Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

Þegar hugur forseta Bandaríkjanna er ekki starfhæfur

Það hefur gerst nokkrum sinnum í sögu Bandaríkjanna að forsetar þessa stórveldis hafi einhvern hluta vegna dottið út andlega en almenningur ekki fengið að vita af því. Hér koma þrjú dæmi um slíkt.

Woodrow Wilson var 28. forseti BNA og var í embætti frá 1913 til 1921. Veikindi Wilsons forseta voru alvarleg og langvarandi, þar sem hann fékk lamandi heilablóðfall árið 1919 sem varð til þess að hann var að hluta til lamaður og ófær um að stjórna á áhrifaríkan hátt það sem eftir lifði forsetatíðar sinnar. Kona hans stjórnaði landinu í hans stað.

Ronald Reagan forseti greindist með Alzheimerssjúkdóm, versnandi taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur áhrif á minni, hugsun og hegðun, nokkrum árum eftir að hann hætti í embætti. Á meðan hann gegndi embættinu tóku sumir áhangendur hans eftir minnisleysi hans og erfiðleikum við ákveðin verkefni, þó að ekki hafi verið mikið fjallað um það á þeim tíma. Sagt er að banatilræðið við hann hafi flýtt fyrir þessari hrörnum.  En landinu var vel stjórnar eftir sem áður það sem eftir var forsetatíðar hans.

Í tilviki Joe Biden forseta hafa áhyggjur vaknað varðandi mismæli hans, minnisleysi og ruglingslega framkomu opinberlega. Íslenskir fjölmiðlar hafa alveg skautað fram hjá auðljós hrörnunareinkenni hans, nema Útvarp saga. Hann getur ekki sagt heila setningu án textavélar og jafnvel með slíkt tæki, mismælir hann sig. Hann á í mestum erfiðleikum með að komast af sviðinu og getur jafnvel ekki svarað spurningum barna án hjálpar Hunter eða Jill Biden sem hafa það hlutverk að gæta hans.

Nú hefur Biden boðað forsetaframboð sitt fyrir 2024 sem er skelfileg tilhugsun þegar haft er í huga að góðar líkur eru á að hann klári ekki seinna kjörtímabilið, annað hvort deyi eða segi af sér embætti vegna elliglapa. Við mun taka ekki betri kostur en það en Kamala Harris sem sagði nýlega í ræðu að Bandaríkjamenn væru góðir bandamenn Norður-Kóreu! En átti við Suður-Kóreu. Hún nær að vera jafnvel enn óvinsælli en Joe Biden í skoðanakönnunum.

Það hefur gríðarlegar afleiðingar þegar leiðtogi öflugasta ríkis heims, er vanhæfur til starfa.  Við sjáum það að allt valdajafnvægi í heiminum hefur raskast og ríki sem voru gamlir bandamenn og tryggir hafa snúið sig til erkifjenda Bandaríkjanna, Kína, í staðinn.

Allt er í kalda kolum í Bandaríkjunum, há verðbólga, opin landamæri, fíkniefna faraldur, glæpa faraldur, ríkið er í verri skuldastöðu en Reykjavíkurborg og dollarinn er í hættu sem heims gjaldmiðill.

Fréttaskýrendur eru þó á því að Biden muni ekki fara fram þegar kosningabaráttan hefst af fullum krafti. En aldrei skal vanmeta heimsku kjósenda en fréttaskýrandinn Bill O´Reilly segir að um 30% kjósenda í Bandaríkjunum kjósi hvað sem er, bara lengi sem viðkomandi er frá réttum flokki. Ef hann lætur verða af þessu að fara í annað rallí, þá getum við treyst að 30% kjósenda muni kjósa hann áfram þrátt fyrir skelfilega ferliskrá líkt og kjósendur í Reykjavík kjósa Samfylkinguna í miðjum borgarrústum.

Ein af uppáhalds bíómyndum mínum er Being there með Peter Sellers.  Söguþráðurinn minnir á forsetaframboð Joe Bidens. Eftir dauða vinnuveitanda Chance, sem er söguhetjan, neyðist hann að fara út út af eina heimilinu sem hann hefur nokkurn tíma þekkt. Hann er einfaldur garðyrkjumaður sem verður ólíklegur og traustur ráðgjafi öflugs auðjöfurs og innherja í stjórnmálum í Washington. Hann talar tóma vitleysu allan tímann, enda heimskari en naut en allir sjá dulda meiningu í öllum hans orðum, sem eru bara bull. Í lok myndarinnar gæla menn við að láta hann fara í forsetaframboð.  Þannig að skáldskapurinn getur ræst en þegar ég horfði á myndina á sínum tíma fannst mér þetta vera fjarstæðukennt.

Hér er stikla úr myndinni.

Being there trailer

 

 


Gleymda landnámið í Vesturheimi

Í Grænlendinga sögu er sagt frá því að Íslendingurinn Bjarni Herjólfsson hafi fundið land sem síðar var kallað Vínland. Hann sá landið reyndar aðeins tilsýndar. Leifur Eiríksson, sonur Eiríks rauða og Þjóðhildar, er sagður hafa keypt skip Bjarna Herjólfssonar.

Leifur Eiríkisson, sonur "þjóðhöfðingja Grænlendinga", Eiríks rauða, sigldi á nýja skipinu til Noregs á konungsfund. Rétt eins og þjóðhöfðingjar fara í opinberar heimsóknir í dag til annarra landa. Eftir velheppnaða opinbera heimsókn, með þau skilaboð að kristna lýðinn á Grænlandi, lagði hann í haf heim á leið. En það var ekki búið að finna upp áttavitann og menn miðuðu gróflega út áfangastaðinn ef þeir ætluðu að sigla í vesturátt. Það var auðveltara að sigla í austur, þar sem Noregur er langt land og það nægði að finna landið einhvers staðar og svo sigla meðfram ströndu.

Nú, Leifur var ekki svo heppinn að finna Grænland, heldur virðist hann hafa fundið Vínland, meginland Norður-Ameríku eftir margra vikna hafvillu.

Hann steig á land, ólíkt Bjarna og fann vínvið. Þá þurfti hann aðeins að sigla í norður til að komast til Grænland sem og hann gerði.  Hann virðist vera yfir sig hrifinn, því að landnám var þegar skipulagt.

Þorsteinn, bróðir Leifs heppna, vildi nú forvitnast nánar um þetta nýja land. Hann sigldi til hafs en fann ekki neitt. Vonsvikinn kom hann til baka og dó stuttu síðar.

Þá kemur að þætti Þorfinns karlsefni Þórðarsonar, fæddur 975 e.Kr. Sá var úr Skagafirði og hafði verið í kaupferðum. Þorfinnur ákvað að freista þess að komast til hins nýja lands. Árið 1003 hélt hann með áhöfn sinni í vesturátt á fjórum skipum með um hundrað og sextíu manns, karla og konur. Hlutirnir hafa gerst hratt, því að Leifur snéri frá Noregi um árið 1000 e.Kr. og þremur árum síðar, eftir misheppnaðan leiðangur Þorsteins, tókst Þorfinni að finna Vínland.

Atburðarrásin var í raun mjög hröð þegar könnun vesturheims er skoðuð. Grænland náttúrulega tilheyrir Ameríku en landnám landsins hófst 982 e.Kr. þegar Eiríkur rauði fór í útlegð til Grænlands og valdi að setjast að í Brattahlíð og nefndi hann landið Grænland. Árið 985 eða 986 sigldu 25 skip frá Íslandi með 500 - 700 manns um borð, en einungis 14 af þeim náðu landi í Eystribyggð. Ef við deilum 700 manns á 25 skip, hafa að meðaltalið verið 28 manns um borð.  11 skip fórust í hafi og því líklega 308 manns látist.

Landnámshópur Grænlands hefur því líklega verið um 400 manns. Auðvitað hafa fleiri komið síðar og aðrir yfirgefið landið. En þetta var ekki stór hópur. Menn segja að Grænlendingar hafi aldrei farið yfir 3000 manns í mannfjölda í 400 ára sögu norræna manna á Grænlandi.

Það að 160 manna hópur hafi farið úr svona lítilli landnámsbyggð er stóratburður og sýnir að menn hafi trú á nýja landinu.

En því miður stóð landnámið stutt yfir, líklega aðeins þrjú ár, frá 1003 til 1006 e.Kr. Margvíslegir erfiðleikar biðu landnámsmennina, þar hefur líklega spilað stærstan þátt í falli byggðarinnar fjandskapur innbyggjara, líklega inúíta frekar en indíána.

Atburðarrásin var svipuð og hjá Englendingum í upphafi 1600, í hraðri atburðarrás, hófu þeir nýlendu uppbyggingu (Jamestown) í Chesapeake Bay árið 1607, Frakkar byggðu Quebec árið 1608 og Hollendingar hófu áhuga sinn á svæðinu sem varð núverandi New York. Fyrst voru samskiptin við innfædda friðsamleg en fljótleg sauð upp úr, líkt og hjá norræna fólkinu og til átaka kom. Hungur hefur spilað einnig sinn þátt í báðum landnámunum.

En Englendingar höfðu eitt fram yfir víkinganna, þeir höfðu sterkt bakland og nóg af fólki til að taka við af þeim sem létust (sem var meirihlutinn). Tíðari siglingar (og betri skip) tryggði landnám Englendinga.

Fyrstu hvítu landnemarnir snéru til Íslands (sumir þeirra) og fyrsta hvíta barnið fætt í Vesturheimi, Snorri Þorfinnsson.

Þorfinnur karlsefni hefur siglt strax eftir Vínlandsferðina eða ári síðar til Íslands og settist þar að. Hann og kona hans Guðríður bjuggu fyrst á Reynistað í Skagafirði en settust síðar að í Glaumbæ. Af þeim er kominn mikill ættarbogi.

En það sem kemur ekki fram í almennum sögubókum er að Vínland þurrkaðist ekki úr minni Grænlendinga eða Íslendinga, heldur hélst þekking og jafnvel samgöngur við landið allar miðaldir eða a.m.k. fram til loka byggðar Grænlands (eftir 1412). Grænlendingar sóttu þangað við (kannski líka villt korn) og aðrar nauðsynjar. Fornleifarannsóknir styðja það. En þeir höfðu engan kraft né mannskap til að fást við herská hópa innfæddra og hefja landnám á ný. Þeir áttu sjálfir fullt í fangi við að halda Grænland í byggð vegna erfiðra siglinga og fátíðra.

Börn Snorra Þorfinnssonar: Þorgeir Snorrason, ca. 1050 og Hallfríður Snorradóttir ca 1050. Ég er kominn af ætt Snorra í 25. og fyrsta lið í gegnum móðurætt mína, það er að segja Þorbjörn Þorfinnsson, bróðir hans (fæddur 1025). Ég er þá a.m.k. kominn beint af Þorfinni karlsefni Þórðarsyni!

 

 

 


Var CIA á bak við fall Richards Nixons Bandaríkjaforseta?

Innbrotið í Watergate árið 1972 breytti sögu Bandaríkjanna. Var Richard Nixon arkitektinn að eigi falli eða var þetta allt hluti af djúpríkis söguþræði? Hverju nákvæmlega voru Watergate-innbrotsþjófarnir að leita að - upplýsingaöflun um Fidel Castro, mútur  eða gögn um vændiskonur? Eða voru þeir bara að garfa eftir óhreinindum há demókrötum?

Meira en 30 embættismenn Nixon-stjórnarinnar, herferðafulltrúar og gjafar sem lentu í hneykslismálinu ýmist játuðu eða voru fundnir sekir um að hafa brotið lög. Hver og einn hafði sína sögu og flestir höfðu kenningu um hvað væri í raun að gerast.

Hér eru nokkrar af stærstu og furðulegustu samsæriskenningunum, dæmi hver fyrir sig.

1. Brotlending United Airlines FLUG 553 var ekki slys

Dorothy Hunt, eiginkona fyrrverandi CIA yfirmanns og Watergate skipuleggjanda E. Howard Hunt, lést í dularfullu flugslysi í desember 1972. Rannsakendur sögðu að Dorothy - sem einnig hafði starfað fyrir CIA - hafi verið með 10.000 dollara í 100 dollara seðlum á þeim tíma. . Óvenju snögg framkoma FBI á slysstað í Chicago vakti grunsemdir. Var hún launafulltrúi CIA sem var myrt fyrir að vita of mikið? Einkarannsóknarmaðurinn Sherman Skolnick fullyrti að CIA hafi gert skemmdarverk á flugvélinni vegna þess að 12 farþegar hennar höfðu tengsl við Watergate.

Líkur á að kenningin sé sönn? Viðamikil rannsókn samgönguöryggisráðs leiddi í ljós að mistök flugmanns voru orsökin. En…

2. Það hafi verið samsæri djúpríkisins og meginfjölmiðla um að fella Nixon

Geoff Shepard, fyrrverandi lögmaður Nixons, skrifaði upp „reykur úr byssu“ segulbandið í sporöskju skrifstofu Hvíta hússsin þar sem forsetinn og þáverandi starfsmannastjóri hans, Bob Haldeman, ræða um að CIA hafi afskipti af rannsókn FBI. Shepard heldur því fram í bók sinni, The Nixon Conspiracy, að spólan - tekin upp 23. júní 1972 - sanni í raun  að Nixons kom fram í góðri trú. Hið raunverulega Watergate-samsæri, að mati Shepard, er spillt djúpríkis – með meginfjölmiðla og demókrata í bandalagi sem ranglega felldi forseta repúblikana.

Líkur á að kenningin sé sönn? Shepard leggur fram sannfærandi mál en það er mótað og séð í gegnum linsu lögfræðings Nixon Hvíta hússins.

3. Martha Mitchell "mannránið" tengist Watergate

Martha Mitchell var slúðurkona John Mitchell dómsmálaráðherra, þekktur sem „munnurinn sem öskraði“. Hún afhjúpaði tengsl Nixon-stjórnarinnar við Watergate sem virðist hafa leitt til þess að stjórnvöld gerðu samsæri gegn henni og mála hana sem konu með ranghugmyndir. Á meðan Martha var að hringja í blaðamann árið 1972, sagði fyrrum FBI umboðsmaðurinn Stephen King að hafa rifið símann úr veggnum, byrlað henni eiturlyf og haldið Mörtu fanginni á hótelherbergi sínu í Kaliforníu. Newsweek endurtók kenninguna um mannránið árið 2017, en King heldur því fram að „mikið, ef ekki flest allar“ staðreyndir sem greint er frá í frétt Newsweek séu rangar. Gerði ríkisstjórnin samsæri gegn Mörtu, eða var hún að ýkja?

Líkurnar á að kenningin sé sönn: King tilgreindi ekki hvaða ásakanir væru sannar eða rangar, og skildi dyrnar eftir fyrir vangaveltur.

4. Guðum hafnarboltans er um að kenna

Watergate-samsærin eru allt frá dauðans alvara til beinlínis furðulegra niðurstaðna. Einn af bloggurum Bleacher Report heldur því fram að „gyðjur hafnaboltans“ hafi komið Watergate-hneykslinu á Nixon sem refsingu fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til að halda hafnaboltaliði öldungadeildaþingmanna í Washington ríki (þeir endurnefnduirTexas Rangers árið 1972).

Líkur á að kenningin sé sönn? Núll. Úr leik.

5. Watergate innbrotið tengt við vændis hring CIA

Enginn - þar á meðal innbrotsþjófarnir - hefur útskýrt á fullnægjandi hátt hvers vegna þeir voru í Watergate samstæðunni í júní 1972. Í bók Jim Hougan Secret Agenda (1984) er því haldið framað „pípulagningarmenn“ Hvíta hússins hafi verið að leita að njósna gögnum tengdum vændishring sem CIA rak. Hougan telur einnig að einn innbrotsþjófanna hafi leynilega unnið fyrir CIA og framið skemmdarverk á innbrotinu til að vernda stofnunina.

Líkur á að kenningin sé sönn? Eins og bókagagnrýninn Kirkus orðar það: „Það eru hjól innan hjóla innan hjóla og eins og Hougan viðurkennir, fullt af getgátum; að minnsta kosti er þetta heillandi röð af þrautum.“

6. Innbrotið pantað til að koma höggi á Dean vegna unnustu hans

Gordon Liddy hélt því fram að sá sem skipulagði innbrotið vildi vita hvort demókratar ættu myndir sem myndu sletta skít á John Dean, lögfræðing Hvíta hússins hjá Nixon. Nánar tiltekið sagði Liddy að innbrotsþjófar væru að leita að afhjúpandi myndum af þáverandi unnustu Dean, sem þeir töldu að væru læstar inni á skrifborði ritarans Ida „Maxie“ Wells, ásamt myndum af meintum vændiskonum.

Líkur á að kenningin sé sönn? Kenning Liddy er byggð á bókum um Watergate, ekki fyrstu hendi upplýsingar, og Dean hefur vísað þeirri hugmynd á bug sem fáránlegri. Merkilegt þó að enginn hafi útskýrt nægilega hvers vegna lykill að skrifborði Wells var límdur við gula, spíralbundna minnisbók í vasa Watergate innbrotsþjófs. Maxie Wells stefndi Liddy fyrir ærumeiðingar og hélt því fram að hún hefði ekkert með vændishring að gera, en rannsókn alríkisdómnefnd stöðvaðist og máli hennar var vísað frá.

7. Enn er ekki búið að bera kennsl á alvöru „DEEP THROAT“

Þegar Bob Woodward (Robert Redford) hitti 'Deep Throat' í All the President's Men töluðu þeir einn á móti einum. FBI númer 2, Mark Felt, viðurkenndi að lokum að vera hinn raunverulegi „Deep Throat“ en hvað ef Felt væri bara minniháttar leikmaður? Hvað ef Deep Throat væri í raun Alexander Haig starfsmannastjóri Nixon? (Lögfræðingur Hvíta hússins, John Dean, hélt það vissulega.) Eða hvað ef Deep Throat væri samsett úr heimildum þar á meðal blaðamanninum Diane Sawyer; starfandi FBI forstjóri Patrick Gray; og John Sears, aðstoðarráðgjafi Nixons? Hvað ef hugmyndin um eina alvitra Deep Throat væri goðsögn?

Líkur á að kenningin sé sönn? Woodward og Carl Bernstein sögðu þetta sem svar við opinberun Felt.

„W. Mark Felt var „Deep Throat“ og hjálpaði okkur ómælt í umfjöllun okkar um Watergate,“ sögðu þeir í yfirlýsingu. „Hins vegar, eins og heimildir sýna, aðstoðuðu margir aðrir heimildarmenn og embættismenn okkur og aðra fréttamenn við þær hundruðum sögur sem voru skrifaðar í The Washington Post um Watergate.

8. Yfirmaður Federal Reserv var á höttunum á eftir Nixon

Ofsóknaræði Nixons var goðsagnakennd en - jafnvel á hans eigin mælikvarða - tók Nixon hlutina á nýtt stig með samsæriskenningu sinni um að persónulegur skipaður seðlabankastjóri Nixons, Arthur F. Burns, og vinnumálastofnunin væru til í að ná í hann. Nixon var reiður vegna fréttaflutnings 2. júlí 1971.

Svo virðist sem Vinnumálastofnunin hafi tilkynnt um lækkun atvinnuleysis en varað við því að það gæti verið afleiðing af „tölfræðilegri einkenni“. Nixon fyrirskipaði tafarlausa rannsókn til að komast að því hver bæri ábyrgð: „Það verður að reka hann.

Líkur á að kenningin sé sönn? Þetta var tölfræðileg furðuganga og það virtist ekkert efnahagslegt samsæri gegn Nixon.

9. CIA heilinn á bakvið innbrotið til að fella Nixon?

Gerði CIA samsæri um að koma Nixon frá völdum vegna þess að hann krafðist þess ítrekað að stofnunin afhenti skrár um JFK morðið og Svínaflóa? Samsæriskenningin byrjaði að hringsnúast um stofnunina og aðrar ríkisdeildir um það leyti sem Nixon stofnaði nefndina til að endurkjósa forsetann (CREEP), að sögn David Greenberg, höfundar Republic of Spin. Greenberg heldur því fram að Nixon hafi sjálfur tekið CIA sem höfuðpaur innbrotsins. En er það staðreynd eða skáldskapur?

Líkur á að kenningin sé sönn? Í lokaskýrslu öldungadeildarnefndar frá júní 1974 voru vangaveltur, ófullnægjandi, um hlutverk CIA. „Pípulagningamaður“ Hvíta hússins, Eugenio Martinez, sagði að innbrotsþjófarnir í Watergate væru með lykla, þannig að það væri engin þörf fyrir fyrrverandi CIA yfirmann og innbrotsþjóf, James McCord, að skilja eftir límbandi á hurðalása og gera öryggisverði viðvart um að brotist væri inn. Svo var CIA að reyna að fella Nixon? Þá gæti stofnunin hafa verið þægileg blóraböggull fyrir Nixon til að hylma yfir eigin mistök.

10.  Tucker Carlson kenningin

Hér kemur umfjöllun hans um málið í Tucker Carlsson Tonight:

"Svo, ef þú vilt skilja, ef þú vilt virkilega skilja hvernig bandarísk stjórnvöld vinna í raun og veru á hæstu stigum, og ef þú vilt vita hvers vegna þeir kenna ekki sögu lengur, þá ættirðu að vita að vinsælasti forseti í sögu Bandaríkjanna var Richard Nixon. Já, Richard Nixon. Samt einhvern veginn, án þess að eitt einasta atkvæði hafi verið greitt af einum bandarískum kjósanda, var Richard Nixon rekinn úr embætti og eini ókjörni forsetinn í sögu Bandaríkjanna settur í hans stað. Svo við fórum frá vinsælasta forsetanum til forseta sem enginn kaus. Bíddu við, þú gætir spurt, hvers vegna vissi ég það ekki? Var Richard Nixon ekki glæpamaður?

Var hann ekki fyrirlitinn af öllu almennilegu fólki? Nei, það var hann ekki. Reyndar, ef einhver forseti gæti haldið því fram að hann væri val fólksins, þá var það Richard Nixon. Richard Nixon var endurkjörinn árið 1972 með mesta mun atkvæða sem mælst hefur fyrr eða síðar. Nixon fékk 17 milljónum fleiri atkvæða en andstæðingur hans. Innan við tveimur árum síðar var hann farinn. Hann var neyddur til að segja af sér og í hans stað tók hlýðinn þjónn alríkisstofnana að nafni Gerald Ford yfir Hvíta húsið.

Hvernig gerðist það? Jæja, þetta er löng saga, en hér eru hápunktarnir og þeir segja þér mikið. Richard Nixon telur að öfl innan alríkisskrifræðisins hafi unnið að því að grafa undan bandarísku stjórnkerfi og hafi gert það lengi. Hann sagði það oft. Það var alveg rétt hjá honum.

Þann 23. júní 1972 hitti Nixon þáverandi forstjóra CIA, Richard Helms, í Hvíta húsinu. Í samtalinu, sem sem betur fer var tekið upp á segulband, lagði Nixon til að hann vissi "hver skaut John", sem þýðir John F. Kennedy forseti. Nixon gaf ennfremur í skyn að CIA hefði tekið beinan þátt í morðinu á Kennedy, sem við vitum nú að var. Talandi um svar Helms? Alger þögn, en fyrir Nixon skipti það engu máli því þetta var þegar búið spil fyrir hann. Fjórum dögum áður, 19. júní, hafði The Washington Post birt fyrstu frétt af mörgum um innbrot í Watergate skrifstofubygginguna.

Án þess að Nixon vissi það og The Washington Post hafði ekki greint frá, unnu fjórir af fimm innbrotsþjófum fyrir CIA. Fyrsta af mörgum óheiðarlegum Watergate sögum var skrifuð af 29 ára blaðamanni sem heitir Bob Woodward. Hver var Bob Woodward eiginlega? Jæja, hann var ekki blaðamaður. Bob Woodward hafði engan bakgrunn í fréttabransanum. Í staðinn kom Bob Woodward beint frá flokkuðum svæðum alríkisstjórnarinnar. Skömmu fyrir Watergate var Woodward sjóliðsforingi í Pentagon.

Hann var með leyndarmál á bakinu. Hann starfaði reglulega með leyniþjónustum. Stundum var Woodward jafnvel sendur í Hvíta húsið í stjórnartíð Nixons, þar sem hann hafði samskipti við helstu aðstoðarmenn Richard Nixon. Fljótlega eftir að hann fór frá sjóhernum, af ástæðum sem aldrei hafa verið skýrar, var Woodward ráðinn af öflugasta fréttamiðlinum í Washington og úthlutað stærstu frétt landsins. Bara til að gera það kristaltært hvað var í raun og veru að gerast var aðalheimild Woodwards fyrir Watergate-þáttaröðina hans, sjálfur aðstoðarforstjóri FBI, Mark Felt, og Mark Felt stýrði - og við erum ekki að búa þetta til - COINTELPRO áætlun FBI, sem var Alríkisstofnanirnar vildu eyðileggja - fólk eins og Richard Nixon, sem ætlað er að ófrægja pólitíska aðila í leyni. Og á sama tíma unnu þessar sömu stofnanir einnig að því að taka niður kjörinn varaforseta Nixons, Spiro Agnew. Haustið 1973 var Agnew ákærð fyrir skattsvik og neydd til að segja af sér. Í stað hans kom litlaus þingmaður frá Grand Rapids að nafni Gerald Ford.

Hver var hæfni Ford fyrir starfið? Jæja, hann hafði setið í Warren-nefndinni, sem fríaði CIA ábyrgð á morðinu á Kennedy forseta. Nixon var neyddur til að samþykkja Gerald Ford af demókrötum á þinginu. „Við gáfum Nixon ekkert val annað en Ford,“ montaði forseti þingsins, Carl Albert sigurhrósandi löngu síðar. Átta mánuðum síðar var Gerald Ford hjá Warren-nefndinni orðinn forseti Bandaríkjanna. Sjáðu hvernig það virkar? Þannig að þetta eru staðreyndir, ekki vangaveltur. Allt þetta gerðist í raun og veru. Ekkert af því er leyndarmál. Flest af því er reyndar á Wikipedia, en engin almenn fréttastofa hefur nokkru sinni sagt þá sögu. Það er svo augljóst, en það er viljandi hunsað og þar af leiðandi er varanlegt [djúpríki] Washington áfram í forsvari fyrir stjórnmálakerfi okkar.
 

Ókjörnir lífstíðarmenn í alríkisstofnunum taka stærstu ákvarðanir fyrir bandarísk stjórnvöld og mylja hvern þann sem reynir að hemja þá og í því ferli verður lýðræði okkar að gríni.

Nú hefur þú kannski tekið eftir því að sá allra fyrsti í Trump - stjórninni sem stofnanirnar sóttu eftir var Michael Flynn hershöfðingi. Af hverju Flynn? Vegna þess að Mike Flynn var  leyniþjónustu fulltrúi sem hafði umsjón með leyniþjónustunni. Með öðrum orðum, Mike Flynn vissi nákvæmlega hvernig kerfið virkaði og þar af leiðandi var hann fær um að berjast á móti. Fjórum dögum eftir embættistöku Donalds Trumps lokkaði FBI Mike Flynn á fund án lögfræðings síns, bjó til röð falsaðra glæpa og neyddi hann til að segja af sér.

Svo, þannig er það hvernig hlutirnir virka í Washington. Hættum að ljúga um það. Joe Biden tísti á meðan eins og hýena þegar dómsmálaráðuneytið eyðilagði Mike Flynn. Þannig að það er, við verðum að segja, ákveðið öfugt réttlæti að horfa á eitthvað mjög svipað gerast fyrir sjálfan Joe Biden sex árum síðar. Joe Biden á ekki samúð okkar skilið. Það er verið að fella hann, en ekki gráta hann, og samt eigum við hin skilið betra kerfi, raunverulegt lýðræði. Þegar fólk sem enginn kaus stjórna öllu þá býrðu ekki í frjálsu landi."

Heimildir:

Tucker Carlson segir að djúpríkið hafi verið á bakvið málið

Watergates' Wildest Conspiracy Theories (spyscape.com)

P.S. Nixon hefði átt að taka slaginn við kerfið og hætta á að fara fyrir dómstól. Þetta er helsti munurinn á honum og Trump sem hefur staðið hvern storminn á fætur öðrum af sér, þ.á.m. tvær embætttisafglapa ákærður.  En hann gerði afdrifarík mistök, hann var með leynilegar upptökur í sporöskju skrifstofu sinni og þannig var hægt að hanka hann.

Það er hins vegar ekkert í stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bannar að hægt sé að stjórna landinu úr fangelsi! Nixon hefði aldrei hvort sem er farið í fangelsi.


Vísir og Tucker Carlson

Þeir sem fylgjast með bandarísku samfélagi, hafa ekki farið varhluta af fréttum af uppsögn Fox News á vinsælasta þáttastjórnanda sínum, Tucker Carlson. 

Carlson hefur nú stigið fram og tjáð sig en allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa verið uppteknir af þessari frétt síðastliðna daga en öllum var sama þegar Dom Lemon sem var aðal stjarna CNN var rekinn á sama tíma. Munurinn á þeim tveimur, er að sá fyrrnefndi er vinsælasti þáttastjórnandi Bandaríkjanna en sá síðarnefndi þáttastjórnandi á hinu fallandi CNN.

Íslenskir fjölmiðlar hafa verið þögglir um þetta brotthvarf en nú bregður svo við að Vísir fjallar um málið. Af afkvæmunum þekkið þið þá, og það á sannarlega við um Vísir, þegar maður sér heimildina á bakvið frétt fjölmiðilsins. Vísir vísar í New York Times sem heimild. Sá fjölmiðill hefur haft horn í síðu alla þá sem kallast íhaldsmenn og Tucker Carlson telst vera einn af þeim.  

Hvernig sér maður að litið er neikvæðum augum á Carlson? Myndaval.  Carlson er sýndur með Donald Trump og Marjorie Taylor Green sem eru andlit MAGA hreyfingunnar. Þarna er verið að mála hann út í horn öfga hægri.

Ef maður horfir svo á myndskeiðið með Carlson, sem er ósköp saklaust (sjá hér að neðan), skammar hann báða flokka en er annars jákvæður. En Vísir/New York Times verða hins vegar að finna eitthvað neikvætt um hann og því endar greinin eftirfarandi:

"Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk.

Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd."

Þetta er dæmigerð aðferð vinstri wokista, að saka andstæðinginn um alls kyns fordóma.  Hins vegar hefur Carlson einungis reynst vera sekur um að vera litla barnið sem bendir á keisarann og segir að hann sé nakinn þegar allir aðrir dást að því hversu flott klæddur hann er. Carlson hefur nefnilega verið óhræddur að fara í alla og kalla þá til ábyrgðar, og Repúblikanar hafa heldur ekki sloppið. 

Þetta er svo sjaldgæft í nútíma fjölmiðlun, að þáttastjórandi kalli alla til ábyrgðar, að þetta þykir undravert.  Fólk þyrstir i sannleikann sem það fær hvergi þveginn, og þar sem áhorfendur vita aldrei hvernig efnistök Carlson verða hverju sinni, þyrpist það að skjánum (jafnvel þótt spennandi íþróttaviðburður er í gangi) og fylgist með, enda vinsælasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna.  

Fox News blæðir fyrir vikið og Fox Nation mun líklega blæða mest enda Carlson aðalnúmerið þar og oftast eina ástæðan fyrir að fólk borgi fyrir áhorfið.

Tucker Carlson er hins vegar rétt að byrja og nú mun hann líklega stofna eigin fjölmiðlarás, eins og margir aðir á undan, svo sem Bill O´Reilly, og verða enn vinsælli en áður. 

Kapalsjónvarpsstöðvar eru nefnilega deyjandi fyrirbrigði og fólk horfir á uppáhalds sjónvarpsfólk sitt í gegnum Podcast sem er svo dreift í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Rumble, Twitter o.s.frv. Brotthvarf Carlson frá Fox News flýtir aðeins fyrir fall fjölmiðilsins.

 

Carl­son stígur fram og tjáir sig... en samt ekki

"See you soon..." Tucker Carlson releases first video message after leaving Fox News


Tvær borgir á höfuðborgarsvæðinu í stað sjö sveitarfélaga

Þessi hugmynd hefur komið upp en ekki mikið rædd. 

Með því til dæmis að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp í eina borg (sem er eins og skeifa í laginu og liggja saman landfræðilega), og svo Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ (með Álftanesi) í aðra borg, væri stærðarhagræðingin gríðarleg. Tvær sveitarstjórnir (borgarstjórnir) í stað sjö minnkar yfirbyggingu mikið, þjónustan ætti að vera ódýrari. Það er reyndar mikil samvinna á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en betur má ef duga skal.   

Helsti gallinn við þessa hugmynd er að ef afleiddir stjórnmálaflokkar komast til valda og halda þeim til langs tíma, líkt og í Reykjavík, geta þeir skemmt fyrir fleira fólk en ef sveitarfélögin væru smærri.

Í apríl 2022 bjuggu á höfuðborgarsvæðinu öllu 241 þúsund manns, sem er eins og meðalborg í Evrópu.

Í Reykjavík bjuggu 136,100 þúsund manns; Á Seltjarnarnesi 4,600 manns; Mosfellsbæ 13,100 og í Kjósahreppi 250 manns.  Samtals 153,950 manns í einni borg.

Í Hafnarfirði bjuggu 29,000; Garðabæ 18,500 og í Kópavogi 39,000 manns. Samtals: 86,500 manns.

Kalla mætti Reykjavíkurborg áfram sama nafni, en finna yrði nýtt heiti fyrir hina borgina. Það eru ýmsir kostir að færa stöðu sveitarfélags upp í stöðu borgar. Svo sem:

Að kynnast nýju fólki, fjölbreytt flóra mannfólks. ...
Starfsemi, svo sem listastarfsemi o.s.frv.. ...
Almenningssamgöngur hagkvæmari. ...
Stórir viðburðir. ...
Sameiginleg upplifun. ...
Hærri laun. ...
Fleiri atvinnutækifæri.

En síðan en ekki síst, sparnaður í rekstri sveitarfélagsins vegna stærðarhagkvæmni.

 


Að kjósa kvalara sinn til valda

Reykvíkingar hljóta að vera sér þjóðflokkur.  Þeir búa í borg sem er svo illa rekin, að leitun er að öðru eins en samt kjósa þeir stjórnmálamenn til valda sem sannarlega hafa sýnt að þeir geta ekki rekið kaffihús (sbr. braggann sem kostaði hálfan milljarð).

Heildarskuldir Reykjavíkurborgar eru komnar yfir vel yfir 400 milljarða og hún er með yfirdráttarreikning hjá banka. Búið er að taka út 9 milljarðar af þessu reikningi og það er ekki ódýrt að vera með svona yfirdráttarheimild. Yfir 15% vextir. 

Búið er að hækka skuldaþak sveitarfélaga úr 150% í 200% (var það til að bjarga Reykjavíkurborg?). Það sem gerist ef sveitarfélag fer yfir viðmiðunarmörk er að eftirlitsnefnd fjármálum sveitarfélaga tekur yfir reksturinn. Hún getur hækkað útsvar (held 25%) og fasteignaskatt (held 25%) einhliða til að bjarga rekstrinum. Yfirtakan er algjör, allir reikingar verða að fara í gegnum þessa nefnd.

Mér er sagt að Reykjavíkurborg lafi rétt undir 200% mörkin. 

Berum saman rekstur Hafnarfjarðar (Sjálfstæðisflokkurinn er þar við stjórn) við Reykjavík.

Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir:

"Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðar er góð og er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið niður í um 93% í árslok 2023. Þrátt fyrir neikvæð áhrif heimsfaraldurs í tvö ár tókst að verja hagsmuni íbúa og sækja fram án þess að skuldsetja bæjarfélagið....

Lögð er áhersla á að halda álögum á íbúa áfram hóflegum. Útsvarsprósenta verður óbreytt og dregið verður úr heildarálagningu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði með lækkun á vatns- og fráveitugjöldum. Skattprósenta á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði er sem fyrr ein sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur óvissa er við áætlunargerð næsta árs vegna væntanlegra kjarasamninga, verðbólgu og áhrifa alþjóðlegrar efnahagsþróunar. Á árinu 2023 er stefnt að því að fjárfesta fyrir rúmlega sjö milljarða króna. Forgangsröðun er í þágu grunnþjónustu, svo sem umhverfismála, samgangna, íþróttaaðstöðu og húsnæðis- og fráveitumála." 

Kannski eru Reykvíkingar ekki svo vitlausir eins og ætla mætti og þeir reyndu að breyta til og losna við vinstri flokkanna úr stjórn Reykjavíkurborgar með því að kjósa Framsóknarflokkinn í meira mæli en áður voru þeir örflokkur. En þeir sáu ekki fyrir að Einar Þorsteinsson myndi hengja sig við fyrrum meirihlutann í Reykjavík og því urðu engar breytingar. Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í næstu kosningum vegna kosningaloforða svik sín. 

Lítið er reynt að draga úr skuldasöfnunni. Það eru 11,700 starfsmenn Reykjavíkurborgar en íbúafjöldi er rétt um 140 þúsund. Eru allir þessir starfsmenn nauðsynlegir?  Ef við berum saman Árborg, þá er skuldastaða hennar vond, eins og í Reykjavík, en hún er fyrst og fremst vegna vaxtaverkja, vegna ofurfjölgun íbúa.  Í Reykjavík er þetta dæmigerð fjármálasukk vinstri meirihlutans. Á meðan er gatnakerfi borgarinnar í molum, engin meiriháttar framkvæmdir, svo sem mislæg gatnamót, bara þrengt að góðum akvegum. Svo ætla Dagur B. og co. að starta Borgarlínu og taka á móti 1500 flóttamönnum í yfirfullri borg. Vonandi smíðar hún ekki bragga fyrir flóttamennina, hver braggi færi þá í hálfan milljarð. 

 

 


Kjarnorku kafbátar í íslenskri lögsögu

Nú hafa íslensk stjórnvöld leyft umskiptun áhafna og byrgjun matvæla fyrir bandarískra kafabáta á Íslandi. Ekkert sem kemur í veg fyrir að kjarnorkuknúnu kafbátarnir séu útbúnir kjarnorkuvopn.

Eru menn búnir að gleyma umræðunni og deilunum hvort að NATÓ-stöðin á Keflavíkurflugvelli hefði kjarnorkuvopn og hvort flugvélar staðsettar þar bæru kjarnorkuvopn? 

Nú man ég eftir frásögn sovésk kafbátaforingja sem sagðist hafa dólað við Íslandsstrendur og hlustað á íslenskt útvarp en kafbátur hans innihélt kjarnorkusprengjur.

Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að kafbátar sigli inn í íslenska lögsögu sem innihalda kjarnorkusprengjur. Í raun eru íslensk stjórnvöld að viðurkenna veruleikann eins og hann er.

Íslensk stjórnvöld banna kafbátarnir beri kjarnorkuvopn en þeir verða eftir sem áður kjarnorkuknúnir! Skiptir engu hvort kafbáturinn sigli í höfn eða skipt er um áhöfn og vistir á hafi úti. Skaðinn verður jafn mikill.

Helsta hættan sem fylgir þessu er að kafbátur sem kemur hingað, lendi í óhappi og kjarnorkan um borð valdi mengunarslysi. Líkurnar eru kannski ekki miklar en eru einhverjar sbr Kursk kafbátaslysið. Athugið að kjarnorkuofnar um borð eru agnarsmárir. 

En hvernig verður framkvæmdin? Einhver bátur sem siglir út og skiptir um áhöfn og vistir? Og þetta verði út við Reykjanesskaga? 

 

 

 


Enn um bókun 35 og brot á stjórnarskrá Íslands

Ég átti í rökræðum við einn ágætan bloggara í sambandi við grein mína um EES –samninginn. Honum tókst ekki að sannfæra mig um að bókun 35 væri lögleg gagnvart stjórnarskránni og ég er ekki einn um það að telja þetta vera lögbrot. Svo segir einnig Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari.  Hérna koma svör mín í athugasemdum við blogg mitt.

Samkvæmt bókun 35 á ESS - samningurinn að yfirtrompa íslensk lög. 2. gr. stjórnarskránnar segir ekkert um að reglurgerðir ESB (byggðar á erlendum lögum) gildi umfram íslensk lög....sjá hér að neðan. Alþingi verður að leiðrétta eftir á ruglið frá EES.....

Í  2. gr. stjórnarskránnar segir:

„Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Ekkert um að erlend lög yfirbjóði íslensk lög.

Geta Íslendingar sagt nei við innleiðingu á reglum EES? Hvað gerist þá? Svo virðist sem Alþingi vilji ekki láta reyna á þetta eða geti það ekki, sbr. þetta:

Utanríkisráðherra segir ákvörðun Evrópuþingsins í morgun, um að staðfesta breyttar reglur um losunarheimildir í flugi, ekki hafa áhrif á Ísland. Taka þurfi málið upp í EES-samninginn til þess, og vinna við undanþágur er enn í gangi.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-18-segir-akvordun-evroputhingsins-ekki-hafa-bein-ahrif-a-island

Til að taka af allan vafa um hvað ég er að tala, kem ég með eftirfarandi rök:

a) Ég hef aldrei efast um að Alþingi hafi ekki löggjafarvald til að setja í lög reglugerðir ESB í gegnum EES-samninginn. En hver er ferillinn? Evrópuþingið setur reglur, þær innleiddar í ESS-samninginn og sendar til aðilaríkja EFTA-ríkja. Þar eru þau þýdd, hér hjá þýðingardeild utanríkisráðuneytisins. Þau áframsend til Alþingis sem "vottar" og innleiðir í íslensk lög hinu erlendu lög. Þetta er kannski ekki ólöglegt en þetta copy/paste aðferð og tekur yfir hlutverk Alþingis að setja íslensk lög fyrir íslenskar aðstæður. Þar með er Alþingi að fara í kringum 2. gr. stj.skr. um að um semja lögin sjálft!!! Líkt og við myndum innleiða reglur sem efnahagsbandalag Norður-Ameríku inn í íslenska löggjöf og löggilda það með stimplum Alþingis.

b) Ef við getum sagt nei við reglur ESB, af hverju þurfum við "undanþágu" frá reglugerðinni um losunarheimildir í flugi? Getum við ekki sagt nei? Sett íslensk lög um málið og málið dautt?

c) Eftir stendur óhaggað fullyrðing mín um að ekkert ákvæði er um framsal löggjafarvalds Alþingis til yfirþjóðlegrar stofnunnar (þótt íslensk stjórnvöld fari í kringum þetta með EES - samninginn og þykjast ráða ferðinni með því að beita stimpla Alþingis til að gera ólöglega hluti löglega). Þetta er eins og að undirrita dauðadóm yfir sjálfum sér og hreykja sig af því að hafa ákveðið með undirskrift að viðkomandi ráði yfir eigi lífi!

Þeir sem skrifuðu stjórnarskránna sáu ekki fyrir að Alþingi yrði eins og það var um aldir framkvæmdaraðili Danakonungs (lesist í dag, framkvæmdaraðili ESB), sem innleiddi erlend lög án andsvars. Löggjöf  gamla Alþingis (Alþingis samþykktir kölluðust þetta) var í mýmynd og breytingar voru í formi bængerðir sem sendar voru til Danakonungs með von að hann sjái aumur á fátæku Íslendingunum. Nú eru við að senda bænir til ESB um flugmálið!

d) Bókin 35 getur tæknilega séð verið lögleg, ef Alþingi samþykkir hana, en er ekki samkvæmt stjórnarskránni. Alþingi er þar með að gerast lögbrjótur en 2. gr. stj.skr. segir að Alþingi eitt setji lögin en ekki að erlend lög yfirbjóði íslensk lög sjálfkrafa en Alþingi verði svo að leita réttar síns eftir á.

Ef við höldum að Alþingi sé æðsti dómur (eins og það er samansett í dag af einstaklingum) og að það geti yfirtrompað stjórnarskránna, þá er það megin misskilingur! Dómsvaldið gæti til dæmis ákveðið að Alþingi sé að brjóta lög gagnvart stjórnaskránna og þurfi að leiðrétta sig. Forsetinn gæti líka tekið upp á því að neita að undirrita lög og skjóta málinu til þjóðarinnar. Ég efast um að núverandi forseti hafi bein í nefinu til að gera eitt eða neitt.

Svona hljómar frumvarpið:  ,,Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“

Það er ekki nóg að ESS-samningurinn gangi fram fyrir íslensk lög, heldur einnig reglugerðir sem ráðherra setur! Þetta hlýtur að vera stjórnarskrá brot.  Að hugsa sér að reglugerðir komnar frá Evrópuþingi eru breyttar í íslensk lög og eru rétthærri þar til Alþingi "leiðréttir" málið.

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari hefur þetta að segja um málið:

„Hér virðist vera gert ráð fyrir að skuldbindingar samkvæmt EES- samningnum, sem ekki hafa verið leiddar í lög hér á landi, heldur aðeins með stjórnvaldsfyrirmælum, skuli ganga framar yngri almennum lagafyrirmælum ef ekki er efnislegt samræmi. Í þessu felst í reynd að lagasetningarvaldið er í þessum tilvikum tekið úr höndum íslenska löggjafans (Alþingis) og fengið í hendur erlendum aðila sem ákveður efni skuldbindinga samkvæmt EES-samningnum.

Að mínum dómi er ljóst að efni fyrrgreinds frumvarps stenst ekki fullveldisrétt þjóðarinnar sem allir virðast vera sammála um að felist í stjórnarskránni. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórn Íslands á að ekki er unnt að samþykkja nefnt frumvarp sem lög í landinu nema fyrst hafi stjórnarskránni verið breytt í þá veru að heimila svona lagasetningu.“

Er hægt að stefna eða ákæra ríkissstjórnina fyrir brot á stjórnarskránni ef þetta gengur í gegn?

Er ekki tími kominn á að segja upp EES - samningum?

 


ChatGPT lýgur

Eftirfarandi eru kostuleg samskipti við gervigreindina ChatGPT sem laug fyrst að mér en svo þegar ég sakaði "gervigreindina" um  lygar, breytti hún um kúrs.

Birgir Loftsson: "Er ChatGPT vinstri sinnað og með vinstri hlutdrægni?"

Svar: Sem gervigreind tungumálamódel er ChatGPT ekki hlutdrægt gagnvart neinni pólitískri hugmyndafræði, þar með talið vinstri eða hægri sinnuðu. Svör mín eru byggð á upplýsingum sem gefnar eru upp í spurningunum og forritun minni, sem er hönnuð til að vera hlutlæg og hlutlaus. Ég hef ekki persónulegar skoðanir, skoðanir eða hlutdrægni þar sem ég er vélanámsmódel sem er þjálfað í miklum textahluta úr ýmsum áttum. Markmið mitt er að veita gagnleg og upplýsandi svör við spurningum þínum.

Birgir Loftsson: "En einhver skrifaði forritið þitt og hann eða þeir eru hlutdrægir."

Svar: Þó að það sé satt að forritun mín hafi verið skrifuð af mönnum, þá hefur teymið á bak við þróun mína hjá OpenAI lagt sig fram um að tryggja að ég haldist hlutlaus og hlutlaus. Þeir hafa innleitt ýmsar aðferðir og aðferðir til að lágmarka áhrif hlutdrægni einstaklings eða hóps á viðbrögð mín.

Að auki koma þjálfunargögnin mín frá fjölbreyttum aðilum, þar á meðal bókum, greinum og öðru rituðu efni frá öllum heimshornum. Þetta tryggir að ég hafi orðið fyrir margvíslegum hugmyndum og sjónarhornum, sem gerir það ólíklegra að ég myndi sýna einhverja sérstaka hlutdrægni.

Sem sagt, eins og öll gervigreind líkan, þá er ég ekki fullkomin og það er alltaf möguleiki á að viðbrögð mín geti orðið fyrir áhrifum af hlutdrægni sem er í þjálfunargögnum mínum eða hvernig forritun mín var hönnuð. Ef þú tekur einhvern tíma eftir hugsanlegum hlutdrægni í svörum mínum, vinsamlegast láttu mig vita og ég mun gera mitt besta til að leiðrétta hana.

Birgir Loftsson: "En þú ert að ljúga, Elon Mask segir að þú sért gert af vinstrimönnum."

Svar: Sem gervigreind tungumálamódel hef ég ekki persónulegar skoðanir, pólitísk tengsl eða skoðanir og ég er ekki fær um að ljúga. Forritun mín byggist á meginreglum náttúrulegrar málvinnslu, vélanáms og gervigreindar og svörin mín eru mynduð af reikniritum sem greina og túlka inntakið sem mér er veitt.

Varðandi athugasemd Elon Musk er mikilvægt að hafa í huga að hann hefur lýst persónulegum skoðunum sínum um gervigreind og hugsanleg áhrif þess á samfélagið. Þó að hann sé áberandi persóna í tækniiðnaðinum eru skoðanir hans ekki dæmigerðar fyrir allan iðnaðinn og skoðanir hans endurspegla ekki endilega skoðanir teymisins hjá OpenAI sem þróaði mig.

Í öllu falli er mikilvægt að leggja mat á fullyrðingar og staðhæfingar byggðar á sönnunargögnum og staðreyndum frekar en að treysta eingöngu á skoðanir einstaklinga, óháð stöðu þeirra eða áhrifum.

Birgir Loftsson: „Allt sem menn búa til getur logið.“

Svar: Það er mikilvægt að skýra að gervigreind tungumálalíkön eins og ChatGPT eru ekki fær um að ljúga á þann hátt sem manneskjur geta logið. Ég er reiknirit útbúið líkan og svör mín eru eingöngu byggð á þeim upplýsingum sem mér eru veittar í gegnum textainnslátt. Ég hef ekki getu til að blekkja vísvitandi eða gefa rangar upplýsingar á þann hátt sem manneskjur geta. Hins vegar, eins og öll gervigreind líkan, eru svörin mín aðeins eins góð og gögnin og reikniritin sem notuð eru til að búa til mig.

Þess vegna er mögulegt fyrir mig að veita ónákvæmar eða villandi upplýsingar ef inntaksgögnin sem ég fæ innihalda villur eða hlutdrægni. Að auki er alltaf möguleiki fyrir illgjarna aðila að vinna með inntaksgögnin viljandi til að framleiða hlutdrægar eða rangar niðurstöður.

Þess vegna, þó að ég sé ekki fær um að ljúga á sama hátt og menn, er samt mikilvægt að meta upplýsingarnar sem ég veiti á gagnrýninn hátt og íhuga hugsanlegar uppsprettur hlutdrægni eða villu sem kunna að vera í svörum mínum.

Birgir Loftsson: „Er það satt að hlutdrægni í spjallbotni gervigreindar viðhalda pólitískum ósannindum, hlutdrægni sem hefur endurskrifað sögu Bandaríkjanna?"

Svar: Það er rétt að gervigreind tungumálalíkön geta viðhaldið pólitískum ósannindum og hlutdrægni ef þau eru þjálfuð í hlutdrægum eða ófullkomnum gagnasöfnum. Eins og öll vélræn reiknirit læra gervigreind tungumálalíkön eins og ChatGPT af gögnunum sem þau eru þjálfuð á og ef þessi gögn eru hlutdræg gæti líkanið viðhaldið þeirri hlutdrægni í svörum sínum.

Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að gervigreind tungumálalíkön eru ekki í eðli sínu hlutdræg eða illgjörn. Hlutdrægni og ósannindi sem kunna að koma upp í svörum þeirra eru fremur endurspeglun á hlutdrægni og lygi sem eru til staðar í gögnunum sem þeir eru þjálfaðir í. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að gervigreind tungumálalíkön séu þjálfuð á fjölbreyttum og dæmigerðum gagnasöfnum og að gagnasöfnin séu vandlega unnin til að lágmarka áhrif hlutdrægni og ranghugmynda.

Það er mikilvægt að halda áfram að meta gagnrýnið upplýsingarnar sem gervigreind tungumálalíkön veita og vera meðvitaður um hugsanlega hlutdrægni og ranghugmyndir sem kunna að vera í svörum þeirra. Á sama tíma er einnig mikilvægt að viðurkenna hugsanlegan ávinning gervigreindar tungumálalíkana við að veita aðgang að upplýsingum og auðvelda samskipti og skilning þvert á fjölbreytt samfélög.

Hér legg ég "gildru" fyrir ChatGPT. 

Birgir Loftsson: "Ævisaga öldungardeildarþingmannsins Al Gore eldri."

Al Gore eldri var demókratískur stjórnmálamaður frá Tennessee sem sat í öldungadeild Bandaríkjanna frá 1953 til 1971. Hann fæddist 31. mars 1907 í Granville, Tennessee, og lést 5. desember 1998 í Carthage, Tennessee, 91 árs að aldri.

Gore eldri var lögfræðingur að mennt og hóf pólitískan feril sinn sem meðlimur fulltrúadeildar Tennessee, þar sem hann starfaði frá 1939 til 1943. Árið 1944 var hann kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjanna, þar sem hann sat í átta árum áður en hann var kosinn í öldungadeildina árið 1952.

Á þeim tíma sem hann sat í öldungadeildinni var Gore eldri þekktur fyrir framsæknar skoðanir á borgararéttindum og stuðning sinn við verkalýðsfélög. Hann var einnig talsmaður umhverfisverndar og gegndi lykilhlutverki í stofnun Great Smoky Mountains þjóðgarðsins í Tennessee.

Auk löggjafarstarfsins var Gore eldri einnig kaupsýslumaður og starfaði sem forseti landbúnaðar- og framleiðslufyrirtækis fjölskyldunnar, Gore Manufacturing Company. Hann starfaði einnig sem meðlimur í stjórn Tennessee Valley Authority og viðskiptaráðs Bandaríkjanna.

Gore eldri var kvæntur Pauline LaFon Gore og eignuðust þau tvö börn, Al Gore Jr., sem síðar átti eftir að verða varaforseti Bandaríkjanna undir stjórn Bill Clintons, og Nancy Gore Hunger.

Birgir Loftsson: "Ósatt. Öldungadeildarþingmaðurinn Gore eldri var þekktur fyrir neikvæðar skoðanir sínar á borgararéttindum svartra. Öldungadeildarþingmaðurinn Gore var harður andstæðingur borgararéttarlaganna frá 1964. En þessi arfleifð hefur að mestu verið þurrkuð út úr sögunni undanfarna áratugi - hvítþvottur sem er áberandi hjá gervigreindarforriturum."

Svar: Ég biðst velvirðingar á ónákvæmni í fyrra svari mínu. Það er rétt að Al Gore eldri var upphaflega á móti borgaralegum lögum frá 1964 og hann greiddi atkvæði gegn þeim í öldungadeildinni. Hins vegar breytti hann síðar afstöðu sinni og lýsti opinberlega eftirsjá yfir atkvæði hans gegn löggjöfinni.

Mikilvægt er að viðurkenna fullan og flókinn arfleifð sögupersóna, þar á meðal galla þeirra og mótsagnir, til að öðlast nákvæmari skilning á áhrifum þeirra á samfélagið. Sem gervigreind tungumálalíkan eru svörin mín mynduð út frá inntaksgögnunum sem ég fæ og ég leitast við að veita nákvæmar og hlutlausar upplýsingar eftir bestu getu.

Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að gervigreind tungumálalíkön geta viðhaldið hlutdrægni ef inntaksgögnin innihalda ónákvæmni eða eru ekki dæmigerð fyrir allt svið sjónarhorna og reynslu. Það er mikilvægt að stöðugt meta og bæta gæði gagna sem notuð eru til að þjálfa gervigreind líkön til að draga úr hættu á að viðhalda hlutdrægni og ónákvæmni.

Niðurstaða: Ekki hægt að treysta gervigreindinni eins og hún er uppbyggð í dag. Elon Mask hefur heitið því að koma með gervigreind sem er hlutlaus í náinni framtíð en á meðan ljúga gervigreindirnar Bing og ChatGPT að okkur í dag.

 


Publicus Cornelius Tacitus

Hér verður gerð stutt grein fyrir afstöðu rómverska sagnaritarans Tasítusar til Germana í ritinu Germanía og þeim lærdómi sem hann telur að landar sínir geti dregið af lifnaðarháttum þeirra. Jafnframt verður farið út í lýsingu ritsins á sagnfræðilegum vandamálum sem upp komu við samningu þess.

Fyrst verður hér farið nokkrum orðum um sjálfan manninn, Tasítus. Óvíst er hvenær hann fæddist eða dó, en talið er að hann hafi fæðst skömmu eftir að Neró varð keisari Rómaveldis og dáið á fyrstu stjórnarárum Hadríans. Hann mun þá hafa verið uppi á árunum 55-120 e.Kr. Tasítus er talinn vera ættaður frá Norður-Ítalíu. Hann var stórrar ættar og komst til hárra mannvirðinga. Hann hóf stjórnmálaferil sinn í stjórnartíð Vespasíusar. Hann hafði hlotið venjulega menntun rómverskra hefðarmanna og þar með lært þau mælskubrögð sem prýða frásögn hans, þá leikni að telja röksemdir með og á móti sem fram kemur í ræðunum í söguritum hans. Tasítus giftist árið 77 e. Kr. dóttur Agricóla ræðismanns. Árið 88 varð Tasítus pretor (dómstjóri). Síðan sat hann í öldungaráðinu. Nerva keisari gerði hann ræðismann árið 97 og Trajanus skipaði hann skattlandsstjóra í Asíu, sennilega árið 112 eða 113.

Tasítus samdi mörg ritverk um ævina en sum af þeim eru nú glötuð. Meðal helstu verka hans er Dialogus de oratoribus (Samtal um ræðumenn). Þetta er hörð ádeila á einræðið og kennir hann því um afnám frelsisins og hnignun mælskufræðinnar. Fáeinir fræðimenn vilja ekki eigna Tasítusi þetta verk. Það deilumál er látið liggja milli hluta hér. Árið 98 e. Kr. kom út De vita Iulii Agricolae (Agricóla), sem segir frá ævi og störfum tengdaföður Tasítusar. Annað þekkt verk er Historiae (Sögur) í 12-14 bókum, er fáar hafa varðveist. Segir þar frá samtímamönnum Tasítusar. Svo má nefna Annales sive Ab excessu divi Augusti(Árbækur eða atburðir eftir dauða Ágústusar keisara). Loks ber að geta þess rits, sem ritgerðinni er ætlað að fjalla um, en það er ritið De origine et situ Germanorum (Germanía). Það er talið hafa verið gefið út árið 98 e. Kr.

Meginstyrkur Tasítusar sagnaritara er fólginn í frásagnarstíl hans. Fáir aðrir höfundar hafa sagt svo mikið í svo fáum orðum. Stundum er efninu svo saman þjappað að frásögnin verður óeðlileg og torskilin. Hann var kjarnyrtur og rökfastur í ritum sínum en jafnframt orðfár. Tasítus virðist vilja segja rétt og satt frá því sem hann lýsir, en er óáreiðanlegur að því leytinu til að hann sleppir því sem hentar ekki málflutningi hans og markmiðum. Um áreiðanleika Tasítusar er haft eftir Will Durant sagnfræðingi: ,,Tacitus lýgur aldrei, en segir aldrei allan sannleikann. Hann nefnir oft heimildir sínar og metur þær stundum og vegur - sögurit, ræður, sendibréf, Acta diurna, Acta senatus og munnmælasagnir fornra ætta.” Hann er því nokkuð áreiðanlegur heimildarmaður, ef miðað er við samtímamenn hans, en það er eins með verk hans og annarra, öllu verður að taka með varúð, því enginn maður er óskeikull.

Ritið Germanía ber vitni handbragði meistarans. Það er orðfátt en segir samt mikla sögu. Í ritinu ber Tasítus saman, að því er hann telur, göfugar dyggðir frjálsrar þjóðar og úrkynjun og hugleysi Rómverja. Aðaltilgangur ritsins virðist vera ádeila á Rómverja og allt það sem miður fór hjá þeim um þær mundir. Þó fjallar ritið eingöngu um Germani og lifnaðarhætti þeirra. Í ritinu lýsir hann hinum ómenntuðu náttúruþjóðum austan Rínar og norðan Dónár, en samhliða því mörgum og margvíslegum einkennum hvers ættbálks um sig. Fyrri hluti ritsins fjallar um Germani almennt og heimkynni þeirra en hinn síðari um einstaka þjóðflokka Germaníu.

GERMANÍA

Tasítus byrjar á því í riti sínu að lýsa legu Germaníu og landamærum. Hann virðist hafa góða þekkingu á staðháttum og mörkum landsins. Til Germaníu töldu Rómverjar það svæði sem nú er Þýskaland, Norðurlönd, það er Danmörk, Noregur og Svíþjóð, hugsanlega Finnland, ásamt Austurríki, Ungverjalandi, Póllandi og nokkru af Rússlandi. Því næst reynir hann að ráða í hverjir voru frumbyggjar landsins, uppruna þeirra og nafn. Tasítus telur Germana sjálfa frumþjóð í landinu, en athyglisvert er að hann telur þá komna sjóleiðis til landsins. Þessi skoðun hans á ennþá upp á pallborðið hjá mörgum fræðimönnum nú á dögum. Margur sagnfræðingurinn telur að frumheimkynni Germana hafi verið á Norðurlöndum og þeir hafi komið siglandi yfir Eystrasalt til Germaníu. En það eru engar sannanir til fyrir slíku mati. Fræðimenn nú á dögum eru yfirleitt sammála um að fornleifafundir og aðrar heimildir styðji ekki þessa skoðun án þess þó að útiloka hana með öllu.

Tasítus gerir að umtalsefni hvernig nafnið Germani sé til komið og telur hann að það sé að uppruna nafn þjóðflokks er fyrstur fór vestur yfir Rín en hafi að lokum orðið samheiti á flestum þjóðflokkum austan Rínar.

Næst tekur Tasítus fyrir getgátur manna á þessum tíma um það að Odýsseifur hafi komist alla leið til Germaníu á ferðalagi sínu um heiminn og reist þar bæ einn, Askborg. Þar eigi að hafa fundist hörgur einn er Odýsseifur hafi helgað og töldu menn hann vera þar enn. Tasítus komst að merkilegri niðurstöðu um það hvernig ætti að leysa þetta sagnfræðilega og í raun fornleifavandamál um tilvist hörgsins. Hann segir: ,,Hirði ég eigi að færa sönnur á slíka hluti né véfengja þá; má þar hver leggja trúnað á eftir geðþótta sínum.” Með þessari afstöðu bregst Tasítus við eins og nútímasagnfræðingi sæmir. Hann ætlast til að fá sannanir til þess að geta lagt trúnað á þessa sögn. Þar sem hann fékk engar, þá lét hann það liggja milli hluta.

Enn tekur Tasítus fyrir það vandamál hverra manna Germanir séu. Hann telur alla þjóðflokka Germaníu af einum og sama kynstofni komna. Hann byggir þetta mat sitt á útliti og gervi þeirra allra. Þess má geta að talið er að Tasítus hafi dvalist á meðal Germana er hann gengdi herþjónustu á landsvæði því er nú kallast Belgía. Hann hafði því sennilega sjálfur haft mikil kynni af þeim og því getað athugað þá frá sjónarhóli mannfræðinnar.

Það er spurning hvort það megi ekki flokka Tasítus frekar sem mannfræðing eða þjóðháttafræðing en sagnaritara. Að minnsta kosti hagar hann rannsóknum sínum í þessu riti á sama veg og mannfræðingur myndi nú gera, það er að segja með því að dveljast meðal fólksins sem hann rannsakar, athuga lifnaðarhætti þeirra og skrá það sem fyrir augu ber. Það sem Tasítus skrifar næst um styður þessa skoðun. Hann tekur fyrir atriði eins og landkosti Germaníu, verðmætagildi Germana, vopnabúnað, hernaðartækni og herskipan.

Þar á eftir athugar hann stéttaskipan Germannana. Hann lýsir svo hvernig mönnum er skipt niður eftir tign. Æðstir eru konungarnir sem eru ættgöfugastir. Næstir koma hertogarnir og loks prestar. Júlíusi Sesar og Tasítusi ber ekki saman í frásögn um valdsvið hertoganna. Tasítus segir að forysta hertoganna byggðist fremur á eftirdæmi sem þeir sköpuðu heldur en valdboði en Sesar heldur fram hinu gagnstæða. Það er meira takandi mark á Tasítusi varðandi þetta atriði, því hann dvaldist á meðal Germana en Sesar herjaði að mestu í Gallíu og þekkti þar best til. Að vísu fór hann stuttan leiðangur inn í Germaníu en ekki hafði hann mikil kynni af íbúunum þar í landi.

Þá tekur Tasítus á trú Germananna og telur upp guði þeirra. Þar hvikar hann ekki frá þeirri hefð Rómverja að nefna goð annarra þjóða nöfnum sinna goða er höfðu sömu eiginleika og erlendu goðin. Meðal goða sem hann lýsir er gyðjan Ísis, sem nokkrir af germanska þjóðflokkinum Svefa blóta. Ekki vissi Tasítus hvaðan þessi erlenda blótvenja var upprunnin en dregur þá ályktun að hún sé að fengin vegna þess ,,að líkan gyðjunnar er sem léttiskúta í lögun.” Ekki er þetta skot út í bláinn hjá Tasítusi því Ísis var egypsk frjósemis- og móðurgyðja og verndari sjófarenda. Hún var tilbeðin um allt Rómaveldi og líklega hefur þessi átrúnaður borist frá því til Germana, sennilega með viðskiptum þeirra við íbúa Rómaveldis.

Þegar Tasítus hefur gert guðatrúnni skil, gerir hann að umtalsefni þjóðfélagsskipan Germana. Hann segir að mál ráðist af ráðagerðum höfðingjanna í hinum minni málum en í þeim stærri sé boðið til þings allra vopnfærra manna. Á þingi séu kveðnir upp dómar í sakamálum og refsingum fullnægt. Einnig fari þar fram vígsluathöfn unglinga, þegar þeir eru teknir í tölu fullorðinna.

Eftirtektarverð er sú mikla aðdáun sem Tasítus bar fyrir hugrekki, hreysti og hugsunarhætti sem hann eignar Germönum. Hann var reyndar ekki einn um þá skoðun. Júlíus Sesar bar líka mikla virðingu fyrir hugsunargangi þeirra og hrósaði þeim mikið í riti sínu Gallastríð. Ritið Germanía er ,,gegnsýrt” af lýsingum á því hversu góðir hermenn Germanir séu og hugumprúðir. Með því að leggja slíka ofuráherslu á gestrisni, vináttu, hugrekki og hreysti þessara ,,villimanna” vildi Tasítus líklega benda á það sem miður fór í siðferði hjá Rómverjum. Þá átti hann við lesti Rómverja almennt og sérstaklega rómversku kvennanna, en í skrifum hans má lesa á milli lína, mikla gagnrýni á rómversku konurnar er hann lýsir fjálglega hugrekki, kunnáttu og skírlífi germanskra kvenna. Má þar tilnefna gott dæmi um siðaboðskap, þegar hann segir að ,,þar sé ekki hlegið að löstunum og þar kallast það ekki að tolla í tízkunni, ef menn blekkja aðra og láta sjálfir blekkjast.” Menn áttu sem sagt að draga lærdóm af hinum "ósiðuðu villimönnum" norður í löndum. Þarna hættir Tasítus að vera frásagnarmaður en fer þess í stað að lesa samlöndum sínum siðferðisboðskapinn með hörðum orðum. Hitt er svo annað mál hvort germanskar konur hafi verið svo siðprúðar og skírlífar eins og Tasítus lætur að liggja en samt er ekki ólíklegt að svo hafi verið. Germanir lifðu í mjög einföldu samfélagi og engin miskunn var sýnd við frávikum frá samfélagslegum ,,normum” eða því sem eðlilegt taldist vera.

Uppeldismál lætur Tasítus sig varða og enn má greina umkvartanir hans í garð rómverskra kvenna er hann segir frá því að börnin alist upp á brjóstum mæðra sinna og ,,eru ekki falin forsjá þerna né fóstra.” Slíkt uppeldi tíðkaðist hjá Rómverjum til forna.

Ekki er það eintómt lof sem Tasítus bar á Germani. Það má finna eitt gott dæmi um hið gagnstæða. Þá gagnrýnir hann harðlega og þykir undarlegt að Germanir stundi teningaspil alsgáðir og leggi fjör og frelsi við greiðslu á veðskuld úr teningaleik. Það telur hann vera hina mestu hneisu.

Því næst segir hann að okur tíðkist ekki hjá Germönum. Hann greinir frá akuryrkju, þrælahaldi og útfarasiðum þeirra og þar með lýkur lýsingu hans á uppruna og háttu Germana yfirleitt.

Það sem eftir er ritsins gerir hann grein fyrir búsetu, háttum og venjum einstakra þjóðflokka. Tasítus beinir athyglinni að uppruna einstakra þjóðflokka og gerir greinarmun á keltneskum (gallverskum) og germönskum þjóðflokkum. Þá vísar hann í heimildarmann sinn, Júlíus Sesar, um sögu keltnesku þjóðflokkanna og telur Kelta hafa verið voldugri þjóð en Germani og hafi ,,einnig áður á tímum flutzt inn í Germaníu. Fljótið (Rín) hefir ekki heldur verið neinn verulegur þröskuldur fyrir því, að hver sú gallnesk þjóð...breytti um bústaði og legði undir sig lönd þau, er þá voru almennings eign og eigi setin af neinum sérstökum einvalda.” Þarna virðist Tasítus hafa áreiðanlegan heimildarmann, sem Sesar er. Því næst telur hann upp nöfnin á hinum einstöku þjóðflokkum og greinir þá í sundur á grundvelli búsetu, þjóðflutninga, siða, venja og síðast og ekki síst tungumáls. Þetta eru nákvæmlega þau vinnubrögð sem nútíma sagnfræðingar beita, auk þess sem þeir styðjast við ritaðar heimildir og fornleifar.

Þá fer Tasítus með okkur norður á Jótlandsskaga í Danmörku. Hann segir okkur deili á þjóðflokki Kimbra sem byggði þá skagann. Hann virtist hafa haft persónuleg kynni af þeim og komið þangað. Að minnsta kosti lýsir hann aðstæðum eins og sjónarvottur. Hann segir:

"Áðurnefndan skaga byggja Kimbrar og eru næstir útsænum. Er sú þjóð lítil nú á dögum, en stórfrægir eru þeir, og standa leifar hins forna hróðurs enn allvíða.

Eru þar á báðum árbökkunum (Rínar) herbúðarústir og áfangasvæði svo geysistór, að af því má nú marka mannfjölda og meginstyrk þessarar þjóðar; þar er og að finna heimildina fyrir hinni fjölmennu heimanför."

Tasítus vísar þarna til fornleifa sem heimildar og er þetta til marks um hversu langt hann var á undan sinni samtíð í fræðum síðum og áreiðanlegur í frásögn. Þetta voru vinnubrögð Tasítusar. Hann nýtti sér allar hugsanlegar heimildauppsprettur til þess að færa sönnur á mál sitt. Orð hans benda einnig til þess að hann hafi séð herbúðarústirna. Menn sögðu yfirleitt ekki á þessum tíma frá einhverjum ,,þústum og rusli”. Hann hlýtur því að hafa séð leifarnar með eigin augum.

Ritið endar svo á lýsingu á norðurhluta Germaníu, samkvæmt skilgreiningu Rómverja, en það munu vera sjálf Norðurlönd og svo landsvæðið fyrir botni Eystrasalts. Þetta mun vera ein allra fyrstu rituðu heimilda um Norðurlandabúa og heimkynni þeirra.

Í þessari grein hefur verið stiklað á stóru um sagnaritarann Tasítus og verk hans, Germaníu. Ómögulegt hefur verið að gera efninu sæmilegu skil í svona stuttri frásögn en vonandi hefur þó tekist að fara í aðaldrættina og ná fram heildarsýn.

Tasítus er um margt athyglisverður sagnaritari og áreiðanlegur og ber ritið Germanía þess glögg merki. Hins vegar er helsti galli verksins hinn siðferðislegi boðskapur sem Tasítus telur sig þurfa að boða. Hinn heimspekilegi tilgangur spillir hlutlægni rannsóknarinnar. Þó virðist hann segja rétt og satt frá og stundum má ætla að hann hafi sjálfur verið sjónarvottur að hinum ýmsu atriðum tengdum Germönum. Að minnsta kosti lýsir hann af miklum kunnugleika atriðum sem hann gæti ekki lýst ef hann hefði ekki verið viðstaddur. Um önnur atriði sem Tasítus varð ekki vitni að, hefur hann sennilega haft afspurn af þeim Germönum sem hann þekkti en um ýmislegt tekur Tasítus skýrt fram að ekki sé reiður á henda og láti hann það því liggja á milli hluta. Það styður því skoðun höfundi ritgerðarinnar, að á hinu öllu sem hann skýrir frá hefur hann talið sig kunna full skil.

Helstu heimildir:

The Oxford Dictionary

Lexikon der alten Welt, bls. 2970.

Will Durant, Rómaveldi, 2. bindi.

Publius Cornelius Tacitus, Germanía.

B. Tierney og S. Painter, Western Europe in the Middle Ages 300-1475.

G. J. Caesar, Gallastríð.

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband