Skotvopn skjóta ekki sjálf byssukúlur

Það er alltaf verið að hengja bakarann fyrir smiðinn. Sumir stjórnmálamenn sem eru alltaf í gírnum að banna, vildu strax banna eða takmarka aðgengi að skotvopnum í kjölfar árása geðsjúkra manna eða hryðjuverkamanna á almenning í Evrópu.

Við sjáum í Japan, þar sem skotvopnalöggjöfin er strangari en á Íslandi, var framið pólitískt morð en morðinginn smíðaði sér sjàlfur  heimagerða byssu. Þannig að takmarkað aðgengi skiptir litlu máli. Menn snúa sér þá að persónulegra vopni, sem er hnífurinn eða annað höggþungan hlut sem getur drepið. Ekki ætla menn að banna hnífa? Ef ekki er hlutur fyrir hendi, þá er hreinlega kyrkt eða drekkt.

Í mörgum löndum, svo sem Sviss, þar sem flestir eiga skotvopn, er morðtíðnin með skotvopn lítil. Þetta segir okkur að menningin og aðbúnaður geðsjúkra manna skiptir öllu máli hvað varðar beitingu skotvopna. Ég er því hlyntur bakgrunnsskoðun byssueiganda en ekki banna notkun. Við dæmum ekki fáein rotin epli í eplatunnu og hendum tunnunni. Geðheilbrigðiskerfið virðist heldur ekki vera gott á Íslandi, þar þarf að bæta í.

Svo er það ótakmarkað innstreymi útlendinga til landsins. Opin landamæri. Sem betur fer er stór hluti útlendinga sem setjast hér að, friðsælt fólk sem er að leita sér að vinnu og friðsælu samfélagi. En það er ekki allir góðir sem hingað koma, heilu glæpahóparnir með erlenda ríkisborgara hafa komið sér fyrir á landinu. Einnig hljóta að vera einhverjir sem aðhyllast hryðjuverkum og kannski er það tímaspursmál hvernær einhver lætur til skara skríða? Við þurfum ekki annað en að horfa á ástandið í Svíþjóð, til að sjá fallið ríki sem ræður ekkert við glæpalýðinn. Viljum við það sama?

Byssa skýtur ekki sjálf, heldur byssumaðurinn sjálfur, ekki satt?

 

Meiri fjölgun tilkynninga um eggvopn en skotvopn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/28/ekki_haegt_ad_utiloka_hrydjuverk_a_islandi/

Birgir Loftsson, 10.7.2022 kl. 14:44

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Svo má benda á að glæpamenn notast við ólögleg vopn og eftirlit stjórnvalda eða bönn skipta því engu máli.Sama gildir um hryjuverkamenn.

Birgir Loftsson, 10.7.2022 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband