Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023

33 milljarða nátttúruhamfarasjóður nánast tómur

Úr 33 milljarða varasjóði náttúruhamfara, eru 3 milljarðar eftir segir á Útvarpi sögu.

Sjóðurinn fór í hælisleitendamál og eitthvað allt annað. Eyjólfur Ármannsson alþingismaður Flokks fólksins sagði að 19,5 milljarðar hafi farið í launahækkanir, ríkisábyrgð vegna stuðningslána sem eru um 200 milljónir og svo 25 milljónir í samhæfingarteymi vegna stöðu um móttöku flóttafólks. Síðan er það ráðstöfun vegna vinnslu fjáraukalagafrumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir 6,6 milljarðar fari í málaflokkinn um umsækjendur um alþjóðlega vernd. Leiðtogafundur Evrópuráðsins var einn og hálfur milljarður. Þá voru dómkröfur umfram útgjöld 1400 milljónir, endurmat á gengisforsendum eru 1.314 milljónir. 237 milljónir voru settar vegna riðu í Miðfirði.

Embætti ríkislögreglustjóra fékk 198 milljónir vegna eldgosa og snjóflóða (vel varið fé).

Aðeins 55 milljónir hafi farið í mál sem tengist nátttúruhamfarir en Veðurstofa Íslands fékk þennan pening vegna eldgosa og uppsetningu mæla á Seyðisfirði.

Milljarðar úr varasjóði náttúruhamfara greiddur til hælisleitenda og Evrópuráðsfundarins

Er þetta löglegt að innheimta skatta í eitthvað annað en til var ætlað?  Dæmi: Rukkað fyrir að fara t.d. um veg en peningarnir fara í að borga utanlandsferðir ráðamanna? Skattarnir eru komnir á með lagasetningu og eru ætlaðir í ákveðna hluti. T.d. fasteignaskattar eru lagðir á til að borga vegagerð í sveitarfélögum o.s.frv. Má nota þá í önnur verkefni? Greinilega.

En af hverju auka skattar? Til eru 3 milljarðar. Af hverju að geyma þá, svona eins og til spari?  Nota 3 milljarðanna sem til eru í þetta verkefni. Ef einhvern tímann er ástæða til að nota þetta fé, þá er það núna. Svo mega fyrirtækin Orkuverið í Svarshengi (HS veitur) og Bláa lónið taka upp veskið til að borga varnagarð. Nær væri að reisa varnagarða um Grindavík (þegar við vitum hvar gosið kemur upp). 

Þvílík peningasóun í gangi í þessu landi, er furða að maður sé tregur til að borga skatta?


Skatt frekja stjórnvalda

Nú eru hugmyndir um að láta almenning borga fyrir varnargarða í Grindavík. Menn eru meira segja byrjaðir á verkinu, þótt ekki sé vitað hvar eldgosið verður né hvort það verði!  Vísindin á bakvið eldgosafræðin eru ekki betri en það að einn jarðfræðingurinn sagði að kvikan og óróinn gæti lognast út af fyrirvaralaus! En menn eru samt sem áður á því að það verði gos.  Gott og vel. Líkurnar eru með, frekar en móti.

En hver á að borga? Af hverju að leggja aukaskatta á almenning? Þau mannvirki sem eru talin mest í hættu er orkuverið í Svartshengi og Bláa lónið. Bæði fyrirtækin eru rekin með milljarða hagnaði á hverju ári. Kostnaðurinn við varnargarðanna er talinn vera 2 milljarðar. Ofangreind fyrirtæki færu létt með að verja sig og eyða til þess fé, sem minnkar aðeins hagnaðinn þetta árið. Og þau vissu af áhættunni, settu sig beint yfir sprungubelti sem liggur frá Reykjanesskaga yfir hálendið og til Norður-Íslands.

Varðandi Grindvíkinga, þá er til Náttúruhamfaratrygging Íslands. Þar segir á vefsíðu þeirra: "Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða."

Vonandi setja menn ekki upp varnargarða fyrirfram. Ekki nokkur maður veit hvar eldgosið kemur upp. Af hverju ekki varnargarður um byggðina í Grindavík? 

Að lokum, svo vildu spekingarnir í Reykjavík, með Dag B. Eggert, setja upp flugvöll í Hvassahraun en jarðfræðingar segja að búast megi við jarðhræringar á Reykjanesskaga næstu 400 ár.


Innréttingarnar skópu Reykjavík

Á árunum 1752-1764 höfðu alls 728 manns notið atvinnu við innréttingarnar (stundum kallaðar stofnanirnar) til skemri eða lengri tíma og varð þetta Reykjavík mikil lyftistöng og jafnframt þessu fór verkkunnátta í landinu fram og ný tækni við vinnslu ullar kom fram (rokkar og vefstólar í stað vefstæðis frá miðöldum).

Í grófum dráttum má segja að andstæðingar Skúla voru fyrst og fremst dönsk verslunarfélög. Þegar konungur rak verslunina við Ísland, gekk hún ágætlega fyrir sig og jafnvel rekin með hagnaði.

Þegar innréttingarnar voru stofnaðar 1751 var danska verslunarfélagið með Íslandsverslunina á höndum og hafði haft síðan 1742. Hún var geysilega óvinsæl hjá Íslendingum og Skúli barðist hart við það (lamdi meiri segja einn kaupmann fyrir kjafthátt hins síðarnefnda).

Loks 1759 voru konungurinn og íslenskir embættismenn búnir að gefast upp á Hörmangurunum og neyddust þeir til að láta verslunina af hendi og við tók Konungsverslunin fyrri þegar verslunin var rekin fyrir reikning konungs. Niels Ryberg varð þá forstjóri verslunarinnar og tókst að reka hana með hagnaði 1760-1764.

Árið 1764 tók Almenna verslunarfélagið við. Félagið var stærsta verslunarfélag í Kaupmannahöfn á 18. öld en þrátt fyrir hagnað af verslunina í norðri, stóð það sig illa í suðurhöfum og tapaði þar og örlög þess því að konungur keypti öll hlutabréf þess árið 1774. Almenna verslunarfélagið var síst skárra en Hörmangararnir, þeir reyndu að selja Íslendingum ónýtan mat, aðallega mjöl og hrávörur aðrar lélegar. Verst var að þeir sameinuðust Innréttingunum, keyptu sig inn í þetta annars íslenska hlutafélag. Þeir voru því hálfvegis í samkeppni við sjálfa sig, með rekstri Íslandsversluninnar (hagkvæmara að selja íslenska ull í Kaupmannahöfn en að vinna hana hjá Innréttingunum) og svo þátttöku í starfsemi Innréttinga. Í ljós kom strax að þeir hugðu þær feigar frá fyrstu stundu og létu allt drappast niður og ráku verkalýðinn úr vinnu í stórum stíl.

Lokst gáfust ráðamenn á þessu og 1774 hefst Konungsverslunin síðari og varð hún meðal annars vettvangur umbótatilrauna Danakonungs á Íslandi. Verslunin gekk mjög vel til að byrja með, en með Móðuharðindunum árið 1783 versnaði hagur verslunarinnar hratt og varð algert hrun síðustu ár einokunarinnar.

Íslenska bændasamfélagið hrundi og stjórnkerfið í landinu (biskupsstólarnir þar á meðal) og vísir að breyttum tímum hófst. Konungur afnam einokunarverslunina 18. ágúst 1786; formlega lauk einokunarverslun 31. desember 1787 og svokölluð fríhöndlun tók við 1. janúar 1788.

Eitt ákvæðið í fríhöndlunartilskipuninni var samt sem áður bann við verslun Íslendinga við aðra en þegna Danakonungs. Það var einmitt draumur Skúla frá fyrstu tíð, að hér yrði stofnuð íslensk verslunarstétt sem sæi um Íslandsverslunina. Það gekk seint eftir og var kaupmannastéttin að mestu dönsk framan af en hún settist þó hér að og af henni er komin stór ættarbogi Íslendinga.

Svo komu íslenskir brautryðjendur í verslun og útgerð og má þar nefna Bjarna Sívertsen (eða Bjarni riddari) (1763-1833) sem var kaupmaður í Hafnarfirði og brautryðjandi í verslun og útgerð á Íslandi.

Með því að fyrsti iðnaðurinn hófst í Reykjavík, hér var kaupstaður, embættismenn bjuggu þar, biskup Skálholts fluttist til Reykjavík eftir móðuharðin, voru örlög Reykjavíkur innsigluð sem höfuðstaður Íslands.


Stríð í Miðausturlöndum sem öllum er sama um

Síðan 2001, eftir árásina á Bandaríkin, hefur svæðið í raun logað í ófriði.  Bandaríkjamenn voru og eru stórir þátttakendur. Byrjum fyrst á Afganistan, þótt landið liggur í jaðri svæðisins.

Afganistanstríðið hófst 2001 og endaði í fyrra. Bandaríkin, studd af NATO bandamönnum sínum, réðust inn í Afganistan sem svar við hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Meginmarkmiðið var að koma talibanastjórninni frá völdum og útrýma al-Qaeda. Átökin hafa haldið áfram í mörg ár, þar sem ýmsir uppreisnarhópar, stjórnarher og alþjóðlegir hersveitir hafa átt þátt í. Þetta stríð endaði með auðmýkjandi undanhaldi Bandaríkjahers og árangurinn var enginn. Bókstaflega enginn. Joe Biden bar ábyrgð á ósigrinum. Enginn fór út á götur til að mótmæla þessu stríði.

Íraksstríðið stóð frá 2003-2011. Bandaríkin, ásamt bandalagi bandamanna, réðust inn í Írak árið 2003 og vitnuðu í áhyggjur af gereyðingarvopnum og tengslum við hryðjuverk. Átökin leiddu til þess að Saddam Hussein var steypt af stóli, en þau leiddu einnig til langvarandi uppreisnarmanna og ofbeldis milli trúarhópa sem og uppgang ISIS. Enn var hafið stríðið á hæpnum forsendum. Árangurinn var enginn. Ef eitthvað er, eru írönsk áhrif meiri en áður en Írak og Íran börðust á banaspjótum fyrir afskipti Bandaríkjanna. Enginn mótmælir þessu stríði (smá mótmæli).

Sýrlenska borgarastyrjöldin hófst 2011 í kjölfar arabíska vorsins. Sýrlenska átökin hófust sem röð mótmæla gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad árið 2011. Ástandið jókst yfir í allsherjar borgarastyrjöld, þar sem ýmsar fylkingar, þar á meðal stjórnarher, uppreisnarhópar, og öfgasamtök eins og ISIS, sem berjast um yfirráð. Átökin hafa valdið gríðarlegum mannúðarþjáningum og leitt til flókins landpólitísks landslags. Stríðið er enn í gangi og hundruð þúsunda manna liggja í valnum. Enginn mótmælir þessu stríði.

Borgarastyrjöld í Jemen sem hófst 2014 og er enn í gangi. Margir aðilar taka þátt í átökunum í Jemen, þar á meðal alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórnin, uppreisnarmenn Hútí og aðskilnaðarsinnum í suðurhluta landsins. Bandalag undir forystu Sádi-Arabíu greip inn í atburðarásina árið 2015 til að styðja ríkisstjórnina gegn Hútís, sem stuðlaði að flóknum og langvinnum átökum. Talið er a.m.k. 400 þúsund manns liggi í valnum, bæði vegna hernaðarátakanna og afleiðinga þeirra, sem er hungursneyð. Enginn mótmælir þessu stríði.

Átök Ísraela og Palestínumanna eru sífellt í gangi. Á meðan átök Ísraela og Palestínumanna voru fyrir 2001 hefur spenna og ofbeldi haldið áfram á svæðinu. Átök hafa verið með hléum, með athyglisverðum stigmögnun á árunum 2008-2009 (Gaza-stríðið), 2012 og 2014. Gaza stríðið 2023 er nú í gangi. Það hófst með fjöldamorð Hamas á saklausu fólki í Ísrael. En nú ber svo við að fólk fylkist út á götur og mótmælir þjóðarmorði á íbúum Gaza. Enginn gengur mótmælagöngur fyrir hönd myrtra gyðinga, ekki einu sinni hér á Íslandi.

Og heilinn á bakvið núverandi átök, Íran, sleppur án þess að vera slegið á puttanna. Þeir eru alls staðar bakvið, Írak, Sýrlandi, Líbanon og Jemen og kynda undir átök.  Í raun er allsherjar stríð í gangi á svæðinu. Það er enn sem komið er, undir stjórn, en minnsti neisti getur kveikt undir stórátök.

Eins og staðan er í dag, virðist stríðið í Gaza vera staðbundið, Hezbollah lætur sig nægja að erta Ísraelmenn sem svara á móti með auga fyrir auga. Hvort Ísraelmenn geri svo innrás í Líbanon í kjölfar sigurs í Gaza, er spurning.


Lorentz A. Krieger sjálfstæðisbaráttu hetja Íslendinga?

Lorentz A. Krieger kammerjúnkeri var stiftamtmaður Íslands á fyrri helmingi 19. aldar. Bústaður hans var Stjórnarráðshúsið, áður betrunarhús og fangelsi.

Kriger er nokkuð merkilegur karakter. Í söguágripi Stjórnarráðshússins á Stjórnarráðshúsinu segir frá honum á eftirfarandi hátt: "Hann lét mjög til sín taka, sérstaklega í Reykjavík þar sem hann vann að endurbótum á skipulagsmálum og stuðlaði að því nýmæli að kosin var byggingarnefnd í bænum. Krieger lét m.a. endurhlaða Skólavörðuna á sinn kostnað sem eftir það var um tíma kölluð Kriegers-Minde. Hann bannaði byggingar á Lækjartorgi og Austurvelli og lagði veg meðfram Læknum sem var upphafið að Lækjargötu. 

Krieger sat nýstofnað stéttaþing Dana 1835 sem fulltrúi Íslands og samdi síðan tillögur um breytingar á stjórn Íslands þar sem hann lagði til að landið fengi heimastjórn. Það var í fyrsta sinn sem slíkar tillögur voru settar fram og hefur því ekki verið mikið haldið á lofti af Íslendingum."

Hugmyndin um heimstjórn á Íslandi má því fyrst rekja til hans. Íslendingar gleymdu þessu ekki en kusu ekki að halda nafni hans á lofti.

 



Vindhani á Bessastöðum

Arnar Þór Jónsson vakti athygli á krossleysinu á Bessastaðakirkju og hvað væri komið í staðinn í grein sem kallast Hvorki fugl né fiskur.  Ég hef sjálfur fylgst með örlögum krosssins og skrifað blogg grein um. En þetta fór fram hjá mér. Sem sagnfræðingur (og hluta til fornleifafræðingur) er ég ansi óánægður.

Ég sendi því erindi til forsetaembættisins. Það er eftirfarandi:

Vindhani á Bessastaðakirkju



Það er sorglegt þegar forsetaembættið fjarlægir endalega síðasta tákn kristni á Íslandi, sem er krossinn á kirkjuturninum. Afsökun ykkar fyrir fjarlægingu hans stenst ekki veður eða vind.

Þið segið  að vindhani hafi sérstakt gildi í kristinni trú. Þar er haninn tákn árvekni og skyldurækni og minnir auk þess á það þegar Pétur postuli afneitaði Jesú þrisvar en þá gól þar hani. En við vitum að flestir skilja ekki tenginguna.

Það væri nær að hafa tákn fisksins sem er algengara tákn fyrir kristni og allir kristnir menn skilja. Fiskurinn eða fiskarnir tákna kristið fólk og netið kirkjuna sem fangar hann/þá. 

Táknmál fisksins er jafnvel eldra en tákn krosssins. Fyrstu kristnu söfnuðir notuðu fisktáknið (ekki krossinn) og nota enn. Það á svo sannarlega við um fiskveiðiþjóðina Ísland að nota slíkt táknmál.  En við munum að skjaldarmerki Íslands var lengi flatur fiskur með kórónu fyrir ofan.


En best væri að þið mynduð endurreisa krossinn á toppi kirkjuturnsins (eru þetta ekki friðlýstar minjar?) og sleppa öllum vind derringi. Kirkjur hafa kross en ekki vindmyllur á turnum sínum.

Að lokum, hvar er haninn sjálfur á "vindhanum"? Ekki er hægt að sjá hann á mynd ykkar: vindhani á Bessastaðakirkju

Hér kemur ýtarleg  skýring fyrir ykkur heiðingjanna á Bessastöðum á táknmáli krosssins. Sjá slóðina: Táknmál krosssins


Kveðja, Birgir Loftsson, sagnfræðingur


Saga Íslands í grófum dráttum milli 1550-1800 – framför eða afturför?

Gísli Gunnarsson skrifaði í bók sinni Upp er boðið Ísaland (1987), bls. 250-251, að áhættuhræðsla er algeng meðal þjóða, en þó sérstaklega meðal þeirri fátækri. Hann dregur fram tvær ástæður.

Fátækt fólk, eins og Íslendingar voru óneitanlega flestir á þessum tíma, býr gjarnan á mörkum hungursdauðans og náttúruöflin skera oft út um hvort yfir þessi mörk verður farið eða ekki. Það fólk er ekki líklegt til að taka áhættu með líf sitt með að brytja upp á nýjungar í atvinnuháttum.

Hin ástæðan sem Gísli telur fram er að forréttindastéttir óttist að breytingar gætu ógnað jafnvægi bjargræðisvega og stétta og stöðu þeirra í samfélaginu. ,,Mörg einkenni þessarar almennu áhættuhræðslu og andúðar á nýjungum voru greinilega til staðar í gamla íslenska samfélaginu,“ og ,,ríkismenn voru ekki síður andsnúnir breytingum en almenningur.“

Undir þessi orð Gísla er hægt að taka undir. En megin sök fyrir framfaraleysið liggur hjá yfirstéttinni, jú, því eftir höfuðinu dansa limirnir.  Á Íslandi var fámenn forréttindastétt sem sat bæði að embættum og völdum sem konungsvaldið úthlutaði en einnig að jarðeignum, sem var eina leiðin til auðmyndunnar.  Yfirstéttin fjárfesti ekki í sjávarútvegi, þar sem einokunarverslunin (1602-1787) var annað hvort í höndum danskra fyrirtækja í Kaupamannahöfn eða hjá konungi sjálfum. Umframfé sem auðmenn íslenska áttu, fóru því ekki í fjárfestingar í sjávarútvegi og því risu ekki sjávarþorp og þéttbýlismyndun við ströndina eins og varð á seinni helmingi 19. aldar.

Úr þessu ástandi hafi sprottið vítahringur úreldra framleiðslu- og samfélagshátta. Með því slíku hugarfari eins og var hjá yfirstéttinni breyttist tæknin í frumatvinnuvegum íslensku þjóðarinnar, landbúnaði og fiskveiðum ekki á neinn mikilvægan hátt frá landnámstíma til 19. aldar. Gísli telur jafnvel að um tæknilegar afturfarir hafi verið á sumum sviðum og er ekki af háum stalli að falla.

Danska krúnan rændi allan auð kaþólsku kirkjunnar upp úr 1550 og lágmark velferðaþjónusta (umönnun sjúka og aldraða) sem hún sá um, féll niður).  Þetta var reiðarslagur. Margt annað breyttist við siðaskiptin. Löggjöf varð strangari og árið 1564 gekk í gildi svonefndur Stóridómur, sem var ströng löggjöf í siðferðismálum.[ Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830 þegar þeim var hætt. Konum var jafnan drekkt og karlar hálshöggnir. Ofan á þetta kom strangtrúnaður, boðun helvítis ef af sakramentinu var farið. Hjátrú og hindurvitni í algleymingi. Engin bjartsýni boðuð almenningi á sunnudögum í kirkjum landsins, sem var eini staðurinn þar sem yfirvöldin mættu almenningi augnlitis til augnlitis.

En það var ekki algjör stöðnun á þessu tímabili. Tíminn stendur ekki í stað. Það komu bæði góð og slæm tímabili, eftir hvernig áraði eða aflaðist.

Upp úr 1750 fer að bera á framfarahugsun hjá konungsvaldinu, upplýsingaöldin í algleymingi og einhver vilji hjá embættismönnum að bæta kjör landsmanna í anda búauðgisstefnunnar og kameralismans. Má þar nefna Landsnefndina fyrri 1770 sem átti að finna leiðir til úrbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. 

Skúli Magnússon og Ólafur Stefánsson voru fulltrúar andstæður í hugmyndafræði um hvað beri að gera og kom fram í verslunardeilunni 1770-1771. Ólafur talaði fyrir jafnvægi bjargræðisveganna, þar sem landbúnaður var sjávarútvegi fremri og þéttbýli var óæskilegt. Skúli var var hins vegar byltingarmaður. Hann studdi innlenda kaupmannastétt meðan engin slík stétt var til. Hann studdi þéttbýli meðan engin þéttbýli voru til. Hann sótti stuðnings sinn til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn á meðan Ólafur var fulltrúi innlendrar yfirstéttar.

Fyrsta íslenska hlutafélagið var stofnað 1751 og kallaðist Innréttingarnar. Þær áttu að sinna ullarvinnslu og klæðagerð með nýjum tækjum.  Íslenska ullin hentaði ekki tækjunum og því var reynt að kynbæta íslenskt sauðfé.  Með þeim afleiðingum að fjárkláði kom upp 1761-1779. Árið 1758 hefst kartöflurækt á Íslandi, tilraunir í korn- og garðrækt hefjast og hreindýr flutt inn svo eitthvað sé nefnt (Hreindýr voru flutt til Íslands í fjórum hópum á árunum 1771–1787 og átti að nýta þau sem búdýr, ekki veiðidýr).  

En þetta var allt framfaraviðleiðni í þágu landbúnaðar sem að misheppnaðist að mörgu leyti. Innréttingarnar reknar með halla og á kostnað konungs og seldar í lok aldarinnar fyrir lítið fé en hafði komið Reykjavík á koppinn sem þéttbýlisstað. En hefði betur mátt fjárfesta í fiskveiðum? Þar var ekki alveg stöðnun, því að saltfisksútflutningur til Spánar hófst 1760. Með þilskipaútgerð á 18. öld komust stærri seglskútur í eigu Íslendinga en veiðiaðferðir áfram með frumstæðum hætti á færum.

Á síðari hluta 18. aldar voru gerðar tilraunir til þilskipaútgerðar hérlendis. Innréttingarnar riðu á vaðið og meðan konungsverslunin síðari stóð, 1174-87, lét stjórnin stunda fiskveiðar í allstórum stíl. Þegar konungsverlsunin hætti, lagðist þilskipaútvegurinn niður og skipin seld. Inn í þetta spiluðu afleiðingar móðuharðindanna.

Konungsvaldið fór að koma sér fyrir í landinu með varanlegum byggingum, steinhús reist; tugthúsið í Reykjavík (nú Stjórnarráðshús) var reist á árunum 1761-1771. Þá skömmu áður höfðu verið byggð eða voru í byggingu fjögur vegleg steinhús á Íslandi, embættisbústaðirnir Viðeyjarstofa, Nesstofa og Bessastaðastofa ásamt Dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal.

Bragðabót varð í heilbrigiðismálum. Embætti landslæknis stofnað; en á tímabilinu 1760–1799 voru stofnuð fimm læknisembætti á Íslandi auk embættis landslæknis.

Píetismi eða heittrúarstefnan á 18. öld skapaði grundvöll upplýsingarinnar sem hún þó var í andstöðu við. Áhrifa heittrúarstefnunnar á Íslandi gætti einkum eftir umbætur Harboes um miðja 18. öld, Tilskipun um ferminguna frá árinu 1741 er einna merkust þeirra umbóta en sú tilskipun kvað á um að ferming yrði almenn skylda og uppfræða ætti börn í trúnni. Afleiðingin var að öll börn lærðu að lesa og draga til stafs. Eins og allir vita, er menntun undirstaða framfara.

Almenn póstþjónustu var komið á en árið 1776 gaf Kristján  konungur út tilskipun um að komið yrði á póstferðum hér á landi. Tveimur árum seinna hófust póstsiglingar milli Íslands og Danmerkur sem var ein ferð á ári.

Rannsóknir hafnar á landinu til að kanna möguleika landsins eins og sjá mátti í leiðangri Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálsson 1752-1757.  

Allt virðist stefna í framfaraátt um miðbik 18. aldar. En Ísland er ekki venjulegt land. Náttúruöflin ekki hagkvæm Íslendingum. Landið er harðbýlt og kalt og samfélagshættir buðu ekki upp á háan íbúafjölda.  Hingað barst bólufaraldur 1707-1709 og fjórðungur þjóðarinnar deyr. Annað erfiðleikatímbil var 1752-1759 en þá gékk yfir landið harðindi og hungursneyð. En það sem tók steininn úr voru móðurharðindin 1784-1785. Talið er að um 75% búfjár hafi þá fallið og fimmti hver maður eða um 10.000 Íslendingar hafi dáið.

Þarna kom tækifæri til að stokka upp samfélagið en gamla íslenska bændasamfélagið féll þarna með látum. Sala stólajarða hefst 1785 og Skálholtsstóll flytur til Reykjavíkur og Hólabiskupstóll sameinast honum síðar. Alþingi var lagt niður 1800 og Landsyfirréttur tekur til starfa 1801.

Úr hörmungunum voru stigin framfaraskref sem sum hver báru síðar ávöxt. Árið 1786 fær Reykjavík ásamt fleiri stöðum kaupstaðaréttindi. Afnám einokunar 1787 varð 1787 og Ólafur Thorlacius byrjar verslun á Bíldudal. 1792-1793 Bjarni Sívertsen byrjar eigin verslun og þilskipaútgerð.

En hvað fór úrskeiðis í tilraunum manna til að breyta samfélaginu? Menn nefna áhættuhræðsluna, einokun í verslun fjárkláða, móðuharðindin og fólkfækkunar vegna harðinda og hungursneyða. Óáran, sóttir, og nátttúruhamfarir ásamt félagslegum takmörkunum höfðu ávallt haldið fólksfjöldanum í skefjum og á því varð engin breyting fyrr en á 19. öld.

Viðjar gamla samfélagsins enn við lýði en vistarbandið var ekki afnumið fyrr en undir lok 19. aldar. Það eitt hélt samfélaginu og félagslegum hreyfileika botnfrostnum. Án félagslegs hreyfileika, skapar ekki möguleiki á hliðar atvinnugreinum. Stétt trésmiða, sjómanna o.s. frv.

Þetta er saga Íslands í grófum dráttum eins og hún birtist í sögubókum. En hvað hafa fræðimenn að segja um tímabilið?

Kenningar fræðimanna um tímabilið

En það eru ekki allir sammála um hnignunarkenninguna sem lengi var ráðandi innan sagnfræðistéttarinnar.

Alex Kristinsson segir að eftir að hann ræddi vetrarlangt við Árna Daníel Júlíusson um þessa kenningu, hafi þeir báðir tekið að hafna henni. (Alex tekur dæmi um árabátaútgerð. Hann segir að hún hafi orðið á 20. öld en það sé ekki merki um hnignun íslenskt samfélags því að vélbátar og togarar komu í staðinn og verðmætaframleiðsla í sjávarútvegi stórjókst. Alex segir: ,,Við getum getum þá sett fram einhvers konar ,,lögmál“ sem segir: ,,Hnignun að hluta jafngildir ekki hnignun í heild.“ (Axel Kristinsson. Hnignun, Hvaða Hnignun?: Goðsögnin um niðurlæginartímabilið í sögu Íslands)

Alex segir að hnignunarkenningin er ekki kenning í vísindalegum skilningi. Til þess er hún of óskipuleg og illa rökstudd. Hugtakið hnignun er gildishlaðin að mati Alex. Hann hnýtir í Jón Jónsson Aðils sem hann telur vera helsti talsmaður hnignunarkenningarinnar og birtist í riti hans Einokunarverslun Dana á Íslandi 1602-1787.

En hvað er þá rangt við hnignunarkenningu? Alex fer ekki ítarlega í hvað er rangt við hugmyndina. Hann tekur ekkert tölfræðilegt dæmi úr tímabilinu sem afsannar að hnignun hafi ekki átt sér stað. Hann tekur eitt dæmi um mannfækkun og eftirspurn eftir jarðnæði sem hafi verið undirsátum til góð en höfðingjum til tjóns.

Alex hnýtir líka í dr. Gunnar Karlsson og bók hans Lífsbjörg Íslendinga (2009) sem hann telur að er málsvörn sagnfræðings fyrir hnignunarkenninguna og segir að þar sé Gunnar að ræða við eldri fræðimenn og ,,orðnir úreldir“ að því virðist hjá Alexi.

En er kenning úreld, bara vegna þess að hún var sett fram á 20. öld en ekki á þeirri 21.?  Kannski var saga Íslands eftir formúlunni (kannski tilviljun að svo hafi verið), þ.e.a.s. gullöld, hnignun og endurreisn. Eiginlega ætti ekki að vera nein hnignun á tímabilinu 1600-1800 ef mið er tekið af uppgangi annarra Evrópuþjóða á tímabilinu. Hér virðist vera svartnæti en svo telur Alex ekki vera.

Í samdrættinum skiptir hann hnignunarkenningunni í tvennt, Það sem gerðist í raun og veru og svo goðsögnin um hnignunarkenninguna. Nokkrir lokapunktar hans voru:

1. Íslendingar höfðu það jafn gott/slæmt eða jafnvel betra en aðrar evrópskar þjóðir. – Svar mitt: Virkilega? Húsnæði minnkaði, yfirstéttin bjó í húsnæði sem efri millistétt Evrópu hefði fúlsað við. Íslendingar héldu áfram að búa í hreysum og gerðu langt fram á 20. öld. Lífslíkur og lífskjör almennt léleg, matarræði lélegt, heilbrigðisþjónusta engin, fólk dó reglulega úr hungri í hungursneyðum sem hefði ekki átt að gerast ef fiskveiðar hefðu verið umfangsmiklar.  Menningarstarfsemi í skötulíki og svo mætti lengi telja.

2. Erlend yfirráð bitnuðu meira á yfirstéttinni frekar en almúganum og með erlendum yfirráðum fylgdi líka stöðuleiki og uppbygging innviða. – Svar: Er það? Íslenska yfirstéttin var ekki óánægðari en það en hún vildi halda í sömu atvinnuvegi og fyrirkomulag á þeim og höfðu tíðkast í gegnum aldir. Hún var ánægð með bitlinganna og leifarnar sem duttu af konungsborði. Hún var nánast þvinguð til að hlýða kalli samtímans og gera eitthvað, þegar upplýsingaöldin hófst upp úr miðja 18. aldar. Hún vildi sitja einn að vinnuafli bændalýðsins sem var múlbundinn en flestir bændur voru leiguliðar sem stóðu og sátu eins og fyrirmennin buðu. Uppbygging innviða? Hvað var gert? Ekkert. Ekki einu sinni ein trébryggja byggð. Jafnvel yfirstéttin mátti dúsa í tjaldbúðum á Þingvöllum í stað þess að byggt var yfir hana. Í Íslandsklukku segir frá einu eign íslensku þjóðarinnar en það var gömul klukka. Kóngurinn lét taka hana niður ásamt öðrum kirkjuklukkum til að bræða niður í fallbyssustykki.

3. Einokunarverslunin stöðvaði ekki hagsþróun Íslands, verslun var hreinlega ekki nógu mikil til þess að hafa einhver alvarleg áhrif á lífgæði Íslendinga. – Svar: Einokunarverslunin er aukaatriði og aðeins birtingaform þess tíma. Henni var ætluð til að koma með lágmark magn af nauðsynjarvörum til að halda þjóðfélaginu gangandi. En fyrst og fremt að koma afburðum landsins og sköttum úr landi. Ísland hefur alltaf þurft, frá upphafi byggðar, að sækja sér aðföng erlendis en hér var stundaður sjálfþurftarbúskapur og hafði verið stundaður frá upphafi Íslandsbyggðar. Munar þar mest um járnvörur sem samfélagið þurfti en ótal margt annað sem taldist til nauðsynjar. Lúxusvörur voru þó vinsælar. Samfélagið var áfram frumstætt og kallaði ekki á meiri siglingar. Ef einokunarverslunin hefði ekki verið, þá hefði íslenska yfirstéttin neyðst til að fjárfesta í sjávarútvegi. Og nóg var af erlendum fiskveiðiþjóðum í kringum landið sem vildi versla við landann. Samkeppnin hefði verið alþýðu landsins hagkvæm eins og hún var á 15. öld. Enska öldin kom fyrstu íslensku skreiðarfurstanna og velsæld mikil, þrátt fyrir að svarti dauði hafi gengið tvisvar yfir á öldinni.

4. Það var lítil sem enginn kúgun á Íslandi. – Svar: Hvað er vistabandið og dómskerfið í formi laga Stóra dóms annað en kúgun? Grimmdin var mikil gagnvart lítilsmagnanum og meiri en á miðöldum en þá gætti áhrifa kaþólsku kirkjunnar. Tekið var á siðferðisbrotum með mildum hætti í kaþólskum sið sem og öðrum brotum. Harðýgð og yfirgangur einkenndi tímabilið 1550-1750. Upplýsinga öldin kom með nýjar hugmyndir um refsingu og talað var um betrunarhús og var fyrsta tugthúsið gert í þeim anda. Útlenskar hugmyndir um mannúð. Það þýðir ekkert að segja að kúgunin hafi ekki verið svipuð á Íslandi og annars staðar í Evrópu, kúgun var þetta samt!

5. Það er rangt að landið gat ekki borið meira mannfjölda en 50-60 þúsund manns. – Svar: á þessum tíma gékk kuldaskeið yfir og landbúnaðurinn, eins og hann var stundaður þá, bar ekki meiri mannfjölda. Þegar hlýðnaði á 19. öld hófst heiðarbúskapur (aukinn mannfjöldi) sem hafði lagst af á hámiðöldum og útþennsla landbúnaðar hófst en sóknarfæri hans var samt sem áður takmörkuð.  Ef íslenskur sjávarútvegur hefði komist fyrr á laggirnar, hefðu bæir og þorp komið þegar á 17. og öld í stað 19. aldar. Við vitum að með sjávarútveginu kom aukinn fólksfjöldi og velmegun. Sjávarútvegurinn hefur alltaf skapað meir arð en landbúnaðurinn og staðið fyrir útflutningi Íslendinga. Sjá má þetta í tölum Hagstofu Íslands um mannfjöldaþróun Íslands síðan 1703.

  • Ég myndi vilja spyrja Alex hvort hann myndi frekar vilja lifa á 18. öld frekar en 19. eða þeirri 20.? Held að hann kjósi frekar upphituð hús með rafmagni og ljós og gott fæði.
Gunnar Karlsson tengir saman hnignunarkenninguna við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og hafi verið rök fyrir betri tíð í framtíðinni ef Íslendingar yrðu sjálfstæðir. (Gunnar Karlsson. Iceland’s 1100 years). Hann segir að þótt íslenskir fræðimenn hafi hætt að kenna norskum eða dönskum yfirvöldum um ófarir íslensks þjóðfélags, ,,...misfortune is conspicuously present in most of their interpretations.“ 

Hann segir jafnframt: „However, doubts have recently been raised over this interpretation of Iceland´s history. Thus it has been maintained that „The period between 1550 and 1800 can be seen as the golden age of the rural society of Iceland, a peaceful period, wehn the peasent society lived undir the protection of the Danish king, without any major challenges.“ Of course, there is every reason to treat the degeneration theory with caution.“ (bls. 187).  Alex er þarna kannski að hafa Gunnar fyrir rangri sök? Að hann sé í raun engin talsmaður hnignunarkenningarinnar og hann aðeins kvatt til varkárni?

Annars staðar segir Gunnar um andstöðuna við borgarmyndun á Íslandi:

"Hins vegar gera sagnfræðingar nú jafnan ráð fyrir að það hafi ráðið miklu um afstöðu efnaðra bænda, þeirra á meðal flestra embættismanna landsins, að þeir hafi óttast að missa vinnuafl til sjávarsíðunnar og að þurfa að keppa við sjávarútveg um vinnufólk. Bak við umhyggju löggjafans fyrir óforsjálu fólki sem elti svipulan sjávarafla út úr öryggi sveitanna þykjast fræðimenn greina ágjarna tilhneigingu til að einoka vinnuafl landsmanna í þágu landbúnaðar.

Að vísu gerðu margir auðugir bændur og embættismenn út fiskibáta á vertíðum, en þá gátu þeir notað vistarbandið til að láta vinnumenn sína róa á sjó, draga húsbændum sínum afla og fá aðeins brot af verðmæti hans greitt í laun. Aldrei verður skorið úr því með vissu hvort þessara tveggja sjónarmiða réði meiru um andúð ráðandi afla í samfélaginu á þéttbýlismyndun í sjávarþorpum. Um það verður hver að hafa þá skoðun sem honum þykir sennilegust."

Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?

Skil ekki að Gunnar sjái þarna tvö andstæð sjónarmið. "Umhyggja" efnamanna fyrir almúgann með andstöðu við búsetu við sjávarsíðuna snérist ekkert um velferð hans, heldur að koma í veg fyrir að verbúðafólk sem flosnar upp setjist ekki upp á bændur í harðindum og notuðu vistarbandið sem vopn til að halda almúgann á sínum stað. Það er haldbær skýring en einnig er ljóst að efnamennirnir vildu nýta sér tækifærin sem sjórinn bauð. Þetta fer alveg saman. Rígbinda almenning í viðjum landbúnaðarsamfélagsins en fá það "besta" úr sjávarsókn. Þeir þorðu bara ekki að sleppa hendinni af alþýðumönnum með því að leyfa sjávarþorpsmyndun, því að þeir vissu að ef þorp mynduðust, misstu þeir tökin á vinnuaflinu. Þetta voru engir kjánar, yfirstéttarmennirnir ferðuðust til Danmörku og víðar, og vissu hvað klukkan sló. Er það einhver tilviljun að myndun sjávarþorpa og afnám vistarbandsins fór saman undir lok 19. aldar?

Helgi Þorláksson tekur einnig fyrir hugmyndina um hnignun í bókinni Saga Íslands VII og virðist vera á sömu línu og Alex. En hann kemur með raunveruleg dæmi úr tímabilinu. Hans helsti heimildamaður er Páll Eggert Ólason og rit hans Menn og menntir siðaskiptaaldar á Íslandi (1919-1926) og Saga Íslendinga IV. Sextánda öld. Höfuðþættir (1944) en Helgi vitnar í orð Páls sem segir: „mikil hnignun hafi orðið á seinni helmingi aldarinnar“ og á þar við um sextán öldina. (bls. 184). Og Páll hafi talað um skerðingu sjálfstæðis og efnahagslega hnignun (bls. 185). Helgi virðist ekki vera sammála þessu og nefnir að samkeppni kaupmanna hafi verið mikil og aldrei hafi verið siglt inn á eins margar hafnir og þá. Hann segir að aðsókn leiguliða í jarðnæði hafi verið mikil og það er merki um fólksfjölgun og betri kjör og afkomu.  Helgi er líka ósammála Páli um varnarleysi Íslendinga og það sé merki um minna þrek og manndóm. Heldur þvert á móti merki um betri siglingatækni og –kunnáttu erlendra manna. Svar dönsku stjórnarinnar var að senda hingað varnarskip. Og á menningarsviðinu hafi Páll gert of lítið úr prentverki og bókaútgáfu og fornmenntastefnunnar.

Helgi tekur eitt dæmi um framfaraskref með eflingu ríkisvaldsins og það er að kirkjuhöfðingjar og veraldlegir höfðingjar hættu að berjast um jarðeignir, fé og völd. ,,Séð af sjónarhorni nútímamannsins er þetta framfaraskref.“  Hann segir líka að Stóri dómur er dæmi sem er nútímamanninum ekki að skapi en þessi viðleiti ríkisvaldsins sé leið til að tryggja aga og reglu í samfélaginu. Helgi segir að einkunnargjafir eins og ,,framfarir“ eða ,,hnignun“ eru varasamar og umdeildar. Hann segir þó að landgæði hafi minnkað, uppblástur og skógum eytt og þetta fylgi minni framleiðslugeta og fólksfækkunnar í harðindaárum.

Helgi spyr um í kaflanum "Einungis kúgun Dana?" (Sjá: Helgi Þorláksson, Saga Íslands VII.) hvort um innlendar rætur sé frekar að ræða en erlendar? Hann telur að stjórn Dana hafi verndar Íslendinga gegn ásókn stórþjóðanna Hollendinga og Englendinga. Hann segir að með þilskipaútgerð og kaupförum hefðu hefðu Íslendingar getað komið í veg fyrir einokunarverslun Dana á 17. öld.

En Helgi kemur ekki með skýringu á hvers vegna skipaútgerð hafi ekki komist á Íslandi sem hefði breytt öllu líkt og sjá má á 19. og 20. öld. Hann skautar framhjá því. Getur verið að hugmyndir Gísla Gunnarssonar um áhættufælni og íhaldssemi landeigendastéttarinnar sem sá sér hag í að tengja saman fiskveiðar og landbúnað eftir ártíðum sé rétt?

Helgi segir að íslenska yfirstéttin hafi ekki harmað hlutskipti danska aðalsins með tilkomu einveldisins enda hún upp til hópa konungsholl. En hann tekur undir það að borgararlegir embættismenn hafi verið of hliðhollir kaupmönnum á dögum kaupsvæðisverslunnar um 1700  og þeir fyrrnefndu beitt harðýði og yfirgang

Helgi segir að hefðin meðal sagnfræðinga hafi verið að skýra söguþróun 17. aldar með óstjórn og kúgun Dana, einokun og einveldi, rétttrúnaði, hindurvitnum og galdratrú. En málið er flóknara en það og sagnfræðingar einblínt um og of á neikvæðu árin en skautað fram hjá þeim jákvæðu. Í raun hafi skipts á skin og skúrir. Í raun hafi verið meiri sjósókn á þeirri 17. en á 18. öld. Seljabúskapur hafi verið stundaður meira og menn hafi tekið upp hvalveiðar.  En menn gátu lítið gert við illu árferði.

Helgi kennir íslensku yfirstéttinni um hvernig ástandið var á 17. öld. Það hafi ekki bara verið Dönum og illu árferði að kenna hvernig fór. Íslenskir höfðingjar hafi verið deilugjarnir og samtakamáttur lítill.  Sjálfsagt er þetta rétt hjá Helga en hann hefði getað komið betur inn á hugmyndaheim þeirra og ótta þeirra við breytingar og þar með á valdastrúktúrinum eins og Gísli Gunnarson bendir á. Og hann spyr þeirrar spurningar hvort það hafi ekki verið Íslendingar sem kúguðu Íslendinga fremur en Danir Íslendinga? Studdu höfðingjar ekki kaupmenn við að kúga alþýðu? (bls. 199). Og Helgi ályktar af þessu öllu saman: ,,Auðsætt er að siðbreytingin, vaxandi ríkisvald, einveldi og kaupauðgisstefna voru ekki tæki sem Danir fundu upp til að kúga með þeim Íslendinga.“

Niðurlag

Gísli og Helgi virðast vera sammála um sökin að slæmu gengi Íslands á tímabilinu sé ekki bara danskri kúgun að ræða. Gísli einbeitir sér að hagfræðinni og tengir hana við efnahag landsins, sérstaklega að verslun á tímabilinu sem var misjöfn. Hann sér samhengið á milli félagslegri stöðnun og stöðnuðum atvinnuháttum. Hann styður mál sitt með hagfræðitölum.

Helgi segir að bæði góðir tímar og slæmir hafi verið á tímabilinu og fræðimenn einblínt um og of á neikvæðu tímanna. Helgi virðist eins og hann þori ekki að taka afstöðu. Hann bendir á það auðljósa, sem allir sagnfræðingar sjá, að yfirstéttin á Íslandi var föst í viðjum staðnaðs hugarfars. Hann bendir ekki á tímabilið 1750-1800, þar sem markvisst var reynt að breyta stöðnuðu samfélagi. Áhættufælni Helga?  Alltaf með varnagla handbæra? Stikkfrír?

Gísli fer betur inn í hugarheim yfirstéttarinnar en Helgi og útskýrir af hverju fáar breytingar urðu á atvinnuháttum landsins. Meginskýringin hafi verið áhættufælni fátækts samfélags, bæði meðal almennings og yfirstéttarinnar. Íslenska yfirstéttin var ánægð með stöðu sína almennt, hún fékk embætti úr höndum konungs og var konungsholl og gat kúgað íslenska alþýðu í friði fyrir danska slektinu. Alþýðan var múlbundin vistarbandinu sem þýddi að engar framfarir urðu í landbúnaði. Land ekki rutt, jarðir ekki stækkaðar o.s.frv.

Fólksfjöldi stóð í stað eða fækkaði. Engin breyting varð þar á fyrr en gamla samfélagið hrundi 1783-85. Hægt er að sjá þetta með berum augum hvernig mannfjöldinn byrjaði að aukast strax eftir Móðuharðindin. 1783, þegar þau byrja, búa 49,609 manns á landinu. Eftir móðuharðindin, 1787, 39,190 manns. Og svo byrjaði hann að stíga, 1788, 39,490 manns og eftir það standslaus fjölgun, eða til 1887 þegar vesturferðir hefjast. Heimild: Yfirlit mannfjölda Annars var mannfjöldinn í kringum 50 þúsund markið á tímabilinu eða síðan markvissar mælingar hófust 1703.

Erfiðara er að meta skrif Axels, því að hann einbeitir sér aðallega að gagnrýna hnignunarkenninguna og dregur í efa vísindalegar forsendur hennar. En hann kom með dæmi sem ég hef hrakið hér. Hann kemur ekki með tölfræðilegar tölur máli sínu til stuðnings og hann skautar framhjá þeirri miklu breytingatilraunir sem reyndar voru á síðari helmingi 18. aldar. Niðurstöður hans eru óskiljanlegar. Það hlýtur að vera framfarir ef fólk fær meira að borða, það fjölgar vegna betra viðurværis og húsakynna, fjölbreyttari atvinnuhættir, bæir og þorp myndast, betri þjónusta við almenning (af hálfu konungsvaldsins).

Það er a.m.k. stöðnun þegar samfélagið breytist nánast ekkert frá 930-1750 og auðljósa hnignun ef tekið er mið af þróuninni annars staðar í Evrópu. Ísland var enn meðal fátækustu þjóða í Evrópu í upphafi 20. aldar, og voru jafnvel aumustu þjóðir á Balkansskaganum betri staddar.

Svo er það spurningin: Er einhver ástæða að hafa einhvern blóraböggul? Er þetta ekki samspil marga þátta sem mynda órofa söguheild? Er einhver ástæða að vera með „sína söguútgáfu“ en segja ekki bara söguna eins og hún kemur fyrir? Eftir allt saman er mat sagnfræðingsins á hvað er „framför“ eða ,,hnignun“ bara persónulegt mat hans!

 


Staða Bandaríkjanna í heiminum

Heimurinn er breyttur. BNA hefur verið eina risaveldið síðan 1991 og hefur hagað sér eins og alheimslögregla í samskiptum sínum við önnur ríki. Ríkið gerði það reyndar fyrir 1991 en þá var annað risaveldi á móti. 

Eitt sem hefur einkennt heimsvaldastefnu BNA. Þegar Bandaríkin stilla til friðar, hefur alltaf fylgt með siðvendni, sá sem er tekinn fyrir, fær "góð ráð" um lýðræði og mannréttindi. Verið eins og við í Bandaríkjunum er sagt. En Kaninn lætur eiga sig að hernema lönd, setur upp herstöðvar og nýtir sér aðgang að auðlindum.

Vandinn við þessa umvöntunarstefnu er að ekki er allt til fyrirmyndar í Bandaríkjunum. Mikið misrétti, spilling og önnur óára herjar á Bandaríkjamenn eins og aðrar þjóðir.  Þetta sjá þjóðirnar og eru margar ekki of hrifnar af afskiptum Kanans. T.d. hefur farið í taugarnar á Íslendingum afskiptasemi hans af hvalveiðum okkar sem við lítum á sem innanríkismál.

Í Bandaríkjunum ríkir nú menningarstríð. Þjóðin er klofin í  tvær fylkingar. Íhaldssöm öfl berjast gegn framsækin og erfitt er að átta sig á hvor verða ofan á. Geta lýðræðisþjóðirnar sótt fyrirmyndir til Bandaríkjanna undir þessum formerkjum?

En hvernig væri heimurinn án Bandaríkjanna? Eflaust væru átakalínurnar þær sömu, lýðræðið gegn einræðið. Líklega væru valdablokkir, bandalag ríkja gegn öðru bandalagi eða bandalögum. Heimurinn væri svæðisskiptur. Hann væri ekki friðsamari ef eðli mannskepnunnar er samt við sig.

Kannski er Kaninn að misskilja stöðuna í heiminum í dag. Kannski ætla Rússar ekki að taka yfir Austur-Evrópu eftir sigur í Úkraníu og kannski ætla Kínverjar ekki að leggja undir sig Taívan og svo Asíu. Kannski ætla Íranir ekki að leggja undir sig Miðausturlönd eftir að hafa sigrað Ísrael í stríði. Kannski ætla þau sér það, hver veit. En ef svo er, þá munu þau öll mæta andstöðu veikari ríkja sem hópa sig saman í ríkjabandalag. 

Sögulega hafa Han Kínverjar (áttu upphaf sitt í Norður-Kína) stækkað ríkið sitt í gegnum síðastliðin árþúsund. Það er ekki rétt að Kínverjar hafi alltaf verið friðsamir. Þeir hafa reynst erfiðir nágrannar.

Sama gildir um Rússland sem hefur stækkað stanslaust síðan á 16. öld. Bandaríkin hafa síðan þau voru getin fyrir 247 árum verið í stöðugri útþennslu.  Evrópuríkin með nýlendustefnu sinni voru í útþennslu en töpuðu með því að fara í innbyrgðisstríð sem kallast í dag heimsstyrjaldirnar tvær á 20. öld.

En svona er heimurinn í dag. Bandarískir ráðamenn ættu e.t.v. lesa meira í sögu, þeir gætu lært að reynslu fyrri heimsvelda.  Vítin eru mörg.

 


Skattastefna íslenskra stjórnmálaflokka fyrir næstu kosningar

Skattar eru vinsælir til að leysa vandamál sem stjórnmálaelítan hefur komið sér í.  Í stað þess að reka stjórnarheimilið af hagsýni, er safnað upp skuldum, peningum eytt í alls kyns óþarfa. Nokkuð sem heimilið getur ekki.

Heimilið þarf til dæmis að neita sér um að sækja menninguna heim, það sleppir að fara í bíó, leikhús o.s.frv. Þjóðarheimilið eyðir jafnmiklu, sama hvernig árar. Heimilið sker niður, reynir að afla sér meiri tekja og halda heimilisbókhaldinu í jafnvægi. Annars er engin miskunn, það getur orðið gjaldþrota.  Þjóðarheimilið getur ekki orðið gjaldþrota, því að getur blóðmjólkað heimili og fyrirtæki til að mæta taprekstri. Slíkt kallar ekki á ábyrg vinnubrögð.

Flestir flokkanna sem eru á Alþingi eru það ófrumlegir að auðveldasta leiðin er valin, skattleggja.  Það er að "fjárkúga" skattgreiðandann meira. Hann er látinn borga alls kyns skatta til að mæta "trenni" hverju sinni, t.d. mengunarskatta út af ósannaðri kenningu um hlýnun jarðar. Og hann er látinn borga jaðarskatta til fjölmiðla, með RÚV í broddi fylkingar.

Við vitum að Samfylkingin ætlar að auka skattaálögur á borgara landsins. Hún er búin að boða það. Það á að koma með bankaskatt (bankarnir auka þá þjónustugjöld á viðskiptavini bankanna). Það á að hækka veiðigjöld, veit ekki hvort það hafi áhrif annað en á hagnað fiskveiðifyrirtækja.  Eflaust lúrir Samfylkingin á fleiri sköttum sem hún vill leggja á en segir ekki frá. En hún er greinilega ekki vinsamleg atvinnulífinu.

Samfylkingin telur sterk rök hníga að upptöku stóreignarskatts

Auð­legð­ar­skattur var lagður á í rík­is­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar­innar árið 2009. Guð­rún Helga Lár­us­dótt­ir, einn eig­enda og stofn­enda fjár­fest­inga­fé­lags­ins Stál­skips., stefndi íslenska rík­inu fyrir álagn­ingu auð­legð­ar­skatts árin 2010, 2011 og 2012. Guð­rún taldi skatt­lagn­ing­una ólög­mæta, þar sem hún væri brot á eign­ar­rétti og færi í bága við mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Skatt­lagn­ingin var hins vegar lög­mæt sam­kvæmt dómi Hér­aðs­dóms árið 2013 og var því ríkið sýknað af kröfum Guð­rún­ar. Hæsti­réttur stað­festi svo sýknu­dóm­inn ári síð­ar. Löglegur skattur en án vafa siðlaus.

Jöfnuður jafnaðarmannaflokka felst fremst í að taka pening úr vösum  fólks sem hefur unnið hörðum höndum við að afla sér fé og tekið áhættu við það og færi í vasa þeirra sem kunna ekki eða geta ekki afla sér nægilegt fé til framfærslu.  Það getur verið t.d. vegna of hárra skatta og of lágra launa sem fólk getur ekki sér farborða en líka vegna vangetu.

En svo er það Miðflokkurinn sem boðar skattalækkanir. Það er með afnám virðisaukaskatts á matvæli sem er í raun snilldarhugmynd. Jú, allir þurfa að borða, þetta eru skattar sem sem eru lagðir á nauðsynjarvörur.  Allir græða, fátæklingar landsins, millistéttin sem berst í bökkum og auðvitað elítan. Þetta er líka jákvætt gagnvart ferðamennskuna, en útlendingum blöskrar hátt verðlag á matvöru.

Svo eru það hinir flokkarnir. Allt skattaflokkar. Sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur haft fjármálaráðuneytið meira eða minna síðastliðnu hálfa öld, er duglegur að leggja á nýja skatta og alltaf tilbúinn að halda sköttum háum. Hann hefur ekkert á móti ósanngjörnum sköttum, t.d. erfðaskatt.

Svo eru það óvæntu skattarnir. Mannúðin og opin landamæri hafa leitt til þess að skattbyrgðin á borgara landsins hefur margfaldast. Árlegur kostnaður skattborgara er 15-25 milljarða króna vegna áhlaups hælisleitenda hingað norður í ballarhaf. Það sem svarar 60 þúsund krónur aukalega á hvert einasta mannsbarn í landinu (börn meðtalin). Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir þetta 240 þúsund krónur á ári sem allhá upphæð.

Svo eru það aukaskattarnir. Borgarinn er skattlagður fyrir að leggja bíl sínum í bílastæði.  Hann borgar fyrir að fara á heilsugæslu eða rannsókn þrátt fyrir skattheimtu fyrir heilbrigðiskerfið o.s.frv.  Innflutningsgjöld á allar vörur sem hann kaupir sér inn.

Svo dettur ráðherrum alls kyns ráð í hug til að láta aðra borga draumóra sína. Byggjum vegi, brýr og jarðgöng og látum skattgreiðendur borga brúsann með veggjöldum. Innheimtum 50 milljarða í bílaskatta en notum bara helminginn í vegkerfið. Leggjum km gjald á akstur bifreiða, skítt með landsbyggðina og fólkið sem býr þar, sem þarf að keyra langar vegalengdir til að sækja sér þjónustu.

Skattanetið er þéttriðið og smáfiskarnir sleppa ekki heldur.


Joe Biden næst óvinsælasti Bandaríkjaforseti nútímasögu Bandaríkjanna

"Á þessum tímapunkti á kjörtímabili hans - um 910 dagar inn í valdatíð hans - er Joe Biden annar óvinsælasti forsetinn í nútímasögu Bandaríkjanna. Frá og með 18. júlí 2023 er meðaltal starfssamþykkis Biden, samkvæmt skoðanakönnunum hjá FiveThirtyEight, lítil sem 39,1%; að meðaltali vanþóknun hans er 55,4%. Það þýðir að „nettó samþykki“ hans er -16,3%, sem er vel „neðansjávar,“ eins og skoðanakannanir vilja segja.

Neikvætt 16,3% er líka mjög slæmt sögulega séð. Reyndar var eini forsetinn með veikari tölur en Biden, Jimmy Carter, sem náði -28,6% á degi 910. Á þeim tíma samþykktu aðeins 29% Bandaríkjamanna frammistöðu Carter að meðaltali, en 57,6% voru ekki sammála." Why is Joe Biden so unpopular?

Við vitum að Joe Biden verður ekki í framboði og annar kandidat skýst inn í kosningabaráttuna á næsta ári.

Hér koma nokkrar góðar spurningar:

Einkennist forsetatíð Joe Bidens af sigrum? Er landamærastefna hans í suðri að skila árangri? Er utanríkisstefna hans að skila árangri? Var undanhaldið í Afganistan sigurbraut?  Hefur Joe Biden tekist að stilla til friðar í Úkraníu eða sigra Rússa? Er allt í besta lagi í Miðausturlöndum? Er stefnan gagnvart Íran að gera gagn og Íranir ekki að virkja fyrstu kjarnorku sprengju sína?

Er efnahagsstefna hans að bera árangur? Er glæpafaraldurinn í rénum? Fer fátækt minnkandi? Enginn eiturlyfafaraldur? Fara skuldir ríkisins lækkandi? Er verðbólgan að minnka? Er enginn orkuskortur í landinu? Er spilling að minnka (og þar á meðal hans)? Verður hann ekki ákærður fyrir spillingu (og landráð)? Verður Biden skarpari með tímanum og elliglöpin hverfi á næsta ári?  Er staðan á Bandaríkjaher góð? Og svo mætti lengi telja. Svarið við þessum spurningum er eitt orð: Nei.

Verst af öllu er að Biden sýnir enga leiðtoga hæfileika og hann lýgur eins og hann er langur en hann hrökklaðist úr forsetaframboði eitt sinn er hann var staðinn að lýgi um árangur sinn í lögfræðinámi. Hann var á botninum af 80 nemendum.

Flestöll vandamálin sem lýst er hér að ofan, er honum einum að kenna.

Verstu vandamálin sem Joe Biden skapaði:

  • Opin landamæri (yfir 10 milljónir á þremur árum) og hætta á hryðjuverk mikil. 
  • Hann skrúfaði fyrir borun eftir jarðeldsneyti (þvinga átti borgaranna yfir í rafmagnsbíla en ekkert rafmagn er til fyrir þessi orkuskipti). Orkuskortur í landinu og Bandaríkjamenn aftur háðir olíu frá Miðausturlöndum.
  • Ósigurinn í Afganistan leiddi til að hýenurnar fóru af stað, samanber Hamas og Hezbollah og fleiri hryðjuverkahreyfingar hugsa sig til hreyfings.
  • Ósigur í Úkraníu framundan. Repúblikanar eru búnir að fá nóg af fjáraustrinu í stríðið og segja nei. Án peninga tapa Úkraníumenn stríðinu og eru þegar á undanhaldi á vígvellinum.
  • Friðþægingarstefnan í Miðausturlöndum hefur hvatt klerkastjórnina í Íran til dáða og afraksturinn sjáum við í staðgengisstríði Hamas og Hezbollah við Ísrael. Hætta á svæðisstyrjöld er mikil, jafnvel heimsstyrjöld.
  • Bidennomic er hrein bull vinstri sósíalistastefna sem hefur gert millistéttina bláfátæka. Meiri en helmingur landsmanna lifir á launaseðli til launaseðils.
  • Örbirð aldrei eins mikil og í dag.
  • 10-20 milljónir ólöglegra innflytjenda leika lausum hala, sumir taldir vera hryðjuverkamenn.
  • Ríkisskuldir Bandaríkjanna eru yfir 33 billjónir Bandaríkjadala í september 2023 og á Joe Biden 8,9% af þessum heildarskuldum sem hann hefur safnað upp í á þremur árum.
  • Fentanyl faraldurinn leggur 100 þúsund Bandaríkjamenn í valið árlega í valdatíð Joe Bidens. Afleiðing opinnar landamæra.
  • Glæpafaraldurinn sem nálgast óeirðir á köflum er í hámarki.
  • Verðbólga hefur minnkað en hún var nálægt 10% en mælist enn há.
  • Orkuskortur er í landinu, land sem getur flutt út eldsneyti eins og gert var í forsetatíð Donald Trumps.
  • Spilling aldrei eins mikil og í dag meðal opinberra stofnanna og traustið á FBI (CIA) í söguleg lágmarki.
  • Joe Biden verður ákærður fyirr embættisbrot í embætti fyrir spillingu og síðan en ekki síst, landráð!
  • Joe Biden hefur aldrei verið skarpasti hnífurinn í skúffunni og það breytist ekki. Elliglöpin magna upp heimskuna.
  • Bandaríkjaher er illa staddur. Búinn að tæma vopnabúr sín af skotfærum og getur ekki staðið í tveimur stríðum í einu.
  • Biden er í vasa Kínverja en líkur eru á að hann hafi þegið mútur frá Kína, Úkraníu, Rússlandi o.fl. ríkjum og Hunter Biden notaður sem milliliður í glæpum Biden fjölskyldunnar.
  • Algjör skortur á leiðtogahæfileika Biden hefur leitt til þess að öflugasta ríki heims, hefur ekki getað haldið valdajafnvæginu í heiminum í jafnvægi.
  • Maðurinn er mállaus, sí dettandi, getur ekki svarað einföldum spurningum blaðamanna og starfsmannastjóri og ráðherrar hans stjórna ríkinu í andlegri fjarveru hans. 40% tíma sínum eyðir hann heima hjá sér í fríi. Þegar hann er í vinnunni, vinnur hann í 3-4 kl. á dag, ef svo mikið.

Eflaust má telja upp fleiri atriði en læt þetta duga. Lokaorð: Munu hýenurnar nota tækifæri áður en valdatíð hans er á enda, og koma af stað stórstyrjöld?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband