Joe Biden næst óvinsælasti Bandaríkjaforseti nútímasögu Bandaríkjanna

"Á þessum tímapunkti á kjörtímabili hans - um 910 dagar inn í valdatíð hans - er Joe Biden annar óvinsælasti forsetinn í nútímasögu Bandaríkjanna. Frá og með 18. júlí 2023 er meðaltal starfssamþykkis Biden, samkvæmt skoðanakönnunum hjá FiveThirtyEight, lítil sem 39,1%; að meðaltali vanþóknun hans er 55,4%. Það þýðir að „nettó samþykki“ hans er -16,3%, sem er vel „neðansjávar,“ eins og skoðanakannanir vilja segja.

Neikvætt 16,3% er líka mjög slæmt sögulega séð. Reyndar var eini forsetinn með veikari tölur en Biden, Jimmy Carter, sem náði -28,6% á degi 910. Á þeim tíma samþykktu aðeins 29% Bandaríkjamanna frammistöðu Carter að meðaltali, en 57,6% voru ekki sammála." Why is Joe Biden so unpopular?

Við vitum að Joe Biden verður ekki í framboði og annar kandidat skýst inn í kosningabaráttuna á næsta ári.

Hér koma nokkrar góðar spurningar:

Einkennist forsetatíð Joe Bidens af sigrum? Er landamærastefna hans í suðri að skila árangri? Er utanríkisstefna hans að skila árangri? Var undanhaldið í Afganistan sigurbraut?  Hefur Joe Biden tekist að stilla til friðar í Úkraníu eða sigra Rússa? Er allt í besta lagi í Miðausturlöndum? Er stefnan gagnvart Íran að gera gagn og Íranir ekki að virkja fyrstu kjarnorku sprengju sína?

Er efnahagsstefna hans að bera árangur? Er glæpafaraldurinn í rénum? Fer fátækt minnkandi? Enginn eiturlyfafaraldur? Fara skuldir ríkisins lækkandi? Er verðbólgan að minnka? Er enginn orkuskortur í landinu? Er spilling að minnka (og þar á meðal hans)? Verður hann ekki ákærður fyrir spillingu (og landráð)? Verður Biden skarpari með tímanum og elliglöpin hverfi á næsta ári?  Er staðan á Bandaríkjaher góð? Og svo mætti lengi telja. Svarið við þessum spurningum er eitt orð: Nei.

Verst af öllu er að Biden sýnir enga leiðtoga hæfileika og hann lýgur eins og hann er langur en hann hrökklaðist úr forsetaframboði eitt sinn er hann var staðinn að lýgi um árangur sinn í lögfræðinámi. Hann var á botninum af 80 nemendum.

Flestöll vandamálin sem lýst er hér að ofan, er honum einum að kenna.

Verstu vandamálin sem Joe Biden skapaði:

  • Opin landamæri (yfir 10 milljónir á þremur árum) og hætta á hryðjuverk mikil. 
  • Hann skrúfaði fyrir borun eftir jarðeldsneyti (þvinga átti borgaranna yfir í rafmagnsbíla en ekkert rafmagn er til fyrir þessi orkuskipti). Orkuskortur í landinu og Bandaríkjamenn aftur háðir olíu frá Miðausturlöndum.
  • Ósigurinn í Afganistan leiddi til að hýenurnar fóru af stað, samanber Hamas og Hezbollah og fleiri hryðjuverkahreyfingar hugsa sig til hreyfings.
  • Ósigur í Úkraníu framundan. Repúblikanar eru búnir að fá nóg af fjáraustrinu í stríðið og segja nei. Án peninga tapa Úkraníumenn stríðinu og eru þegar á undanhaldi á vígvellinum.
  • Friðþægingarstefnan í Miðausturlöndum hefur hvatt klerkastjórnina í Íran til dáða og afraksturinn sjáum við í staðgengisstríði Hamas og Hezbollah við Ísrael. Hætta á svæðisstyrjöld er mikil, jafnvel heimsstyrjöld.
  • Bidennomic er hrein bull vinstri sósíalistastefna sem hefur gert millistéttina bláfátæka. Meiri en helmingur landsmanna lifir á launaseðli til launaseðils.
  • Örbirð aldrei eins mikil og í dag.
  • 10-20 milljónir ólöglegra innflytjenda leika lausum hala, sumir taldir vera hryðjuverkamenn.
  • Ríkisskuldir Bandaríkjanna eru yfir 33 billjónir Bandaríkjadala í september 2023 og á Joe Biden 8,9% af þessum heildarskuldum sem hann hefur safnað upp í á þremur árum.
  • Fentanyl faraldurinn leggur 100 þúsund Bandaríkjamenn í valið árlega í valdatíð Joe Bidens. Afleiðing opinnar landamæra.
  • Glæpafaraldurinn sem nálgast óeirðir á köflum er í hámarki.
  • Verðbólga hefur minnkað en hún var nálægt 10% en mælist enn há.
  • Orkuskortur er í landinu, land sem getur flutt út eldsneyti eins og gert var í forsetatíð Donald Trumps.
  • Spilling aldrei eins mikil og í dag meðal opinberra stofnanna og traustið á FBI (CIA) í söguleg lágmarki.
  • Joe Biden verður ákærður fyirr embættisbrot í embætti fyrir spillingu og síðan en ekki síst, landráð!
  • Joe Biden hefur aldrei verið skarpasti hnífurinn í skúffunni og það breytist ekki. Elliglöpin magna upp heimskuna.
  • Bandaríkjaher er illa staddur. Búinn að tæma vopnabúr sín af skotfærum og getur ekki staðið í tveimur stríðum í einu.
  • Biden er í vasa Kínverja en líkur eru á að hann hafi þegið mútur frá Kína, Úkraníu, Rússlandi o.fl. ríkjum og Hunter Biden notaður sem milliliður í glæpum Biden fjölskyldunnar.
  • Algjör skortur á leiðtogahæfileika Biden hefur leitt til þess að öflugasta ríki heims, hefur ekki getað haldið valdajafnvæginu í heiminum í jafnvægi.
  • Maðurinn er mállaus, sí dettandi, getur ekki svarað einföldum spurningum blaðamanna og starfsmannastjóri og ráðherrar hans stjórna ríkinu í andlegri fjarveru hans. 40% tíma sínum eyðir hann heima hjá sér í fríi. Þegar hann er í vinnunni, vinnur hann í 3-4 kl. á dag, ef svo mikið.

Eflaust má telja upp fleiri atriði en læt þetta duga. Lokaorð: Munu hýenurnar nota tækifæri áður en valdatíð hans er á enda, og koma af stað stórstyrjöld?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Thatcher um verðbólgu og atvinnuleysi: https://fb.watch/oajZq5rXPc/

Birgir Loftsson, 7.11.2023 kl. 19:56

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Afganistan afglöpin vegna særs stolts Joe Biden: https://fb.watch/oakXbuqowQ/

Birgir Loftsson, 7.11.2023 kl. 20:13

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Í dag, miðvikudag, gerir Joe Biden ekki neitt. Fær stutta kynningu frá fjölmiðlafulltrúa sínum og svo ekki neitt meir.

https://factba.se/biden/calendar

Birgir Loftsson, 8.11.2023 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband