Tucker Carlson næsta varaforsetaefni Donalds Trumps?

Hugsanlegt banatilræði við Trump? Þessari spurningu var beint að Donald Trump af hendi Tucker Carlsson í X viðtalinu fræga sem stefnir að fá 300 milljónir áhorfa. Þessi spurning kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og athyglisverð voru viðbrögð Donalds Trumps. Hann svaraði ekki beint en sagði "They’re savage animals; they’re people that are sick.” 

Það er ekkert nýtt að brjálað fólk eða ofstækisfólk sækist eftir lífi frægs fólks. En það er ekki bara slíkt fólk sem er hættulegt stjórnmálamönnum, djúpríkið og CIA geta einnig verið skeinuhætt. Robert Kennedy Jr. er sannfærður um að CIA hafi kálað frænda sínum John F. Kennedy og grunur er um að CIA hafi staðið á bakvið embættisbrota ákæruna á hendur Richard Nixon Bandaríkjaforseta á sínum tíma og komið honum þannig úr embætti.

Meginfjölmiðlarnir, andstæðingar Donalds Trumps, keppast við að segja að viðtalið hafi verið drottningaviðtal eða leiðinlegt.  Hvort sem það var, sló það heimsmet í áhorfi, mesta áhorf á sjónvarpsviðtal sögunnar. Aðeins viðtal Oprah Winfrey við Michael Jackson kemst eitthvað nálægt en samt aðeins með þriðjung áhorfs samanborið við viðtal Carlson við Trump.

Menn hafa verið að gæla við að Carlson verði boðið varaforseta embættið af hendi Donald Trumps, en það er enn sem komið er, bara vangaveltur. Í dag væri það stöðulækkun fyrir Tucker Carlson, en hann er líklega frægasti og áhrifamesti fjölmiðlamaður samtímans.

Ef ætlunin var að kynna málstað Trumps gagnvart öðrum kjósendum en Repúblikönum, tókst það stórkostlega. Spennandi að sjá næstu skoðunarkönnun um fylgi karlsins.

Aðeins 12 milljónir manna horfðu á kappræður dvergana sjö sem bjóða sig á móti Trump. Krónprinsininn DeSantis gerði gríðarleg mistök að bjóða sig fram á móti Trump í stað þess að bíða í fjögur ár í viðbót. Pólitískt sjálfsmorð, fylgið minnkar með hverjum degi og aðdáendur Trumps gleyma ekki "svikunum" hans við Trump.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Kari Lake.

Guðjón E. Hreinberg, 26.8.2023 kl. 12:26

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já! Hún er mjög líkleg en Tucker er súper Star í samanburði en hún gæti verið valin af því að hún er kona.

Birgir Loftsson, 26.8.2023 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband