Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023

Stjórnlaus Pírataflokkur velur sér formann með hlutkesi

Á þessari blokksíðu hefur verið rætt um hvers konar fyrirbrigði Pírataflokkurinn er og um einstaka þingmenn. Rétt skal taka fram að sá hæfasti meðal Pírata er ekki valinn til forystu, heldur er valið í formannssæti með hlutkesi. Má eftir vill kenna því um hversu rótlausir og fyrirleitnir þingmenn eru í tilsvörum. Svona útskýra stjórnleysingjarnir strútúr flokksins:

"Formannsleysið

Píratar byggja á flötum strúktur og velja sér því ekki formann. Við upphaf hvers löggjafarþings er nýr formaður og þingflokksformaður valinn innan þingflokksins með hlutkesti. Formennska í þingflokk Pírata er eingöngu formlegs eðlis vegna þinglegra reglna og hefur ekki í för með sér nein sérstök valdsvið eða ábyrgð. Samkvæmt lögum Pírata ber að hafna sérstöku 50% launaálagi þingflokksformanns. Píratar telja að slíkar álagsgreiðslur vegna flokksstarfs séu á ábyrgð flokkanna en ekki Alþingis."

Væri ekki betra að hafa forystukind sem stýrir hjörðinni í a.m.k. rétta átt? Láta ekki einstaka flökkukind draga alla hjörðina niður í hyldýpið? Er þetta ástæðan fyrir að núverandi formlegur formaður flokksins beitir ekki agavaldinu?

Stjórnmálin samkvæmt kenningu Pírata

Hér hefur verið kynnt grunnstefna flokksins sem rúmast á einu A-4 blaði, svo þunn er stefnan að hún er nánast tabula rasa. Á annarri vefsíðu er skipan flokksins útskýrð og hún er eftirfarandi:

"Stjórnmálin: Píratar hafa barist fyrir nýrri hugmyndafræði og breytingum á grunnkerfum samfélagsins til að mæta þörfum framtíðarinnar með heiðarleika, framsýni og rökfestu að leiðarljósi. Píratar eru aðhaldsafl gegn spillingu. Píratar vilja samfélag þar sem allir sitja við sama borð."

Nú, þegar þið lesendur eru hættir að hlæja, þá verður að segja að það ber að virða Pírata til vorkunnar að þeir eru fólk eins og annað fólk, beiskt og syndugt.

Ef Píratar hefðu ekki hatað kirkjuna jafnmikið og lögregluna, mætti senda þá til prest í sálusorgar meðferð. Sálfræðimeðferðin sem flokkurinn fékk um árið, þegar sætta átti ráðvillta og formannslausa Pírata, gékk greinilega ekki upp.

Um Pírata

Nú er að sjá hvort að fylgi Pírata bíður hnekki við upphlaup Píratans um síðustu helgi eða hvort það haldist óbreytt. Hér er veðjað á að það haldist óbreytt eða minnki lítillega. Af hverju? Jú, Píratar draga sitt fylgi til sömu ráðvilltu einstaklinga og þeir eru. Latté lepjandi mennta lið í 101 Reykjavík með vinstri útópíu um opin landamæri, lögreglulaust ríki og án siðaboða kirkjunnar.  Allir geta verið skrítnir í friði og verið það sem þeim dettur í hug hverju sinni og í löglegri eiturlyfavímu alsælir. Getur verið að Píratar séu börn gömlu hippanna? Tímaramminn passar.


Pírati þakkar lögreglu aðstoð með skætingi

Þingmaður með allt niður um sig eftir helgarævintýri, byrjaði á að afneita rang gjörðir. Síðan breyttist frásögnin þegar ekki var hægt að hemja sannleikann. Enduðu leikar með að lögreglan fékk skammir, eftir að þingmaður hafði fyrst lýst faglegum vinnubrögðum og kurteisum lögreglumönnum (með þakkarkveðjum) yfir í að ráðast á vopnaburð lögreglunnar. Þetta er svo barnalegt að það nær engri átt. Ekki nokkur maður tekur mark á þessum málflutningi þingmannsins, nema fjölmiðlarnir.

Reyndar beitir þingmaðurinn þekktum aðferðum öfga vinstri manna í dag en það er fyrst að afneita að hafa gert eitthvað, eftir að hafa farið í köku krukkruna, síðan segja að hann hafi tekið aðeins eina köku, yfir í að segja að engin kaka hafi verið tekin og mamma sé með óþarfa valdboð. Og vonast þannig að allir gleymi að kaka var tekin úr krukkunni. 

Nú ætti málið að vera á borði forsætisnefndar Alþingis. Alþingi hefur sett sér siðareglur. Þar segir í Meginreglur um hátterni. 5. gr. c  sem á við þetta tilfell eftirfarandi: "Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni."  

Það vefst ekki nokkrum manni ef þingmaður kemst í kast við lögin og lögreglan hefur afskipti, að rýrð er kastað á Alþingi. En hvað er þá hægt að gera?

Í Eftirlit með framkvæmd siðareglna. 16. gr. segir: Forsætisnefnd Alþingis skipar þriggja manna ráðgefandi nefnd til fimm ára í senn sem tekur til meðferðar erindi sem forsætisnefnd beinir til hennar um meint brot á siðareglum þessum. Nefndin lætur í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr.

En engin er refsingin. Reglur um meðferð erinda og málsmeðferð samkvæmt siðareglum fyrir alþingismenn. Gildissvið og almenn ákvæði, segir bara að hægt sé að vísa málinu frá, þingmaður hafi málsvörn, og lætur hún (forsætisnefndin) í té álit sitt á því hvort athafnir þingmanns brjóti í bága við meginreglur um hátterni og hátternisskyldur alþingismanna." En hver er refsingin fyrir brot? Engin.  Hvergi kemur fram að hægt sé að vísa þingmanni frá þingmennsku, t.d. vegna glæpi. Sjá hér: Reglur um meðferð erinda og málsmeðferð samkvæmt siðareglum fyrir alþingismenn
 
Getur Alþingi dæmt í eigin sök og siða til eigin þingmann? Eða verður málið látið deyja drottni sínum og vonast eftir gullfiska minni borgara landsins.
 

 

 


Af hverju hatar öfga vinstrið Ísraelmenn?

Skýringin er einföld. Aldargamlir fordómar sem fylgt hafa gyðingum síðan þeir hófu útlegð sína frá landinu helga eftir stríð þeirra við Rómverja sem hófst 66 e.Kr. stóð til 136 e.Kr. Eftir það dreifðustu þeir (voru dreifðir fyrir) um gamla heiminn og náðu jafnvel alla leið til Indlands. Flestar þjóðir þekkja því til gyðinga og gyðingdóms af eigin hendi.  Þeir eru ef til vill þekktasta þjóð í heimi og eingyðistrúin hófst hjá þeim. Kristni og íslam draga sína trúardrætti til gyðingsdóms og því litast afstaða iðkenda þessara trúarbragða af þeirri ástæðu til þeirra.

En fordómar og hatrið sem nú viðgengst gagnvart nútíma gyðinga og Ísraelmenn, má rekja til stofnunar og viðgangs Ísraelsríki.

Gyðingar eru gáfaðir, greindarvísitala almennt há og þeir margir hverjir vel menntaðir. Þeim hefur því tekist að skapa landbúnaðar paradís á sínum litla landskika sem þeir ráða yfir, á meðan nágrannaríkin ráða enn yfir eyðimerkur. Ísrael í dag flytur út matvöru og vatn (líka til Gaza og Vesturbakkann) og hefur sinn silicon valley eða hátæknidal þekkingar.  Ef Ísrael væri í Evrópu, stæði það fremst meðal jafningja. Þessi velgengi Ísraelmanna vekur öfund og hatur. Hér er þetta rætt: Why Does the Progressive Left DESPISE Israel So Much?

Vinstri öfgamenn líta á velgengni Ísraelmanna sem ógnun við kenningu sína um "jöfnuð" og þeir passa vel inn í kennikerfi þeirra og frásögnina um "kúgara" og "hina kúguðu".  Ísraelmenn passa vel inn í hlutverk kúgaranna, og því ekki skrýtið að 350 "fræðimenn" Háskóla Íslands skuli skrifa undir skjal um að Ísrael stundi "þjóðarmorð" og "nýlendustefnu". Þetta er mjög skrýtið ef litið er á sögu gyðinga í gegnum aldir, ofsóknir og fjöldamorð sem ætti að gera gyðinga að hópi "hina kúguðu".

Fordómarnir hafa borist alla leið hingað á bloggið og er miður að sjá skrif sumra um málefni gyðinga/Ísraelmanna.


Útlit og hegðun Napoleon Bonaparte

Nú er verið að sýna í bíó kvikmynd um þennan mesta hernaðarsnilling sögunnar. Þeir eru margir tilkallaðir en hann er á meðal þeirra sem skáru framúr. Joaquin Phoenix leikur manninn en leikur hans vakti spurningar um persónuleika Napóleon og útlit.  Mér fannst persónuleiki hans ekki koma nógu skýrt fram. Til samanburðar vitum við hvernig persónuleikar Stalíns, Maó og Hitlers voru, enda margar myndir og myndbönd til af þeim.

Það er svo heppilegt, að margt samferðafólk lýsti útliti og persónuleika Napóleons. Hérna koma nokkrar lýsingar.

Napóleon var 5 fet og 6 tommur á hæð, meðalhæð á þeim tíma. Fyrstu árin var hann nokkuð magur og fyrst eftir 1806 varð hann þungur. Á yngri árum var honum oft lýst sem sjúkum í útliti, húð hans með gulleitan fölleika. Hann var með fínar hvítar tennur sem hann var stoltur af. Nef hans var örlítið bogið, með „skarpa og viðkvæma fyrirmynd, [en] var minna áberandi en maður er hneigður til að ætla af sönnunargögnum um portrett hans. Augu hans, djúpstæð, voru að sögn grá eða gráblá.

Skýrsla Keralio, eftirlitsmanns herskólanna, þegar Napóleon var í skóla í Brienne: "Monsieur de Buonaparte (Napoleon), fæddur 15. ágúst 1769. Hæð: 4 fet 10 tommur og tíu lignes. Líkamsbygging: góð. Heilsa: framúrskarandi. Hans persóna sýnir kurteisi, heiðarleika og þakklæti. Framferði hans er óaðfinnanlegt. Hefur reglulega skorið sig úr með dugnaði sínum í stærðfræði. Sýnir nægjanleg kynni af sögu og landafræði, en er veik í æfingum og afþreyingu. Ætti að vera framúrskarandi sjóforingi. Á skilið að vera skráður í Ecole Militaire í París."

Kona, sem þekkti Napóleon árið 1795, sagði við Stendahl: "Hefði hann ekki verið svo grannur að hann væri með sjúklegt "loft" sem var alveg aumkunarvert að sjá, hefði maður áttað sig á því að hann var með óvenjulega viðkvæman svip. Sérstaklega voru munnlínur hans fullar. af sjarma."

Miot de Melito á þeim tíma sem fyrstu ítölsku herferðin hófst: "Ég var einstaklega hrifinn af útliti hans. Ekkert samsvaraði myndinni sem ímynd mín hafði gert af honum. Í miðjum fjölda starfsmanna liðsforingja tók ég eftir manni undir miðlungs hæð. Hann var einstaklega grannur. Púðurlaust hár hans, skorið ferhyrnt undir eyrun á sérkennilegan hátt, datt niður yfir axlir hans. Hann klæddist lausum úlpu sem var hnepptur upp að hálsi, kantaður með mjóum gullfléttum, og hatt með þrílitum strók. Við fyrstu sýn virtist andlit hans ekki myndarlegt, en sterklega áberandi svipurinn og ákafur, rannsakandi augun, ásamt skyndilegum, hvatvísum hreyfingum hans, merki um ákveðinn karakter, en breitt enni hans lýsti yfir djúpa hugsuðinum."

Sonur Würstemberger hershöfðingja, sem fylgdi Napóleon um Sviss eftir Camp Formio árið 1797: "Bonaparte var með frekar létt og útlítandi; andlit hans var líka mjög þunnt, með dökkt yfirbragð. Útlit hans var mjög áberandi. Útlit hans og svipurinn var alvörugefinn og kröftugur; svart, púðurlaust hárið hans hékk jafnt niður yfir báðar axlir í breiðum, löngum tresses-oreilles de chien [hundaeyru], eins og maður segir - og var safnað saman í frekar flettan svínahala sem náði að miðjum mjói hans. bak. Hann var í blárri yfirhöfn, með - ef ég man rétt - útsaumuðum kraga."

Í sömu ferð lýsti hershöfðinginn von Graffenried von Gerzensee Napóleon: "Bonaparte klæddist einföldum jakkafötum, þéttum buxum og stígvélum sem náðu að kálfanum, klipptum gullfléttum. Síta hárið hans var safnað saman í gríshala. Hann var mjög grannur. Hóstaði oft, eins og hann væri með í hálsinu, og væri með holbringu. Hann hafði mjúka, veika rödd .... Ræða hans var stutt og nákvæm og óvenjulega áhugaverð. Augun hans voru mild og talandi, tónar hans ánægjulegir, og munnurinn fullur af svip."

Chateaubriand lýsti honum á ræðismannsskrifstofunni: "Andlit hans hafði góð áhrif á mig, því að hingað til hafði ég aðeins séð hann í fjarska. Bros hans er vingjarnlegt og sigursælt, augu hans dásamleg, sérstaklega í því hvernig þau eru djúp. undir enninu á honum og í skugga augabrúnanna.. Það er bar ekkert á skúrskhátt í útliti hans, ekkert leikrænt eða gervilegt .... Óvenjulegt ímyndunarafl einkenndi þennan kalda stjórnmálamann; þar sem hann skorti innblástur þessa Muse, hefði hann aldrei getað náð slíkum hæðum. "

Lýsing eftir Hyde de Neuville, konunglega samsærismann, í endurminningum sínum: "Hurðin opnaðist. Ósjálfrátt horfði ég á manninn sem kom inn, stuttur, grannur, hárið plástrað á tinna hans, skrefið hikaði; hann var ekki að minnsta kosti það sem ég hafði ímyndað mér. Ég var svo óskýr í skynjun að ég tók hann fyrir þjón, mistök sem staðfestust þegar hann gekk yfir herbergið án þess að taka eftir mér. Hann hallaði sér að strompsstykkinu, lyfti höfuðið og horfði á mig með svo áhrifamiklu, svo gegnumbrotnu augnaráði, að ég missti alla vissu undir eldi þess spyrjandi auga. Fyrir mér hafði hann skyndilega vaxið um hundrað álnir."

Joseph Farington (The Farington Diary, New York: G.H. Doran, 1923-8) árið 1802, fylgdist með Napóleon í návígi: „Hann var klæddur í bláan með hvítum vesti og buxum. Hatturinn hans alveg látlaus með mjög litlum borða....T Auðvelt aðgengi er að fólk af alls kyns nálgaðist hann nægilega vel sýndi fram á að hann hafði engan persónulegan skilning....Ég tók eftir því að hann boraði mikið í nefið - tók stundum neftóbak og tók ofan hattinn og þurrkaði ennið á honum. kæruleysislegan hátt.-Ég tók líka fram að sumir af yfirmönnum hans töluðu stundum við hann, án þess að hann hefði ávarpað þá, og virtust aðeins vera að koma með slík ummæli eins og einstaklingar sem eru á léttum fótum gera hver við annan....Hérna Hann stóð í um það bil 3 metra fjarlægð frá mér í um það bil 10 mínútur að lesa blað....Ég tók eftir því að allar athafnir hans voru órannsakaðar og alveg eðlilegar og rólegar....Hann horfði fullur í andlitið á mér sem gaf mér tækifæri til að fylgjast með liturinn á augum hans, sem eru ljósari og meira blágrá, en ég hefði átt að búast við af yfirbragði hans ["Húðslitur hans er ekki eins og ég hef heyrt það lýst vaxkenndur, en þó hann líti nægilega heilbrigt."]. ..mér fannst eitthvað frekar hitasjúkt en stingandi í augnsvipnum, en almennt yfirbragð hans var mildara en ég hafði áður haldið....persónan hans er undir meðalstærð. Ég held að hann sé ekki meira en 5 fet 6, ég dæmi hann frekar sem minni en þann mælikvarða. Herra [Benjamin] West [hinn frægi málari] heldur annað. ["Vestri finnst hann vera 5 fet og 7 tommur á hæð."] Hann er ekki það sem kalla má mjóan. Hann er nægilega saddur í öxlum og líkama og læri miðað við aldur og hæð....[Samuel] Rogers [skáldið] stóð skammt frá mér og ... virtist vera vonsvikinn yfir svipnum á svip hans og sagði það var smá ítalskur ... [Farington tók eftir því að Napóleon] hafði engar augabrúnir eða augnhár til að gefa sterkan svip."

Sama ár lýsti ensk kona, Fanny Burney, að andliti hans væri með „djúpt áhrifamikið yfirbragð, fölt að vanga, en ekki aðeins í auganu heldur í sérhverri umhirðu eigin einkenna, hugsun, depurð og hugleiðsla eru svo sterk áberandi, með svo mikið af karakter, nei, snilld og svo innsæi alvarleika, eða öllu heldur sorg, eins kröftuglega til að sökkva inn í huga áhorfandans. Hún lýsti líka framkomu hans sem „meira andrúmslofti nemanda en stríðsmanns.

Mary Berry sá líka Napóleon árið 1802 og sagði að "munnur hans, þegar hann talar... hafi ótrúlega og sjaldgæfa tjáningu sætleika. Augu hans eru ljósgrá og hann lítur fullur út í andlitið á þeim sem hann talar við. Mér fannst þetta alltaf gott tákn.'

Lýsing á Napóleon eftir lækni Corvisart árið 1802: "Napóleon var lágvaxinn, um það bil fimm fet og tveir tommur að frönsku mæli [5 fet 6 tommur, enskt mál], og vel byggður, þó brjóstmyndin væri frekar löng. Höfuðið var stórt og höfuðkúpan þróuð að mestu. Hálsinn var stuttur og axlirnar breiðar, fætur hans voru vel lagaðir, fætur litlir og vel mótaðir. Hönd hans, og hann var frekar stoltur af henni, var fíngerð og þykk, með mjókkandi fingur. Enni hans var hátt og breitt, augun grá, gegnumsnúin og frábærlega hreyfanleg; nefið var beint og vel lagað. Tennurnar voru nokkuð góðar og munnurinn fullkomlega mótaður, efri vörin dregist aðeins niður í átt að munnvikinu og hakan var lítillega áberandi. Húðin var slétt og yfirbragðið fölt, en fölt sem táknaði góða blóðrás. Mjög fínt kastaníuhár hans, sem hann hafði fram að leiðangrinum til Egyptalands borið langt, skorið ferhyrnt og huldi eyrun, var klippt stutt. Loftið var þunnt á efri hluta höfuðsins og skilið eftir ber enni hans."

"Lögun andlits hans og samsetning einkenna hans voru ótrúlega regluleg. Þegar andlit hans var spennt af ofbeldisfullri ástríðu fékk andlit hans strangan og jafnvel hræðilegan svip. Eins konar snúningshreyfing var mjög sýnileg á enni hans og á milli augabrúna hans; augu hans leiftraðu eldi; nasir hans víkkuðu út, bólgnuðu af innri storminum. Hann virtist geta stjórnað þessum sprengingum að vild, sem eftir því sem á leið, urðu sjaldnar og sjaldnar. Höfuð hans hélst kaldur. Í venjulegt líf var svipur hans rólegur, hugleiðandi og blíðlega grafalvarlegur. Þegar hann var í góðu skapi eða þegar hann var ákafur að þóknast var svipur hans ljúfur og strjúkandi og andlit hans var lýst upp af fallegasta brosi. Meðal kunnugra var hlátur hans mikill og háði."

Lýsing frú de Rémusat: "Bonaparte fyrirskipaði með mikilli auðveldum hætti. Hann skrifaði aldrei neitt með eigin hendi. Rithönd hans var slæm og jafn ólæsileg honum sjálfum og öðrum; og stafsetning hans var mjög gölluð. Hann skorti algjörlega þolinmæði til að gera neitt hvað sem er með eigin höndum. Ofurvirkni hugar hans og venjubundin skjót hlýðni, sem honum var veitt, komu í veg fyrir að hann gæti stundað hvers kyns störf þar sem hugurinn þarf nauðsynlega að bíða eftir aðgerðum líkamans. Þeir sem skrifuðu eftir einræði hans --- fyrst. Monsieur Bourrienne, þá Monsieur Maret, og Méneval, einkaritari hans --- höfðu gert skammstafanir fyrir sig til þess að pennar þeirra gætu ferðast jafn hratt og hugsanir hans.

"Hann fyrirskipaði þegar hann gekk til og frá í ráðuneyti sínu. Þegar hann varð reiður notaði hann ofbeldisfullar ásakanir, sem voru bældar niður í skrifum og sem höfðu að minnsta kosti þann kost að gefa ritara tíma til að ná að fylgja eftir honum. Hann endurtók aldrei allt sem hann hafði einu sinni sagt, jafnvel þótt það hefði ekki heyrst, og þetta var mjög erfitt fyrir fátæka ritarann, því Bonaparte mundi nákvæmlega hvað hann hafði sagt og uppgötvaði hverja aðgerðaleysi ... Hann hafði alltaf gaman af því að valda einhverjum óróleika Hin mikla almenna meginregla hans, sem hann beitti fyrir allt, bæði stórt og smátt, var að það gæti ekki verið ákafi þar sem ekki væri óróleiki. . . .

"Viðtökur Bonapartes af hermönnum voru ekkert annað en hrífandi. Það var vel þess virði að sjá hvernig hann talaði við hermennina, --- hvernig hann spurði þá hvern á eftir öðrum um virðingu fyrir herferðum þeirra eða sárum og sýndi þeim mönnum sem höfðu sérstakan áhuga. fylgdi honum til Egyptalands. Ég hef heyrt frú Bonaparte segja að eiginmaður hennar hafi verið í stöðugum vana að pæla í listanum yfir það sem kallaðir eru hermenn á kvöldin áður en hann svaf. Hann myndi fara að sofa og endurtaka nöfn sveitarinnar. , og jafnvel sumra þeirra einstaklinga sem sömdu þau, hann geymdi þessi nöfn í horninu í minni sínu, og þessi venja kom honum til hjálpar þegar hann vildi þekkja hermann og veita honum ánægju af uppörvandi orði hans. hershöfðingi. Hann talaði við undirmenn í góðum félagsskap, sem gladdi þá alla, þar sem hann minnti þá á sameiginleg vopnaafrek þeirra."

Það eru til ótal fleiri lýsingar á manninum en endum hér árið afdrifamikla í lífi hans, 1815. Tvær lýsingar breskra eftirlitsmanna árið 1815. Ross fyrsti herforingi, yfirmaður Northumberland: „Hann er feitur, frekar það sem við köllum pottmaga, og þó fóturinn á honum sé vel lagaður er hann frekar klaufalegur og gangur hans virðist frekar vera fyrir áhrifum , eitthvað sem er á milli vagg og veltu - en það að vera óvanur skipshreyfingunni gæti hafa gefið honum þetta útlit. Hann er mjög svalur, með ljósgrá augu, og frekar þunnt, feitt útlit brúnt hár, og að öllu leyti mjög viðbjóðslegur, prestslegur náungi....Hann olli aldrei minnstu vandræði við nokkurn mann, og hver dagur var eins; hann tjáði sig mikið og virtist gjarnan vilja vera spurður spurninga; siðir hans eru alls ekki góðir, og rödd hans mjög hörð og óþægileg."

Veit ekki hvað ímynd lesandi þessa pistils hefur nú af manninum. Hann var a.m.k. ekki ómyndarlegur maður, vel meðalmaður á hæð, hafði þægilega nærveru, kannski óheflaður miðað við ýkta framkomu hefðamanna á þessum tíma, en hann var eftir allt, hermaður af guðs náð. Hann var af ítalskri aðalsætt, lágaðili, þannig að hann fékk gott uppeldi og menntun og gat þar af leiðandi farið í herskóla. Árið 1785, 16 ára að aldri, útskrifaðist Napóleon frá Ecole Miliaire og varð annar liðsforingi í hernum fyrir stórskotalið, öruggur og metnaðarfullur. Að vera skipaður yfirmaður strax eftir útskrift var mikill heiður. Hann var því "fæddur" leiðtogi. Franska byltingin skaut honum upp á stjörnuhimininn. Ef hún hefði ekki verið, þá hefði hann vafalaust orðið hershöfðingi, þvílíkir voru hæfileikarnir.

 


Grunnstefna Pírata er þunnur grautur

Þegar farið er inn á vefsetur Pírata og inn á hlekkinn Grunnstefna Pírata, og litið er á stefnuna, er lítið um fína drætti. Hún rúmast á einu A-4 blaði og skiptist í sex flokka.

1. Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna

2. Borgararéttindi

3. Friðhelgi einkalífsins

4. Gagnsæi og ábyrgð

5. Upplýsinga og tjáningarfrelsi

6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur

Sum sé, öll stefnuskráin snýst um borgara- og mannréttindi. Það vekur mesta athyglina hvað er ekki í grunnstefnunni. Það vantar t.d. utanríkisstefnu flokksins, fjármálastefnu, félagsmálastefnu o.s.frv. Hvar stendur flokkurinn í þessum málaflokkum? Í raun hvergi, því að þetta er látið vera undir túlkun hvers þingsmanns hverju sinni, því að enginn er formaður. Úr þessu kemur hrærigrauta og ástæðan fyrir að flokkurinn telst ekki stjórntækur.

Í meðförum þingmannanna hefur stefnan reynst vera atlaga að réttarkerfinu, hefðbundin gildi, sérstaklega ef þau eru kristin og utanríkisstefnan birst í að hafa hér opin landamæri. Barist er fyrir borgararéttindi annarra en íslenskra borgara. Þingmennirnir vilja leyfa allt, líka eiturlyf og þeim er meinilla við lögregluna og hafa gert margar atlögur að henni og störf hennar.

Nú hefur einn þingmaður flokksins komist í kast við lögin. Dyraverðir skemmtistaðar, þurftu að hafa afskipti af þingmanni sem var læstur inn á salerni, og er hurðin var opnuð sáu þeir tilefni til að kalla á lögregluna. Fjölmiðlar hafa ekki komið með skýringu á því. Reyndar segir DV að hún hafi fundist dáin úr áfengisdauða. Dyraverðirnir hafi kallað á lögreglu því að hún brást illa við afskipti þeirra.

Þetta minnir á klausturmálið fræga, sem hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir viðkomandi þingmenn.  Mun þetta mál hafa áhrif á fylgi Pírata? Eða skiptir máli hver brýtur af sér? Mun þingforseti Alþingis gera eitthvað í málinu eða það sópaðu undir teppi, jú, þetta er nú samþingmaður og þingmenn standa saman. Voru Píratar dómharðastir í Klausturmálinu?

Píratar hafa komist upp með að vaða á skítugum skóm í bókstaflegri merkingu á hið virðulega Alþingi. Framganga þeirra hefur ekki aukið veg og virðingu þingsins, þvert á móti, sýnt fram á hversu illa er komið fyrir lýðræðinu í landinu og virðingu fyrir stofnun þess, Alþingi.

Að lokum, ef litið er á stefnu Pírata flokka víða um heim, kemur margt merkilegt fram. Pírataflokkar segjast styðja borgaraleg réttindi, beint lýðræði eða "annars konar" þátttöku í ríkisstjórn, umbætur á höfundarréttar- og einkaleyfalögum til að gera þau sveigjanlegri og opnari til að hvetja til nýsköpunar og sköpunar, notkun ókeypis og opins hugbúnaðar, ókeypis miðlun þekkingar (opið efni og opinn aðgangur), persónuvernd upplýsinga, gagnsæi, upplýsingafrelsi, málfrelsi, gegn spillingu, nethlutleysi og á móti fjöldaeftirliti, ritskoðun og stóru tæknifyrirtækin.

Þetta hljómar allt vel en í raun virða Píratar ekki höfundarétt eða eignarétt á hugbúnaði og verkum annarra. Það eitt sér, eignarnám á verkum annarra kemur einmitt í veg fyrir sköpun, jú til hvers að skapa, ef hver sem er getur tekið ófrjálsri hendi það sem viðkomandi hefur kannski lagt mikla vinnu í að gera?

 


Var í raun andstaða Íslendinga við herskyldu og heimavarnarlið á 19. og 20. öld? Seinni grein

Heimastjórn og varnir

Í  raun voru menn þá farnir að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði.  Þorvaldur Gylfason  segir í Fréttablaðinu þann 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin ,,… gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.” 

Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafa aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins.  Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um, hversu vörnum landsins yrði fyrir komið, enda þótt nokkur ár liðu frá lýðveldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951.

Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en  treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni en í lok heimstyrjaldarinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetuliðin bæði en það tókst loks 1947 en óljóst var hvað átti að taka við.

Stofnun herlaus lýðveldis á Íslandi

Gangur heimsmála fór hér eftir að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins.  Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.  Því leið ekki á löngu þar til að Íslendingar hófu að leita hófanna að ásættanlegri lausn á varnarmálum landsins. Um sama leyti og hugmyndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins voru að fæðast, kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljótlega kom í ljós að hún var andvana fædd.

Samfara undirbúningi að inngöngu Íslands í NATO fór fram umræða hvort stofna ætti íslenskan her og sitt sýndist hverjum. Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.   Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hendur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum.  Í skýrslu ráðherranna segir m.a.:

Í lok viðræðanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna:

  1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té.
  2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands.
  3. Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her.
  4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum.

Eins og kunnugt er stóð mikill styrr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlantshafssáttmálinn undirritaður í Washington 4. apríl 1949.

Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi.  Frá sjónarhóli Atlantshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við.  Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmálann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á friðartímum til varnar Keflavíkurflugvelli.  Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig.  Hjá íslenskum ráðamönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var aðallega borið við bágt efnahagsástand og fámenni landsins.

Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breytti afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt gagnvart aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdarán kommúnista í Prag 1948.   Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins.  Niðurstaðan varð sú að þríflokkarnir svonefndu féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Hingað kom bandarískt herlið sem hefur verið m.a. staðsett á Keflavíkurflugvelli síðan. 

Á ýmsu hefur gengið á í sambúð hers og þjóðar en í heildina séð hefur það gengið með ágætum. Svo gerðist það að Bandaríkjaher tók að týgja sig til brottferðar. Þessi hótun eða réttara sagt tilkynning um brottför hluta hersins á Keflavíkurflugvelli kom í byrjun tíunda áratugarins.

Í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og  varnarmál árið 1993 varð grundvallarbreyting á samskiptum ríkjanna er varðar varnarmál.  Í raun lögðu Bandaríkjamenn til að horfið væri aftur til ársins 1947 þegar þeir fengu aðgang að Keflavíkurflugvelli, þar staðsettur lágmark mannskapur til að standsetja stöðina ef með þyrfti en engar trúverðugar varnir hafðar uppi.

Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 hefur reynst bæði árangursríkt og sveigjanlegt verkfæri, sem hefur staðist tímans tönn. Hinu sérstöku aðstæður sem ríktu á tímum kalda stríðsins gerðu aðilum samningsins kleift í meira en fjörutíu ár að komast hjá því að leggja mat á þær lágmarks skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum.  Við lok kalda stríðsins var vart við öðru að búast en að á það reyndi hvort aðilar litu mikilvægustu ákvæði samningsins sömu augum.

Tillögur Bandaríkjamann 1993 benda eindregið til þess að stjórnvöld á Íslandi og í Bandaríkjunum leggi og hafi e.t.v. ætíð lagt ólíkan skilning á varnarsamningnum í veigamiklum atriðum.  Munurinn felst einkum í því að Bandaríkjamenn virðast telja að varnarviðbúnaður á Íslandi eigi einkum að ráðast af breytilegu mati þeirra sjálfra á hernaðarógninni á Norður-Atlantshafi, en Íslendingar líta á hinn bóginn svo á að varnarsamningurinn eigi að tryggja lágmarksöryggi landsins án tillits til hernaðarógnarinnar hverju sinni.

Í stuttu máli sagt, lögðu Bandaríkjamenn til að hafið yrði brotthvarf flughersins frá Keflavíkurflugvelli  til Bandaríkjanna og loftvarnir Íslands yrði sinnt frá austurströnd Bandaríkjanna.   Þeir sögðust hins vegar vilja starfrækja áfram herbækistöðina á flugvellinum, loftvarnareftirlit, og áframhald yrði á Norður-Víking æfingunum en viðbúnaðurinn háður breytilegum aðstæðum á alþjóðavettvangi.

Ekki var við öðru að búast en að Íslendingar yrðu algjörlega ósammála þessum tillögum Bandaríkjanna og hafa reynt allar götur sínan að koma í veg fyrir að umtalsverðar breytingar verði á varnarbúnaði herliðsins á Keflavíkurflugvelli.  Allt bentir til þess nú að andmæli Íslendinga verði að engu höfð og hafa þeir því neyðst til þess, nauðugir sumir hverjir, að endurmeta veru herliðs á Íslandi og hvað beri að gera ef Bandaríkjamenn fari.

Björn Bjarnason og umræðan um stofnun íslensks hers

Óhægt er að segja að umræðan um varnarmál á síðastliðnum áratugum hafi ekki verið fjörug. Aðeins hefur verið deilt um keisarans skegg; um dvöl og sambúðarvanda hers og þjóðar en lítið talað um raunverulegar þarfir Íslendinga sjálfra eða alvarleg herfræðileg úttekt á vegum stjórnvalda gerð á varnarþörfum landsins eða hvað Íslendingar geti gert sjálfir til að treysta varnirnar.

Svo gerðist það að stjórnmálamaðurinn Björn Bjarnason reið á vaðið og varpaði stórbombu inn í íslenskt samfélag þegar hann kom með hugmyndir um stofnun íslensks hers á tíunda áratug tuttugustu aldar sem hann reyfaði líklega fyrst 1995 en ítrekaði í Morgunblaðinu í maí 2001.

Björn sagði að ,,…það væri frumskylda sérhverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hefði gert áætlanir til að verja borgara sína og land. Ekki væri til frambúðar unnt að setja allt sitt traust í þessu efni á Bandaríkjamenn.”  Hann sagði jafnframt að á liðnum árum því verið borið við þau rök að ekki kæmi til álita, vegna fámennis þjóðarinnar og fátæktar, að stofna íslenskan her. Þetta ætti ekki lengur við sem röksemd þar sem við væru bæði fjölmennari og um leið ein ríkasta þjóð jarðar.  Björn leggur til að Íslendingar annað hvort taki að sér að hluta til varnir landsins eða að fullu ef Bandaríkjamenn fari.  

Hann sagði að með því að nota þumalfingursreglu ,,…væri unnt að kalla 8 til 10% þjóðarinnar til að sinna vörnum landsins á hættustundu eða milli 20.000 og 28.000 manns, án þess að efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar lamaðist. Við slíkan fjölda væri miðað í Lúxemborg, þar sem um 1000 manns sinntu störfum í her landsins á friðartímum. Unnt yrði að þjálfa fámennan hóp Íslendinga, 500 til 1000 manns, til að starfa að vörnum landsins, án þess að setja vinnumarkaðinn úr skorðum.”

Björn sér önnur not fyrir slíkt herlið en eingöngu til hernaðarþarfa. Hann telur að hægt sé að nota liðið til að bæta almannavarnir og í því skyni að bregðast við náttúruhamförum og hann sér ennfremur möguleika sem skapast hafa með stofnun íslensku Friðargæslunnar og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu.  Hún hafi aukist ár frá ári og sé orðin liður í gæslu öryggishagsmuna Íslendinga.

Inn í slíkt öryggiskerfi sér Björn einnig not fyrir sérsveit á vegum ríkislögreglustjóra, í heræfingum hér á landi annað hvert ár.  Hann virðist því sjá fyrir sér þríarma ,,öryggisstofnun”,  sem saman stendur af eins konar smáher eða öryggissveitum, íslenskri friðargæslustofnun með hernaðarlegum ívafa og sérsveitum ríkislögreglustjóra.  Hann virðist einnig sjá fyrir sér að hægt sé að færa mannafla milli þessara arma. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því að mestu deilurnar hafa skapast um störf Friðargæslunnar.  Sumir virðast aðeins sjá fyrir sér að hún sé og verði borgaraleg stofnun með engin tengsl við hernaðarmaskínu nokkurs konar, erlenda eða innlenda en aðrir telja, þar með talin íslensk stjórnvöld, að í lagi sé að tengja hana við störf t.d. NATO í Afganistan.

Andstaðan við hugmyndir Björn um stofnun íslensks hers virðast aðallega vera á vinstri væng stjórnmálanna, þó að einstaka menn á þeim vængi hafa ljáð máls á að kannski sé tími til kominn að huga alvarlega að þessum málum.  En flestir hafa tekið frumkvæði Björns heldur fálega og kosið að persónugera þessa umræðu og telja best að hæða og spotta sem mest og vonast þannig til að umræðan falli um sjálfa sig.  En eins og rakið hefur verið í greininni snýst málið ekki um einstaka persónur, heldur hina sígilda spurningu, hvernig tryggjum við innra og ytra öryggi samfélags okkar?

Hafa mál staðið þannig hingað til, hafa fáir komið með lausn á hvernig eigi að haga vörnum landsins ef og til þess kemur að það ákveður einn góðan veðurdag að Bandaríkin geti ekki sinnt vörnum landsins.  Menn eru flestir sammála um það, burt séð frá hvaða flokka þeir styðja, að einhverjar trúverðugar varnir verði að vera og þá með einhvers konar innlendu herliði, sérsveitum, öryggissveitum, heimavarnarliði eða hvað menn vilja kalla það, verði að vera til staðar ef til þess kemur. 

Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort einhverjar líkur eru á að hér verði stofnaður her í náinni framtíð.  Ef litið er á stöðuna eins og hún er í dag, þá virðist það vera frekar ólíklegt. Íslensk stjórnvöld virðast ekki einu sinni geta rekið Landhelgisgæsluna með sómasamlegum hætti eins og allir vita og því verða þau virkilega að endurskoða afstöðu sína til þessara mála. Einhverjar bakdyraleiðir verða þess í stað farnar, svo sem með fjölgun í víkingasveitinni og að sveigja Friðargæsluna meira í átt til hermennsku.

Umræðan og stofnun Varnarmálastofnunar Íslands

Þegar leitað er að mönnum sem ræða reglulega um varnarmál Íslands og hafa gert síðan um aldarmótin 2000, þá má telja þá á fingrunum. Mætir menn eins og prófessor Baldur Þórhallsson hafa reglulega slegið á putta stjórnvalda og skammað þau. Aðrir gera það líka en ekki markvisst.  Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, birtist skyndilega á sjónarsviðið nýlega með bók sína Íslenskur her, og Birgir Loftsson hefur skrifað reglulega í blöðin greinar um varnarmál Íslands. Það 27. október 2005 kom hann með hugmynd um stofnun Varnarmálastofnun Ísland sem sendiherra Bandaríkjanna viðraði fyrstu áður en hann fór úr landi.  Um stofnun varnamálastofnunar

Þann 1. júní 2009 tilkynnti Utanríkisráðuneytið um stofnun Varnarmálastofnunar Íslands. Þar segir:

"Þegar bandaríski herinn fór héðan af Miðnesheiði í september árið 2006 eftir ríflega 55 ára dvöl, lauk löngum og umdeildum kafla í sögu lýðveldisins. Nú stöndum við á tímamótum því hafinn er nýr kafli þar sem við Íslendingar berum í fyrsta skipta sjálfstæða ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Ísland sem fullvalda ríki hefur nú óskorað forræði yfir þessum mikilvæga málaflokki, og það er okkar að skrifa söguna....

Varnarmálastofnun Íslands sem tekur formlega til starfa í dag er skýr birtimynd þessa nýja sjálfstæðis. Eitt af meginhlutverkum hennar er að sinna eftirliti með lofthelgi og flugumsjónarsvæði Íslands. Það gerir Varnarmálastofnun með rekstri ratsjárstöðvanna fjögurra í kringum landið sem Bandaríkin ráku áður, en íslenskir sérfræðingar hafa nú tekið við. Samhliða því hefur íslenska lofteftirlitskerfið nú verið tengt inn í ratsjárkerfi Evrópuhluta NATO. Þannig hefur Ísland færst nær meginlandi Evrópu í öryggismálum og er stefnt að því að Evrópukerfi NATO muni einnig tengjast loftvarnarkerfi Bandaríkjanna og Kanada.

Nýrri Varnarmálastofnun er ennfremur falin framkvæmd margvíslegra verkefna sem eru hluti af skuldbindingum okkar vegna aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. Þessi verkefni eru m.a. rekstur og viðhald mannvirkja NATO á Íslandi, umsjón og framkvæmd æfinga og samskipti við erlend herlið, og að vinna upplýsingar úr kerfum NATO, sem m.a. nýtast til að tryggja öryggi íslenskra ríkisborgara á hættusvæðum.  

Annar mikilvægur þáttur í því að axla ábyrgð á öryggi og vörnum Íslands eftir brottför Bandaríkjahers var setning varnarmálalaga. Í lögunum er skýrt kveðið á um ábyrgð í málaflokknum, og skilið á milli verkefna sem lúta að innra öryggi annars vegar, og ytra öryggi og vörnum og varnarsamskiptum við önnur ríki hins vegar."

Svo er árétta að rétt er að hafa í huga að öryggis- og varnarmál eru í eðli sínu síbreytilegt langtímamál, þar sem horfa ber til áratuga, ekki mánaða eða ára. Þó friðsamlegra sé í okkar heimshluta en lengst af á síðustu öld, þá kennir reynslan okkur að skjótt skipast veður í lofti. Við vitum einfaldlega ekki hvaða aðstæður kunna að verða uppi hér á norðurslóðum eftir 10-20 ár, hvað þá eftir 30-40 ár." pphaf starfsemi Varnarmálastofnunar Íslands

Svo gerist það sem er sjaldgæft í stjórnsýslusögu Íslands, að stofnunin er lögð niður. "Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnana við áform um stofnun innanríkisráðuneytis....Varnarmálastofnun verður hins vegar lögð niður þegar á næsta ári eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010. Breytingum sem leiða af niðurlagningu hennar þarf því að ljúka fyrr og þær þurfa að rúmast innan óbreyttrar verkaskiptingar Stjórnarráðsins. Það felst m.a. í því að verkefni Varnarmálastofnunar verða færð til þeirra borgaralegu stofnana sem næst standa verkefnum hennar í dag en jafnframt yrðu burðarás í fyrirhuguðu innanríkisráðuneyti. Samhliða þessu þarf að móta skýra framtíðarsýn um verkaskiptingu utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis í varnar- og öryggismálum." Varnarmálastofnun lögð niður og verkefni flutt til fyrirhugaðs innanríkisráðuneytis

Þessi verkaskipting er enn ekki komin á hreinu, árið 2023 eins og ég hef rakið í annarri blogggrein. Í stað þess að endurreisa Varnarmálastofnun, ákvað Alþingi að fara fjallabaksleið og stofna Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem á að vera á vegum Háskóla Íslands. Menn hafa sum sé gert sér grein fyrir að einhver þekking eigi að vera á varnarmálum enda ekki hægt að taka upplýstar ákvarðanir í málaflokknum nema sérfræðiþekking sé fyrir hendi. Þetta var einmitt eitt af hlutverkum Varnarmálastofnunar að stunda rannsóknir og hjálpa stjórnvöld að taka upplýstar ákvarðanir. Sjá slóðina: Rannsóknasetur öryggis- og varnarmála

Í tillögu til þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og vararmála á löggjafaþingi 2023-2024 segir: "Í 6. tölul. þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti 13. apríl 2016 segir að stefnan feli í sér: „Að tryggja að í landinu séu til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.“

Þessi ályktun snýr að því að tryggja að í landinu sé fyrir hendi sérfræðiþekkingin sem er einn af hornsteinum þjóðaröryggisstefnunnar." Málið er ekki komið lengra en þetta.

Framkvæmdaraðili varnarmála Íslands er Landhelgisgæslan. Hún er svo vanbúin, að hún getur ekki einu sinni sinnt löggæslu hlutverki sínu og standa nú umræður um fjárskort hennar meðal þingmanna.

Varnarmálalög frá 2008 eru nú í gildi. Sjá slóð: Varnarmálalög 2008 nr. 34 29. apríl Eins og sjá má, ef litið er á lögin, er málaflokkurinn umfangsmikill en eins og áður sagði, er verkaskiptingin milli Landhelgisgæslunnar og Utanríkisráðuneytisins - varnarmálaskrifstofu óljós.  LHG sinnir innanríkismál en UTN utanríkismálum.  Varnarmál falla undir bæði sviðin og er það óheppilegt.  Rannsóknarsetrið fyrirhugaða er mistök, enda hlutverk þess sérstækt.  Nær væri að endurreisa Varnarmálastofnun sem heldur algjörlega utan um málaflokkinn. Það hlýtur að vera gert í náinni framtíð.

----

Sögulegt yfirlit varnarmála - sjá slóð: Sögulegt yfirlit

29. apríl 2008
Fyrsta heildstæða löggjöfin um varnarmál samþykkt á Alþingi með varnarmálalögum nr. 34/2008, en með henni er málaflokknum komið í fastan farveg með skýrum lagaramma um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála.

Mars 2009
Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland gefin út um hnattræna, samfélagslega og hernaðarlega þætti. Skýrslan er afrakstur vinnu þverfaglegs starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði árið 2007.

2009
Nýr kafli í norrænu varnarmálasamstarfi hófst þegar NORDEFCO-samstarfi varnarmálaráðuneytanna er hleypt af stokkunum.

2010
Samkomulag undirritað við Kanada um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.

30. júlí 2014
Utanríkisráðherra og innanríkisráðherra undirrita samning þar sem embætti Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands er falið að sinna daglegri framkvæmd varnar- og öryggistengdra verkefna á grundvelli varnarmálalaga.

24. desember 2014
Ísland er fyrsta ríkið til þess að fullgilda alþjóðlegan samning um vopnaviðskipti sem samþykktur er á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2013.

29. júní 2016
Samkomulag við bandarísk stjórnvöld um aukna viðveru bandaríska sjó -og flughersins á Keflavíkurflugvelli.

13. apríl 2016
Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu Íslands samþykkt á Alþingi en meðal áherslna stefnunnar er að tryggja víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi, að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum landsins og að efla enn frekar norræna samvinnu um öryggis- og varnarmál með sérstöku tilliti til norðurslóða.

1. september 2016
Lög um stofnun þjóðaröryggisráðs samþykkt á Alþingi. Hlutverk þess er að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðla að endurskoðun hennar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti ásamt því að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum.

1. október 2017
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins endurreist og Íslenska friðargæslan færð undir hina nýju skrifstofu.

Október 2017
Ísland og Írland taka við formennsku í eftirlitskerfinu með flugskeytatækni (e. Missile Technology Control Regime, MTCR). Formennskutímanum lýkur í desember 2018.

Nóvember 2018
Nýtt leiðarljós í norræna varnarsamstarfinu (e. Nordic Defence Cooperation, NORDEFCO) samþykkt á varnarmálaráðherrafundi NORDEFCO. Leiðarljósið er vegvísir samstarfsins fram til ársins 2025 og lýsir markmiðum um aukna varnargetu og varnarsamvinnu Norðurlandanna.

26. mars 2019
Endurskoðað samkomulag frá árinu 2008 um grannríkjasamstarf við Bretland á sviði varnar- og öryggismála.

1. janúar 2020
Nafn varnarmálskrifstofu breytist í kjölfar skipulagsbreytinga og tilfærslu á málaflokkum. Nýtt heiti er öryggis- og varnarmálaskrifstofa og nýju málaflokkarnir eru öryggispólitík ásamt afvopnun og takmörkun vígbúnaðar.

 

 

 


Hvassahraun er enn til skoðunar!!!

Í frétt Morgunblaðsins segir: "Rann­sókn­ir á Hvassa­hrauni standa enn yfir þar sem kannað er hvort svæðið geti verið heppi­legt flug­vall­ar­stæði." Hvassahraun er enn til skoðunar

Eru menn ekki með fullu fimm? Hvað er verið að rannsaka? Jafnvel þótt svæðið henti til flugvallagerðar, er ljóst að allur Reykjanesskagi er kominn á jarðskjálfta- og eldsumbrotatímabil. Það þarf ekki að fara marga km og til Grindavíkur til að sjá hvað bara jarðskjálftar og jarðsig geta gert mannvirki. Hvassahraun er eins og önnur svæði á skaganum á hættusvæði.

Þetta er alveg galið og ótrúlegt að menn hafi ekki sópað þessum möguleika af borðinu strax og fyrsta gosið hófst. Við vitum að næstu áratugir verða róstursamir og því óskiljanlegt hvers vegna ekki er hætt við þetta. 

Hver er skýringin? a) Menn eru heimskir og þurfa að detta í brunninn til að læra af reynslunni, b) Möppudýrin fara sínu fram burtséð frá heilbrigðri skynsemi. Enginn stoppar þau. c) Heimskir pólitíkusar stinga höfuðið í sandinn eins og strúturinn og vilja fara sínu fram og ekki viðurkenna ósigur í málinu. Ætli þetta sé ekki samblanda af a-c....

Það á sem sagt að byggja á sandi....


Var í raun andstaða Íslendinga við herskyldu og heimavarnarlið á 19. og 20. öld? Fyrri grein

Í þessari grein ætla ég að rekja hugmyndir Íslendinga um stofnun íslensk hers eða heimavarnarliðs.  Eins og þeir vita sem hafa fylgst með mér, er ég gallharður sjálfstæðissinni í varnarmálum og tel að mistök hafi verið gerð er stofnað var hér herlaust lýðveldi 1944. Fyrir því voru skiljanlegar ástæður sem ég fer í seinni grein minni. Varnarmál eru nefnilega ekki upp á punt né fyrir þá sem eru með hernaðarblæti, heldur dauðans alvara. Frá því að borgríki voru mynduð í Súmer og til dagsins í dag, hefur það verið megið og aðalhlutverk ríkisins að vernda borgara gegn utanaðkomandi hættur sem og innanlandshættur. Íslendingar hafa reynt að fóta sig í síbreytilegum heimi síðastliðnar tvær aldir. Þeir af mikilli skynsemi afsöluðu hlutleysisstefnuna og leituðu í skjól mesta herveldi heims, Bandaríkin og hernaðarbandalagið NATÓ - Atlantshafsbandalagið um miðbik 20. aldar. Gagnrýni mín á íslensk stjórnvöld vegna Landhelgisgæsluna, ber að sama brunni og umfjallanir mínar um varnarmál, vanræksla gagnvart öryggi ríkisins og ábyrgðarleysi. En förum tvær aldir aftur í tímann.

Ráðagerðir um stofnun landhers á Íslandi 1785

Alvarlegustu hugmyndir um stofnun íslensks landhers fyrir allt landið hingað til voru settar fram á alþingi 1785.  Hvatamenn þessarar ráðagerða voru helstu ráðamenn þjóðarinnar, Hans von Levetzov stiftamtmaður, Stefán amtmaður Þórarinsson og Björn Markússon lögmaður en ráðstefna um málið var að frumkvæði danskra stjórnvalda. Ráðstefnan átti að kanna hvort æskilegt og tiltækilegt væri að stofna slíkan her og með hvaða hætti því yrði komið í kring. 

Í kjölfar ráðstefnunnar var gerð ítarleg áætlun hvernig þjálfun slíks her færi fram, tillögur að vopnabúnaði og herbúningi lagðar fram og lagt til að þrjú hundruð manna her yrði stofnaður með sex til þrjátíu og tveggja manna sveit í hverri sýslu. Hermennirnir skyldu launaðir með hærri sköttum á bændur og dátum heitið hreppstjóratign að lokinni herþjónustu.  Ekki var látið staðið við orðin tóm, því gerð var könnun í suðuramtinu 1788 á því hverjir vildu gefa sig fram í landvarnarlið og hvaða vopn þeir hefðu tiltæk og um leið fór herútboð fram.  Í ljós kom að rúmlega 600 manns voru tiltækir í varnarliðið og voru þeir vopnaðir frá trélurkum til tinnubyssa.

Þessar hugmyndir eru hvað merkilegar fyrir það að þær voru settar fram þegar íslenskt samfélag var hvað verst sett í sinni sögu og sýnir að mönnum var full alvara með þessa hugmynd.   En þessar hugmyndir voru í raun andvana fæddar þar sem þær voru settar fram á röngum tímapunkti.  Gamla íslenska sveitasamfélagið og stjórnkerfið var í rúst vegna móðuharðinda og nýir tímar fóru nú í hönd.  Óhjákvæmilegt var að þær myndu falla um sig sjálfa.

Áætlanir Jörunds Hundadagakonungs um varnir hins nýja ríkis

Næsta útleik átti Jörundur hundadagakonungur árið 1809, sjálfskipaður verndari landsins og byltingamaður. Án nokkurra blóðsúthellinga eða almennra viðbragða landsmanna tók hann völdin í landinu í sínar hendur. 

Birti hinn nýi stjórnarherra auglýsingar eða tilskipanir þar sem stjórnarstefnunni var lýst.   Því var lýst m.a. yfir að hin nýju yfirvöld áskilji sér ,,…rétt til styrjalda og friðasamninga við erlend ríki;- að herliðið hefur útnefnt oss til hæstráðanda til sjós og lands og til yfirstjórnar í öllum styrjaldasökum;…”.

Lét Jörundur ekki við orð standa heldur lét hefja smíði skans á Arnarhólskletti í Reykjavík, nefndur Phelpsskans og áætlanir voru um stofnun íslensks hers.  Hér skal kyrrt látið liggja alvörunni á bak við allar þessar fyrirætlanir Jörunds og lögmæti stjórnar hans en hann var greinilega umhugað um að varnir hins ,,nýja ríkis” skyldu verða trúverðugar.

Hins vegar sýndu styrjaldirnar í upphafi 19. aldar að Dönum var um megn að veita Íslandi vernd eða öryggi en um leið að ef Bretar undu óbreyttu ástandi, það er að Danir hafi húsbóndavald á Norður-Atlantshafi, myndu mál lítið breytast.  Þetta ástand olli flestum Íslendingum litlum áhyggjum en þeir höfðu meiri áhuga á að öðlast einhvers konar sjálfstjórn en að stofna her.

Danskir vilja íslenska menn í danska herinn - viðbrögð Íslendinga

Kristín Svava Tómasdóttir skrifaði ágæta B.A. ritgerð í sagnfræði um hugmyndir um varalögreglu á Íslandi en fór jafnframt í hugmyndir um stofnun heimavarnarliðs á 19. öld en eins ætla má, er ekki langur vegur frá varaliði lögreglu til heimavarnarliðs. Sjá slóð hér að neðan. Grípum niður í ritgerð hennar:

"Um miðja 19. öld stakk fjárlaganefnd danska þingsins síðan upp á því að Íslendingar legðu til menn í danska sjóherinn. Sú hugmynd varð ekki að veruleika vegna andstöðu Íslendinga, en það var þeim mjög á móti skapi að íslenskir piltar gengju í danska herinn. Hér má sjá merki um þá þróun sem rakin er í fyrri kafla; danska þjóðríkið varð æ samræmdara en Íslendingar spyrntu við fótum á þeim forsendum að þeir hefðu ævinlega átt í persónulegum tengslum við konunginn og gengist undir skuldbindingar við hann en ekki við dönsku þjóðina. Þessum rökum beittu þeir jafnvel þótt þeir kvörtuðu á sama tíma undan dugleysi Dana við að verja landið.

Þeir voru aftur á móti ekki jafn mótfallnir stofnun íslensks heimavarnarliðs. Slíkt lið var raunar stofnað í Vestmannaeyjum um miðja 19. öld og starfaði í 20 ár. Hlutverk þess var að verja eyjarnar fyrir ágangi útlendinga, efla þrek manna með líkamsæfingum og styrkja framkvæmdavaldið. Þær raddir heyrðust sem vildu koma á fót svipuðu liði í Reykjavík, og í Stykkishólmi gerðu nokkrir betri borgarar árangurslausa tilraun til þess.

Skotfélög voru stofnuð víða um land um svipað leyti, að danskri fyrirmynd. Samkvæmt Þresti Sverrissyni voru dönsku félögin eins konar sambland ungmennafélaga og heimavarnarliða en íslensku félögin sennilega friðsamlegri í anda.118 Þó er athyglisvert að stór hluti þeirra borgara sem voru lögreglunni til halds og trausts í hvíta stríðinu voru einmitt félagar í Skotfélagi Reykjavíkur, enda brigslaði Alþýðublaðið félaginu um að hafa beinlínis verið stofnað í hvítliðatilgangi og þar á bæ hafi menn tekið það upp hjá sjálfum sér að safna liði lögreglunni til aðstoðar."

Þess má geta að afsökun Íslendinga var dæmigerð svar þeirra við kröfur Dana að þeir mættu ekki missa af mannskap. Þegar slík krafa kom 1857 en dönsk stjórnvöld kröfðust af endurreistu Alþingi í fjárlögum 1857 að Ísland útvegaði menn til að gegna herskyldu í flota ríkisins. Íslendingar höfnuðu þessum kröfum vegna "vinnuaflsskort yfir hábjargræðistímann á Íslandi".

Með öðrum orðum tengdu Íslendingar hugmyndir um heimavarnarlið við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sem og ég geri sjálfur.

Jón Sigurðsson vildi beita pennanum en líka sverðinu

Varnarmál voru Jóni hugleikinn af ýmsum ástæðum en aðallega vegna þess að hann skildi að sjálfstæði þjóðarinnar hélst í hendur við varnir landsins. Ekki hægt að aðskilja þessa hluti. Þetta skildu menn líka um 1900 og Valtýr Guðmundsson var einnig fylgjandi að hér yrðu komnar varnir með auknu sjálfstæði Íslendinga. En það farið er í það í síðari grein minni.

Nútíma Íslendingar hafa lyft Jón Sigurðsson svo hátt á stall að hann er nánast orðinn að Gandhi norðursins. Jón var hins vegar raunsær maður og vissi sem var og er að sjálfstætt ríki yrði að tryggja varnir sínar með ný til komnu frelsi.

Nú þykist ég skynja, samkvæmt skoðanakönnunum að meirihluti Íslendinga vill ekki stofna íslenskan her. Það viðhorf er skiljanlegt enda erum við girt með belti og axlarbönd með veru okkar í NATÓ og varnarsamningnum við Bandaríkin.


Fallvalleiki einkennir heiminn og hernaðarveldið Bandaríkin alveg örugglega ekki til staðar fyrir Ísland um alla eilíf. Hvað gerum við þá?

En rifjum upp hvað Jón Sigurðsson sagði um varnarmál.

Fyrir hið fyrsta er að hann áleit að sérhvert ríki þyrfti á góðum vörnum að halda og sjálfstjórnað land þýddi varið land.

Í öðru lagi kynntist hann hermennsku af eigin raun og vissi út á hvað slík þjónusta gengur enda var það skylda hvers stúdents að ganga í stúdentahersveitir konungs. Þessum hersveitum var komið á fót árið 1807 til að verja Kaupmannhöfn fyrir Bretum.

Í þriðja lagi voru Napóleon styrjaldirnar Íslendingum ferskar í huga enda hafi fámennur hópur undir forystu Jörund hundadagakonung sýnt veikleika danskra varna á Íslandi og getuleysi Dana gagnvart flotaveldi Breta.

Jón Sigurðsson skrifaði einmitt um meint getuleysi Dana í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita árið 1841 og ályktaði að landsmönnum væri hætta búin af þessu getuleysi Danakonungs.

Íslendingum væri nauðsynlegt að fá fulltrúaþing meðal annars í þeim tilgangi að tryggja sér vettvang sem gripið gæti til viðunandi varna eða annarra úrræða til dæmis ef eitthvert ónefnt ríki hernæmi Danmörku sem einmitt gerðist 1940 og Ísland hernumið af Bretum í kjölfarið.

Jón var fylgjandi innlendu fulltrúaþingi sem gæti virkjað samtakamátt þjóðarinnar og gert landið síður fýsilegt en ella fyrir ríki sem legði Danmörku undir sig. Þá virðist Jón hér greinilega hafa séð fyrir sér að þingið stofnaði hér til einhvers konar landvarna.

Árið 1843 skrifaði Jón aftur grein í Nýrra félagsrita um varnarmál. Tók hann dæmi af vígbúnaði Íslendinga fyrr á öldum þegar þeir hefðu ekki verið eftirbátar nokkurrar þjóðar í hernaði og benti á að þessu skeiði hefði lokið með ólögmætri eyðileggingu konungsmanna á vopnabúrum Íslendinga, vopnabroti Jóni Magnússyni sýslumanns.

Jón var svo óánægður með ræktar- og skilningsleysi Íslendinga hvað varðar hermennsku á seinni öldum að hann gat ekki annað en skrifað að Íslendingar hefðu sýnt ræktarleysi, tvídrægni og hvorki meira en minna ragnmennsku margra ættliða...þegar vernda skyldi gagn landsins og verja réttindi þess og frelsi. Tilvitnun: Jón Sigurðsson, "verzlun á Íslandi", Ný félagsrit, III, 1843, bls. 1-127.

Jón ítrekaði að fulltrúaþing Íslendinga væri nauðsynlegt til að tryggja varnir landsins og Íslendingar þyrftu nauðsynlega að taka upp vopnaburð á ný.

Grípum niður í greina og sjáum hvernig Jón teldi landvörnum Íslendinga best hagað í framtíðinni:

"Þess er einkum að gæta að mér virðist um varnir á Íslandi, að þar er ekki að óttast aðsóknir af miklum her í einu, og þar þarf að eins fastar varnir á einstöku stöðum, þar sem mestar eignir og flest fólk er saman komið. Það bera sumir fyrir, að ekki stoði mikið varnir á stöku stöðum, þegar óvinir geti farið á land hvar sem stendur annarstaðar, en þess er að gæta, að útlendir leita fyrst og fremst á hafnir, eða þá staði sem landsmönnum eru tilfinnanligastir, einsog menn sáu á ófriðarárunum seinustu að þeir leituðu á Reykjavík og Hafnarfjörð, og þarnæst, að væri nokkur regla á vörninni yrði hægt að draga saman nokkurn flokk á skömmum tíma hvar sem stæði, þar sem líklegt væri nokkurr legði að landi, og að síðustu, að þó óvinir kæmist á land, þá yrði hægt að gjöra þeim þann farartálma, ef landsmenn brysti ekki hug og samtök, að þeir kæmist skammt á götu, þar er þeir yrði að flytja með sér allt sem við þirfti, og skjóta mætti á þá nær því undan hverjum steini. "Eptir því sem nú er ástatt mætti það virðast haganligast, að menn lærði einúngis skotfimni og þvílíka hernaðar aðferð sem skotlið hefir, eður veiðimenn, og ríður einkum á að sem allflestir væri sem bestar skyttur, og hefði góð vopn í höndum. Smáflokkar af þvílíkum mönnum um allt land, sem vildi verja föðurland sitt og sýna hverra synir þeir væri, mundi ekki verða síður hættuligir útlendum mönnum á Íslandi enn þeir hafa orðið annarstaðar..."

Jón var sem sagt fylgjandi skæruhernaði enda fámennt land og ekki margir hermenn sem stæðu til boða. en svo virðist sem Jón hafi einmitt talið slíkar hernaðaraðferðir henta Íslendingum vel til landvarna.

Jón Sigurðsson gerði sér grein fyrir því að það kostaði töluverða fyrirhöfn að koma upp slíkum liðsafla á Íslandi. Hann hafði ráð undir rifi hverju, því hann lagði til að ungir menn kepptust um að eiga sem bestar byssur og að vera sem markvissastir í skotfimi. Þá myndi mönnum vart þykja tilkostnaðurinn of mikill. Það væri gaman að grafa upp afstöðu Jóns gagnvart Herfylkinguna í Vestmannaeyjum sem komið var á fót í hans tíð. Hef a.m.k. ekki lesið neina grein sem fjallar um það.

Stofnun herfylkingar í Vestmannaeyjum 1857

Einhverjar viðleitni gætti þó hjá Vestmannaeyingum í þessa átt, ef til vill vegna hvatningaorða manna eins og Jóns Sigurðusson en líklegra vegna aðstæðna í Vestmannaeyjum en árið 1853 var skipaður nýr sýslumaður Vestmannaeyja, Andreas August von Kohl, danskur að ætt og kallaður kapteinn.

Sá kapteininn að hér væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Fékk hugmynd Kohl um stofnun svonefndrar herfylkingar hinar bestu undirtektir í eyjum. Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan vísir að her og var hann að fullu komið á fót 1857 og var starfræktur til vors 1869. 

Hér skal ekki greint nákvæmlega frá skipan herfylkingunnar  en hún var skipulögð með sama hætti og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þessum tíma; með tignarheitum, vopnum, gunnfána og einkennismerkjum.

Markmið herfylkingarinnar var í fyrsta lagi að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga.  Í öðru lagi að vera lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Í þriðja lagi að vera bindindishreyfing og í fjórða lagi að vera eins konar íþróttahreyfing. Líklegt má telja að stöðugur fjárskortur hafi riðið hana til falls að lokum sem og forystuleysi.  Þessi viðleitni til stofnun hers, náði aðeins til Vestmannaeyja. Íslenskir ráðamenn voru þó ekki búnir að gleyma málinu.

Árið 1867 var lagt er fram frumvarp um stjórnskipunarlög fyrir þingið. Í því sagði m.a: ,,Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn föðurlandsins eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrirmælt þar um með lagaboði.“

Svo kom að því að sérstök stjórnarskrá fyrir Ísland var lögfest 1874. Í henni var kveðið á um landvarnarskyldu allra landsmanna. Nú fór í hönd landstjóratímabilið og menn héldu áfram að ræða sjálfstæðismál og varnarmál.

En það voru deilur um landhelgismál landsins milli Dana og Breta um aldarmótin 1900 og gangur heimstyrjaldarinnar fyrri sem átti sinn þátt í að svipta hulunni frá augum Íslendinga að hér voru það Bretar sem réðu ferðinni og varnarleysi landsins væri mikið. En hér ætla ég að láta staða numið og hefja mál mitt á ný í síðari grein um þetta málefni.

Hér er ritgerð Kristínar Svövu:

Tengsl lögreglu og ríkisvalds á Íslandi 1921-1935 og stofnun íslenskrar ríkislögreglu

 


Múgsefjun - styttubrot rétta leiðin?

Múgsefjun og -hugsun virðist ráða för þegar vandamál koma upp í samfélaginu. Oftast má rekja upphafið til umræðu á samfélagsmiðlum.   Eitthvað mál kemur upp varðandi þjóðþekkta einstaklinga eða hópa og það virðist vera sama hvort viðkomandi er lífs eða liðinn, ekki er eirt.

Oft eru þetta flókin og nánast ósannandi mál, þar sem einstaklingur er borinn sökum, en hann kemur litlum vörnum við, þegar samfélagsmiðla múgurinn er búinn að æsa sig upp í algleymi.

Ef lifandi, reynir hann að verja sig af veikum mætti en það dugar skammt. Einn þekktur knattspyrnumaður, sem hefur fengið "uppreisn æru" þagði allan tímann sem hann mál stóð yfir og virðist það hafa verið rétta leiðin hjá honum. En á meðan, en málið tók ár að upplýsa með lögreglurannsókn, þurfti hann að sitja undir ásökunum um afbrot með tilheyrandi tekjutapi og einangrun. Enn vitum við ekkert hvernig málið var í potti búið en niðurstaða lögreglunnar er að ekki hafi verið um afbrot að ræða þótt dómstóll götunnar hafi verið búinn að afgreiða málið.

Verstu eru málin þegar látnir einstaklingar eru bornir ásökunum. Þeir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sitt. Það getur vel verið að þeir hafi brotið af sér í lifandi lífi, en á meðan ekki er sannað fyrir dómstóla sekt, eiga menn að teljast saklausir samkvæmt leikreglum réttarríkisins, sem við vonandi lifum enn í.

Málið snýst ekki bara um þessa einstaklinga sem mögulega hafa brotið af sér, heldur hvernig menningin er orðin í dag.

Í dag er svokölluð woke menning (vantar sárlega gott hugtak fyrir "woke" sem þýðist beinlínis vaka) eða slaufumenning (e. cancel culture).

Á vísindavefnum er þessu lýst: Íslenska orðið ‚slaufun‘ er þýðing á enska orðinu ‚cancel‘ og ‚slaufunarmenning‘ er þýðing á ‚cancel culture‘. Það sem er átt við með slaufun er að hætt sé við eitthvað sem annars stóð til. Ef til vill mætti allt eins kalla það aflýsingu eða afturköllun en algengast hefur verið að tala um slaufun." Og síðar í greininni segir: "Hins vegar er um að ræða fræga eða valdamikla einstaklinga sem hafa orðið uppvísir að alvarlegum hegðunarbrotum, eins og kynferðisofbeldi, sem hafa í kjölfarið misst atvinnu eða önnur tækifæri og ekki verið velkomnir á opinberum vettvangi. Rétt er að vekja athygli á því að með slaufun er átt við óformlega refsingu sem ekki á sér stað á vegum hins formlega dómskerfis. Í sumum tilvikum getur slaufun átt sér stað vegna brota sem einnig er tekið á innan dómskerfisins en það þarf alls ekki að vera og hún er ekki það sama og formleg refsing á vegum hins opinbera, á borð við fangelsisvist eða sektargreiðslur. Slaufun er þannig í eðli sínu eitthvað sem felst í viðbrögðum almennings með óformlegum hætti."

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Þetta er fallega orðað á Vísindavefnum en fyrirbrigðið er ævafornt. Ef einhver braut af sér siðferðislega (sjá Biblíuna) - saklaus eða sekur - í fornöld var viðkomandi grýttur með steinum eða útskúfaður, jafnvel drepinn. Sama átti við  um fordóma gagnvart sjálfstæðum og oft einstæðum konum á árnýjöld, þær lýstar sem galdrakonur og brenndar á báli.  Með öðrum orðum ráða fordómar og þekkingaleysi á viðkomandi máli ferðinni.

Allra nýjasta dæmið (í gær) var hnífastunguárás á fimm einstaklinga í Dyflinni og þar á meðal börn. Á þessari stundum vitum við ekkert um málið, nema að út brutust óeirðir og það að lögreglan kallar óeirðaseggina hægri öfgamenn. Eigum við að mynda okkur skoðun á þessu þekkingabroti og geysa fram á samfélagsmiðlanna og koma með okkar eigin skoðun? Væri ekki nær að bíða aðeins og sjá hvernig málið þróast?

Sama gilti um voðaverkin í Ísrael, stöðugt er að koma fram nýjar upplýsingar sem varpa nýju ljósi á málið. Sá nú í morgun að talsmaður Hamas segir að drápin á 1400 einstaklingum í Ísrael hafi verið vegna loftárása ísraelska flughersins!

Það er því sorglegt að 350 háskólamenntaðir einstaklingar, háttskrifaðir í háskólasamfélaginu skuli skrifa undir fordæmingaskjal á hendur ísraelskra stjórnvalda þar sem þau eru sökuð um þjóðarmorð. Skjalið byrjar svona: "Við undirrituð, starfsfólk við Háskóla Íslands, lýsum yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði." Eigum við að trúa að þetta fólk beiti gagnrýna hugsun við verk sín? Getum við treyst dómgreind þeirra?

Gott og vel, maður getur skrifað undir stuðningi við palestínsku þjóðina hvenær sem er. En að skrifa undir að ísraelsk stjórnvöld stundi nýlendustefnu og þjóðarmorð? Hvar eru sönnunargögnin? Þarna myndi ég segja, nei, ég er tilbúinn að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu til handa palestínsku þjóðinni, en ég set spurningamerki við yfirlýsingu um þjóðarmorð og nýlendustefnu, sérstaklega þegar sú sama þjóð var hrakin frá öllum arabalöndum og fjöldamorð framin á henni í Evrópu. Þarna er heil þjóð slaufuð.

En snúum okkur aftur að slaufun einstaklinga. Séra Friðrik Friðriksson er nú slaufaður og stytta af honum tekin niður. Maðurinn gerðist aldrei brotlegur við lög né var nokkurn tímann ákærður. Var elskaður og dáður af þjóðinni. Óljós ásökun kemur fram í nýrri bók, sem höfundur heldur mikið á lofti, væntanlega til að vekja athygli og selja fleiri eintök.  Nú er þetta ekki einu sinni orð á móti orði, bara ásökun á hendur látins manns. Við vitum ekkert hvort hann hafi gerst sekur um það sem hann er ásakaður um en borgaryfirvöld í Reykjavík hafa gengið til liðs við dómstóll götunnar og slaufað hann.

Á Wikipedia segir þetta um manninn: "...íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.

Í samstarfi við KFUM og KFUK stofnaði hann sumarbúðirnar Vatnaskógur. Þar samdi hann mörg lög sem eru enn sungin í dag."

Þetta eru staðreyndir en ekki orðrómur. Vega góðverk hans minna en meint "voðaverk"? 

Þetta styttumál er angi af stærri hreyfingu sem gekk yfir Bandaríkin nýverið en þá var styttum steypt af stalli af þjóðþekktum einstaklingum og meira segja Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti fékk ekki að vera í friði né George Washington stofnandi Bandaríkjanna!

Lokaorð. Eigum við ekki að leyfa (saka)málum að fara sinn farveg í dómskerfinu og leyfa reglum réttarríkisins að ráða ferðinni?

Á hverjum tíma eru vandasöm, erfið og viðkvæm mál fyrir alla aðila í gangi, fyrir meinta þolendur eða gerendur, og þessi mál eru ekki leyst í múgæsingi á samfélagsmiðlum.

Oft er best að láta kyrrt liggja, sérstaklega þegar viðkomandi einstaklingur er látinn og leyfa honum að hvíla í gröf sinni í friði. Venjan er að þegar einstaklingur lætur lífi, eru mál hans látin falla niður. Er hræddur um að framtíðin muni fordæma slaufumenningu samtímans. Hún flokkuð með galdraofsóknir og ofsóknum fortíðarinnar. Við erum bara ekkert komin lengra í siðferðisþroska, mannkynið.


Staða Landhelgisgæslunnar til skammar segir formaður Samfylkingunnar

Það gerist sjaldan að hægt sé að vera sammála formanni Samfylkinguna. Það er þó greinilegt hægt í ákveðnum málum.

Staða Landhelgisgæslu Íslands er til skammar fyrir ríkisstjórnina því það er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi og öflugar almannavarnir. Þetta segir Kristrún Frosadóttir formaður Samfylkingarinnar á Facebook síðu sinni í morgun.

Sjá slóð: Segir stöðu Landhelgisgæslunnar til skammar fyrir ríkisstjórnina

Undir þessi orð er hægt að taka. Í raun þyrfti LHG að hafa yfir að ráða þrjú varðskip, a.m.k. fjórar þyrlur, eftirlitsflugvél og ómannaðan dróna eins og gerð var tilraun með um árið.  Sjá slóð: Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi Góð raun reyndist af notkun drónans.

LHG hefur ávallt látin sitja á hakanum. Undantekningalaust vanfjármögnuð stofnun, þrátt fyrir gífurlega mikilvægi hennar fyrir landhelgisgæslu landsins og landvarnir. Ljóst er að íslensk stjórnvöld munu alltaf láta LHG mæta afgangi.  Það væri því ekki vitlaust að breyta hlutverki hennar og gera hana bæði að löggæslustofnun en líka að herstofnun, líkt og með bandarísku landhelgisgæsluna. Sú síðarnefnda er landhelgisgæsla á friðartímum en herfloti á ófriðartímum. Sjá varnarmála hlutverk LHG hér: Varnarmál

Hér er lýsing á hlutverki bandarísku landhelgisgæslunnar: "Bandaríska landhelgisgæslan (USCG) er siglingaöryggis-, leitar- og björgunarsveitardeild bandaríska hersins og ein af átta einkennisklæddu þjónustudeildum landsins. Þjónustueiningin er siglinga-, her- og fjölverkefnaþjónusta og einstök meðal bandarískra herdeilda fyrir að hafa siglingalöggæsluverkefni með lögsögu á bæði innlendu og alþjóðlegu hafsvæði og alríkiseftirlitsstofnun sem hluta af skyldum sínum. Hún er stærsta landhelgisgæslan í heiminum og með  getu og stærð við flesta herflota."

En hvernig á að fjármagna stofnunina? Jú, með breyttu hlutverki má sækja fjármagn í sjóði NATÓ. Við látum hvort sem er fjármagn fljóta þangað. 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband