Múgsefjun - styttubrot rétta leiðin?

Múgsefjun og -hugsun virðist ráða för þegar vandamál koma upp í samfélaginu. Oftast má rekja upphafið til umræðu á samfélagsmiðlum.   Eitthvað mál kemur upp varðandi þjóðþekkta einstaklinga eða hópa og það virðist vera sama hvort viðkomandi er lífs eða liðinn, ekki er eirt.

Oft eru þetta flókin og nánast ósannandi mál, þar sem einstaklingur er borinn sökum, en hann kemur litlum vörnum við, þegar samfélagsmiðla múgurinn er búinn að æsa sig upp í algleymi.

Ef lifandi, reynir hann að verja sig af veikum mætti en það dugar skammt. Einn þekktur knattspyrnumaður, sem hefur fengið "uppreisn æru" þagði allan tímann sem hann mál stóð yfir og virðist það hafa verið rétta leiðin hjá honum. En á meðan, en málið tók ár að upplýsa með lögreglurannsókn, þurfti hann að sitja undir ásökunum um afbrot með tilheyrandi tekjutapi og einangrun. Enn vitum við ekkert hvernig málið var í potti búið en niðurstaða lögreglunnar er að ekki hafi verið um afbrot að ræða þótt dómstóll götunnar hafi verið búinn að afgreiða málið.

Verstu eru málin þegar látnir einstaklingar eru bornir ásökunum. Þeir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sitt. Það getur vel verið að þeir hafi brotið af sér í lifandi lífi, en á meðan ekki er sannað fyrir dómstóla sekt, eiga menn að teljast saklausir samkvæmt leikreglum réttarríkisins, sem við vonandi lifum enn í.

Málið snýst ekki bara um þessa einstaklinga sem mögulega hafa brotið af sér, heldur hvernig menningin er orðin í dag.

Í dag er svokölluð woke menning (vantar sárlega gott hugtak fyrir "woke" sem þýðist beinlínis vaka) eða slaufumenning (e. cancel culture).

Á vísindavefnum er þessu lýst: Íslenska orðið ‚slaufun‘ er þýðing á enska orðinu ‚cancel‘ og ‚slaufunarmenning‘ er þýðing á ‚cancel culture‘. Það sem er átt við með slaufun er að hætt sé við eitthvað sem annars stóð til. Ef til vill mætti allt eins kalla það aflýsingu eða afturköllun en algengast hefur verið að tala um slaufun." Og síðar í greininni segir: "Hins vegar er um að ræða fræga eða valdamikla einstaklinga sem hafa orðið uppvísir að alvarlegum hegðunarbrotum, eins og kynferðisofbeldi, sem hafa í kjölfarið misst atvinnu eða önnur tækifæri og ekki verið velkomnir á opinberum vettvangi. Rétt er að vekja athygli á því að með slaufun er átt við óformlega refsingu sem ekki á sér stað á vegum hins formlega dómskerfis. Í sumum tilvikum getur slaufun átt sér stað vegna brota sem einnig er tekið á innan dómskerfisins en það þarf alls ekki að vera og hún er ekki það sama og formleg refsing á vegum hins opinbera, á borð við fangelsisvist eða sektargreiðslur. Slaufun er þannig í eðli sínu eitthvað sem felst í viðbrögðum almennings með óformlegum hætti."

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Þetta er fallega orðað á Vísindavefnum en fyrirbrigðið er ævafornt. Ef einhver braut af sér siðferðislega (sjá Biblíuna) - saklaus eða sekur - í fornöld var viðkomandi grýttur með steinum eða útskúfaður, jafnvel drepinn. Sama átti við  um fordóma gagnvart sjálfstæðum og oft einstæðum konum á árnýjöld, þær lýstar sem galdrakonur og brenndar á báli.  Með öðrum orðum ráða fordómar og þekkingaleysi á viðkomandi máli ferðinni.

Allra nýjasta dæmið (í gær) var hnífastunguárás á fimm einstaklinga í Dyflinni og þar á meðal börn. Á þessari stundum vitum við ekkert um málið, nema að út brutust óeirðir og það að lögreglan kallar óeirðaseggina hægri öfgamenn. Eigum við að mynda okkur skoðun á þessu þekkingabroti og geysa fram á samfélagsmiðlanna og koma með okkar eigin skoðun? Væri ekki nær að bíða aðeins og sjá hvernig málið þróast?

Sama gilti um voðaverkin í Ísrael, stöðugt er að koma fram nýjar upplýsingar sem varpa nýju ljósi á málið. Sá nú í morgun að talsmaður Hamas segir að drápin á 1400 einstaklingum í Ísrael hafi verið vegna loftárása ísraelska flughersins!

Það er því sorglegt að 350 háskólamenntaðir einstaklingar, háttskrifaðir í háskólasamfélaginu skuli skrifa undir fordæmingaskjal á hendur ísraelskra stjórnvalda þar sem þau eru sökuð um þjóðarmorð. Skjalið byrjar svona: "Við undirrituð, starfsfólk við Háskóla Íslands, lýsum yfir stuðningi við palestínsku þjóðina, baráttu hennar fyrir tilvistarrétti sínum gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði." Eigum við að trúa að þetta fólk beiti gagnrýna hugsun við verk sín? Getum við treyst dómgreind þeirra?

Gott og vel, maður getur skrifað undir stuðningi við palestínsku þjóðina hvenær sem er. En að skrifa undir að ísraelsk stjórnvöld stundi nýlendustefnu og þjóðarmorð? Hvar eru sönnunargögnin? Þarna myndi ég segja, nei, ég er tilbúinn að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu til handa palestínsku þjóðinni, en ég set spurningamerki við yfirlýsingu um þjóðarmorð og nýlendustefnu, sérstaklega þegar sú sama þjóð var hrakin frá öllum arabalöndum og fjöldamorð framin á henni í Evrópu. Þarna er heil þjóð slaufuð.

En snúum okkur aftur að slaufun einstaklinga. Séra Friðrik Friðriksson er nú slaufaður og stytta af honum tekin niður. Maðurinn gerðist aldrei brotlegur við lög né var nokkurn tímann ákærður. Var elskaður og dáður af þjóðinni. Óljós ásökun kemur fram í nýrri bók, sem höfundur heldur mikið á lofti, væntanlega til að vekja athygli og selja fleiri eintök.  Nú er þetta ekki einu sinni orð á móti orði, bara ásökun á hendur látins manns. Við vitum ekkert hvort hann hafi gerst sekur um það sem hann er ásakaður um en borgaryfirvöld í Reykjavík hafa gengið til liðs við dómstóll götunnar og slaufað hann.

Á Wikipedia segir þetta um manninn: "...íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.

Í samstarfi við KFUM og KFUK stofnaði hann sumarbúðirnar Vatnaskógur. Þar samdi hann mörg lög sem eru enn sungin í dag."

Þetta eru staðreyndir en ekki orðrómur. Vega góðverk hans minna en meint "voðaverk"? 

Þetta styttumál er angi af stærri hreyfingu sem gekk yfir Bandaríkin nýverið en þá var styttum steypt af stalli af þjóðþekktum einstaklingum og meira segja Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti fékk ekki að vera í friði né George Washington stofnandi Bandaríkjanna!

Lokaorð. Eigum við ekki að leyfa (saka)málum að fara sinn farveg í dómskerfinu og leyfa reglum réttarríkisins að ráða ferðinni?

Á hverjum tíma eru vandasöm, erfið og viðkvæm mál fyrir alla aðila í gangi, fyrir meinta þolendur eða gerendur, og þessi mál eru ekki leyst í múgæsingi á samfélagsmiðlum.

Oft er best að láta kyrrt liggja, sérstaklega þegar viðkomandi einstaklingur er látinn og leyfa honum að hvíla í gröf sinni í friði. Venjan er að þegar einstaklingur lætur lífi, eru mál hans látin falla niður. Er hræddur um að framtíðin muni fordæma slaufumenningu samtímans. Hún flokkuð með galdraofsóknir og ofsóknum fortíðarinnar. Við erum bara ekkert komin lengra í siðferðisþroska, mannkynið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Í könnun Útvarps sögu eru 70% ósammála því að fjarlægja styttuna af séra Friðriki.  Önnur 10% alveg sama og um 20% sammála slaufu aðgerðinni.

https://utvarpsaga.is/konnun-osammala-thvi-ad-fjarlaegja-eigi-styttu-af-sera-fridriki-fridrikssyni/

Birgir Loftsson, 24.11.2023 kl. 14:04

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Verið minnugir (stytta) leiðtoga yðar, sem Guðs Orð hafa til yðar talað (sr. Friðrik Friðriksson).

Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra.

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebr. 13:7-8).

Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar. (Róm. 11:23).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.11.2023 kl. 20:31

3 Smámynd: Birgir Loftsson

AMEN við því Guðmundur!

Birgir Loftsson, 24.11.2023 kl. 22:01

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Woke menning" = úrkynjun, á íslensku.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2023 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband