Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023

Hvað á þetta sameiginlegt? Let´s go Brandon, Sound of Freedom og Rich men north of Richmond?

Jú, öll þessi fyrirbrigði urðu til hjá venjulegu fólki í Bandaríkjunum sem er búið að fá sig fullsatt af viðhorfum elítunnar og meginfjölmiðla gagnvart því. Það er að senda frá sér ákveðin skilaboð, n.k. sjálfsprottin viðbrögð.

Þetta fólk er bara venjulegir borgarar, sem kaupir sér húsnæði, stofnar fjölskyldu, mætir í vinnu og borgar skatta. Og það sendir syni sína og dætur í stríð elítunnar. En elítan í Washington DC og fjölmiðlar gefa skít í hvað það gerir, svo lengi sem það borgar skatta ofan á lágar tekjur þeirra. Þetta er fólkið sem býr í miðríkjum Bandaríkjanna, fólkið sem býr ekki í stórborgunum á vestur- og austurströnd Bandaríkjanna. Það býr í smáborgum, bæjum og sveitum landsins og er almennt hunsað.

Enginn nennir að tala við það, nema þegar stjórnmálamaðurinn rennur í gegnum bæinn á kosningaári, á hraðferð og segir "hi and bye!" Allt þar til að Trump fattaði að þarna væri óplægður kosningaakur. 

Þarna eru milljónir manna sem mætti ekki á kjörstað vegna þess það finnst atkvæði þessi skipti ekki máli og stjórnmálamönnum alveg sama um það. En þetta fólk er það sem stóð að baki kosningasigurs Trumps 2016 og hann fékk 75 milljónir atkvæða 2020 (jók fylgi sitt um 8 milljónir). Hann fór inn á hvert einasta krummaskuð og hélt kosningafundi. 

Og vanrækta fólkið, sem fékk forsetaframbjóðanda í fyrsta sinn í bæinn sinn, mætti og varð hrifið. Loksins einhver sem tala máli þeirra, bænda og verkamanna, einhver sem barðist gegn útvistun verksmiðjustarfa til Kína og fyrir málstað bænda, einhver sem lokar á landamæri svo það þurfi ekki að keppa við nánast ókeypis vinnuafl frá latnesku Ameríku og Trump gerði betur, hann barðist fyrir gildum þess. Guð, fjölskyldan og landið.

Nú hefur þetta fólk verið án málsvara í nánast þrjú ár. Jafnt Repúblikanar og Demókratar á Bandaríkjaþingi sem og á þingum ríkjanna ná ekki til þessa fólks. Það finnur ekki að stjórnmálamennirnir séu í raun að berjast fyrir málstað þess.

En það heyrist í því við og við, óvænt. Tökum þrjú dæmi. Byrjum á Let´s go Brandon sem ég skrifaði grein um. Sjá hér að neðan. Þetta slagorð varð til fyrir tilviljun.

Þetta hófst á Talladega Superspeedway. Brandon Brown ökukappi var nýbúinn að vinna NASCAR kappakstur. Og íþróttafréttakonan Kelli Stavast sagði á einum tímapunkti í viðtali við hann að hún tæki eftir það hvernig áhorfendur virtist syngja honum til heiðurs: „Við skulum fara, Brandon!"

Því miður, það er í raun ekki það sem þeir voru að söngla. Ekki einu sinni nálægt því. Fólkið var mjög greinilega að ávarpa Biden forseta, ekki Brandon. Aðeins, með f-sprengju fyrir framan nafnið í stað „Við skulum fara!“

Svo er það kvikmyndin Sound of Freedom. Holywood vildi ekki fjármagna myndina, en hún kemur inn á barnaníð (tengt Holywood á óþægilegan hátt) og mansal. Hún var gerð af litlum efnum og í aðalhlutverkinu er leikari sem woke liðið hafði hafnað.

Sound of Freedom eða Hljómur frelsis er byggð á sannri sögu Tim Ballard, umboðsmanns innan heimavarnarráðuneytisins sem verður svekktur yfir starfi sínu vegna þess að hann getur í raun ekki bjargað svo mörgum börnum sem eru seld í mansal á heimsvísu. Hann ákveður að yfirgefa stofnunina til að bjarga börnum sem eru seld mansali frá, eins langt í burtu og Mexíkó og Kólumbíu.

Venjulegir Bandaríkjamenn elska greinilega Hljóm frelsis (e. Sound of Freedom) og kjósa með fótunum og mæta í bíóhúsin. Svo, hvers vegna hata fjölmiðlar kvikmyndina?  Washington Post sakaði aðstandendur Sound of Freedom um að „rugla sannleikann um misnotkun á börnum og koma til móts við QAnon samsæriskenningasmiðjuna".

Í fyrirsögn sinni taldi The Guardian myndina vera „QAnon-aðliggjandi spennumynd sem tælir Bandaríkin“ og sagði velgengni hennar vera „ósmekklegt net "astroturfed boosterism" meðal öfgahægri jaðarhreyfinguna.

Kvikmyndin í raun endurspeglar handónýta stefnu núverandi stjórnar Bandaríkjanna í landamæramálum landsins. Inn um galopin hlið landamæra Bandaríkjanna streyma milljónir manna árlega, sumir segja sex eða fleiri milljónir. Og afleiðingin er skelfileg fyrir fólkið sem leitar í gegnum landamærin. Konum er nauðgað, seldar í vændi við komuna  til Bandaríkjunum og börnin líka. Karlarnir látnir vinna á þrælavinnustöðum (e. sweatshop). Hátt í hundrað þúsund börn hafa horfið eftir að þau fóru í gegnum landamæraeftirlit Bandaríkjanna og enginn veit hvar þau eru í dag.

Svo er það nýjasta fyrirbrigðið. Kándrílagið Rich men north of Richmond í flutningi Oliver Anthony sem varð fyrsti listamaðurinn til að eiga frumraun á toppi Billboard Hot 100 þrátt fyrir að hafa enga fyrri sögu á vinsældalista, með lag sem hefur vakið bakslag fyrir staðalmyndir sínar um velferðarþega Bandaríkjanna. Fyrir þremur vikum var hann algjörlega óþekktur bóndi sem spilaði fyrir tuttugu manna áhorfendahóp. En lagið hans hitti á veika taug hins venjulega borgara. Það fjallar um elítuna í Washington DC (sem er rich men north of Richmond) sem gefur skítt í líf venjulega Jóns og Gunnu Bandaríkjanna og um líf hins venjulega Bandaríkjamanns sem þrælar í láglaunastarfi.

 

Let´s go Brandon

Sound of Freedom - Official Trailer (2023)

Oliver Anthony - Rich Men North Of Richmond


Könnun Útvarps sögu: Mikil andstaða við NATO herstöð á Reykjanesi

Í þessari könnun var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að NATO setji upp herstöð á Reykjanesi?  Þessi spurning er dálítið villandi. Um hvað er verið að spyrja? Að setja upp nýja NATÓ herstöð á Reykjanesi? Jú, eins og ég skil þetta er nú þegar starfrækt NATÓ herstöð á Miðnesheiði. Hún hefur verið starfandi síðan 1951 og í raun lengur ef maður tekur seinni heimsstyrjöldina með.

Hvað segir Wikipedía um Keflavíkurstöðina eins og hún er almennt kölluð?

"Keflavíkurstöðin (enska Naval Air Station Keflavik, í daglegu tali kölluð „Keflavíkurflugvöllur“ eða „Völlurinn“) var herstöð Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Miðnesheiði, við Keflavíkurflugvöll. Herstöðin var tekin í notkun eftir að Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu tvíhliða varnarsamning árið 1951. Eftir lok Kalda stríðsins fækkaði hermönnum á stöðinni jafnt og þétt þar til að Bandaríkjamenn yfirgáfu formlega stöðina í lok september 2006. Þá hafði stöðin verið rekin í 55 ár. Í dag nefnist svæðið Ásbrú og þar starfar Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs."

En þessi grein á Wikipedía er líka villandi. Þótt húsnæði hermanna hafi verið breytt og selt til íslensks almennings, er ennþá starfandi NATÓ herstöð á Keflavíkurflugvelli. Og það er ekki smáræðis starfsemi sem er þarna í gangi og fer stækkandi.

Ekki nóg með að NATÓ hafi þarna herflugvöll (já allir sem lenda á Keflavíkurflugvelli eru að lenda á NATÓ herflugvelli), heldur hefur bæst við starfsemi NATÓ í Helguvík.  Helsti munurinn á fyrir og eftir 2006, er að aðildarþjóðir NATÓ skiptast á að manna herstöðina í stað Bandaríkjamanna einna.  En Kaninn er þarna meira eða minna með starfsemi, sá töluna 500 manns að staðaldri og minnir það á ástandi frá 1946-51 þegar bandarískir "verktakar" starfræktu flugvöllinn undir því yfirskyni að þjónusta herafla Bandaríkjanna í Evrópu.

En úr því að mikil hreyfing er á mannskapnum sem mannar herstöðina, hverjir sá um utanumhaldið?  Jú, Landhelgisgæslan (LHG). Hún sinnir í raun varnarmál Íslands með beinum hætti með umsjón loftvarnarkerfis NATÓ. Á vef Landhelgisgæslunnar segir:

"Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis.   Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO."

En Loftrýmisgæslan er í höndum flugsveita aðildarríkja NATÓ.

"Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins fer fram hér á landi samkvæmt sérstakri ákvörðun fastaráðs Atlantshafsbandalagsins frá 2007. Yfirmaður herafla NATO í Evrópu (SACEUR) hefur umsjón með henni. Er hún liður í því að gæta að nyrðri mörkum NATO og auka samstarfshæfni og viðbragðsgetu þátttökuríkja." Segir á vef LHG.

Önnur varnartengd störf LHG falla undir flokkinn "Önnur verkefni varnarmálasvið" LHG. Of langt er að telja þessi störf upp, sjá frekar slóðina fyrir þá sem vilja lesa meira: Önnur verkefni varnarmálasviðs

En kannski eru mikilvægustu störfin undir þessum flokki heræfingar NATÓ á Íslandi sem haldnar eru reglulega, á sjó, landi og lofti.

Ef könnun Útvarps sögu spyr hvort eigi að setja upp aðra herstöð, þá er niðurstaðan afgerandi, þátttakendur vilja ekki tvær herstöðvar á Reykjanesi, það "meikar ekki séns" eins og einhver myndi segja. Eða var útvarpsstöðin að spyrja um hvort það eigi að leggja af núverandi herstöð?

 

 

 


Robert L. Peters er Joe Biden!

Það er stöðugt eitthvað nýtt að uppgötvast um Joe Biden. Nú hefur komið í ljós að hann notar gervi aðgang í tövupósti samskiptum þegar hann þiggur mútur. Hann gengur undir dulnefninu Robert L. Peters. Hann notar það þegar hann þiggur mútur.

Ég held svei mér þá að þetta sé skúpp hjá mér, a.m.k. hef ég ekki séð frétt um þetta hjá íslenskum fjölmiðlum.

Hér er Matt Gaetz að fara yfir stöðuna:

Robert L. Peters


Hvað eiga New York borg og Reykjavíkurborg sameiginlegt?

Jú, báðar borgirnar hefur lengi vel verið stjórnað af vinstri mönnum, með sama árangri. Eða réttara sagt, árangursleysi.  Líkt og með vinstrimenn yfir höfuð, kunna þeir ekki að fara með annarra manna fé og sólunda skattfé borgabúa í alls kyns gæluverkefni. Báðar borgirnar eru illa reknar og skuldugar upp í rjáfur. 

Í báðum borgum flýr fólk einhvert annað, þangað sem hægri menn stjórna.  Í báðum borgum flýja fyrirtækin vegna "haturs" gegn fyrirtækjarekstri og þangað sem álögur og reglugerðir eru minni. New York búar og fyrirtæki leita til Texas og Flórída en Reykvíkingar til sveitafélaga á Suðurlandi í leit að íbúð en fyrirtækin til Hafnarfjarðar að aðstöðu fyrir fyrirtæki sín. Borgirnar verða af miklu skattféi þar af leiðandi af báðum ástæðum.

Báðar borgirnar eru frjálslyndar eða telja sig vera það.  Þær telja sig vera fjölmenningarborgir og eru vinveittar ólöglegum innflytjendur.  Gjaldaþrota Reykjavíkurborg hefur lýst sig reiðubúna til taka á móti 1500 flóttamönnum (með von um að fá meðgjöf með þeim frá ríkinu og drýgja þannig tekjurnar) og New York er einnig mjög vinveitt hælisleitendum (er yfirlýst "skjólborg").

En nú eru að renna tvær grímur á Demókratanna í New York. Þeir, líkt og Reykjavíkurborg og íslenska ríkið, ráða ekki við fjölda hælisleitenda. Á skömmum tíma hafa 100 þúsund hælisreitendur leitað þangað í gegnum galopin landamæri Biden stjórnarinnar. Í fyrstu voru þeir velkomnir en þegar velferðakerfið er að sligast vegna ásóknar, eru sumir Demókratar farnir að kvarta.  New York Democrats fear looming political 'disaster' over migrant crisis: 'Ticking time bomb'

Ef 10 milljóna borgin New York er að sligast undan 100 þúsund hælisleitendur, hvað þá með fimm þúsund hælisleitendur sem leita hingað árlega til smáborgina Reykjavík með 140 þúsund íbúa? Jú, þeir leita þangað þar sem þjónustan er mest og stjórnsýslan sem tekur á mál þeirra er til húsa. 

Demókratar óttast fylgistap vegna hælisleitendamála en hvað með vinstri stjórnina í Reykjavík? Nú þegar ríkið vill sturta vanda hælisleitendur yfir á herðar sveitafélaganna? Reykjavíkurborg, sem telur sig vinveitta minnihlutahópa, þegar á reynir, kvartar!

Eða verða skuldamál vinstri stjórnarinnar í Reykjavík henni að falli? Kannski sýnir Einar í Framsókn hversu fávísir Framsóknarmenn eru með því að taka við keflinu í miðju hlaupi og hlaupa ekki í mark, heldur á endastöð Framsóknarflokksins í borginni. Hver kýs Framsóknarflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum? Eftir svikin kosningaloforð og tómann bankareikning en enginn vill fjármagna borgina eins og sjá mátti í síðasta skuldaútboði. Miklar líkur er á að við keflinu taki Samband íslenskra sveitafélaga, sem tekur fjármálavald borgarinnar í sínar hendur eftir að borgin verður lýst gjaldþrota. 

 


Réttvísin gegn Trump

Í raun er titill greinarinnar rangur.  Réttvísin, það er dómskerfið sjálft er ekki að berjast gegn Trump, heldur er verið að misnota það.  Þeir sem hafa eitthvað fylgst með bandarískum stjórnmálum og hafa vit á þeim, vita hvað klukkan slær.

Málið er ekki flókið. Þegar Demókrataflokkurinn fór af miðjunni og gerðist harður vinstriflokkur með ný-marxismann að leiðarljósi breyttust leikreglurnar. Reyndar hefur flokkurinn verið flokkur valda, barist gegn réttindum minnihlutahópa, eins og réttindum svarts fólks, en síðastliðna áratugi hefur hann þóttst vera baráttuflokkur minnihlutahópa í orði en ekki á borði. 

Það sem gerðist var að Demókratar, sem eru duglegri en Repúblikanar að koma sínu fólki fyrir í stjórnsýslunni, hafa tekið völdin í mikilvægum stofnunum. Stofnunum eins og FBI og CIA og í dómsmálaráðuneytinu. Það er alveg sama hvor flokkurinn er við völd, útsendarar flokksins starfa áfram fyrir Demókrata.

Skeinuhættulegastir hafa verið yfirmenn FBI sem starfa á vegum Demókrataflokksins. Mýrin (the swamp) eða djúpríkið afhjúpaðist greinilega í valdatíð Donalds Trumps.  Áður hafði fólk óljósan grun um að embættismannakerfið væri ekki að sinna hagsmunum almennings, heldur flokkshagsmuni.  

Hættulegasti andstæðingur djúpríkisins, fyrrum vinur Demókrata, Donald Trump, dró djúpríkið fram í dagsljósið. Í raun afhjúpaði það sig óviljandi þegar það beitti öllum óheiðarlegum ráðum til að fella Trump.  Tilbúnar ásakanir, jafnvel áður en hann var settur í embætti, komu fram.  Hann var sakaður um að starfa með Pútín og vera útsendari Rússa.  Allt var lagt undir og allt rannsakað.  Skattamál hans, fyrirtæki hans, fjölskyldumál, allt var þetta rannsakað í þaula og ekkert fannst.

Rússagrýlan reyndist vera lýgi runnin úr búðum Hillary Clinton og Mueller rannsóknin sýndi fram á það með óyggjandi hætti. Svo var gerð rannsókn á upphafi ofsókna Demókrata í Rússamálinu og Mueller rannsóknin einnig rannsökuð af Durham rannsókninni sem hreinsaði Trump endanlega af öllum ásökunum. 

Í ljós kom, sérstaklega í Durham rannsókninni að FBI var notað í óheiðarlegum tilgangi, Demókrötum til framdráttar. Meginfjölmiðlar sem hafa verið á bandi Demókrata í a.m.k. fimm áratugi, blésu út málaferlin gegn Trump og sýndu fram á þeir voru í raun armur Demókrataflokksins. Þetta vissu flestir Bandaríkjamenn áður en þarna voru þeir endanlega afhjúpaðir.

Hver er niðurstaðan? Jú, a.m.k. helmingur Bandaríkjamanna ber ekki lengur traust til FBI (áður afar mikilsvirt löggæslustofnun) og fjölmiðla.  Mestu hatursmiðlar Trumps, svo sem MSCBS og CNN riðuðu til falls og hafa ekki borið sinn barr síðan. Samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook börðust hatramlega gegn Trump og Twitter var afhjúpað sem njósnamiðill FBI. Nýr eigandi kom að Twitter og breytti honum í samfélagsmiðillinn X.  Nýir samfélagsmiðlar komu til sögunnar, svo sem Rumble og True Social sem andsvar við ofríki vinstri manna.

Mikil læti voru við valdaskiptin 2020. Við þekkjum þá sögu.  En ekkert var gert varandi Trump í tvö og hálft ár, hann að mestu látinn í friði, í von um að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur. En svo kom tilkynning hans um endurframboð.

Demókrataflokkurinn var tilbúinn með plan B, sem er að fella risann Trump með þúsund stungum. Nú skyldi dómskerfið, stýrt úr dómsmálaráðuneyti og í höndum Demókrata, ræst og raða ákærum á Trump og framboð hans, svo mörgum (fjögur dómsmál eins og komið er) að hann hafi ekki tími til að sinna kosningabaráttu sinni. Þeir ætla að halda honum meira eða minna í dómssölum, uppteknum við að verja sig. Þetta eru að sjálfsögðu gróf afskipti af forsetakosningunum með beitingu "réttvísarinnar". Í raun aðför að lögum og reglum.

Aldrei hefur stjórnsýslukerfið verið beitt áður gegn forseta Bandaríkjanna, bæði alríkisdómskerfið og dómskerfið innan ríkja. Rebúblikanar segja dómskerfið vera tvískipt, aðrar reglur gilda fyrir Demókrata en Repúblikana.

Hvaða afdala saksóknari sem er, geti nú ákært forseta Bandaríkjanna, bara af því að honum dettur svo í hug. Sjá má það af fjóru ákærunum, soðnar eru saman ákæruliðir sem eru langsóttir í meira lagi og breyta þeim með snúningi laga í refsibrot.  Mál Trumps enda fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, það vita allir og þar eru a.m.k. sex af níu dómurum skipaðir af forsetum Repúblíkana. Þeir verða að dæma Trump í vil, annars verður viðvarandi stríðsástand milli flokkanna tveggja og stjórnkerfið í upplausn. En box Pandóru er nú opið....

Joe Biden og hans spillta lið sleppi alveg við arm réttvísarinnar hingað til en Demókratar eru að íhuga að skipta út Joe Biden og ef þeir ákveða það, verður honum hent út til úlfanna. 

Demókratar virðast misreikna sig. Þeir skilja ekki að Repúblikanar þjappa sig þéttar saman við svona auðljósa misbeitingu valdsins og það sem meira er, þeir sem eru óflokksbundnir og flakka milli flokka, er einnig misboðið. Skoðanakannanir sýna meira og meira fylgi Trumps, því fleiri ákærur koma á hendur hans.

Newt Gingrich, fyrrum forseti Fulltrúardeildarinnar á Bandríkjaþingi og sagnfræðingur segir að þetta sé einsdæmi í bandarískri sögu og það þurfi að leita aftur til 1850 til að finna sambærilegan klofning landsins. Og hann óttast borgarastyrjöld sem einmitt gerðist úr stjórnarkrísunni árið 1861.

Gingrich tekur dæmi: "...hefðu allir kjörmenn Al Gore frá Flórída átt að vera ákærðir? Ætti að ákæra fyrrverandi formann nefndarinnar 6. janúar, sem var varakjörinn í Mississippi? Ekki satt? Þetta er allt brjálað. Við skulum bara hafa það á hreinu hvað er í gangi.

Vinstrimenn eru hræddir við Donald Trump. Hann er sá utanaðkomandi maður sem hefur hrist allt kerfið þeirra úr skorðum og þeir eru tilbúnir að rústa lögin til að tortíma Trump. En kjarninn í þessu er að ég trúi á bandarísku þjóðina. Ég held að á endanum endi þetta í útnefningu Trumps með miklum yfirburðum og tilnefningunni verði lokið fyrir 1. febrúar. … Ég held að ef kosningarnar á næsta ári eru á milli þeirra sem verja stjórnarskrána og réttarríkið og spilltrar fjölskyldu sem lifir út á Clinton, Obama, Biden og spillingu bandaríska kerfisins.

Allt í lagi, ég hef þá hugmynd að bandaríska þjóðin hafni spillingu. … Ég held að daginn sem hann gengur inn í réttarsal muni 15 milljónir manna bjóða sig fram til að vera staðgöngumættar sem berjast fyrir Trump. Ég held að fólk sé nú svo reitt. … Ástandið í Atlanta var fáránlegt. Þetta er héraðssaksóknari sem lögsækir og ef Georgíuríki bæri einhverja virðingu fyrir lögum ríkisins, myndi það koma henni úr embætti." 

Athugum það að Gingrich var hatramur andstæðingur Trumps innan Repúblikanaflokksins og er jafnvel enn. En hann er einn virtasti "speaker" Fulltrúardeildarinnar fyrr og síðar og það sem hann segir, taka allir mark á.  Hann segir að Bandaríkjamenn stefni í mestu stjórnarskrákrísu síðan 1850 Sjá slóð: Newt Gingrich: We are drifting towards the greatest Constitutional crisis since the 1850s

 

 

 

 

 

 


Um landamæralausan heim

Hinn virti fræðimaður Victor Davis Hanson hefur skrifað af mikilli þekkingu um þjóðríkið og nauðsyn landamæra.  Hér eru nokkri punktar sem hann kemur inn á, sjá slóðina: Op-Ed: Why borders matter — and a borderless world is a fantasy

Sum sé, eftirfarandi texti er eftir hann. Förum yfir hvað hann segir en valdir kaflar úr grein hans eru þýddir:

"Landamæri eru í fréttum sem aldrei fyrr og málefni hælisleitenda. Elítan ýtir undir landamæralausan heim enda vill hún fá sitt vinnuafl ódýrt og við hendina þegar henni hentar. Svo má nota þetta fólk sem framtíðar kjósendur.

Meðal elítunnar hefur landamæraleysi tekið sinn sess sem pólitískur rétttrúnaður á okkar tímum - og eins og með aðrar slíkar hugmyndir hefur það mótað tungumálið sem við notum. Lýsandi hugtakið „ólöglegur útlendingur“ víkur fyrir þokukenndum „ólöglegum innflytjanda“, síðan „skjallausum innflytjanda,“ „innflytjandi“ eða algjörlega hlutlausum „innflytjandi“ - nafnorð sem hylur hvort viðkomandi einstaklingur er að koma inn eða fara.

Dagskráin fyrir opin landamæri í dag á rætur sínar að rekja ekki aðeins til efnahagslegra og pólitískra þátta - þörfinni fyrir láglaunafólk sem mun vinna verkið sem innfæddir Bandaríkjamenn eða Evrópubúar munu ekki gera, og löngunina til að flýja misheppnuð ríki - hefur verið í nokkurra áratuga vitsmunalegri gerjun, þar sem vestrænir fræðimenn hafa skapað töff svið „landamæraumræðu“.

Það sem við gætum kallað "eftir landamærastefna" (landamæraleysi) er það sem fræðimenn segja að landamæri séu aðeins tilbúnar byggingar, jaðarsetningaraðferðir hannaðar af valdamönnum, aðallega til að stimpla og kúga „hinn“ - venjulega fátækari og minna vestrænan - sem endaði á rangri hlið skiptinginnar.

„Þar sem landamæri eru dregin er vald beitt,“ eins og einn evrópskur fræðimaður orðaði það. Þetta viðhorf gerir ráð fyrir að þar sem landamæri eru ekki dregin sé valdi ekki beitt.

Draumar um landamæralausan heim eru þó ekki nýir. Plútarch hélt því fram í ritgerð sinni „Um útlegð“ að Sókrates teldi sig ekki bara vera Aþenubúa heldur "borgara alheimsins“.

Í seinni tíma evrópskri hugsun byggðu hugmyndir kommúnista um alhliða verkalýðssamstöðu að miklu leyti hugmyndina um heim án landamæra. "Verkamenn heims, sameinist!" hvöttu Marx og Engels. Stríð brutust út, frá þessari hugsun, eingöngu vegna óþarfa deilna um úrelt ríkismörk.

Lausnin á endalausu stríði, héldu sumir fram, væri að útrýma landamærum í þágu þverþjóðlegrar stjórnarhátta.

Vísindaskáldsaga H. G. Wells, „The Shape of Things to Come“ fyrir stríð, sá fyrir sér að landamæri myndu að lokum hverfa þegar fjölþjóðafræðingar knúðu fram upplýsta heimsstjórn.

Slíkur skáldskapur ýta undir tísku í hinum raunverulega heimi, þó að tilraunir til að gera landamæri ekki mikilvæg - eins og á tímum Wells, og Þjóðabandalagið reyndi að gera - hafi alltaf mistekist. Vinstrimenn halda ótrauðir áfram að þykja vænt um sýn á landamæralausan heim sem siðferðilegir yfirburðir þeirra koma fram, sigur yfir tilbúnri mismun.

Samt er sannleikurinn sá að formleg landamæri skapa ekki mun – þau endurspegla hann. Áframhaldandi tilraunir elítunnar til að eyða landamærum eru bæði tilgangslausar og eyðileggjandi.

Landamæri - og baráttan við að halda þeim eða breyta þeim - eru jafngömul landbúnaðarmenningu. Í Grikklandi til forna brutust út flest stríð vegna kjarrlendis á landamærum. Hið umdeilda hálendi bauð lítinn hagnað fyrir búskap en hafði gríðarlegt táknrænt gildi fyrir borgríki til að skilgreina hvar eigin menning hófst og endaði.

Í gegnum söguna hafa upphafspunktar stríðs jafnan verið slík landamæralönd - methorían milli Argos og Spörtu, Rínar og Dóná sem landamæri Rómaveldis, eða Alsace-Lorraine púðurtunnan milli Frakklands og Þýskalands. Þessar deilur komu ekki alltaf upp, að minnsta kosti í fyrstu, sem tilraunir til að ráðast inn og sigra náungann. Þær
voru þess í stað gagnkvæm tjáning aðgreindra samfélaga sem meta skýr landamæri að verðleikum - ekki bara sem efnahagsleg nauðsyn eða hernaðarlegt öryggi heldur einnig sem leið til að tryggja að eitt samfélag gæti sinnt einstökum viðskiptum sínum án afskipta og átaka nágranna sinna.

Landamæri eru til aðgreindra landa sem girðingar eru fyrir nágranna eða bænda: leið til að afmarka að eitthvað á annarri hliðinni sé frábrugðið því sem liggur hinum megin. Landamæri magna upp meðfædda löngun mannsins til að eiga og vernda eignir og líkamlegt rými, sem er ómögulegt að gera nema það sé litið á það - og hægt sé að skilja það svo - sem aðskilur. Landamæri þarf til að geta rekið þjóðfélag, þau skilgreina skattgreiðendur frá hinum sem koma sem gestir og þeir sem eru skilgreindir sem borgarar eru skattgreiðendur og halda samfélaginu uppi.

Skýrt afmörkuð landamæri og framfylgd þeirra, annaðhvort með múrum og girðingum eða með öryggiseftirliti, mun ekki hverfa vegna þess að þau fara að hjarta mannlegs ástands - það sem lögfræðingar frá Róm til skosku upplýsingatímans kölluðu meum et tuum, mitt og þitt. Milli vina auka ógirt landamæri vináttu; meðal óvingjarnlegra, þegar þeir eru víggirtir, hjálpa þau að halda friðinn.

---

Í stórum dráttum eru þeir sem gera gys að landamærum ekki tilbúnir til að takast á við hvers vegna tugir milljóna manna kjósa að fara yfir þau í fyrsta lagi, og skilja eftir tungumálakunnáttu sína og innfæddan jarðveg - og leggja sig í mikilli persónulegri hættu á þeirri vegferð. Svarið er augljóst: fólksflutningar, eins og þeir voru á sjöunda áratugnum milli meginlands Kína og Hong Kong, eins og þeir eru núna milli Norður- og Suður-Kóreu, eru venjulega einstefnugötur, frá ekki Vesturlöndum til vesturs eða vestrænnar birtingarmyndir þeirra. Fólk gengur, klifrar, syndir og flýgur yfir landamæri, öruggt í þeirri vissu að mörk marka mismunandi nálgun á mannlega reynslu, þar sem önnur hliðin er talin farsælli eða meira aðlaðandi en hin.

Vestrænar reglur sem stuðla að auknum líkum á samráði stjórnvalda, trúarlegu umburðarlyndi, sjálfstæðu dómskerfi, frjálsum markaði kapítalisma og vernd einkaeignar sameinast til að bjóða einstaklingnum upp á velmegun og persónulegt öryggi sem sjaldan nýtur heima hjá sér. Fyrir vikið gera innflytjendur nauðsynlegar ferðaleiðréttingar til að fara vestur – sérstaklega í ljósi þess að vestræn siðmenning, einstaklega svo, hefur venjulega skilgreint sig út frá menningu, ekki kynþætti, og er því ein tilbúin að samþykkja og samþætta þá af mismunandi kynþáttum sem vilja deila siðareglur hennar. En svo kemur veruleikinn og hættan. Hvað á að gera við þá sem vilja ekki samþættast og halda í eigin siði og venjur?"

 


Gjaldþrota borg á yfirdrætti

Titillinn á þessari blogggrein hljómar eins og stríðsletur, æsingafyrirsögn til að ná athygli. En því miður er þetta staðreynd.

Reykjavíkurborg er komin upp í 199% skuldaviðmið en ef hún fer yfir 200%, telst hún tæknilega séð gjaldþrota og sérstök framkvæmdarnefnd Samtaka sveitafélaga tekur við fjárrekstur sveitafélagsins. Skuldaviðmiðið var 150% en þegar stefndi í að Reykjavík færi yfir þau mörk, voru þau bara hækkuð í 200%!

Verra er að yfirdráttur Reykjavíkurborgar er fullnýttur hjá bönkunum.  Reykjavík er í svipaðri stöðu og Selfoss sem er á barmi gjaldþrots en mikill munur er á þessum sveitarfélögum hvað varðar orsök gjaldavanda.  

Selfoss hefur stækkað svo ört að Árborg á í erfiðleikum við að halda í við íbúafjölgun og aukins þjónustustigs sem því fylgir, svo sem byggingu leikskóla og grunnskóla.

Svo er ekki fyrir að fara hjá Reykjavíkurborg. Þar er hrein órásía að ræða, peningum eytt í alls kyns gæluverkefni (t.d. hjólastígar, þrengingu gatna, alls kyns menningartengd verkefni sem ættu að vera í höndum samtaka eða einstaklinga) en fyrst og fremst stafar vandinn af risavöxnu stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Alls kyns "fræðingar" eru á spenanum að gera ekki neitt, nema að flækjast fyrir einstaklingsframtakinu með reglugerðafargann.

Reykjavíkurborg hrekur fyrirtæki úr borginni og til Hafnarfjarðar sem er orðið mesti iðnaðarbær Íslands. Þar verður Reykjavík af útsvari. Svo harðir eru vinstri menn í að hrekja fyrirtækin úr borginni að heilu iðnaðarhverfin eru breytt til að koma þeim úr borginni, svo sem Vogahverfið. Reykjavík er orðin svefnbær fyrir iðnaðarhverfi nágrannasveitafélaga.

Engar verklegar framkvæmdir hafa verið í áratugi í borginni, engin mislæg gatnamót og Sundabraut eins fjarri veruleikanum og hún var fyrir tveimur áratugum. Engir peningar eru til í almennar vegaframkvæmdir, aðeins fyllt í holurnar og malbikað yfir "járnbrautaförin" í malbikinu.

Á meðan mygla skólarnir vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinn, að sögn vegna fjárskorts. Leikskólar ekki mannaðir og þá er fundin "töfralausnin" að börnin eigi að vera sex klst. á dag í leikskólum.  Umferðaeyjur ekki slegnar, jú, það er svo "grænt" að láta grasið fullvaxa, asmasjúklingum til ama og helst ekki að hreinsa götur nema einu sinni ári. Mengun í borgum erlendis dregur fjölda fólks til dauða árlega. Hver skyldi sú tala vera í Reykjavík? Á meðan flokkar fólk sorpið með stækkunargleri en Reykjavíkurborg hrærir svo í ruslinu á sorpmóttökustöð í einn hrærigraut.

Í hvað hafa eiginlega peningarnir farið, með útsvarsgreiðslur Reykvíkinga í toppi? Og kjósendum er alveg sama? Af hverju eru ekki mótmæli á götum úti? Mér kemur þetta ekkert við hugsar kjósandinn?

 

 

 

 


Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn?

Þessari spurningu var velt fram um daginn og var fátt um svör. En svo kom svarið í pistla grein á Eyjunni. Þar skrifar Jón Björn sagnfræðingur frábærilega um hvað gengi eiginlega á með Sjálfstæðisflokkinn og aðra stjórnmálaflokka á landinu. Sjá slóð hér að neðan.

Björn Jón kemst að sömu niðurstöðu og ég. Forystan í Sjálfstæðisflokknum er búin að missa jarðtenginguna við vinnandi fólk og hugsjónarleysið einkennir störf hennar. Ég ætla að renna yfir það helsta sem Björn segir í grein sinni.

Björn Jón byrjar á jarðtengingunni. Hann segir að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi komið úr borgarstjórn.  Þar voru þeir í beinu sambandi við almenning og vissu þar af leiðandi hvar skórinn kreppti að. Ég er sammála og segi að forystumennirnir í dag sem eru flestir lögfræðingar sem hafa aldrei dýft hendi í kalt vatn, hafi enga tengingu við almenning eða stéttarfélögin. Dæmi. Davíð Oddsson naut mikillar hylli einmitt vegna þess að hann var borgarstjóri. Ég man sjálfur hvað hann gerði fyrir hverfi mitt. Hann kom sjálfur í eigin persónu til að fylgja málinu eftir.

Sérstaða Sjálfstæðisflokksins gagnvart launafólk horfin.  Flokkurinn var með þá sérstöðu sem hægri flokkur að vera flokkur vinnandi fólks og hafði slagorðin "stétt með stétt". Hann var frábrugðinn öðrum hægri flokkum í Evrópu að þessu leiti. Nú er sú áhersla horfin og flokkur eins og Flokkur fólksins tekið þennan kjósendahóp.

En nú ætla ég að vísa beint í orð Björns Jóns um hugsjónalaus stjórnmál. Hann segir:

Hugsjónalaus stjórnmál

Almennt finnst mér bera æ minna á hugsjónum og hugmyndafræði í stjórnmálunum og engu líkara en flestir þingmenn og borgarfulltrúar skynji hvorki tíðarandann né þá hugmyndafræði sem flokkar þeirra byggðu á; skilji ekki hvaða erindi þeir eigi í pólitíkinni. En af því að hér er Sjálfstæðisflokkurinn til umræðu má nefna sem dæmi að þingkona flokksins kom af fjöllum á dögunum er tíðindamaður eins fjölmiðilsins innti hana álits á þeirri óánægju sem ríkti meðal flokksmanna um stjórnarsamstarfið, þar sem hugmyndafræði flokksins kæmist vart að.

Ég er ekki frá því að líkt sé komið stærstum hluta þingheims — hann lifir í einangruðum heimi þar sem menn hafa komið sér upp fríðindum á fríðindum ofan. Samtryggingarnet flokkanna er orðið svo þéttriðið að flestum sem falla út af þingi er komið fyrir í aðstoðarmannsstöður, þeir fluttir í letigarða fjölþjóðastofnana, ellegar búin eru til embætti hér heima. Þannig stækkar „stjórnmálastéttin“ með hverju árinu og hún sér um sig, eins og ég rakti nokkuð í síðasta pistli þar sem ríkisvæðing stjórnmálastarfs var til umfjöllunar.

Raunar hafa allnokkrir komið að máli við mig í kjölfar þess pistils og sagt mér sögur af fjármálaóreiðu og ógætilegri meðferð þeirra miklu fjármuna sem flokkarnir hafa skammtað sér af skattfé. Þetta styrkir mig enn í þeirri trú að hvort tveggja þurfi að opna bókhald flokkanna upp á gátt og setja þröngar skorður við ráðstöfun þess almannafjár sem þeir taka sér."

Sjá má þetta víða um vestræn lönd. Menn keppast að komast í valdasæti, en þegar komið er inn á þing, er lítið gert. Flokksforustan látin ráða ferðinni og eina hlutverk þingmannanna að greiða atkvæði í samræmi við stefnu forystunnar. Sannkallað flokkræði forystunnar og þegar hún villtist af leið er voðinn vís. Að lokum. Hann sér sama hugsjónarleysið í Samfylkingunni,  VG og fleiri flokkum

Að leita uppruna sinn


Íslenska þjóðveldið í samanburði við lýðveldið Ísland stofnað 1944

Ég er að horfa á þáttaröðina Landnemarnir sem er um margt athyglisverð. Þar er fjallað um stjórnkerfið sem landnemarnir komu á um 930 með stofnun Alþingis. Þetta stjórnkerfi lifði af í 250 ár en síðustu 50 árin einkenndust af innanlandsátökum og valdaþjöppun í hendur fárra. Sturlungaöldin lauk með valdatöku eins manns, Noregskonungs og miðstýring valds var komið á með þessu framkvæmdarvaldi. Þetta var í raun ekkert framkvæmdarvald, heldur verndarskattur.

Hér er ætlunin að bera saman þjóðveldið við lýðveldið. Hvað valdakerfin eiga sameiginlegt og hvað ekki.

Tímabilið frá 930 til 1262 í Íslandssögunni, oft nefnt „Þjóðveldistímabilið“ eða „fríríkistímabilið“, einkenndist af einstakri dreifðri stjórnsýslu. Á þessum tíma var við lýði á Íslandi lauslegt bandalag höfðingja, með skort á miðlægum konungi eða stjórnvaldi. Alþingi, löggjafarsamkoma sem stofnað var árið 930, þjónaði sem samkomustaður fulltrúa frá mismunandi héruðum til að ræða lagaleg málefni, leysa ágreiningsmál og setja lög byggð á lagabálki íslenska þjóðveldisins, þekktur sem „Grágás“. Samfélagið var að mestu byggt á búskap, með ríka áherslu á einstaklings- og fjölskylduréttindi. Með öðrum orðum, ekkert framkvæmdarvald var á landinu og urðu þeir sem urðu fyrir óréttlæti að rétta í málum sínum sjálfir og framkvæmda dóminn. Kerfið var þó þannig uppbyggt að leitast var við að koma á sátt og voru ættirnir málsaðilar og þær sem í raun framfylgdu lögin í þágu einstaklingsins sem varð fyrir broti.

Aftur á móti markaði stofnun íslenska lýðveldisins árið 1944 veruleg fráhvarf frá þessu sögulega tímabili. Íslenska lýðveldið starfar undir þingbundnu lýðræði með forseta sem þjóðhöfðingja en forsætisráðherra gegnir hlutverki oddvita ríkisstjórnarinnar. Alþingi, sem upphaflega var stofnað á tímum þjóðveldisins, var endurvakið sem þjóðþing og hélt áfram að vera mikilvæg löggjafarstofnun í íslensku nútímalýðveldi. Hins vegar færðist stjórnmálaskipan í átt að miðstýrðri ríkisstjórn með skilgreindum greinum og hlutverkum.  Það á að heita svo að valdið er þrískipt; dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdarvald en á meðan framkvæmdarvaldið - ríkisstjórnin situr á Alþingi og hefur atkvæðarétt, er þrískiptingin ekki raunveruleg.

Sameiginleikar þessara tveggja tímabila geta falið í sér ríka áherslu á lýðræðislega ákvarðanatöku í gegnum þing, eins og sést af áframhaldandi mikilvægi Alþingis á báðum tímum. Auk þess hafa bæði tímabilin lagt áherslu á mikilvægi menningarlegrar og þjóðlegrar sjálfsmyndar fyrir Íslendinga.

Hins vegar er einnig verulegur munur. Þjóðveldistímabilið skorti miðlægt vald á meðan íslenska nútímalýðveldið hefur skipulagt stjórnkerfi með afmörkuðum völdum og embættum. Efnahagslegt, félagslegt og tæknilegt samhengi þessara tveggja tímabila er einnig mjög ólíkt, sem hefur áhrif á gangverk stjórnarfars og ákvarðanatöku. Á sögulega tímabilinu var dreift valdanet höfðingja, en nútímalýðveldið einkennist af miðstýrðri stjórn.

Í stuttu máli má segja að á meðan bæði þjóðveldistímabilið og íslenska nútímalýðveldið skuldbinda sig til að nota lýðræðislegrar fulltrúa í gegnum Alþingi, þá eru þau ólík hvað varðar miðstýringu valds, pólitíska uppbyggingu og samfélagslegt samhengi, sem endurspeglar þróun íslenskra stjórnarhátta í gegnum aldirnar.

Endalok fyrsta lýðveldisins framundan?

Svona í blálokin, má spyrja hvort að fyrsta lýðveldið sé ekki úr sér gengið? Margvíslegir ágallar eru á því eins og ég kom inn (löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið í einni sæng), vald forseta Íslands er háð duttlungum þjóðhöfðingjans sem stundum er tilbúinn að beita neitunarvaldi og stundum ekki.

Ekkert beint lýðræði er nema það sem er háð duttlungum forsetans en nútímatækni bíður upp á breiða þátttöku almennings í stjórnun landsins. Fulltrúalýðræðið er barn síns tíma og komið á þegar hestasamgöngur voru og lítill möguleiki almennings á þáttöku í ákvörðunartöku. Kannski má blanda saman beinu lýðræði og fulltrúalýðræði eins og sjá má í Sviss?

Og að lokum svona að gamni má benda á franska lýðveldið hefur verið stofnað og endað fjórum sinnum.

Fyrsta lýðveldið (Première République): Stofnað í kjölfar frönsku byltingarinnar og var stjórnarform í Frakklandi frá september 1792 til maí 1804. Það skiptist í þrjá þætti: Ógnarstjórnina, Þjóðstjóraveldið og Konsúlaveldið.

Annars lýðveldið (Deuxième République): Var stofnað eftir uppreisn þar sem konungsdæmi Louis-Philippe lagðist í rúst og lýðveldi var endurreist í febrúar 1848. Þetta lýðveldi var stjórnað fram til desember 1852 þegar Louis-Napoleon (seinna Napóleon III) lýsti sig keisara.

Þriðja lýðveldið (Troisième République): Var stjórnað frá 1870, þegar Napóleon III beið ósigur í fransk-þýska stríðinu, og keisaraveldið féll. Þetta lýðveldi stóð yfir fram til 1940, þegar það lagðist saman í kjölfar þýsku innrásar í Seiniborg.

Fjórða lýðveldið (Quatrième République): Var stjórnað frá 1946, eftir seinni heimstyrjöldina, og var stjórnað fram til 1958. Það var þá skipt í átt til stjórnarskrár sem byggði upp undir fyrsta forsetavaldið.

Núverandi lýðveldið (Cinquième République): Var stofnað þegar núverandi stjórnarskrá tók gildi árið 1958. Það hefur verið í gildi síðan þá og er núverandi stjórnskipulag Frakklands.

 


Athugasemdakerfi Moggabloggsins

Menn (konur og karlar) nota Moggabloggið í margvíslegum tilgangi.  Flestir eru með hugleiðingar um dægurmál sem eru á efst á baugnum hverju sinni.

Sumir hvetja til þátttöku lesenda sinna og hafa svo kallaðan athugasemdareit neðan við blogggrein sína. Aðrir gefa engan kost á andsvar og vilja hafa blogg sitt sem n.k. einræðu eða blaðagrein sem ekki er hægt að svara nema að skrifa aðra bloggrein á móti.

Svo er það þriðji hópurinn sem fer bil beggja. Hann leyfir athugasemdir...eftir samþykki bloggarans.  Það getur því verið bið á andsvari eða höfnun. Þetta getur verið svolítið slæmt, því ef maður vissi fyrirfram að bið er á birtingu athugasemdarinnar og hún háð dutlungum bloggarans, þá held ég að ég birti ekki athugasemd. En maður lærir með tímanum á bloggaranna.

Ég hafði í upphafi það þannig að menn geta gert athugasemdir við blogggreinar mína og þær birtast strax. En eftir eitt ár, var ég að fikta í stillingum á bloggsíðu minni og ákvað að hafa það þannig að athugasemdirnar væru háðar samþykki mitt. Ekki var ætlunin að þagga niður athugasemdir og gerði ég þetta án mikillar íhugunar.

En þá skrifaði einn lesenda minna að ég væri harður talsmaður málfrelsis og þetta væri ekki í anda þess. Ég tók sneiðina til mín og breytti athugasemda möguleikanum í snarasta. Nú getur hver sem er gert athugasemdir við blogg mitt án afskipta minna. Í raun þýðir hik á birtingu athugasemdar óbeina ritskoðun og því er ég ekki fylgjandi. 

Ég hef sjálfur gert athugasemdir við blogggreinar bloggara hér, hjá þeim sem það gefa kost á. En þeir eru innan við 10 talsins sem ég geri athugasemd við. Þeir eru valdir vegna þess að þeir skrifa reglulega og eru með áhugaverðar blogggreinar.  En oft er ég ósammála þeim og segi svo. Stundum sammála og segi svo.

Þeir, þessir heiðursmenn, nánast undantekningalaust leyfa mér, rausaranum, að tjá mig og eiga þeir þökk fyrir.  Ég hef bara einu sinni lent í því hér á blogginu að lokað var á mig og það fyrir sakleysislega athugasemd að því mér fannst. Sá fékk í staðinn heila blogggrein mína í andsvar.  Síðan hefur ég ekki gert athugasemd hjá honum, enda bíður hann ekki upp á opna umræðu.

Athugasemdakerfi bloggsins og samfélagsmiðlanna er góðra gjalda vert. Það hvetur til þátttöku almenning í opinberri umræðu, þótt stundum gusti um frjálsa umræðu.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband