Réttvísin gegn Trump

Í raun er titill greinarinnar rangur.  Réttvísin, það er dómskerfið sjálft er ekki að berjast gegn Trump, heldur er verið að misnota það.  Þeir sem hafa eitthvað fylgst með bandarískum stjórnmálum og hafa vit á þeim, vita hvað klukkan slær.

Málið er ekki flókið. Þegar Demókrataflokkurinn fór af miðjunni og gerðist harður vinstriflokkur með ný-marxismann að leiðarljósi breyttust leikreglurnar. Reyndar hefur flokkurinn verið flokkur valda, barist gegn réttindum minnihlutahópa, eins og réttindum svarts fólks, en síðastliðna áratugi hefur hann þóttst vera baráttuflokkur minnihlutahópa í orði en ekki á borði. 

Það sem gerðist var að Demókratar, sem eru duglegri en Repúblikanar að koma sínu fólki fyrir í stjórnsýslunni, hafa tekið völdin í mikilvægum stofnunum. Stofnunum eins og FBI og CIA og í dómsmálaráðuneytinu. Það er alveg sama hvor flokkurinn er við völd, útsendarar flokksins starfa áfram fyrir Demókrata.

Skeinuhættulegastir hafa verið yfirmenn FBI sem starfa á vegum Demókrataflokksins. Mýrin (the swamp) eða djúpríkið afhjúpaðist greinilega í valdatíð Donalds Trumps.  Áður hafði fólk óljósan grun um að embættismannakerfið væri ekki að sinna hagsmunum almennings, heldur flokkshagsmuni.  

Hættulegasti andstæðingur djúpríkisins, fyrrum vinur Demókrata, Donald Trump, dró djúpríkið fram í dagsljósið. Í raun afhjúpaði það sig óviljandi þegar það beitti öllum óheiðarlegum ráðum til að fella Trump.  Tilbúnar ásakanir, jafnvel áður en hann var settur í embætti, komu fram.  Hann var sakaður um að starfa með Pútín og vera útsendari Rússa.  Allt var lagt undir og allt rannsakað.  Skattamál hans, fyrirtæki hans, fjölskyldumál, allt var þetta rannsakað í þaula og ekkert fannst.

Rússagrýlan reyndist vera lýgi runnin úr búðum Hillary Clinton og Mueller rannsóknin sýndi fram á það með óyggjandi hætti. Svo var gerð rannsókn á upphafi ofsókna Demókrata í Rússamálinu og Mueller rannsóknin einnig rannsökuð af Durham rannsókninni sem hreinsaði Trump endanlega af öllum ásökunum. 

Í ljós kom, sérstaklega í Durham rannsókninni að FBI var notað í óheiðarlegum tilgangi, Demókrötum til framdráttar. Meginfjölmiðlar sem hafa verið á bandi Demókrata í a.m.k. fimm áratugi, blésu út málaferlin gegn Trump og sýndu fram á þeir voru í raun armur Demókrataflokksins. Þetta vissu flestir Bandaríkjamenn áður en þarna voru þeir endanlega afhjúpaðir.

Hver er niðurstaðan? Jú, a.m.k. helmingur Bandaríkjamanna ber ekki lengur traust til FBI (áður afar mikilsvirt löggæslustofnun) og fjölmiðla.  Mestu hatursmiðlar Trumps, svo sem MSCBS og CNN riðuðu til falls og hafa ekki borið sinn barr síðan. Samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook börðust hatramlega gegn Trump og Twitter var afhjúpað sem njósnamiðill FBI. Nýr eigandi kom að Twitter og breytti honum í samfélagsmiðillinn X.  Nýir samfélagsmiðlar komu til sögunnar, svo sem Rumble og True Social sem andsvar við ofríki vinstri manna.

Mikil læti voru við valdaskiptin 2020. Við þekkjum þá sögu.  En ekkert var gert varandi Trump í tvö og hálft ár, hann að mestu látinn í friði, í von um að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur. En svo kom tilkynning hans um endurframboð.

Demókrataflokkurinn var tilbúinn með plan B, sem er að fella risann Trump með þúsund stungum. Nú skyldi dómskerfið, stýrt úr dómsmálaráðuneyti og í höndum Demókrata, ræst og raða ákærum á Trump og framboð hans, svo mörgum (fjögur dómsmál eins og komið er) að hann hafi ekki tími til að sinna kosningabaráttu sinni. Þeir ætla að halda honum meira eða minna í dómssölum, uppteknum við að verja sig. Þetta eru að sjálfsögðu gróf afskipti af forsetakosningunum með beitingu "réttvísarinnar". Í raun aðför að lögum og reglum.

Aldrei hefur stjórnsýslukerfið verið beitt áður gegn forseta Bandaríkjanna, bæði alríkisdómskerfið og dómskerfið innan ríkja. Rebúblikanar segja dómskerfið vera tvískipt, aðrar reglur gilda fyrir Demókrata en Repúblikana.

Hvaða afdala saksóknari sem er, geti nú ákært forseta Bandaríkjanna, bara af því að honum dettur svo í hug. Sjá má það af fjóru ákærunum, soðnar eru saman ákæruliðir sem eru langsóttir í meira lagi og breyta þeim með snúningi laga í refsibrot.  Mál Trumps enda fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, það vita allir og þar eru a.m.k. sex af níu dómurum skipaðir af forsetum Repúblíkana. Þeir verða að dæma Trump í vil, annars verður viðvarandi stríðsástand milli flokkanna tveggja og stjórnkerfið í upplausn. En box Pandóru er nú opið....

Joe Biden og hans spillta lið sleppi alveg við arm réttvísarinnar hingað til en Demókratar eru að íhuga að skipta út Joe Biden og ef þeir ákveða það, verður honum hent út til úlfanna. 

Demókratar virðast misreikna sig. Þeir skilja ekki að Repúblikanar þjappa sig þéttar saman við svona auðljósa misbeitingu valdsins og það sem meira er, þeir sem eru óflokksbundnir og flakka milli flokka, er einnig misboðið. Skoðanakannanir sýna meira og meira fylgi Trumps, því fleiri ákærur koma á hendur hans.

Newt Gingrich, fyrrum forseti Fulltrúardeildarinnar á Bandríkjaþingi og sagnfræðingur segir að þetta sé einsdæmi í bandarískri sögu og það þurfi að leita aftur til 1850 til að finna sambærilegan klofning landsins. Og hann óttast borgarastyrjöld sem einmitt gerðist úr stjórnarkrísunni árið 1861.

Gingrich tekur dæmi: "...hefðu allir kjörmenn Al Gore frá Flórída átt að vera ákærðir? Ætti að ákæra fyrrverandi formann nefndarinnar 6. janúar, sem var varakjörinn í Mississippi? Ekki satt? Þetta er allt brjálað. Við skulum bara hafa það á hreinu hvað er í gangi.

Vinstrimenn eru hræddir við Donald Trump. Hann er sá utanaðkomandi maður sem hefur hrist allt kerfið þeirra úr skorðum og þeir eru tilbúnir að rústa lögin til að tortíma Trump. En kjarninn í þessu er að ég trúi á bandarísku þjóðina. Ég held að á endanum endi þetta í útnefningu Trumps með miklum yfirburðum og tilnefningunni verði lokið fyrir 1. febrúar. … Ég held að ef kosningarnar á næsta ári eru á milli þeirra sem verja stjórnarskrána og réttarríkið og spilltrar fjölskyldu sem lifir út á Clinton, Obama, Biden og spillingu bandaríska kerfisins.

Allt í lagi, ég hef þá hugmynd að bandaríska þjóðin hafni spillingu. … Ég held að daginn sem hann gengur inn í réttarsal muni 15 milljónir manna bjóða sig fram til að vera staðgöngumættar sem berjast fyrir Trump. Ég held að fólk sé nú svo reitt. … Ástandið í Atlanta var fáránlegt. Þetta er héraðssaksóknari sem lögsækir og ef Georgíuríki bæri einhverja virðingu fyrir lögum ríkisins, myndi það koma henni úr embætti." 

Athugum það að Gingrich var hatramur andstæðingur Trumps innan Repúblikanaflokksins og er jafnvel enn. En hann er einn virtasti "speaker" Fulltrúardeildarinnar fyrr og síðar og það sem hann segir, taka allir mark á.  Hann segir að Bandaríkjamenn stefni í mestu stjórnarskrákrísu síðan 1850 Sjá slóð: Newt Gingrich: We are drifting towards the greatest Constitutional crisis since the 1850s

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband