Bloggfærslur mánaðarins, desember 2023
Það er vinsæll áramóta leikur hjá Íslendingum að leita til völva og spyrja um framtíðina. Sú frægasta og vinsælasta var völvan hjá Vikunni en eftir að tímaritið varð einungis konurit, hætti hún að vera útbreidd. Hjá blogg höfundi hefur það hins vegar verið hin mesta skemmtun að skoða völvuspánna frá árinu áður og sjá hversu rangt völvurnar höfðu fyrir sér. Ekkert verður minnst á Nostradamus, það er búið að mistúlka skrif hans svo mikið, að ekkert er á mark takandi. Hann sjálfur umdeild persóna.
En stundum hitta völvurnar naglann á höfuðið en ekkert yfirnáttúrlegt er við það. Gott innsæi og skarpur hugur er nóg til að spá nokkurn veginn fyrir um framtíðina. Meiri segja krakkar spurðir um 1960 hvernig árið 2000 yrði, voru flest nokkuð nálægt veruleikanum sem varð.
En í sérhópi eru sci fi eða vísindaskáldsögu höfundar sem reynt hafa að spá í spilin. Berðu saman framtíðarsýn George Orwell, Arthur C. Clark og Aldous Huxley. Hvað hefur ræðst og hvað ekki. Hver hefur réttast fyrir sér? Eða höfðu þeir allir eitthvað fyrir sér? Svo kemur árs spáin fyrir 2024 í lokin....
Byrjum á George Orwell með sitt tímamótaverk "1984" sem hér hefur all oft verið vísað í. Framtíðarsýn Orwells í "1984" sýndi alræðissamfélag sem stjórnað er af öflugri ríkisstjórn sem fylgist með og vinnur alla þætti í lífi borgaranna. Skáldsagan kannar þemu um eftirlit, ritskoðun og hætturnar af óheftu stjórnvaldi. Heimurinn skiptist upp í þrjú ríki sem kepptust um heimsyfirráð í orði, en ekki á borði.
Hvað hefur ræðst? Sýn Orwells um víðtækt eftirlit og eftirlit stjórnvalda á sér nokkrar hliðstæður í nútímanum. Ríkisstjórnir og fyrirtæki hafa aðgang að víðtækri eftirlitstækni, sem vekur áhyggjur af friðhelgi einkalífsins. Sjá blogg greinina Er Ísland að breytast í alræðisríki?
Hvað hefur ekki gerst? Hið mikla eftirlits- og kúgunarstig sem lýst er í 1984 hefur ekki orðið að fullu að veruleika á heimsvísu. Þó að það séu einræðisstjórnir, viðhalda mörg samfélög enn þætti lýðræðis og persónulegs frelsis. En eigum við ekki að gefa Orwell meiri tíma? Hann sá fyrir eftirlits monitora inn á hvert heimili og á götum úti. Spá hans hefur ræðst í eftirlitssamfélaginu Kína og meira segja í lýðræðisríkjum eins og Bretland, en þar eru jafnvel fleiri eftirlitsmyndavélar á hvern borgara en í Kína. Hann, ekki frekar en aðrir, sáum fyrir gervigreinda og hættuna sem stafar af henni. Hver var fyrirmynd Orwells? Sósíalisminn en hann var sjálfur sósíalisti.
Svo er það Arthur C. Clarke sem gerði mörg tímamótaverk en frægasta þeirra er "2001: A Space Odyssey".
Framtíðarsýn 2001 sem snýst meira um geimkönnun en um þróun mannlegs samfélags. Sýn Clarke hallaðist oft meira að bjartsýnni og víðtækri könnun á geimnum. "2001: A Space Odyssey" kannar kynni milli mannkyns og geimverugreindar og gervigreindar (HAL) og leggur áherslu á möguleika mannlegrar þróunar með geimkönnun og snertingu við geimverulíf. Við eru á gatnamótum í könnun geimssins en ártölin 2001 eða 1984 í sögunum segja ekkert til um hvenær hlutirnir rætast.
Hvað hefur ræðst? Mannkynið hefur tekið verulegum framförum í geimkönnun, með mönnuðum ferðum til tunglsins, könnun á Mars og stöðugri rannsókn á sólkerfinu okkar og víðar. Hins vegar höfum við ekki enn rekist á geimverur eða hvað? Mikil læti urðu í Bandaríkjunum á árinu þegar sérfræðingar báru vitni fyrir Bandaríkjaþingi um UFO og jafnvel geimverur. Látum það mál liggja á milli hluta.
Hvað hefur ekki gerst? Hin útbreidda landnám geimsins og reglulegar ferðalög manna út fyrir sólkerfið okkar, eins og lýst er í sumum verkum Clarke, er enn fjarlæg en virðist vera að raungerast á næstunni.
Aldous Huxley er kannski ekki eins þekktur og hinir meðal Íslendinga. Frægasta verk hans er "Brave New World".
Framtíðarsýn Brave New World er hið gagnstæða við framtíðarsýn Orwells. Huxley sér fyrir sér framtíð þar sem samfélaginu er ekki stjórnað af valdi heldur af ánægju og notkun tækni til að stjórna mannlegri hegðun. Það kannar þemu erfðatækni, fjöldaneysluhyggju og tap á einstaklingseinkenni.
Hvað hefur ræðst? Framfarir í erfðatækni og æxlunartækni samræmast sýn Huxley. Samfélagslegar áhyggjur af samræmi, neysluhyggju og áhrif tækni á persónuleg samskipti hafa einnig samtíma mikilvægi. Genatæknin er hefur náð sama stigi og í bók hans og jafnvel lengra. Sjá má fyrir sér að nánast öllum sjúkdómum verði útrýmt.
Hvað hefur ekki gerst? Þó að það séu þættir í sýn Huxley sem eru auðþekkjanlegir, höfum við ekki að fullu tekið á móti þeim öfgafullu stjórnunar og skilyrðum sem lýst er í "Brave New World." En eigum við ekki að gefa honum meiri tíma?
Í raun mætti skrifa bók sem sameinar allar framtíðarsýnir ofangreindra höfunda og fá út býsna raunverulega útkomu. Í raun hefur allt ræðst en bara ekki í smáatriðum né samkvæmt tímaramma. En hver getur sett tímasetningu á framtíðar atburð?
Ársspáin fyrir 2024
Tökum þátt í samkvæmisleik fjölmiðla með völvuspá.
Það eru umtalsverðar líkur á eldgosi á árinu (af hverju sá engin völva fyrir eldgos á Reykjanes skaga?). Hvert manns barn sér þetta fyrir.
Ríkisstjórnin er völt í sessi, de facto fallin, og mun líklega segja af sér. Samfylkingin, vegna þess að fólk hefur gullfiska minni, mun verða stærsti flokkurinn (þarf einhverja völvu til að sjá þetta fyrir?).
Tímabil mikilla skattahækkanna fylgir í kjölfar valdatöku Samfylkingunnar. Millistéttin stynur þungan og margir hrapa niður í sára fátækt. Matarverð, verðbólga og vextir haldast háir undir vinstri stjórn Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson, skilur Reykjavík eftir í rjúkandi rúst og tekur við heilbrigðismála sem heilbrigðisráðherra. Sami glæsi ferill verður í ráðuneytinu og í stjórn Reykjavíkurborgar, skuldir og óstarfhæft heilbrigðiskerfi.
Fé fer úr vasa efri millistéttar í vasa lágstéttarinnar samkvæmt kenningu Samfylkingarinnar um jöfnuð. Seðlabankastjóri situr sem fastast í embætti og heldur stýrivaxtastiginu áfram háu.
Stjórnmálaforingjarnir Katrín og Bjarni munu hverfa af sviði stjórnmálanna enda búin að svíkja öll kosningaloforð og hugsjónir flokka sinna. Báðir flokkar bíða afhroð í næstu þingkosningum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn ná glæstum kosningasigrum en Framsókn og Viðreisn...verða bara þarna í bakgrunninum. Píratar halda áfram að vera skrýtinn flokkur, stjórnleysingaflokkur, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Enginn leiðtogi er fyrirséður fyrir flokkinn. Sósíalistaflokkurinn verður við 5% mörkin vegna þess að Íslendingar hafa aldrei lært um hættur marxismans fyrir lýðræði og kapitalisma.
Landamæri Íslands verða áfram galopin en nú verður landamærahliðið hreinlega tekið niður og hælisleitenda straumurinn verður meiri en í Bandaríkjunum. Skattar hækka vegna álagsins og kostnaðurinn leikur á tugi milljarða króna fyrir skuldsettan ríkissjóð. Það reynir á alla innviði, heilbrigðiskerfisins, félagsmálakerfisins og menntakerfisins, vegna komu þúsunda hælisleitenda. Fáum er neitað um landvist.
Húsnæðismál verða í molum og kjör leigenda áfram ömurleg. Mikill húsnæðisskortur verður á árinu og verktakafyrirtæki eiga í erfiðleikum vegna verkefnaskorts. Glærukynningar verða í boði stjórnvalda sem sýna byggingu tugir þúsunda íbúða, en þetta reynist bara vera glærusýning.
Aukning verður í fjölda alvarlegra glæpa, og tíðni morða eins og er í ár, verður til framtíðar. Erlendar glæpaklípur vaða uppi með ofbeldi og eiturlyfja faraldur verður á landinu. Einnig afrakstur opinna landamæra. Lögreglan verður fyrir árásir vinstri sinna fyrir störf sín (lesist: Pírata). Landhelgisgæslan verður áfram í fjársvelti og á í mestum erfiðleikum með að reka tvö varðskip.
Kjör aldraðra og öryrkja verða áfram ömurleg. Engin jólabónus í ár til aldraða sem eiga ekki til hnífs og skeiðar, er fyrirheit um hvernig málaflokkurinn er meðhöndlaður. Engir peningar til fyrir nauðstadda Íslendinga. Skortur á rými fyrir aldraða verður ekki leystur á árinu. Landspítalinn verður áfram biðstöð aldraða sem bíða eftir plássi á elliheimili.
Verkalýðshreyfingin verður bálreið á árinu en áorkar lítið. Formaður Eflingar heldur áfram að sá óeiningu meðal stéttarfélaga. Á meðan hún er við völd, verður engin þjóðarsátt.
Hamfarasjóðurinn verður áfram tómur, stjórnmálamenn halda áfram að "ráðstafa" fjármuni úr honum í alls óskild mál. Loftslagsskattar hækka allt vöruverð í landinu.
Listamenn verða áfram heimtufrekir og einhver fer í fýlu vegna þess að hann kemst ekki á "spenann".
Íslendingar halda áfram að vera undir meðallagi í íþróttum á árinum og fáir skara fram úr.
Snjókoma og kuldi verður í vetur á Íslandi. Sumarið verður misjafnt, sumir fá mikla sól aðrir minni!
Alþingi heldur áfram að moka undir sig og byggja glæsihallir undir vinnustað sem er aðeins opinn 107 daga ársins. Umtalsverðar launahækkanir verða til embættismanna og þingmanna. Aðstoðarmenn þingmanna fá aðstoðarmenn!
Forseti Íslands klárar byggingu einbýlishús sitt en hann tilkynnir í kvöld að senn verði bundin endir á valdatíð hans. Nú hellir hann sér alfarið í bókaskrif í fullu starfi (er það nú þegar) á góðum eftirlaunum sem tryggir fræðimannaferil hans það sem eftir er. Við tekur woke manneskja sem allir geta sætt sig við, einhver sem gerir ekki neitt.
Ísland og umheimurinn. Ísland heldur áfram að vera peð á skákborði alþjóðastjórnmála en heldur að það sé hrókur. Ísland verður áfram undir hæl ESB með þátttöku í EES og Schengen. Íslenskir stjórnmálamenn neita að taka ábyrgð á eigin vörnum og bjóða Bandaríkjaher velkominn aftur til Íslands. Who tekur völdin að hluta til af Landlæknisembættinu. Íslendingar halda áfram að skipta sér af átökum erlendis, þar sem þeir eiga enga hagsmuni að gæta né her til að bakka upp fullyrðingar. Þeir halda áfram að taka rangar ákvarðanir gagnvart útlendingum.
Nokkur vitundavakning verður meðal hugsuða á Íslandi og sumir gera sér grein fyrir að Reykjavík er ekki nafli alheimsins!
Almenningur heldur áfram að bíta á jaxlinn (og borga ofurskatta) og lifa í draumaheimi um að í næstu alþingskosningum verði kosinn flokkur sem virkilega lætur hagsmuni Jóns og Gunnu sér varða. Eftir kosningar tekur við fjögurra ára bið eftir næsta "draumaflokki".
Þessi spá er bara "common sence" meðal Jónsins, engin völvuspá. Hahaha!
Gleðilegt ár!
Bloggar | 31.12.2023 | 13:43 (breytt kl. 20:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef öll púsluspilin eru sett saman, birtist mynd af alræðisríki. Þetta er stórkallaleg yfirlýsing en það er sannleikur í henni.
Fyrir hið fyrsta er íslenska ríkið að seilast sífellt lengra inn á einkasvið borgaranna, með fleiri og fleiri lög sem setja athafnir borgaranna skorður. Hingað streyma í förmum tilskipanir frá ESB sem auka enn á reglugerðafarganinn og reglu um smæstu hluti og skerða hvers dagslíf borgarans. Og þetta á eftir að versna.
Eftirlitsmyndavélar eru komnar út um allt. Allar inngönguleiðir inn á höfuðborgarsvæðið eru vaktaðar með eftirlitsmyndavélum, e.t.v. með andlitsgreiningatæki. Besta eftirlitstækið er sjálfur farsíminn sem borgarinn ber í vasanum. Hægt er rekja allar hans athafnir í gegnum hann.
Ákall um múlbindingu málfrelsisins í nafni haturorðræðu vernd er ekkert annað en ritskoðun og stjórnun á umræðunni. Ríkis ritskoðun. Hver er þess umbúinn að meta hvað er hatursorðræða eða gagnrýni? Lögreglufólkið sem fór til Ausschitz? Myndum við segja að lögreglukonurnar sem fóru þangað hafi óbrenglaða siðferðiskennd til að geta dæmt annað fólk?
"Fact checkers" eða staðreynda könnunar fyrirtæki í Bandaríkjunum eru stútfull af fordómafullu fólki sem "staðreynda kannar" fréttir og annað samfélagsefni og dæmir um sannleiksgildi. Samfélagsmiðlarnir segja, ekki benda á mig, við réðu þriðja aðila, "staðreynda könnunarfyrirtæki" til að yfir fara sannleikann!!! Við erum stikkfrí.
Og nú kemur nýjasta púsluspilið sem ráðskast með einkalíf borgarans, í nafni öryggis að sjálfsögðu!
Nú á að ráðast á reiðufé borgaranna! Sem nóta bene er þeirra fé sem þeir hafa unnið sér inn heiðarlega. RÍKIÐ kemur ekkert við hvernig við ráðstöfum innkomu okkar, og í hvaða formi. Við gætum viljað nota gull sem gjaldmiðil, reiðfé eða kredit og debit kort. Það er OKKAR val og upphæðin skiptir engu máli, svo fremur sem hún er fengin heiðarlega.
Lesið þessa óskammfeilnu frétt á Mbl. og enginn segir neitt:
"Miklar ógnir og veikleikar eru í einkahlutafélagaforminu hér á landi sem gera peningaþvætti auðveldara. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vill að hömlur verði settar á notkun reiðufjár. Það veki furðu hversu mikið reiðufé sé í umferð." Á að skerða réttindi heiðarlega borgara vegna nokkurra skemmda epla? Hvað kemur lögreglunni við hversu mikið fé er í vösum borganna?
Svona eru púsluspilin raðað saman í rólegheitum og réttindin hverfa hægt og rólega án þess að menn taka eftir.
Miklir veikleikar í einkahlutafélagaforminu
Fulltrúalýðræðið (frá hestvagnatímabilinu á 19. öld) er löngu fallið og nýtt lýðræðisform hefði átt að vera tekið upp með byltingunni í upplýsingatækninni. Beint lýðræði með þátttöku borganna, kosið um mál í gegnum app, ætti að koma á. Ef við getum notað bankaapp og stundað bankaviðskipti þannig, af hverju ekki kosningar?
Fulltrúum okkar er ekki treystandi fyrir horn og þeir sýna það í hverju mál eftir öðru. Fjögur ár í bið eftir nýja ríkisstjórn er of langur tími. Og hvað fáum við? Eitthvað allt annað en við kusum. Ef við kusum VG, fáum við Sjálfstæðisflokkinn í samstarf og öfugt. Einhverjir verða þó að útbúa "laga pakkann" fyrir atkvæðagreiðslu í beinu lýðræði. Þá komum við að fulltrúunum, þeim má fækka í 33, þeir útbúa lögin, eitthvað verða þeir að gera, nóg er af lögum frá ESB sem þeir þurfa að stimpla ólesið sem sjá um dagleg störf þeirra. Sum sé, samblanda af beinu- og fulltrúalýðræði.
Hvað sagði Gibbon um Aþenubúa? Sjá: Hvernig lýðræðið fellur
Þeir kusu öryggið fram yfir frelsið og misstu allt.
Bloggar | 30.12.2023 | 14:00 (breytt kl. 14:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sir Edward Gibbon (1737-1794), höfundur tímamótaverksins THE DECLINE AND FALL OF THE ROMAN Empire, skrifaði magnþrungna frásögn um hrun Aþenu, sem var fæðingarstaður lýðræðis.
Hann mat það svo að á endanum vildu Aþenubúar öryggi fremur en þeir vildu frelsi. Samt misstu þeir allt - öryggi, þægindi og frelsi. Þetta var vegna þess að þeir vildu ekki gefa samfélaginu, heldur að samfélagið myndi gefa þeim. Sama spurning John F Kennedy spurði á sínum tíma: Ask not what your country can do for you ask what you can do for your country,
Frelsið sem þeir sóttust eftir var frelsi frá ábyrgð.
Það er því engin furða að þeir hættu að vera frjálsir. Í nútíma heimi ættum við að minna á skelfileg örlög Aþenumanna í hvert sinn sem við stöndum frammi fyrir kröfum um aukin umsvif ríkisvaldsins.
Bloggar | 30.12.2023 | 11:05 (breytt kl. 13:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er enginn smáfjöldi manna sem eru heimilislausir á Íslandi og gefur til kynna stórt vandamál. Hér er áætlað að um 300 manns séu heimilislausir í dag og enn stærri hópur á hrakhólum.
Eitt fyrirtæki er að reyna að gera gæfumun fyrir heimilislaust fólk með því að kynna vind- og vatnsheldan framúrstefnulegan svefnskýli (svefnskýli) sem heimilislausir geta nálgast frítt. Fyrirtækið heitir Ulmer Nest og er staðsett í borginni Ulm, 75 mílur (120 km) vestur af München.
Skýlin voru kynnt 8. janúar 2020 og ef þau reynast gagnlegir og farsælir gætu þau verið settir á landsvísu.
Örskýlin (e. pod) eru gerð úr tré og stáli og hefur pláss fyrir allt að tvo. Ulmer Nest fullyrðir að svefnskýlin vernda gegn kulda, vindi og raka en veita jafnframt fersku lofti inn í þessi örskýli.
Skýlin vernda einnig friðhelgi notenda sinna með því að hafa engar myndavélar. Þess í stað lætur hreyfiskynjari félagsráðgjafa vita þegar hurðirnar eru opnaðar. Þetta hjálpar félagsráðgjöfum að nota skynsemina þegar þeir þrífa eininguna að innan eftir hverja notkun, og ef þörf krefur, koma þeim til hjálpar sem þarfnast þess.
Örskýlin eru með netkerfi sem heimilislaust fólk getur notað til að komast í samband við teymið sem hefur umsjón með einingunum - útvarp var valið vegna aðgengis yfir farsímanetum. Þeir hafa einnig sólarrafhlöður til að veita hita með endurnýjanlegum orkugjafa.
Ulmer Nest vonast til að örskýlin þeirra verji gegn frostbitum á köldustu nætur Þýskalands og leggur áherslu á að þetta framtak komi ekki í staðinn fyrir dvöl á skýli fyrir heimilislausa eða öruggu húsi, heldur er valkostur og síðasti kostur fyrir þá sem hafa í raun hvergi annars staðar að fara. Við skulum vona að þessi eining sanni gagnsemi sína fljótlega og finni sér stað á götuhornum um allan heim.
German City Tests Wind and Waterproof Sleep Pods for the Homeless
Bloggar | 29.12.2023 | 15:10 (breytt kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í 250 ára sögu lestrarkunnáttu á Íslandi hefur margt breyst. Menn hafa kunnað að lesa og skrifa síðan a.m.k. um árþúsundið 1000. En mikil breyting varð á tímum upplýsingar á Íslandi um miðja 18. öld og nú voru það ekki bara íslenskir fyrirmenn sem lærðu að lesa, heldur einnig almúginn. Menntun á landinu hefur alla tíð verð háð lestrarkunnáttu þjóðarinnar.
Árið 1750 var tímamót með tilkomu píetismans. Þá var lögð áhersla á að ein manneskja á hverju heimili ætti að kunna lesa og sú manneskja ætti að deila þeirri þekkingu með heimilisfólki sínu en presturinn átti að hafa yfirumsjón með náminu. Þessi áhersla á lestrarkunnáttu gerði það að verkum að fleira fólk og fjölbreyttari þjóðfélagshópar gátu lesið bækur og tímarit og varð bókmenntaheimurinn opinn fyrir stærri hluta þjóðarinnar.
Píetisminn eða heittrúarstefnan gerði það líka að verkum að almennt fólk sem kunni nú að lesa tók frekari þátt í útbreiðslu og framleiðslu rita. Almenn útgáfa tímarita og bóka hófst.
Skriftarkunnátta Íslendinga jókst verulega hundrað árum síðar eða um 1850, á þessum tíma fór fleira fólk að skrifa bréf og dagbækur o.s.frv. Á þessum tíma fór lestrar- og skriftarkunnátta ekki hönd í hönd eins og við þekkjum nú til dags.
Í frægari grein eftir Harvey J. Graff er fjallað um óvenjulega háu lestrarkunnáttu í Svíþjóð á 18. öld, framförum Svíþjóðar var þakkað tvískiptrar herferðar, fyrst var lögð áhersla á að lesa guðlega texta í kringum 1700 og seinna var áherslan beint að hefðbundni skólagöngu árið 1850. Með þessari grein var hægt að benda á að lestrarkunnátta Svía þróaðist mun hraðar en skriftarkunnátta þeirra, en í öðrum löndum gekk það yfirleitt hönd í hönd. Þetta módel hefur verið notað til þess að útskýra bilið milli lestrar- og skriftakunnáttu Íslendinga.
Það merkilega við lestrarkunnáttu Íslendinga er að þrátt fyrir að hefðbundin skólaganga hafi ekki hafist fyrr en löngu seinna var um helmingur af Íslendingum læs 1750, og 50 árum seinna 1790 var það um 90 prósent af þjóðinni. Skilvirka kerfi heittrúarstefnunar, að heimilisfólk kenndi hvor öðru, var greinilega að skila sér, með viðleitni bæði ríki og kirkju til hjálpar.
Stofnun grunnskóla á landinu gekk hægt og 1874 voru 7 skólar talsins á öllu landinu, á þessum tíma var skriftarkennsla nýbyrjuð. Minni skólar risu hér og þar út um allt land í þorpum og bæjum og krakkar í dreifbýli reiddu sig á kennara sem flökkuðu milli bæja, svo kallaðir farkennarar, sumir stunduðu líka nám hjá prestum.
Ekki var mikið val í boði fyrir frekari menntun, einu menntastofnanir voru á vegum kirkjunnar, sem voru aðalega ætlaðar fyrir menntun klerka. Kirkjan hafði haldið uppi öllum menntastofnunum frá miðöldum til enda 18. aldar þegar skólarnir sem voru reknir af biskupstólunum á Skálholti og Hólum lokuðu. Frá þeim tíma voru opnaðir skólar ótengdir kirkjunni, eins og Hólavellir sem starfaði í tvo áratugi 1786 1805 og svo Bessastaðarskóli 1805 1846, og svo að lokum Lærði skólinn í Reykjavík eða öðru nafni Latínu skólinn, sem er fyrirrennari Menntaskóla Reykjavíkur. Árið 1847 var reistur prestaskóli í Reykjavík ásamt öðrum skólum sem kenndu þá sérgreinar eins og landbúnað, kennslu og kvennaskólar urðu til.
Mikilvægur þáttur í þéttbýlismyndun og nývæðingu á Íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar var stofnun barnaskóla og myndun barnakennarastéttar. Upphafið teygir sig nokkra áratugi aftur á 19. öld en lög um almenna fræðslu barna voru ekki sett, sem kunnugt er, fyrr en 1907. Í lögunum var gerður skýr greinarmunur á barnafræðslu eftir þéttbýli og dreifbýli, eða með öðrum orðum, eftir því hvort kennslan færi fram í föstum skólum eða farskólum.. Á fyrstu þremur áratugum aldarinnar festi þetta fræðsluskipulag sig í sessi á sama tíma og þéttbýli óx hröðum skrefum í landinu. Þýðingarmikill liður í stofnfestingu barnaskólakennslu í landinu var stofnun Kennaraskóla Íslands 1908 (heimild: Loftur Guttormsson).
Í ritinu Íslenska skólakerfið (2002) segir að lög um skólaskyldu voru fyrst sett hér á landi árið 1907. Frá þeim tíma hefur skólastarf tekið miklum breytingum og skólaskylda barna og ungmenna lengst úr 4 árum í 10. Alþingi ber lagalega og pólitíska ábyrgð á skólakerfinu og ákveður grundvallarmarkmið þess og skipan en menntun á leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi heyrir undir menntamálaráðuneytið. Í menntamálum á Íslandi hefur gilt sú meginregla að allir hafi jafnan rétt til náms án tillits til kyns, fjárhags, búsetu, trúar, fötlunar og menningarlegs eða félagslegs uppruna. Langflestir skólar heyra undir hið opinbera og innan skólakerfisins eru fáar einkastofnanir. Nær allir einkaskólar njóta opinbers stuðnings.
Á árunum 1994-1997 voru sett ný lög um öll fjögur skólastigin. Nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla voru gefnar út árið 1999 og þannig lagður grunnur að skólastarfi í þekkingar- og tæknisamfélagi 21. aldarinnar. Í aðalnámskrám eru markmið laga um þessi skólastig útfærð nánar, sett viðmið og veittar leiðbeiningar um framkvæmdina.
Þetta er grunnurinn að íslenska menntakerfinu. En nú ber svo við að lestrarkunnátta hefur ekki farið mikið fram á 250 árum, og ef eitthvað er, fer hún versnandi. Hvað segir Menntamálaráðuneytið um niðurstöður Pisa könnunnar 2022?
"Nemendum á Íslandi líður almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa koma þeir betur út úr þessari mælingu 2022 en 2018. Þeir hafa jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifa sjaldan einelti. Í þessum atriðum standa þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af 1. kynslóð innflytjenda á Íslandi standa hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan." Og þetta: "Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu koma verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki eru um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og er svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum.
Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61%) en stúlkna (68%) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53% hjá drengjum á móti 68% hjá stúlkum)."
Hérna er verið að lýsa ástandi, ekki orsök. Hver er orsökin? Einn skólaspekingurinn segir að aðalnámskráin (tekin upp held ég um 2014) sé umbúðir án innihalds. Kennurum, þ.e.a.s. skólum, er leyfð of mikil túlkun og markmiðin eru ekki skýr.
Það eitt sér getur ekki verið skýring. Hana má líka leita inn á heimilin. Svo getur verið að börnin fá ekki uppeldi (þetta er alhæfing), heldur er látin afskiptalaus heima, skrákarnir í tölvuleikum, þar sem aðal tungumálið er enska? Þeir tala því n.k. blending af íslensku og ensku og eru ekki færir í hvorugu tungumálinu. Bæði stúlkur og drengir eru almennt hætt að lesa bókmenntir eða a.m.k. lesa minna bækur.
Drengjum gengur verr í skólum en stúlkum. Af hverju? Getur verið að skólastarfið sé ekki sniðið að athafnaþörfum drengja? Þeir þurfa mikla hreyfingu og námsefni við hæfi. Barnabækur og skólabækur í dag eru ekki lengur ævintýrabækur, heldur bækur með samfélagslegum áróðri um rétta hegðun. Hver nennir að lesa áróðursrit alla daga? Drengir vilja lesa, ekki kannski ekki það sem skólarnir eru að bjóða upp á.
Bækur eru undirstaða dýpri lesskilnings, aukins orðaforða og skilnings á málfræði íslenskunnar. Skólinn getur ekki komið á móts við þessa aðferð við að læra lestur, enda með takmarkaðan tíma og áherslan í skólastarfinu liggur á mörgum sviðum. Eins og komið hefur verið inn á, sinna skólarnir alls konar kennslu, íþróttir, smíði, handyrðar, heimilsfræði o.s.frv. Það fer því frekar lítill tími í sjálfa kennslu í íslensku, minni en menn ætla. Getur verið að þarna liggur megin orsökin? Of lítill tími sem fer í íslensku kennslu? Og skólarnir höfða ekki til áhugasviðs drengja?
Getur verið að drengjum (og stúlkum) skorti karlkyns fyrirmyndir í skólanum? Í dag eru karlar einn tíundi kennara í grunnskólum landsins og flestir eru þeir sérgreinakennarar, kenna t.d. smíði eða íþróttir en almennt eru þeir ekki í kennslu á yngsta stiginu eða miðstigi. Börnin kynnast ekki jafnt kvennkyns og karlkyns kennurum fyrir á unglingastigi. Mörg börn fráskildra foreldra umgangast ekki karlmenn nema aðra hverja helgi, þegar þau hitta pabba sinn. Það er ekki mikið. Kannski að skólarnir ættu að fara í átak að fjölga karlkyns kennurum?
Kannski einkaskólar breyti stöðunni? Þeim myndu keppast við að bjóða upp á bestu þjónustuna. Samkeppni.
Umskiptin úr að vera fátækasta þjóð Evrópu um 1900, sem bjó í moldarkofum, í að vera ein menntaðasta þjóð veraldar sem býr í hátæknisamfélagi, byggist á almennri lestrarkunnáttu. Grunnurinn var lagður á 18. öld. Ef Íslendingar ætla að haldast meðal forystuþjóða í tækni og vísindakunnáttu, þarf skólastarfið heldur betur að taka breytingum. Ábyrgðin liggur líka hjá heimilunum. Íslenskukennslan hefst þar.
Bloggar | 28.12.2023 | 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 27.12.2023 | 20:32 (breytt 28.12.2023 kl. 10:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nokkuð merkilegt hversu mönnum verður heitt í hamsi þegar talið kemur að Ísrael og málefni Miðausturlanda. Vissulega er það skiljanleg í ljósi þess að þrjú helstu trúarbrögð heimsins eiga uppruna sinn að rekja til þessa svæðis og landið liggur á krossgötum Asíu og Afríku og í vegi herja síðastliðin árþúsund. En samt eru málefni Miðausturlanda fjarri Íslandi og hagsmunum Íslendinga.
Menn, líka á Íslandi, virðast skiptast í tvo ólíka hópa gagnvart gyðingum en sérstaklega Ísraelum. Menn hata gyðinga eða elska þá. Engin millivegur virðist vera. En málið er ekki svona einfalt. Og ekki ber að rugla saman gyðingum og Ísraelum eins og ber á í umræðunni.
Gyðingar búa nefnilega flestir utan Ísrael. Fjölmennasta gyðingaríki heims eru sjálf Bandaríkin. Þar búa 7,3 milljónir gyðinga en í Ísrael um 7,2 milljónir. Í öllum heiminum búa 15,2 milljónir gyðinga sem nóta bene er ekki einsleitur hópur. Bandarískir gyðingar eru t.d. upp til hópa frjálslindir og styðja demókrata og eiga lítið sameiginlegt með gyðingum í Ísrael sem hafa aðra sýn á umheiminn.
En Ísraelar sjálfir eru ekki einsleitur hópur. Það vill gleymast að í Ísrael búa rúmar 2 milljónir Arabar, flestir með ísraelskan ríkisborgararétt. Gyðingar eru sum sé um 74% íbúa, Arabar um 21,1% en svo eru aðrir minnihlutahópar sem hafa búið á svæðinu í árþúsundir. Um 513 þúsundir eru af öðrum uppruna (5,3%) þ.m.t. Drúsar, Aramear, Armenar, Assýringar, Sirkassar, Samverjar og aðrir.
En hvaða hagsmuni hafa Íslendingar að gæta gagnvart átökunum í Miðausturlöndum? Enga í raun, bara að vonast að Miðausturlandamenn í innbyrðis deilum komi ekki þriðju heimsstyrjöldinni af stað. Sömu hagsmuni og við eigum gagnvart stríði Úkraínumanna og Rússa, bara að vona að þeir komi ekki af stað kjarnorkustyrjöld!
Í stað þess að skipa okkur í lið með öðrum hvorum deiluaðila, eigum við sem þriðji aðili að stuðla að friði, alls staðar í heiminum. Mótmælagöngur eða deilur á Íslandi breyta ekki heimssögunni nema við ákveðum að beita okkur sem sáttamiðlarar líkt og í kalda stríðinu. Engin slík stefna er af hálfu íslenskra stjórnvalda sem virðist vera lömuð, hver höndin upp á móti hvor annarri. Engin ást eða samstaða. Líkt og gömul hjón með eitt fullorðið barn sem hanga saman af gömlum vana á stjórnarheimilinu.
Bloggar | 27.12.2023 | 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessari spurningu var nýlega velt upp af bandarísku hugveitunni The Institute for the Study of War (ISW) segir í grein á DV. Hvað gæti gerst ef Rússar sigra í stríðinu? Enginn veit svarið við þessari spurningu, jafnvel ekki Rússar. En hvað er það sem þeir eru að eltast við, þ.e.a.s. upprunaleg markmið þeirra? Þeir hafa sjálfir sagt hver þau eru.
Innrás þeirra sem var í raun tilraun til valdaráns, var illa ígrunduð og her þeirra ekki tilbúinn í meiriháttar átök. Þeir héldu að þetta yrði eins og átökin við Georgíu, stutt og auðvelt og íbúarnir myndu koma fagnandi. Fyrir stríðið voru 11-12 milljónir íbúanna af rússneskum uppruna en flestir í Austur-Úkraínu. Þeir hrökkluðust til baka og valdaskipti þeirra í Kænugarði tókst þar með ekki.
En annað markmið var að skipta sér af Donbass svæðinu sem er mestu byggt rússnesku mælandi fólki. Þar hefur verið barist síðan 2014 og þeir náðu þessu svæði undir sig og stofnuðu til tvö sjálfstjórnar lýðveldi í umdeildum kosningum.
Þriðja markmiðið er að koma í veg fyrir að Úkraína gangi í NATÓ sem væri meiriháttar hætta fyrir rússneskar varnir. Munum að það eru bara tvær meginleiðir, á sléttum fyrir innrásarheri að fara til Moskvu. Það er í gegnum Pólland og Úkraínu. Þetta markmið misheppnaðist að hluta til, því þetta hrakti Svía og Finna, sem hafa alla tíð verið hlutlausir í fang NATÓ.
Þótt að landamæri Rússlands við NATÓ hafi þar með lengst, er það ekki þar með hættulegt fyrir varnir landsins. Við munum hvernig framhaldsstríð Finna við Sovétríkin fór fram. Þeim tókst að fara inn í Sovétríkin en sóttu ekki langt, endurheimtu Karalíu hérað og önnur ómikilvæg svæði. Ástæðan fyrir þeir þurfa ekki að óttast innrás að norðan, er einmitt skógsvæði, norðurskautsvæðið og erfitt er að sækja nema með mikilli fyrirhöfn inn í landið.
Hins vegar sýndi meinta uppreisn Wagnersliðsins, hversu hættuleg sóknin yrði frá Úkraínu. Málaliðarnir, fáliðaðir, náðu langleiðina til Moskvu án mótspyrnu. Spurning hvað þetta var, óánægða eða uppreisn?
Nú koma menn með fantasíur um að Rússar vilji gera innrás í Vestur- eða Norður-Evrópu. Til hvers ættu þeir að gera það? Rússar nota mikið söguleg rök en þau mæla ekki með innrás í þessa hluta Evrópu. Þar eru engir rússnesku mælandi minnihlutahópa og erfitt að halda í slíka landvinninga til langframa. Alveg frá því að þeir fóru inn í París í Napóleon stríðunum, hafa þeir dregið heri sína til baka.
En líklegt er, eins og komið hefur verið hér inn á áður, að Rússar leggi alla Úkraínu undir sig. Ef þeir gera það, og þeir munu gera það, ef Joe Biden lætur verða af því að láta frystar eignir Rússa renna til Úkraínumanna, þá er ólíklegt að þeir haldi öllu landinu til langframa. Líklegra er að þeir skipti landinu í tvennt. En það er líka frekar ólíklegt, því þeir þurfa að komast aftur inn í alþjóðasamfélagið. Þetta þjónar ekki hagsmunum þeirra. En þeir myndu skipta um stjórn og koma á leppstjórn.
Svo eru vinstri sinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum með fantasíu um að Trump vilji draga BNA úr NATÓ. Úr vestrænu varnarsamstarfi og með helstu stuðningsþjóðum Bandaríkjanna í heiminum. Er það líklegt? Nei, Bandaríkjamenn hafa aldrei verið eins einangraðir og í dag. Stuðningur þeirra meðal þjóða heims er í mikilli lægð. Vestrænar þjóðir og nokkrar Asíuþjóðir eru dyggustu bandamanna þeirra. Brotthvarf BNA myndu veikja varnir landsins sjálf og stofna önnur varnarbandalög landsins í heiminum í hættu. Evrópa er nefnilega stuðpúði gegn árás úr austurátt en í vesturátt þurfa óvinaheri að fara yfir Kyrrahaf, stærsta hafs í heimi. Í norðri er Kanada sem er líka í NATÓ.
Kaupsýslumaðurinn Trump var óánægður með framlög NATÓ þjóða til varnarmála. En þau hafa öll aukið fjárlög sín til málaflokksins, líka Ísland síðan hann gagnrýndi aðildarþjóðirnar harðlega fyrir nísku. Og hann hafði rétt fyrir sér um vanrækslu herja NATÓ, sjá fyrri blogggreinar um málið: Herir Evrópu standa á brauðfótum og Staða Rússlands
Jafnvel þótt hann vilji draga BNA úr NATÓ, myndi það mæta mikilli andspyrnu í landinu, þar á meðal ráðgjafa hans. Bandaríkin "eiga" Evrópu hernaðarlega með allar þær herstöðvar sem þeir hafa í álfunni. Nú eru að bætast við herstöðvar í Svíþjóð og Finnlandi. Nei, það er ekki að fara að gerast. En Trump verður harður húsbóndi innan NATÓ ef hann kemst til valda. Vonandi veit hann ekki af áhugaleysi Íslendinga um eigin varnir.
En hvað veit Trump um Ísland? Líklega lítið en í frétt frá 2019 segir að ríkisstjórn hans hafði áhuga á fríverslunarsamningi við Ísland sem væri stórkostlegur ávinningur fyrir Íslendinga. Ástæðan fyrir áhuga Trump-stjórnarinnar á fríverslunarsamningi við Ísland hefur að gera með stefnumótandi staðsetningu Íslands hernaðarlega, en ekki svo mikið með efnahag Íslands, sem Bandaríkin hafa lítið að græða á. Íslendingar hafa allt að vinna en engu að tapa með slíkum samningi. Er utanríkisráðuneytið að vinna að slíkum samningi?
Bloggar | 26.12.2023 | 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Oft vill gleymast raunverulega ástæða fyrir jólahald. Jólin er trúarhátíð, líkt og páskarnir en það vill oft gleymast í umbúðunum. Við eru svo upptekin af umbúðum og táknum að við gleymum tilgangi jólanna.
Jólin eru haldin til að fagna fæðingu frelsara kristinna manna og haldin þegar myrkrið umliggur daganna um vetrarsólhvarf. Við höfum tíma til að ígrunda tilveru okkar og tilgang.
Hverjar eru umbúðirnar? Jólatréð, jólasveinninn, pakkarnir, jólalögin og svo framvegis. Kannski of mikil áhersla á þetta. Innhaldið er boðskapurinn um kærleik sem er æðsta form ástar og umfram allt friður. Betri boðskap er ekki hægt að boða og hefur þroskað mannkynið mjög, líka þá sem ekki eru kristnir.
En jólin er líka hátíð fjölskyldunnar. Hún kemur saman um jólin, oft um langar vegalengdir, og ættingjar og vinir hittast kannski bara þetta eina sinn um árið. Þetta er dýrmætur tími.
Kristin hefur dafnað og lifað allan þennan tíma, vegna þess að kristin trú er byggð á háspeki eða heimspeki. Skólaspeki svonefnda er byggð á kristinni trú og grískri heimspeki er afurð þessarar hugsunar. Það er því mikil viska í kristinni trú.
Hér kemur boðskapur kristinnar sem er:
Kærleikur og samúð. Jesús lagði áherslu á mikilvægi kærleika, bæði fyrir Guð og samferðafólk sitt. Boðorðið um að elska náunga þinn eins og sjálfan þig er kjarninn í kenningum hans.
Fyrirgefning var annað lykilatriði í kenningu Jesús, og var merkileg kenning í ljósi samfélaga fornaldar, þar sem grimmdin og hefndin réði ferðinni. Jesús boðaði fyrirgefningu og hvatti fylgjendur sína til að fyrirgefa öðrum, eins og þeir sjálfir eru fyrirgefnir af Guði. Hugtakið fyrirgefning er lykilatriði í kristinni guðfræði.
Frelsun og endurlausn er þriðja lykilkenningin. Samkvæmt kristinni trú kom Jesús til að frelsa mannkynið frá synd og bjóða upp á möguleika á eilífu lífi með trú á hann. Litið er á fórnardauða hans á krossinum sem endurlausn.
Auðmýkt og þjónusta er fjórða lykilkenningin. Jesús kenndi gildi auðmýktar og þjónustu við aðra. Dæmi hans um að þvo fætur lærisveina sinna er oft nefnt sem öflug lýsing á þessari meginreglu.
Og að lokum boðaði hann ríki Guðs. Jesús talaði um Guðs ríki, ekki endilega líkamlegt ríki, heldur ríki þar sem vilji Guðs er gerður. Það er litið á það sem ákall til að samræma líf sitt við tilgang Guðs.
Allur þessi boðskapur hefur haft óendanleg áhrif á kristna menn en líka á allt mannkynið, því allir þekkja eitthvað til kristinnnar.
Áhrif boðskapar Jesú Krists á mannkynið hafa verið djúpstæð og víðtæk. Kenningin eru svo innbyggð í vestræna hugsun og menningu að ómögulegt er að aðskilja hana frá daglegri hugsun. Margar siðferðilegar og siðferðilegar meginreglur úr kenningum Jesú hafa haft áhrif á lög, félagsleg viðmið og menningarhætti.
Siðferðiskenningar Jesú hafa stuðlað að þróun siðferðilegra ramma sem leiðbeina einstaklingum og samfélögum við að taka ákvarðanir um rétt og rangt. Þær hafa gert ótrúlegasta fólk, sem það sjálft eða annað, hefur dæmt vonlaust í mannlegu samfélagi, að gildu og gegnu fólki að nýju.
Jólin eru friðarhátíð. Án kristinnar trúar myndi villimennskan vaða uppi í samfélagi vestrænna manna en í stað þess er vestræn menning ljósið sem lýsir veginn fyrir mannkynið.
Gleðileg jól.
Bloggar | 25.12.2023 | 13:17 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í skattaparadís íslenskra stjórnvalda, Íslandi, þar sem skattaálögur fara með himinskautum, tekst hinum kjörnu fulltrúum að finna upp sífellt nýjar leiðir til að skattpína borgara landsins. Skattar sem eiga að vera tímabundir, standa um aldur og ævi og allt er skattlagt. Allir muna eftir skítaskattinum sem aldrei var aflagður. Og nú á að skattleggja loftið sem við öndum.
Svo nefndir kolefnisskattar eða loftslagsváskattar, sem byggja á umdeildum vísindum, eru lagðir á samgöngutæki, bæði á Íslandi og Grænlandi. Grænlendingar stynja þungan undir auknum byrgðum, enda eru þeir algjörlega háðir samgöngum á láði og legi við útlöndum. Ekki er hægt að keyra og fara til annarra ríkja en á öðru en jarðefniseldsneytis knúnum farartækjum. Sama á við um Íslendinga.
Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Svona skattlagning, þótt hún kunni að vera réttlætanleg vegna loftslagsbreytinga, er ekki hægt að leggja á nema eitthvað annað en jarðefniseldsneyti komi til sögunnar. Umskiptin taka tíma og þar með er slík skattleggging ósanngjörn.
Í grein Vísis um þetta mál er varðar Grænlendinga segir: "Vegna þess að það séu bara neytendur sem borga þegar ný gjöld eru lögð á vöruflutninga og flug. Nýju grænu skattarnir hafi áhrif á farmgjöld skipafélaga og framtíðargjöld flugfarþega hafi áhrif á alla sem fljúga á milli Danmerkur og Grænlands." Þetta er sama saga og á við um Ísland. Hér borga neytendur hækkaðan kosnað, ekki munu samgöngufyrirtækin taka á sig þennan kostnað og reka sig með tapi.
Royal Arctic Line (skipafélag) mun hækka farmgjöld um 1% frá og með næstu áramót. "Öðru máli gegni um skattinn sem Danmörk muni setja á allt flug frá árinu 2025. Danska þingið hafi nefnilega ákveðið fyrirfram að tekjur af því renni til styrkja danska lífeyriskerfið í Danmörku. Flugfarþegaskatturinn þýði í reynd að grænlenskir "lífeyrisþegar þurfa að borga fyrir að danskir lífeyrisþegar fái sinn lífeyri hækkaðan, segir Sermitsiaq." Grænlendingar eru vonum ósáttir við þetta. Þeir geta ekki kosið að taka bílinn eða lestina þegar þeir ákveða að fara til annarra landa eða flytja inn vörur, heldur ekki Íslendingar.
Í annarri grein á Vísir segir: "Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári."
Grænir skattar sagðir bitna hart á Grænlandi
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða
Á sama tíma og íslensk stjórnvöld sitja þeigandi og hljóðalaus undir auknar skattaálögur ESB á Íslandi, hafa þau ekkert gert til að skipta í græna orkugjafa, það er að segja að virkja. Algjör stöðnun hefur verið í virkjunum síðastliðin ár og stjórnvöld þar með ekki staðið við sinn hluta í orkuskiptunum.
Það sem ESB með fullþingi íslenskra stjórnvalda, er að gera er að þvinga með góðu eða illu orkuskipti, ekki láta tækniþróunina og eftirspurn ráða ferðinni.
Í landi með óðaverðbólgu, háskattastefnu stjórnvalda, fákeppnis á markaði, mega Íslendingar ekki við auknum skattaálögum. Og minna má á að Íslendingar losa um minna en 0.1% af CO2 í heiminum og í raun erum við að koma í veg fyrir aukið CO2 losun með alla okkar grænu orku.
Í grein Viðskiptaráðs Í grænu gervi: Grænir skattar og aðgerðir í loftslagsmálum segir eftirfarandi: "Eins og staðan er núna skortir ekki vilja hjá stjórnvöldum til hækkunar á grænum sköttum. Ekki er að sjá að þeim hækkunum á grænum sköttum hafi verið með beinum hætti varið í skattalækkanir, umhverfismál eða ívilnanir.
Um leið og grænir skattar eru orðnir tekjuöflunartól hins opinbera hefur tilgangur þeirra misst marks." Undir þetta er hægt að taka og einnig að:
"Grænir skattar geta þó haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, t.d. ef umhverfisskattar eru lagðir á íslensk fyrirtæki, sem samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að standa undir, þá versnar samkeppnisstaða þeirra umtalsvert séu aðrir skattar ekki lækkaðir á móti. Sé tilgangurinn með grænum sköttum að stuðla að breyttri hegðun einstaklinga og fyrirtækja í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í umhverfismálum þá skila þeir skattar minni tekjum eftir því sem tíminn líður. Það skiptir þess vegna miklu máli að grænar skatttekjur séu nýttar til þess að lækka aðra skatta og þá til að mynda til þess að skapa hvata til umhverfisvænnar starfsemi, eins og er gert nú þegar með lækkun virðisaukaskatts á rafmagnsbifreiðar."
Skattar og meiri skattar er móttó íslenskra stjórnvalda, sama hvaða flokkar eru við völd. Íslendingum er ekki viðbjargandi í skattamálum. Munum að skattar eru lagðir á vegna þess að það skortir fjármagn og af hverju það skortir fjármagn er vegna lélega efnahagsstjórnunnar íslenska ríkissins í áratugi. Alveg síðan Íslendingar eyddu stríðsgróðanum eftir síðari heimsstyröld, hafa Íslendingar rekið ríki sitt meira eða minna illa og með tapi. Ráðum við það að vera sjálfstætt ríki?
Bloggar | 24.12.2023 | 14:07 (breytt kl. 14:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020