Færøernes Kommando - Eyjaherstjórn Færeyja

Færøernes Kommando - Eyjaherstjórn Færeyja

Eyjaherstjórn Færeyja (á dönsku: Færøernes Kommando; ISCOMFAROES) var hereining í Færeyjum. Það var herstjórn Færeyja fyrir lofthelgi Færeyja og landhelgi Færeyja. Það studdi heimastjórna með hernaðarráðgjöf auk leitar- og björgunarstarf. Eyjaherstjórn Færeyjar var sameinuð Eyjaherstjórn Grænlands í sameiginlega norðurskautsstjórn þann 31. október 2012.

Saga

Færeyska sjósvæðið (danska: Færøernes Marinedistrikt) var stofnað 5. september 1951 í Þórshöfn.

Þann 1. júní 1961 var umdæmisheitinu breytt í Færeyjarherstjórn og sama dag var flotastöð Þórshafnar stofnuð sem yfirvald.

Árið 1963 var hafnarstöðin að Hoyvíksvegi 58 reist og varð hún nýtt heimili Færeyjaherstjórnar, sem til ársins 1979 samanstóð af yfirstjórninni (Færeyjarherstjórn), sjóherstöðinni og flotaútvarpsstöð Þórshafnar. Frá sameiningu árið 1979 þar til norðurslóðastjórnin var stofnuð 31. október 2012 var Færeyjaherstjórn sameiginlegt yfirvaldsheiti.

Þann 1. janúar 2001 var stofnað nýtt stig II stjórnvald sem hét Færeyjaherstjórn.

Þann 2. júlí 2002 fór fram athöfn þar sem Dannebrog var dreginn niður í síðasta sinn á sjóherstöðinni í Þórshöfn. Lykillinn að byggingunum var síðan afhentur bæjarstjóra Þórshafnar. Endanlegur flutningur varð að veruleika og Mjørkadalur varð nýtt heimili yfirherstjórnar Færeyja.

Árið 2005 ákvað danska ríkisstjórnin að hætt skyldi allri starfsemi á Sornfelli 15. nóvember 2010.

Ratsjárstöð NATO sem komið hafði verið upp árið 1963 í Mjørkadal á Sornfelli í 749 metra hæð yfir sjávarmáli var hlekkur í vörnum heimskautsbaugs. Ratsjárstöðinni var lokað við litla athöfn 1. janúar 2007 eftir meira en 40 ára starfsemi.

Óbreyttum borgurum er heimilt að ferðast á fjallvegi upp að ratsjáraðstöðunni sem býður upp á víðáttumikið útsýni yfir Færeyjar.

Frá 10. febrúar 2011 hefur hluti af aðalbyggingunni í Mjørkadal verið notaður sem fangageymslur af dönsku lögreglunni í Færeyjum; þetta kom til vegna vandamála með myglu á fyrri stöðum fangageymslunnar. Danska varnarliðið afhenti færeyskum stjórnvöldum byggingarnar í Mjørkadal árið 2013.

 


Stofnun herlaus lýðveldis 1944

Ég fann þessa grein á Facebóksíðu minni sem ég setti þar inn 2020 undir flokknum glósur í minningum. Man ekki eftir að hafa birt hana hér, held ekki. En góð vísa er aldrei of oft kveðin og því kemur greinin hér.

Inngangur

Í þessari grein verður vellt upp þeirri spurningu hvers vegna Íslendingar kusu að stofna herlaust lýðveldi árið 1944 og í framhaldinu verður nokkrum öðrum spurningum vellt upp, t.d. hvort að það hafi verið eðlilegt ástand eða einhvers konar millibilsástand á meðan Íslendingar voru að finna leiðir til að tryggja öryggi landsins. Var landið í raun herverndarlaust á tímabilinu 1946 – 1951? Bar ástandið á þessu fyrrgreinda tímabili einkenni af því að hér var ákveðið tómarúm sem íslensk stjórnvöld reyndu að fylla upp í, fyrst með inngöngu í NATÓ og síðan varnarsamninginn við Bandaríkin? Einkennist ástandið í dag af sömu vandamálum, að finna einhverja heildarlausn á varnarmálum landsins og fylla upp í tómarúm? Var það ekki léleg afsökun af hálfu íslenska ríkisins fyrir valdaafsali (hersetu erlends ríkis) til Bandaríkjanna að fámenni og fátækt landsins kæmi í veg fyrir stofnun íslensks hers á sínum tíma og Íslendingar væru mótfallnir vopnaburði?

Aðdragandinn – heimastjórn og varnir

Strax á tíma sjálfstæðisbaráttunnar um 1900 fóru íslenskir ráðamenn að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði. Þorvaldur Gylfason segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin ,,… gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.”

Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafi aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins. Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um hvernig vörnum landsins yrði fyrir komið enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.

Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni en í lok heimstyrjaldarinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetulið Bandaríkjamanna og Breta en það tókst loks 1947. Hins vegar var óljóst hvað átti að taka við.

Herverndarsamningur við Bandaríkin 1941

Styrjaldarhorfurnar voru ískyggilegar hjá Bretum á öndverðu ári 1941. Á þessum tíma voru Þjóðverjar umsvifamiklir og sigursælir, og var þá og þegar búist við að þeir réðust á Bretlandseyjar. Meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessari þróun mála voru Bandaríkjamenn. Þeir vörðust hins vegar að dragast inn í ófriðinn, en studdu fast við bakið á Bretum.

Meðal annars vegna fyrrgreindra ástæðna, að líkur voru á innrás Þjóðverja inn í Bretland, fengu Bretar talið Bandaríkjastjórn á að taka við hernámi Íslands og gæslu Grænlands, sem taldist dönsk nýlenda. Þeir síðarnefndu vildu þó ekki taka við hernámi Breta á Íslandi, að Íslendingum forspurðum.

Í ritinu Foreign Relations of the United States fyrir árið 1940 er birt frásögn af viðtali sem Vilhjálmur Þór átti 12. júlí við A. A. Berle aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna þar sem Vilhjálmur varpaði m.a. fram þeirri spurningu hvort Bandaríkin litu á Ísland sem hluta af vesturhveli jarðar og veiti því vernd samkvæmt Monroekenningunni. Vilhjálmur sagði að hann væri hér að tala ,,óformlega og óopinberlega” en með vitund og samþykki ríkisstjórnar sinnar. Bandaríski ráðherrann kvaðst ekki geta gefið svar við þessari fyrirspurningu að svo komnu.[i] Gangur styrjaldarinnar átti hins vegar eftir að hafa veruleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna til hernaðarmála á Norður-Atlantshafsvæðinu.

Það voru Bretar sem hófu viðræður við Bandaríkjamenn um yfirtöku hernámsins en fyrirætlanir Breta og Bandaríkjamanna um bandaríska hervernd Ísland voru ekki ræddar við Íslendinga lengi vel. Á Íslandi vissu menn af viðræðunum en það voru skiptar skoðanir á ágæti slíkrar herverndar, sumir töldu að hlutleysisstefnan væri ekki í hættu þótt slíkir samningar væru gerðir, aðrir voru á því að slík hervernd bryti gegn henni.

Þann 14. júní 1941 var svo komið að endanlega hafði verið gengið frá samkomulagi Breta og Bandaríkjamanna um að semja við Ísland um bandaríska hervernd.

Breski sendiherranum í Reykjavík, Howard Smith, var falin samningsgerðin við Íslendinga. Niðurstaða viðræðanna við breska sendiherrann varð sú að gert var samkomulag um hervernd Bandaríkjanna er fólst í skiptum á orðsendingum milli forsætisráðherra Íslands og forseta Bandaríkjanna 1. júlí 1941.

Í orðsendingu forsætisráðherrans voru m.a. eftirfarandi skilyrði fyrir hervernd Bandaríkjanna:

1. Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af Íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undireins og núverandi ófriði er lokið.

2. Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viðurkenna algert frelsi og fullveldi Íslands....

3. Bandaríkin skuldbinda sig til að haga vörnum landsins, þannig, að þær veiti íbúum þess eins mikið öryggi og frekast er unnt....

4. Af hálfu Íslands er það talið sjálfsagt, að ef Bandaríkin takast á hendur varnir landsins, þá hljóti þær að verða eins öflugar og nauðsyn getur frekast krafist....Íslenska ríkisstjórnin leggur sérstaklega áherslu á, að nægar flugvélar séu til varnar, hvar sem þörf krefur og hægt er að koma þeim við.... [ii]

Í orðsendingu Roosevelts forseta er lýst yfir samþykki á skilyrðum þeim sem nefnd eru í íslensku orðsendingunni. Mánudaginn 7. júlí 1941, sigldi inn í höfnina í Reykjavík bandarísk flotadeild með um rúmlega 4000 landgönguliða innanborðs sem áttu að sjá um hervernd landsins af hálfu Bandaríkjamanna. Það var hins vegar ekki fyrr enn þann 27. apríl 1942 sem það var tilkynnt í Washington að Bandaríkjamenn hefðu tekið við yfirherstjórn á Íslandi af Bretum.

Vorið 1942 hófust viðræður um land undir flugvöll á Miðnesheiði við Keflavík. Bandaríkjamenn fengu bestukjararéttindi varðandi þann flugvöll en lofuðu að afhenda hann Íslendingum í stríðslok.

Stofnun herlauss lýðveldis 1944

Gangur heimsmála frá og með fyrri heimsstyrjöld fór að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins. Þetta vissu íslenskir ráðamenn og höfðu vitað í marga áratugi. Þetta höfðu þeir hugfast þegar þeir hugðu að stofnun íslensks lýðveldis 1944, og ekki nóg með það, þeir hófu að leita hófanna að ásættanlegri lausn á varnarmálum landsins.

Keflavíkursamningurinn

Hinn 1. október 1945 óskaði Bandaríkjastjórn eftir viðræðum við ríkistjórn Íslands um leigu á þremur tilteknum stöðum fyrir herstöðvar næstu 99 ár. Það tók 12 manna nefnd allra þingflokka skamman tíma að sameinast um að vísa þeim tilmælum á bug. Fyrir kostningarnar í júnílok 1946 lýstu allir stjórnmálaflokkarnir yfir því að þeir væru andvígir hernaðarbækistöðvum á Íslandi á friðartímum.

Samkvæmt herverndarsamningunum átti hernámsliðið að hverfa frá Íslandi þegar að ófriðnum loknum. Stóð í setuliðinu að fara af landinu. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hefðu tekið við herstjórn landsins af Bretum og tilkynningu bresku yfirstjórnarinnar í maí 1942 um brottfarir nokkurs hluta bresku hersveitanna, dvaldist áfram á Íslandi til styrjaldarloka nokkurt lið breska flughersins og breska flotans.

Vorið 1946 fór af landi brott mestur hluti bresku hermannanna sem þá var eftir á Íslandi. Hinn 4. júlí 1946 var gerður endanlegur samningur um afhendingu Reykjavíkurflugvallar. Bretar samþykktu að ,,nægilega margir breskir starfsmenn skuli verða eftir til þess að æfa og aðstoða Íslendinga við starfrækslu mannvirkjanna og útbúnaðarins”,[iii] en þó eigi lengur en átta mánuði frá gildistöku samnings. Í þessum samningi var einnig tekið fram, að semja skyldi um afhendingu miðunarstöðvarinnar í Sandgerði, lóranstöðvarinnar á Reynisfjalli við Vík og fleiri staði.

Hinn 22. maí 1947 var birt svohljóðandi fréttatilkynning frá íslenska utanríkisráðuneytinu:

Með erindi dags, 8 maí hefur breski sendiherrann tilkynnt utanríkisráðherra, að allir breskir hermenn séu nú farnir brott af Íslandi, en eins og kunnugt er hefur lítil sveit úr breska flughernum starfað á Reykjavíkurflugvelli undanfarna mánuði til aðstoðar við rekstur hans samkvæmt ósk flugmálastjórnarinnar....

Það stóð einnig í Bandaríkjamönnum að taka sitt hafurtask og veturinn 1945-46 var ekkert fararsnið á Bandaríkjamönnum. Í júlílok 1946 hóf forsætisráðherra viðræður um þessi mál við trúnaðarmenn Bandaríkjastjórnar. Á aukaþingi um haustið lagði forsætisráðherrann fram þingályktunartillögu, sem heimilaði ríkisstjórninni að gera samning við ríkisstjórn Bandaríkjanna um brottför hersins. Í samningsuppkastinu var megináherslan lögð á eftirfarandi atriði: Að herverndarsamningurinn frá 1941 væri úr gildi felldur, að Bandaríkin skuldbindu sig til þess að hafa flutt allan her sinn burtu af Íslandi innan sex mánaða frá því að hinn nýi samningur gengi í gildi og loks að Bandaríkin afhentu Íslendingum tafarlaust Keflavíkurflugvöllinn til fullrar eignar og umráða. Sú kvöð fylgdi þó þessum samningi að Bandaríkjamenn fengju ákveðin afnot af flugvellinum til þess að geta sinnt skyldum sínum vegna hersetu í Þýskalandi.

Þingsályktunartillagan var samþykkt 5. október og samningurinn undirritaður 7. október 1946. Hann er almennt nefndur Keflavíkur-samningurinn.[iv] Um gildistíma samningsins sagði:

Samningur þessi skal gilda á meðan á stjórn Bandaríkjanna hvílir sú skuldbinding að halda uppi herstjórn og eftirliti í Þýskalandi; þó má hvor stjórnin um sig hvenær sem er, eftir að fimm ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, fara fram á endurskoðun hans....Skal samningurinn þá falla úr gildi tólf mánuðum eftir dagsetningu slíkrar uppsagnar.

Eftir samningnum sem þar af leiddi hurfu síðustu hermennirnir úr landi 8. apríl 1947. Bandaríkjamenn fólu flugfélögum og verktökum að gæta hagsmuna sinna í flugstöðinni, og voru ýmsar umbætur gerðar þar 1946-50 vegna almenns millilandaflugs, sem þá var að komast á. Bandarískir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli voru að jafnaði um þúsund að tölu, um 2/3 hlutar á vegum flugfélaga en hinir á vegum verktaka.

Andstæðingar samningsins sögðu að ekki þyrfti að semja um brottför hersins. Í herverndarsamningnum frá 1941 stæði skýrum stöfum að herinn ætti að fara að ófriðnum loknum. Stuðningsmenn hann töldu aftur á móti að hann væri eina leiðin til að koma hernum úr landi, þar sem Bandaríkjamenn túlkuðu 1. grein herverndarsamningsins frá 1941 þannig að hugtakið stríðslok sem ,,gerð endanlegra friðarsamninga” [sbr. alþjóðalög] eða lyktir á loftflutningum hermanna milli Bandaríkjanna og hernuminnar Evrópu.[v] Í skjóli þessarar túlkunar gat stjórnin í Washington gert áframhaldandi hernaðarréttindi að skilyrði fyrir niðurfellingu herverndarsamningsins.

Ljóst er að Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að hverfa á brott með her sinn fyrr en nýr samningur, sem tryggði þeim lágmarksréttindi á Íslandi, hefði verið undirritaður. Þeir voru hins vegar óánægðir með Keflavíkursamninginn en að mati utanríkisráðuneytisins bandaríska var hann ,,það, besta, sem hægt var að ná fram undir núverandi kringumstæðum í stjórnmálum Íslands”.[vi]

Um sama leyti og hugmyndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins – NATO voru að fæðast, kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljótlega kom í ljós að hún var andvana fædd. Það næsta sem gerðist í stöðunni var að Ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu 1949. Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hendur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum. Í skýrslu ráðherranna segir m.a.:

Í lok viðræðanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna:

1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.

2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands.

3. Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her.

4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum.[vii]

Eins og kunnugt er stóð mikill styrr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington 4. apríl 1949.

Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi. Frá sjónarhóli Atlantshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við. Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmálann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli. Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig. Hjá íslenskum ráðamönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var aðallega borið við bágt efnahagsástand landsins.

Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breytti afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt gagnvart aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdarán kommúnista í Prag 1948. Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins. Niðurstaðan varð sú að þríflokkarnir féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951.

Segja má að allt frá stríðslokum og fram á fyrri hluta 6. áratugarins gegndi Ísland lykilhlutverki í stríðáætlunum Bandaríkjamanna. Fyrir utan Bretland og það svæði sem tekur til Norður-Afríku og Austurlanda nær hafði ekkert land meira árásagildi í stríði við Sovétríkin eða öryggi Bandaríkjanna væri stefnt í hættu ef Sovétmenn legðu landið undir sig. Héðan gætu meðaldrægar sprengjuflugvélar gert árásir á skotmörk í Sovétríkjunum með kjarnorkuvopnum og venjulegum vopnum. Grænland eitt var mikilvægara en Ísland fyrir varnir Bandaríkjanna.

Varnarsamningurinn frá 1951

Í varnarsamningnum frá 1951 er lögð skýr áhersla á varnarhlutverk herstöðvarinnar í Keflavík og Bandaríkjamenn hétu því, samkvæmt 4 lið samningsins, að framkvæma skyldur sínar gagnvart Íslandi í varnarmálum sem frekast má verða sé stuðlað að öryggi íslensku þjóðarinnar.

Samningurinn er í 8 liðum. Þar segir m.a.:

1. Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi.

2. Ísland lætur í té þá aðstöðu í landinu sem báðir aðilar eru ásáttir um að sé nauðsynlegt.

3. Það er háð mati Íslands hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu....

4. Bandaríkjamenn heita því að framkvæma skyldur sínar samkvæmt samningnum þannig að sem frekast má verða sé stuðlað að öryggi íslensku þjóðarinnar....

5. Tekið er fram að ekkert ákvæði samningsins skuldi skýrt þannig að það raski úrslitayfirráðum Íslands yfir íslenskum málefnum.

6. Samningurinn frá 7. október 1946 milli Íslands og Bandaríkjanna um bráðarbirgðaafnot Keflavíkurflugvallar fellur úr gildi.

7. Ísland tekur í sínar hendur stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli en ríkin tvö skulu koma sér saman um hluteigandi ráðstafanir varðandi skipulag á rekstri flugvallarins til þess að samræma starfsemina þar notkun vallarins í þágu varna Íslands.

8. Varðandi uppsögn varnarsamningsins segir að hvor aðili um sig geti óskað endurskoðunar á honum og leiði hún ekki til samkomulags innan sex mánaða geti hvor ríkisstjórnin hvenær sem er eftir það sagt samningnum upp, og skuli hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar.

Í varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna er lögð áhersla á varnarhlutverki herstöðvarinnar í Keflavík og tekið fram að íslensk stjórnvöld verði að heimila allar hernaðarframkvæmdir á Íslandi. Bandaríkjamenn höfðu þó ákveðið svigrúm í hernaðaráætlunum sínum vegna þess að í samningnum var ekki gerð tilraun til að skilgreina notkun Íslands á stríðstímum.

Heimildir:

[i]Pétur J. Thorsteinsson: Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál 1, 207.

[ii]Alþingistíðindi. 1941 (aukaþing), A. 1.

[iii]Samningar Íslands II, 1049 - 1051.

[iv]Samningar Íslands, II, 1353 - 1356.

[v]Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar 1941-46, 149.

[vi]Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar 1941-46, 167.

[vii]Alþingistíðindi 1948, A, 917.


Kænugarður 1941: Stærsta umsátur í sögu hernaðar?

Kænugarður: Stærsta umsátur í sögu hernaðar?

Mannfallið var meira en 600.000 manns  í þessum bardaga, þar á meðal þeir sem höfðu horfið eða verið teknir til fanga sem og þeir sem voru drepnir.

Fyrsta orrustan við Kænugarð hófst 7. ágúst 1941. Það var eitt af efstu stigum Barbarossa-aðgerðarinnar með árásum, mótspyrnuaðgerðum og gagnárásum sem misheppnuðust. Þetta var ástandið á suðvesturvígstöðvum Sovétríkjanna.

Þetta gerðist mjög hratt og hraðinn jókst enn meir eftir því sem á leið. Þýski herinn fór hratt í átt að Kænugarði og reyndi að ná borginni. Sú orrusta yrði minnst sem ein af mesta umkringing eða umsátur í sögu hernaðar.

Þýska brynvarðar skriðdrekadeildirnar gátu hreyft sig með miklum hraða. Hermennirnir voru vel þjálfaðir og höfðu nauðsynlegan búnað. Þeir fóru hundruð kílómetra inn á sovéskt landsvæði.

Hitler vildi svipta Sovétmenn auðlindum sínum og verksmiðjum, svo hann setti tilskipun 33 19. júlí 1941. Heimurinn hélt niðri í sér andanum til að sjá hver myndi verða sigurvegari í þessari stórfenglegu baráttu tveggja stórvelda.

Þýskir hershöfðingjar voru á móti tilskipunum Hitlers. Þeir voru þeirrar skoðunar að fyrst yrði að ná Moskvu. En Hitler hafði aðrar hugmyndir í huga.

Eftir að skipunin hafði verið gefin voru tveir minni hópar fjarlægðir frá herhópsmiðstöðinni - 2. skriðdreka hópurinn og 2. herinn. Þeir voru sendir suður, í leiðangri til að hefja umkringingu á suðvesturvígstöðvunum Þeir myndu mæta 1. suðurhópi skriðdrekahersins sem stefndi í átt að suðvesturhliðinni.

Suðvesturvígstöðin, sem var undir valdi Rauða hersins, var að reyna að gera gagnárás og brjótast í gegnum hringinn, en Þjóðverjar voru alls staðar.

Þann 12. september 1941 hafði 1. skriðdrekahópurinn komist nógu langt norður til að þeir gátu farið yfir Dnieper ána. Þann 16. september höfðu þeir samband við 2. skriðdrekahópinn og héldu áfram suður og komu að bænum Lokhvista, 120 mílur austur af Kíev/Kænugarð.

Sovéski hershöfðinginn Budyonny, sem var í forsvari fyrir suðvesturvígstöðvunum, byrjaði að átta sig á því að þeir myndu brátt verða fastir og umkringdir.

Rauði herinn var í raun upp á náð og miskunn Þjóðverja. Budyonny og menn hans áttu enga möguleika. Þjóðverjum hafði tekist að fanga þá með mikilli umkringingu eða sveig hreyfingu. Með því að fótgöngulið þýska hersins sameinaðist á þennan hátt voru örlög Sovétmanna innsigluð í Kænugarði, jafnvel þótt þeir hafi barist hart.

Kænugarður hafði í raun fallið 19. september, en umkringdu hermennirnir héldu áfram að berjast. 5., 26., 21., 38. og 37. her Rauða hersins voru teknir inni í hringnum. Þeir börðust í um tíu daga í viðbót, en allt var að hrynja.

Suðvesturvígstöðin var við það að liðast í sundur og mörg mannslíf myndu líka glatast meðal óbreyttra borgara. Eins og  áður sagði, meira en 600.000 manns fórust í þessum bardaga, þar á meðal þeir sem höfðu horfið eða verið teknir til fanga sem og þeir sem voru drepnir.

Sumar hersveitirnar reyndu að draga sig til baka. Sovéskir hershöfðingjar eins og Mikhail Kirponos og fleiri voru myrtir. Aðeins brot af 15.000 hermönnum tókst að flýja umsátrið.

Ákvörðun Guderian hershöfðingja um að snúa suður var ein af þeim ráðstöfunum sem gerði umkringingunni kleift að ná árangri. Sovétmenn höfðu hins vegar tvístrast og það veikti þá. Varnar- og gagnsóknaraðferðir þeirra leiddu af sér hræðilegan ósigur.

Upphafleg innrás Þýskalands hófst með meira en 500.000 mönnum á meðan Sovétmenn voru með meira en 700.000. Í orrustunni misstu Þjóðverjar aðeins 45.000 menn á meðan fjöldi sovéskra mannfalla var yfirþyrmandi. Meira en 600.000 menn voru ýmist drepnir, handteknir eða saknað. Að auki voru meira en 84.000 veikir eða særðir.

Tap Rauða hersins á auðlindum eftir þessa bardaga gerði þeim erfitt fyrir að jafna sig. Meira en 400 skriðdrekar höfðu eyðilagst auk 343 flugvéla og nærri 30.000 byssur og sprengjuvörpur.

Það er mögulegt að þessi barátta hafi haft lúmsk áhrif á gang stríðsins. Ef Hitler hefði ekki hafnað ráðum allra hershöfðingja sinna og haldið áfram að taka Moskvu í staðinn, hefði sagan kannski verið önnur. Þjóðverjar gætu hafa unnið þennan bardaga, en seinkun þeirra á að taka Moskvu var banvæn.

Þessi skoðun er staðfest af einum af þýsku herforingjunum sem sagði eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk að það væri mikil mistök að fara fyrst til Kænugarðs. Að velja Kænugarð þýddi að fellibylurinn var seinkaður fram í október. Hann sagði að ef þeir hefðu farið fyrst til Moskvu hefðu þeir getað náð borginni áður en hinn kaldi rússneskur vetur gekk í garð.

Þannig að ef við berum saman umsátur eða orrustu Þjóðverja við verjendur Kænugarðs við hernað Rússa sem enn er ekki lokið, þá því ekki að jafna saman. Rússum tókst aldrei að umkringja Kænugarð, Pútín sendi of fámennt herlið eða ca. 200 þúsund manns sem umkringir Úkraníu á þrjá af fjóra vegu ekki nóg. Nú á að taka sneið af Úkraníu í stað allrar kökunnar. Gangi þeim vel.

Ég held reyndar að orrustan um Stalingrad hafi verið mesta umsátur sögunnar en þar tóku 2 milljónir manna þátt og líkt og með Kænugarð, Þjóðverjum tókst aldrei að loka borgina af.


Þýðir ekkert að horfa á reglur þegar kemur að stríði því þar gilda ekki reglur

Þetta er haft eftir Ólafi Sigurðssyni, fyrrverandi fréttamann RÚV. Þetta er svo rétt orðað og ég hef komið inn á hér að ég ætla að birta hér orð hans sem höfð voru eftir honum á Útvarpi sögu:

"Það hefur enga þýðingu að horfa til reglna þegar kemur að stríði því í stríði gilda engar reglur því stríð er villimennska og því verður ekki breytt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Sigurðssonar fyrrverandi fréttamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Ólafur segir að það sé af sem áður var, þegar menn ákváðu að mætast á fyrirfram ákveðnum stað að morgni og berjast þar til sólin hnigi til viðar og þar með væru það bara hermenn sem féllu. Í dag horfi einfaldlega öðruvísi við og stríð hafi það helst að markmiði að drepa fólk og stríð snúist fyrst og fremst um það, því hafi umræða um stríðsglæpi afskaplega takmarkað gildi, í stríðum nútímans falli mun fleiri óbreyttir borgarar.

  „þú vinnur ekki stríð með því að skjóta á byggingar eða olístöðvar, þú vinnur stríð með því að drepa fólk, þannig er það því miður því í eðli sínu eru stríð villimennska og þar gilda ekki neinar reglur, það þýðir ekkert að vera að tala um stríð og að það gildi einhverjar reglur því þær gera það bara ekki, villimennska er bara villimennska og hún fylgir ekki neinum reglum“

Stríð hafa breyst í gegnum árin

Ólafur sem hefur í áratugi skrifað um stríð sem fréttamaður segir að stríð sem háð hafa verið síðustu ár hafi þó breyst með ákveðnum hætti, þar sé ekki neinn afgerandi sigurvegari heldur hafi þau hreinlega stöðvast af ýmsum ástæðum.

  „til dæmis í Afganistan, þar hættu menn bara og fóru og eftir sitja ofstækisfullir Talibanar sem kúga þjóðina og þeir njóta góðs af feiknarmiklum samgöngumannvirkjum sem Rússar reistu og miklum vopnabúnaði sem Bandaríkjamenn skildu eftir, þeir eru því líklega með best búnu herjum í heiminum í augnablikinu“ segir Ólafur."

Nútíma stríð eru allsherjarstríð þar sem engum er eirt. Það er t.d. talað um þjóðarmorð í Úkraníu sem Rússar standa fyrir en nær væri að tala um stríðsglæpi. Og stríðglæpir verða aldrei réttaðir nema einhver tapi og sigurvegarinn nái að rétta yfir viðkomandi.  Það er því hætt við að enginn Rússi verði dæmur fyrir þjóðarmorð/stríðsglæpi, frekar en það sem þeir gerðu í Berlin og um alla Austur-Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar. Nú eru að berast fréttir af meintum stríðsglæpum Úkraníumanna. Stríð dregur það versta fram í fólki og hélt að það sé ekki til sá her sem hefur ekki haft einhverja innan sinna raða sem framið hafa stríðsglæpi. Stríð er glæpur í sjálfu sér.

En nóta bene, það er kannski ekki alveg aðaltilgangurinn að drepa sem flesta borgara (svo er ekki hjá vestrænum herjum) en það er bara hreinlega ekki skeytt um hvort þeir drepist eða ekki hjá öðrum herjum en þeim vestrænu. Í dag snýst þetta um að hafa meira úthald og nóg af birgðum og vopnum.

Þess vegna töpuðu nasistar á sínum tíma, höfu ekki yfir nógan mannskap né auðlindir til að vera í stríði lengur. Ekki var hætt fyrr en allt var að niðurlotu komið í Þýskalandi. Þetta kallast "total warfare" eða allsherjarstríð. Rómverjar, Púnverjar og nokkrar aðrar fornaldarþjóðir gátu staðið í slíkum stríðsrekstri en svo var ekki á miðöldum. Slíkur hernaður varð til á ný á nýöld. Sjá t.d. Þrjátíu ára stríðið og Napóleon-stríðin.

 


Eðvarð 8 konungur svikari?

Hér er fróðleg umfjöllun um Eðvarð 8 sem varð frægur í sögunni fyrir afsala sér konungstigninni fyrir ástina en hann vildi giftast bandarískri konu sem var fráskilin.  Hann fékk það ekki og sagði af sér koungstigninni og -embættið.  Hann fór í útlegð til Frakklands, þar sem hann lést á endanum, hálf útskúfaður. En hann virðist vera umdeildur fyrir meira en ástarmál.

Alkunnugt er að Eðvarð daðraði við nasismans og nú virðast hafa komið fram sönnunargögn um að hann hafi líka verið svikari við þjóð sína. Sjá meðfylgjandi myndband. Með því að nota áður óséð gögn, kannar myndin hvernig Edward var samsekur í áætlun um að endursetja hann sem konung ef nasista myndi sigra - og enn meira átakanlegra en það er að margir sagnfræðingar telja nú að hertoginn hafi gerst sekur um að hafa svikið þekkta njósnara og hjálpað til við hernám Frakklands.

Eðvarð 8 Bretlandskonungur

 


Hernaðarmistök rússneska hersins í Úkraníu

Hið ömurlega stríð geysir enn í Úkraníu.  Leifturstríð Pútíns virðist hafa stöðvast í miðri för og jafnvel líkur á að rússneski herinn tapi hreinlega stríðinu. Þar sem ég hef stúderað hernaðarsögu í námi mínu, langar mig alltaf að vita hvers vegna hlutirnir fara eins og þeir fara. Hér koma nokkrar ástæður:

1) Hæfileikar og hugrekki úkraínska hermanna sem eru á heimavelli og eru að berjast fyrir land sitt.

2) Birgðaflutningar í molum og virðast hafa verið það frá upphafi. Eins og gert hafi verið ráð fyrir 3 daga stríði og birgðahald eftir því.

3) Herstjórn í ólagi. Skipanir að ofan og ekki tekið mið af aðstæðum á orrustuvelli. Það sem vestrænir herir (líka sá þýski í seinni heimsstyrjöld) hafa fram yfir heri einræðisríkja er/var að undirforingjum var leyft að spinna sig út úr vandræðum og leika fram úr fingri. Boðleiðir stuttar.Sjá mátti þetta þegar arabaríkin börðust við Ísraelher, þar beittu Ísraelmenn sömu herkenningu og vestrænir herir. Rússar hafa reynt að bæta úr þessu með því að senda hershöfðingja á vettvang en met mannfall meðal þeirra má m.a. rekja til næstu ástæðu en það er samskiptakerfið.

4) Samskiptakerfi lélegt. Hermenn og herforingjar þurfa að reiða sig á farsíma sem auðvelt er að rekja og hlera.  Hef grun um að Bandaríkjaher hjálpi til við þessar hleranir og bendi á hvar hershöfðinginn er að hringja frá.

5) Tækjabúnaður, þ.m.t. skriðdrekar og flugvélar, ekki vel við haldið. Vegna langvarandi spillingar hefur flest verðmæt verið selt, til að drýja tekjurnar fyrir láglaunaða hermenn.

6) Rússneski herinn er að heyja stríð gærdagsins. Gamaldags hernaðar kenningar sem byggist á stórskotaliðsárásir og gjöreyðingu borga. Þetta er ekki í boði í nútímastríði. Vestrænir herir (Bandaríkjamenn beita skákborðsaðferðina).

7) Bryntæki rússneska hersins á ekkert svar við drónaárásar og skriðdrekabanavopn, svo sem Javlin og fleiri gerðir, þar sem einn hermaður getur skotið niður skriðdreka eða flugvél á auðveldan hátt.

8) Yfirráð í lofti ekki tryggð. Hvers vegna veit ég ekki vegna ónógra upplýsinga.

9) Stríðið ekki selt rússnesku hermennina né rússnesku þjóðinni. Fyrir hvað er verið að berjast? Það vantar málstað eða ættjörð að berjast fyrir. Mórallinn þar af leiðandi fyrir neðan allar hellur. Maður hreinlega vorkennir unga drengi, varla komnir a táningsaldri sem þurfa að berja í stríði sem þeir skilja ekki. Þvílík sóun á mannslífum ungra manna. Nútímastríð er fyrir atvinnuhermenn, ekki herskyldaðra manna (drengja).

10) Of umfangsmikill stríðsrekstur, allsherjar stríð gegn stóru landi með of litlum herafla.

Ég vona fyrir hönd bæði Rússa og Úkraníumanna að stríðið sé fljótt á enda. Ef rússneska þjóðin vissi hinn raunverulega fórnarkostnað, er ekki spurning að hún myndi hafna stríðinu, sérstaklega vegna þess að hún vissi að hún væri ekki að bjarga Úkraníu frá "nasistum" og Úkraníumenn berðust með fullu afli gegn innrásarliðnu.


Rússneska blitzkrieg ekki samkvæmt áætlun


Er stríðið í Úkraníu sambærilegt við Vetrarstríð Finna við Sovétmenn?

Á margan hátt er hægt að líkja þessum stríðum fram. Í báðum kemur fram að Rússar/Sovétmenn voru ekki tilbúnir fyrir stríð og grasserandi spilling og skortur á góðum herforingjum einkenna bæði stríðin. Hernaðarkenningin eða strategían úr sér gengin í báðum tilfellum.

Nú er Úkraníustríðið í fullum gangi en búast má að það verði ekki langvinnt, líkt og var með Vetrarstríðið. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. þolir efnahagslíf Rússlands ekki langvinnt stríð, þolmörk almennings gagnvart óvinsælu stríði er takmarkað og geta heraflans til að heyja langvinnt stríð ekki fyrir hendi. Hann er hreinlega ekki nógu stór til að taka yfir svo stórt land eins og Úkraníu er óneitanlega og er á stærð við Afganistan.

Það sem háir rússneska herinn er reynsluleysið (Sýrland var takmarkað stríð og Rússar voru þar sem hjálparlið, sem og stríðin í Téteníu og Geogíu en voru þeir að berjast gegn litlum andstæðingum). Bandaríkjaher er t.a.m. reynslumeiri í beitingu nútímavopna í borgarumhverfi enda stanslaust í stríðum og sigra óvinaheri án þess að fara þá leið að sprengja borgir upp líkt og á tímum seinni heimsstyrjaldar og Rússar virðast fara þá leið í dag.

Hernaðarbarátta Rússa í Úkraínu er farin að líta út eins og blóðugar árásir Sovétríkjanna á minni nágranna í seinni heimsstyrjöldinni. Mikið tap Rússa og hægar framfarir í Úkraínu hafa vakið efasemdir um styrk og hæfni rússneska hersins.

Samkvæmt því sem ég hef lesið í bandarískum fjölmiðlum, áætla bandarískir embættismenn að nokkur þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni, sem er nú á fimmtu vikunni, og myndbönd af rússneskum skriðdrekum og öðrum farartækjum sem eyðilögðust í árásum Úkraínu eða voru fluttir á brott af Úkraínumönnum hefur gert það að verkum að erfitt er að fela tapið. Fregnir þess efnis að nokkrir háttsettir rússneskir liðsforingjar eða réttara sagt hershöfðingjar hafi verið drepnir í fremstu víglínu eykur á tilfinninguna um óreiðu.

Slæm frammistaða Rússa og furðu mikil mótspyrna Úkraínumanna hafa dregið fram ýmsan samanburð við vetrarstríðið milli Sovétríkjanna og Finnlands á árunum 1939 til 1940.

Í þessu 105 daga stríði, háð í miklum vetrarhörkum í skógum Finnlands, olli finnski hernum miklu mannfalli á stórefldu herliði Rauða hersins.  Hernaðarsérfræðingar Evrópuríkja fylgdust með og slæmt gengi sovéska hersins leiddi til þeirrar trúar að kannski sé sovéski herinn á einhvern hátt bara hræðilega lélegur með fullt af hermönnum og efni en „tiltölulega lítilli“ bardagavirkni. Finnland tapaði því stríði á endanum og viðhorf Þjóðverja um veikleika Sovétríkjanna reyndust hörmulega röng.

Vetrarstríðið

Vetrarstríðið, sem Sovétmenn hófu snemma 30. nóvember 1939 og var tilefni þess að stjórnvöld í Moskvu tókst ekki að fá Finna til að gefa upp landamærasvæði sitt nálægt Leníngrad og leyfa sovéskum hermönnum að hafa bækistöðvar í Finnlandi.

Á pappírnum, líkt og með Úkraníu í dag, hefði þetta ekki átt að vera neitt vandamál að sigra Finnai. Fyrir stríðið taldi allur her Finnlands um 280.000 menn, með aðeins 400 stórskotaliðsbyssur, 32 skriðdrekar og 75 orrustuflugvélar.

Til samanburðar má nefna að í Leníngrad - herumdæmi Sovétríkjanna voru 500.000 menn, 5.700 vettvangsbyssur/stórskotaliðsbyssur, 6.500 skriðdrekar og 3.800 flugvélar.

Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna, var svo öruggur með sjálfan sig að hann hafnaði varkárri áætlun sem Boris Shaposhnikov, þáverandi hershöfðingi Rauða hersins, lagði fram sem kallaði á gríðarlega, einbeittan sókn í gegnum helstu varnarlínu Finnlands.

Stalín valdi þess í stað áætlun sem kallaði á allsherjarárás yfir næstum öll 1200 km löng landamæri Sovétríkjanna og Finnlands - svipað og leifturstríð Þýskalands inn í Pólland. Svipað og rússneski herinn gerði fyrir innrásina í Úkraníu en ráðist var inn í landið úr öllum áttum, af sjó og landi, nema úr vestri. Þessi hernaðaraðferð kallast ,,umslagið“ eða á ensku ,,envelope“.

Sovéskir skipuleggjendurnir töldu að öll aðgerðin myndi standa í um tvær vikur og útbjuggu hermenn sína í samræmi við það. En Finnar héldu sínu striki á fyrstu sex vikum stríðsins.

Rauða hernum mistókst stöðugt að brjótast í gegnum Mannerheim-línu Finnlands á karelsku eyjunni, landsvæði vestur af Leníngrad, á meðan sókn Sovétríkjanna í Mið-Finnlandi var tætt í sundur af finnskum hermönnum með aðferðum skæruliða.

Langar herliðsflutningar línur Rauða hersins sem voru bundnar við fáu vegina sem fyrir voru og framfarir hans í gegnum þétta skóga afhjúpuðu hann á þann hátt að tölulegt forskot hans varð að engu. Sjá má þetta í ,,umsátrinu“ um Kíev í dag, en Rússar hafa aldrei náð að umkringja borgina né vernda herliðsflutnings línur sínar enda eru þeir að hörfa frá borgum í norðurhluta Úkraníu og sérfræðingar telja að annað hvort ætli Pútín sér að endurskipuleggja hernaðinn, stytta birgðaleiðir eða senda liðið til Austur-Úkraníu til að herja á Donbass svæðið.

Stöðug snjókoma og frost í veðri var Finnum í hag, sem réðu yfir skíðasveitir og vetrar felalitaðir herbúninga. Sovéskir herforingjar, fullvissir um skjótan sigur, bjuggu ekki hermenn sína með svipuðum búnaði í upphafi.

Finnar skáru í sundur og umkringdu leiðir Rauða hersins, aðferð sem þeir kölluðu "motti", og tortímdu Sovétmönnum sundurliðað með hrikalegri skilvirkni.

Í orrustunni við Tolvajärvi féllu 5.000 Sovétmenn en um 630 Finnar. Svipuð úrslit urðu í orrustunum við Suomussalmi og vegnum Raate, þar sem sovéskar deildir voru  í raun eyddar í báðum orrustunum.

Í febrúar innleiddi Stalín breytingar. Shaposhnikov fékk yfirstjórn herafla í Finnlandi, Rauði herinn var endurskipulagður og áætlun Sovétríkjanna var endurskipulögð til að einbeita sér að einbeittri þrýstingsárás í gegnum Mannerheimlínuna. Ætli Pútín sé ekki að gera það sama núna í Úkraníu.  Ótrúlegt hvað atburðarrásin er svipuð.

Hin mikil sókn komst loks í gegn í febrúar 1940. Finnar, með færri hermenn og birgðir, stóðu frammi fyrir algjörum ósigri og áttu engan annan kost en að samþykkja samningaviðræður.

Pappírs tígrisdýr

Í Moskvufriðarsáttmálanum, sem undirritaður var 12. mars 1940, afsal Finnland um 10% af yfirráðasvæði sínu til Sovétmanna, þar á meðal alla Karelska eyjuna og norðurhluta Petsamo, og skar Finnland í sundur frá Barentshafi.

Þetta kostaði Sovétmenn skelfilegan fórnarkostnað. Á 105 dögum létu allt að 140.000 hermenn Rauða hersins lífið og meira en 3.500 skriðdrekar og 1.000 flugvélar eyðilögðust. Um 26.000 Finnar fórust en Finnar misstu 30 skriðdreka og 62 flugvélar. Vetrarstríðið hafði miklar afleiðingar í kjölfarið utan Finnlands.

Slæm frammistaða Rauða hersins, ásamt hörmulegum áhrifum herforingjarhreinsana Stalíns og álíka lélegrar frammistöðu í pólsk-sovétstríðinu á árum áður, styrktu þá trú Hitlers að Rauði herinn væri ófær um að berjast gegn mætti Wehrmacht.

Áður en Hitler hóf árás sína á Sovétmenn í júní 1941 sagði Hitler að sögn hershöfðingja sinna að „við verðum bara að sparka í hurðina og allt rotna mannvirkið mun hrynja“.

Sjálftraust Hitlers var á villigötum. Nasistar ollu meira en milljón mannfalli á Sovétmenn á fyrstu stigum innrásar þeirra í Sovétríkin, en Rauði herinn - með mikilli hjálp frá bandamönnum sínum - safnaðist saman, endurskipulagði sig og barðist alla leið baka inn í Berlín.

Aðstoð vestrænna ríkja og lærdómur vetrarstríðsins gerðu Rauða herinn öflugri og hæfari her en hann var 1939, eins og bæði Þjóðverjar og Finnar komust að af eigin raun.

Að dæma getu rússneska hersins út frá frammistöðu hans í Úkraínu gæti verið rangt að gera tel ég og maður vill örugglega ekki lenda þar sem Þýskaland endaði ef maður væri vestræn her í dag. 

Rússar lærðu af stríðinu í Georgíu 2008 og hófu endurskipulaginu hersins sem hefur staðið til dagsins í dag. En það er greinilega ekki nóg.  Landlæg spilling, þar sem hershöfðingjar niður í óbreytta hermenn stela og selja hergögn (margir skriðdrekar Rússa í Úkraníu virka hreinlega ekki vegna þess að þeir hafa verið strippaðir af tækjum) en líka vegna þess að þeir hafa ekki uppfært hernaðaráætlanir sínar til samræmis við nútímahernað. Það gengur ekki, ef ætlunin er að vinna hug og hjörtu Úkraníumanna, að sprengja heilu borgirnar í tætlur.  Það geta Rússar en hafa ekki gert nema að litlu leyti – sjá Mariupol (Suður-Úkraníu þar sem þeir ætla sér sama hvað kostar að tengja Krímskaga við Donbass héruðin).

Svo má ekki gleyma að það verður að selja stríðið. Það var hvorki gert við rússneskan almenning né innan raða rússneska hersins. Mórallinn innan bardagasveita Rússa í Úkraníu er því afar lítill. Enn ein mistökin er að notast við herskyldulið, í stað atvinnuhermanna, líkt og Bandaríkjamenn lærðu af Víetnamsstríðinu og nú er hann vel skipaður atvinnuhermanna. Stríð er ekki fyrir börn (unga stráka) heldur sérfræðinga í hernaði – atvinnuhermenn. Mun Pútín læra af reynslunni?

 


Stríðsrekstur hefur breyst en Pútín virðist ekki vita af því

Hér er frábær grein eftir Antony Beevor sagnfræðing sem hefur skrifað hernaðarsögu og sérhæft sig í seinni heimsstyrjöld. Hún er í ætt við það sem ég hef sjálfur skrifað en það er að tími skriðdrekans virðist vera endalega á enda, eftir 100 ára sögu hans en líka þær gríðarlegu breytingar sem á sér stað í nútímahernaði. Gervigrein, róbótar, drónar, sýndarveruleiki (til þjálfunar)og margt fleira er að breyta hernaðinum.

Vissuð þið til dæmis að vopnakerfi herskipa er fært um að skjóta niður flugvélar alsjálfvirkt og án ákvörðunartöku mannsins? Að vopn framtíðarinnar ákveða sjálf skotmörk og hverir eru drepnir? Að hernaðurinn er kominn út í geiminn? Að fyrsti geimherinn var stofnaður af Donald Trump? Í framtíðinni verður barist utan gufuhvolf jarðar?

Hér kemur greinin:

Heimild: - slóð: Antony Beevor í Putin Doesn’t Realize How Much Warfare Has Changed - The Atlantic

Otto von Bismarck sagði einu sinni að aðeins heimskingi læri af eigin mistökum. „Ég læri af öðrum,“ sagði kanslari Þýskalands á 19. öld. Furðulegt er að rússneski herinn er að endurtaka fyrri mistök sovéska forvera síns. Í apríl 1945 sendi Georgy Zhukov marskálkur, undir miklum þrýstingi frá Stalín, skriðdrekaher sinn inn í Berlín án stuðnings fótgönguliða.

Hersveitamenn Vladímírs Pútíns gerðu ekki aðeins sömu mistök; þeir hermdu meira að segja hvernig forfeður þeirra höfðu fest undarlega járnbita – þar á meðal rúmgrindur – við turn skriðdreka sinna í þeirri von að málmurinn sem bætt var við myndi sprengja skriðdrekavarnarsprengjur of snemma. Þetta bjargaði ekki rússnesku skriðdrekunum. Það jók einfaldlega sýnileika þeirra og laðaði að úkraínska skriðdrekaveiðara, rétt eins og sovéskir skriðdrekar í Berlín höfðu dregið til hópa Hitlers æskunnar og SS, sem réðust á þá með Panzerfaustum skriðdrekaeldflaugum.

Þráhyggja rússneska forsetans gagnvart söguna, sérstaklega vegna „þjóðræknisstríðsins mikla“ gegn Þýskalandi, hefur skekkt pólitíska orðræðu hans með furðulegum sjálfsmótsögnum. Það hefur greinilega haft áhrif á hernaðarlega nálgun hans. Skriðdrekar voru mikið tákn um styrk herafla í síðari heimsstyrjöldinni. Að Pútín geti enn séð þá þannig stangast á við trúna. Farartækin hafa reynst mjög viðkvæm fyrir dróna árásir og skriðdrekavopnum í nýlegum átökum í Líbíu og víðar; Hæfni Aserbaídsjan til að eyðileggja armenska skriðdreka auðveldlega var nauðsynleg fyrir sigri þess árið 2020 á Nagorno - Karabakh svæðinu.

Samt virðist Pútín hafa lært eins lítið og hann hefur gleymt. Í ágúst 1968 var hersveitum Varsjárbandalagsins, sem fóru inn í Tékkóslóvakíu, sagt af stjórnmálaforingjum sínum að þeim yrði fagnað sem frelsara. Þeir fundu sig í helvíti, eldsneytislausir og hungraðir. Mórallinn var mölbrotinn. Yfirráð Pútíns yfir innlendum fjölmiðlum getur falið sannleikann fyrir rússnesku þjóðinni, en hermenn hans, sem nú eru neyddir til að skrifa undir nýja samninga til að breyta þeim í sjálfboðaliða, eru allt of meðvitaðir um raunveruleikann.

Meðferð hans á sínu eigin fólki er eins miskunnarlaus og meðferð hans á óvinum sínum. Herinn kom meira að segja með færanlega líkbrennslubíla til Úkraínu til að farga rússneskum líkum til að fækka sendingu líkkista  heim. Meira segja er reynt að fela líkflutninganna með því að fara með líkin yfir landamæri Hvít-Rússlands í skjóli nætur.

Forverar Pútíns í Sovétríkjunum höfðu svipað tillitsleysi fyrir tilfinningum hermanna sinna. Árið 1945 stóð Rauði herinn frammi fyrir fjölda uppreisna. Hermenn voru oft meðhöndlaðir með fyrirlitningu af foringjum og stjórnmáladeildum, og hermönnum var skipað að fara út á einskismannsland að næturlagi til að ná ekki lík fallinna félaga, heldur að svipta þá einkennisbúningum sínum til að endurnýta þá fyrir afleysingarhermenn.

Annað gamalt mynstur sem endurtekur sig í Úkraínu er að rússneski herinn treysti á þungar byssur. Í seinni heimsstyrjöldinni gortaði Rauði herinn sig af krafti stórskotaliðs síns, sem hann kallaði „stríðsguðinn“. Í Berlínaraðgerðinni skutu stórskotalið Zhukovs meira en 3 milljónum skota og eyðilögðu meira af borginni en hernaðarleg loftárás bandamanna hafði gert. Sovétmenn notuðu Katyusha eldflaugaskot, sem þýskir hermenn kölluðu „Orgel Stalíns“ fyrir æpandi hljóð sitt, til að drepa alla varnarmenn sem eftir voru. Á meðan hefðbundin stórskotalið Pútíns brýtur niður úkraínskar byggingar á sama gamla máta til að útrýma hugsanlegum leyniskyttum, þá nota þeir varmasprengjur – hinar hrikalegu „tæmisprengjur“ sem búa til eldkúlu sem sýgur súrefnið frá skotmörkum þeirra – í stað gömlu Katyushanna.

Eyðilegging Rússa á borgunum Grosní (Téteníu) og Aleppo (Sýrlandi) hefur þegar leitt í ljós hversu lítið kenning þeirra um borgarátök er ólíkt hinum vestrænu heröflum, hefur þróast síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Alþjóðlega herbandalagið sem endurheimti borgirnar Raqqa og Mosul frá Ríki íslams sýndi mun markvissari nálgun, innsiglun hverrar borgar og hreinsun hennar síðan geira fyrir geira. Rússar jafna borgir niður í rústir og allir verða fyrir þessum stórskotaliðsárásum, jafnt óbreyttir borgarar og hermenn.

Her Pútíns er greinilega ekki Rauði herinn, rétt eins og Rússland nútímans er ekki Sovétríkin. Stofnanaspilling víðs vegar innan um stjórnarkerfið hefur haft áhrif á allt, svo sem yfirmenn sem hagnast á sölu varahluta og hunsa skipulagsstuðning í þágu álitsverkefna. Á meðan úkraínska varnarliðið eru að skjóta rússneska T-72 skriðdreka frá tímum kalda stríðsins eins og endur í tjörn, hefur rússneska forgangsverkefnið verið að panta nægan pening til að greiða fyrir næstu kynslóð hátækni Armata skriðdreka. Samt getur Armata skriðdrekinn lítið annað gert en að skrölta yfir Rauða torgið í skrúðgöngum á sigurdegi á hverjum 9. maí til að heilla mannfjöldann og erlenda fjölmiðla. Á vígvellinum myndi skriðdrekinn hljóta nákvæmlega sömu örlög og T-72 gerðin.

Úrvalssveitir, fallhlífarhermenn og sérsveitir Spetsnaz eru enn til innan rússneska hersins, en þær geta lítið áorkað á eigin spýtur í ringulreiðinni sem felst í slæmri yfirstjórnar og stjórn. Miklu erfiðara hefði verið að trúa skorti á framsýni sem fólst í því að innleiða nýja dulkóðaða fjarskiptakerfi rússneska hersins á tímum Sovétríkjanna, þegar slíkum mistökum var refsað harðlega. Fjarskiptakerfið á að teljast að öruggt og tengist 3G turna - sem Rússar eyðilögðu reyndar þegar þeir réðust inn í Úkraínu. Vegna þess að kerfið virkar einfaldlega ekki, verða rússneskir yfirmenn að hafa samskipti sín á milli í opnu tali í gegnum farsíma, þar sem úkraínskir sjálfboðaliðar hlusta á. Talið er að hið mikla mannfall rússneskra hershöfðingja megi rekja til þess að þeir nota hið opna farsímanet.

Innrásin í Georgíu árið 2008 var um margt merkileg en hún olli áfalli fyrir litla fyrrverandi Sovétlýðveldið en leiddi í ljós vanhæfni og veikleika af hálfu Rússlands og leiddi til áætlana um að endurbúa og endurbæta herafla Pútíns. Þær tilraunir hafa augljóslega mistekist. Þetta segir heilmikið um skort á hugsjónahyggju, heiðarleika og skyldurækni innan stjórnar rússneska hersins. Það er mjög erfitt að sjá hvernig hernaður getur breyst á svo seint og mikilvægu stigi innrásarinnar í Úkraínu.

Í Stalíngrad síðla árs 1942 kom Rauði herinn sjálfum sér og heiminum á óvart með skyndilegum viðsnúningi og vísbendingar eru um að hersveitir Pútíns séu að laga aðferðir sínar og undirbúa tvær stórar hernaðarlegu umkringingu, í kringum Kyiv og í austurhluta Úkraínu. Næstum stalínísk ásetning um að rétta rússneska herinn - studdur af aftöku liðhlaupa og fallandi foringja - gæti vel framlengt átökin í blóðbaði miskunnarlausrar, harðnandi eyðileggingar.

Uppfært: Nota bene, fréttir í dag benda til að Rússa séu að draga lið sitt til baka frá norðurhluta Úkraníu og það verður fært til Austur-Úkraníu, en er að koma í ljós það sem ég sagði en það er að rússneski herinn er ekki fær um stórstyrjöld. Ekii einu sinn við nágrannaríki sitt með löng og auðveld landamæri að fara yfir. Ef Pútín hefði dregið ályktun af framgangi BNA í Írak og hversu fámennt innrásarlið Bandaríkjamenn beittu, þá hefði hann sé að lágmark hálf milljón manna þarf til að taka svona stór land eins og Úkranía er. Og ein milljón  til halda landinu næstu árin til að kveða niður uppreisnir og skæruhernað.

Gegn öllum væntingum fyrir stríð lítur hins vegar út fyrir að hrun rússneska hersins sé mögulegt. Algjör upplausn siðferðis gæti leitt til auðmýkjandi afturköllunar, hugsanlega hrikaleg afleiðing af vanhæfni Pútíns til að skilja við hina sovésku fortíð.


Fyrsta snjallborgin?

Ég las ágæta grein um að Toyota sé að byggja 175 hektara snjallborg við rætur Fujifjalls í Japan. Ég birti hér samantekt úr greininni.

Toyota Motor Corporation hóf uppbygginguna fyrir skömmu á 175 hektara svokallaða snjallborg við rætur Japans Fujifjalls, um 62 mílur frá Tókýó.

Búist er við að borgin, sem Toyota hefur kallað „ofna borgina“ eða kannski er bara hugtakið snjallborg betra? Hún muni virka sem prófunarvöllur fyrir tækni eins og vélfærafræði, snjallheimili og gervigreind. Byrjunarhópur sem býr í borginni er um 360 uppfinningamanna, eldri borgara og fjölskyldur með ung börn munu prófa og þróa þessa tækni.

Þessir íbúar, sem búist er við að flytji inn í snjallborgina innan fimm ára, munu búa á snjöllum heimilum með vélfærafræðikerfi heima fyrir til að aðstoða við daglegt líf og skynjaratengda gervigreind til að fylgjast með heilsu og sjá um aðrar grunnþarfir.

Stefnt er að því að borgin hýsi meira en 2.000 starfsmenn Toyota og fjölskyldur þeirra, hjón á eftirlaunum, smásala og vísindamenn. 

Þróunin, sem er kölluð „ofna borgin“, mun innihalda göngugötur „samofnar“ götum sem eru helgaðar sjálfkeyrandi bílum. Gert er ráð fyrir að borgin verði fullkomlega sjálfbær, knúin vetnisefnarafalum.

The Woven City (ofna borgin) mun virka sem prófunarvöllur fyrir tækni eins og vélfærafræði, snjallheimili og gervigreind, að sögn fyrirtækisins. Líklega vísa Japanir í hugtakið "ofin borg" að þarna er nýjar tæknilausnir samofnar í eina tækni.

Fyrstu íbúar munu flytja inn innan fimm ára, sagði talsmaður Toyota.

Að lokum er búist við að í snjallborginni verði meira en 2.000 starfsmenn Toyota og fjölskyldur þeirra, hjóna á eftirlaunum, smásalar, heimsóknavísindamenn og samstarfsaðilar iðnaðarins.

Er þetta framtíðin? 

Heimild:  Insider


Einni setningu frá þriðju heimsstyrjöld

Þessi hugsun kemur upp þegar hlustað er á orðasalat Joe Biden og orð hans sem gætu undir réttum kringumstæðum komið af stað heimsstyröld. Hann talaði til dæmis um að fallhlífarhermenn væru á leiðinni inn í Úkraníu og það má túlka sem þátttöku BNA í stríðinu.

Annað skipti sagði hann að það þyrfti að skipta um valdhafa í Kreml (hljómaði þannig) en þessi orð gætu leitt til Rússar slitu samningaviðræðum, Pútín dustaði rykið af kjarnorkuvopna hnappinum o.s.frv. Hann gæti hugsað: Ef ég fer, þá fer heimurinn með mér, líkt og Hitler sagði á sínum tíma, ef ég fer, þá fer þýska þjóðin með mér.

Starfsfólk Hvíta hússins vann yfirvinnu við að leiðrétta orð Bidens.

Sjá hér slóð:

https://www.foxnews.com/politics/biden-stumbles-ukraine-invasion-afghanistan-withdrawal

 

Hér sést að honum er ekki treystandi til að svara einföldum spurningum 

https://www.foxnews.com/politics/photos-biden-caught-using-cue-cards-in-trying-to-paper-over-ukraine-gaffe-about-ousting-putin

Ég hef verið mjög gagnrýninn á Joe Biden, ef til vill vegna þess að ég er vel inn í bandarískum stjórnmálum og ég hef fylgst lengi með honum.  Sem persóna virkar hann viðkunnulegur en siðferðið virðist ekki upp á marga fiska. Slóð spillingarinnar virðist ná 35 ár aftur í tímann ef mið er tekið af orðum Hunter Bidens.  Mér líður eins og litla barninu sem sér keisarann nakinn en allir aðrir hann í sína fínasta pússi.

Í mínum augum skiptir engu máli hvort hann er Repúblikani eða Demókrati, bara hvort hann sé hæfur í starfið. 

Það góða í stöðunni er að Rússar virðast skilja að hann er ekki heill heilsu andlega, miðað við viðbrögð þeirra, og þeir jafnvel hent gaman að honum. Því virðist ekki vera hætta á kjarnorkustyrjöld, í bili a.m.k.  En orð skipta máli - sérstaklega í diplómatsíu - og það skiptir máli hver heldur á kjarnorkuboltanum svokallaða og getur hrunt af stað útrýmingu mannkyns. 

Bandaríkjamenn eiga yfir 4000 þúsund kjarnorkusprengjur og þeir geta verið jafnhættulegir heimsfriðinum og Rússar, Kínverjar og aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir. Það skiptir máli hver er yfirmaður bandaríska herinn.

Öllum er ljóst að Joe Biden er ekki að fara inn í annað kjörtímabil en spurningin er hvort hann valdi óbætanlegan skaða áður enn hann lætur af embætti eða hrökklast úr því. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband