Þegar hugur forseta Bandaríkjanna er ekki starfhæfur

Það hefur gerst nokkrum sinnum í sögu Bandaríkjanna að forsetar þessa stórveldis hafi einhvern hluta vegna dottið út andlega en almenningur ekki fengið að vita af því. Hér koma þrjú dæmi um slíkt.

Woodrow Wilson var 28. forseti BNA og var í embætti frá 1913 til 1921. Veikindi Wilsons forseta voru alvarleg og langvarandi, þar sem hann fékk lamandi heilablóðfall árið 1919 sem varð til þess að hann var að hluta til lamaður og ófær um að stjórna á áhrifaríkan hátt það sem eftir lifði forsetatíðar sinnar. Kona hans stjórnaði landinu í hans stað.

Ronald Reagan forseti greindist með Alzheimerssjúkdóm, versnandi taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur áhrif á minni, hugsun og hegðun, nokkrum árum eftir að hann hætti í embætti. Á meðan hann gegndi embættinu tóku sumir áhangendur hans eftir minnisleysi hans og erfiðleikum við ákveðin verkefni, þó að ekki hafi verið mikið fjallað um það á þeim tíma. Sagt er að banatilræðið við hann hafi flýtt fyrir þessari hrörnum.  En landinu var vel stjórnar eftir sem áður það sem eftir var forsetatíðar hans.

Í tilviki Joe Biden forseta hafa áhyggjur vaknað varðandi mismæli hans, minnisleysi og ruglingslega framkomu opinberlega. Íslenskir fjölmiðlar hafa alveg skautað fram hjá auðljós hrörnunareinkenni hans, nema Útvarp saga. Hann getur ekki sagt heila setningu án textavélar og jafnvel með slíkt tæki, mismælir hann sig. Hann á í mestum erfiðleikum með að komast af sviðinu og getur jafnvel ekki svarað spurningum barna án hjálpar Hunter eða Jill Biden sem hafa það hlutverk að gæta hans.

Nú hefur Biden boðað forsetaframboð sitt fyrir 2024 sem er skelfileg tilhugsun þegar haft er í huga að góðar líkur eru á að hann klári ekki seinna kjörtímabilið, annað hvort deyi eða segi af sér embætti vegna elliglapa. Við mun taka ekki betri kostur en það en Kamala Harris sem sagði nýlega í ræðu að Bandaríkjamenn væru góðir bandamenn Norður-Kóreu! En átti við Suður-Kóreu. Hún nær að vera jafnvel enn óvinsælli en Joe Biden í skoðanakönnunum.

Það hefur gríðarlegar afleiðingar þegar leiðtogi öflugasta ríkis heims, er vanhæfur til starfa.  Við sjáum það að allt valdajafnvægi í heiminum hefur raskast og ríki sem voru gamlir bandamenn og tryggir hafa snúið sig til erkifjenda Bandaríkjanna, Kína, í staðinn.

Allt er í kalda kolum í Bandaríkjunum, há verðbólga, opin landamæri, fíkniefna faraldur, glæpa faraldur, ríkið er í verri skuldastöðu en Reykjavíkurborg og dollarinn er í hættu sem heims gjaldmiðill.

Fréttaskýrendur eru þó á því að Biden muni ekki fara fram þegar kosningabaráttan hefst af fullum krafti. En aldrei skal vanmeta heimsku kjósenda en fréttaskýrandinn Bill O´Reilly segir að um 30% kjósenda í Bandaríkjunum kjósi hvað sem er, bara lengi sem viðkomandi er frá réttum flokki. Ef hann lætur verða af þessu að fara í annað rallí, þá getum við treyst að 30% kjósenda muni kjósa hann áfram þrátt fyrir skelfilega ferliskrá líkt og kjósendur í Reykjavík kjósa Samfylkinguna í miðjum borgarrústum.

Ein af uppáhalds bíómyndum mínum er Being there með Peter Sellers.  Söguþráðurinn minnir á forsetaframboð Joe Bidens. Eftir dauða vinnuveitanda Chance, sem er söguhetjan, neyðist hann að fara út út af eina heimilinu sem hann hefur nokkurn tíma þekkt. Hann er einfaldur garðyrkjumaður sem verður ólíklegur og traustur ráðgjafi öflugs auðjöfurs og innherja í stjórnmálum í Washington. Hann talar tóma vitleysu allan tímann, enda heimskari en naut en allir sjá dulda meiningu í öllum hans orðum, sem eru bara bull. Í lok myndarinnar gæla menn við að láta hann fara í forsetaframboð.  Þannig að skáldskapurinn getur ræst en þegar ég horfði á myndina á sínum tíma fannst mér þetta vera fjarstæðukennt.

Hér er stikla úr myndinni.

Being there trailer

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband