Forréttindi fyrrum forseta Bandaríkjanna

Fyrrum forsetar Bandaríkjanna njóta ýmissa réttinda eftir að viðkomandi forseti lætur af embætti. Sumt er byggt á hefðum en annað fest í lögum. Helstu lögin um réttindi forsetans heita "Former Presidents Act". Sum af þessum lögum fjalla um vernd, eftirlaun o.s.frv. sem sjá má í starfslokasamningum almennt.

Annað er bundið hefð, svo sem að fyrrum forsetar eru upplýstir um öryggismál, þrátt fyrir að vera ekki starfandi forseti. Fyrrum forsetar taka jafnan með sér skjöl er þeir láta af embætti. Gott dæmi um það er Obama, sem tók "tonn" af skjölum, sem hann nýtti svo til að gera sjálfsævisögubækur.

Nú er deilt um réttindi fyrrum forseta BNA Donalds Trumps til að halda eftir skjöl. Sjálfur segist hann (og er það rétt, á meðan hann er í embætti) hafa rétt til aflétta leynd eða setja leyndarhjúp á skjöl, enda handhafi framkvæmdarvaldsins. Með þeim gjörningi að senda skjölin til varðveislu í Mar-a-Lago, hafi hann í raun aflétt leyndinni. Þetta er spurning, því e.t.v. þarf að fara í gegnum formlegan feril, til að gera það.

Til eru lög sem heita " Presidential Records Act" en við skulum athuga hvað þau segja í grófri þýðingu:

- Skilgreinir og tilgreinir opinbert eignarhald á skránum.


- Setur ábyrgð á vörslu og umsjón með sitjandi forsetaskrá hjá forsetanum.

-Leyfir sitjandi forseta að ráðstafa skjölum sem hafa ekki lengur stjórnsýslulegt, sögulegt, upplýsinga- eða sönnunargildi, þegar hann eða hún hefur fengið skriflega álit skjalavarðar Bandaríkjanna á fyrirhugaðri förgun.

- Setur upp ferli fyrir takmörkun og aðgang almennings að þessum skrám. Nánar tiltekið leyfir PRA aðgang almennings að forsetagögnum í gegnum lög um upplýsingafrelsi (FOIA) sem hefst fimm árum eftir lok stjórnsýslunnar, en leyfir forsetanum að beita allt að sex sérstökum takmörkunum á aðgangi almennings í allt að tólf ár. . PRA setur einnig verklagsreglur fyrir þing, dómstóla og síðari stjórnir til að fá sérstakan aðgang að gögnum sem eru enn lokaðar almenningi, eftir 30 daga uppsagnarfrest til fyrrverandi og núverandi forseta.


- Krefst þess að skjöl varaforseta séu meðhöndluð á sama hátt og forsetagögn.

- Staðfestir að forsetagögn færist sjálfkrafa í löglega vörslu skjalavarðar um leið og forseti lætur af embætti.

- Komar á verklagsreglum fyrir þing, dómstóla og síðari stjórnvöld til að fá „sérstakan aðgang“ að gögnum frá NARA sem eru áfram lokuð almenningi, eftir endurskoðunartímabil forréttinda fyrrverandi og sitjandi forseta; verklagsreglur um slíkar sérstakar aðgangsbeiðnir lúta áfram viðeigandi ákvæðum E.O. 13489.

- Setur varðveislukröfur fyrir opinber viðskipti sem stunduð eru með óopinberum rafrænum skilaboðareikningum: Sérhver einstaklingur sem býr til forsetaskrár má ekki nota óopinbera rafræna skilaboðareikninga nema viðkomandi afriti opinberan reikning þegar skilaboðin eru búin til eða sendir heilt afrit af skránni til opinberan skilaboðareikning. (Svipað ákvæði í Federal Records Act á við um alríkisstofnanir.)

- Krefst þess að forseti og starfsmenn hans geri allar raunhæfar ráðstafanir til að skrá persónulegar skrár aðskildar frá forsetaskrám.

- Kemur í veg fyrir að einstaklingur sem hefur verið dæmdur fyrir glæp sem tengist yfirferð, varðveislu, fjarlægð eða eyðingu gagna fái aðgang að upprunalegum gögnum.

Það er því ljóst að forsetinn hefur rétt til að halda eftir skjöl en hann verður að vinna með Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna við vernd þeirra.

Ekki var annað að sjá að lögfræðiteymi DT hafi unnið með FBI og Þjóðskjalasafnið af heillindum og afhent allt sem beðið var um. Venjulega er lögð fram stefna ef misbrestur er á, en í þessu tilfelli var vaðið beint í húsleit, en húsleitarheimildin sem gefin var út var svo víðtækt, að leita mátti að hverju sem er á heimili DT.

Ýmislegt framkvæmdarlega rangt var gert við þessa húsleit sem er einstök í sögunni, svo sem að lögfræðingur fékk ekki strax húsleitarskjalið í hendur; hann (hún í raun) fékk ekki að vera viðstödd húsleitinni sem er venjan; "magiser" dómari sem er lægst settasti dómarinn (í þessu tilfelli vilhallur demókrötum en hann gaf pening í kosningasjóð Obama), er látinn skrifa undir húsleitarheimildina; beðið var fram yfir helgi til að framfylgja húsleitina, þrátt fyrir að í heimildinni er sagt að brot DT varði við njósnalög og margt fleira.

Í ljósi forsögunnar, allar rannsóknirnar á hendur DT sem telja má nú mest rannsakaðan forseta Bandaríkjanna, má telja þetta vera liður í að koma í veg fyrir að hann bjóði sig fram aftur til forseta. Einnig má ætla að þetta áhlaup (e. raid) eigi að hafa áhrif á miðtímabilskosningarnar framundan í haust. Þriðja ástæðan gæti verið sé að beina athyglinni frá rannsókninni á Hunter Biden og "fartölvunni frá helvíti" og almennri óstjórn ríkisstjórnar Joseph Biden.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband