Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023

Hér koma áherslu punktar í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023 og kennir þar nokkurra grasa. Athyglisvert er að hvergi koma þar fram tillögur að skattalækkunum og minnka reglugerðafarganið. Ekki er minnst á gildin, a.m.k. hefði mátt skerpa á hvar flokkurinn stendur í mjúku málunum svonefndu.

 

• Stórauka græna orkuframleiðslu og byggja undir orkuskipti - Ekki slæmt, en það er orkuskortur í landinu. Ekkert gert á meðan flokkurinn er í ríkisstjórn með VG sem eru hreinlega vilja banna orkusölu til stóriðjunnar! Alveg galin stefna VG og sýnir að ef flokkurinn réði ferðinni, yrði landið gjaldþrota á skömmum tíma. Mikil aðför VG að strandveiðum og hvalveiðum sýnir að flokkurinn skilur ekkert hvernig atvinnulífið virkar og hvaðan tekjurnar koma (skattarnir sem þeim finnst svo gaman að ráðstafa í gæluverkefni). Og vill VG enn að Ísland fari úr NATÓ?

Verja verndarkerfi flóttamanna og koma böndum á kostnað - Verja hvaða kerfi? Sem þeir komu á sjálfir og virkar ekki? Af hverju að vera með lokað úrræði en ekki senda fólkið úr landinu í lögreglufylgd ef það hefur verið úrskurðað að það eigi að fara úr landinu? Eiga bara Íslendingar að fara eftir lögum en fólk utan úr heimi bara fara sínu fram?

Endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins - Hér er sannarlega þörf á að taka til hendinni og byrja mætti á að henda áætlunina um Borgarlínu í ruslatunnuna. Fara frekar í gerð mislægra gatnamóta sem nýtist öllum farartækjum, bílum og strætó. Hvers vegna í ósköpunum mega ökutæki önnur en strætisvagnar ekki fara yfir Fossvogsbrúna nýju, er óskiljanlegt. Milljarða framkvæmd en bara í boði fyrir tóma strætisvagna. Þetta myndi minnka gífurlega álagið á umferðina sem kemur úr Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi til Reykjavíkur og öfugt. 

Efla löggæslu og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. - Þetta hefur lengi verið á dagskrá en einhvern veginn helst fjöldi lögreglumanna alltaf við 700 manns og hefur gert í áratugi. Með tilkomu milljóna ferðamanna mætti efla lögreglu stöðvar á landsbyggðinni. Lengi vel og út 20. öldina var jafn fjöl-/fámennt í lögregluliði Reykjavíkur og á stríðsárunum. 2-3 lögreglubílar á sumum vöktum fyrir allt höfuðborgarsvæðið.

Styrkja embætti ríkissáttasemjara. - Í lagi með það. Var eitthvað í ólagi þar?

Stuðla að efnahagslegum stöðugleika og lækkun verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum þar sem útgjöld verði ekki aukin. - Hátíð í bæ ef það gerist einhvern tímann að ríkisútgjöld lækki!  Ríkið ásamt bönkum hafa þannið út efnahagskerfið og þar með aukið verðbólgu með peningaprentun og útgjöldum. Alltaf verið að ausa fé í gæluverkefni og hækka útgjöld ríkisins með von um að meiri tekjur (í formi skatta oftast) dekki sukkið. Alþingi mætti byrja á sjálfu sér og henta út öllu aðstoðarmannakerfinu.  Af hverju þarf svona marga aðstoðarmenn, þegar Alþingi starfað aðeins í 109 daga á ári (ég taldi þingdaga eitt árið)?

Auka hagræðingu með fækkun stofnana, sölu ríkisfyrirtækja og fjárfestingu í stafrænni stjórnsýslu. - Þetta er dæmigert hægri stefnu mál en hvort þeir geri eitthvað í málinu er annað mál.  Svo hefði flokksráðið mátt bæta við að fækka mætti reglugerðir sem eru afar íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bálknið verður áfram á sínum stað.

En Sjálfstæðismenn virðast hæst ánægðir með EES - samninginn og samskiptin við ESB. Þeir virðast líka hæstánægðir með Schengen landamærakerfið. Af hverju förum við ekki sömu leið og Sviss, sem er í EFTA en er ekki á Evrópska efnahagssvæðinu? Ekki gengur Svisslendingum illa og þeir sleppa við öll afskipti ESB af innri málum sínum. Fjórfrelsið er nóg. Evrópa er bara brot af heimshagkerfinu og við ættum að sækja meira fram í Asíu og Ameríku.

Ég hef gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn nokkuð mikið hér á blogginu en bara vegna þess að enginn annar hægri flokkur er í boði fyrir hægri menn. Þetta er eini valkostur hægri manna nema ef vera skildi Miðflokkurinn. Sá flokkur skilgreinir sig sem miðjuflokk, burtséð hvað hann er í raun. Fylgi Miðflokksins er komið upp í 8% í síðustu skoðanakönnun og mun ekki gera annað en að hækka, því að flokkurinn er sá eini sem bendir á nakta keisarann og vill gera eitthvað í málinu.

Hvar Flokkur fólksins stendur, hefur ekki reynt á.  Virðist vera nokkuð ruglingsleg stefna í gangi þar á bæ, fer eftir skapi formannsins hverju sinni, nema hvað varðar fátækt fólk og annað fólk sem stendur höllum fæti á landinu. Hann skilgreinir sig þó sem borgaralegan flokk.

Að lokum, ættu Sjálfstæðismenn að losa sig við núverandi forystu flokksins. Hún stendur ekki í lappirnar. Hún fylgir ekki stefnumálum eigins flokks og þegar gengið er á hana, segir "forystufólkið" að það verði að gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi.

Það er tvennt að gera ef samstarfið gengur illa, mynda nýja ríkisstjórn með flokkum sem eru líkari eða hreinlega standa fast á prinsippunum og fara í stjórnarandstöðu ef með þarf.

Vinstri flokkarnir hafa sýnt í hreinni vinstri stjórn að fólk gefst fljótt upp á þessum flokkum og þeir ófærir um stjórna landinu.  Því miður stefnir í vinstri stjórn eftir næstu kosningar. Guð blessi Ísland þá!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband