Innréttingarnar skópu Reykjavík

Á árunum 1752-1764 höfðu alls 728 manns notið atvinnu við innréttingarnar (stundum kallaðar stofnanirnar) til skemri eða lengri tíma og varð þetta Reykjavík mikil lyftistöng og jafnframt þessu fór verkkunnátta í landinu fram og ný tækni við vinnslu ullar kom fram (rokkar og vefstólar í stað vefstæðis frá miðöldum).

Í grófum dráttum má segja að andstæðingar Skúla voru fyrst og fremst dönsk verslunarfélög. Þegar konungur rak verslunina við Ísland, gekk hún ágætlega fyrir sig og jafnvel rekin með hagnaði.

Þegar innréttingarnar voru stofnaðar 1751 var danska verslunarfélagið með Íslandsverslunina á höndum og hafði haft síðan 1742. Hún var geysilega óvinsæl hjá Íslendingum og Skúli barðist hart við það (lamdi meiri segja einn kaupmann fyrir kjafthátt hins síðarnefnda).

Loks 1759 voru konungurinn og íslenskir embættismenn búnir að gefast upp á Hörmangurunum og neyddust þeir til að láta verslunina af hendi og við tók Konungsverslunin fyrri þegar verslunin var rekin fyrir reikning konungs. Niels Ryberg varð þá forstjóri verslunarinnar og tókst að reka hana með hagnaði 1760-1764.

Árið 1764 tók Almenna verslunarfélagið við. Félagið var stærsta verslunarfélag í Kaupmannahöfn á 18. öld en þrátt fyrir hagnað af verslunina í norðri, stóð það sig illa í suðurhöfum og tapaði þar og örlög þess því að konungur keypti öll hlutabréf þess árið 1774. Almenna verslunarfélagið var síst skárra en Hörmangararnir, þeir reyndu að selja Íslendingum ónýtan mat, aðallega mjöl og hrávörur aðrar lélegar. Verst var að þeir sameinuðust Innréttingunum, keyptu sig inn í þetta annars íslenska hlutafélag. Þeir voru því hálfvegis í samkeppni við sjálfa sig, með rekstri Íslandsversluninnar (hagkvæmara að selja íslenska ull í Kaupmannahöfn en að vinna hana hjá Innréttingunum) og svo þátttöku í starfsemi Innréttinga. Í ljós kom strax að þeir hugðu þær feigar frá fyrstu stundu og létu allt drappast niður og ráku verkalýðinn úr vinnu í stórum stíl.

Lokst gáfust ráðamenn á þessu og 1774 hefst Konungsverslunin síðari og varð hún meðal annars vettvangur umbótatilrauna Danakonungs á Íslandi. Verslunin gekk mjög vel til að byrja með, en með Móðuharðindunum árið 1783 versnaði hagur verslunarinnar hratt og varð algert hrun síðustu ár einokunarinnar.

Íslenska bændasamfélagið hrundi og stjórnkerfið í landinu (biskupsstólarnir þar á meðal) og vísir að breyttum tímum hófst. Konungur afnam einokunarverslunina 18. ágúst 1786; formlega lauk einokunarverslun 31. desember 1787 og svokölluð fríhöndlun tók við 1. janúar 1788.

Eitt ákvæðið í fríhöndlunartilskipuninni var samt sem áður bann við verslun Íslendinga við aðra en þegna Danakonungs. Það var einmitt draumur Skúla frá fyrstu tíð, að hér yrði stofnuð íslensk verslunarstétt sem sæi um Íslandsverslunina. Það gekk seint eftir og var kaupmannastéttin að mestu dönsk framan af en hún settist þó hér að og af henni er komin stór ættarbogi Íslendinga.

Svo komu íslenskir brautryðjendur í verslun og útgerð og má þar nefna Bjarna Sívertsen (eða Bjarni riddari) (1763-1833) sem var kaupmaður í Hafnarfirði og brautryðjandi í verslun og útgerð á Íslandi.

Með því að fyrsti iðnaðurinn hófst í Reykjavík, hér var kaupstaður, embættismenn bjuggu þar, biskup Skálholts fluttist til Reykjavík eftir móðuharðin, voru örlög Reykjavíkur innsigluð sem höfuðstaður Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband