Stjórnlaus Pírataflokkur velur sér formann með hlutkesi

Á þessari blokksíðu hefur verið rætt um hvers konar fyrirbrigði Pírataflokkurinn er og um einstaka þingmenn. Rétt skal taka fram að sá hæfasti meðal Pírata er ekki valinn til forystu, heldur er valið í formannssæti með hlutkesi. Má eftir vill kenna því um hversu rótlausir og fyrirleitnir þingmenn eru í tilsvörum. Svona útskýra stjórnleysingjarnir strútúr flokksins:

"Formannsleysið

Píratar byggja á flötum strúktur og velja sér því ekki formann. Við upphaf hvers löggjafarþings er nýr formaður og þingflokksformaður valinn innan þingflokksins með hlutkesti. Formennska í þingflokk Pírata er eingöngu formlegs eðlis vegna þinglegra reglna og hefur ekki í för með sér nein sérstök valdsvið eða ábyrgð. Samkvæmt lögum Pírata ber að hafna sérstöku 50% launaálagi þingflokksformanns. Píratar telja að slíkar álagsgreiðslur vegna flokksstarfs séu á ábyrgð flokkanna en ekki Alþingis."

Væri ekki betra að hafa forystukind sem stýrir hjörðinni í a.m.k. rétta átt? Láta ekki einstaka flökkukind draga alla hjörðina niður í hyldýpið? Er þetta ástæðan fyrir að núverandi formlegur formaður flokksins beitir ekki agavaldinu?

Stjórnmálin samkvæmt kenningu Pírata

Hér hefur verið kynnt grunnstefna flokksins sem rúmast á einu A-4 blaði, svo þunn er stefnan að hún er nánast tabula rasa. Á annarri vefsíðu er skipan flokksins útskýrð og hún er eftirfarandi:

"Stjórnmálin: Píratar hafa barist fyrir nýrri hugmyndafræði og breytingum á grunnkerfum samfélagsins til að mæta þörfum framtíðarinnar með heiðarleika, framsýni og rökfestu að leiðarljósi. Píratar eru aðhaldsafl gegn spillingu. Píratar vilja samfélag þar sem allir sitja við sama borð."

Nú, þegar þið lesendur eru hættir að hlæja, þá verður að segja að það ber að virða Pírata til vorkunnar að þeir eru fólk eins og annað fólk, beiskt og syndugt.

Ef Píratar hefðu ekki hatað kirkjuna jafnmikið og lögregluna, mætti senda þá til prest í sálusorgar meðferð. Sálfræðimeðferðin sem flokkurinn fékk um árið, þegar sætta átti ráðvillta og formannslausa Pírata, gékk greinilega ekki upp.

Um Pírata

Nú er að sjá hvort að fylgi Pírata bíður hnekki við upphlaup Píratans um síðustu helgi eða hvort það haldist óbreytt. Hér er veðjað á að það haldist óbreytt eða minnki lítillega. Af hverju? Jú, Píratar draga sitt fylgi til sömu ráðvilltu einstaklinga og þeir eru. Latté lepjandi mennta lið í 101 Reykjavík með vinstri útópíu um opin landamæri, lögreglulaust ríki og án siðaboða kirkjunnar.  Allir geta verið skrítnir í friði og verið það sem þeim dettur í hug hverju sinni og í löglegri eiturlyfavímu alsælir. Getur verið að Píratar séu börn gömlu hippanna? Tímaramminn passar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru fyrst og fremst formsatriði.

Einhver þarf að vera flokksformaður vegna þess að þeirri stöðu fylgir aðstoðarmaður og sérhver þingflokkur hlýtur að vilja nýta sér það til að hafa ekki færri aðstoðarmenn miðað við þingmannafjölda en aðrir þingflokkar.

Einhver þarf að vera formaður þingflokks til að eiga sæti á reglulegum fundum forseta Alþingis með formönnum þingflokka þar sem ýmsar ákvarðanir eru teknar um þingstörfin. Auk þess eru ýmsar reglur í þingsköpum og starfsreglum Alþingis sem gera ráð fyrir því að tilkynningar um ákveðin atriði skuli koma frá formanni þingflokks, svo sem um innköllun varamanna ef þingmenn forfallast og þvíumlíkt.

Þessir titlar skipta líka máli við röðun í óundirbúna fyrirspurnatíma, en þar koma formenn flokka fyrstir, því næst formenn þingflokka og svo óbreyttir þingmenn.

Þetta eru því einfaldlega praktísk atriði sem er nauðsynlegt að "tikka í réttu boxin" svo að viðkomandi þingflokkur geti starfað eðilega innan þingsins.

Til samanburðar er ekki hægt að skrá félag hjá fyrirtækjaskrá í því skyni að fá kennitölu án þess að tilefna einhvern sem formann. Alveg sama hvort það er húsfélag, góðgerðasamtök eða bara klúbbur áhugafólks um fluguhnýtingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2023 kl. 19:34

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðmundur, LEIÐTOGINN skiptir máli, sbr. Bjarni Benediktsson hefur dregið fylgi Sjálfstæðisflokksins niður í 17% fylgi í stað 40%. Hann er enginn leiðtogi, bara formaður. Allir geta fengið stöðu formanns en leiðtogi sem breytir sögunni, þeir eru fáir.

Já, formlega verða Píratar að hafa formann til að sitja á þingi, en þetta skýrir stjórnleysið/stefnuleysið um allt nema það að eyðileggja íslenska lýðveldið innan frá, um það eru þeir allir sammála um. Spurning: fyrir hvaða íslenska hópa berjast þeir fyrir? Flokkur fólksins fyrir fátæka og öryrkja og sama á við um aðra flokka nema Pírata. Þeir berjast fyrir hugmyndir, ekki fólk.

Birgir Loftsson, 30.11.2023 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Birgir.

Já það má alveg hafa skoðun á kostum og göllum þess að hafa formanns sem leiðtoga, eða engan eins og Píratar.

En ég var nú bara að reyna að útskýra hvers vegna þau þurfa samt að tilnefna einhverja í þessi hlutverk, jafnvel þó það sé aðeins að nafninu til vegna formsatriða.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2023 kl. 21:18

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Guðmundur. Já, ég skildi þig alveg! En notaði tækifærið til að ítreka skoðun mína.  Ég skildi það þegar í námi mínu að grísku borgríkin, lýðræðisríkin, urðu að velja sér leiðtoga gegn harðstjórnarríkin grísku. Þótt valddreifingin er mikil í þróuðu lýðræðisríki, verður alltaf að vera einhver oddviti. Besti oddvitinn er sá sem er hæfastur og valinn þess vegna. Ef til vill þess vegna hafa lýðræðisríkin komið reglulega með stórkostlega leiðtoga sem hafa stýrt lýðræðisríkjunum til sigurs gegn einræðisríkjunum. Í þeim síðarnefndu veljast úrhrök sem láta ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu.

En svo er það Akkelishæll lýðræðisíkjanna, að þau eru of frjálslind, opin og tækifærið til valdaráns innan kerfisins of mikið. Erdogan og Pútín eru dæmi um þaulsetna leiðtoga í lýðræðisríkjum (að nafninu til a.m.k.).

Hóphugsun eða hópákvörðun eins og sjá má í lýðræðisríkjum getur verið afdrifarík og hættuleg, til dæmis með yfirfærslu borgararéttinda til annarra en borgara ríkisins. Enginn stígur í ístað og stöðvar þetta. Allt í einu eiga allir erlendir borgarar rétt til réttinda sem eiga samkvæmt stjórnarskrávörnum réttindum aðeins að tilheyra viðkomandi borgurum ríkisins.

Birgir Loftsson, 1.12.2023 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband