Herstöðin á Keflavíkurflugvelli framlínu herstöð?

Fjölmiðlar hafa verið sofandi varðandi varnarmál landsins. Varðhundar þjóðfélagsins - fjölmiðlarnir - glefsa í varnarmálin við og við en engin heildarmynd fæst af málaflokknum.  Það þarf að leita aftur til 2016 til að finna fréttir um uppbyggingu Keflavíkur herstöðvarinnar en tugir milljarða fjárfesting á sér stað í mannvirkjum og hefur átt sér stað síðastliðinn áratug. Nú síðast á að byggja eða tryggja aðstöðu fyrir hermenn. 

"Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að ný herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti" segir í frétt á Vísir árið 2022 en í raun er verið að tala um endurvekja núverandi herstöð sem hefur aldrei verið lokuð, þótt starfandi utanríkisráðherra viti það ekki.

Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi

Það eru til tvenns konar herstöðvar. Framvarðastöðvar og heimastöðvar.  Þær síðarnefndu, ef við tölum um Bandaríkjaher, eru staðsettar í Bandaríkjunum en framvarðastöðvarnar eru margar og erlendis. Talið er að þær séu um 750 talsins víða um heim, í 80- 85 löndum eða svæðum en til samanburðar eru 450-500 herstöðvar í Bandaríkjunum. En fáar þessar stöðva eru framlínu herstöðvar, þ.e.a.s. notaðar til árása.  Tökum sem dæmi Ramstein herflugvöllinn í Þýskalandi sem er notaður til að flytja herlið áleiðis til átakasvæða í t.d. Miðausturlöndum.  Hann er einnig notaður sem sjúkrahús særðra hermanna sem flogið er þangað af vígvöllum.

En Keflavíkurflugvöllur, þ.e.a.s. herstöðin, er beinlínis árása herstöð.  Það er alveg ljóst ef það er satt að B-2 sprengjuþoturnar hafi hér heima bækistöðvar en þær geta borið kjarnorkuvopn. Og á ófriðartímum munu þær bera kjarnorkuvopn, það er nokkuð ljóst. Og kjarnorkukafbátar hafa nú leyfi til að sækja kost til Íslandsstrendur. Ekkert eftirlit er með hvort Bandaríkjaher komi með kjarnorkuvopn til Íslands að sögn Diljá Mist Einarsdóttir alþingismann Sjálfstæðisflokksins og nefndarmann í utanríkismálanefnd Alþingis: Utanríkisnefnd Alþingis ekki látin vita um kjarnorkuþoturnar B-2 á Keflavíkurflugvelli

Í viðtali við Útvarp sögu segir herstöðva andstæðingurinn Stefán Pálsson eftirfarandi:

„það sem er búið að gerast og er lykilatriði í þessu er að Bandaríkjamönnum er búið að takast allt frá þessari bókun 2016 sem kveður á um aukna viðveru að fá í gegn það sem þeir óskuðu eftir allt til ársins 2006. Það er að þeir fengju að vera hérna með sveigjanlegan viðbúnað eftir eigin höfði“ segir Stefán."

Bandaríkjaher leyft að vera með sveigjanlegan viðbúnað hér eftir eigin höfði

 Og það er alveg rökrétt ályktun að segja að starfsmenn utanríkismálaráðuneytisins hafi hvorki getu, forsendur eða kjark til þess að setja Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum.

Hér komum við að kjarna málsins, hér vantar varnarmálastofnun eða varnarmálaráðuneyti, með hernaðarsérfræðingum sem geta tekið upplýstar ákvarðanir um varnir Íslands og á forsendum íslenskra varna.

Öll uppbygging á Keflavíkurherstöðinni virðist vera á forsendum Bandaríkjahers og varna Bandaríkjanna. Ísland er landsvæði sem hann notar til árása á Rússlands ef til stríðs kemur. Þar með er Ísland löglegt skotmark stjórnvalda í Moskvu. Í stað þess að vera útnári og gleymt skotmark, er Ísland meðal fyrstu skotmarka Rússa ef til stríðs kemur.  Og hvers konar árás yrði það? Kjarnorkusprengja sprengd yfir Keflavíkurflugvöll og hún ekki smáræðis. Allt höfuðborgarsvæðið og í raun suðvesturhornið undir og fáir eða engir lifðu af.

Þess vegna hef ég lagt til í áratugi að við Íslendingar tökum varnir Íslands í eigin hendur og hlúum að vörndum landsins á okkar eigin forsendum. Stofnum íslenskan her sem mikil trega virðist vera að stofna en hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá sleppum við ekki í framtíðarátökum.

Fyrsta sem íslensk hernaðaryfirvöld ættu að gera, væri að taka yfir Keflavíkurflugvöll og breyta tilgangi hans. Breyta herstöðinni (sem þá væri íslensk) í varnarstöð, ekki framlínu herstöð. Bandaríkjamenn geta valið um 750 aðra herstöðvar sem þeir geta notað til árása á Rússland. Það þarf ekki að vera frá Íslandi.

En kjánanir á Alþingi Íslands, sem hugsa ekki nema stundarkorn um hermál, skilja þetta ekki.  Jú, stóri bróðir í vestri vernda litla bróðir norður í ballarhafi hugsa þeir, en athuga ekki að Ísland er bara einn hlekkur í varnarkerfi meginlands Bandaríkjanna sem hafa um 450 500 herstöðvar innanlands eftir því hvernig er talið.

Það fyrsta sem íslensk heryfirvöld myndu gera, væri að huga að loftvörnum bæja og borgar og þá sérstaklega höfuðborgarsvæðisins. Eldflaugavanarkerfi sett upp (líkt og Iron dome kerfið í Ísrael) til verndar borgurum. Af hverju hafa Bandaríkjamenn ekki sett upp slík varnarkerfi? Af því að þeim er alveg sama? Eða Íslendingar kunna ekki að biðja um slíkar varnir?

Í seinni heimsstyrjöldinni voru sett upp loftvarnir í formi skotbyrja, mönnuð með stórskotaliði og fallbyssum, á Álftanesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Vatnsendahæð og Öskjuhlíð og mynduðu þau varnarhring í kringum Reykjavíkursvæðið. Eins var farið annars staðar á landinu, á hernaðarlegum mikilvægum stöðum. Greinilega önnur hugsun í gangi þá en nú.

En það er borin von að eitthvað vitrænt muni gerast í málaflokknum næstu misserin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Grein Halls Hallssonar nýlega, hvernig ÍsQuislíngar eru að gera Reykjanesið allt að einu allsherjar kjarnorku-skotmarki, er allrar virðingar verð.

Dagurinn í gær fór að mestu í útréttingar og ég var nærri því búinn að missa af samtali Tucker og Trump; stórviðburður, svosem þú útskýrðir með stæl í gær.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 25.8.2023 kl. 12:05

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðjón, gaman að heyra í þér.  Já, ég er alltaf að tala fyrir hagsmuni Íslendinga, ekki annarra þjóða, hversu "vinveittar" þær kunna að vera. 

Kíktu á viðtalið við Trump á X, það er athyglisvert....eitt sem vakti athygli mína, en það er þegar Tucker Carlson spurði Trump út í hvort honum yrði sýnt banatilræði.  Veit um eitt tilfelli sem var stoppað í fæðingu.

Birgir Loftsson, 25.8.2023 kl. 19:43

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, ég horfði á það í gærkv, af áhuga. Mér fannst eftirtektarvert að Trucker ítrekaði spurninguna, og að svar Trump þegar hann loks svaraði var ekki síður áhugavert; þetta eru villimenn sem svífast einskis.

Guðjón E. Hreinberg, 25.8.2023 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband