Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

Er EES samningurinn um sjálfkrafa upptöku EFTA - ríkja á reglugerðum ESB?

Kíkjum á fyrstu grein EES samningsins:

"1. gr.

1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.

2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:

a) frjálsa vöruflutninga;

b) frjálsa fólksflutninga;

c) frjálsa þjónustustarfsemi;

d) frjálsa fjármagnsflutninga;

e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig

f) nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála."

Hér segir hvergi að við eigum að vera móttökustöð reglugerða frá ESB, heldur er þetta viðskiptasamningur. Það er nokkuð skondið að EFTA - þjóðirnar þurfi að taka upp reglugerðir "viðskiptaaðila" þeirra, sem eru önnur alþjóðasamtök, þegar þær eru ekki einu sinni í samtökunum.

Ég hef ekki orðið var við að ESB þurfi að taka upp reglugerðir EFTA - ríkja, eða hefur það farið fram hjá mér? Athugið að reglugerð eru reglur um framkvæmd á lögum!

ESB hefur tekið gífurlegum breytingum  síðan 1992 þegar EES - samningurinn var tekinn í gildi, án samþykki íslensku þjóðarinnar en engin endurskoðun hefur átt sér stað síðan þá.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi Íslandi lokaviðvörun 2020 ef ég man rétt, vegna meints samningsbrots, sem stofnunin hefur haft til meðferðar sl. 8 ár. Þar er krafist að lög og tilskipanir frá ESB verði gerðar rétthærri og æðri íslenskum lögum í íslensku réttarfari og hér er ég að tala um bókun 35.

Þetta getur ekki verið annað en brot á stjórnarskrá Íslands því að lagasetningavaldið er í höndum Alþingis Íslendinga. Hvergi stendur í stjórnarskránni að það sé heimilt fyrir Alþingi að framvísa eða afsala þetta vald í hendur yfirþjóðlegs valds.

Sama gildir um EES - samninginn, upptaka reglugerða eða laga erlendra aðila í gegnum viðskiptasamning getur ekki verið löglegt eða samkvæmt stjórnarskránni. Erum við t.a.m. að taka upp reglugerðir sem koma viðskiptum ekkert við?

Tökum dæmi, við gerum viðskiptasamning við viðskiptabandalag Norður-Ameríku (USMCA) en í honum felst að við þurfum að taka upp reglugerðir sem bandalagið setur einhliða. Er það löglegt? Myndi ekki einhver kvarta? Af hverju þá ekki vegna lagasetningavalds ESB?

Svo er það stóra spuringin: geta 63 manneskjur ákveðið fyrir hönd heillar þjóðar skuldbindingu og afsali lagasetningavalds landsins til yfirþjóðlegs valds? Það vantar sárlega ákvæði í stjórnarskánna um þjóðaratkvæðisgreiðslur fyrir meiriháttar mál. Það er of þungt að þurfa að safna undirskriftum og skjóta málinu fyrir forseta Íslands til að knýja fram þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það er mjög auðvelt að kjósa í dag með rafrænum skilríkjum eða bara gömlu góðu aðferðina að fara á kjörstað (binda það t.d. við sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar).

Íslendingar voru miklir lögspekingar á tímum þjóðveldisins. Hefur þeim fatast flugið síðan þá og samþykkt lagasetningar sem standast ekki röksemdafærslur rökfræðinnar? 


Aðför að stjórnskipan Íslands með bókunnar 35

Ríkisstjórn Íslands er ekki að standa í fæturnar með bókun 35 Evrópusambandsins. Þar með er þau ekki að virða íslensku stjórnarskránna. Evrópusambandaslög njóti forgangs yfir íslensk lög er fjarstæða. Hér er lögleysan: 

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).

 4. gr. laganna orðast svo:
    Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Sem þýðir að skuldbindar EES- samningsins ganga sjálfkrafa fram yfir íslensk lög og Alþingi verður að hafa sérstaklega fyrir því að sjá til þess að íslensku lögin njóti forgangs! Við vitum að Alþingi er stimpilstofnun ESB en nú þurfa Alþingismennirnir ekki einu sinni að munda stimplanna!

----

EES - samninginn eigum við að segja okkur frá en vera áfram í EFTA sem eru meinlaus samtök þjóða.Schengen samningurinn er ávísun á opin landamæri. Við þurfum hvort sem er að nota vegabréf við komuna til næsta Schengen land. Við getum fengið upplýsingar um erlenda glæpamenn í gegnum Europol.

Íslendingar eru löglaus þjóð hvað varðar grunnlög sem eru stjórnarskrálögin. Íslensk stjórnvöld hafa margbrotið stjórnarskránna í gegnum tíðina án afleiðinga (ég get alveg rökstutt það ef einhver vill). Hér á að gera það á ný.


Líkur á Asíustyrjöld eru miklar

Heimsmálin eru í kalda kola um þessar mundir. Efnahagsástandið í stærsta hagkerfi heims, í Bandaríkjunum, er slæmt og það sem verra er, landinu er stjórnað samkvæmt ný-marxískri hugmyndafræði undir stjórnleysi Joe Biden.  Síðasta sem fréttist af honum er að hann er á heimleið, en fer strax á ströndina í Delaware.

Maðurinn dvali í fimm daga á Írlandi án sýnilega ástæðu og neitaði að halda blaðamannafund. Hann treysti sig til að taka spurningu frá börnum og þegar eitt þeirra spurði: "What is the key to success", fór hann að tala um hvernig eigi að berjast við Covid!!! Eiginkona hans, Jill Biden, er ekki með í för en hinn spillti sonur hans, Hunter, er með til að standa við hlið pabba og leiðbeina honum í gegnum daginn, svo hann ráfi ekki í burtu eins og hætt er á með heilabilaða einstaklinga.

Allir eru að búa sig undir stríð í Asíu og þjóðir heims eru að veðja á sigurvegarann, sem virðist vera Kína, ekki Bandaríkin.

Seinastur til að lúta Xi er Macron sem fullvissaði hann um að Frakkar hefðu lítinn áhuga á að blandast í stríð um Taíwan. Er Macron að tala fyrir hönd Evrópusambandsins? Kína virðist vera leiðandi á heimsviðinu, stillir til friðar á milli erkifjendurna Íran og Sádi-Arabíu, ótrúlegt! Sem ég túlka sem vopnahlé en ekki frið milli þessara stórvelda í Miðausturlöndum. Næsti friðarsamningur sem Kína mun hafa milligöngu fyrir er í Sýrlandi. Xi er mjög upptekinn við að  taka á móti erlendum leiðtogum þessa dagana.

Bandaríkjamenn virðast eiga fáa vini í dag. Brasilía, Suður-Afríka og fleiri ríki í BRICS vilja losa sig við Bandaríkjadollara sem heimsmynt. Ef það gerist, hrynur efnahagskerfi Bandaríkjanna á innan við eitt ár. Kreppan yrði verri en sú sem var á þriðja ártug 20. aldar segja sérfræðingar.

* Skýring: BRIC er skammstöfun sem stendur fyrir Brasilíu, Rússland, Indland og Kína. Þetta eru fjögur lönd sem voru flokkuð saman árið 2001 af hagfræðinginum Goldman Sachs sem eiga möguleika á að verða leiðandi hagkerfi heimsins á 21. öldinni vegna fjölda fólks, örs hagvaxtar og vaxandi millistéttar. Hugtakið hefur síðan verið mikið notað til að vísa til þessara landa sem hóps, sérstaklega í umræðum um alþjóðlega efnahagsþróun og breytt valdahlutfall í heiminum. Árið 2010 bættist Suður-Afríka í hópinn og hann varð þekktur sem BRICS.

Ástandið virkar frekar slæmt fyrir Bandaríkjamenn  en þeir eiga vini eftir sem áður. Breski bolabíturinn eltir húsbónda sinn til heljar ef þess gerist þörf (þrátt fyrir að Joe Biden gerir sér far um að móðga Breta sem mest hann má í Írlandsferð sinni (hann er Íri að uppruna), t.a.m. með því að boðun um að mæta ekki í krýningu Karl III en getur samt verið í fjölskyldufríi á Írlandi í 5 daga).

Engilsaxnesku þjóðirnar haldast að, þannig að Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland ásamt Bretlandi eru staðfastir fylgjendur BNA. Svo á við NATÓ-ríkin almennt (Frakkland?). 

Í Asíu, eru Það Ástralía, Filipseyjar, Suður-Kórea, Japan, kannski Víetnam, sem munu fylgja Bandaríkin í stríð við Kína um Taíwan. Af hverju? Af því að Bandaríkin eru fjarlægt heimsveldi sem hyggur ekki á landvinningum en Kína er í bakgarðinum og engar þessara þjóða þora að lenda undir hæl Kína (gætu lent í hersetuástandi sem gæti varið í aldir eða verið innlimað eins og Tíbet).

Kínverjar hafa hirt fyrrum bandamenn BNA til sín og kjarnorkuveldið Pakistan er meðal þeirra en einnig kjarnorkuveldið Norður-Kórea. Þá er það spurningin um Indland. Hvar stendur það í komandi Asíustyrjöld? Indland er í nánu sambandi við BNA og á í landamæradeilu við Kína. Nægir það til að Indland fylki sér á bakvið BNA? Sagan segir að Indland kjósi hlutleysi umfram stríð. En þetta er allt í óvissu.

Ef Kína kýs að taka Taívan með hervaldi, guð forði okkur frá því, þá eru líkurnar á álfustríði gríðarlegar, jafnvel heimsstyrjöld. Sérfræðingar segja að helsta tækifæri til þess er fyrir lok forsetatíðar Joe Bidens og þá fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 2024. Fyrir því eru nokkrar ástæður.

Í fyrsta lagi hefur stjórn Joe Biden misst allt úr höndum sér í virðingu og áhrifum á alþjóðavettvangi síðast liðinn tvö ár undir stjórnleysi Bidens. Allar líkur eru á að ef til stríðs kemur, skilji Joe Biden ekki að það sé stríð sem er brostið er á, vegna heilabilunnar. Viðbrögð stjórnar hans munu einkennast af fálmi í fyrstu og það gæti verið gæfumunurinn á sigri Kínverja í stríði um Taívan.

Í öðru lagi eru Bandaríkin upptekin i milligöngu stríði sínu í Úkraníu og hafa eytt 194 milljarða Bandaríkjadollara í stríðið, sem er gríðarleg upphæð og tæmt vopnabúrin sín af hágæða vopnum. Stríðið gengur illa fyrir Úkraníumenn en báðir stríðsaðilar hafa blætt út, líka Rússar. Ég tel því engar líkur á að Pútín ráðist á NATÓ eins og stríðsæsingamenn telja.

Í þriðja lagi hefur kínverski flotinn aldrei verið eins öflugur og hann er í dag, hann er jafnvel stærri en sá bandaríski.

Í fjórða lagi benda "stríðsleikja æfingar" Bandaríkjahers til þess að hann eigi í miklum erfiðleikum við að verja Taívan og hann jafnvel tapi stríðinu. Stríð eru ófyrirsjáanleg og ef kjarnorkuvopnum yrðu beitt í þessum átökum, er hætt á þriðju heimsstyrjöld.

DC group's wargame predicts how China vs US war would end

America predicts war with China in 2025

Xi Jinping's 48-hour plan to invade Taiwan: 'China's military is expanding' | Defence in Depth

Ef Kína tekur Taívan, mun leiðin út á Kyrrahafið opnast (eyjahring fangelsi þeirra þar með opnað) og tel ég þetta vera meiri ástæðan til innrásar en sært stolt Kína vegna landamissa síðastliðna tveggja alda.

En verður stríð? Vonandi ekki, allir tapa á því, bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn. Efnahagur Kína yrði fyrir miklu barði og helsti viðskiptavinur þeirra, BNA, myndu hætta verslun við það.

En valdajafnvægið er raskað, vegna stjórnleysi ríkisstjórnar Joe Biden. Friður með styrk er máttugri leið en friðum með veikleika. Hér skiptir máli hver er við stjórnvölinn í Hvíta húsinu.

 

 

 


Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur íhaldsflokkur

Það er deginum ljósara að flokkurinn yfirgaf grunngildi sín fyrir löngu. Kíkjum á hugmyndafræði og grunngildi flokksins til að komast að hinu sanna.

Stjórnmálaleg hugmyndafræði Sjálfstæðsflokksins samkvæmt Wikipedia er frjálslynd íhaldsstefna, frjálshyggja, hægristefna, frjálslyndi, íhaldsstefna. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí árið 1929 við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn segir hlutverk sitt „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“. Hinn hluti Sjálfstæðisstefnunnar er söguleg arfleifð sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um að Ísland eigi skilyrðislaust að vera sjálfstætt ríki.“

Hér eru grunngildi flokksins í dag á vefsetri hans: https://xd.is/sjalfstaedisstefnan-i-hnotskurn/  Hér verður ekki betur séð en þetta sé eintómt froðusnakk og það sem eitthvert bit er í, er flokkurinn að brjóta sjálfur á! Förum í stefnuna lið fyrir lið.

Hvað felst í sjálfstæðisstefnunni? Frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, frjálst framtak, frjáls verslun og frelsi einstaklinganna eru kjarni sjálfstæðisstefnunnar.

- Þetta er að hluta til rétt, flokkurinn styður frjálst framtak, frjálsa verslun og frelsi einstaklinganna en stóra frelsið og sjálfstæði þjóðarinnar hefur flokkurinn fyrir löngu gefið frá sér. Í raun getum við farið aftur til 1951 þegar Íslendingar gáfu frá sér grunnhlutverk ríkis, en það er rekstur hers til verndar land og þjóðar. Næsta skref sem stigið var var inngangan í EES án þess að þjóðin væri spurð.  Nú ætlar flokkurinn að innleiða bókun 35 gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar með almenna reglu um forgang EES réttar. Hefur ein einasta reglugerð eða lög frá Evrópusambandinu verið hafnað af Alþingi? Allt innleitt, jafnvel það sem algjörlega á móti hagsmunum Íslands.

Hvert er hlutverk ríkisins samkvæmt sjálfstæðisstefnunni? Traust ríkisvald er nauðsynlegt, en verksvið þess þarf að vera skýrt markað.  Ríkisvaldið á að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu.  Ríkið lifir ekki sjálfstæðu lífi, það er til fyrir fólkið og vegna fólksins, ekki öfugt. Fólkið segir ríkinu fyrir verkum en ríkið ekki fólkinu. Þess vegna leggur Sjálfsstæðisflokkurinn höfuðáherslu á lága skatta og ábyrga nýtingu skattfjár.

- Er þetta gríntexti? Ríkið er ofan í hverjum vasa borgaranna sem það nær í og skattar eru stjarnfræðilegir háir á landinu. Ríkisbálknið þennst endalaust undir stjórn flokksins (og annarra meðreiðasveina).

Hvað greinir sjálfstæðisstefnuna frá hugmyndafræði annarra flokka?  Sjálfstæðisstefnan lýsir sameiginlegu lífsviðhorfi fremur en niðurnjörfaðri hugmyndafræði og vísar á bug þeim tilburðum sem aðrir flokkar hafa haft til þess að greina þjóðina í hópa og stéttir, sem tefla hverri gegn annarri vegna ólíkra hagsmuna. 

- Þetta er virðist vera rétt að flokkurinn dregur ekki taum neinna stéttar en hann dregur ótvírætt taum hagsmunahópa sem ég ætla ekki að rekja hér frekar, allir þekkja þá sögu, afsal þjóðarauðlinda í hafi.

Hvaða sýn hefur Sjálfstæðisflokkurinn í umhverfismálum? Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á náttúruvernd, uppgræðslu landsins og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Flokkurinn talar fyrir skynsemishyggju og hefur bæði í ríkisstjórn og sveitarstjórnum beitt sér fyrir friðlýsingu náttúrunnar, hitaveituvæðingu Íslands, orkuskiptum frá olíu í rafmagn, orkuöryggi, sjálfbærri auðlindanýtingu sem byggir á bestu vísindaþekkingu og áfram mætti telja.

-Þetta er dæmigerð vinstri stefna, græn stefna sem er svo sem í lagi ef stjórnvöld eru ekki að beita einstaklingum og fyrirtækjum þvingunum til að koma þessari stefnu á. Það væri gegn einstaklingsfrelsinu.

Hvað segir Sjálfsstæðisflokkurinn um alþjóðasamvinnu? Sjálfsstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á öfluga alþjóðasamvinnu og opin alþjóðaviðskipti. Þannig eru hagsmunir smáríkis best tryggðir.

-Þetta er góð og gild stefna. Við eigum að rækta vinskap við sem flestar þjóðir, gera fríverslunarsamninga, en hins vegar eigum við að forðast stórveldisátök eins og heitan eld. Ísland hefur blessunnarlega sloppið við hinu endalausu stríð Evrópuþjóða vegna einangrunnar. Og ekki troða illsakir við stórveldi eins og við erum að gera í núverandi stríði í Evrópu! Betra að þeigja en segja.

Hvað segir sjálfsstæðisstefnan um lýðræði og frelsi? Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur sem er fylgjandi valddreifingu í þjóðfélaginu....Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess eins að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár.  

- Bla, bla, bla orðasnakk. Hljómar fallega en segir ekkert bitstætt.

Svona er meginstefna flokksins, en það sem vekur kannski meiri athygli er það sem vantar. 

Menningarstríðið - íhaldsgildi. Hvar stendur flokkurinn í menningastríðinu sem nú geysar í heiminum? Woke menningin sem á uppruna sinn í ný-marxískum fræðum vestan hafs og herjar grimmt á hefðbundin gildi og venjur.

Það kemur hvergi fram í meginstefnu flokksins. Hvar eru gildin um varðveislu fjölskyldugilda, lífs, menningu þjóðar, ættjarðarást, tungu og trúar? Ekki stafur um þetta í stefnunni. Er það með ráðum gert?

Repúblikanaflokkurinn vs Sjálfstæðisflokkurinn

Berum saman "systurflokkanna" Repúblikanaflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi eru báðir mið-hægri stjórnmálaflokkar með íhaldssöm gildi (á yfirborðinu a.m.k.).

Eitt helsta líkt með þessum tveimur aðilum er áhersla þeirra á einstaklingshyggju og frjálsa markaðsreglur. Báðir flokkar styðja almennt takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífinu og tala fyrir lágum sköttum og minni regluverki.

Hins vegar er einnig nokkur athyglisverður munur á milli flokkanna tveggja. Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur tilhneigingu til að vera félagslega íhaldssamari en Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi. Sem dæmi má nefna að Repúblikanaflokkurinn hefur tekið afstöðu gegn hjónaböndum og fóstureyðingum samkynhneigðra á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hófsamari í þessum málum.

Auk þess hefur Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi í gegnum tíðina lagt ríka áherslu á umhverfishyggju og sjálfbærni, öfugt við afstöðu Repúblikanaflokksins sem er hlynntari opnum viðskipta- og orkumálum. Einstök landafræði Íslands og miklar náttúruauðlindir hafa gert umhverfismál mikilvægan þátt í stjórnmálaumræðu landsins.

Á heildina litið, á meðan báðir flokkar deila hugmyndafræðilegum líkindum, geta sértækar stefnur og menningarlegt samhengi verið mjög mismunandi vegna mismunandi sögu og samfélagslegra þátta sem móta land sitt. En í forsetatíð Donalds Trumps, komust íhaldssöm gildi aftur til vegs og virðingar, ættjarðarást og áhersla á hefðbundin gildi. Trump breytti flokknum úr kerfiskarlaflokki í íhaldsflokk enda kalla Repúblikanar sig "conservatives", íhaldsmenn. Á Íslandi er vinstri menn hættir að nenna að kalla Sjálfstæðisflokkinn íhaldið, enda ekkert íhaldsamlegt við flokkinn!

Repúblikanaflokkurinn viltist af braut undir forystu Bush feðganna, sem báðir voru flokksgæðingar og kerfiskarlar. Þeir framfylgdu ekki stefnu Ronald Reagans sem var dæmigerð íhaldsstefna enda sat hann við völd í átta ár við góðan orðstír. Frá 2008, fyrst undir stjórn Barack Obama, með 4 ára hlé stjórnar Donald Trumps, hafa Demókratar ráðið ríkjum í Bandaríkjunum. Þeir hafa gjörbreitt kúrs í menningar- og umhverfismálum og tekið upp ný-marxíska stefnu undir "forystu" Joe Bidens. Landið er í dag menningarlega og efnahagslega gjaldþrota undir þessari stefnu (minnir á tímabilið um 400 e.kr. í Róm, þegar borgarnir voru klofnir í tvo andstæða hópa, heiðingja og kristna með andstæð sjónarmið sem Rómverjar náðu ekki að sætta. Stutt var í fall Rómaveldis eftir þetta).

Sjálfstæðisflokkurinn í dag

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hrakist af leið, lagt of mikla áherslu á að vera við völd og sætt sig við málamiðlanir. Betra væri fyrir flokkinn ef hann myndi einu sinni standa fast á grunngildum sínum og kjósa að sitja utanstjórnar. Brýna fyrir fólk fyrir hvað flokkurinn stendur og standa fast við stefnuna. Fylgið myndi eflaust aukast en það hefur verið í sögulegri lægð. Það er ekki eðlilegt að eini hægri flokkurinn í landinu sé aðeins með um 20-25% fylgi.Það vantar nýjan leiðtoga fyrir flokkinn, n.k. Davíð Oddson týpu sem þorir að taka afstöðu í deilumálum. Bush-stefna flokksins og búrókratía er ekki gott vegnesti til framtíðar.

En fólkið sér raunstefnu flokksins í dag, sem er opin landamæri, þögn í menningarstríðinu, hagsmunahópa dekur, undirlægjuháttur í alþjóðasamskiptum og ekkert tal um ást til lands og þjóðar. Er flokknum viðbjargandi? Vantar ekki bara nýjan hægri flokk með ferskar hugmyndir og fólk?


Opin landamæri Bandaríkjanna

Í óefni stefnir með landamærastefnu Bandaríkjastjórnar undir forystu Joe Bidens (sem er nú staddur á Írlandi að borða ís).

Ef hinn elliæri Joe Biden hefði ekki lagt niður stefnu Donalds Trumps í landamæramálum Mexíkó/Bandaríkjanna, væri þetta ekki vandamál.  Stefna hans, sem svínvirkaði, var að neyða Mexíkóa til að vakta sín landamæri (að Suður-Ameríku og að Bandaríkjunum) með 27 þúsund hermenn og "remain in Mexico" stefnu fyrir ólöglega innflytjendur auk þess að að byggja landamæramúr.

Í dag er þetta open border/opin landamæri, líkt og á Íslandi og ég hef heyrt tölur upp að 5,5 milljónir ólöglegra hælisleitenda (sem hafa náðs í valdatíð Bidens) hafi streymt yfir landamærin. Sama hlutfall og er á Íslandi en við erum með hafið sem landamæri sem ætti að stoppa gerviflóttamenn að koma hingað til landsins. En því miður vilja ný-marxistarnir í Pírataflokknum, Samfylkingunni og systurflokkum hafa íslensku landamærin galopin (og við höfum eitt eða tvö landamæra hlið að landinu sem auðvelt er að loka).

Þetta er jafngildi þrælahaldi, því að fólkið sem er smyglað yfir, er nauðgað, drepið og selt í ánauð (vændi og þrælavinnu). Það þarf að borga fyrir flutninginn yfir landamærin dýrum dómum. Ótrúlegt að nokkuð siðmenntað samfélag skuli líða þetta og það hjá mesta stórveldi sögunnar. Kannski að Kaninn ætti að lesa sögu Rómverja betur, forvera þeirra.

Eiturlyf frá Mexikó eru að drepa um 100 þúsund manns á ári (auk annarra glæpa). Það er stríð gegn fólkinu. Og það þýðir ekki bara að leyfa dópið, því að fendanyl er blandað út í önnur eiturlyf (án þess að fólk viti af því) og getur drepið með einum skammti.

En einnig má kenna Mexíkóstjórn um ástandið, en landið er að miklu leyti stjórnlaust (landsvæði í höndum glæpahring) og stjórnmálamenn í vasa glæpahringa. Forseti Mexíkó er t.a.m. í vasa eiturlyfjahringa.

Það sem sumir Repúblikanar vilja gera er að lýsa yfir að mexíkóskir glæpahringir séu hryðjuverkasamtök og með því er hægt að beita Bandaríkjaher á glæpalýðinn.  Það væri kannski nær fyrir Kanann að taka upp stefnu Donalds Trumps í landamæramálum og málið þannig leyst. 

Hér má sjá manninn sem gætir landamærin að Mexíkó .... ekki alveg með okkur hinum....

 

Joe Biden upp á sitt besta 


Teygir njósnaskandallinn í Bandaríkjunum sig til Íslands?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með fréttum frá Bandaríkjunum, að einhver lak upplýsingum um njósnastarfsemi BNA erlendis og ýmis trúnaðarskjöl birt. Þetta hefur valdið titringi innan stjórnkerfis Bandaríkjanna enda mega Bandaríkjamenn ekki við að styggja vinaþjóðir.

Meðal annars það sem kom fram er að Bandaríkin njósna um jafn vinaþjóðir sem óvina. Það er ekkert ótrúlegt  við það, njósnastofnanir vilja vita hvað er að gerast í heiminum. En hversu umfangsmikil er starfsemin og sjá Bandaríkjamenn ástæðu til að njósna (safna upplýsingum) um örríkið Ísland?

Ég rakst á grein í Iceland Review, sem heitir NSA Permitted to Spy in Iceland . Þar segir: "Ísland er meðal þeirra þjóða sem bandaríska leyniþjónustan, Þjóðaröryggisstofnunin (NSA) hefur fengið heimild til að hlera í gegnum bandarísk fyrirtæki samskipti [Íslands] erlendis ... að sögn Washington Post.

Trúnaðarleg löggilding frá 2010 og önnur skjöl sem Edward Snowden, fyrrverandi NSA verktakafyrirtækið, lekið, benda til þess að NSA hafi verið veitt meira vald en áður var vitað. Samþykkt af Foreign Intelligence Surveillance Court hefur vottað lista yfir 193 lönd sem væri gild ástæða fyrir bandarískar leyniþjónustur að skoða betur og gerði stofnuninni kleift að afla upplýsinga um aðila þar á meðal Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og Alþjóðakjarnorkumálastofnunina."

Þannig ef heimild er fyrir hendi, þá er ekki ólíklegt að hún sé nýtt. En þetta þarf ekki að vera annað en að skrifstofublækur hjá bandaríska sendiráðinu séu að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum daglega. Eflaust gera aðrar þjóðir þetta einnig í gegnum sendiráð sín á Íslandi.

Ef menn muna eftir njósnaskandalinum í Danmörku, þegar danska leyniþjónustan veitti CIA aðgang að ljósleiðarakerfi landins, að menn spurðu sig hér á Íslandi, hvort CIA væri með svipaða starfsemi á Íslandi. 

Kíkjum á Reykjavik Grapevine - MP Raises Questions About CIA Activity , þar segir í lauslegri þýðingu: "Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson hefur lagt fram fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og samgönguráðherra um viðbrögð þeirra eftir að upp komst að Bandaríkin notuðu þennan aðgang til að njósna um Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi og Hollandi. Andrés telur miklar líkur á því að Ísland verði með þar sem netumferð landsins fer um danskt yfirráðasvæði.
Gáleysi, ekki slæmur ásetningur

„Ísland hefur aldrei verið undanskilið frá njósnum og þessar stóru leyniþjónustur njósna um alla,“ segir Andrés. Áhugi Bandaríkjamanna á Íslandi hefur einnig aukist að undanförnu, vegna umsvifa Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Hann bætir við að ríkisleyndarmál, viðskiptaupplýsingar og persónulegar upplýsingar um almenning gætu séð CIA fyrir upplýsingum með því að nota ljósleiðarann."

Er þetta ekki bara veruleikinn sem við búum við? Ekkert óeðlilegt við þetta  í raun en samt gott að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað þegar menn pæla í utanríkispólitíkinni.

 


Umræðan um Moggabloggið

Nú hefur samræðutorgið blog.is (Moggabloggið) verið gagnrýnt af þekktum fjölmiðlamanni á Facebook sem er annað samræðutorg sem hefur einnig reynst vera umdeilt og það sem verra er, beitt ritskoðun á "óæskilegar" skoðanir.Svo á einnig við um Twitter sem ekki bara gróf andstæðar skoðanir í ruslakistu netsins, heldur hnaut aðstoðar FBI við njósnir og útilokanir. Sjá grein mína: Barist um málfrelsið á Twitter

Ég hef ekki orðið var við Morgunblaðið hafi beitt ritskoðun á skrif einstaklinga á blogginu og ber það blaðinu/fjölmiðlinum góðan vitnisburð enda hefur það lifað af 100 ár á síbreytilegum fjölmiðlamarkaðinum.

Nú eru þessir miðlar opinberir vettvangar og fólk frjálst að tjá sig eins og því sýnist svo fremur það brýtur ekki á rétt annarra eða hvetur til ofbeldis. Það er merkilegt en málfrelsið er betur varið í Bandaríkjunum en á Íslandi sem er efni í aðra grein.

Það sem ég sagði í grein minni um Twitter (áður en Elon Mask tók yfir) er eftirfarandi:

"Alls staðar er tekist á um málfrelsið, í háskólum, í skólum almennt, í viðskiptum, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og í samskiptum fólks almennt, í daglegu tali manna á milli. Meira segja berst þessi barátta hér inn á bloggið. Við sem skrifum hér, vitum hvað mál ég er að tala um.

Það hallar á málfrelsið sem er grunnstoð lýðræðis.  Það er hin frjálsa hugsun og skoðannaskipti sem leiða til efnahagslegra framfara. Er það tilviljun að vestræn ríki eru enn brautryðjendur á svið tækni og vísinda en einræðisríkin skapa lítið sem ekkert, og stela sem mest og copy/paste það sem þau stela? Er það ekki staðreynd að kommúnisminn og efnahagsstefna hans varð gjaldþrota á endanum, því þrátt fyrir valdboðið að ofan, skorti hugsunafrelsi einstaklingsins sem einmitt skapar verðmæti."

Umræddum fjölmiðlamanni er frjálst að hafa eigin skoðanir og viðra þær, alltaf gaman að heyra aðrar hliðar á málum, en það er óþarfi og ósanngjarnt að draga heilan umræðuvettvang niður í svaðið, bara vegna þess að honum mislíkaði skrif einhvers. Þá er tvennt í stöðunni fyrir hann að gera: annað hvort að hrekja skoðanir hans (sem besta leiðin að sýna fram á villu hans vegar) eða hins vegar að draga hann fyrir dómstóla.  Þetta eru leikreglunar. Ég myndi vilja sjá hann hrekja skoðanir bloggarans lið fyrir lið í stað kvartana með enga efnislega rökfærslu að baki.

Rökfræði var kennd í aldir á Íslandi sem hluti af hinar svokölluðu sjö frjálsu listir eins og erlendis; það er málfræði, rökfræði, mælskulist, stærðfræði, flatarmálsfræði, stjörnufræði og tónlist. Á blogginu á fara saman rökfræði og mælskulist. Kvartanir án röksemdarfærslu eru bara hróp og köll, sama í hvaða miðli þær birtast.

Kannski megum við þakka fyrir að hafa samræðutorg eins og Moggabloggið, ekki virðast fjölmiðlarnir sjálfir vera hlutlausir og segja rétt frá (stundum þegja þeir um fréttnæma atburði).

Ég get fullyrt að við fáum brenglaðar myndir af umheiminum hér á Íslandi, hreinlega vegna skort á fjölbreytni fjölmiðla á landinu. Þökk sé netinu, get ég horf á indverska, arabíska, ástralska, breska, bandaríska (og færeyska!) fjölmiðla og reynt þannig að fá rétta mynd af hvað er að gerast í umheiminum. En ég get líka farið á podcast og aðra samfélagsmiðla og fengið viðbótarupplýsingar (sem oft á tíðum eru betri en hjá opinberum fjölmiðlum). Dæmi: Joe Rogan video podcast on Spotify. Rætt er við alla og ítarlega, allt að 3 klst viðtöl.

 


Viljum við endurkomu Bandaríkjahers til Íslands?

Svarið fyrir mitt leyti, er nei. Og ég held að það sé enginn vilji fyrir því í núverandi stjórnarsamstarfi. Það myndi gera endanlega út af við VG. En þetta er samt góð spurning.

En það sem ég er að reyna að segja er að við eigum að hætta að vera peð í valdapólitík stórveldanna og ég vill ekki að Ísland verði vígvöllur tindátanna úr austri og vestri. Nú vilja sumir sérfræðingar að Bandaríkjaher snúi til baka....nei takk! Sjá greinina í Morgunblaðsins á fimmtudaginn sem ber heitið "Skoða ætti endurkomu hersins", bls. 6.

Það er reginmunur á ef íslenskir hermenn eru til varnar landinu eða bandarískir. Í fyrra tilfellinu er það dagsljóst að stórveldi væri að troða á örríki með ofbeldi með innrás og það væri bein árás á lýðveldið Ísland, en ef bandarískir dátar eru til varnar, þá er hægt að segja að þeir væru að ráða á þá sem Bandaríkjamenn - óvini sína, ekki Íslendinga sem væru svo óheppnir að vera staddir mitt á milli. 

Höldum öllu útlendu hernaðarbrölti frá Íslandi með öllum tiltækum ráðum.  Við eru skotmörk vegna veru okkar í NATÓ.

Ef við viljum ekki vera í bandalaginu, þá gætum við sagt okkur úr því, lýst yfir hlutleysi en þá verðum við að vera tilbúin að verja það (a.m.k. táknrænt séð). Vatnið rennur í allar misfellur, svo á einnig við um varnir Íslands. En þá skulum við líka muna eftir því að troðið var á hið hlutlausa Ísland 1940, ekki var tekið mark á hlutleysisyfirlýsingu Íslendinga.

En hvers vegna geta t.d. Svisslendingar verið hlutlausir? Jú, landið þeirra er eitt fjallavirki, aðeins fáeinar leiðir inn í það og þær rammlega varðar með skotbyrgjum og stórskotaliði. Hitler pæli í því á tímabili að fara þarna inn en hætti við.

Winston Churchill skrifaði árið 1944: „Af öllum hlutlausum ríkjum hefur Sviss mestan rétt til aðgreiningar...Landið hefur verið lýðræðisríki, staðið fyrir frelsi í sjálfsvörn innan  fjallasala sinna og í hugsun...."

Þess vegna fyrirlitu nasistar Sviss. Joseph Goebbels kallaði Sviss „þetta illa lyktandi litla ríki“ þar sem „viðhorf hefur snúist mjög gegn okkur“. Adolf Hitler ákvað að „allar rusl smáþjóðir sem enn eru til í Evrópu verður við að slíta í sundur,“ jafnvel þótt það þýddi að síðar yrði „ráðist á hann sem „slátrara Svisslendinga“.“

Innrásaráætlun nasista frá 1940, Operation Tannenbaum, var ekki framkvæmd og í minnisblaði SS Oberst Hermann Bohme frá 1943 var varað við því að innrás í Sviss yrði of dýr því hver maður væri vopnaður og þjálfaður til að skjóta. Þetta kom ekki í veg fyrir að Gestapo útbjó lista yfir svissneska ríkisborgar ef ske kynni að nasistar réðust á landið.

Með öðrum orðum var hlutleysisstefna Sviss varin með vopnum og landslagið bauð upp á skæruhernað, líkt og á Íslandi sem er meira en tvöfallt stærra og einnig fjallaland. En við höfum eitt sem varið hefur Ísland í gegnum aldir, það er hafið og fjarlægðir til næstu landa, það var sverð og skjöldur okkar í gegnum tíðina en er ekki lengur, bara hindrun.

Það hafa komið upp óvænt umræður hér á blogginu um varnarmál og sitt sýnist hverjum. Minnst var á að Íslendingar hefðu hafnað þegnskyldu en það er allt annað en herskylda eða atvinnumennska í her.

En við getum ekki byggt á fortíðinni, hún getur aðeins bent á mistök eða hvaða góðar lausnir sem teknar voru, ekki hvað nútíminn eða framtíðin ber í skauti sér. Það sem sagan hefur þó kennt okkur:

1) Hlutleysisstefnan 1918-1940 reyndist vera byggð á sandi.

2) Ísland var hersetið í 5 ár. Andstæðar fylkingar kepptust við að taka yfir landið, með þvingunum í orðum eða verki. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðarverjar allir með hernaðaráætlanir fyrir Ísland.

3) 1945-1991. Ísland var frá og með loka seinni heimsstyrjaldar skotmark Sovétríkjanna. Það þyrfti einhver íslenskur fræðimaður að kempa rússnesk skjalasöfn og kanna þetta betur. En þetta veit ég: Það eru vísbendingar sem benda til þess að Sovétríkin hafi íhugað innrás á Ísland í kalda stríðinu. Árið 1956 lagði Georgy Zhukov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, til við Nikita Khrushchev, fyrsta ritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna, að þeir ættu að íhuga að taka Ísland sem bækistöð til að gera frekari árásir á Norður-Ameríku. Áætlunin kom hins vegar aldrei til framkvæmda og deila er um það meðal sagnfræðinga hvort Sovétríkin hafi haft hernaðargetu til að ráðast á Ísland. Bandaríkin, sem voru með hernaðarlega viðveru á Íslandi á þeim tíma, hefðu líklega brugðist við hverri slíkri innrás sem gæti leitt til meiri átaka.

4) Frá og með 1991 til dagsins í dag, eru við væntanlega skotmark Rússlands? (og Kína? eða einhverja annarra?), bara vegna þeirra staðreyndar að við erum í NATÓ og höfum hernaðarskotmörk á landinu (væri samt skotmark bara vegna staðsetningu). Við erum líka hugsanlegt skotmark hryðjuverkamanna, bara vegna þess að við eru vestræn þjóð og auðvelt skotmark.

Að lokum og hafa skal það sem sannara kann að reynast. Engar vísbendingar eru nú sem benda til þess að Rússar hafi áætlun um að ráðast á Ísland. Ísland er aðili að NATO og hefur bandalagið umtalsverða viðveru í landinu, þar á meðal NATO-flugstöð í Keflavík. Allar hernaðaraðgerðir gegn Íslandi myndu líklega vekja hörð viðbrögð frá NATO, þar á meðal Bandaríkjunum, sem hefur sterka hernaðarlega viðveru á svæðinu.

Það kynni að breytast ef Bandaríkin yrðu upptekin í Asíustyrjöld.....

Að lokum, það sem afneitarar hernaðarvarna Íslands skilja ekki, er að stórveldin eru nákvæmlega sama hvað þeir hugsa eða um tilfinningar þeirra. Ef þau telja sig þurfa að taka landið með valdi, verður það gert. Það er ekki hægt að komast hjá því að vera með hervarnir, það er gallhörð staðreynd.

 

 

 

 


Getum ekki tryggt hernaðarlega mikilvæg mannvirki

„Hvað ætla ís­lensk stjórn­völd að gera ef við verðum fyr­ir óvæntri eða fyr­ir­vara­lausri árás, get­ur verið hermd­ar- eða hryðju­verk eða eitt­hvað annað verra, sem ger­ir það að verk­um að við veðrum að tryggja hernaðarlega mik­il­væg mann­virki þannig að við get­um fengið liðsauka og hjálp?“

Þess­ar­ar spurn­ing­ar spyr Arn­ór Sig­ur­jóns­son, fyrr­um her­mála­full­trúi Íslands hjá NATO og skrif­stofu­stjóri í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í viðtali í Dag­mál­um. Hann skef­ur ekki utan af hlut­un­um þegar hann lýs­ir stöðunni eins og hún blas­ir við hon­um.

„Staða okk­ar í dag er sú að við höf­um enga getu til þess í ein­hvern ákveðinn tíma.“

Slóð: Getum ekki tryggt hernaðarlega mikilvæg mannvirki

Fleiri en hann sem hafa bent á þessar hættur, svo sem ég og Baldur Þórhallsson.

Eins og ég hef rakið áður, myndi árás á Ísland fyrst og fremst beinast að Suður-Íslandi, sérstaklega Suðurnes og Suðvesturhornið (höfuðborgarsvæðið). Það sannaði áherslur Breta og Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, báðir aðilar einbeittu sér að vörnum eða árásum fyrir þetta svæði.

En það eru fleiri skotmörk en Keflavíkurflugvöllur og höfuðborgarsvæðið. Óvinaríki (ekki endilega Rússland, gæti verið Kína), myndu einbeita sér innviðum og orkumannvirkjum og af þeim eigum við nóg. Ímyndum okkur ef Kárahnjúkavirkjun yrði sprengd í loft upp. Hvaða varnir eru þar í dag? Einn eða tveir starfsmenn á vakt. Tjónið yrði óbærilegt. Flugvellir og hafnir og ratsjárstöðvarnar fjóru yrðu skotmörk.  Sérsveitir / hemdarverkasveitir yrðu sendar á þessa staði til að valda eyðilegggingu.

Koma þá ekki Bandaríkjamenn ekki þá til varnar? Nei, ekkert herlið er frá þeim að staðaldri á Íslandi. Þeir sem þekkja til hermála, þá er herflutningar á liði og búnaði mikið verk og hefur alltaf verið síðastliðin 4 þúsundar ára sögu "nútímahernaðar"  (formlegs hers).

Til staðar verður að vera herlið / heimavarnarlið / varnarlið/ öryggissveitir (hvaða nafn við viljum kalla sveitirnar), sem þekkja staðhætti og eru til staðar ef til árásar kemur, hvort sem það er frá hryðjuverkamönnum eða erlendu herliði.

Smáher eins og Arnór Sigurjónsson vill koma á fót (1000 manna her) - herfylki (e. battalion) er mjög góð stærð en rausnarskapur íslenskra stjórnvalda (níska) ríður ekki einteymingi. Því held ég að undirfylki (200 manna lið) sé raunsæjara fyrsta skref. Það er ígildis elítusveitar eins og SAS eða Navy seal (10 sveitir eða 2000 manna lið), Útlendingahersveita Frakka (8000 manns) eða Army Rangers. Átök Vesturlanda hafa ávallt byrjað með notkun þessara sveita sem fyrsta skref.

Hversu fjarstæðukennt er þessi atburðarrás? Við höfum aldrei verið eins nálægt þriðju heimsstyrjöldinni og í dag, síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Um það eru hernaðarfræðingar sammála.

Það eru meira segja miklar líkur á Asíustyrjöld (sumir áætla hana um 2027) milli Bandaríkjanna og Kína. Og hvar standa Íslendingar þá? Bandaríkjaher MUN EKKI hafa mannskap til að verja Ísland (eins og 2006 sýndi fram á), við verðum látin sitja á hakanum enda HUGSA bandarískir hershöfðingjar út frá bandarískum hagsmunum, ekki íslenskum.

Varnir Íslands frá sjónarhorni Bandaríkjanna er að Ísland er í GIUK hliðinu og varnirnar snúast um að koma í veg fyrir að rússneskir kafbátar komist úr Norður-Atlandshafinu í Atlantshafið sjálft og geti gert árás á Bandaríkin sjálf. Ísland sjálft er hliðarskemmd (collegteral damages).

Það er a.m.k. lágmark að Íslendingar hafi þekkingu á hernaðarfræði og sérfræðinga til staðar. Svo við getu tekið upplýstar ákvarðanir út frá hagsmunum Íslendinga.

Endurreisn Varnarmálastofnun Íslands væri í raun allra fyrsta skrefið og lágmarkskref. Ekki að senda meiri pening til höfuðstöðva NATÓ í Evrópu eins og íslenskir stjórnmálamenn vilja bara gera.

 

 

 

 

 

 

 


Donald Trump og atlagan að lýðræðinu í Bandaríkjunum

Nú ríkir eflaust Þórðargleði hjá mörgum andstæðingum Donalds Trumps á Íslandi. Nú á að draga karlinn fyrir dóm í New York á hæpnum forsendum. Frá því að Donald Trump bauð sig fram til forsetaembættis fyrir sjö árum hefur hann staðið undir standslausum árásum andstæðinga sinna. Fyrst er hann bauð sig fram, var hlegið að honum og hann kallaður trúður. Svo þegar utangarðsmaðurinn vann alla kerfiskarlanna í Repúblikannaflokkum og varð forsetaefni flokksins, runnu tvær grímur á andstæðinga hans úr báðum flokkum. Hann var búinn að sanna sig sem hættulegur andstæðingur.

Samsæri voru þegar myndum gegn honum og heitið var að taka hann niður með öllum tiltækum aðferðum. Það hefur gengið eftir. Andstæðingarnir sóru strax og áður en hann var svarinn inn í embættið að taka hann og fylgjendur hans niður. Það óheyrða gerðist var að njósnað var um um forsetaframboðið frá kosningaúrslitum þar til hann tók við valdataumum í janúarmánuði en þetta er þriggja mánaða tímabil fyrir forsetaskipti og er í raun valda tómarúm.

Lögð var gildra fyrir fyrrum hershöfðingjann Michael Flynn, sem 24. þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trumps og var hann aðeins 22 daga í embætti. Í desember 2017 gerði Flynn formlegan samning við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, um að játa sekt um að hafa „af ásetningi og vitandi vits“ gefið rangar yfirlýsingar til FBI um samskipti Kislyak, og samþykkti að vinna með rannsókn sérstaks saksóknara. Þetta var aðeins hægt vegna þess að spilttir stjórnendur FBI hafði njósnað um framboð Donalds Trumps.

Til að fara yfir langa sögu í stuttu máli, ætla ég að stikla á stóru, enda á greinin að fjalla um stöðu Bandaríkjanna og eftir forsetatíð Trumps. Ekki er hægt að aðskilja stöðu ríkjasambandsins í dag frá því vegna þess að pólitíkin gjörbreyttist við embættistöku Joe Bidens. Við tók tveggja ára óstjórn landsins.

Mueller-rannsóknin

Donald Trump og fólk hans var ákært fyrir samstarf við Rússa. Niðurstöður Mueller-rannsóknarinnar voru birtar árið 2019. Í lokaúrskurði sinni taldi Mueller að það væri ekki nægur sönnun fyrir því að Trump-stjórnin hefði samið við Rússland og að ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir að rannsókninni yrði hætt. Ekkert saknæm hafði fundist og síðar kom í ljós framboð Hillary Clinton hafi í raun staðið fyrir samstarfi við Rússa til að koma höggi á Donald Trump.

Á meðan Donald Trump var í embætti forseta Bandaríkjanna,  kom fram ágreiningur og umræður um mögulegt embættisbrot hans. Þessi umræða var óvenjulega mikil og það var oft lýst sem einstökum tíma í sögu Bandaríkjanna þegar það kom að mögulegum brotum forseta.

Möguleg embættisbrot Donalds Trumps sem hafa verið rædd:

  • Mögulegt brot á lögum varðandi samstarf við útlönd og aðstoð við aðhrifavaldaraðgerðir í forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Þetta var rannsakað í Mueller-rannsókninni, en þar var ekki ákvörðun tekin um hvort slíkt brot hafi átt sér stað. Í raun var Trump sýknaður.

  • Mögulegt brot á lögum varðandi valdarfjármála, sem tengist Trumps persónulegum greiðslum til konunnar Stormy Daniels og aðrar konur sem áttu samband við hann. Trump hefur neitað því að þetta hafi verið ólöglegt. Þetta mál er enn í gangi.

  • Mögulegt brot á lögum varðandi spillingu í embætti, þar sem Trump var kærður vegna þess að hann hafi notað opinbera embætti sitt til að efla eigin viðskiptaaðstöðu. Þetta var m.a. rætt í tengslum við fjármögnun Trumps fyrir fjölskyldufyrirtækið sitt, sem var sagt að hefði átt við umtalsverða spillingu.

Svo það fáheyrða í sögu Bandaríkjana að sitjandi forseti er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot (e. impechment). Annars vegar fyrir fyrir símtal við forseta Úkraníu (sem hann sannaði að var bara saklaust símtal með að birta samtalið) og hins vegar fyrir 6. janúar uppþotið (þar sem hann kvatti stuðningsmenn sína til að koma saman og mótmæla friðsamlega).

Hins vegar var hann aldrei dæmdur formlega sekur í neinu af þessum brotum. En Stormy Daniel málið er enn eftir.

Sem forseti var árangur hans frábær. Atvinnulífið blómstraði undir hans stjórn, skatta- og efnahagsmál styrkt og stóð það í miklum blóma þar til Covid faraldurinn skall á og umbreytti öllu. Margir segja að Trump væri enn forseti ef til faraldursins hefði ekki komið.

USMCA samningurinn var stór sigur fyrir Bandaríkin

Viðskipta samningurinn milli Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada (eða USMCA, sem stendur fyrir United States-Mexico-Canada Agreement) var undirritaður í nóvember 2018 á meðan Donald Trump var forseti Bandaríkjanna. Samningurinn skiptir máli, þar sem hann fylgir uppá stórviðburði í viðskiptum milli landanna, North American Free Trade Agreement (NAFTA), sem var í gildi í yfir 25 ár áður en hann var endurnefndur.

Landamæravandamálið leyst

Á tímum forsetatíðar Donald Trumps höfðu landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna verið mikið deilumál í stjórnmálum. Trump lagði áherslu á að byggja vegg á landamærunni til að koma í veg fyrir komu ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó og öðrum löndum. Hann hafði lýst yfir að Mexíkó myndi borga fyrir framkvæmdirnar, sem vakti mikla gagnrýni í báðum löndum.

Í janúar 2017, í upphafi forsetatíðar Trumps, undirritaði hann skipun sem krafðist aðgerða til að auka öryggi á landamærunni og stefna að endurskoðun þeirra löggjafarsamninga sem tengdir voru við innflytjendur. Hann boðaði einnig til að byggja vegg á landamærunni og mætti því mikið mótmæli frá mexíkóskum stjórnmálaflokki.

Eftir að Trump og mexíkóskur forseti, Enrique Peña Nieto, hittust árið 2018 á samningaviðræðum um viðskipta samning (sem síðar varð USMCA), þá hófst átök á milli þessara tveggja ríkja vegna veggjarins á landamærunni. Trump dró úr fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna fyrir að byggja vegginn og stofnaði sérstaka stofnun sem gæti gert ráð fyrir meira en $8 milljarða til að byggja hann án samþykkis þings. Byggður var um 500 km langur veggur. Aldrei höfðu eins fáir ólöglegir innflytjendur (þeir sem sóttu ekki um hæli á landamærastöðvum) farið yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og í forsetatíð hans. Nú, undir stjórn Joe Bidens, eru landamærin galopin og milljónir ólöglegra innflytjenda streyma óáreittir yfir landamærin, sem og glæpamenn, hryðjuverkamenn og eiturlyf (um 100 þúsund manns deyja árlega vegna þess).

Árangurinn í öðrum utanríkismálum var einnig mikill

Friðarsamkomulagið Abraham (Abraham Accords) er samkomulag sem var undirritað milli Ísraels, Sameinuðu arabísku furstadæmana (SAF) og Bahréin á haustinu 2020 í Hvíta húsinu í Washington D.C. Samkomulagið felur í sér styrktar stjórnmálaleg, efnahagsleg og menningarleg tengsl milli Ísraels og átta SAF-ríkja sem höfðu áður aðstoðað Palestínumenn og studd stofnun Palestínu ríkis.

Samkomulagið er kennt við Jared Kushner, fyrrverandi ráðherra og tengslamaður forseta Donald Trump við Mið-Austurlöndin, sem var einn af höfuð mönnum í að ná samkomulaginu á vegum Bandaríkjanna. Friðarsamkomulagið var nefnt eftir Páli Abraham í gyðinga- og íslamstrú og er talið vera mikilvægt skref í átt til friðar á svæðinu.

Og sögulegt var þegar Donald Trump, fyrstur Bandaríkjaforseta, steig yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu í boði leiðtoga N-Kóreu. Friður í gegnum styrk var utanríkisstefnan.

Friður í heiminum í valdatíð Donald Trumps

Ekkert stríð geysaði í valdatíð Donalds Trumps. Hann hafði gott lag á einvöldunum Vladimír Pútín, Xi Jinping og Kim Jong-un og þeir hvorki hótuðu né fóru í stríð á hans vakt. Trump skammaði og vakti NATÓ-ríkin af værum blundi og heimtaði að hernaðarbandalagsþjóðirnar yku framlög sín til varnamála í 2% af vergri þjóðarframleiðslu. Það reyndist vera rétt skref því skömmu síðar, í forsetatið Joe Biden, skall á stríð í Úkraníu. Bandaríkjaher hrökklaðist frá Afganistan í valdatíð Joe Bidensmeð með skömm og vopnaeign upp á 85 milljarða dollara skilið eftir í höndum afganskra hryðjuverkamanna.

Efnahagsleg og stjórnmálaleg áhrif Bandaríkjanna voru  mikil, orkuöryggi í hámarki og Bandaríkjamenn fluttu út olíu. Dollarinn var enn heimsgjaldmiðillinn en nú er gert hörð atlaga að honum með Bricks. 

Lýðræðið í Bandaríkjunum í hættu

Ótrúlegt en satt en landið er svo tvíklofið í menningar- og samfélagsmálum að óbrúanleg gjá hefur myndast milli tveggja andstæðra fylkinga. Barist er um sál Bandaríkjanna og þau gild sem þjóðfélagið á að fylgja. Donald Trump er andlit hinna hefðbundu gilda, lágstétta Bandaríkjanna, utangarðsmaðurinn sem hét því að hreinsa upp mýrina í Washington DC. Í forsetatíð sinni hrærði hans svo mjög í valdakerfinu að kerfiskarlarnir (djúpríkið) hét því að leggja stein í götu hans með öllum tiltækum ráðum. FBI, CIA og aðrar alríkisstofnanir sem Demókratar höfðu mikil áhrif innan eftir langa valdasetu, voru notaðar til að koma höggi á Trump. Er einhver búinn að gleyma samstarf FBI og Twitter til að þagga niður í andstæðingum Demókrata? Atlagan að tjáningarfrelsinu sem er grunnstoð lýðræðis.

En málið snýst í raun ekki um Donald Trump heldur réttarríkið í Bandaríkjunum. Eru allir jafnir fyrir lögunum? Getur annar flokkurinn beitt valdakerfinu til að herja á pólitíska andstæðinga sína (Trump er ekki sá einni sem verður fyrir þessu)? Getu almenningur treyst alríkisstofnunum? Er menningarlegur munur á milli þjóðfélagshópa orðin of mikill? Ef svarið reynist vera jákvætt, þá er hætt við að ríkið klofni og til borgarastyrjaldar komi. Allt bara vegna þess að pólitískir andstæðingar vilja ekki sjá Trump taka við embætti Bandaríkjaforsta aftur.

Í stóra samhenginu er Donald Trump bara stundarfyrirbrigði. Forsetar koma og fara. Svo er líka farið með Trump. Hans áhrif eru tímabundin. En valdastrútúrinn á að vera tímalaus.

Eftir stendur að vegna þess að Demókratar fóru á taugum vegna eins manns, misnotuðu þeir alríkiskerfið á óbætanlegan hátt og traustið hvarf. Það getur e.t.v. enginn sigrað Bandaríkin hernaðarlega, en Bandaríkjamenn geta grafið sína eigin gröf án þátttöku annarra þjóða. Það er áhyggjuefni fyrir vestrænt lýðræði.Í raun hefur allt farið til andskotans á aðeins tveimur árum í valdatíð Joe Bidens. Ríkið hefur aldrei verið eins skuldugt og nú um mundir. 31 trilljónir dollara og mun fara yfir 50 trilljónir fyrir 2030.

Þar sem þetta eru stjarnfræðilegar tölur, birti ég hér með skuldaklukku BNA:  US Debt clock

Tæknilega séð eru Bandaríkin gjaldþrota og verða það í raun ef dollarinn fellur á alþjóðamörkuðum.

Margar spurningar liggja í loftinu. Er Pax Americana á enda? Er alheimsgjaldmiðillinn dollarinn fallinn? Hrynur efnahagskerfið í Bandaríkjunum við fall hans? Fellur það, fellur Bandaríkjaher því án fjármagn holast hann að innan. Geta Bandaríkjamenn þá varið Ísland? Er það skynsamlegt fyrir Íslendinga að fjandskapast við Rússland? Eina landið sem getur ráðist á Ísland. Geta Bandaríkin varið Ísland ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur? Breska heimsveldið gat það ekki 1940 og bað Bandaríkin við að taka yfir. Er heimskipanin sem komið var á í lok seinni heimsstyrjaldar á enda? Hvað tekur þá við?

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband