Útilokunarmenningin nær til forsetaembættisins?

Það hefur verið í fréttum hjá jaðarfréttamiðlum (Útvarpi sögu) um það einkennilega atvik, að stjarnan sjálf í viðurkenningu sjálfstæðis Eistrasaltsríkjanna, Jón Baldvin Hannibalsson, var ekki boðið á 30 ára afmæli sjálfstæðis þessara ríkja.

Jón fékk boð (í tölvupósti, rétt fyrir miðnætti satt best að segja eða á síðustu stundu) um að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum en frítt föruneyti allra þriggja Eistrasaltsríkjanna eru stödd á Íslandi til að fagna þessum merka áfanga.

Ástæðan fyrir að Jón Baldvin fékk "boðskort" eða réttara sagt tölvuskeyti á 11 stundu, var vegna þess að Sighvatur Björgvinsson hafði samband við Jón og spurðu hvort honum hefði verið boðið. Svarið var nei. Sighvatur fór á stúfana og eftir kvörtur og 2-3 klst síðar fékk Jón hið síðbúna boð en ekki sem heiðursgestur og fyrirlesari, heldur bara sem almennur gestur. Var verið að bjarga sér hér fyrir horn?  Sem utanákomandi áhorfandi lítur þetta ekki vel út.

Draga má þá ályktun að slaufumenningin hafi náð til forsætisembættisins, og einhver embættismaður sem hefur lesið fjölmiðla síðastliðna ára, hafi dregið þá ályktun að Jón Baldvin sé person no grata. Sennilega vegna dómsmála sem hann stóð í gegn fjölskyldu sinni.

Ég ætla Jón sé ekki neinn sakleysingi en gera verður greinamun á persónunni Jón Baldvin (sem getur verið hinn mesti gallagripur eða dýrlingur) og utanríkisráðherrann Jón Baldvin.

Utanríkisráðherrann Jón Baldvin breytti sögunni og á lof skilið fyrir framlag sitt en einstaklingurinn Jón Baldvin er dálítið rúin trausti. En hér er um að ræða opinberu persónuna Jón Baldvin, aðalpersónuna í sjálfstæðisbaráttu Eistrasaltsríkjanna, og í raun eina ástæðan fyrir að þjóðhöfðingjar þessara ríkja eru að nenna koma hingað til Íslands, er settur afsíðis og hann er ekki sá eini. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra fékk heldur ekki boð. Sighvattur ætlar ekki að mæta, heldur ekki Jón Baldvin.

Eftir stendur að forseti Íslands, sem var þá dunda sér í sagnfræðinni, er allt í einu orðinn aðalpersónan í hátíðarhöldunum um sjálfstæðisbaráttu Eistrasaltsríkjanna. Er ekki verið að skipta út bakara fyrir smið?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nákvæmlega.

Guðjón E. Hreinberg, 26.8.2022 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband