Sora pyttur samfélagmiðla

Athugasemdakerfi samfélagsmiðla virðist við fyrstu sýn þjóna tilgangi en hann er að almenningur geti tjáð sig um málefni samfélagsins og verið nokkuð konar lýðræðislegur ventill sem skrúfað er frá og hleypa þannig út yfirþrýstingi í þjóðfélaginu.

En frelsið er vandmeðfarið. Ég man þá tíð að Morgunblaðið bauð lesendum að senda inn stuttar greinar um það sem fólki lá á brjósti. Alltaf var fólk málefnalegt. En í dag, þá virðist fólk ekki að kunna umgangast frelsið sem samfélagsmiðlarnir bjóða upp og láta allt flakka. Sum hverjir gera það a.m.k.

Þetta datt mér í hug er mér var litið á fyrir tilviljun á grein um andlát Ivana Trumps. Þar létu sumir móðinn blása og virðast ekki hugsa út í eigin orð. Ljót orð voru látin falla sem ég hef ekki eftir. Fólk sem talar illa um látið fólk lýsir eigið ljótt innræti. Konan lést af slysförum og gerði ekkert annað en að vera gift kaupsýslumanni. Veit ekki betur en hún hafi verið góð móðir og eiginkona. Til hvaða saka hefur hún unnið til? Samfélagsmiðlar virðist vera sora pyttur ills innrætti fólks sem segir ljóta hluti. Íslendingar voru löngum þekktir fyrir gestrisni og góða mannasiði en nú er öldin önnur.

Ég er fylgjandi málfrelsi og myndi aldrei ekki banna þessu fólki að segja þessi ljótu orð en siðmenntað fólk þegir ekki þegar vanvitar góla á götum úti. Því ber að svara og ef það gengur yfir strikið og boðar ofbeldi eða níðir niður mannorð, þá eru dómstólarnir alltaf síðasta hálmstráið.  En nota bene, orð þessa fólks dæma sig sjálf og ef einhver sem ég þekkti talar svona, þá er virðingin fyrir viðkomandi fljót að hverfa.

Leyfum látnum að hvíla í friði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband