Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023

Að tala við manneskju frá 19. öld

Spurning er hvort tíminn sé afstæður og hvað sé langur tími.  Maður hefur upplifað tímana tvenna, þótt maður teljist ekki gamall.  Vegna þess að læknavísundunum fleygði fram á 20. öld, náði fólk fætt fyrr á öldinni að lifa lengur og verða aldrað. 

Maður hitti því fólk sem einmitt var fædd í upphafi 20. aldar, eða um 1900-10. Það var athyglisvert að ræða við það enda allt önnur heimsmynd sem það bjó yfir. En því miður var ég of ungur til að kunna að spyrja réttu spurningarnar. Það gerði ég síðar er ég kenndi sögu í framhaldsskóla og lét nemendur taka viðtöl við afa og ömmu um fyrsta dag hernám Breta og hvernig stríðsárin voru frá þeirra sjónarhorni.  Margar athyglisverðar frásagnir komu fram og engin þeirra enn birt.

En ég hitti líka fólk sem var fætt á síðasta áratug 19. aldar.  Þá mjög aldrað en ernt. Ég held samt að það hafi ekki verið mikil munur á því og því fólki sem fædd var í upphafi 20. aldar og ég ræddi meira við.  Þjóðfélagið breyttist ekki svo mikið á þessum tveimur áratugum. Og þó, vélöldin hófst í upphafi tuttugustu aldar og fólk eignaðist bíla og kann ég frásagnir af fyrstu bílkaupum fólks. Einn aldraður maður sagði mér t.d. hvernig það var að róa út frá Þorlákshöfn á árabáti. Ég var í sveit á unglingsárum sem vinnumaður og kynntist fólk sem var þá aldrað. Meira segja torfbærinn var enn uppistandi þegar ég var í sveitinni en fólkið var nýflutt í steypubyggt hús.  Ég kom síðar í heimsókn, kominn yfir tvítugt og þá var torfbærinn horfinn.

Fólkið sem fæddist í lok 19. aldar þekkti annað fólk sem fæddist e.t.v. á fyrri helmingi aldarinnar. Svo ræði ég við börn mín og þannig teygist tíminn fyrir vitnisburð. Þannig getur munleg geymd eða heimild spannað tvær aldir auðveldlega.

Svo mun hafa verið um Ara fróða Þorgilsson og heimildamenn hans.  Hann talaði við aldrað fólk og hafði því vitni. Heimildarmenn eru valdir af kostgæfni og nefndir, elsti heimildarmaður Ara var fæddur árið 995 (72 árum eldri en Ari var sjálfur). Íslendingabók sem er stutt yfirlitsrit um sögu Íslands frá landnámi og að ritunartíma, var rituð af Ara á árunum 1122-1133. Heimildamaður Ara hefur einmitt rætt við fólk sem var fædd fyrr á 10. öldinni.  Þarna er verið að tala um beinan vitnisburð mann af manni.  Þjóðsögur verða einmitt til úr munnlegri geymd.  Oft er sannleikskorn í þeim, sambanda af skáldskap en hann kemur til sögu þegar þekkingin þrýtur. Gott dæmi um það eru Íslendingasögurnar. Þegar engar bækur voru til að geyma þekkinguna, þá varð fólk að treysta á munnlegar heimildir. Þannig var farið með embætti lögsögumannsins, hann sagði upp lögin, en las ekki upp. Þetta er ákveðin þjálfun sem lærist. 

 

 

 


Nýting vind aflsins

Ríkisstjórnarflokkarnir eru orðnir þreyttir í samstarfinu og það sást vel nú í sumar, sem ætti að vera tíðindalaus tími, og nú í haust. Andstæðurnar, VG og Sjálfstæðisflokkurinn álykta á flokksráðsfundum gegn hvorum öðrum.

Eitt greinilegasta dæmið um þreytuna og viljaleysi til framkvæmda er orkuskorturinn í landinu. Það á að troða með góðu eða illu orkuskipti í landinu ofan í almenning með svo kallaðri grænni orku. Helst eiga allir bílar að ganga fyrir rafmagni og losun koltvísýring komin niður í núll fyrir 2050.

En vandinn er að VG vilja ekki brjóta eggið til að búa til kökuna. VG vilja ekki virkja græna orku fallvatnana en þess þarf fyrir orkuskiptin. Hvað vill flokkurinn þá? Það kemur hvergi fram. 

Nú eru menn að gæla við vindmyllugarða. Þeir hafa sína galla. Fyrir hið fyrsta er að vindmyllurnar eru risastórar og háar til að ná í jafna vinda; þær eru plássfrekar því að hvirfilvindar myndast við spaða endanna og því þarf að vera bil á milli þeirra; þær eru háværar; þær eru sjónrænt ljótar og vindmyllurnar endast bara í 20 ár og þá þarf að skipa um. Erfitt, ef ekki nánast ómögulegt er að endurnýta efnið í þeim. Fuglalíf er í hættu og eflaust eru fleiri vandræði í kringum þessar vindmyllur.

En það eru til aðrar lausnir. Hér er ein, svokallaða blóma vindmylla. Þessar vindmyllur er hægt að framleiða í öllum stærðum, niður í stærð sem hentar einu húsi og í stærðarinnar blómavindmyllur sem hentar stærri notendum. Helsti kosturinn er að ekki skiptir máli hvaðan vindurinn stendur, alltaf snýst vindmyllan og hún er hljóðlát og ódýr í framleiðslu.

Talandi um nýtingu vindsins, þá eru olíuskip og fraktskip sum hver komin með tölvustýrð segl (ekki hefðbundin segl heldur úr málmi).  Alls staðar blæs vindurinn.

Blóma vindmyllur

 


Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023

Hér koma áherslu punktar í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023 og kennir þar nokkurra grasa. Athyglisvert er að hvergi koma þar fram tillögur að skattalækkunum og minnka reglugerðafarganið. Ekki er minnst á gildin, a.m.k. hefði mátt skerpa á hvar flokkurinn stendur í mjúku málunum svonefndu.

 

• Stórauka græna orkuframleiðslu og byggja undir orkuskipti - Ekki slæmt, en það er orkuskortur í landinu. Ekkert gert á meðan flokkurinn er í ríkisstjórn með VG sem eru hreinlega vilja banna orkusölu til stóriðjunnar! Alveg galin stefna VG og sýnir að ef flokkurinn réði ferðinni, yrði landið gjaldþrota á skömmum tíma. Mikil aðför VG að strandveiðum og hvalveiðum sýnir að flokkurinn skilur ekkert hvernig atvinnulífið virkar og hvaðan tekjurnar koma (skattarnir sem þeim finnst svo gaman að ráðstafa í gæluverkefni). Og vill VG enn að Ísland fari úr NATÓ?

Verja verndarkerfi flóttamanna og koma böndum á kostnað - Verja hvaða kerfi? Sem þeir komu á sjálfir og virkar ekki? Af hverju að vera með lokað úrræði en ekki senda fólkið úr landinu í lögreglufylgd ef það hefur verið úrskurðað að það eigi að fara úr landinu? Eiga bara Íslendingar að fara eftir lögum en fólk utan úr heimi bara fara sínu fram?

Endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins - Hér er sannarlega þörf á að taka til hendinni og byrja mætti á að henda áætlunina um Borgarlínu í ruslatunnuna. Fara frekar í gerð mislægra gatnamóta sem nýtist öllum farartækjum, bílum og strætó. Hvers vegna í ósköpunum mega ökutæki önnur en strætisvagnar ekki fara yfir Fossvogsbrúna nýju, er óskiljanlegt. Milljarða framkvæmd en bara í boði fyrir tóma strætisvagna. Þetta myndi minnka gífurlega álagið á umferðina sem kemur úr Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til Reykjavíkur og öfugt. 

Efla löggæslu og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. - Þetta hefur lengi verið á dagskrá en einhvern veginn helst fjöldi lögreglumanna alltaf við 700 manns og hefur gert í áratugi. Með tilkomu milljóna ferðamanna mætti efla lögreglu stöðvar á landsbyggðinni. Lengi vel og út 20. öldina var jafn fjöl-/fámennt í lögregluliði Reykjavíkur og á stríðsárunum. 2-3 lögreglubílar á sumum vöktum fyrir allt höfuðborgarsvæðið.

Styrkja embætti ríkissáttasemjara. - Í lagi með það. Var eitthvað í ólagi þar?

Stuðla að efnahagslegum stöðugleika og lækkun verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum þar sem útgjöld verði ekki aukin. - Hátíð í bæ ef það gerist einhvern tímann að ríkisútgjöld lækki!  Ríkið ásamt bönkum hafa þannið út efnahagskerfið og þar með aukið verðbólgu með peningaprentun og útgjöldum. Alltaf verið að ausa fé í gæluverkefni og hækka útgjöld ríkisins með von um að meiri tekjur (í formi skatta oftast) dekki sukkið. Alþingi mætti byrja á sjálfu sér og henta út öllu aðstoðarmannakerfinu.  Af hverju þarf svona marga aðstoðarmenn, þegar Alþingi starfað aðeins í 109 daga á ári (ég taldi þingdaga eitt árið)?

Auka hagræðingu með fækkun stofnana, sölu ríkisfyrirtækja og fjárfestingu í stafrænni stjórnsýslu. - Þetta er dæmigert hægri stefnu mál en hvort þeir geri eitthvað í málinu er annað mál.  Svo hefði flokksráðið mátt bæta við að fækka mætti reglugerðir sem eru afar íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bálknið verður áfram á sínum stað.

En Sjálfstæðismenn virðast hæst ánægðir með EES - samninginn og samskiptin við ESB. Þeir virðast líka hæstánægðir með Schengen landamærakerfið. Af hverju förum við ekki sömu leið og Sviss, sem er í EFTA en er ekki á Evrópska efnahagssvæðinu? Ekki gengur Svisslendingum illa og þeir sleppa við öll afskipti ESB af innri málum sínum. Fjórfrelsið er nóg. Evrópa er bara brot af heimshagkerfinu og við ættum að sækja meira fram í Asíu og Ameríku.

Ég hef gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn nokkuð mikið hér á blogginu en bara vegna þess að enginn annar hægri flokkur er í boði fyrir hægri menn. Þetta er eini valkostur hægri manna nema ef vera skildi Miðflokkurinn. Sá flokkur skilgreinir sig sem miðjuflokk, burtséð hvað hann er í raun. Fylgi Miðflokksins er komið upp í 8% í síðustu skoðanakönnun og mun ekki gera annað en að hækka, því að flokkurinn er sá eini sem bendir á nakta keisarann og vill gera eitthvað í málinu.

Hvar Flokkur fólksins stendur, hefur ekki reynt á.  Virðist vera nokkuð ruglingsleg stefna í gangi þar á bæ, fer eftir skapi formannsins hverju sinni, nema hvað varðar fátækt fólk og annað fólk sem stendur höllum fæti á landinu. Hann skilgreinir sig þó sem borgaralegan flokk.

Að lokum, ættu Sjálfstæðismenn að losa sig við núverandi forystu flokksins. Hún stendur ekki í lappirnar. Hún fylgir ekki stefnumálum eigins flokks og þegar gengið er á hana, segir "forystufólkið" að það verði að gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi.

Það er tvennt að gera ef samstarfið gengur illa, mynda nýja ríkisstjórn með flokkum sem eru líkari eða hreinlega standa fast á prinsippunum og fara í stjórnarandstöðu ef með þarf.

Vinstri flokkarnir hafa sýnt í hreinni vinstri stjórn að fólk gefst fljótt upp á þessum flokkum og þeir ófærir um stjórna landinu.  Því miður stefnir í vinstri stjórn eftir næstu kosningar. Guð blessi Ísland þá!

  


Sundurþykkja innan raða Sjálfstæðismanna

Hér á blogginu eru Sjálfstæðismenn farnir að rífast innbyrðis um grunnstefnu flokksins, sem er fullveldi Íslands. Í hár saman eru komnir Arnar Þór Jónsson og Björn Bjarnason.

Erfitt er að skilja hvað sá síðarnefndi er að fara, en hann er greinilega á móti "upphlaupi" Arnars Þórs og segir: "Sé fullveldi ríkisins túlkað á þann veg sem Arnar Þór krefst til að þrengja að rétti og frelsi einstaklingsins sem skapast hefur með EES-aðildinni á að ræða leið til hæfilegs jafnvægis í anda sjálfstæðisstefnunnar. Það er ekki gert með aðferðum „slaufunar“ eða ásökunum um „smættun“, hvað sem það nú er í þessu tilliti."  

Hvernig Björn túlkar orð Arnars Þórs að hann sé að "...þrengja að rétti og frelsi einstaklingssins sem skapast hefur með EES-aðilinni" er óskiljanlegt (textinn er annars svo illa skrifaður að maður þarf að lesa hann tvisvar). Og þetta sé gert með aðferð slaufunnar! Hvernig Arnar getur slaufað umræðuna er óskiljanleg rökfærsla. Og ljóst er að Björn er að verja vondan málstað en það er EES-aðild Íslands.  Réttur og frelsi einstaklingsins hefur einmitt skerts með EES-aðildinni vegna þess að eðli ESB hefur breyst frá því að Ísland gerðist aðili að EES.  ESB í dag er meira sambandsríki en samtök frjálsra þjóða.  Framkvæmdarstjórn ESB hefur of mikil völd í ljósi þess að ekki nokkur borgari innan ESB kaus hana. 

Valdaframsal til ESB hefur aukist svo mikið að samstarf EFTA og ESB snýst ekki lengur um fjórfrelsið, heldur seilist ESB til áhrifa innan EFTA á öllum sviðum með reglugerðafargann.  Þetta láta EFTA ríkin ganga yfir sig þeigjandi og hljóðalaust. Bókun 35 innsiglar endanlega valdaframsal Íslands til alþjóðlegrar yfirstofnunnar og er beinlínis andstæð stjórnarskrá Íslands.

Arnar Þór er ekki einn í liði. "Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir forgangsreglu ESB og bókun 35 ganga í berhögg við stjórnarskrá Ísland og vera fullveldisafsal. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lagði málið fyrir Alþingi og bíður afgreiðslu þar..." segir á vefsíðu Félags Sjálfstæðismanna um fullveldi. Fullveldisfélagið  Niðurlag greinarinnar endar svona: Innleiðing 3. orkupakka ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn.Bókun 35 grefur hann endanlega.

Ber svo að skilja að Björn sé fylgjandi fullveldisframsali til ESB? Vill hann fylgja í blindni ófæruferð forystu Sjálfstæðisflokksins eða hvað grasrótin finnst? Á Sjálfstæðisflokkurinn að bera fram frumvarp til lögfestingu bókunnar 35 í haust?  

Hér er hlekkur inn á grein á ofangreindri vefsíðu, þar sem tilgangur þessa fullveldisfélags er útskýrður: Sérstakt félag sjálfstæðismanna um fullveldismál – Til hvers?

Og greinin byrjar á eftirfarandi hátt:

Þegar stjórnmálaflokkur fer ekki eftir grundvallarstefnu sinni þá starfar hann í umboðsleysi. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það má krefjast þess að þeir sem hyggjast stjórna í umboðsleysi verði settir af.

Einnig segir: "Samkvæmt lögum flokksins er landsfundur „æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.”

Flokksráðsfundurinn sem greinilega misheppnaðist, talar því máli flokksforystunnar, ekki landsfundar flokksins. Eru flokksráðsmenn því í beinni andstöðu við almenna meðlimi Sjálfstæðisflokksins, þ.e. grasrótarinnar? 

 


Borgaralegir flokkar á Íslandi

Það er ekki um auðugan garð að gresja ef einstaklingur vill kjósa til hægri.  Því miður er bara einn annar borgaraflokkur í landinu en Sjálfstæðisflokkurinn en það er Miðflokkurinn. Líklega Flokkur fólksins líka.

Ef maður er samkvæmur sjálfum sér kýs maður með frelsi (í öllum formum) einstaklingsins og fyrirtækja, opið markaðshagkerfi, lítil ríkisafskipti og varðveisla borgaralegra gilda.

Will Durant sagnfræðingur segir eftir að hafa skrifað sögu Rómverja og Grikkja og mannkyns að línan milli framfara og íhaldssemi sé örþunn. Íhaldssöm gildi eru einmitt íhaldssöm vegna þess að þau hafa reynst samfélaginu vel kynslóð eftir kynslóð og því hafi fólk haldið í þau.  Hins vegar má samfélagið ekki vera of íhaldssamt, en þá er hætta á stöðnun.

Í nútímasamfélagi er engin hætta á stöðnun en breytingarnar eru svo miklar að fólk á í fullt í fangi með að meðtaka þær. Þetta gildir ekki bara um tækni og breytt samskiptamunstur heldur gildi samfélagins.  Frjálslynd öfl til vinstri, eru í svo miklu kapphlaupi að henda í burtu gömul gildin að mörg gamalgróin og gild gildi hafa farið út um gluggann sem ef til vill ætti að halda í. 

Tökum sem dæmi kristna trú.  Miklar árásir hafa verið á kristin gildi og kristna trú og nú hefur tekist að útiloka alfarið að börn kynnist kristni í skólum. Þjóðkirkjan þeigir þunnu hljóði en hefur miklar áhyggjur af meðferð meðlima annarra trúarbragða. Þar með missa börnin möguleika á að kynnast kristna trú en ekki bara það, heldur kristin gildi. Þau eru ekki einkamál kristinna manna heldur allra sem búa á Íslandi. Samfélagsgildin, réttarkerfið og stjórnskipan byggjast á kristninni trú og ef klippt er þarna á milli, myndast tómarúm. Fólk skilur t.d. ekki ekki hvers vegna borgararnir eiga að sýna náungakærleik, mannúð og varðveislu mannréttinda. Þessi gildi koma frá vestrænum löndum, úr gyðingdómi og grískri háspeki og eru ekki viðhöfð alls staðar í heiminum. Það tók meira en tvö hundruð ár að koma þessum gildum á koppinn eins og þau eru í dag.

Í menningarstríðinu sem nú geisar, hefur Sjálfstæðisflokkurinn sofið á verðinum. Hann hvorki heldur á lofti íhaldssöm gildi né reynir að verja þau.  Ekki bofs þegar kristni fræðsla var útilokuðu úr grunnskólum landsins. Nú, ekki eru allir kristnir á Íslandi, en þá geta þeir einstaklingar fengið fræðslu um almenn borgaraleg gildi og lýðræði eða eigin trúarbrögð. Það er enginn að segja að börn með önnur trúarbrögð þurfi að sitja undir kristnifræðslu. 

Nú er flokksráðsfundur hjá Sjálfstæðismönnum. Lítið mun gerast hjá þeim á þessum fundi.  Uppreisnarmenn fara af honum fúlir og gæla við tilhugsunina um að stofna hægri flokk.  Innsta valdaklíkan í flokknum, með formanninn heldur áfram að saxa á eigið fylgi með stefnuleysi, gildisleysi og búríkratisma. Algjör kamakasi leiðangur sem endar loks með rúkandi rúst, fylgið komið niður í 12% eða minna og þá gefast Sjálfstæðismenn loksins á formanninum og dömunum í kringum hann. Það virðist ekki vera hægt að hagga við manninum, alveg sama hvað hann gerir af sér.

Fróðlegt verður að vita hvort að bókun 35 muni splundra flokkinn eða hvort að harðir Sjálfstæðismenn gefast upp þeigandi og hljóðalaust, skrá sig úr flokknum og kjósa í næstu kosningum Miðflokkinn.

 

 

 

 


Tucker Carlson næsta varaforsetaefni Donalds Trumps?

Hugsanlegt banatilræði við Trump? Þessari spurningu var beint að Donald Trump af hendi Tucker Carlsson í X viðtalinu fræga sem stefnir að fá 300 milljónir áhorfa. Þessi spurning kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og athyglisverð voru viðbrögð Donalds Trumps. Hann svaraði ekki beint en sagði "They’re savage animals; they’re people that are sick.” 

Það er ekkert nýtt að brjálað fólk eða ofstækisfólk sækist eftir lífi frægs fólks. En það er ekki bara slíkt fólk sem er hættulegt stjórnmálamönnum, djúpríkið og CIA geta einnig verið skeinuhætt. Robert Kennedy Jr. er sannfærður um að CIA hafi kálað frænda sínum John F. Kennedy og grunur er um að CIA hafi staðið á bakvið embættisbrota ákæruna á hendur Richard Nixon Bandaríkjaforseta á sínum tíma og komið honum þannig úr embætti.

Meginfjölmiðlarnir, andstæðingar Donalds Trumps, keppast við að segja að viðtalið hafi verið drottningaviðtal eða leiðinlegt.  Hvort sem það var, sló það heimsmet í áhorfi, mesta áhorf á sjónvarpsviðtal sögunnar. Aðeins viðtal Oprah Winfrey við Michael Jackson kemst eitthvað nálægt en samt aðeins með þriðjung áhorfs samanborið við viðtal Carlson við Trump.

Menn hafa verið að gæla við að Carlson verði boðið varaforseta embættið af hendi Donald Trumps, en það er enn sem komið er, bara vangaveltur. Í dag væri það stöðulækkun fyrir Tucker Carlson, en hann er líklega frægasti og áhrifamesti fjölmiðlamaður samtímans.

Ef ætlunin var að kynna málstað Trumps gagnvart öðrum kjósendum en Repúblikönum, tókst það stórkostlega. Spennandi að sjá næstu skoðunarkönnun um fylgi karlsins.

Aðeins 12 milljónir manna horfðu á kappræður dvergana sjö sem bjóða sig á móti Trump. Krónprinsininn DeSantis gerði gríðarleg mistök að bjóða sig fram á móti Trump í stað þess að bíða í fjögur ár í viðbót. Pólitískt sjálfsmorð, fylgið minnkar með hverjum degi og aðdáendur Trumps gleyma ekki "svikunum" hans við Trump.

 

 

 

 


Herstöðin á Keflavíkurflugvelli framlínu herstöð?

Fjölmiðlar hafa verið sofandi varðandi varnarmál landsins. Varðhundar þjóðfélagsins - fjölmiðlarnir - glefsa í varnarmálin við og við en engin heildarmynd fæst af málaflokknum.  Það þarf að leita aftur til 2016 til að finna fréttir um uppbyggingu Keflavíkur herstöðvarinnar en tugir milljarða fjárfesting á sér stað í mannvirkjum og hefur átt sér stað síðastliðinn áratug. Nú síðast á að byggja eða tryggja aðstöðu fyrir hermenn. 

"Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að ný herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti" segir í frétt á Vísir árið 2022 en í raun er verið að tala um endurvekja núverandi herstöð sem hefur aldrei verið lokuð, þótt starfandi utanríkisráðherra viti það ekki.

Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi

Það eru til tvenns konar herstöðvar. Framvarðastöðvar og heimastöðvar.  Þær síðarnefndu, ef við tölum um Bandaríkjaher, eru staðsettar í Bandaríkjunum en framvarðastöðvarnar eru margar og erlendis. Talið er að þær séu um 750 talsins víða um heim, í 80- 85 löndum eða svæðum en til samanburðar eru 450-500 herstöðvar í Bandaríkjunum. En fáar þessar stöðva eru framlínu herstöðvar, þ.e.a.s. notaðar til árása.  Tökum sem dæmi Ramstein herflugvöllinn í Þýskalandi sem er notaður til að flytja herlið áleiðis til átakasvæða í t.d. Miðausturlöndum.  Hann er einnig notaður sem sjúkrahús særðra hermanna sem flogið er þangað af vígvöllum.

En Keflavíkurflugvöllur, þ.e.a.s. herstöðin, er beinlínis árása herstöð.  Það er alveg ljóst ef það er satt að B-2 sprengjuþoturnar hafi hér heima bækistöðvar en þær geta borið kjarnorkuvopn. Og á ófriðartímum munu þær bera kjarnorkuvopn, það er nokkuð ljóst. Og kjarnorkukafbátar hafa nú leyfi til að sækja kost til Íslandsstrendur. Ekkert eftirlit er með hvort Bandaríkjaher komi með kjarnorkuvopn til Íslands að sögn Diljá Mist Einarsdóttir alþingismann Sjálfstæðisflokksins og nefndarmann í utanríkismálanefnd Alþingis: Utanríkisnefnd Alþingis ekki látin vita um kjarnorkuþoturnar B-2 á Keflavíkurflugvelli

Í viðtali við Útvarp sögu segir herstöðva andstæðingurinn Stefán Pálsson eftirfarandi:

„það sem er búið að gerast og er lykilatriði í þessu er að Bandaríkjamönnum er búið að takast allt frá þessari bókun 2016 sem kveður á um aukna viðveru að fá í gegn það sem þeir óskuðu eftir allt til ársins 2006. Það er að þeir fengju að vera hérna með sveigjanlegan viðbúnað eftir eigin höfði“ segir Stefán."

Bandaríkjaher leyft að vera með sveigjanlegan viðbúnað hér eftir eigin höfði

 Og það er alveg rökrétt ályktun að segja að starfsmenn utanríkismálaráðuneytisins hafi hvorki getu, forsendur eða kjark til þess að setja Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum.

Hér komum við að kjarna málsins, hér vantar varnarmálastofnun eða varnarmálaráðuneyti, með hernaðarsérfræðingum sem geta tekið upplýstar ákvarðanir um varnir Íslands og á forsendum íslenskra varna.

Öll uppbygging á Keflavíkurherstöðinni virðist vera á forsendum Bandaríkjahers og varna Bandaríkjanna. Ísland er landsvæði sem hann notar til árása á Rússlands ef til stríðs kemur. Þar með er Ísland löglegt skotmark stjórnvalda í Moskvu. Í stað þess að vera útnári og gleymt skotmark, er Ísland meðal fyrstu skotmarka Rússa ef til stríðs kemur.  Og hvers konar árás yrði það? Kjarnorkusprengja sprengd yfir Keflavíkurflugvöll og hún ekki smáræðis. Allt höfuðborgarsvæðið og í raun suðvesturhornið undir og fáir eða engir lifðu af.

Þess vegna hef ég lagt til í áratugi að við Íslendingar tökum varnir Íslands í eigin hendur og hlúum að vörndum landsins á okkar eigin forsendum. Stofnum íslenskan her sem mikil trega virðist vera að stofna en hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá sleppum við ekki í framtíðarátökum.

Fyrsta sem íslensk hernaðaryfirvöld ættu að gera, væri að taka yfir Keflavíkurflugvöll og breyta tilgangi hans. Breyta herstöðinni (sem þá væri íslensk) í varnarstöð, ekki framlínu herstöð. Bandaríkjamenn geta valið um 750 aðra herstöðvar sem þeir geta notað til árása á Rússland. Það þarf ekki að vera frá Íslandi.

En kjánanir á Alþingi Íslands, sem hugsa ekki nema stundarkorn um hermál, skilja þetta ekki.  Jú, stóri bróðir í vestri vernda litla bróðir norður í ballarhafi hugsa þeir, en athuga ekki að Ísland er bara einn hlekkur í varnarkerfi meginlands Bandaríkjanna sem hafa um 450 500 herstöðvar innanlands eftir því hvernig er talið.

Það fyrsta sem íslensk heryfirvöld myndu gera, væri að huga að loftvörnum bæja og borgar og þá sérstaklega höfuðborgarsvæðisins. Eldflaugavanarkerfi sett upp (líkt og Iron dome kerfið í Ísrael) til verndar borgurum. Af hverju hafa Bandaríkjamenn ekki sett upp slík varnarkerfi? Af því að þeim er alveg sama? Eða Íslendingar kunna ekki að biðja um slíkar varnir?

Í seinni heimsstyrjöldinni voru sett upp loftvarnir í formi skotbyrja, mönnuð með stórskotaliði og fallbyssum, á Álftanesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Vatnsendahæð og Öskjuhlíð og mynduðu þau varnarhring í kringum Reykjavíkursvæðið. Eins var farið annars staðar á landinu, á hernaðarlegum mikilvægum stöðum. Greinilega önnur hugsun í gangi þá en nú.

En það er borin von að eitthvað vitrænt muni gerast í málaflokknum næstu misserin.

 


251 milljónir manna hafa horft á viðtal Tucker Carlson við Donald Trump á X

Þetta er alveg ótrúleg tala og hefur hækkað um þrjár milljónir á klst síðan ég horfði á þáttinn í dag. Á meðan deildu dvergarnir sjö sín á milli á kappræðufundi Foxnews. Er þetta mest áhorfða viðtal á 21.öld (hingað til)? Það var sett til höfuðs kappræðunum sem Trump vildi ekki taka þátt í en hann sagðist ekki sjá tilgang í að ræða við menn sem eru með nokkurra prósenda fylgi.

Af hverju þetta fólk er ennþá í forsetaframboði er hulin ráðgáta, nema ef vera myndi ef það vonast eftir að hann hellist úr lestinni vegna dóms sem hann fengi á sig á leiðinni. En þá eru það að gleyma að hann getur bókstaflega verið í forsetaframboði sitjandi í fangelsi. Það hefur einu sinni gerst í bandarískri sögu.

Donald Trump. Tucker Carlson. Debate Night in Bedminster

 


Óþarfi að hækka stýrisvexti með lækkandi verðbólgu

Það er verið hengja bakarann fyrir smiðinn. Orsök verðbólgunnar liggur ekki hjá heimilunum, heldur hjá ríkisvaldinu og sveitarfélögunum.  Heimilin hafa tekið á sig verðbólgu hækkunina og þær launahækkanir sem hafa komið á móti, hafa verið lægri en verðbólgan. Í raun hafa heimildin tekið á sig kjaraskerðingu í formi lægri kaupgetu. Húsnæðismarkaðurinn er að kólna en hann er ein driffjöður hærra verðlags.

Skuldsetning ríkis og sveitafélaga og hallarekstur leiðir til verðbólgu. Minni eftirspurn beggja aðila eftir fjármagni með sparnaði og aðhaldsaðgerðum minnkar verðbólguþrýstingin en ekkert aðhald er enn komið.

Stjórnvöld ættu því að líta í eigin barm áður en þau nota Seðlabankann til að pönkast í almenning sem þarf að sætta sig við hækkandi vöruverð, lægri raunlaun og háa skattlagningu ríkis og sveitarfélaga. 

Skatta árátta er slík að leitun er að öðru eins. Alltaf er hægt að eyða peningum annarra (skattgreiðenda) í alls kyns óþarfa og kemur ekki kjarnastarfsemi ríkis við, s.s. nýjasta nýtt sem er þjóðarópera sem skattgreiðendur þurfa að borga, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Af hvejru geta einkaaðilar ekki séð um rekstur óperu, líkt og á tímum Mozart og hér á Íslandi hingað til?

Auðvitað eru verkefni ríkisins mörg og margt á eftir að gera, til dæmis í vegamálum, en ríkið er að flækjast í ýmsu sem það á ekki að koma nálægt. Dæmi, Ríkisútvarpið RÚV - Ríkisrekið Útvarp vinstrimanna (aukaskattur sem ríkið neyðir hvern einasta einstakling yfir 18. ára aldur og fyrirtæki að greiða fyrir með nauðung). Og ríkið selur áfengi og tóbak í einokunarsölu (smásölu), af hverju? Nú vilja Færeyingar leggja af einkarétt ríkisins til að selja áfengi í Færeyjum. 

Landsstýrið vil avtaka einkarrættin hjá Rúsuni at selja rúsdrekka

Svo er verið að henda hundruð milljóna í meðgjöf fyrir fjölmiðla og stjórnmálaflokka og ýmis konar menningarstarfsemi. Er almenningur að biðja um það?  Nei, hann hefur ekkert að segja á meðan stóri bróðir seilist dýrpa í tóma vasa. Allt telur til skulda, sama hversu há upphæðin er.

Seðlabankinn hefði a.m.k. átt að halda sig við óbreytta stýrisvexti eða jafnvel að lækka þá í takt við lækkandi verðbólgu.

 


Douglas Macgregor ofursti og Úkraníustríðið

Macgregor hefur verið ansi áberandi sem álitsgjafi varðandi Úkraníustríðið. Ég skrifaði grein um hann ekki fyrir löngu. Sjá slóðina: Maður er nefndur Macgregor

En hér ætla ég að reyna að spá í hvort hann hafi rétt fyrir sér varandi gang Úkraníustríðið.  Er fjölmiðlar að segja okkur satt um hver sé að vinna?

Lítum á umfjöllun Newsweek um kappann. Hér kemur þýðingin á eftirfarandi grein: Ex-Trump Adviser Calls Out 'Lies' About Russia Losing Ukraine War

"Douglas Macgregor ofursti Bandaríkjahers fullyrti í útsendingu á mánudag að Úkraína sé ekki aðeins að tapa stríði sínu gegn Rússlandi heldur hafi her landsins misst 400.000 manns látna í bardaga.

Macgregor, fyrrverandi ráðgjafi varnarmálaráðuneytisins í ríkisstjórn Trumps, fullyrti það í nýjasta þætti Tucker Carlsons á X-inu, áður Twitter.

Úkraníustjórn gefur ekki opinberlega upp opinberar tölur um mannfall í stríðinu. Hins vegar vitnaði The New York Times í síðustu viku til bandarískra embættismanna sem sögðu að Úkraína hafi orðið fyrir nærri 70.000 dauðsföll í stríðinu og 100.000 til 120.000 til viðbótar særst. Fjölmiðillinn reiknaði með að mannfall Rússa væri nær 300.000, sem innihélt 120.000 dauðsföll og 170.000 til 180.000 særða.

„Ég held að allar lygarnar sem hafa verið sagðar í meira en eitt og hálft ár um Úkraínumenn séu að vinna – Úkraínumenn eru réttlátir, Rússar eru vondir, Rússar eru óhæfir – allt þetta er að hrynja,“ sagði Macgregor við Carlson. „Og það er að hrynja vegna þess að það sem er að gerast á vígvellinum er skelfilegt.

Úkraínumenn teljum við nú að hafi misst 400.000 menn fallna í bardaga. Við vorum að tala um 300-350.000 fyrir nokkrum mánuðum. Á síðasta mánuði þessarar meintu gagnárásar sem átti að sópa um vígvöllinn, misstu þeir að minnsta kosti 40.000 manns," sagði hann.

Macgregor hélt áfram að halda því fram að 40.000 til 50.000 úkraínskir hermenn væru aflimaðir og „sjúkrahúsin eru full“ í Úkraínu."

Macgregor var skipaður af Trump til að þjóna sem háttsettur ráðgjafi varnarmálaráðherrans í nóvember 2020 og gegndi embættinu þar til Trump hætti í janúar 2021. Hann hefur oft komið fram í fyrrum þætti Carlsons sem sýndur var á Fox News. 

Í september síðastliðnum, þegar hann kom fram í þættinum Tucker Carlson í kvöld, sagði Macgregor að hlutirnir gengi „mjög, mjög illa“ fyrir Úkraínu þar sem hersveitir Volodymyrs Zelenskys forseta væru innan um það sem flestum sérfræðingum lýsti yfir sem árangursríkri gagnsókn. Hann spáði líka á þeim tíma að stríðinu gæti lokið fljótlega.

Jason Jay Smart, pólitískur ráðgjafi í stjórnmálum eftir Sovétríkin og alþjóðastjórnmál, sagði í samtali við Newsweek að Macgregor hafi verið boðið í þátt Carlsons „...vegna þess að hann er einn af aðeins örfáum af hundruðum þúsunda fyrrverandi yfirmanna í bandaríska hernum sem trúi því að Rússland sé eitthvað annað en að tapa hræðilega."

„Í öðru lagi eru rök hans aðaldæmið um svokallað „kirsuberjatínslu“. Hann leitar að gagnapunktum sem staðfesta hlutdrægni hans, frekar en að greina gögnin í heild sinni, sem sýnir að verið er að eyðileggja Rússland,“ sagði Smart.

"Því miður er Macgregor hungraður í fjölmiðlaathygli og er tilbúinn að segja hvað sem er nauðsynlegt til að hafa einhverja þýðingu. Hins vegar er hann algjörlega óviðkomandi heimsmálum, nema þegar Carlson þarf einhvern til að hugga sig."

Í þættinum á mánudaginn sagði Macgregor að úkraínskir herforingjar hafi verið neyddir til að gefast upp vegna þess að sveitir þeirra hafi orðið fyrir miklum áföllum. Hann bætti við að Rússar hafi "...alltaf komið fram við úkraínsku hermennina á mjög sanngjarnan hátt og mjög mjúklega."

Er ofurstinn að segja ósatt eða ýkja slæmt gengi Úraníuhers? Það bendir ýmislegt til að hann hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér, kannski með ýkjum, ég veit það ekki. Kíkjum á fjölmiðlanna. Nýjasta nýtt í fjölmiðlum í dag er að sagt er að NATÓ sé að benda á að Úkraníumenn eigi að beina sókn sína suður, í stað austurs. Það bendir til að austursóknin gangi ekki vel, ef maður les á milli lína. 

US Today tekur öðruvísi á málinu, sjá þessa slóð og umfjöllun hér að neðan: 'Zelenskyy is in a box': Some experts say Ukraine won't win the war: Updates

US Today: "Steven Myers, fyrrum hermaður í flughernum sem starfaði í ráðgjafanefnd utanríkisráðuneytisins um alþjóðlega efnahagsstefnu undir stjórn tveggja utanríkisráðherra, sagði USA TODAY að ein af frásögnum Vesturlanda væri sú að Pútín ætlaði að sigra Úkraínu og halda áfram vestur ef ekki yrði hætt við. En Myers heldur því fram að hernaðaraðferðir Rússa hafi verið „algjörlega í ósamræmi við landvinninga leiðangur“. Dagskráin var og er og verður alltaf að halda Úkraínu utan NATO hvað sem það kostar, sagði hann.

"Staðfræðilega séð tapaðist þetta stríð af báðum aðilum áður en það hófst. Það mun enda í pattstöðu, sem ég held nú að hafi verið ætlun Pútíns frá upphafi," sagði Myers. "Biden forseti, NATO og (Volodymyr forseti Úkraínu) Zelenskyy halda sig fasta í Catch-22 eigin gerð, ófærir um að standa við óraunhæfar væntingar sem þeir sköpuðu."

Sean McFate, prófessor við Syracuse háskólann og háttsettur maður við óflokksbundinni hugveitu Atlantshafsráðsins, segir að Zelenskyy sé "í kassa. Hann getur ekki unnið en hefur ekki efni á að tapa heldur." Í meira en ár krafðist hann sífellt flóknari vopna og milljarða dollara frá NATO og lofaði að ýta Rússlandi út úr landinu í vorsókn. Þessi sókn „hefur verið að sligast undan eigin þunga,“ segir McFate.

Að útvega Úkraínu fleiri vopn og ætlast til þess að þjóðin vinni stríðið er „skilgreiningin á stefnumótandi geðveiki,“ sagði McFate. Þetta stríð verður ekki unnið á vígvelli vegna þess að engin stríð eru unnin þannig lengur, sagði hann.

„Bandaríkin hafa unnið orrustur og tapað stríðum í 50 ár núna,“ sagði hann.

Jeff Levine, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í rússneska nágrannalandinu Eistlandi, telur Zelenskyy standa sig vel og Úkraínumenn ættu að líða vel með það sem þeir eru að afreka. Levine segir að ríkisstjórn úkraínska leiðtogans hafi farið fram úr væntingum á vígvellinum á sama tíma og hún hefur viðhaldið þjónustu og upplýsingaflæði til almennra borgara innan um hrikalegt stríð.

Zelenskyy hefur einnig gert „sárlega þörf“ átak til að berjast gegn spillingu og virðist vera að gera gott starf við að stjórna alþjóðlegri aðstoð og mikilvægum tvíhliða samskiptum, sagði Levine.

„Hvernig átökin munu enda er milljón dollara spurningin, en ég efast um að það verði á forsendum Pútíns,“ sagði Levine. „Ég held að Pútín þjáist mun meira af veikum pólitískum og opinberum stuðningi en Zelenskyy." Tilvísun í US Today lokið.

Það sem þessi fræðingar allir gleyma að minnast á er að Rússar muni aldrei vilja viðurkenna ósigur. Þeir geta og mega ekki tapa. Ef litið er á sögu Rússlands síðan á dögum Ívars grimma og sérstaklega síðan á tímum Péturs mikla, hefur Rússland hægt og bítandi unnið lönd.

Ég hef minnst á innrásaleiðir inn í Rússland væru eftir tveimur "gangvegum" í fyrrum bloggum, í gegnum Póland en sú leið er þröng og svo í gegnum Úkraníu. Það þarf ekki annað en að kíkja á kort til að átta sig á að Austur-Evrópa er ein slétta og ef ekki er lokað á þessar tvær ofangreindar leiðir, er leiðin greið til Moskvu eins og sjá mátti af meintri uppreisn Wagner-liðsins. Aðeins nokkra klst leið á skriðdrekum. 

Nú er Póland og Eystrasaltsríkin ásamt Finnlandi búin að umkringja eða beinir rýtingi í Rússland eftir vesturleiðinni en austurleiðin úr vestri liggur í gegnum Úkraníu, sjá t.d. hvernig Hitler háði stríð sitt gegn Sovétrikin og stríðið um Úkraníu í seinni heimsstyrjöldinni.

Stríð vinnast ekki bara á vígvellinum, þau vinnast við færibönd stríðsgagnaframleiðslunnar og efnahag stríðsþjóðar.  Vesturlönd hafa tæmt allar vararbirgðir (og hinn elliæri Joe Biden viðurkenndi óvart að Bandaríkjamenn væru að verða uppskroppa með stórskotaliðskúlur) og það tekur mjög efnahagslega á þau að halda þessu stríði áfram. Efnahagur Þýskalands, stærsta efnahagskerfi Evrópu, riðar til falls. Sífellt verður óvinsælla að senda fjármagn úr tómum ríkiskassa Bandaríkjanna í stríðið. Rússar þurfa ekki annað en að þreyja þorrann, bíta sig fasta og bíða eftir uppgjöf. Ef til vill eru úrslitin þegar ljós, bara eftir að viðurkenna það á vígvellinum.

 

Erfitt er að sjá hvort meiri hætta stafi af vestri eða eystri leiðinni en úr því að það er búið að "fjárfesta" í stríði, verður ekki bakkað úr þessu. Líklegt er að samið verður um frið á endanum með landamissir fyrir Úkraníu eða ótímabundið vopnahléi komið á líkt og í Kóreu (úrslitin ráðin 1951 en barist til 1953). Fyrir Rússa kemur ekkert annað til greina, ef þeir ætla að halda andliti gagnvart Kína eða fyrrum Sovétríkin, en að fá friðarsamninga á þeirra forsendum.

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband