Úrelt embætti forseta Íslands?

Ákveðið var að þegar lýðveldið var stofnað á Íslandi 1944 að stofnað yrði til embættis forseta Íslands í stað konungsdóms sem var hér frá 1918 en Danakonungur var hér konungur eins og allir vita. Embættið tók því mið af konungshefðum og nýtur forseti Íslands nokkuð af fríðindum og forréttindum. Lengi vel í formi skattleysis og hárra launa.  

Þegar einstaklingur hættir sem forseti Íslands, fer hann sjálfkrafa á eftirlaun það sem eftir er af lífi hans. Eftirlaunin eru ekki mikið lægri en forsetalaunin hans og ýmsar sponslur fylgja líka.

Í raun lifir forsetinn yfirstéttalífi í dag. Hann hefur bryta og matselju, húsumsjónarmann, bílstjóra, lögreglumann á vakt (lífvörður) og ókeypis húsnæði, fæði og ferðastyrki. Held að forsetinn taki ekki upp veskið á meðan hann er í embætti.

Hvað fáum við fyrir að hafa forseta?

Hlutverk forseta

  • Þingsetning
  • Staðfesting laga
  • Nýársávarp
  • Orðuveiting
  • Móttaka og opinberar heimsóknir til erlendra þjóðhöfðingja
  • Stjórnarmyndun (ef þingflokkar ná ekki saman um myndun ríkisstjórnar)þ

Ímynd forseta

  • Sameiningartákn þjóðarinnar
  • Verndari íslenskrar menningar
  • „Landkynning“.

Allt eru þetta mikilvæg hlutverk en hver segir að forsetinn eigi að vera hlutverkalaus meirihluta ársins eða annað embætti gæti ekki tekið yfir störf forseta? Þetta virðist vera allt í höndum hvers forseta, hversu virkur hann er. Núverandi forseti sést varla á almannafæri og verður maður hissa þegar heyrist í honum.

Ég er hrifinn af fyrirkomulaginu sem í Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, þar sem forsetaræði ríkir en forseti fer fyrir ríkisstjórn hverju sinni og skipar í hana fólki sem er ekki kosið en heldur skipað. Ekki gæti það verið verra fyrirkomulag en að ráðherrar Íslands sitji beggja meginn borðs, á Alþingi með löggjafarvald í vinstri hendi en í hægri framkvæmdarvald. Væri ekki best að forsetinn fái alvöru hlutverk en við látum sendiherra um ímyndunnarmál þjóðarinnar? Þetta sparar pening en forsetaembættið kostar mikið í rekstri.

 

 


Varnarmálastofnun Íslands aflögð - stjórnsýslan veit ekki hvað á að gera við verkefni hennar

Heimild: (Landhelgisgæsla Íslands Skýrsla að beiðni Alþingis Úttekt á verkefnum og fjárreiðum -  Skýrsla að beiðni Alþingis - Janúar 2022)

"Varnarmálastofnun, sem heyrði undir utanríkisráðherra, var lögð niður í árslok 2010, sbr. lög nr. 98/2010. Sú breyting var gerð á grundvelli niðurstöðu starfshóps um öryggismál og endurskipulagningu Stjórnarráðs Íslands sem fól m.a. í sér þá framtíðarsýn að málefni öryggis- og varnarmála yrðu á ábyrgð innanríkisráðuneytis. Af því varð aldrei og þótt innanríkisráðuneyti hafi starfað frá 1. desember 2011 til 30. apríl 2017 hefur utanríkisráðherra borið ábyrgð á framkvæmd varnarmálalaga allt frá því að þau voru sett og farið með yfirstjórn málaflokksins.

Þegar Varnarmálastofnun var lögð niður var ekki bundið í lög hvaða aðilar skyldu taka við verkefnum hennar heldur var ráðherra veitt heimild til að gera samninga um framkvæmd þeirra, sbr. 7. gr. a. varnarmálalaga.

Í desember 2010 undirrituðu þáverandi ráðherrar utanríkis- og dómsmála samkomulag um að Landhelgisgæsla Íslands og Ríkislögreglustjóri tækju við verkefnum og starfsfólki Varnarmálastofnunar frá og með 1. janúar 2011. Fjárveitingar sem ætlaðar voru til varnartengdra rekstrarverkefna yrðu færðar til innanríkis[1]ráðuneytis. Eftir sem áður yrði yfirstjórn málaflokksins hjá utanríkisráðuneyti.

Samkomu[1]lagið fól einnig í sér fyrirætlan um að gerður yrði samningur um verkefnin samhliða því sem lagður yrði grunnur að lögformlegri tilfærslu varnartengdra rekstrarverkefna frá utanríkisráðuneyti til innanríkisráðuneytis. Sem fyrr segir varð aldrei af slíkri breytingu á ábyrgðarsviði ráðuneytanna en sú bráða[1]birgðaráðstöfun að gera samninga um verkefnin milli þessara aðila festist í sessi.

Að mörgu leyti er um sérstaka tilhögun að ræða enda er ekki um hefðbundinn þjónustu- eða rekstrarsamning að ræða þar sem ríkið getur aflað hagstæðustu tilboða á markaði. Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis við drög að þessari skýrslu var bent á að þrátt fyrir það væri ekkert sem mælti gegn gerð slíkra samninga að því gefnu að skýr ákvæði væru um ábyrgð, hlutverk og upplýsingagjöf."

Það er ljóst að varnarmál Íslands eru olnbogabarn í íslenska stjórnkerfinu og mikil mistök að leggja niður fagstofnun eins og Varnarmálastofnun Íslands er. Ég hef margoft rætt um nauðsyn að hafa slíka stofnun og tínt til margar ástæður. Meðal annars þarf slík stofnun að sinna verkefnum á borð við:

1) Sjá um rekstur varnarmannvirka.

2) Samskipti við önnur NATÓ-ríki og framkvæmd varnaræfinga.

3) Rannsóknir og eigið mat Íslands á eigin varnarþörfum.

Skynsamlegt væri að Landhelgisgæslan félli undir valdsvið Varnarmálastofnunar Íslands enda de facto sinnir sinnir stofnunin framkvæmt ofangreinda þætti. En hvað hefur Landhelgisgæslan sjálf að segja?

"Landhelgisgæsla Íslands hefur lagst gegn hugmyndum í þá veru að varnartengd verkefni stofnunarinnar verði færð annað. Þeim hafi verið vel sinnt af hálfu Landhelgisgæslunnar og telur hann að stofnunin sé eðlilegur vettvangur samskipta við erlend hermálayfirvöld. Bæði hafi skipulag og starfsemi Landhelgisgæslunnar sambærilegan yfirbrag og þekkist meðal helstu samstarfsaðila auk þess sem meginhlutverk Landhelgisgæslunnar, þ.e. eftirlit ásamt leit og björgun í hafi, sé hluti af verksviði hermálayfirvalda nágrannalanda okkar, sbr. Landhelgisgæslu Noregs (Kystvakten).

Yfirstjórn utanríkisráðuneytis á öryggis- og varnarmálum er raunar mjög háð þeirri sérfræðiþekkingu sem byggð hefur verið upp hjá varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar. Þau varnartengdu rekstrarverkefni sem Landhelgisgæslan sinnir krefjast mikillar sérhæfingar og eru skýrt afmörkuð bæði fjárhagslega og faglega frá öðrum þáttum í starfsemi stofnunarinnar. Meginþungi hennar fer fram á varnarsvæðinu á Keflavíkur[1]flugvelli þar sem framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur varnarmálasviðs hafa aðsetur. Líta mætti svo á að þegar Varnarmálastofnun var lögð niður á sínum tíma hafi henni í raun verið breytt í varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands að að frádregnum þeim verkefnum sem voru færð til Ríkislögreglustjóra." Sjá ofangreinda skýrslu.

Mjög erfitt er að finna upplýsingar um framlög Íslands til varnarmála samkvæmt vergri þjóðarframleiðslu. Í flestum Evrópu-ríkjum er framlagið milli 1-2% en telja má að framlag Íslands sé langt undir 1% eða miðað við fjárlög 2018 nema heildarútgjöld Íslands til varnarmála um 1,9 milljörðum, en það er 0,07 prósent af landsframleiðslu..  Í skýrslu utanríkisráðherra 2019, er sagt að framlög til varnarmála séu um 2,2 milljarða króna. (Sjá: Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál).

Ef Ísland eyddi sem svarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, væri framlagið um 50+ milljarðar og ef borið er við eyríki af stærð Íslands hvað varðar fólksfjölda, væru hér um 2600 manns undir vopnum (íslenskur her). Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við stríð sem ný geysir í Austur-Evrópu, voru fálmkennd og ómarkviss. En skal treyst á Bandaríkin sem þó eru komin með hættulegan andstæðing, Kína, sem gæti gert þeim mikla skráveifu og jafnvel sigrað í stríði í Asíu.

 


Vanræksla Landhelgisgæslunnar - varðskipin eru of fá

Í raun hefur Landhelgisgæslan aðeins yfir að ráða tvö varðsskip. Þór og Freyju.  Týr er talinn með skipakost landhelgisgæslunnar en skipið er í raun ónýtt og er verið að reyna að selja það að því ég best veit. Svo hefur gæslan yfir að ráð tvo báta, Óðinn og M/S Baldur sem eru eins og áður sagði, bara bátar.

Í nýlegri skýrslu (sjá: Landhelgisgæsla Íslands. Skýrsla að beiðni Alþingis Úttekt á verkefnum og fjárreiðum. Skýrsla að beiðni Alþingis. Janúar 2022), kemur fram að Landhelgisgæslan telur að til þurfi að lágmarki þrjú varðskip til að sinna landhelgisverkefnum og tvö skip á sjó samtímis.

Kíkjum á skýrsluna:

"Útgerð varðskipa Kröfur um viðbragðs- og björgunargetu til leitar og björgunar byggja almennt á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþykktum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) og Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO).

Kröfur um björgunargetu skipanna taka mið af umfangi útgerðar og stærð þeirra skipa sem sigla við Ísland. Samkvæmt þeim þurfa varðskip m.a. að búa yfir að lágmarki 120 tonna toggetu. Í Landhelgisgæsluáætlun 2018−22 segir að fækkun varðskipa á sjó og útleiga á TF-SIF til erlendra verkefna hafi komið verst niður á eftirlits- og viðbragðsgetu á djúpslóð. Eftirlit sem og öryggis- og löggæsla á hafinu sé langt undir eðlilegum viðmiðum.

Landhelgisgæslan hefur talið nauðsynlegt að tvö varðskip séu á sjó árið um kring svo að varðskip geti brugðist við neyðarástandi hvar sem er innan efnahagslögsögunnar innan sólarhrings. Til að tryggja það þyrfti í raun þrjú skip í rekstri og fjórar áhafnir til að koma til móts við ákvæði kjarasamninga og þann tíma sem sinna þarf reglubundnu og ófyrirséðu viðhaldi skipa. Á tímabilinu 2018‒20 hafa tvö varðskip verið í rekstri, Þór og Týr, með einni áhöfn á hvoru skipi. Um er að ræða tvær 18 manna áhafnir en auk þess eru oftast 2−4 afleysingamenn í áhöfnum varðskipanna. Við skipulagningu úthalds er leitast við að hámarka fjölda úthaldsdaga á hvoru skipi innan ramma kjarasamninga.

V-Árin 2018−20 var að jafnaði eitt skip á sjó hverju sinni þó reglulega hafi þurft að hafa bæði Þór og Tý á sjó í einu. Við núverandi fyrirkomulag getur það tekið varðskip allt að 48 klukkustundir að komast á vettvang slysa eða óhappa innan efnahagslögsögunnar. Dómsmálaráðuneyti og Landhelgisgæslan telja að eftirlit með landhelginni, auðlindum og mengun sé ófullnægjandi. Á tímabilinu 2018‒20 voru Þór og Týr á sjó til skiptis yfir vetrarmánuðina. Á sumrin var hvort skip í höfn í 5-6 vikur vegna sumarorlofa. Þegar annað skipið var við landfestar sigldi hitt í tvær 17 daga ferðir með fjögurra daga inniveru á milli ferða. Þessir inniverudagar á sumrin voru einu dagarnir þegar ekkert skip var á sjó árin 2018−20 auk jóla og áramóta þegar áhafnir voru á bakvakt."

Þarf ekki að spýta í lófanna?


Er Úkranía að tapa stríðinu?

Hér kemur svar mitt við grein eftir Páll Vilhjálmsson sem telur að Úkranía sé að  tapa stríðinu og vitnar í Úkraníuforseta, Selenskí. En er það svo?

Ég hef hvergi heyrt Selenskí tala um uppgjöf, raunar aldrei. Úkraníski herinn er í sókn við Kharkiv og hátæknibúnaðurinn sem þeir eru að fá og hafa fengið, er þegar tekinn í notkun eða tekinn í gagnið á næstunni. Ath. það tekur mánuði að þjálfa mannskapinn í notkun evróska eldflaugakerfa og annan vopnabúnað. Búast má við stórsókn í haust.

Það er raunar svo komið að Rússar þurfa að geyma skotfæri 100 km frá víglínunni enda drífa úkranísku eldflaugarnar 80 km. Birgðarflutningar eru því erfiðir, skortur er á trukkum til að flytja vopnabúnað á vígstöðvarnar og það undir stöðugum drónaárásum.

Svo vill gleymast að Rússar eru hættir "örvadrífu" eldflaugaárása og stórskotahríðar enda að vera búnir með birgðirnar. Framsókn þeirra hefur verið stöðvuð. Athugið að BNA hafa látið Úkraníu fá 53 milljarða dollara í hernaðarstoð (litlu minna en Rússar sem eyða árlega 65,9 milljarða dollar í hernaðarapparat sitt - allt kerfið). Aðrar þjóðir, svo sem UK og fleiri hafa líka verið duglegar að gefa vopn og skotfæri.

Donbass svæðið er allt annað dæmi en Krímskagi, sem auðvelt að verja enda skagi og Úkraníumenn virðast hafa misst alfarið (enda eiga þeir engan sögulegan rétt til svæðisins, sjá grein mína um eignarhald á Krímskaga í gegnum aldir). Rússar munu alltaf eiga í basli við að verja Donbass og Úkraníumenn þurfa bara að vera þolinmóðir. Það er bæði siðferðislega og hernaðarlega erfitt að halda hernumdum svæðum, það hefur sagan kennt. Evrópuþjóðirnar eiga enn til gömul landabréfakort af gömlu landamærum sínum. Þær eru vísar til að dusta rykið af þeim ef tækifæri gefst. Þar eru Þjóðverjar fremstir í flokki.  Annars leysist þetta ekki nema með friðarviðræðum. Málið verður seint afkláð með vopnum.


Joe Biden í harðri samkeppni við tvo eða þrjá forseta um útnefninguna um versta forseta Bandaríkjanna

Það eru margir tilnefndir af 46 forsetum Bandaríkjanna um titillinn versti forseti Bandaríkjanna en Joe Biden er kominn á listann, þrátt fyrir að hafa aðeins afplánað 18 mánuði í embætti.

Hér kemur listinn af þremur verstu forsetum Bandaríkjanna.

James Buchanan Jr. (1791 – 1868) var bandarískur lögfræðingur, stjórnarerindreki og stjórnmálamaður sem starfaði sem 15. forseti Bandaríkjanna frá 1857 til 1861. Hann starfaði áður sem utanríkisráðherra frá 1845 til 1849 og var fulltrúi Pennsylvaníu í báðum deildum Bandaríkjanna. Bandaríkjaþing. Hann var talsmaður réttinda ríkja, sérstaklega varðandi þrælahald, og lágmarkaði hlutverk alríkisstjórnarinnar fyrir borgarastyrjöldina. En honum tókst ekki að koma í veg fyrir borgarstyrjöld í Bandaríkjunum og þegar Abraham Lincoln tók við embætti, og eiginlega strax í kjölfarið, var allt komið í bál og brand.

Herbert Clark Hoover (10. ágúst 1874 – 20. október 1964) var 31. forseti Bandaríkjanna frá 4. mars 1929 til 4. mars 1933 fyrir repúblikana. Hann átti upptökin að nokkrum mikilvægum umbótum en er fyrst og fremst minnst fyrir heimskreppuna 1929 og þau vandræði sem fylgdu í kjölfarið og segja má að hann hafi ekki tekist að afstýra mestu efnahagskreppu sem hefur gengið yfir Bandaríkin fyrr og síðar.

Það má bæta Jimmy Carter á þennan lista.  Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að Carter er venjulega talinn vera slæmur forseti, að minnsta kosti ef við gerum ráð fyrir að "slæmur" í þessu tilfelli þýðir árangurslaus.

Eftir Nixon og Ford árin fóru Bandaríkjamenn að líta á ríkisstjórn sína af kaldranalega raunsæi en, mikilvægara, spillta og vanhæfa. Þar að auki, hvað varðar alþjóðamál, voru Bandaríkin að lenda í alþjóðlegu kerfi sem var að verða sífellt fjölskautara. Með öðrum orðum, alþjóðlegt vald var að færast frá stórveldunum tveimur og sundrast á milli þriðja heims ríkjanna, Asíu og sífellt samþættari Evrópu. Þessi skipting valdsins var skýrast táknuð af ósigri Bandaríkjanna í Víetnam og röð olíukreppu sem OPEC (samsteypa olíuframleiðsluríkja með aðsetur í Mið-Austurlöndum, auk Venesúela) hafi komið á fót af völdum olíuverðs í Bandaríkjunum.

En stjónartíð Carters einkenntist af óðaverðbólgu, háu orkuverði, álitsmissir á alþjóðavettvangi og vanhæfni á flestum sviðum. Svipað munstur og sjá má hjá Joe Biden nema staða er mun verri í dag en hjá Carter. Í dag er staðan verri. Bandaríkin yfirgáfu eða hrökkluðust frá Afganistan með vansæmd (verra en afdrifin í Víetnam), óðaverðbólga, orkuverð í hæðstu hæðum, álitsmissir á alþjóðavettvangi, svo slæman að ríki eins og Rússland nýta sér ástandið.  Öll tök á Miðausturlöndum út í bý, eftir Abraham-samkomulagið fræga sem stjórn Trump kom á.

Glæpatíðini í hæðstu hæðum, opin landamæri við Mexíkó sem eru að valda miklum vandamálum, Covid mistök og almennt stjórnleysi og ráðaleysi enda virðist Joe Biden (eins og ég hef komið ótal oft inn á hér) vera orðinn elliær. Hann er einn óvinsælasti forseti sögunnar og ekki er öll sagan sögð.  Mikil spilling virðist einkenna Biden-fjölskylduna og mörg spjót standa á son hans og bróðir, hvað varðar spillingu og múturþægni. Kínversk stjórnvöld virðast hafa Biden-fjölskylduna í vasanum og það skapar öryggishættu fyrir Bandaríkin.

 

 


9 ástæður fyrir að 6. janúar nefndin í Bandaríkjunum er MacCarthy nefnd

1) Aðeins vilhöll vitni boðun til rannsóknarnefndar. Önnur vitni sem hafa aðra sögu að segja eru hunsuð. Sbr.leyniþjónustumennina sem DT á að hafa ráðist á en leyniþjónusta segir aðra sögu.

2) Forrrétti starfsfólks Hvíta hússins brotin (reglan sem hefur gilt í meir en 200 ár að framkvæmdarvaldið upplýsi ekki um trúnaðarsamtöl, ef það væri ekki, þá væri ekki hægt að stjórna landinu, því menn væru alltaf hræddir við að vera dregnir fyrir dóm vegna orða sinna) og það hótað fangelisvist ef það ber ekki vitni.

3) Nancy Pelosi og hennar þáttur hunsaður. Svo sem að afþakka þjóðvarðliðið sem Trump bauð til verndar Capitol Hill. Af hverju er hún ekki dregin fyrir nefndina en forseti Fulltrúadeildarinnar er formlega ábyrgur fyrir varnir Bandaríkjaþings ásamt lögreglustjóra þingsins.

4) Fólk sem fór inn í Capitol Hill og gerði ekkert (húsbrot í mesta lagi)hefur sætt fangelsisvist í marga mánuði án dóms og laga. Enginn vopnaður og eina manneskjan drepin var óvopnuð kona, fyrrverandi hermaður af hendi lögreglumanns sem skaut hana af færi. Aðrir létust síðar,  m.a. vegna sjálfsmorðs eða heilsukvilla.

5) Trump sagði stuðningsmönnum sínum að að mótmæla friðsamlega (með ættjarðarást í brjósti) fyrir framan þinghúsið. Hann sagði ALDREI að það ætti að fara inn. Mótmæli eru ennþá leyfð í Bandaríkjunum.

6) Skrýtnasta "valdarán" í sögunni þegar húsbrotfólkið (óeirðafólkið ef það er betra orð)fór fyrst inn í þinghúsið fyrir áeggjan FBI manns sem þóttist vera stuðningsmaður Trumps.

7) Trump hefur verið sakaður um að hindra valdaskiptin en það er alfarið rangt.  Formleg valdaskiptin voru þá í gangi (undirrituð af DT).

8) Öll vitnaleiðslan beinist að gera Donald Trump sekan og ábyrgðan fyrir uppþotið, þótt engar sannanir raunverulegar liggi fyrir.

9) Raunverulegt markmið nefndarinnar er að koma í veg fyrir forsetaframboð Donalds Trumps 2024 og áður en Repúblikanar ná völdum á Bandaríkjaþingi í næstu midterm kosningum nú í haust.


Sora pyttur samfélagmiðla

Athugasemdakerfi samfélagsmiðla virðist við fyrstu sýn þjóna tilgangi en hann er að almenningur geti tjáð sig um málefni samfélagsins og verið nokkuð konar lýðræðislegur ventill sem skrúfað er frá og hleypa þannig út yfirþrýstingi í þjóðfélaginu.

En frelsið er vandmeðfarið. Ég man þá tíð að Morgunblaðið bauð lesendum að senda inn stuttar greinar um það sem fólki lá á brjósti. Alltaf var fólk málefnalegt. En í dag, þá virðist fólk ekki að kunna umgangast frelsið sem samfélagsmiðlarnir bjóða upp og láta allt flakka. Sum hverjir gera það a.m.k.

Þetta datt mér í hug er mér var litið á fyrir tilviljun á grein um andlát Ivana Trumps. Þar létu sumir móðinn blása og virðast ekki hugsa út í eigin orð. Ljót orð voru látin falla sem ég hef ekki eftir. Fólk sem talar illa um látið fólk lýsir eigið ljótt innræti. Konan lést af slysförum og gerði ekkert annað en að vera gift kaupsýslumanni. Veit ekki betur en hún hafi verið góð móðir og eiginkona. Til hvaða saka hefur hún unnið til? Samfélagsmiðlar virðist vera sora pyttur ills innrætti fólks sem segir ljóta hluti. Íslendingar voru löngum þekktir fyrir gestrisni og góða mannasiði en nú er öldin önnur.

Ég er fylgjandi málfrelsi og myndi aldrei ekki banna þessu fólki að segja þessi ljótu orð en siðmenntað fólk þegir ekki þegar vanvitar góla á götum úti. Því ber að svara og ef það gengur yfir strikið og boðar ofbeldi eða níðir niður mannorð, þá eru dómstólarnir alltaf síðasta hálmstráið.  En nota bene, orð þessa fólks dæma sig sjálf og ef einhver sem ég þekkti talar svona, þá er virðingin fyrir viðkomandi fljót að hverfa.

Leyfum látnum að hvíla í friði.

 


Morðtilraunir við líf Donalds Trumps

Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum Bill O´Reilly sem er frægur sjónvarpsfréttamaður og nú með eigin fréttaveitu, þá hafa Íranir margoft reynt að taka Donald Trump af lífi. Engar fréttir af því hér í villta vinstri fjölmiðlum landsins.

Íranir hafa ekki gleymt drápið á Solimani, næst valdamesta manns Írans, sem Bandaríkjamenn tóku af lífi í dróna/loftárás í Írak en talið er að hann hafi þá verið að skipuleggja enn ein hryðjuverkin.

Líkja má drápinu við aftöku Osama bin Ladens á sínum tíma sem markaði ákveðin tímamót. Íranir hafa ekki gleymt því.  En Trump er enn á lífi og því hafa þessar tilraunir engan árangur borið.  En reynt er að taka mannorð hans af lífi í svokallaðri 6.janúar rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings sem er skipuð eingöngu Demókrötum og tveimur liðhlaupum úr liði Repúblikana.

Mikið hljóta menn óttast einn mann.

 

 

 


Er skriðdrekinn úreldur?

Um það er deilt í ljósi lélegs gengi skriðdreka í Úkraníustríðinu. Skriðdrekar standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Þó að þeir muni líklega halda máli í nokkurn tíma fram í tímann, þurfa þeir að aðlagast og þróast fyrir nútíma hernað.

Tímarnir eru að breytast og liðnir eru dagar fylkinga skriðdreka síðari heimsstyrjaldar. Það hafa aldrei verið færri skriðdrekar í notkun um allan heim en í dag, að minnsta kosti ekki síðan í síðari heimsstyrjöldinni. En aðalbardagaskriðdrekinn er áfram notaður og gagnlegur á vígvöllur. En það hlutverk er stöðugt að breytast og jafnvel minnkar.

Skriðdrekar standa frammi fyrir mörgum áskorunum, allt frá því að einbeita sér að nethernaði, yfir að verjast árásarþyrlur, yfir í ósamhverfan hernað til að verða sífellt dýrari og óviðráðanlegar. Skriðdrekar eru í stöðugri þróun til að mæta þessum áskorunum og Bandaríkjaher og Evrópuherir vinna báðir að þróun næstu kynslóðar skriðdreka.

Hér eru átta ástæður fyrir því að skriðdrekar eiga í erfiðleikum með að vera viðeigandi á nútíma vígvellinum.

Dýr og flókinn búnaður

Allar stöðugar hátækniuppfærslur verða sífellt dýrari. Þar af leiðandi standa herir stöðugt frammi fyrir þeim valkostum að hafa annað hvort færri, en fullkomlega nútímalega og uppfærða skriðdreka, eða fjölmarga að mestu úrelta og viðkvæma skriðdreka.

Auðvitað, því færri skriðdreka sem her hefur, því sársaukafyllra er það þegar þeir eyðileggjast Eftir því sem hertæknin batnar og verður sífellt flóknari lækkar tölurnar. En á sama tíma eru margir tugir þúsunda skriðdreka um allan heim í dag lítið annað en skotmarkæfingar fyrir fullkomlega nútíma her.

Þróun dróna

Drónar eru fljótir að breyta ásýnd nútíma stríðs. Nýleg átök milli Aserbaídsjan og Armeníu sýndu hversu mikið stríð hefur breyst. Að vísu voru þessi átök á milli tveggja ríkja sem voru ekki vopnuð með mikið af nútíma vopnakerfum og Armenar höfðu lítið til að berjast gegn Azeri drónum sem flestir nútímaherir myndu gera.

En samt, að sjá alla þessa (að vísu eldri) skriðdreka voru teknir út af tyrkneskum og ísraelskum drónum, rak heim það stig að nútímastríð er að breytast. Og ef skriðdrekarnir eru ekki nægilega vel varnir og ekki almennilega nútímavæddir, er hægt að gera þá fljótt viðkvæma og úrelta.

Algengi færanlegra skriðdrekabana

Einu sinni voru færanleg skriðdrekavopn (borin á öxl hermanns) dýr og aðeins notuð í litlu magni og notandinn þurfti að komast mjög nálægt til að geta notað þau rétt. En nú eru skriðdrekavarnarvopn miklu ódýrari og mun skilvirkari en áður. Þróun í eldflaugum gegn skriðdreka getur gert brynvörn skriðdreka úrelta.

Þó að skriðdrekabrynjur séu stöðugt uppfærðar eru þessar uppfærslur mjög dýrar og margir herir hafa bara ekki efni á að uppfæra skriðdreka sína stöðugt með nýjustu kerfum allan tímann.

Aukinn ósamhverfur hernaður

Skriðdrekar eru góðir í hefðbundnu stríði - eins og Persaflóastríðinu. Persaflóastríðið var fullkomið fyrir bandarísku skriðdrekana, þeir voru að berjast hefðbundið stríð gegn tæknilega afturhaldssömum óvini í mjög hagstæðu landslagi.

Hins vegar eru mörg átök nútímans gegn gerendum utan ríkis og stórir og dýrir skriðdrekar geta verið lítið gagn gegn þeim. Skriðdrekar hafa lítið gagnast gegn uppreisnarmönnum í Írak eða Afganistan sem krefjast létt brynvarðar, smærri og hreyfanlegri fylkinga. Þessi átök kalla meira á sérsveitir en stórar herdeildir.

Óhefðbundinn hernaður

Stríð er að verða minna og minna hefðbundið. Það er að verða sífellt meira annað hvort ósamhverft gagnvart öðrum en ríkisaðilum, eða það er að verða blendingshernaður eins og við sáum með þátttöku Rússa í Úkraínu árið 2014.

Blendingshernaður drullar yfir vatnið í því sem er og er ekki stríð, en skriðdrekar eru greinilega aðeins notaðir í raunverulegu skotstríði. Til að vinna gegn báðum þessum nútímaógnum verða herir að fjárfesta í hlutum eins og sérsveitum og nethernaði.

Einbeiting að netstríði

Nethernaður verður sífellt mikilvægari. Reyndar hafa sumir stórir herir, eins og Bretar, velt því fyrir sér að hætta skriðdrekaher sinn algjörlega svo þeir geti einbeitt sér að nethernaði og öðrum slíkum sviðum nútímastríðs. Þó að ólíklegt sé að það gerist í raun og veru og líklegt sé að bresku Challenger 2 skriðdrekum verði skipt út, þjónar það þó til að varpa ljósi á breyttar áherslur stríðs.

Nethernaður er nú gríðarlega mikilvægur hluti hvers kyns átaka og því meira sem her fjárfestir í dýr þróunarverkefni eins og skriðdreka, því minna getur hann fjárfest í nethernaði og öðrum sviðum.

Heimagerð sprengiefni (IED)

Heimagerð sprengiefni hafa reynst enn ein áskorunin fyrir skriðdreka á nútíma vígvellinum. Þó að skriðdrekarnir hafi að mestu verið uppfærðir og varðir gegn spunagerð sprengiefni með ýmsum mótvægisaðgerðum, eru þau enn mikið vandamál.

Eitt af vandamálunum við heimagerð sprengiefnin er að þau geta valdið svo miklum skemmdum á skriðdreka á meðan þau kosta nánast ekkert fyrir óvininn. Þessar ósamhverfar bardagar auka enn frekar þrýsting á hönnuði skriðdreka.

Árásarþyrlur

Árásarþyrlur eins og Apache eru skriðdrekamorðingjar og stór ógn við skriðdreka. Þó að þeir marki ekki endalok skriðdreka, flækja þeir virkni þeirra mjög.

Sem betur fer fyrir skriðdreka geta árásarþyrlur ekki dvalið yfir vígvellinum í mjög langan tíma áður en þær þurfa að fara aftur til herstöðvar og taka eldsneyti. En þegar þær eru til staðar þurfa skriðdrekar að vera mjög á varðbergi.

Í stuttu máli eru margar áskoranir sem skriðdrekar standa frammi fyrir og þótt líklegt sé að þær haldist viðeigandi í nokkurn tíma fram í tímann, þurfa þeir að aðlagast og þróast.

Heimild:

8 Reasons Why Tanks Are Struggling To Remain Relevant On The Modern Battlefield


Skotvopn skjóta ekki sjálf byssukúlur

Það er alltaf verið að hengja bakarann fyrir smiðinn. Sumir stjórnmálamenn sem eru alltaf í gírnum að banna, vildu strax banna eða takmarka aðgengi að skotvopnum í kjölfar árása geðsjúkra manna eða hryðjuverkamanna á almenning í Evrópu.

Við sjáum í Japan, þar sem skotvopnalöggjöfin er strangari en á Íslandi, var framið pólitískt morð en morðinginn smíðaði sér sjàlfur  heimagerða byssu. Þannig að takmarkað aðgengi skiptir litlu máli. Menn snúa sér þá að persónulegra vopni, sem er hnífurinn eða annað höggþungan hlut sem getur drepið. Ekki ætla menn að banna hnífa? Ef ekki er hlutur fyrir hendi, þá er hreinlega kyrkt eða drekkt.

Í mörgum löndum, svo sem Sviss, þar sem flestir eiga skotvopn, er morðtíðnin með skotvopn lítil. Þetta segir okkur að menningin og aðbúnaður geðsjúkra manna skiptir öllu máli hvað varðar beitingu skotvopna. Ég er því hlyntur bakgrunnsskoðun byssueiganda en ekki banna notkun. Við dæmum ekki fáein rotin epli í eplatunnu og hendum tunnunni. Geðheilbrigðiskerfið virðist heldur ekki vera gott á Íslandi, þar þarf að bæta í.

Svo er það ótakmarkað innstreymi útlendinga til landsins. Opin landamæri. Sem betur fer er stór hluti útlendinga sem setjast hér að, friðsælt fólk sem er að leita sér að vinnu og friðsælu samfélagi. En það er ekki allir góðir sem hingað koma, heilu glæpahóparnir með erlenda ríkisborgara hafa komið sér fyrir á landinu. Einnig hljóta að vera einhverjir sem aðhyllast hryðjuverkum og kannski er það tímaspursmál hvernær einhver lætur til skara skríða? Við þurfum ekki annað en að horfa á ástandið í Svíþjóð, til að sjá fallið ríki sem ræður ekkert við glæpalýðinn. Viljum við það sama?

Byssa skýtur ekki sjálf, heldur byssumaðurinn sjálfur, ekki satt?

 

Meiri fjölgun tilkynninga um eggvopn en skotvopn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband