yfir fimmtungi bandarískrar úranvinnslugetu til Rússlands, fjandsamlegrar stjórnunar - og sérstaklega til kjarnorkusamsteypu Rússlands, sem er undir stjórn ríkisins, Rosatom,“ samkvæmt Andrew McCarthy. „Það sem verra er, á þeim tíma sem stjórnin samþykkti flutninginn vissi hún að bandarískt dótturfyrirtæki Rosatom stundaði ábatasamt fjárkúgunarfyrirtæki sem hafði þegar framið fjárkúgun, svik og peningaþvætti.

Samningurinn var undirritaður af svikadeild DOJ, sem síðan var stýrt af Andrew Weissmann, einum af aðalrannsakendum Mueller.

Árásin á hemili Cain var leyfð með dómsúrskurði sem undirritaður var 15. nóvember af dómaranum Stephanie A. Gallagher í héraðsdómi Bandaríkjanna í Baltimore. Að sögn sérstaks umboðsmanns frá Baltimore-deild FBI sem stjórnaði henni átti Cain stolnar alríkiseignir. En stofnunin neitaði að útskýra hver heimilaði árásina á viðurkenndan uppljóstrara.

Það féll ekki of vel í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, Chuck Grassley (R-IA). Hann sendi bréf til Michael Horowitz, eftirlitsmanns dómsmálaráðuneytisins, og Christopher Wray, forstjóra FBI, þar sem hann óskaði eftir því að þeir „framsendi nefndinni öll skjöl og veiti upplýsingar varðandi þær ráðstafanir sem hafa hefur tekið, eða ætlar að gera, varðandi meðferð FBI á Upplýsingar Cains eigi síðar en 12. desember 2018.“

Grassley vildi einnig vita hvort FBI vissi af lögmætum uppljóstrunum Cain til IG og þingnefndum, hvort það teldi þær verndaðar, hvort einhverjar upplýsingar væru trúnaðarmál og hvort þær hafi verið þegar Cain hafði þær í bústað sínum - og á á hvaða grundvelli stofnunin framkvæmdi áhlaupið, þar á meðal afrit af tilskipuninni og öllum yfirlýsingum til stuðnings.

Frestur Grassley var hunsaður og sprengjuskýrsla Daily Caller tveimur dögum áður útskýrir hvers vegna: „Dómsmálaráðuneytið fer fram á að réttlæting FBI árásar á heimili uppljóstrara sem sagt er viðurkennt verði áfram leyndarmál, samkvæmt bréfi frá bandaríska dómsmálaráðherranum Robert. Robert Hur."

Og nú er FBI aftur komið út í dýkið með áhlaupið á heimili Donalds Trumps í samráði við dómsmálaráðuneytið.  Það virðist vera á hæpnum forsendum en á meðan skjöl eru leynd verða menn að giska á hvað FBI var að leita að, hvaða upplýsingar og skjöl þau voru á eftir. En áhlaup á heimili forseta, einstakt í sögunni, verður alltaf pólitískt, sama hvað forsetinn gerði af sér. 

 


Blaðamennska og gagnrýni

Ég komast að því fyrir nokkrum dögum að uppáhalds blaðamaður minn, Kristján Kristjánsson, blaðamaður fyrir DV samsteypuna (Pressan) er líka fastur penni.

Greinar hans sem blaðamaður eru margbreytilegar og skemmtilegar en það hefur greinilega fokið í hann, því að hann skrifaði grein sem ber heitið "Hjálpum Ara!" og þar skammar hann suma lesendur sína fyrir að senda sér tölvuskeyti. En greinin er megninu til samt skammir út í aðdáendur Pútíns og Trumps og kannski aðallega þá kumpána.

Eftir gagnrýnina á lesendurnar sem eru aðdáendur þessara kalla (og hann tók líka fyrir Covid afneitendur), þá sagði hann eftirfarandi:  "Á móti þessu kemur síðan að auðvitað er fólki heimilt að hafa sínar skoðanir hér á landi og dást að ómennum eins og Pútín og óvini lýðræðisins á borð við Trump."

Allt í lagi, Kristján er skiljanlega enginn aðdáandi þessara stjórnmálamanna en spyrja má sig, hvort lesendur megi ekki gagnrýna skrif blaðamanna? Skrif blaðamanna er nefnilega einstefna og ekki eru allir sammála greinahöfundi. Líkja má þessu við að ræðumaður flytur ræðu, en hann má alltaf vænta framíköll og hæðnisglósur. Það er bara hluti af orðræðunni. Sama á við um blaðaumfjöllun. Kristján eins og aðrir blaðamenn eru með tölvupóstfang i fyrirsögn greina og auðvita freistast menn til að senda línu. Til hvers eru blaðamenn annars að birta tölvupóstfang? Eru þeir ekki í samfélagsumræðunni?

En ég er fullkomlega sammála Kristjáni að segja verður mörkin við ofbeldishótanir sem hann greinilega fær. Hann ætti að framsenda slík skeyti beint til lögreglunnar. 

Að lokum, Kristján tekur Ara nokkurn Óskarsson sem dæmi um mann sem kann ekki að stjórna sér og er með hótanir. Ég kíkti að gamni á Facebook og þar eru tveir menn með nafnið Ari Óskarsson. Eflaust eru til aðrir Arar Óskarssyni sem eru ekki á Facebook. Nú liggur annar þeirra saklaus undir ámæli en hvor þeirra er sekur?

En ég held áfram að lesa skemmtilegar greinar Kristjáns.

 

https://www.dv.is/eyjan/2022/8/27/hjalpum-ara/


Rödd úr haugi afneitar áanna!

Skrýtin deila er nú uppi um uppruna Íslendinga eða réttara sagt hvort þeir séu afkomendur víkinga. Það þarf ekki annað en beitingu rökfræðinnar til að komast að niðurstöðu.

Árni Böðvarsson, þjóðháttarfræðingur fór í (víkinga)leiðangur gegn afkomendur víkinga en skip hans sigldi strax í strand, eflaust vegna þess að hann notaðist við Currach (skinnbátur Íra).

Þar á Árni í ritdeilum við Einar Kárason rithöfund, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga eins og segir í frétt Vísir.

Árni segir: „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu."

Maður gapir af undrun þegar frægur fræðimaður kemur með svona hrákaskýringu á hvaðan Íslendingar komu og hverra manna þeir voru. Hefur hann ekki lesið Íslendingasögunar sem eru uppfullar af frásögnum af Íslendingum sem fóru í víking með öðrum norrænum mönnum?

Norðmenn fóru meira segja í norræna krossferð til landsins helga, löngu eftir lok víkingaraldar og að sjálfsögðu voru Íslendingar með í för. Þeir gerðust líka væringjar (það er verið að skrifa doktorsritgerð um Væringja).

Á 13. öld fóru þeir í herleiðangra til Suðureyja og hvert sem Noregskonungur ákvað að herja. Sturlunga meiri segja nafngreinir þann mann sem hún segja að sé síðasti íslenski víkingurinn en hann kom úr leiðangri og settist að á Íslandi um 1220.

Íslendingabók og Landnáma eru góðar heimildir um þessa víkinga og fylgdarlið þeirra. Engir kotbændur hefðu efni á rándýrum víkingaskipum sem þurfi mikið fjármagn og mannskap að byggja (það tók t.d. 3 ár að vefja seglin). Höfðingar (sem Árni kallar gamalmenni og verið hent úr horni hornkerlingarinnar og sendir út á guð og gadd til Íslands) stýrðu þessum þjóðflutningi til Íslands. Það var ekki fyrr en með síðustu bylgju landnema sem gildir bændir keyptu sér far til Íslands ásamt föruneyti.

Ingólfur og Hjörleifur (eða aðrir sem þeir tákna og eru tákngervingar fyrir) komu hingað með fríðu föruneyti, voru víkingar og útlægir fyrir dráp úr Noregi ásamt þrælum. Þeir voru ekki einsdæmi. Aðrir norrænir höfðingjar voru hraktir úr Suðureyjum og Írlandi eins og sagnirnar segja.

Í grófum dráttum má segja að alda víkingaaldar hafi skellt víkingum og skyldliði þeirra á strendur Færeyja, Íslands, Grænlands og Norður-Ameríku (Bretlandseyjar o.s.frv.) og þar settust þeir að. Allir víkingar voru að uppruna bændur sem fór í sumarleiðangra eða víkingaferðir.

Ótrúlegt að þjóðháttarfræðingur sem styðst væntanlega við fornleifar (norrænar allar) í rannsóknum sínum skyldi komast að fjarstæðri niðurstöðu.

Einar Kárason kom í mótsvari sínu með gullkorn en hann sagði að þeir hefðu ,,allavega ekki lagst í bóndann"! Held að Einar hafi tekið Árna í bóndabeygju að hætti íslenskrar glímu!

 

 


Hversu virði er ríkisborgararétturinn? - Er miðstéttin að deyja út?

Það er ágætis umræða um hvorutveggja umræðuefnin í Bandaríkjunm. Oftast fara þau saman og því beini ég sjónum mínum að bæði umræðuefnin en þessi umræða er ekki öflug eða djúp á Íslandi.

Yfirleitt er athyglinni beint að birtingamynd ríkisborgararéttarins á neikvæðan hátt, þ.e.a.s. fjölmiðlar beina athyglinni að útlendingastofnun sem hefur það hlutverk ásamt landamæravörðum að vernda landamæri og líka óbeint réttindi sem felast í ríkisborgararéttinum.

Það er svo að það geta ekki allir orðið íslenskir ríkisborgarar, íslenska ríkið ræður t.a.m. ekki við að taka við 5 milljónir flóttamanna frá Úkraníu og gera fólkið að íslenskum ríkisborgurum. Raunveruleikinn segir okkur að við getum bara tekið við ákveðinn fjölda fólks á ári og fara verður eftir leikreglum. Við vitum að ekki allir sem krefjast hælisvistar á Íslandi eiga rétt á landvist og því er þeim vísað á braut og oftast með látum, því að sumir vilja leyfa öllum að koma hingað til lands og setjast hér að, líka glæpahópum.

Þetta er umræðan á Íslandi, um þá sem berja á dyr landamærahliðanna, og þá sem vilja taka niður landamærahliðin og hafa svokölluð opin landamæri, sem væri þá nokkuð konar anarkismi í málaflokknum.

En hvar er umræðan um ríkisborgararéttinn sem er bundinn í lögum og hvað felst í honum? Hvar er miðstéttin í þessu öllu og hvers vegna er hún svo mikilvæg og nátengd ríkisborgararéttinum?

Ég hef skrifað áður um Victor Davis Hanson, bandarísks fræðimanns sem er hvað þekktastur fyrir skrif sín um fornöldina, um Grikki og Rómverja en hann blandar sér líka í samtíðarumræðuna. Bækur hans hafa unnið til fjölmargra verlauna í gegnum tíðina. Hann blandaði sér í samtímaumræðuna með afgerandi hætti í bók sinni "The Dying Citizen". Ég ætla að fara í gegnum efni bókarinnar en byrja á tilvitnun eftir Mark Twain en hann sagði 1906: "Ríkisborgararéttur er það sem er undirstaða lýðveldis; konungsríki geta komist af án hans. Það sem heldur lýðveldinu gangandi er gildur ríkisborgararéttur."

Bókin "The Dying Citizen" segir okkur að mannkynssagan sé að megni til full af sögum af bændum, þegnum eða ættbálkum. Hugmyndin um „borgara“, hugmynd sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, er sögulega mjög sjaldgæf - og var, þar til nýlega, meðal hugsjóna Bandaríkjamanna sem þótti mest vert að hlúa að. Nú varar sagnfræðingurinn Victor Davis Hanson við því að bandarískur ríkisborgararéttur eins og við höfum þekkt hann í meira en tvær aldir gæti brátt horfið.

Í The Dying Citizen útlistar Hanson öflin sem hafa leitt til það sem hann kallar "rökkur" bandarísks ríkisborgararéttar. Á síðustu hálfri öld hafa fjölmörg öfl lagt á ráðin um að grafa undan því gildi sem Bandaríkjamenn leggjum í hugmyndina um ríkisborgararétt.

Hanson dregur þá ályktun að til að vera sjálfstjórnandi um eigið líf verða borgarar að vera efnahagslega sjálfstæðir, en útrýming millistéttarinnar og aukin ójöfnuður hafa gert marga Bandaríkjamenn háða alríkisstjórninni.

Ríkisborgararéttur er til innan afmarkaðra landamæra, en opin landamæri og elítuhugtakið „alheimsborgararéttur“ hafa gert hugmyndina um hollustu við ákveðinn stað tilgangslausan. Ríkisborgararéttur byggir á því að afnema sjálfsmynd ættbálka í þágu ríkisins (skýrasta dæmið er upplausn ættbálkaveldisins í Afríku), en sjálfsmyndapólitíkin hefur útrýmt hugmyndinni um sameiginlega borgaralega sjálfsvitund.

Gífurlega stækkun óvalið skrifræðbálkns með ókjörna embættisstétt hefur yfirbugað vald kjörinna embættismanna og eyðilagt þar með fullveldisvald borgarans. Ofan á þetta eru "framsæknir" fræðimenn og aðgerðarsinnar sem leggja umsátur um stofnanir og hefðir stjórnarskrárbundins ríkisborgararéttar, allt í nafni hugmyndafræðarinnar að sjálfsögðu. Sjá má þetta á Íslandi í minna mæli.

Rætur ríkisborgararéttarins

Hanson rekur sögu ríkisborgararéttarins til forna rætur hans í Grikklandi. Hann bendir á að miðað við staðla nútímans gætu þessar fyrstu stjórnarskrábundnu ríkisstjórnir litið út fyrir að vera þjóðerniskenndar eða með kynjamisrétti. En miðað við hvað í hinum forna heimi? Ættbálkasamfélögin í Norður-Evrópu? Ættveldi Egyptalands, Persíu eða Indlands? Flestir þessara íbúa voru „ættbálkarfólk, þjónar eða þrælar án einstaklingsréttinda“. Og lítil von um að öðlast slík réttindi.

Aftur á móti, strax á 5. öld f.Kr., náði ríkisborgararétturinn til vaxandi íbúa í flestum grískum borgríkjum. Lýðræðisríki með fulltrúa, þar á meðal okkar segir Hanson, hafa aldrei verið fullkomin. En ferill þeirra hefur alltaf verið í átt að aukinni þátttöku og jafnrétti að lögum.

Í vestrænu stjórnarformi er lögmæti dregið af samþykki hinu stjórnuðu. Það gerir borgaranna sjálfa ígrundaða og opna fyrir gagnrýni. Hanson segir: Stofnanir eins og þrælahald og Jim Crow geta ekki staðist, vegna þess að þær eru á skjön við grundvallarreglur okkar, eins og menn eins og Frederick Douglass og Martin Luther King Jr. héldu fram. Ekki er svo í konungsríkjum eða einræðisríkjum. Þetta fólk stjórnar út frá tilfinningu um guðlegan rétt eða meðfædda yfirburði.

Minnkandi millistétt

Hlutur bandarískra fullorðinna sem búa á millitekjuheimilum hefur minnkað úr 61% árið 1971 í 51% árið 2019. Það er tengsl á milli minnkandi millistéttar og hnignunar ríkisborgararéttar. Öflug millistétt er burðarás fulltrúalýðræðis. Hinir fátæku freistast til að leita að dreifibréfum frá Sam frænda. Hinir ríku freistast til að nota stjórnvöld til að skapa varanlega kosti fyrir sig og bandamenn sína.

Hanson rekur þessa þróun með tilvitnunum til Aristótelesar og Evrípídesar. Hanson talar um vaxandi fjölda Bandaríkjamanna sem skortir fjárhagslegt sjálfstæði. Fimmtíu og átta prósent Bandaríkjamanna eiga minna en 1.000 dollara í bankanum. Meðal kreditkortaskuld er yfir $8.000 á heimili. Það er yfir $2.000 á einstakling. Lamandi námslánaskuldir eru veruleiki fyrir milljónir Bandaríkjamanna, sem halda þeim frá íbúðakaupum, hjónabandi og fjölskyldumyndun.

Nú er í umræðunni að ríkisstjórn Joe Biden ætli að greiða niður námslánaskuldir námsmanna. En af hverju eru þær svona himinháar? Jú, háskólastofnanir hafa hækkað námsgjöld upp úr öllu valdi, langt umfram verðlag í landinu. En ef bandaríska ríkið borgar námslánin, hvaðan koma peningarnir? Jú, úr vösum skattgreiðenda, úr vösum lágstéttarinnar, úr vösum millistéttarinnar (líka þeirra sem hafa ekki háskólapróf og eru iðnaðarmenn) og úr vösum elítunar. Þetta er smá útúrdúr. Til baka í skrif Hansons.

Í heimi æðri menntunar sjáum við vaxandi stétt bænda segir Hanson. Þeir eru kallaðir aðjúnktar. Þeir hafa beinaber laun, vinna við nokkra háskóla til að ná endum saman. Samt kenna þeir vaxandi hlutfall af námsframboðinu. Nýlegar tillögur eins og almennar grunntekjur eða eftirgjöf námslána tala um þessa ósjálfstæði milli vaxandi fjölda Bandaríkjamanna og væntanlegra stjórnmálaleiðtoga þeirra.

Hanson notar gögn frá Kaliforníu til að skýra mál sitt. Lítil birgðastaða og endalausar reglugerðir um byggingar hafa kostað milljónir Kaliforníubúa út af húsnæðismarkaðinum, gert þá ófært um að safna sér eigin fé, skilið þá eftir háa leiguhækkanir,  þeir búa í húsbílum eða, það sem verra er, eru heimilislausir. Jafnvel þar sem auður Silicon Valley hefur safnast saman fyrir hina heppnu, þá er Kalifornía með hæstu fátæktar og heimilislausa hlutfall þjóðarinnar. Þó að tæknifé hafi aukist, hafa 80% allra starfa sem skapast í Kaliforníu á síðasta áratug innihaldið minna en meðaltekjur.

Hinir ríku eru aftur á móti líklegri til að líta á sig sem heimsborgara en sem Bandaríkjamenn. Þeir hafa tilhneigingu til að styðja hnattræna stefnu eins og auðvelda viðskipti við Kína. Halda hagnaðartölum háum og hluthafarnir ánægða. Lægra verð hjálpar neytendum, en ekki endilega eins mikið og tjónið veldur sem störf send til útlanda valda. Já, Kína hagnýtir sér hamingjusamlega þrælavinnu frá trúarlegum og þjóðernislegum minnihlutahópum sínum. Viðbrögðin við heimsfaraldrinum hafa einnig gagnast stórum, fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Þau héldu áfram að senda vöru erlendis á meðan fyrirtæki í staðbundinni eigu héldust lokuð, sum varanlega.

Hvað er hægt að gera?

Eins og flestir fræðimenn, er Hanson góður í að greina vandann en fátt er um lausnir hjá honum. En svarið getur verið hjá fólkinu sjálfu. Sjá mátti þetta í Covid faraldrinum, en skólar í svokölluðum frjálslyndum ríkjum  eins og í Kaliforíu voru meira og minnað lokaðir í 2 ár. Foreldrarnir, sem máttu ekki vinna, höfðu tíma til að fara yfir skólaefni með börnum sínum og mörgum þeirra til furðu, var kennsluefnið á köflum áróðurskennd. Kennslubækurnar styðjast við "Critical Race Theory" og fleiri ný-marxískar hugmyndir. Foreldrar sumir hverjir urðu öskureiðir og fóru með málið fyrir skólanefndir. Mikil og hörð umræða, svo mikið að kennarasamband Bandaríkjanna leitaði til FBI sem vildi njósna um þessa uppreisnagjörnu foreldra og stimpla þá sem "domestic terrorists" eða innlenda hryðjuverkamenn.

Það sem við sáum frá þessum foreldrum var að þeir beittu ríkisborgararétti sínum. Þeir sem höfðu mestan hagsmuni af börnum sínum og samfélögum þeirra stóðu upp. Þeir kröfðust ábyrgðar og gagnsæis frá leiðtogum sínum. Þeir minntu leiðtoga sína á að lögmæti byggist á samþykki ríkisstjórnarinnar.

Þegar fyrrverandi ríkisstjórinn McAuliffe sagðist ekki trúa því að foreldrar ættu að segja skólum hvað þeir ættu að kenna, var hann að opinbera klassískt framsækið (e. liberal) viðhorf. Elítan veit best. Bændurnir (foreldrarnir) þurfa bara að fara eftir því sem þeim er sagt - þeir eru of heimskir til að skilja þessi mál og taka upplýstar ákvarðanir sjálfir. Yfirlýsingin var pólitískt sjálfsmorð vegna þess að upplýstur borgari er grundvöllur hugmyndarinnar um vestrænt lýðræðisríkis.

Efla verður borgaralega fræðslu og þar spilar sögu þekkingin stóra rullu en vel upplýstir borgara verða ekki skákaðir svo auðveldlega til eftir þóknun og duttlungum stjórnvalda. Sagt er að flestir vestrænir borgara sé sáttir við að missa rödd sína og áhrif, svo lengi sem þeir lifa í velsæld. Í Íslandsklukkunni lætur Halldór Laxness eina söguhetjuna segja að betra sé að vera vesæll ölmusamaður en feitur þjón og var þar að vísa í frelsi þjóðarinnar. Sama á við um frelsi einstaklings.

Hér er viðtal við Victor Davis Hanson um bókina:

The Dying Citizen

Látum Halldór hafa lokaorðin:

"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."

Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness, frá 1927

 

 

 

 

 


Svíþjóðar-demókratar öfgaflokkur?

Hér er Morgunblaðið að misskilja hugtak og hugsun. Í frétt blaðsins segir eftirfarandi: "Öfga-hægri flokk­ur­inn Svíþjóðardemó­krat­ar bættu við sig tölu­verðu fylgi í nýj­ustu skoðana­könn­un­inni í Svíþjóð en tvær vik­ur eru nú til stefnu fram að kosn­ing­um þar í landi. 

Flokk­ur­inn er nú með næst mest fylgi á eft­ir Sósí­al­demó­kröt­um sem hef­ur lengi verið stærsti flokk­ur­inn í Svíþjóð. Svíþjóðardemó­krat­ar hlutu á milli 20 til 23 pró­senta fylgi í þrem skoðana­könn­un­um sem voru birt­ar í þess­ari viku."

Hvernig getur flokkur sem nær fimmtug atkvæða talist vera jaðar og þar með öfgaflokkur? Mér sýnist þetta vera stimpill sem er límdur á flokkinn og að af óathugu máli. Eins og með aðrar fréttir erlendis, ber fréttin merki um leti íslenskra fjölmiðla og í raun vanrækslu á gagnrýni á málflutning erlendra fréttaveita.

Eins og flestir vita, sem fylgjast með erlendum fjölmiðlum, er hlutleysið löngu horfið úr fréttamennskunni og nú er markmið að segja "fréttir" frá einu eða öðru sjónarhorni. Ég veit voða lítið um Svíþjóðar-demókrata nema það sem Útvarp saga segir (eina sjónarhornið sem maður fær). Kannski eru þeir öfga eða bara venjulegir, veit það ekki, en öfga stimpillinn sem er lagður á flokkinn segir mér ekkert (nema ef vera skildi fordómar?). 20% kjósenda er sagt þar með vera öfgafólk.

Sjá hlekkinn:

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/08/26/svithjodardemokratar_med_naest_mest_fylgi/ 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband