Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023

Hvers vegna misheppnast sósíalsiminn alltaf?

Inngangur

Ég hef margoft komið inn á þetta en segi eins og karlinn, góð vísa er aldrei of oft kveðin.  Byrjum á að skilgreina hvað er sósíalismi.

Sósíalismi er kerfi eða skilyrði í samfélagi þar sem framleiðslutækin eru í eigu og stjórnað af ríkinu eða fólkinu. En hvað þýðir þetta eiginlega? Jú, einstaklingurinn má eiga persónulegar eigur (föt sín o.s.frv.) en hann má ekki eiga í einkaeigu fjármagn sem til þarf til að framleiða vörur. Það, fjármagnið verður að vera í eigu ríkisins eða ótilgreinri sameign.

Hvað hefur sagan kennt okkur? Ótal dæmi um að kenningin og raunveruleikinn segi okkur að sósíalisminn gangi ekki upp og hefur aldrei gerst. Samt er til fjöldinn allur af fólki sem segir að kenningin sé rétt, bara ef rétta fólkið beiti henni. Eina sem þurfi til, er að allir séu sammála um taka eina ákveðna stefnu og þá fari allt vel. Vandinn er að við erum og verðum aldrei sammála.

Hættulegasta við sósíalista kenninguna er að hún afklæðir allar einstaklings hugmyndir og athafnasemi í þágu almanna hagsmuna.

Spurningin er hvað eru almanna hagsmunir og hverjir ákveða hvað almanna hagsmunir eru? Svar sósíalista er "sameiginleg ákvörðun" meirihlutans (e. collective decides).

Annað sem verra en það er að kenningin brýtur niður mennskuna og meðhöndlar samfélag einstaklinga bara sem framleiðendur eða neytendur. Í sósíalísku kerfi er maður ekki lengur einstaklingur, bara hluti af massanum eða hluti af "samfélagsvélinni" sem verður að hafa stjórn á til að ná settu marki sem einhver annar ákveður fyrir mann.

Sjá mátti þetta í Ráðstjórnarríkjunum (Sovétríkjunum) þar sem Stalín, ákvað að fórna einstaklingnum í massa tölu í þágu heildarinnar. Einnig í Kína, í stökkinu mikla 1959-61. Í báðum ríkjum voru einstaklingar drepnir í þágu fjöldans.

Í sósíalismanum færast völdin ALLTAF í hendur fárra og þessi fámenni hópur eða einræðisherra taka allar ákvarðanir, þeir taka hagsmuni hópsins alltaf fram yfir hagsmuni einstaklingsins.

Nokkrar ástæður fyrir því að sósíalismi hefur ekki gengið upp

Sósíalisminn hefur reynst óhagkvæmnur og auðlindaúthlutun mörkuð spillingu. Ein algeng gagnrýni er sú að sósíalismi hefur tilhneigingu til að úthluta auðlindum á óhagkvæman hátt vegna skorts á markaðsdrifnum verðmerkjum. Án samkeppni og hvata sem frjáls markaður veitir gæti verið tilhneiging til rangrar úthlutunar auðlinda sem leiðir til óhagkvæmni og skorts.

Vegna þess að einstaklingurinn og sköpunargeta hans (sem hann setur í verk með eigið eða annarra manna fé) fá ekki að njóta sín í sósíalískum ríkjum, er skortur á nýsköpun. Gagnrýnendur halda því fram að sósíalismi geti kæft nýsköpun. Í markaðsdrifnu kapítalískum hagkerfum eru frumkvöðlar og fyrirtæki hvattir til nýsköpunar til að öðlast samkeppnisforskot og græða. Í sósíalísku kerfi þar sem hagnaðarsjónarmið eru í lágmarki gæti verið minni hvati fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að fjárfesta í rannsóknum og þróun.

Vegna þess að valdið er í höndum fámenns hóps, er mikið miðstýrt eftirlit og skriffræði í sósíalistaríkjum. Sósíalísk kerfi fela oft í sér miðstýrða stjórn yfir lykilatvinnugreinum og auðlindum. Gagnrýnendur halda því fram að þessi miðstýring geti leitt til uppblásins skrifræðis, sem gerir það erfitt að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum hratt. Ákvarðanir sem teknar eru af miðstýrðu yfirvaldi endurspegla kannski ekki alltaf blæbrigðaríkar þarfir og óskir einstaklinga og sveitarfélaga. Þetta ættu íslensk stjórnvöld að hafa í huga og takmarka reglugerðafarganið, hætta afskiptum af atvinnulífinu nema að setja almennar reglur og síðan en ekki síst að hafa hófsama skatta.

Einstaklingshvatar eru brotnir niður. Sósíalismi dregur úr einstaklingsframtaki og vinnusemi. Í kerfi þar sem auður og auðlindir eru jafnari dreift gæti verið minni hvatning fyrir einstaklinga til að leitast við að ná framúrskarandi árangri eða taka á sig meiri ábyrgð, þar sem umbun fyrir það gæti verið takmörkuð.

Skortur á vali neytenda í sósíalískum ríkjum er viðvarandi. Sósíalísk hagkerfi gætu takmarkað val neytenda miðað við kapítalísk hagkerfi. Á samkeppnismarkaði eru fyrirtæki knúin til að bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum og þjónustu til að laða að viðskiptavini. Í sósíalísku kerfi gæti verið færri valmöguleikar og minni fjölbreytni í vörum og þjónustu í boði. Hreinlega vegna þess að fámenna elítan sem stjórnar, getur ekki brugðist nógu hratt við eftirspurn eða séð hana yfir höfuð.

Maður þarf allta að koma með söguleg dæmi, svo sósíalistarnir skilji hvað maður er fara. Gagnrýnendur benda oft á söguleg dæmi um sósíalísk hagkerfi sem stóðu frammi fyrir áskorunum. Lönd eins og Sovétríkin, Maóista Kína og nýlega Venesúela hafa staðið frammi fyrir efnahagslegum erfiðleikum, þar á meðal skorti, óhagkvæmni og í sumum tilfellum, pólitískri kúgun. Þó að þessi dæmi séu ekki endilega táknuð fyrir allt litróf sósíalískra fyrirmynda, hafa þau stuðlað að efasemdir um hagkvæmni og skilvirkni sósíalismans.

Karl Marx og kumpánar skildu ekki mannlegt eðli enda unnu þeir aldrei ærlegt handtak um ævina, voru fastir í hugaróra kenningum. Gagnrýnendur halda því fram að sósíalismi geri oft ráð fyrir ótrúverðugri sýn á mannlegt eðli, þar sem einstaklingar eru tilbúnir til að vinna að sameiginlegum hagsmunum án þess að þurfa persónulega hvata. Gagnrýnendur telja að mannlegt eðli sé flóknara og að eiginhagsmunir og langanir einstaklinga gegni mikilvægu hlutverki í að knýja áfram efnahagslega og félagslega hegðun.

Svo er það efnahagslega hliðin á sósíalismanum.  Sósíalísk kerfi eiga oft í erfiðleikum með að ákvarða nákvæmt verð á vörum og þjónustu, sem getur leitt til skorts og afgangs. Í markaðsdrifnu hagkerfi þjóna verð sem merki sem hjálpa til við að úthluta auðlindum á skilvirkan hátt. Án þessara verðkerfa gætu sósíalísk hagkerfi átt í erfiðleikum með að taka upplýstar ákvarðanir um framleiðslu og neyslu.

Ísland og sósíalisminn

Íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórn landsins bera mörg einkenni sósíalískrar stefnu. Talað hefur verið um fjórflokkinn, að hann stjórni öllu en kjósendur hafa reynt að dreifa atkvæðum sínum og kjósa út fyrir hann. En niðurstaðan er eftir sem áður sú sama, hér eru á Alþingi fimm vinstri flokkar, tveir sem teljast á miðjunni og einn hægri flokkur sem rétt hangir hægra meginn á spýtunni. Landið er sósíaldemókratískt og enn er blandað hagkerfi. Það þýðir mikil afskipti íslenska ríkisins af atvinnulífinu, miðstýring á velferða- og heilbrigðiskerfunum og reglugerðafargann (sem streymir hingað óáreitt beint frá sósíalíska ESB).

Ætlar einhver sem þetta les að kjósa Sósíalistaflokk Íslands í næstu kosningum? Eða Vinstri græna? Eða Samfylkinguna? Eða Pírata (vinstri stjórnleysinganna)? Hefur kjósandinn nokkuð val, þrátt fyrir "úrvalið"?


Ráðherrar sem sinna ekki störfum sínum

Stjórnkerfið, með ríkisstjórn Íslands í fararbroddi, er ætlað að vinna í þágu lands og þjóðar. Í framlínunni eru ráðherrar landsins. Þeim er ætlað að verja hagsmuni Íslendinga, þ.e.a.s. þjóðfélagsins, bæði inn á við og út á við. 

En nú hefur borið á að ráðherrar Íslands eru ekki starfi sínu vaxnir.  Þeir gæta ekki hagsmuni umbjóðenda sinna.  Þetta er áberandi í núverandi ríkisstjórn, sem er n.k. þríhöfða þurs sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga og niðurstaðan er að hann stígur í allar áttir en samt enga.

Nú ætla ég ekki að tengja verk ráðherra sérstaklega við stjórnmálaflokka, allir ráðherrar, úr öllum flokkum, hafa gert mistök. En spurningin er, eru þeir viljugir til að leiðrétta mistökin eða geta þeir það pólitískt?  Svo er að sjá að ráðherrar hafa gert mistök síðastliðið misseri en eru ekki viljugir til að leiðrétta.

Núverandi sjávarútvegsráðherra (matvælaráðherra), gerði aðför að heilli atvinnugrein með fyrirvaralausu hvalveiði banni. Að því virðist á veikum rökum. Hætta er á málaferlum og ríkissjóður (við) þurfum að greiða háar skaðabætur. Skaðinn er þegar skeður, við verðum af milljörðum í tekjur.

Fjármálaráðherra virðist ekki kunna að telja peninga, eða athugað hvort það sé gat á ríkiskassanum, en hann rekur þjóðfélagið með bullandi tapi í mesta efnahags viðsnúningi sögunnar.

Forsætisráðherra talar tveimur tungum, segist vera friðardúfa en hefur reynst vera stríðshaukur og ekki barist fyrir friði í Úkraníu.

Innviðaráðherra hefur ekki gætt hagmuna landsbyggðarinnar í flugvallamáli Reykjavíkurflugvallar. Hann hefur ekki slegið hina brjáluðu hugmynd um borgarlínu af borðinu sem mun kosta hundruð milljarða. Spurning er hvort hann muni leyfa borun Fjarðarheiðisgangna sem síðusta áæltun kostar yfir 50 milljarða og mun soga upp allt framkvæmdarfé Vegagerðinnar næsta áratuginn.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra virðist einnig vera sofandi eins og hinir ráðherrarnir. Engar virkjanir eru í farveginum, þrátt fyrir svokölluð orkuskipti og orkuskortur er þegar orðinn. Hann eltist við ósannaða mýtu um loftslagsbreytingar og eina lausn hans eru refsiskattar á almenning í boði ESB.

Utanríkisráðherra stendur ekki í lappirnar í hagsmunagæslu gagnvart ESB.  Bókun 35, skattar á flug og skipaflutninga, virðist honum láta sig í létti rúmi liggja og svarar með skæting aðspurður. Svo treður hann stórveldi um tær og hættir diplómatísk samskipti, einmitt þegar þau eru hvað mikilvægust á stríðstímum. Hún neitar að tryggja íslenskar varnir með íslenska hagsmuni að leiðarljósi.

Aðrir ráðherrar mæta í vinnuna en hversu góð störf þeirra eru, veit ég ekki. Dómsmálaráðherrann sem fór nýverið frá, stóð sig vel í starfi. Ég held að það verði enginn skaði þó að þessi ríkisstjórn fari frá, ef eitthvað er, þá er það guðs blessun og þjóðfélaginu í hag.

 

 

 


Trump heilkennin

Margir furða sig á hér á Íslandi hversu hataður eða elskaður Donald Trump er. Fyrir því er engin einstök eða einföld skýring. Hér er tekið fyrir andúðina á honum frá margvíslegu sjónarhorni.

Það má skipta andstæðinga Donalds Trump í tvo hópa.  Annars vegar þolir fólk hann ekki persónulega, því finnst hann hrokafullur, (of) sjálfsöruggur, kjaftfor, sjálfhverfur og valdafíkill.

Það er ekkert leyndarmál að Demókratar, hvort sem þeir kalla sig frjálslynda, vinstri menn, framsóknarmenn, sósíalískir Demókratar, eða einfaldlega sósíalistar, hata Donald Trump. Þeir einblína á hvert einasta atriði sem hann segir eða gerir á þann hátt sem þeir gerðu aldrei við fyrri forseta Repúblikana.

Litið er á Trump forseti  af demókrötum sem dónalegan, bardagasaman hrokafullan, móðgandi, grófan, og hafi pólitískt rangt fyrir sér. Margir Demókratar telja hann vera með stórmennskubrjálæði, útlendingahatur, hommahatur, íslamófóba, rasistma og kvenhatur. En það sem er svo áhugavert og forvitnilegt við hatur Demókrata á Donald Trump er að það er í raun enginn hugmyndafræðilegur grundvöllur fyrir því.

Hins vegar þá sem óttast hann pólitískt.

Andúð Demókrataflokksins á Trump

Trump hefur verið hataður frá upphafi. Um sjötíu Demókratar í fulltrúadeildinni sniðgengu embættistöku hans og jafnvel áður en hann var settur í embætti lýstu sumir Demókratar í fulltrúadeildinni yfir að Trump væri „ólögmætur forseti“.

Lýðræðislegt hatur á Trump nær aftur til þess þegar hann var enn bara frambjóðandi repúblikana til forseta. Frá þeim tíma hafa Demókratar talað um forsetann sem „tjarnarskít“, „mannskít“, „eitraða seyru“, „fitublöðru“, „smitandi örveru“, „sprunginn urðunarstað af föstum úrgangi frá sveitarfélögum“. „fjall af rotnandi hvalspik,“ „gangandi staph-sýking,“ „rotnandi jakkaföt“, „fasískt karnivalbarkari“ og „snákaolíusölumaður“. Og þetta eru bara nafnorðin sem hægt er að telja upp í fjölskylduvænu bloggi eins og þessu.

Samsærið um að ákæra Trump var sett á laggirnar löngu fyrir símtal hans við forseta Úkraínu. Á milli kosninga hans og embættistöku lögðu nokkrir þingmenn Demókrataflokksins til að Trump yrði dæmdur fyrir embættisbrot. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Trump var forseti, voru fjölmargir demókratar á þingi að ræða opinberlega um ákæru.

Þegar Trump hafði setið í embætti í minna en sex mánuði, kynntu tveir þingmenn Demókrataflokksins grein um ákæru fyrir embættisbrot. Í desember 2017 greiddu fimmtíu og átta demókratar í fulltrúadeildinni atkvæði með framgangi ákærugreina eftir að Trump gagnrýndi NFL leikmenn sem krupu í mótmælaskyni við þjóðsönginn.

Í janúar 2018 greiddu sextíu og sex demókratar í fulltrúadeildinni atkvæði með framgangi ákærugreina eftir að Trump var sagður hafa vísað til sumra þjóða sem „skítholu landa“. Í júlí 2019 greiddu níutíu og fimm demókratar í fulltrúadeildinni atkvæði með framgangi ákærugreina eftir að Trump sagði að ákveðnir fulltrúar demókrata ættu að „fara til baka og hjálpa til við að laga gjörsamlega niðurbrotna og glæpafulla staði sem þeir komu frá.

Að lokum, 18. desember 2019, varð Trump þriðji forseti Bandaríkjanna sem var ákærður
fyrir brot í embætti.

Í réttarhaldsyfirlýsingu forsvarsmanna fulltrúadeildarinnar kom fram að forsetinn hefði „svikið bandarísku þjóðina og þær hugsjónir sem þjóðin var byggð á“. Ef Trump yrði ekki vikið úr embætti myndi hann „halda áfram að stofna þjóðaröryggi okkar í hættu, stofna heilindum kosninga okkar í hættu og grafa undan grundvallarreglum stjórnarskrárinnar okkar.

Demókratar í fulltrúadeildinni sögðu að Trump væri „ógnun við stjórnarskrána“ og „skýr og núverandi hætta fyrir frjálsar og sanngjarnar kosningar okkar og þjóðaröryggi okkar. Þeir kröfðust þess að forsetinn hefði „í grundvallaratriðum rofið sáttmála sinn við bandarísku þjóðina,“ „svikið eið sinn,“ „svikið stjórnarskrána,“ „misnotað vald forsetaembættisins á þann hátt sem móðgaði og rýrði stjórnarskránni.

Þingmaðurinn Jerrold Nadler (D-N.Y.), fulltrúi ákæruvaldsins, sagði forsetann „einræðisherra“. Þrátt fyrir að halda því fram að „við hötum ekki Trump forseta,“ sagði Nadler að „við vitum að Trump forseti mun halda áfram að ógna öryggi, lýðræði og stjórnskipunarkerfi þjóðarinnar ef hann fær að sitja áfram í embætti.

Nokkrir repúblikanar bentu á hatrið sem demókratar báru fyrir forsetanum áður en atkvæðagreiðsla var greidd í fulltrúadeildinni um ákæruákvæðin:

Þessi atkvæðagreiðsla, þessi dagur snýst um eitt og bara eitt. Þeir hata þennan forseta (Chris Stewart, Utah). Þetta er hörmulegur dagur í sögu þjóðar okkar. Við höfum einstaklinga sem hata þennan forseta meira en þeir elska þetta land (Greg Murphy, N.C.).   Það er augljóst í dag að það er mikið hatur frá demókrötum í garð Donalds Trumps forseta. Af hverju hata þeir manninn svona mikið (Paul Gosar, Ariz.)?

Hvers vegna eiginlega?

Persónuleg andúð

Þegar fólk er spurt, hvers vegna ert þú á móti Dondald Trump? Þá kemur oftast svarið af því bara. Það elskar að hata hann og getur ekki bent á eitt atriði.

Fólk getur ekki bent á neitt áþreifanlegt, vegna þess að sem forseti stóð hann sig vel þótt umdeildur hafi verið sem persóna. Hann stuðlaði að friði í Miðausturlöndum með Abraham friðargjörðinni, virkjaði NATÓ (við mikla reiði aðildaríkja en nú hefur komið í ljós að það var rétt), efnahagur Bandaríkjanna aldrei eins blómlegur, andstæðingar Bandaríkjanna héldu sig á mottunni o.s.frv.

Úr því að hann stóð sig vel sem forseti, en var hataður af andstæðingunum af persónulegum ástæðum, hvað er það sem veldur svona miklum hugarangri andstæðinganna?

Hugmyndafræðileg andúð

Jú, Trump er einkenni á skiptingu Bandaríkjamanna í tvo andstæða hópa. Demókratar hafa í raun ráðið menningastefnu landsins síðastliðna áratugi með dyggum stuðningi meginfjölmiðla. Enginn leiðtogi Repúblikana hefur farið gegn þeim í raun (síðan Ronald Reagan), ekki fyrr en Trump kom til sögunnar. Hann óð í hugmyndafræði andstæðinganna án hiks og sagði að hin nýja hugmyndafræði Demókrata, sem hefur snarbeygt til vinstri og orðin ný-marxísk, væri röng og hann ætlaði að berjast gegn henni. Hann sagðist vera málsvari gömlu gildanna, fjölskyldunnar, rétt ófæddra barna, gegn nýju hugmyndafræðinni í kynjafræðinni o.s.frv. Með öðrum orðum, hann er kletturinn sem brýtur framrás frjálshyggjunnar og uppsker hatur fyrir. Andstæðingar hans ekki bara hata hann, þeir fyrst og fremst óttast hann.

Í raun er Trump dæmigerður bandarískur hægri maður sem boðar enga byltingu. Ekkert sem hann segir, hafa Repúblikanar ekki sagt áður. En þeir þurftu ekki eiga við nýja Demókrataflokkinn.

Bush feðgarnir og forsetar Bandaríkjanna voru veikir fyrir hugmyndafræðilega. Bush fjölskyldan er dæmigert fyrir djúpríkið og þeim er helst minnst fyrir stríðsrekstur þeirra. Og þeir máttu standa í stríði, Demókratar eru jafn miklir stríðsæsingarmenn og þeir. Feðgarnir voru í lagi á meðan þeir reyndu ekki að stöðva mennngarbyltinguna, sem þeir gerðu ekki.

En eins og áður sagði, er Trump einkenni, ekki orsök skiptingu Bandaríkjanna, hann er birtingamynd hennar.

Bandaríkin eru í raun heimsálfa og ríkin eins ólík og þau eru mörg. Herinn og alríkisstjórnin í Washington DC halda ríkjasambandinu saman.

Mikill menningarmunur er orðinn á íbúum landsins. Annars vegar skiptast íbúarnir stórborgarbúanna á vesturströnd og austurströnd Bandaríkjanna með frjálslyndu skoðunum sínum en hins vegar í íbúanna sem búa í "innlandinu" með hefðbundnar skoðanir sínar en þeim þykir sig vera afskipta. Þeir misstu störf sín þegar glópalíseringin var í fullum gangi, þeim fannst gildi sín lítilsvirt o.s.frv. Það hafði engan málsvara, ekki fyrr en Trump kom til sögunnar. Hann lagði mikið á sig að tala við "innlands íbúanna" og fá þá til að kjósa á ný. Þetta fólk fylgir Trump fram í rauðan dauðann og elskar hann, sama hversu oft hann verður ákærður.

Trump breytir leiknum og er hataður fyrir það

Förum aðeins dýpra í málið og forsöguna. Demókrötum var sama um forsetana Ronald Reagan, George H.W. Bush, eða George W. Bush - aðallega vegna þess að þeir voru forsetar Repúblikana.

Rétt eins og Repúblikanar voru ekki of hrifnir af forsetunum Jimmy Carter, Bill Clinton eða Barack Obama - aðallega vegna þess að þeir voru Demókratar.

En Trump er utangarðsmaður þegar hann bauð sig fram, var ekki í Washington DC elítunni og var jafn hataður af RHINO Repúblikönum og Demókrötum. Hann var álitinn svikari við status quo og grunngildi elítunnar, sem er að skara eldi að eigin köku og rugga bátnum. Hann sem átti Clinon hjónin sem vini og var vinsæll meðal almennings og stjórnmálaelítunnar, en braut óskráð lög um að fara ekki gegn djúpríkið og rugga ekki bátnum.

Staðan eins og hún er í dag, er að búið er að ryðja RINO Repúblikana úr flokknum, þetta er Trump flokkur, en Demókratar hata Trump meira en áður, ef það er hægt. Það sem við erum vitni að í dag, er pólitískur farsi og hættulegt lýðræðinu í Bandaríkjunum.

 

 

 

 

 

 

 

 


Þjóðhetjan sem varð að skúrki - Samanburður á Nixon og Biden

Sagan af Richard Nixon Bandaríkjaforseta hefur lengi heillað. Hann var uppi á umdeildum tímum en Víetnam stríðið geisaði í valdatíð hans, stríð sem hann erfði, en hann þurfti að leysa.

Í þessari grein er fjallað um vinsældir hans og embættisbrota ákærunni sem var í farvatninu. Gott að minnast þess, því að það stefnir í að Joe Biden verði þriðji forsetinn sem gengur í gegnum þann ferill nú í haust. Hér er gerður samanburður á málum þessara forseta en athuga verður að Joe Biden er enn í embætti og málaferlin gegn honum eru rétt að byrja.

Richard Nixon var vinsæll forseti

Í dag er Nixons helst minnst fyrir Watergate hneykslið og vera eini forsetinn sem hefur hrökklast úr embætti vegna þessa hneykslismáls.  Hann vann tvær kosningar og fólk í dag vill oft gleyma hversu vinsæll (og hataður um leið) hann var.

Fyrir Watergate-hneykslið var Richard Nixon áberandi og þekktur stjórnmálamaður í Bandaríkjunum. Hann átti langan stjórnmálaferil sem stuðlaði að vinsældum hans og viðurkenningu.

Nixon vakti fyrst landsathygli þegar hann var valinn varaforsetaefni Dwight D. Eisenhower í forsetakosningunum 1952. Hlutverk hans sem varaforseti frá 1953 til 1961 hjálpaði honum að byggja upp orðspor sem eindreginn and-kommúnisti og sterkur talsmaður íhaldssamra gilda Repúblikanaflokksins.

Árið 1960 bauð Nixon sig sjálfur fram í forsetakosningunum gegn John F. Kennedy og tapaði naumlega í kosningum sem voru mjög umdeildir. Þrátt fyrir missi hans hélt nærvera hans á þjóðarsviðinu áfram að vaxa og hann var áfram virkur í stjórnmálum.

Árangursrík framboð Nixons til forseta árið 1968 sýndi hæfileika hans til að höfða til fjölda kjósenda. Hann nýtti sér boðskap lögreglu, sem fékk hljómgrunn hjá mörgum Bandaríkjamönnum sem höfðu áhyggjur af borgaralegum ólgu og mótmælum á þeim tíma. Nixons náði nokkrum mikilvægum árangri, þar á meðal stofnun Umhverfisverndarstofnunarinnar (EPA), eðlileg samskipti við Kína og verulegar framfarir í erindrekstri við Sovétríkin.

Á heildina litið, fyrir Watergate-hneykslið, var Nixon virtur og áhrifamikill stjórnmálamaður, eftir að hafa verið varaforseti, boðið sig fram til forseta og gegnt forsetaembættinu með góðum árangri. Vinsældir hans voru töluverðar og honum tókst að tryggja sér stuðning frá fjölbreyttum kjósendahópi. Watergate-hneykslið, sem kom upp á öðru kjörtímabili hans, svertaði verulega arfleifð hans og vinsældir.

En hversu vinsæll var Nixon? Í forsetakosningunum 1972 náði Richard Nixon endurkjöri með verulegum sigri. Hann fékk 60,7% atkvæða en andstæðingur hans, George McGovern, fékk 37,5% atkvæða. Nixon vann 49 af 50 ríkjum í Electoral College og fékk 520 kjörmannaatkvæði á móti 17 hjá McGovern. Þessi stórsigur endurspeglaði vinsældir Nixons á þeim tíma og mikinn stuðning hans meðal kjósenda.

Ákæra fyrir embættisbrot - samanburður við rannsóknina á Joe Biden

Ákæruferli gegn Richard Nixon var hafið vegna Watergate hneykslismálsins, sem fól í sér innbrot í höfuðstöðvar demókrata landsnefndar í Watergate skrifstofubyggingunni í Washington, DC. og misbeitingu valds innan Nixon-stjórnarinnar.

Hér er stutt yfirlit yfir ákæruferli gegn Richard Nixon í samanburði við rannsóknina á Joe Biden:

Watergate-hneykslið ýtti af stað ýmsum rannsóknum blaðamanna, þingnefnda og lagayfirvalda. Rannsóknirnar leiddu í ljós að meðlimir endurkjörsherferðar Nixons höfðu tekið þátt í innbrotinu og hyljatilraunum í kjölfarið. Vinstri sinnaðir blaðamenn gengu hart fram við að afhjúpa spillinguna.

Í dag þeigja meginfjölmiðlar þunnu hljóði yfir spillingarmál Biden fjölskyldunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja málið, er Hunter Biden ásamt fleiri fjölskyldu meðlimum ásakaður um að þiggja stórfellar múturgreiðslur frá erlendum ríkjum og FBI sakað um yfirhylmingu yfir fartölvu hneyksli Hunters, fartölvan frá helvíti eins og hún hefur verið nefnd. Landráð kalla andstæðingar Biden þetta mál.

Þar sem sönnunargögn um rangindi komu upp í Watergate málinu, urðu mikilvæg tímamót þegar í ljós kom að Nixon hafði tekið upp samtöl á leynilegan hátt á forsetaskrifstofunni. Þessar upptökur gætu hugsanlega gefið mikilvægar vísbendingar um aðild hans að hylmingunni. Sérstakur saksóknari, Archibald Cox, stefndi upptökunum en Nixon neitaði að gefa þær út.

Í dag hrannast sönnunargögnin upp gegn Biden fjölskyldunni, en ekki með hjálp FBI eða dómsmálaráðuneytisins, sem hafa reynt að hamla rannsókn Fulltrúardeildarinnar sem mest, heldur hafa embættismenn ofboðið spillingin og gerst uppljóstrarar.

Laugardagsmorðið. Í viðleitni til að forðast að gefa út spólurnar fyrirskipaði Nixon að Archibald Cox yrði rekinn í atburði sem þekktur er sem "Laugardagskvölds fjöldamorðin." Þetta leiddi til harðra mótmæla og vakti spurningar um hindrun framgang réttvísinnar.

Merrick Garland dómsmálaráðherra stjórnar Bidens hefur reynt að hamla rannsóknina á Biden fjölskylduna á margvíslegan hátt. Lítt duldar hefndaraðgerðir gegn uppljóstrurum eiga sér stað og saksóknarar gerðir út til höfuðs Donalds Trumps og hann ákærður fyrir ólíklegustu brot, allt gert til að afleiða og beina athyglina frá Joe Biden. Í hvers sinn sem stóllinn undir Joe hitnar, eru gerðar út ákærur á hendur Trumps.

Þegar rannsóknin hélt áfram á Nixon og sönnunargögnum fjölgaði byrjaði dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar að semja greinar um ákæru gegn honum. Þessar greinar innihéldu ákærur um hindrun framgang réttvísinnar, misbeitingu valds og fyrirlitningu á þinginu. Demókratar voru þarna fremstir í flokki en margir Repúblikanar studdu þessa rannsókn.

Í dag standa þingmenn Repúblikana einir að rannsókn að spillingarmálum Bidens fjölskyldunnar og mæta harðri andstöðu Demókrata, þótt nú sé ljóst að sönnunargögnin eru sterk.

Vegna vaxandi þrýstings og hæstaréttardóms gaf Nixon á endanum út nokkrar af forsetaskrifstofu spólunum. Þessar upptökur gáfu sönnunargögn um aðild hans að hylmingunni.

Í máli Joe Bidens, hefur komið í ljós upptökur af fundum Hunters með vafasömum viðskiptafélögum með þátttöku Joe Bidens. Joe hefur alltaf neitað að vita neitt um viðskipti sonar síns. Í ljós hefur komið að Joe notaði Hvíta húsið til að taka á móti skugglegum mönnum í sjálfu Hvíta húsinu þegar hann var varaforseti.

Afsögn Nixons. Frammi fyrir því að næstum öruggt væri að verða ákærður og vikið úr embætti tilkynnti Richard Nixon afsögn sína 8. ágúst 1974. Hann hætti störfum daginn eftir og Gerald Ford varaforseti varð nýr forseti Bandaríkjanna. Honum var ekki stætt í embætti, vegna þess að bæði Demókratar og Repúblikanar sameinuðust gegn honum.

Afsögn Nixons varð til þess að hann var fyrsti og eini forseti Bandaríkjanna sem sagði af sér embætti. Ford náðaði síðar Nixon fyrir hvers kyns glæpi sem hann gæti hafa framið meðan hann var í embætti, sem var umdeild ákvörðun en ætlað var að hjálpa þjóðinni að komast yfir Watergate-kreppunni.

Þó að Nixon hafi ekki verið formlega ákærður, var ákæruferlinu vel á veg komið og afsögn hans var bein afleiðing af vaxandi sönnunargögnum um rangt mál og líklegur árangur af ákærumeðferðinni.

Í dag er ákæruferlið gegn Joe Biden aðeins í startholunni.  Repúblikanar hafa þó sagt að til standi að hefja ákæruferlið gegn honum í haust.

En nú er líklegt að mál fara öðru vísi en í tilfelli Nixons. Repúblikanar hafa meirihlutann í Fulltrúardeildinni en Demókratar nauman meirihluta í Öldungadeildinni.  Ef ákæruferlið fer af stað gegn Biden, mun ákæran gegn honum fara eftir flokkslínum í Fulltrúadeildinni en stöðvast í Öldungadeildinni en þar þarf aukinn meirihluta til að svipta hann embætti.

En Joe Biden verður rúinn trausti og mun málið líklega eyðileggja möguleika hans í forsetakosningunum 2024.  Reyndar er mesta spennan um hvort hann segi af sér embætti af heilsufars ástæðum (maðurinn er með elliglöp á háu stigi), hvort hann hreinlega látist í embætti eða hvort hann nái að vinna eða tapa forsetakosningarnar 2024.  Reyndar mun Joe Biden ekki sitja einn á sakamannabekk, tveir ráðherrar munu deila honum með Biden, dómsmálaráðherrann og innanríkisráðherrann. Báðir verða líklega ákærðir fyrir misbeitinu valds og framfylgja ekki lögum.

Í raun snýst málið gegn Joe Biden um heillindi Demókrataflokksins. Getur flokkurinn lyft sér úr pólitíkinni og fórnað hagsmuni sína fyrir hagsmuni Bandaríkjanna?  Vegferð Demókrataflokksins í dag, hefur endað út í forapytt.

Einn mótframbjóðandi er kominn gegn Joe Biden, Robert Kennedy Jr., sem virðist aðhyllast hefðbundin (gömlu gildin) flokksins en annar er rétt handan sjónarsviðið, Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, sem sumir halda að muni keyra flokkinn lengra út í forapytt ný-marxismans.


Frelsin tólf í lýðræðisríkjum

Fyrst vill ég minna á að frelsi einstaklingsins er eldri en tilvera ríkisins.  Það síðarnefnda í sjálfu sér, fyrst með tilkomu borgríkjanna, er ekki eldra fyrirbrigði en e.t.v. 7 þúsund til 10 þúsund ára gamalt. Áður reikaði maðurinn frjáls um jörðina.

Ástæðan fyrir því að fólk hefur samþykkt að afhenda samþjöppuð völd yfir tilveru þess og frelsi í hendur ákveðins hóps getur verið margvísleg. Ég ætla að nefna þrjár helstu.

Í fyrsta lagi getur hér verið um að ræða félagslegur samningur sem tengist stjórnarhætti. Mörg samfélög starfa samkvæmt kenningu um félagslega samninga, þar sem einstaklingar samþykkja að hlíta ákveðnum reglum og reglugerðum í skiptum fyrir vernd, reglu og ávinning af því að búa innan stjórnaðs samfélags. Þetta krefst ákveðins ríkiseftirlits til að viðhalda lögum og reglu.

Í öðru lagi og ef til vill er þetta meginástæðan fyrir að fólk handsalar rétt sinn til ríkisvaldsins, en það er öryggi og stöðugleiki. Fólk leitar oft til ríkisins til að fá öryggi og stöðugleika, sérstaklega á sviðum eins og landvarnir, almannaöryggi og hamfaraviðbrögð. Á tímum óvissu eða kreppu gætu einstaklingar verið viljugri til að sætta sig við ríkisvald í skiptum fyrir vernd.

Í þriðja lagi, hefur maðrinn búið í (borgara)samfélagi síðastliðin 10 þúsund ár. Það verða að vera einhverjar reglur á samskiptum á milli fólks, annars eru stöðug átök og því sættir það sig við sameiginlega ákvarðanatöku. Lýðræðisríki taka borgarana með í ákvarðanatöku með kosningum og fulltrúum. Fólk gæti samþykkt ríkisvald að einhverju leyti sem hluta af sameiginlegu ákvarðanatökuferli, jafnvel þótt það sé ekki sammála öllum stefnum sem farnar eru.

En þessi eftirgjöf á frelsi einstaklingsins er ekki án ákveðna varnagla. Fólk vill fá eitthvað öruggi á móti valdníðslu og yfirgang ríkisins eða elítuna sem er í forsvari. Það hefur krafist réttinda og þar er frelsið mikilvægast.

En frelsið er margvíst. Hér er oftast talað um málfrelsið en málið er flóknara en það. Til dæmis er ferðafrelsið afar mikilvæg og við lítum á sem sjálfsagðan hlut í dag. En á Íslandi fyrri tíma var það ekki sjálfsagt. T.d. þurftu íslenskir höfðingjar að fá leyfi til að snúa heim til Íslands frá Noregskonungi og lengi vel í Evrópu var erfitt að ferðast um álfuna vegna alls konar tálmana. Fólk fór yfirleitt ekki nema á milli þorpa.

Fórum aðeins dýpra í frelsi einstaklingsins í nútímaríki lýðræðisins.

Í lýðræðisríkjum njóta einstaklingar margvíslegs frelsis og réttinda sem eru venjulega vernduð af stjórnarskrám og studd af stjórnvöldum. Þetta frelsi er ómissandi þáttur í lýðræðislegri stjórnsýslu og tryggir að borgararnir hafi eitthvað að segja um hvernig land þeirra er stjórnað. Þó að sérstakt frelsi geti verið mismunandi frá einu landi til annars, eru sum algeng frelsi í lýðræðisríkjum sameiginleg:

Málfrelsi: Borgarar eiga rétt á að tjá skoðanir sínar, hugsanir og hugmyndir án ótta við ritskoðun eða refsingu. Þetta frelsi leyfir opnar umræður, rökræður og frjálst flæði upplýsinga. Að þessum réttindum er hart sótt að af fjölmiðlum (já, það er rétt, fjölmiðlar beita ritskoðun og oftast er ritstjórinn eða ritstjórnin þar fremst í flokki), samfélagsmiðlum og stjórnmála elítunni.

Fjölmiðlafrelsi: Frjáls pressa skiptir sköpum til að draga stjórnvöld til ábyrgðar og upplýsa almenning. Blaðamenn eiga rétt á að greina frá atburðum, rannsaka mál og láta skoðanir sínar í ljós án afskipta stjórnvalda. Þetta er stöðug barátta og verður um ókomna framtíð.

Fundarfrelsi: Borgarar geta safnast saman á friðsamlegan hátt til að mótmæla, sýna eða skipuleggja viðburði. Þetta frelsi gerir fólki kleift að tjá áhyggjur sínar og tala fyrir breytingum. Besta og nýlegasta dæmið um hversu vandmeðfarið þetta er, eru svonefndar 6. janúar óeiðirnar í Washington DC, Bandaríkjunum. Hvenær breytist mótmælafundur í óeirðir?

Trúfrelsi: Fólk á rétt á að iðka trúarbrögð sem það hefur valið sér, eða ekki iðka neina trú, án þess að verða fyrir mismunun eða ofsóknum.

Félagsfrelsi: Borgarar geta stofnað hópa, samtök og félög sem byggja á sameiginlegum hagsmunum, skoðunum eða markmiðum. Þetta felur í sér þátttöku innan stjórnmálaflokka, félagsklúbba og hagsmunahópa.

Réttur til friðhelgi einkalífs: Einstaklingar eiga rétt á að halda persónuupplýsingum sínum og einkamálum í trúnaði og friði fyrir stjórnvöldum. Þetta felur í sér vernd gegn ástæðulausu eftirliti og innbroti.

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar: Þetta tryggir að einstaklingar sem sakaðir eru um glæpi fái réttláta meðferð samkvæmt lögum, með aðgang að réttargæslu, sanngjörnum réttarhöldum og forsendu um sakleysi þar til sekt er sönnuð.

Kosningaréttur: Borgarar eiga rétt á að taka þátt í lýðræðisferlinu með því að greiða atkvæði í kosningum til að velja fulltrúa sína og leiðtoga.

Eignarréttur: Einstaklingar eiga rétt á að eiga og hafa umsjón með eignum og ekki er hægt að taka eignir þeirra án réttlátrar málsmeðferðar og sanngjarnra bóta.

Jafnrétti og bann við mismunun: Lýðræðisríki halda venjulega jafnréttisreglur í heiðri og banna mismunun á grundvelli þátta eins og kynþáttar, kyns, þjóðernis, kynhneigðar og fleira.

Ferðafrelsi: Borgarar eiga rétt á að ferðast innan lands síns og í mörgum tilfellum á alþjóðavettvangi, án ótilhlýðilegra takmarkana. Ferðafelsi milli landa er ekki takmarkalaust. Hvergi.

Akademískt frelsi: Þetta gerir vísindamönnum, fræðimönnum og kennurum kleift að sækjast eftir og dreifa þekkingu án ritskoðunar eða ótta við hefndaraðgerðir. Þetta er forsenda framfara í vísindum.

Þegar eitthvað af ofangreindum frelsum er ógnað, er voðinn vís. Reynslan hefur kennt okkur í rúmlega 200 ára sögu nútíma lýðræðis, er stöðugt verður að vernda ofangreind frelsi. Það eru alltaf einhverjir hagsmunahópar sem vilja stjórna eða höggva í ofangreind réttindi í eiginhagsmunar tilgangi. Og aldrei hefur verið sótt eins hart að frelsi okkar og í dag.

Aldrei hafa stjórnvöld eins mikla möguleika og í dag að valdníða einstaklinginn. Ef stjórnvöld ákveða að taka einhvern einstakling fyrir, hafa þau endalaus úrræði til að beita réttarkerfið til beygja hann til hlýðnis.

Við Íslendingar skulum hafa í huga að hér var stofnað á Þingvöllum alþingi án framkvæmdarvalds árið 930 e.Kr. Íslendingar ákváðu að búa saman í skipulögðu samfélagi en án afskipta ríkisvalds (kóngs eða fursta)  - sjá fyrstu ástæðuna fyrir að fólk ákvað að búa til skipulagt "ríki". Öll dómsmál og löggæsla var í höndum einstaklinga (ætta) en ekki hers eða lögreglu. Svo var til ársins 1262. 

Því eru réttindi okkar rétthærri og eldri en ríkisvaldsins sem nú stýrir Ísland og hefur aðeins gert í núverandi formi í stuttan tíma eða síðan 1944.

Framkvæmdarvaldið (hluti af ríkisvaldinu) með lögregluvald sitt, ber að fara afar varlega með valdið og beita okkur, borgaranna, enga nauðug.

Tek sem dæmi, nauðugaáskrift að RÚV, skylda okkur til að versla við ÁTVR, borga skatta í gæluverkefni sem koma almanna hagsmunum ekkert við og þátttaka í stríði (Úkranía) og svo ótal margt annað. Ríkisvaldið er komið langt út fyrir valdsvið sitt í dag. Ég hef áður minnst á hversu víðtæk ríkisafskiptin voru af almennu lífi Íslendinga fyrr á tíð. Hvar er ríkið ekki með puttanna og afskipta? Í ströngustu skilningi á ríkið aðeins að halda uppi lögum og reglum, vernda gegn utanaðkomandi ógnum og tryggja innviði. 

Ef við tökum Milton Friedman, hinn fræga hagfræðing, á orðinu en hann var harðasti andstæðingur afskipta ríkisvaldsins, þá er hlutverk ríkisins aðeins bundið við:

Takmörkuð ríkisafskipti: Friedman taldi að takmarka ætti ríkisafskipti af hagkerfinu. Hann hélt því fram að óhófleg þátttaka stjórnvalda gæti leitt til óhagkvæmni, röskunar á markaðsfyrirkomulagi og óviljandi afleiðinga.

Peningastefna: Friedman var þekktur fyrir vinnu sína við peningastefnu, sérstaklega stuðning sinn við þá hugmynd að stjórnun peningamagni skipti sköpum til að viðhalda stöðugum hagvexti. Hann taldi að stöðugur og fyrirsjáanlegur vöxtur peningamagns gæti komið í veg fyrir óhóflega verðbólgu eða verðhjöðnun og ríkið ætti að halda sig fjarri.

Frjálsir markaðir: Friedman var mikill talsmaður frjáls markaðskapítalisma. Hann taldi að frjáls skipti og samkeppni væru hagkvæmustu leiðirnar til að úthluta auðlindum og skapa velmegun. Frægt sagði hann: "Stórar framfarir siðmenningarinnar, hvort sem það er í byggingarlist eða málaralist, í vísindum eða bókmenntum, í iðnaði eða landbúnaði, hafa aldrei komið frá miðstýrðum stjórnvöldum."

Einstaklingsfrelsi: Friedman trúði á einstaklingsfrelsi og persónulega ábyrgð. Hann hélt því fram að einstaklingar ættu að hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sinna eigin hagsmunum, svo framarlega sem þær ákvarðanir skaða ekki aðra.

Hlutverk stjórnvalda í menntamálum: Friedman lagði fram hugmyndina um skólaskírteini, sem myndi gera foreldrum kleift að velja hvar þeir senda börn sín í skólann, þar á meðal einkaskóla. Hann taldi að þetta myndi koma samkeppni inn í menntakerfið og leiða til aukinna gæða.

Hlutverk stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu: Friedman beitti sér fyrir markvissari aðferðum við heilbrigðisþjónustu, þar á meðal notkun sjúkrareikninga og auknu vali neytenda. Hann taldi að markaðsöflin gætu hjálpað til við að stjórna kostnaði og bæta aðgengi að umönnun.

Gagnrýni á reglugerðir stjórnvalda: Friedman var gagnrýninn á reglur stjórnvalda sem hann leit á sem kæfa efnahagsstarfsemi og nýsköpun. Hann taldi að reglugerðir hefðu oft ófyrirséðar neikvæðar afleiðingar í för með sér og að þær ættu að vera vandlega metnar með tilliti til hagkvæmni.

Af öllum ofangreindum athugasemdum Friedman við afskipti ríkisins, var reglugerðafarganin mest íþyngjandi fyrir einstaklinginn.

Lokaorð

Það er ljóst að íslensk stjórnvöld skera sig ekki frá öðrum vestrænum stjórnvöldum. Þau reyna að sölsa undir sig síaukin völd, sem þeim ber ekki að hafa.

Tökum sem dæmi um takmarkalausan rétt sem íslensk stjórnvöld taka sér. Íslensk lögreglan getur stoppað hvern sem er á götunni og krafist skilríkja og sett einstaklinga í fangelsi í einn sólarhring án þess að skjóta málinu til dómara. Þetta er meiri réttur stjórnvalda en er í Bandaríkjunum.

Dæmi: Ég var stoppaður af lögreglunni um daginn, bara vegna þess að ég lenti á sömu gatnamótum og lögreglubíll sem var við hlið mér, en ég keyrði til vinstri en hann áfram. Svo mættumst við annars staðar í hverfinu og það var nóg til að lögreglan elti mig. Hvað átti ég með að keyra í aðra átt og mæta þeim á öðrum stað? Það er grunsamlegt!!!

Ég var stöðvaður og spurður um skilríki. Þá spurði ég á móti, af hverju ég væri stöðvaður á virkum degi og án ástæðu - hafði ég brotið umferðalögin? En ég var að skulta son minn af fótboltaæfingu. Engin ástæða gefin, bara sagt takk fyrir. 

Þarna var verið að hamla ferðafrelsi mitt án gruns um glæp. Í Bandaríkjunum þarf viðkomandi ökumaður a.m.k. hafa framið umferðalagabrot eða vera grunaður um glæpsamlegan verknað til þess að lögreglan hafi rétt til að stöðva. Lögreglan í Bandaríkjunum má ekki stöðva frjálsa borgara á ferð sinni, bara sí svona. Þarna getum við Íslendingar lært af Kananum. Fjórða breytingin á bandarísku stjórnarskránni verndar einstaklinga gegn óeðlilegri leit og gripdeild. Þetta þýðir að lögreglumenn þurfa almennt rökstuddan grun eða sennilega ástæðu til að stöðva einhvern.

Rökstuddur grunur er lægri viðmiðun en líkleg orsök og felur í sér sérstakar, skýrar staðreyndir sem benda til þess að glæpsamlegt athæfi gæti verið í gangi. Líkleg orsök er aftur á móti hærra viðmið og krefst fleiri sönnunargagna um að glæpur hafi verið framinn, sé framinn eða sé um það bil að vera framinn.

Lögregla getur stöðvað einstaklinga ef hún hefur rökstuddan grun eða sennilega ástæðu til að ætla að viðkomandi hafi framið eða sé að fara að fremja glæp eða ef hún telur að viðkomandi sé ógn við almannaöryggi. Tilviljunarkenndar stopp án nokkurrar rökstuðnings eru almennt álitið brjóta í bága við stjórnarskrá og brot á rétti einstaklings með fjórðu breytingu.

Vantar þetta í íslenska stjórnarskrá? Læt hér staðar numið, enda orðið ansi langt blogg.


Að skila auðu í kosningum

Ég fór að velta fyrir mér kosningamál í kjölfar fjörugra umræðna hér á blogginu um hversu "vitlausir" kjósendur væru að kjósa Donald Trump. Ég kom kjósendunum til varnar og sagði að þeir hefðu rétt á að kjósa eins og þeim sýndist, þeirra er atkvæðisrétturinn.

Það er ekkert sem kallast að kjósa "vitlaust", þótt maður furðar sig stundum á hvernig kjósendur kjósi yfir sig kvalarann aftur og aftur. En, eins og áður sagði, þeirra er rétturinn til að gera slíkt.

En svo er það þegar menn kjósa en skila auðu. Það hef ég gert, þegar mér hefur ekki litist á blikuna og ekkert litist á neinn flokk. Ég kýs nefnilega eftir sannfæringu minni og þeim flokki sem kemst næst henni. Verra er ef menn velja að sitja heim, koma ekki á kosningastað, og taka þar með ekki þátt í lýðræðislegri kosningu. En þeirra er líka rétturinn, til að sitja heima!

En verst þykir mér, eftir að ég hef lagt á mig að fara á kosningastað, taka þátt í lýðræðislegri kosningu, að atkvæði mitt sem er e.t.v. autt, sem eru ákveðin skilaboð um að mér lítist ekki á pólitíska úrvalið í boði, skuli flokkað með ógildum atkvæðum.  Er það annars ekki hætt? Ógildir og auðir atkvæðisseðlar eru nú aðskildir?

Það er reyndar komið inn á þetta á Vísindavefnum (slóð: Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum? ) en svarið þar er gamalt eða frá 2009.

Þar segir: "Boðskapur kosningalaga um auð atkvæði er einfaldari en hér hefur verið lýst. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis merkir það einfaldlega að atkvæðið er ógilt. Í 100. grein laga nr. 2000/24 segir þannig: "Atkvæði skal meta ógilt: a. ef kjörseðill er auður". Vegna framkominna óska hafa kjörstjórnir í alþingiskosningunum 25. apríl 2009 þó fallist á að auð atkvæði verða talin sérstaklega, aðgreind frá ógildum."

Í forsetakosningunum 2020 voru auð og ógild atkvæði talin saman!!!

Í ofangreindri grein á Vísindavefnum segir einnig: "Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess:

1. Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði.

2. Hann kann af einhverjum ástæðum að vilja láta líta svo út sem hann hafi greitt fullgilt atkvæði í kosningunum. Þetta mátti sérstaklega sjá fyrir sér fyrr á árum þegar tilteknir stjórnmálaflokkar fylgdust grannt með því hverjir greiddu atkvæði í kosningum.

3. Hann leggur þetta ef til vill á sig til að sýna andúð sína á flokkakerfi og stjórnmálamönnum. Þetta hefur fyrst og fremst tilætluð áhrif ef andrúmsloft og umhverfi er þannig að margir aðrir gera slíkt hið sama."

Í öllum þremur tilvikum, er kjósandi að nýta sér kjörseðil sinn og senda skilaboð. Hann hefur ekki gert kjörseðil sinn ónýtan, t.d. með kroti.

Tökum eitt dæmi áður en ég enda þetta. Segjum að í sveitarfélagi séu greidd 10 þúsund atkvæði í kosningum. Þrjú þúsund kjósendur ákveða að skila auðu af einhverri ástæðu, t.d. vegna spillingar. Á að flokka þessi atkvæði sem ógild? 

Þarf ekki að virða þá sem taka þátt og sinna borgaralegri skyldu sinni og skila auðu? Og aðskilja þá frá þeim sem sitja heim eða ógilda atkvæði sín? 

 


Hækkandi hitastig jarðar sé af manna völdum?

Ég er ekki að segja að þeir hafi rangt fyrir sér sem halda slíku fram og maðurinn hafi engin áhrif. Það er umdeilt, maðurinn hefur áhrif en spurningin er hversu mikil og hvort hér sé ekki eðlileg hringrás loftslags; það gangi í bylgjum. Hlýindaskeið og svo kuldaskeið.

En ein spurning finnst mér ekki svarað hjá loftslagsfræðingum og er dálítil feila í þeirra málflutningi. Þeir segja að maðurinn hafi byrjað að hafa áhrif á hitastig jarðar þegar iðnbyltingin hófst. En þegar maður skoðar hana betur, þá var hún framan af 19. öld lítil og bundin við stórríki eins og Bretland og notast var við kol. Mannkynið var enn fámennt, var um 1 milljarður um 1800 og fór upp í 1,6 milljarð um 1900.

Aðra sögu er að segja af 20. öld. Úr 1,6 miljarða í 7 milljarða um 2000. Mannkynið toppar rúmlega 8 milljarða um 2030 en fer svo fækkandi skv. spám S.þ.

Bruni jarðeldsneyta hófst í raun ekki fyrr en á 20. öld af einhverjum krafti og bíllinn varð ekki almenningstæki fyrr en með T-Ford. Þá fyrst fór maðurinn að brenna jarðeldsneyti.

Mengun (útblástur gróðurhúsa loftegunda) af mannavöldum var því umtalsverð meiri en á 19. öld. Við getum því varla tengt hækkandi hitastig við iðnbyltinguna (mest bundin við stórríki Evrópu og Norður-Ameríku og mest undir lok aldarinnar).

Svo gleyma menn áhrifum þess þegar byrjað var að umbylta landbúnaðinum upp úr 1950 vegna ört fjölgandi mannfjölda. Hann fór úr 2,5 milljarða 1950 í 7 milljarða árið 2000. Þessi gríðarlega aukning á mannfjölda leiddi til eyðingu skóga og viltri náttúru og þessi tvenna hefur leyst mest of CO2 út í andrúmsloftið.

Ef við viljum tala um sökudólg fyrir aukningu á gróðurhúsa gastegunda, þá er offjölgun mannkyns og eyðing skóga (vilt náttúra) helsti áhrifavaldurinn.

Hér eru helstu áhrifavaldar aukningu á CO2 (og ekki í tengslum vð hækkandi hitastig jarðar en enn er umdeilt hvort að CO2 hafi raunveruleg áhrif):

Á 20. öld jókst koltvísýringslosun gríðarlega vegna víðtækrar notkunar jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, flutninga og iðnaðarferla. Bruni jarðefnaeldsneytis, þar á meðal kola, olíu og jarðgass, varð lykilatriði í efnahags- og tækniþróun mannkyns.

Aukning á notkun einkabílum, almenningsflugi og iðnaðarframleiðslu jók verulega á CO2 losun.

Heimsstyrjaldir og uppbygging eftir stríð áttu þátt í aukinni iðnaðarstarfsemi og orkunotkun.

Um miðja 20. öldin markaði upphafið að "miklu hröðuninni", tímabils örs hagvaxtar og fólksfjölgunar, sem eykur losunina enn frekar. Eyðing skóga og breytingar á landnotkun, sem losa geymt kolefni út í andrúmsloftið, áttu einnig þátt í auknu magni CO2.

Það er verið að hengja bakarann fyrir smiðinn í þessum málum að mínu áliti.

Svo geta menn haldið áfram að deila um hvort að:

a) C02 valdi hækkandi hitastig jarðar.

b) Eðlileg hringrás náttúrunnar, þar sem skiptast á hlýviðrisskeið og kuldaskeið.

Ég held að málið leysist af sjálfu sér með fækkun mannkyns og tækninýjungum.

Kannski að við þurfum að hafa meiri áhyggjur af næstu ísöld? Núna erum við á millijöklatímabili sem kallast Holocene, sem hófst fyrir um 11.700 árum.  Sumir vísindamenn hafi gefið til kynna að athafnir manna, einkum losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, gæti hugsanlega seinkað eða breytt tímasetningu næstu ísaldar, hver veit.


Ófyrirleitin árás á Trump (bandaríska lýðræðið)

Eins og þeir vita sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum, þá keppast Demókratar við að búa til afar hæpnar ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna,  Donald Trump. Mér er þvert um geð að verja manninn en málið er stærra en hann. Hér er atlaga að rótum öflugasta lýðræðisríki heims, BNA og ef það klikkar, er hinn frjálsi heimur í hættu, þar á meðal Ísland. 

Þrjár ákærur hafa verið lagðar á hendur hans, allar byggðar á samsuðu ákæruliða sem við nánari skoðun standast ekki. Sumar varða ekki refsi lög nema ákæran tengd 6. janúar óeirðirnar. Hún er alvarlegust en ákæruliðirnir byggjast á lögum frá borgarastríðinu 1861-65. Fjórða ákæran er á leiðinni. 

Í grunninn varðar þetta mál hvort það megi mótmæla kosninga úrslitum, eins og það má í lýðræðisríkjum, og hvort að forsetinn hafi málfrelsi.

En af hverju er verið að birta ákærur á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tveimur og hálfu ári eftir síðustu forsetakosningar?

Jú, raunverulegt spillinga mál er komið upp er tengjist Joe Biden. Það er svo alvarlegt að talað er um landráð og samkrull við óvinveitt ríki. Því reyna Demókratar að beina athyglinni annað og að hættulegasta andstæðing sinn, Donald Trump. 

Ef ég reyni að spá í spilin, þá verða dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn ákærðir fyrir misbeitingu valds, framfylgja ekki lögum, pólitískar ofsóknir með aðstoð stjórnkerfisins og síðan en ekki síst landráð Joe Bidens. 

Þetta Pandóru box hefði aldrei verið opnað ef Demókratar væru ekki svona hræddir við Trump, en svo hræddir eru þeir, að þeir eru tilbúnir að eyðileggja stjórnkerfi Bandaríkjanna til að klekkjast á mann fólksins en vinsældir hans hafa aukist og við hverja ákæru. Fólkið veit að djúpríkið er hrætt við hann og af hverju hann er ákærður. Nú er staðan sú að hætta er á að báðir flokkar fari í hefndar leiðangra og fórnarlömbin verða réttarríkið og bandarískur almenningur.

Þegar Nixon var ákærður fyrir embættis afglöp, stóðu bæði Demókratar og Repúblikanar að því. Honum var því ekki stætt í embætti og sagði af sér áður en til formlegs ákæruferils kom. Í tilfelli Trumps, aðeins Demókratar stóðu að embættisafglapa ákærunum tveimur og því öllum ljóst, að ljót pólitík var þarna að baki.

Verst er að nú er verið ákæra forsetaframbjóðandann Trump og því er þetta gróf aðför að forseta kosningunum 2024. Á "we, the people" ekki að hafa endanlegt vald um hvern það kýs sér til forseta? Ekki láta bananaríkis aðferðir ráða kosningaúrslitum, þar sem sitjandi og spilltur forseti geti ofsótt helsta pólitíska andstæðing sinn? Er þetta ekki orðið óþægilega líkt Rússlandi, þar sem helsti pólitíski andstæðingur Pútíns situr í fangelsi, líkt og Demókratar vilja gera við Trump?

Lokaorð

Stjórnmálaástandið í BNA er ekki eðlilegt og bandaríska þjóðin hefur ekki verið eins póliseruð, ekki síðan í Víetnam stríðinu.   En þá gátu Demókratar og Repúblikanar a.m.k. sameinast í sumum tilfellum, t.d.  í að reka Nixon úr embætti fyrir spillingu.

Í dag er bæði þjóðin og flokkarnir báðir hættir að tala og vinna saman. Lýðræðið í landinu er beinlínis í hættu. Segjum svo að Demókrötum verði að ósk sinni og Trump fari í fangelsi. Hvað haldið þið að þá gerist? Þá held ég að hægri menn grípi fyrst til vopna og fjandinn verði laus. Hætta á borgarastyrjöld.

Sterkur leiðtogi eins og Trump verður bara bolað í burtu með kosningum, ekki með pólitískum ofsóknir.  

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun eiga síðasta orðið í málum Trumps og 6 af 9 eru skipaðir af Repúblikana forsetum.....


Standa íslenskufræðingar ekki með íslensku?

Svo virðist vera ef marka má ummæli íslenskufræðings í viðtali og ef hann er málsvari hinna.

Greina má pirring en jafnframt uppgjöf hjá íslenskufræðingnum. Betra væri ef hann myndi ekki segja neitt.

En hver er vandinn? Of margir útlendingar setjast hér að og þjóðfélagið hefur ekki undan að kenna fólkinu íslensku,  þ.e.a.s. ef því er kennt íslensku á annað borð. Í skólum landsins fer fram frábært starf og útlensku börnin læra íslensku á skömmum tíma.

Vandinn liggur hjá fullorðna fólkinu sem kemur hingað til að vinna en nennir ekki að aðlaga sig. En vandinn er minni en ætla má. Það ætti að vera skilyrði að það fari í íslensku nám eftir þriggja mánaða störf en það fólk sem ætlar að vinna við afgreiðslu störf, sem krefjast samskipta á íslensku, fari fyrst á íslensku námskeið. Eru þetta óeðlilegar kröfur? Er það ekki lítilvirðing við viðskiptavini að þeir þurfi að vera tvítyngdir til að versla sig í matinn ?

Það er enginn að tala um þetta fólk læri gullaldar íslensku, bara að það kunni grunn setningar og hafi lágmarks orðaforða. Þetta er vel hægt, vantar bara viljan.

Sjá slóðina: Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni

 


Nýr ofurleiðari að verða að veruleika?

Þetta er athyglisverð frétt ef sönn reynist en sérfræðingar eru efins. Hef ekki lesið um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Hér kemur gróf þýðing mín á grein í Science um þetta mál:

"Þessa vikuna hafa samfélagsmiðlar verið áberandi vegna yfirlýsingu um nýjan ofurleiðara sem virkar ekki aðeins vel við stofuhita heldur einnig við umhverfisþrýsting. Ef  satt er, væri uppgötvunin ein sú stærsta í eðlisfræði þétts efnis frá upphafi og gæti leitt til alls kyns tækniundurs, eins og svífandi farartæki og fullkomlega skilvirk rafkerfi.

Hins vegar er grunnt í smáatriðin í þessum tveimur tengdu blöðum, sem Sukbae Lee og Ji-Hoon Kim frá skammtaorkurannsóknarmiðstöð Suður-Kóreu og samstarfsmenn sendu á arXiv forprentmiðlarann þann 22. júlí og hafa margir eðlisfræðingar verið efins. Viðkomandi vísindamenn svöruðu ekki beiðni Science um viðtal.

„Þeir koma út sem alvöru áhugamenn,“ segir Michael Norman, fræðimaður við Argonne National Laboratory. „Þeir vita ekki mikið um ofurleiðni og hvernig þeir hafa sett fram sum gögnin er grunsamlegt. Aftur á móti segir hann að vísindamenn hjá Argonne og víðar séu nú þegar að reyna að endurtaka tilraunina.

„Fólk hér tekur þetta alvarlega og reynir að búa til þetta efni. Nadya Mason, eðlisfræðingur við þéttefnisrannsóknir við háskólann í Illinois, Urbana-Champaign, segir: "Ég met það vel að höfundarnir tóku viðeigandi gögn og voru skýrar með framleiðslutækni sína." Samt sem áður varar hún við: „Rannsóknargögnin virðast svolítið slök."


Hvað er ofurleiðari?

Ofurleiðari er efni sem getur flutt rafstraum án nokkurrar viðnáms. Ef maður hefur einhvern tíma farið í segulómun hefur maður legið inni í stórum rafsegul úr ofurleiðandi vír. Viðnámslausa flæðið gerir það kleift að búa til mjög sterkt segulsvið án þess að hitna eða neyta gífurlegrar orku. Ofurleiðarar hafa ótal önnur notkun, allt frá því að búa til tíðnisíur fyrir útvarpsfjarskipti til að hraða agnum í atómsmölurum."

A spectacular superconductor claim is making news. Here’s why experts are doubtful


« Fyrri síða

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband