Elítu hópur bloggara?

Ágætu bloggarar.

Ég ákvað að skrifa á blogginu eftir að Facebook lokaði á að hægt væri að skrifa langar greinar á svokölluðu "notes" eða glósur sem býður upp á að birta greinar allt að 100 bls. Nú hef ég skrifað í um tvö ár á svokölluðu Moggabloggi, og er kominn með um 400 greinar, sem gerir grein annan hvorn dag sem ég hef verið á Moggablogginu.

Það sem hefur vakið athygli mína er að sumir bloggarar fá alla athyglina en aðrir enga. Hvað á ég við? Jú, birtur er 10 blogga listi, sem m.a. birtist á mbl.is vefsíðunni. Þetta eru bloggin sem fá mestu athygli og lesningu. Önnur blogg, ekki síðri, fá enga athygli. Er hér miskipt? Ég sendi fyrirspurn á ritstjórn bloggsins, án viðbragða.

Eftir því sem mér skilst, er engin regla, bara geðþóttaákvörðun ritstjórnar bloggsins, um hverjir birtast á topp tíu listanum. Er það sanngarnt? Væri ekki nær að allir hafi sama aðgang, og nýjasta blogggreinin birtist efst á topp tíu listanum og færist niður eftir hver nýjasta grein birtist?  Ein spurning í viðbót, hversu mörg ár þarf fólk að skrifa eða hversu margar greinar þarf það að skrifa til að komast í náð Moggabloggs ritstjórnar og verða loks sýnilegt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Birgir, ég skrifaði hér á bloggið í 10 ár án þess að vera í umræðunni, hef bloggað hér í 14 ár. Einn daginn var ég komin í umræðuna án þess að hafa nokkurtíma um það beðið.

Hvað mig varðar þá jókst gestafjöldi talsvert, en maður veit s.s. ekki mikið um lesendafjölda út frá því, það er innihald athugasemdanna sem sýna betur lesturinn, að ég held, og fékk ég þær oft margar áður en ég komst í elítuna.

Vissulega tel ég mig geta bloggað frekar um mín afmörkuðu hugðarefni eftir ég að varð elítu bloggari, en ég er ekki viss um að það sé lesið nema af fáum með sama áhugamál, þó svo gestafjöldi sé meiri en áður.

Af því að ég hef verið lesandi mbl bloggsins talsvert lengur en ég hef bloggað þá veit ég að hér inni eru nokkrir mikið lesnir bloggarar sem hafa aldrei verið í umræðunni, en eru samt mikið lesnir.

Hvað mig varðar þá á ég mér nokkra uppáhaldshöfunda hér á bloggin, fáir þeirra eru elítu bloggarar. 

Það sem mér finnst mestu máli skipta, hvað mbl bloggið varðar, er hvað það hefur alltaf haft fjölbreyttan hóp bloggara og verið laust við ritskoðun.

Eins og þú bendir á í upphafi þá er orðin leitun að vettvangi frjálsra skrifa, sem er eins áberandi og mogga-bloggið, þess vegna hefur mér alltaf þótt vænt um það og tel að þar séu nú síðustu Móhíkananar ritfrelsisins. 

Magnús Sigurðsson, 9.7.2022 kl. 07:32

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Magnús. Moggabloggið er frábær vettvangur umræða.Almenningur almennt les það samt ekki. Ég veit ekki hversu margir bloggarar eru en ég talaði við einn um daginn og hann sagðist ekki nenna að skrifa oft, því að hans greinar kæmust aldrei á topp tíú listann. Ekki það að grein á topp tíu listanum breyti miklu en mig langaði að vita hvernig málum er háttað og hverjir komast inn á þennan lista.

Birgir Loftsson, 9.7.2022 kl. 10:55

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Birgir.

Sagnfræðingar eru alltaf uppfræðandi. Hér á blogginu hef ég lært að meta frásagnir sagnfræðinga og uppgötva hvað vel þeir þekkja sögu ýmsa landa. Á netinu og í sjónvarpinu eru auk þess fjöldinn allur af sagnfræðingum með ýmsa þætti. Margir góðir rithöfundar sem eiga auðvelt með ritað mál.

Blogg hefur aldrei náð flugi til lengri tíma á okkar ískalda landi. Þar sem allir þekkja alla og umræðan getur reynst skeinuhætt venjulegu meðalljónin. Hvað þá þeim sem skrifa misjafna íslensku eða eru jafnvel lesblindir eða aldraðir. Margir sem hafa eitthvað að segja loka bloggi sínu fyrir athugasemdum. Það hlýtur að teljast ákveðið afrek hjá Morgunblaðinu að halda úti bloggmiðlun til lengri tíma. Eitthvað kostar allt umstangið, stjórnin, eftirlitið og skýin eru væntanleg ekki leigu frí? 

Ein og þú segir skiptir ekki öllu að vera hátt á vinsældalista sem fáir vita hvernig er tengdur við aðrar bloggsíður? Að sá sem kemur næstur í gestafjölda skuli vera með meira en helmingi færri innlit er torskilið. Sverrir Stormsker sló alla aðra út þegar hann var upp á sitt besta, en sýndi hvað bloggið er máttugt. Að skora hátt á listanum eins og þú gerir er talsvert afrek. Þarf margt til að halda sér vel á hjólinu, en flestir reyna árangurslaust að halda út sé til lengri tíma litið.

 

Sigurður Antonsson, 10.7.2022 kl. 10:07

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Birgir. Þetta eru réttmætar spurningar. Ég byrjaði að blogga á Moggablogginu fyrir rúmum fimmtán árum, en hætti síðan í mörg mörg ár. Eftir að ég hætti á Facebook, sneri ég mér aftur að Moggablogginu, þó ég bloggi engan veginn reglulega.

Ég man að það voru umræður um þetta á fyrstu árunum, hvernig það væri ákvarðað hverjir væru svokallaðir stórhausar. Þá var sú skýring gefin að þar væru birt blogg frá þeim sem blogguðu reglulega og einhver fleiri skilyrði sett sem ég man ekki.

Þegar ég var í samtökunum gegn Icesave, Þjóðarheiðri með m.a. Jóni Vali Jenssyni heitnum, þá sagðist hann ætla að óska eftir því við Árna Matt eða Morgunblaðið, að blogg Þjóðarheiðurs fengi að vera stórhaus.

Hann fékk það í gegn, en hann var starfsmaður á Morgunblaðinu a.m.k. í hlutastarfi og því hálfgerður innanbúðarmaður. Ekki er víst að hver sem er annar hefði fengið þetta í gegn.

Sjálfur var JVJ með fjölmörg blogg og oft grínast með það. Einstaka sinnum sendi hann athugasemd innskráður á Krist-blogginu, en leiðrétti það síðan undir sínu eigin bloggi sem einstaklingur og sagðist hafa gleymt að hann hafi verið skráður inn á fyrra blogginu. Blessuð sé minning hans.

Hinsvegar les ég einstaka sinnum bloggin frá þér og þau eru ágæt. Það er augljóst að þú leggur mikla vinnu í greinarnar og kynnir þér málin.

Ég hef oft sjálfur verið vonsvikinn yfir hvað mínar greinar fá litla athygli, en ég tel þær yfirleitt vera góðar, þó ég sé auðvitað ekki hlutlaus í þeim efnum.cool

Ég blogga hinsvegar það sjaldan að kannski er það skiljanlegt. Einmitt vegna þess hvað ég blogga sjaldan, get ég sennilega ekki komist í stórhausaliðið, ef það er ennþá skilyrðið.

Hef þó tekið eftir að vinsældir Moggabloggsins hafa dalað töluvert frá því ég var síðast virkur af einhverju viti, fyrir um átta árum. Ástæðan er sennilega auknar vinsældir samfélagsmiðlanna, Facebook, Twitter o.fl.

Ég sé t.d. að ég er númer 60 á listanum yfir vinsælustu bloggsíðurnar, þó ég bloggi örsjaldan. Fyrir tíu árum síðan komst ég aldrei í topp 100, kannski ekki einu sinni topp 200, þó ég hafi bloggað mun oftar þá. Það segir sína sögu að blogg með 3 athugasemdir komist í heitar umræður. Það gerðist aldrei fyrir 10 árum síðan.

Sem verðandi forritari, finnst mér bloggkerfi Morgunblaðsins frekar lélegt tæknilega séð. Þetta er augljóslega einhver legacy hugbúnaður, sem er kominn til ára sinna. Arfalélegt að geta ekki lagt inn tengla í athugasemdir án þess að beita HTML-bellibrögðum.

Jæja, læt þetta duga, athugasemdin er orðin lengri en flestar af mínum eigin blogggreinum!

Theódór Norðkvist, 10.7.2022 kl. 13:14

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Sælir Sigurður og Theódór.Svo að ég byrjði á að svara Sigurði, þá er ég sammála því að bloggin eru nokkuð fjölbreytt. Margir sérhæfa sig. Eins og einn sem sérhæfir sig í veðurfræði, annar birtir bænir, enn annar er í orkumálum o. o.s.frv.  Ég sjálfur er sagnfræðingur og einbeiti mér því að sagnfræðinni en líka það sem mér dettur í hug hverju sinni.

En aðalástæðan fyrir að ég skrifa hér, er að ég skrifa mig til skilnings.Ég sé kannski frétt með engar bakgrunnsupplýsingar og ég verð forvitinn. T.d. stríðið í Georgíu 2008. Um hvað snérist það?

En þó að ég skrifi mig til skilnings, og þá kem ég að þér Theódór, þá má margt betur fara hvað varðar Moggabloggið.Ég pældi ekki í þessu fyrr en ég talaði við annan bloggara sem sagði ekki nenna að skrifa oft, því hans greinar fengu aldrei athygli.

Ef við pælum í þessu, þá ná "elítu bloggarar" (þeir er alveg saklausir og ráða ekki sjálfur hvar þeir lenda á Moggablogginu), alltaf á topp tíu listanum (alveg sama hvað þeir eru að skrifa um) og svo á hinum listanum sem við hin lendum í. Nýjust færslur heitir sá listi.

Svo er annar galli, ef maður birtir tvær greinar á dag, dettur hin út sjálfkrafa, en fær ekki að fara niður listann (þótt þetta eigi að heita nýjustu færslur).  Það er greinilega eitthvað sem má forrita betur í Moggablogginu.

Theódór, auðvitað fá greinar þínar og mínar litla athygli, ef þær komast aldrei á topp tíu listann (sem flestir kíkja bara á) en aðeins heitir "aðdáendur" bloggsins nenna að skrolla nður í flokkinn "nýjustu færslur" til að kíkja á greinar mínar og þínar. Topp tíu listinn er líka á mbl.is og það gerir "elítu bloggaranna" enn vinsælli.

Það er ljóst að þó að maður skrifi nánast daglega, eins og ég, þá nær maður ekki inn á vinsældralistann.Af hverju?

Það væri sanngjarnt að allir standa jafnir gagnvart Moggablogginu, allar greinar byrji á topp tíu listanum en færist niður eftir því sem nýjar greinar bætast við. Svo þegar færslan er komin í 11 sæti, að þá detti greinin niður í "nýjustu færslur" flokkinn.

En ég ætla að krefjast svara af ritstjórn bloggsins, og ef þeir svara ekki (sumarfrí geta verið ástæðan), þá ritstjórn Morgunblaðsins. Það má alltaf gera góða hluti betri :)

Birgir Loftsson, 10.7.2022 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband