Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2022

Skyldur umsækjenda um bandarískan ríkisborgarrétt samanborið við umsækjendur um hinn íslenska

Bandaríkin eru talin vera innflytjendaland. Fólk hvaðan æva úr heiminum leitar þangað og sækir um ríkisborgararétt. Milljónir manna fá landvist og ríkisborgarrétt í landinu árlega á löglegan hátt. En svo koma aðrir bakdyra megin ólöglega og þeir eru komnir upp í 20 milljónir eða svo að talið er. Jafnvel þetta fólk nýtur ákveðinna réttinda, þótt það hafi brotið lög við innkomu í landið, þökk sé stefnu Demókrata.

En Bandaríkjamenn hafa aðra stefnu en Íslendingar við móttöku erlendra ríkisborgara um íslenskan ríkisborgararétt. A.m.k. tveggja alda hefð er fyrir móttöku þeirra og ákveðin lög og ferill er við móttöku umsókna um bandarískan ríkisborgararétt. Á Íslandi er þetta geðþóttaákvörðun Alþingismanna hverjir fá ríkisborgararétt, manna sem hafa ekkert vit né þekkingu á þessum málaflokki.

Skilgreining á ríkisborgararétti Bandaríkjanna og skilyrði fyrir veitingu hans

Ríkisborgararétturinn í Bandaríkjunum er lagaleg staða sem felur í sér Bandaríkjamenn hafi sérstök réttindi, skyldur, vernd og fríðindi í Bandaríkjunum. Hann þjónar sem grundvöllur grundvallarréttinda sem leidd eru af og vernduð af stjórnarskrá og lögum Bandaríkjanna, svo sem tjáningarfrelsi, réttláta málsmeðferð, kosningarétt (þó hafa ekki allir borgarar kosningarétt í öllum sambandskosningum td þeir sem búa í Púertó Ríkó), búa og starfa í Bandaríkjunum og fá alríkisaðstoð.

Það eru tvær aðaluppsprettur bandarísk ríkisborgararéttar:

  1. frumburðarréttarborgararétt, þar sem talið er að einstaklingar sem fæddir eru innan landamæra Bandaríkjanna séu ríkisborgarar, eða - að því tilskildu að ákveðnum öðrum skilyrðum sé fullnægt - fæddir erlendis af foreldri með bandarískum ríkisborgararétti,
  2. …og ríkisborgararétt, ferli þar sem gjaldgengur löglegur innflytjandi sækir um ríkisborgararétt og er samþykktur. Fyrsta af þessum tveimur leiðum til ríkisborgararéttar er tilgreint í ríkisborgararéttarákvæðinu í fjórtándu breytingu stjórnarskrárinnar sem hljóðar:

Allir einstaklingar sem fæddir eru eða hafa fengið réttindi í Bandaríkjunum, og lúta lögsögu þeirra, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og ríkisins þar sem þeir eru búsettir.

Annað er kveðið á um í bandarískum lögum. Í 1. grein stjórnarskrárinnar er vald til að koma á "samræmdri reglu um náttúruvæðingu" er beinlínis veitt af Bandaríkjaþingi.

Eftirfarandi texti eru leiðbeiningar bandarískra stjórnvalda til umsækjenda um bandarískan ríkisborgararétt í lauslegri þýðingu minni – sjá slóðina: How to Apply for U.S. Citizenship | USAGov

Bandarískur ríkisborgararéttur með „náttúruvæðingu“

Að verða ríkisborgari í gegnum „náttúruvæðingu“ er ferli þar sem ríkisborgari sem ekki er í Bandaríkjunum gerist sjálfviljugur bandarískur ríkisborgari.

Bandarískir ríkisborgarar:

Lýsa yfir hollustu sína við Bandaríkin

Eiga rétt á vernd þess

Eiga að nýta réttindi sín og skyldur sem borgarar

Til að verða bandarískur ríkisborgari verður þú að:

  1. Hafa haft kort með fasta búsetu (grænt kort) í að minnsta kosti fimm ár, eða í að minnsta kosti þrjú ár ef þú ert að skrá þig sem maki bandarísks ríkisborgara.
  2. Þú verður að endurnýja fasta búsetukortið þitt áður en þú sækir um ríkisborgararétt ef: Kortið þitt mun renna út innan sex mánaða frá því að þú sóttir um, eða Kortið þitt er þegar útrunnið.
  3. Þú getur sótt um ,,náttúruleyfi“ áður en þú færð nýja græna kortið þitt. En þú þarft að leggja fram ljósrit af kvittuninni fyrir eyðublaðið þitt I-90, umsókn um að skipta um varanlegt búsetukort, þegar þú færð það.
  4. Uppfylla ákveðin hæfisskilyrði. Til að sjá hvort þú ert gjaldgengur skaltu smella á hlekkinn sem líkist mest aðstæðum þínum. Sumar kröfur geta falið í sér að vera: 1) Að minnsta kosti 18 ára þegar þú sækir um, 2) Geta lesið, skrifað og talað grunn ensku
  5. Hafa góðum siðferðislegan eiginleika (karakter).
  6. Farðu í gegnum 10 þrepa náttúruvæðingarferlið sem felur í sér: 1) Ákvörðun um hæfi þitt til að verða bandarískur ríkisborgari, 2) Fylltu út eyðublað N-400, umsóknina um náttúruleyfi og stofnaðu ókeypis reikning til að senda inn eyðublaðið þitt á netinu, 3) Að taka bandaríska ríkisborgaraprófið (umsækjandi er prófaður í sögu og siði BNA) og fara í persónulegt viðtal.

Til samanburðar, þá þarf  norrænn umsækjandi  um íslenskan ríkisborgararétt að hafa náð 18 ára aldri, hafa átt lögheimili hér á landi síðustu þrjú árin og hafa ekki á því tímabili verið dæmdur í fangelsi, til að sæta öryggisvist eða hælisvist samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga.

Ef norrænn ríkisborgari uppfyllir ekki skilyrðin hér að ofan, getur hann lagt inn almenna umsókn um íslenskan ríkisborgararétt og þarf hann þá að hafa verið búsettur hér á landi í fjögur ár. En fyrir erlendan ríkisborgara þá eru skilyrðin ekki mikil, hann getur sótt um íslenskt ríkisfang:

  1. þegar hann hefur haft lögheimili og samfellda búsetu á Íslandi í sjö ár.
  2. Umsækjandi þarf að hafi fengið útgefið ótímabundið dvalarleyfi (áður búsetuleyfi) eða vera undanþeginn skyldunni til að hafa dvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga.
  3. Umsækjandi þarf að sanna með fullnægjandi hætti hver hann er með því að leggja fram afrit af vegabréfi.
  4. Umsækjandi þarf að hafa staðist próf í íslensku samkvæmt kröfum sem settar eru fram í reglugerð um próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt.

Eins og sjá má eru gerð sömu skilyrði í báðum löndum hvað varðar lið a.-d með ákveðnum undanþágum.

En hér kemur munurinn í lið. e. -f: Í Bandaríkjunum þarf viðkomandi að hafa góðum siðferðislegan eiginleika (karakter) – hvað svo sem það þýðir - og farið í gegnum 10 þrepa náttúruvæðingarferlið sem felur í sér: 1) Ákvörðun um hæfni viðkomandi til að verða bandarískur ríkisborgari, 2) Fylltu út eyðublað N-400, umsóknina um náttúruleyfi og stofnaðu ókeypis reikning til að senda inn eyðublaðið á netinu, 3) Að taka bandaríska ríkisborgaraprófið (umsækjandi er prófaður í sögu og siði BNA) og fara í persónulegt viðtal.

Hér kemur ekki fram að við veitingu borgararéttarins, þarf umsækjandinn að sverja hollustu við bandaríska ríkið eftir að hafa staðist ríkisborgarapróf.  Er nokkuð slíkt til að dreifa á Íslandi? Hvort kerfið er betra?

 

 

 


Ríkisborgararétturinn - bara réttindi?

Mannkynssagan er full af sögum af aðalsfólki, bændum, þegnum og ættbálkum. Hins vegar er hugtakið „borgari“ sögulega sjaldgæft - en varð meðal mest metnustu hugsjóna Bandaríkjanna í meira en tvær aldir. 

Frá tímum Forn-Grikkja hefur ríkisborgararétturinn verið mikilvægur í borgarsamfélögum, á tímum Rómverja og fram á daginn í dag, þar sem borgarmenning ríkir.

Helsta stéttin sem borið hefur uppi borgararéttinn er millistéttin og án hennar myndi hann missa gildi sitt og fyrir því eru margar ástæður.

Útrýming millistéttarinnar á síðustu fimmtíu árum hefur gert marga ríkisborgara vestræna ríkja háða ríkisvaldinu. Opin landamæri hafa grafið undan hugmyndinni um hollustu við ákveðinn stað og sjá má þetta hér á Íslandi en hingað streyma þúsundir manna um galopin landamærahlið Íslands árlega.

Ný-marxisminn með  sjálfsmyndapólitík sína hefur útrýmt sameiginlegri borgaralegri sjálfsvitund okkar. Og yfirþungt stjórnsýsluríkið hefur stofnað persónulegu frelsi í hættu, ásamt formlegum viðleitni til að veikja stjórnarskrána.

Vestrænir stjórnmálaheimspekingar  bjuggu til það besta úr langri vestrænni hefð fyrir fulltrúastjórn með stjórnarskrá og réttindaskránni. Í þessum samningum var lýst sjaldgæfum forréttindum og skyldum nýrra vestrænna borgara.

Samt er verið að ráðast á hugtakið ríkisborgararéttur á fornútímahliðinni með lagalegri blöndun búseturétts og ríkisborgararétts.

Besta dæmið um þetta eru Bandaríkin: Tölur um fjölda óskráðra Bandaríkjamanna (ólöglegra innflytjenda) eru á bilinu 11 milljónir til meira en 20 milljónir. Hinir óskráðu eru að verða löglega óaðskiljanlegir frá borgurum og njóta undanþágu frá alríkislöggjöf um innflytjendamál í um 500 lögsagnarumdæmum. Ólöglegur innflytjandi sem er heimilisfastur í Kaliforníu mun greiða umtalsvert lægri skólagjöld við opinberan háskóla í Kaliforníu en bandarískur ríkisborgari í öðru ríki.

Fjölmenningin hefur dregið úr hugmyndinni um e pluribus unum niður í afturhalds stig  ættbálkasamfélagsins. Bandaríkjamenn virðast oft skulda fyrstu tryggð við þá sem líta út eins og þeir gera. Borgarnir geta ekki einu sinni verið sammála um helgar og sameiginlega þjóðhátíð eins og jól, þakkargjörð og fjórða júlí.

Ný-marxískar hugmyndir um hópa, woke menningin, um kúgun hópa á aðra hópa, hefur leitt til afturfara, því nýmarxistar flokka fólk eftir kynþætti og kyni, stefna sem hefur verið vaxandi síðan á 9. áratug 20. aldar. Áður börðust mannréttindafrömuðir fyrir algild mannréttindi alla hópa og Martein Lúther King talaði um jöfn réttindi allra Bandaríkjamanna. Menn eru farnir að skilgreina sig aftur eftir kynþætti og samþættingin er fyrir bí en hefur hingað til gengið ágætlega.

Bandaríski herinn hefur hingað til tekið alla hópa frá öllum ríkjum Bandaríkjanna og gert þá að bandarískum hermönnum, ekki t.d. íbúa frá ríkjunum Virginíu eða Texas. Á sama tíma aðgreina fanga sig eftir hópum, þ.e. kynþáttum og erfitt er að sjá hvor verður ofan á, bandaríski herinn með sína samþættingu borgaranna eða fangelsin með sína aðgreininga stefnu eftir kynþáttum. Mér sýnist fangelsin útunga fleiri rasista en herinn nær að samþætta, því að fangarnir eru þrefalt fleiri en hermennirnir að tölu.

Það er skelfilegt hvernig slík núverandi afturhvarf til ættbálkastigs Bandaríkjanna líkist hruni Rómar, þar sem Gotar, Húnar og Vandalar deildu allir sín á milli um það sem eftir var af 1.200 ára rómverskum ríkisborgararétti - fúsir til að eyðileggja það sem þeir gátu hvorki búið til né líkt eftir.

Þeir samþættust aldrei, tóku ekki upp latínu né settust að í borgum Rómaveldis og gerðust borgarar. Þeir bara settust að á ákveðnum svæðum og tóku þau yfir.  Sami vandi steðjar að Bandaríkin í dag, þau ná ekki lengur að samþætta hópanna sem koma inn í landið, enda ólöglegur innflutningur yfirþyrmandi og því engin formleg samþætting þessara hópa inn í samfélagið, þeir eru m.ö.o. jaðarhópar líkt og Germannarnir sem settust að í Rómaveldi, nánast alltaf ólöglega í stórum hópum. Ekkert ríki stenst slíka atlögu til lengri tíma, jafnvel ekki heimsveldi eins og Rómarveldi eða Bandaríkin.

Ríkisborgararéttur hefur alltaf verið verndaður af millistéttum - á þeirri hugmynd að þær séu sjálfstæðari og meira sjálfbjarga en hinar fátæku undirstéttir, og hafi getu til að geta staðist áhrif og völd yfirstéttarinnar.

Við höfum séð áratugi af stöðnuðum launum og heilu svæðin verða fyrir barðinu útvistun starfa til annarra heimsálfa (glópaisminn) og ósanngjörnum alþjóðlegum viðskiptum. Sögulega séð, með fráfalli millistéttarinnar fylgir svo endalok stjórnskipunarstjórnar.

En ríkisborgararétturinn stendur líka frammi fyrir allt annarri og enn meiri póstmódernískri ógn.

Sumir ráðamenn á Íslandi sjá útópíuríkið í ESB.  Þeir kjósa menningu og gildi Evrópusambandsins án þess að hafa áhyggjur af því að framsækin útópísk loforð ESB hafi verið rutt úr vegi með opnum landamærum, efnahagslega niðurlægjandi reglugerðum og óafsakandi og andlýðræðislegum viðleitni til að hefta tjáningarfrelsi og staðbundið sjálfræði ríkja og svæða. ESB hagar sér eins og Rómaveldi forðum, með ólýðræðislegum stjórnendum sem ekki eru kosnir af íbúum bandalagsins.

Slík hugarfar „heimsborgara“ eða "Evrópuborgara" ýtir oft undir skömm yfir uppruna og hefðum Íslands. Þverþjóðleg samtök og sáttmálar um loftslag, refsimál og mannréttindi eru talin æðri íslenskum lögum. Erlent farandfólk sem leitar betra lífs, ekki vernd, sækir í slíkt pardísaríki eins og Íslands, þar sem það fær allt upp í hendurnar án þess að hafa unnið handtak, greitt skatta eða unnið einhverjar af skyldum ríkisborgara, því ríkisborgararétturinn er bara réttindi fyrir það, ekki skyldur.

En nú þarf ekki einu sinni að gerast borgari ríkisins, heldur bara að segja ég er að flýja....eitthvað og réttindi koma sjálfkrafa í kjölfarið. Ef ásóknin verður of mikil, hrynur (velferða)kerfið (líkt og í Svíþjóð), samkenndin og vilji borgara til að borga skatta. Þetta gerðist hjá Rómverjum, íbúarnir yfirgáfu "menninguna" og ofurskatta og leituðu skjóls hjá barbörunum.

Grunnþættir borgaralegs lífs í landi, svo sem að kunna og tala tungumálið í landinu og taka þátt í starfi samfélagsins, borga sína skatta, eru ekki lengur nauðsynlegir. Hver sem er sem kemur til landsins á sjálfkrafa rétt til allra réttinda íslenskra ríkisborgara, eða svo virðist vera samkvæmt stefnu íslenskra stjórnvalda um þessar mundir.

Skiptir atkvæðagreiðsla í kosningum - grunnréttur hins lýðræðislega borgara - svo miklu lengur?

Orðtakið „mýri“ skrifræðis-, stjórnsýslu- og eftirlitsríkisins er víðfeðmt og óviðeigandi að nokkrir skrifstofumenn geti áreitt frumkvöðla í viðskiptalífinu, gefið út tilskipanir með krafti löggjafar sem eyðileggur líf eða getur ákært, stjórnað eða endurskoðað einstakling og keyrt hann niður í svaðið, því hvernig getur einn maður ráðið við kerfið? Skrifræðið og völd embættismanna er orðið það mikið.

Við höfum enn réttindaskrá stjórnarskráarinnar, en margar af stjórnarskrárvörnum okkar eru að verða orðin tóm. Alþjóðahyggjan, veðrun (minnkandi áhrif og fækkun) millistéttarinnar og opin landamæri í reynd eru að breyta Íslendingum í aðeins íbúa, búsetta á tilteknu svæði. Engin framtíðarsýn er á hvað telst vera hætta fyrir íslenska menningu, tungu eða gildi. Hvar liggja mörkin?

Íslensk gildi, gömulgróin sem hafa farið í gegnum eldskírn reynslunnar og þess vegna orðin hluti af þjóðarmenningu okkar, eru ekki lengur í hávegum höfð. Kristni og kristin gildi úthýst úr skólum landsins. Saga er kennd í skötulíki í grunnskólum og í framhaldsskólum er hún kennd í svo litlu mæli að nemendur fá ekki einu sinni grófa heildarmynd af mannkyns- og Íslandssögu.

En enn hættulegra, þökk sé framkomu ókosinna embættismanna, ásamt samfélagsmiðlum sem sniðganga, áreita og skamma okkur, eru stjórnarskrárbundin réttindi okkar nú í auknum mæli valkvæð. Þau ráðast aðallega af því hvort við séum talin verðug af ókosinni, pólitískt rétthugsandi og "siðferðislega réttlátri" yfirstétt.

Helstu réttindi sem fylgja með ríkisborgararéttindum eru:

  • Landvistarréttur
  • Aðstoð og vernd frá ríkinu
  • Kosningaréttur og kjörgengi
  • Embættisgengi
  • Framfærslu- og bótaréttur
  • Atvinnuréttindi

 

Helstu skyldur sem fylgja með ríkisborgararéttindum eru:

  • Hlýðni og hollusta.
  • Skylda til að gegna sumum opinberum störfum.
  • Tali tungumálið og virði gildi ríkisins (almennt í vestrænum ríkjum, svo sem Bandaríkin en engar kröfur um það á Íslandi).

Er það tryggt að þeir sem hingað flytja og vilja fá ríkisborgararétt, séu tilbúnir til að taka á sig skyldur ríkisborgarans, en ekki bara réttindin? Er gerð krafa um íslenskukunnáttu við afhendingu ríkisborgararéttarins og viðkomandi kunni sögu og siði viðtökuríkisins? Slík krafa er t.a.m. gerð við veitingu bandarísk ríkisborgararéttsins.

Það er eins og stjórnmálaelítan, í sínum vinstri búbbluheimi, einblíni aðeins á réttindi en talar aldrei um skyldur og aðlögun. Eða getum við í raun búið í margra menninga samfélagi og lifað hlið við hlið en ekki saman í einu þjóðfélagi? Er Ísland fyrsta ríkið sem tekst það í mannkynssögunni? Hvað segir sagan okkur? Hvað gerðist t.d. í Júgóslavíu og önnur fjölþjóðaríkjum Evrópu? Hvað gerðist t.d. á Havaí á 19. öld?

Samantekt

Minnkandi áhrif millistéttarinnar og hversu háðir margir hópar samfélagsins eru um bjargráðir ríkisins, setur rétt ríkisborgarann í hættu. Vaxandi embættisvald embættismanna, ókosina og ofurvald ríkisvaldsins er allsumlykjandi í íslensku samfélagi. Barátta borgarans fyrir réttindum sínum og geta til að berjast gegn kerfinu fer þverrandi. Afsal íslenskra stjórnvalda á völdum sínum til yfirþjóðlegs valds í Brussels, gerir þjóðríkið vanmáttugt og þar með stoðir þess sem eru ríkisborgarnir. 

Hugsanlega mun ég fylgja eftir þessum pistli með umfjöllun um forngríska borgararéttinn og hinn rómverska, sé til.

 

 

 


Ísland og upphaf þátttöku þess í Sameinuðu þjóðunum

Ísland var ekki á meðal stofnenda Sameinuðu þjóðanna vegna þess Ísland neitaði ganga að því skilyrði að lýsa yfir stríði á hendur möndulveldunum.

Á vefsetri Sameinuðu þjóðanna má lesa eftirfarandi grein um upphaf þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Sjá slóðina: Þegar Ísland neitaði að lýsa yfir stríði

Grípum niður í textann:

"En að styrjöldinni lokinni var þessi hindrun ekki lengur fyrir hendi og Allsherjarþingið samþykkti umsókn Íslands um aðild 9. nóvember 1946. Ísland undirritaði síðan yfirlýsingu um að ríkið samþykkti sáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 19. nóvember sama ár. Sama dag gengu Svíþjóð og Afganistan í Sameinuðu þjóðirnar og voru þau ásamt Íslandi fyrst á eftir stofnaðildarríkjunum til að fá aðild að samtökunum.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður 26. júní 1945 í San Francisco, í lok ráðstefnu sem þar var haldin til þess að koma á fót alþjóðlegum samtökum. Gekk sáttmálinn í gildi 24. október 1945 og telst sá dagur stofndagur samtakanna.

Í raun voru samtökin í upphafi áframhald á samstarfi bandamannanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjnna og fleiri ríkja, sem háðu stríð gegn Möndulveldunum, Þýskalandi, Ítalíu og Japan. Yfirlýsing hinna Sameinuðu þjóða, alls 26 ríkja, sem gefin var út 1.janúar 1942, er undanfari samtakanna.

Afleiðinga síðari heimsstyrjaldarinnar gætir enn víða í starfi Sameinuðu þjóðanna. Í inngangsorðum sáttmála samtakanna segir að tilgangur þeirra sé að  „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið.“ 

Aðildin að Sameinuðu þjóðunum ein var ein fyrsta meiriháttar ákvörðun sem nýstofnað lýðveldi þurfti að taka í utanríkismálum. Ríkisstjórn Íslands var boðið að ganga til liðs við hinar Sameinuðu þjóðir, en böggull fylgdi skammrifi.

 

Með öðrum orðum vildi hið nýstofnaða lýðveldi Íslands halda í hlutleysisstefnuna og vegna hennar gat það hreinlega ekki byrjað vegferð sína á að lýsa yfir stríði gegn Möndulveldinu sem öllum var ljóst að hafði tapað stríðinu. Aðeins var verið að ákveða hvernig eigi að skipta herfanginu á Jalta-ráðstefnunni. Íslendingar urðu að horfast í augu við veruleikann 1949 með inngöngu sinni í NATÓ og hlutleysisstefnan fór út um þúfur. Eins var það með hersetu erlends ríkis á Íslandi, sú stefna fór út um gluggann 1951 með Kóreustríðinu en flestir héldu að þriðja heimsstyrjöldin væri hafin.

Sameinuðu þjóðirnar og stríðsátök

Eins og komið hefur hér fram var aðalmarkmið stofnun S.þ. að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið.“ 

Með öðrum orðum að koma í veg fyrir stríð og efla samvinnu allra þjóða í heiminum.  Samtökin hafa gert margt gott í samþættinu og samvinnu þjóða, mannkyninu og jörðinni í heild til góða. Sagt er að viðskipti og samskipti komi stundum í veg fyrir stríð og eflaust er það rétt. Náttúran og dýralíf hafa notið góðs af þessari samvinnu og mannúðarstarf samtakanna hafa bjargað mörgum mannslífum í hungursneiðum.

En bein þátttaka S.þ. og friðarumleitanir í stríðsátökum hefur verið algjörlega misheppaðar frá upphafi. Hinn harði veruleiki hefur verið sá að stórveldin ráða úrslitum um afdrif stríða og eftirmála þeirra. Aðkoma S.þ. að stríðsátökum hefur algjörlega verið á forsendum stríðandi þjóða og báðir aðilar verða að samþykkja komu herliðs S.þ. til átakasvæða áður en herlið er sent á staðinn en yfirleitt eru sveitir S.þ. notaðar sem stuðpúði milli stríðandi aðila eftir hernaðarátök. Oft hunsa stríðsaðila veru hersveita S.þ. og halda áfram átökum.

Aðkoma Sameinuðu þjóðanna að nokkrum stríðum frá stofnun þeirra - Hver er árangurinn?

Samkvæmt óljósum, oft hunsuðum stríðsreglum alþjóða samfélagsins, eiga lönd - í stórum dráttum - aðeins að berjast hvert við annað í sjálfsvörn, þegar þau sjálf hafa orðið fyrir árás. Öll önnur hótun eða valdbeiting þarf samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Í raun og veru er þessi hugmynd auðvitað næstum hlægileg. Fá lönd nenna eða vilja að fá samþykki Sameinuðu þjóðanna áður en þau byrja hernaðarátök. Þegar öllu er á botninn hvolft, til að tryggja ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaraðgerðir, þarf samhljóða atkvæði frá meðlimum ráðsins sem hafa neitunarvald, eða að þessi lönd sitji að minnsta kosti hjá ef þau hafna. Og hversu oft hafa keppinautar eins og Bandaríkin, Rússland og Kína vera í sátt þegar kemur að stríði?

Þannig að það er ekki óvitlaust að halda að Sameinuðu þjóðirnar séu frekar gagnslausar við að refsa árásir. En þær taka þátt í hernaðarátökum með beinum eða óbeinum hætti. Frá síðari heimsstyrjöldinni hafa samtökin samþykkt og útvegað hermenn í alls kyns átökum. Hér er stutt útgáfa af helstu og frægustu átökunum:

Kóreustríðið

Valdi er heimilað að „snúa við eða hrekja árás eins ríkis gegn öðru,“ eins og það er orðað í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í tilfelli Kóreu kom þessi árásaraðili árið 1950 frá norðri, þegar Lýðveldið Kóreu (nú þekkt sem Norður-Kórea) réðst inn í Lýðveldið Kóreu (nú Suður-Kórea). Heppilegt var fyrir Suður-Kóreu og bandamenn þess, að Sovétríkin ákváðu - ásamt Kína  - að sniðganga öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og ryðja brautina fyrir ályktun 84 og Kóreustríðið 1950-1953.

Persaflóastríðið


Árið 1990 ögraði Saddam Hussein S.þ. til að heimila önnur stórátök þegar hann réðst inn og innlimaði Kúveit. Ráðið samþykkti ályktun 678 og degi síðar hóf alþjóðleg bandalag undir forystu Bandaríkjanna aðgerðina "Desert Storm". En Hussein var aðeins hrakinn frá landinu, ekki sigraður og það leiddi til Íraksstríðsins árið 2003 - innrás Bandaríkjanna og bandamanna sem frægt er að ekki var samþykkt af S.þ. Stríðið var háð af hæpnum forsendum og Íslendingar fóru á lista "viljugra þjóða" Bandaríkjanna.

„Friðargæsluverkefni“


Helsta önnur réttlætingin sem SÞ gefur fyrir að beita valdi gegn aðildarríkjum er í gegnum þversagnakennd rök, kölluð „friðargæsluverkefni“. Samtökin hafa heimilað hervaldi til að halda friði í ýmsum löndum, þar á meðal fyrrum Júgóslavíu, Haítí, Rúanda, Sómalíu og Kosovó. Árangur þeirra við að „halda friðinn“ í þessum löndum má auðvitað deila um og í Rúanda var framið þjóðarmorð beint fyrir framan nef hersveita S.þ. Þær komu inn eftir sex daga stríðið og oft felast þessi friðargæsluverkefni í að sinna gæslustörfum að stríðsátökum loknum. Sjaldan eða aldrei hafa þau stuðlað bein að stríðslokum. Hef ég rétt fyrir mér? Þið sem lesið þetta megið benda mér á vel heppnað friðargæsluverkefni þar sem þátttaka S.þ. skipti sköpun.

Líbýska flugbannssvæðið

Í einu af fáum nútíma dæmum um diplómatíska samstöðu, kaus Öryggisráðið árið 2011 að heimila „allar nauðsynlegar ráðstafanir“ til að vernda óbreytta borgara í Líbíu, sérstaklega þá í Benghazi sem greinilega stóðu í hótun um yfirvofandi fjöldamorð. Það er ekki þar með sagt að Rússar hafi samþykkt ályktunina; þeir, ásamt Kína og þremur öðrum, sátu hjá. En flugbannssvæði var sett upp, víðáttumikil svæði landsins urðu fyrir loftárásum og Moammar Gaddafi Líbýuleiðtogi náðist að lokum og var drepinn með kúlu í höfuðið. 

Fyrsta alvöru stríð Sameinuðu þjóðanna - Borgarastríðið í Kongó

Í júní hófu S.þ. í hljóði að heyja sitt eigið stríð í Lýðveldinu Kongó. Þrátt fyrir að hafa heimilað önnur stríð og útvegað hermenn til að aðstoða í þessum átökum, er sending Sameinuðu þjóðanna á 3.000 hermönnum til að berjast gegn kongóskum uppreisnarmönnum sem réðu yfir víðfeðmum svæðum í landinu í fyrsta skipti í sögu samtakanna sem þau gera árás og vera í beinni stjórn á hermönnunum, aðferðum á jörðu niðri og loftárásum. Herliðssendignar voru samþykktar með sjaldgæfum samhljóða atkvæðagreiðslu aðildaþjóða. En stríðið í Kongó er líka einstakt. 

Stríðið í Kongó er það mann­skæð­asta síðan seinni heims­styrj­öld­inni lauk. Kongóbúar máttu þola harka­lega nýlendu­stefnu Belga og þriggja ára­tuga harð­stjórn ein­ræð­is­herr­ans Mobutu áður en landið leyst­ist upp í stjórn­leysi og röð inn­an­lands styrj­alda. Stríðið er eitt það hrotta­leg­asta sem hefur verið háð þar sem stríðs­herrar fóru um með barna­heri, slátr­uðu heilu þorp­un­um, brenndu, nauðg­uðu og aflim­uðu. Talið er að tæp­lega 3 millj­ónir hafi farist í stríð­inu og annað eins á næstu árum á eftir vegna þess.

Nota bene, Kongó-stríðið hefur verið skipt í tvo hluta. Fyrsta Kongóstríðið (1996–1997), einnig kallað Fyrri heimsstyrjöld Afríku, var borgarastyrjöld og alþjóðleg hernaðarátök sem áttu sér stað að mestu í Zaire (núverandi Lýðveldinu Kongó), með miklum áhrifum frá Súdan og Úganda. Átökin náðu hámarki með erlendri innrás sem kom forseta Zaires, Mobutu Sese Seko frá völdum, í staðinn fyrir uppreisnarleiðtogann Laurent-Désiré Kabila. Óróleg ríkisstjórn Kabila lenti í kjölfarið í átökum við bandamenn hans og setti grunninn fyrir seinna Kongóstríðið 1998–2003.

Seinna Kongóstríðið, einnig þekkt sem Afríkustríðið mikla og stundum nefnt Afríkustríðið, hófst í Lýðveldinu Kongó í ágúst 1998, rúmu ári eftir að Fyrsta Kongóstríðið, og fól í sér svipaðar ástæður hernaðarátaka. Stríðinu lauk formlega í júlí 2003, þegar bráðabirgðastjórnin í Lýðveldinu Kongó tók við völdum. Þrátt fyrir að friðarsamningur hafi verið undirritaður árið 2002 hefur ofbeldi haldið áfram á mörgum svæðum landsins, sérstaklega í austri.Ófriður hefur haldið áfram eftir uppreisn andspyrnuhersins Drottins og Kivu og Ituri átökin. Níu Afríkuríki og um tuttugu og fimm vopnaðir hópar tóku þátt í stríðinu. Þátttaka S.þ. í stríðsátökunum í Kongó er umdeild og árangurinn eftir því.   

Lokaorð

Kannski má líkja samtök Sameinuðu þjóðanna við Þjóðarbandalagið. Þjóðabandalagið voru alþjóðasamtök sem voru stofnuð á Friðarráðstefnunni í París 1919 í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Markmið samtakanna voru afvopnun og að koma í veg fyrir styrjaldir með samtryggingu, að leysa úr milliríkjadeilum með samningaviðræðum og að bæta velferð í heiminum. Sú stefna í alþjóðastjórnmálum sem lá á bak við bandalagið var gerólík þeirri sem ríkt hafði fram að því.

Þjóðabandalagið bjó ekki yfir eigin her líkt og Sameinuðu þjóðirnar í dag og treysti því á stórveldin til að tryggja framkvæmd ákvarðana bandalagsins. Síðari heimsstyrjöldin sýndi greinilega fram á að bandalaginu mistókst að ná einu helsta markmiði sínu: að koma í veg fyrir stríð. En Sameinuðu þjóðirnar eiga í raun engan her, ekki frekar en Þjóðarbandalagið. 

Flestar friðargæsluaðgerðir sem fara fram á vegum Sameinuðu þjóðanna sjálfra og friðargæslusveitirnar lúta þá stjórn stofnunarinnar.  Friðargæsluliðar S.þ. (sem gjarnan eru kallaðir bláhjálmar vegna blárra höfuðfata sinna) geta því bæði verið hermenn, lögreglumenn og borgaralegir embættismenn. Í þessum tilvikum eru friðargæsluliðarnir þó enn meðlimir í herjum aðildarríkjanna en ekki hermenn í sérstökum alþjóðaher Sameinuðu þjóðanna, þar sem enginn slíkur her er fyrir hendi.

Í tilvikum þar sem bein afskipti Sameinuðu þjóðanna eru ekki talin ákjósanleg eða viðeigandi heimilar Öryggisráðið stundum samtökum eins og Atlantshafsbanalaginu, Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja, eða bandalögum viljugra ríkja að sjá um friðargæsluaðgerðir.

En eigum við ekki að vera sanngjörn og segja að Sameinuðu þjóðirnar eru betri en ekkert þegar kemur að stríðsátökum almennt, hvort sem er um að ræða borgarastyrjaldir eða stríð ríkja. Þarna er að minnsta kosti vettvangur fyrir friðarviðræður og milligöngu aðila stríðsátaka. 


Færeyingar eru skynsamari en Íslendingar

Færeyingar eru séðir er þeir endurnýjuðu fiskveiðisamning við Rússland. Þetta örríki er álíka fjölmennt og Ísland á 19. öld þegar við voru að stíga okkar fyrstu skref til sjálfstæðis.

Færeyska þjóðfélagið er vel rekið samfélag.  Það eru t.d. 5 jarðgöng í smíðum þessa daganna, geri Íslendingar betur. Ein meiri segja neðanjarðar í Þórshöfn. Fótboltavellirnir eru betri en á Íslandi, þótt þeir eigi ekki fótboltahús en eitt er í bígerð. Þjóðarleikvangur þeirra er öfundsverður.

En snillin er að að átta sig á að þeir eru örríki sem hefur engin áhrif, sem passar sig á að halda kjafti og blanda sér ekki í slag stóru strákanna. Þetta hafa Íslendingar ekki fattað og haldið að þeir skipti máli í stórveldispólitíkinni og blanda sér í hana án þess að vera spurðir. En svo gerðu þeir það og lýstu sig þátttakendur í stríði gegn Írak og Lýbíu. Bæði arfavitlausar stríðsaðgerðir og koma hagmunum Íslendinga ekkert við. Íslendingar lýstu til að mynda ekki stríði gegn þýskaland í lok heimsstyrjaldarinnar síðari sem var snjallt. Þeir vildu ekki byrja lýðveldistíð sína á stríðsyfirlýsingu.

Annað dæmi er fiskveiðistríð Íslendinga gegn Rússlandi vegna Úkraníustríðsins sem hefur bara skaðað hagsmuni Íslendinga, ekki Rússa. Hvaða heilvita maður heldur að örríkið Ísland geti beitt stórveldi efnahagsþvingunum? Nú, ef þetta á hins vegar að vera táknrænar aðgerðir, þá verða Íslendingar að hafa efni á því og hugsa samtímis um hagsmuni sína, bæði nú og fram í tímann.

Eiga Íslendingar þá bara að þegja þegar gerð er innrás inn í annað Evrópuríki? Nei, diplómatsían á að virkja, senda mótmæli til Kremlar, taka málið upp á þingi Sameinuðu þjóðanna (þau gagnlausu samtök sem hafa ekki stöðvað eitt einasta stríð frá stofnun) og gerast milligöngumenn, bera klæði á vopnin, þar er styrkleiki Íslands.

Íslendingar stunda enga sjálfstæða utanríkisstefnu heldur eru þeir taglnýtingar stórþjóðanna. Af hverju? Jú, við eigum enga stjórnmálaskörunga sem standa í lappirnar.  Sá síðasti sem við áttu er hinn umdeildi Jón Baldvin Hannibalsson sem tók afstöðu með Eystrasaltríkjunum í upplausn Sovétríkjanna. Bendið mér á leiðtoga á Alþingi í dag? Mér dettur kannski í hug Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann örflokksins Miðflokk, en hann virðist þora að taka skarið í erfiðum þjóðfélagsmálum og er virkur í stjórnarandstöðunni. 

Þetta er tekið af netinu: "Eftir fall bankanna tók Sigmundur þátt í stofnun samtakanna In Defence of Iceland sem almennt gengu undir nafninu InDefence og kom fram fyrir hönd samtakanna. Samtökin sem voru óformleg grasrótarsamtök fólks sem átti það helst sameiginlegt að hafa stundað nám í Bretlandi og börðust gegn því að bresk stjórnvöld hefðu beitt hryðjuverkalöggjöf landsins gegn Íslendingum vegna bankahrunsins. Í því skyni stóðu samtökin fyrir áróðri á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, innlendum sem erlendum og stóðu fyrir stærstu undirskriftasöfnun sem fram hafði farið á Íslandi. Afhenti Sigmundur ásamt öðrum félögum í samtökunum 83.000 undirskriftir fulltrúa breska þingsins. Ásamt InDefence-hópnum og fleirum, barðist Sigmundur Davíð gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir," og má hann hafa þakkir fyrir að hafa sparað íslenska samfélagið milljarða króna í ósanngjörnum kröfum Breta og annarra "bandalagsþjóða" í því máli.

Inga Sæland virðist vera skörungur á afmörkuðu sviði sem eru málefni aldraða og öryrkja en annars sker hún sig ekki úr sem leiðtogi.

Katrín Jakobsdóttir stendur ekki með sjálfum sér né stefnu flokksins, sem sést best á viljugri þátttöku VG í störfum NATÓ. Hún lét plata sig í að vera forsætisráðherra sem hefur lítil völd samanborið við fjármálaráðherra.

Þorgerðu Katrín berst við vindmyllur og heldur að innganga í ESB sé enn á dagskrá. Óskiljanlegt að flokkurinn skuli enn vera til.

Logi Ein­­ar­s­­son fyrrum formaður Samfylkingarinnar var gjörsamlega út úr kú með sínum málflutningi og gerði flokkinn nánast að örflokki. Veit ekkert um Kristrúnu Frostadóttir.

Bjarni Benediktsson virðist vera hugsjónarlaus búrókrati sem passar upp á völdin fyrir hagsmuni Sjálfstæðisflokksins en engir leiðtoga hæfileikar hafa komið ljós, hingað til a.m.k.

Hafa Píratar leiðtoga? Þeir hafa stimplað sig rækilega sem vinstri flokkur og virðast vera út og suður í mörgum málum.

Framsóknarflokkurinn er bara þarna eins og gömul mubbla á Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson virkar eins og búrikrati á mann, líkt og Bjarni Benediktsson, hugmyndasnauður.

Það er ekki nema von að stefna Íslands er reiðulaust í heiminum þegar engir leiðtogar eru til á landinu bara stjórnendur.


Kúgun minnihlutans

Í aldanna rás hafa fræðimenn haft áhyggjur af möguleikum óhefts lýðræðis sem myndi leiða til harðstjórnar meirihlutans, þar sem meirihlutahópar rífast um réttindi minnihlutahópa. Það sem við sjáum oft í dag er í staðinn eins konar harðstjórn minnihlutans: kerfi þar sem sérstaklega öfgafullur og áhugasamur hluti almennings getur farið með of stór völd andspænis meirihluta sem er annað hvort of áhugalaus eða of hræddur til að vera á móti því. Á Íslandi má sjá þetta af öfuga vinstri hópum og hreyfingum, svo sem no border samtakanna (hvað ætli séu margir í þeim samtökum?) sem vaða uppi án mótstöðu. En þeir tala ekki fyrir hönd meirihlutans samkvæmt nýlegri könnun þar sem meirihlutinn vill ekki fleiri hælisleitendur til landsins.

Fullyrðingar aðgerðasinna minnihlutans draga oft mikinn styrk sinn í þegjandi forsendu um að þær séu mun stærri þýði skoðana en er í raunveruleikanum. Kvartanir vegna menningarlegrar eignarnáms byggja til dæmis á þeirri vanalega óskoruðu hugmynd að einn fulltrúi hóps geti talað fyrir alla eða flesta í þeim hópi. Ef einhver segir, mér líkar ekki við hvítt fólk sem klæðist sembreros, höfum við enga ástæðu til að líta á það sem eitthvað meira en einstaka skoðun. Ef staðhæfingin er í staðinn, sem Mexíkói, get ég sagt þér að með því að klæðast sembrero í hrekkjavökuveislu ertu að móðga Mexíkóa, gæti það virst réttlæta frekari aðgerðir, jafnvel þótt sú mikilvæga fullyrðing sem öllum eða flestum Mexíkóum væri sama um.

En spurningin um hversu marga kvartendur hafa í raun við hlið þeirra er enn grundvallaratriði en það. Það er vegna þess að tölur eru það eina sem getur að lokum dæmt um þetta og er ein af lykilreglum frjálshyggjunnar: skaðareglan, mótuð af J. S. Mill. Einfaldlega sagt er skaðareglan eftirfarandi: Hún segir að við ættum öll að geta gert hvað sem við viljum, svo framarlega sem það skaðar engan annan. Eins og kynslóðir gagnrýnenda Mills hafa bent á er oft spurning um túlkun hvað telst skaði. Ef ég segi neðanbeltis brandara opinberlega og þú kvartar yfir honum, hef ég þá skaðað þig eða ekki? Hver á að segja til um það?

Svarið er á endanum fólkið. Það er að segja að á raunsæjum vettvangi tökumst við á tvíræðni meginreglu Mills með því að setja lög sem endurspegla hugmynd flestra um hvað telst skaði. Þess vegna er það ekki í bága við lög að segja eitthvað sem þú gætir verið ósammála, en það er í bága við lög að þú kýlir mig í andlitið.

Hugmyndin um að það sé skaðlegt að vera sleginn í andlitið er skaði nýtur víðtækrar samstöðu, en sú hugmynd að þú segir eitthvað sem ég gæti ekki haldið að sé satt sé skaði er ekki eitthvað sem flestir myndu vera sammála um, að minnsta kosti ekki eins og er.

Og verklagsreglurnar sem við notum til að setja lögin eru hönnuð til að gefa okkur meira eða minna nákvæma tilfinningu fyrir því hver skoðanir fólks eru í raun og veru.

Í fulltrúalýðræðisríkjum okkar þýðir það að lög eru sett með atkvæðagreiðslu, af stjórnmálamönnum sem hafa sjálfir verið valdir með einhverri aðferð sem er móttækileg fyrir almennum vilja. Auðvitað er engin algerlega fullkomin leið til að gera þetta og maður gæti vel haldið að kosningakerfin sem við búum við í augnablikinu séu sérstaklega langt frá fullkomnun. En kerfið er hannað til að gefa okkur tilfinningu fyrir jafnvægi skoðana í samfélaginu og sumir af örlítið óvenjulegum eiginleikum þess (leynileg atkvæðagreiðsla, til dæmis) hjálpa því að gera það betur en sumar af þeim óformlegu aðferðum sem við gætum snúið okkur að.

Lýðræði, eins og sagnfræðingurinn Sean Wilentz skrifaði, er háð „hinum mörgu“ - á valdi venjulegs fólks „ekki bara til að velja ríkisstjóra sína heldur til að hafa umsjón með stofnunum ríkisstjórnarinnar, sem embættismenn og sem borgara sem eru frjálsir til að koma saman og gagnrýna þá sem eru í embætti. .”

Að lokum, við sem einstaklingar ættum ekki að vera hræddir að vera í minnihluta og standa fast á okkar skoðunum. Það er hluti einstaklingsfrelsisins. Í eðlilegu lýðræðisríki ræður meirihlutinn sem er þýði frjálsra einstaklinga og það er eðlilegt.

En við ættum að varast að fara í minnihlutahóp sem kúgar meirihlutann og neitar honum um tjáningarfrelsið og frelsið yfirhöfuð. Sagan er uppfull af minnihlutahópum (kommúnistar í Rússlands sem hrifsuðu til sín völdin 1917, nasistar sem hrifsuðu til sín völdin 1933 o.s.frv.), sem níðast á meirihlutanum. Verum frjálsir einstaklingar með rétt til að tjá okkur í orði og æði og til saman gerum við hinu frjálsu einstaklingar þjóðfélagið sterkt samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Þeir sem eru móðgunargjarnir, verða að sætta sig við að búa í samfélagi og eitthvað sem einhver segir gæti móðgað þá einhverju sinni. 

P.S. Í þessari grein birtist ég sjálfur, án lógós. Ég hef alltaf fundist að útlit eigi ekki að skipta máli þegar maður tjáir hugsun sem er að sjálfsögðu óháð útliti. Útlit er hvort sem er hverful mynd af einstaklingi.Það er auðvelt að finna mig á netinu ef menn vilja sjá mynd af mér. En látum andlit á greinar mínar og sjáum til.

 


Kjarnorkuver á Íslandi?

Hér er hugsað út fyrir kassann. Gunnlaugur Þór Þórðarson,  umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra, segir í nýlegu viðtali að vegna orkuskiptanna framundan sé þörf á að bretta upp ermarnar og núverandi stefna, sem sé að sparka dolluna eftir götuna, gangi ekki upp.  Það verði að koma með lausnir sem fyrst. Ekki nægi að leggja niður álver, orkuþörfin er miklu meiri en það.

En hvað er þá til ráða?  Setja upp vindmyllugarða í ósátt við íbúa hvers svæðis? Það virðist ekki vera raunhæf lausn, því að töluverð mengun fylgir gerð vindmyllanna sem og orkunýtingin er ekki það mikil. Ein lausn gæti þó verið að setja vindmyllugarðanna út í sjó, dýralífi á landi til góða sem og íbúum. Veit ekki um mengun í hafi vegna vindmyllugarða. Þá komum við að kjarnorkuverum....

Kjarnorkuver - Hrein og græn?

Svörum nokkrum mikilvægum spurningum um hvort kjarnorkan sé hrein og græn eins og við Íslendingar vilju hafa það.  Og hver er hættan á kjarnorkuslysi?  

Kjarnorka er hreinn orkugjafi með núlllosun. Hún framleiðir orku í gegnum klofning, sem er ferlið við að kljúfa úraníum atóm til að framleiða orku. Hitinn sem losnar við klofnun er notaður til að búa til gufu sem snýst hverfla til að framleiða rafmagn án skaðlegra aukaafurða sem jarðefnaeldsneyti gefur frá sér.

Kjarnorka verndar loftgæði

Samkvæmt kjarnorkustofnuninni (NEI) forðuðust Bandaríkin að losa meira en 471 milljón tonn af koltvísýringslosun árið 2020. Það jafngildir því að fjarlægja 100 milljónir bíla af veginum og meira en allir aðrir hreinar orkugjafar til samans.

Það heldur einnig loftinu hreinu með því að fjarlægja þúsundir tonna af skaðlegum loftmengunarefnum á hverju ári sem stuðla að súru regni, reyk, lungnakrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum.

Landfótspor kjarnorku er lítið

Þrátt fyrir að framleiða gríðarlegt magn af kolefnislausu orku, framleiðir kjarnorka meira rafmagn á minna landi en nokkur önnur uppspretta hreins lofts.

Dæmigerð 1.000 megavatta kjarnorkuver í Bandaríkjunum þarf aðeins meira en 1 ferkílómetra til að starfa. NEI segir að vindorkuver þurfi 360 sinnum meira landsvæði til að framleiða sama magn af rafmagni og sólarljósavirkjanir þurfi 75 sinnum meira pláss.

Til að setja það í samhengi, þarft meira en 3 milljónir sólarrafhlöður til að framleiða sama magn af orku og dæmigerður viðskiptakljúfur eða meira en 430 vindmyllur (afkastastuðull ekki innifalinn).

Kjarnorka framleiðir lágmarks úrgang

Það er um það bil 1 milljón sinnum meira en hjá öðrum hefðbundnum orkugjöfum og vegna þessa er magn notaðs kjarnorkueldsneytis ekki eins mikið og maður gæti haldið.

Allt notað kjarnorkueldsneyti framleitt af bandaríska kjarnorkuiðnaðinum á síðustu 60 árum gæti passað á fótboltavelli á innan við 10 metra dýpi!

Þann úrgang er einnig hægt að endurvinna og endurvinna, þó að Bandaríkin geri það ekki eins og er.

Hins vegar gætu sumar háþróaðar kjarnakljúfahönnunir sem verið er að þróa nýtt notað eldsneyti.

NICE Future Initiative er alþjóðlegt átak undir ráðherranefndinni um hreina orku sem tryggir að kjarnorka verði hugsuð við þróun háþróaðra hreinna orkukerfa framtíðarinnar.

Öryggi kjarnorkuvera og kjarnorkuslys

Hér komum við að mesta áhyggjuefninu. Hversu örugg eru kjarnorkuver?

Kjarnorkuver eru meðal öruggustu mannvirkja í heimi. En slys geta orðið sem hafa slæm áhrif á fólk og umhverfi. Til að lágmarka líkur á slysi aðstoðar IAEA aðildarríkin við að beita alþjóðlegum öryggisstöðlum til að efla öryggi kjarnorkuvera.

Mikil framþróun hefur verið í hönnun kjarnorkuvera og þau orðið mun öruggari en áður. Ekki er að marka kjarorkuveraslysið í Japan, þar ollu nátttúruhamfarir slysinu þar. Ekkert kjarnorkuveraslys hefur átt sér stað í Úkraníu, í miðjum stríðsátökum.

AP1000 er án efa fullkomnasti kjarnakljúfur í heimi. Hann er hannaður til að kæla sig niður á aðgerðalausan hátt vegna stöðvun fyrir slysni og forðast fræðilega slys eins og þau í Chernobyl orkuverinu í Úkraínu og Fukushima Daiichi í Japan.

Öruggasta gerð kjarnorkuvera er svo kallaðir "bráðnunar salt" kjarnaofnar. Þeir eru taldir vera tiltölulega öruggir vegna þess að eldsneytið er þegar uppleyst í vökva og þeir starfa við lægri þrýsting en hefðbundnir kjarnakljúfar, sem dregur úr hættu á sprengiefnis bráðnun.

Finnar eru með sex kjarnorkuver - Hvernig  geyma Finnar kjarnorkuúrgang sinn?

Finnar hafa aðstöðu á Olkiluoto, eyju fyrir vesturströnd Finnlands, og ætla að geyma úrgang í djúpri neðanjarðar geymslu frá og með 2023. Þeir munu pakka allt að 6.500 tonnum af úrani í koparhylki. Dósunum eða hylkunum verður komið fyrir í neti jarðganga sem skorin eru úr granítbergi 400 metra neðanjarðar; dósunum/hylkjunum verður pakkað inn með leir. Þegar aðstaðan hefur verið innsigluð - sem finnsk yfirvöld áætla að verði árið 2120 - ætti hún að einangra úrganginn á öruggan hátt í nokkur hundruð þúsund ár. Þá verður geislunarstig hennar skaðlaust.

Sum sé, áhættan vegna kjarnorkuvera og losun kjarnorkuúrgangs er þekkt stærð og vandinn hefur verið leystur.

En ég er þar með ekki að hvetja til að komið verði hér á eitt stykki kjarnorkuver, en bendi á að hægt er að fara út úr kassanum í hugsun....en ég sé þetta ekki gerast. Frekar eyðileggur íslenska ríkið hálendið áður en farið yrði í að reisa kjarnorkuver...en aldrei að segja aldrei var sagt eitt sinn.

Eitt kjarnorkuver gæti farið langt í að leysa aukna orkuþörf Íslendinga næstu 100 árin. Dæmigerður kjarnakljúfur framleiðir 4,332,000 MWh af rafmagni en annars er þetta mismunandi. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi  2021 var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund eða nánar til tekið 19.830 GWst. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt það árið. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst eða meira. 

P.S. Hefur einhver annar en ég bent á þennan möguleika að reisa kjarnorkuver? Hef hvergi séð skrif um þennan möguleika. Ég hef séð hugmyndir um sjávaröldu raforkuframleiðslu og sjávarstraumaorkuver í Breiðafirði....

 


Trump og framtíð hans innan Repúblikanaflokksins

Trump hélt blaðamannafund um daginn og boðaði forsetaframboð sitt. Hann var mjög viðriðinn miðkjörtímabils kosningunum, studdi yfir 200 frambjóðendur. Það var næsta víst að ekki allir næðu kosningum, því sumir þeirra buðu sig fram í kjördæmum sem eru vígi Demókrata. Langflestir frambjóðenda náðu kjöri en þeir sem náðu ekki kjöri og Trump studdi urðu áberandi eftir kosningar og andstæðingar hans hlökkuðu yfir því, bæði innan Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. 

Sumir vildu kenna honum um meintan ósigur en aðrir benda á að þrátt fyrir að engin rauð bylgja hafi átt sér stað, þá náðu Repúblikanar meirihlutanum í fulltrúadeildinni. En hins vegar náðu þeir ekki meirihluta í öldungadeildinni og mega þakka fyrir ef þeir ná að halda öllum 50 sætunum sem þeir höfðu. Þar má ef til vill um að kenna Mitch McConnel, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem hafði gefist upp tveimur mánuðum fyrir kosninga og lýst yfir tapi, fyrirfram.

Ný stjarna fæddist í kosningunum, ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis sem náði glæstum kosningasigri ásamt Marco Rubio í öldungadeild Bandaríkjaþings sem fulltrúi Flórída.

Hins vegar er enginn skýr leiðtogi allra Repúblikana annar en Donald Trump. Það á eftir að koma í ljós hvort DeSantis er bara vinsæll í Flórída eða hann nær hylli um öll Bandaríkin ef hann fer fram. 

Hins vegar er ljóst að grasrótin, alveg sama hversu menn hata Trump hér á Íslandi og skilja ekkert í vinsældum hans í Bandaríkjunum, er ákaft fylgjandi honum og hún er stærri en nokkrum sinni. En Trump hefur náð til "Blue collar"/"rednecks" fólksins í miðríkjum Bandaríkjanna í stórum stíl sem var hætt að kjósa en einnig til latínu fólkins og jafnvel til svertingja.

Menn gleyma að Repúblikanaflokkurinn var eins og Sjálfstæðisflokkurinn álitinn flokkur ríka fólksins og hvíts fólks með dvínandi fylgi en nú er hann orðinn fjöldaflokkur, með allt litrófið innanborð og frambjóðendur flokksins endurspegla breytingarnar enda af fjölbreyttum uppruna. Hann var með öðrum orðum sífellt minnkandi flokkur og menn spáðu að hann myndi hverfa með tímum með fjölgun innan minnihlutahópanna. En nú eru minnihlutahóparnir farnir að kjósa Repúblikanaflokkinn, þökk sé lýðhylli Trumps. 

Fólk kýs forseta Bandaríkjanna í beinum kosningum, líkt og á Íslandi. Það skiptir því engu máli hvað Repúblikanaflokkurinn segir um Trump (mikil andstaða var gegnum honum strax í upphafi), fólkið velur sinn forseta, sama hvað stjórnmálaelítan segir. Þetta hafa íslenskir stjórnmálaflokkar lært af bituri reynslu þegar þeir hafa reynt að ota sínum hottintotta í embætti forseta Íslands.

En það eru tvö ár í næstu forsetakosninga og margt getur gerst á þeim tíma. Nýir frambjóðendur ef til vill birtast. Menn munu því halda áfram að bölsótast í kalllinn hér á norðurhjaranu, og apa þar eftir áróðri íslenskra fjölmiðla, en það breytir ekki neinu. Trump verður í sviðsljósinu a.m.k. næstu tvö ár.

Líklegt er að í millitíðinni verði Biden ákærður fyrir embættisafglöp eða réttara sagt fyrir spillingu í tengslum við spillingamál Hunter Biden. Demókratar eru að reyna núna að minnka skaðann með því láta Hunter einn taka skellinn en Repúblikanar eru ekki á því máli.


Írafárið endurvakið

Hvernig fara saman erfðarannsóknir við fornbókmenntir okkar um uppruna Íslendinga? Hvers vegna er hér ráðandi norræn menning en keltnesk hverfandi? Enn er verið að deila um þetta. Fornleifarnar sýna norræna menningu sem og bókmenntirnar en erfðafræðin er blandin málum.

Kíkjum á vef Íslenskrar erfðagreiningar. Þar segir:

"Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld.  Niðurstöðurnar, sem birtast í vísindatímaritinu Science í dag setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós.

Með samanburði við arfgerðir úr núlifandi íbúum Íslands, Bretlandseyja, Skandinavíu og annarra Evrópuþjóða, var í fyrsta sinn hægt að meta beint uppruna einstaklinga frá landnámsöld. Erfðaefni var raðgreint úr 27 líkamsleifum sem geymdar eru á Þjóðminjasafni Íslands, þar af 25 frá fyrstu kynslóðum Íslandsbyggðar (870 til 1100).

Niðurstöðurnar sýna að í landnámshópnum voru sumir af norrænum uppruna, aðrir af keltneskum og enn aðrir af blönduðum uppruna. Líklegt er að slík blöndun hafi átt sér stað á Bretlandseyjum. Alls var norrænn uppruni einstaklinganna frá landnámsöld um 57%, en er 70% í núlifandi Íslendingum. Ein möguleg skýring á þessum mun er að við upphaf Íslandsbyggðar hafi fólk af keltneskum uppruna eignast færri börn en fólk af norrænum uppruna, líklega vegna þrælahalds og stéttskiptingar. Einnig gæti blöndun við Dani á síðustu öldum haft áhrif.

Rannsóknin sýnir skýrt að umtalsverður hluti af þeim erfðabreytileika sem kom til Íslands með landsnámsfólki hefur tapast á undanförnum 1100 árum. Við þetta hafa Íslendingar orðið erfðafræðilega einsleitari og að þeim sökum ólíkir upprunaþjóðunum frá Skandinavíu og Bretlandseyjum."

Ég veit ekki hvort kerfisbundið hefur verið rannsakaðar beinagrindur eftir 1100 og athugað með keltneskan uppruna. En ef við lítum á sögu landnáms Íslands, þá er ljóst að fyrsta bylgja landnámsmanna kom bæði frá Noregi og Bretlandseyjum (Írland meðtalið). Keltarnir í hópnum voru flestir af undirstétt, þ.e.a.s. þrælar en aðrir blandaðir norrænum mönnum í yfirstétt. Við vitum alveg að þrælar fjölga sig ekki (þetta var vandamál í Bandaríkjunum á 19. öld) og þeir því dáið út en keltneska blóðið lifað áfram í þeim sem voru af yfirstétt sem hafði rétt á að fjölga sér. 

Svo er annar þáttur, næsta bylgja landnámsmanna voru norrænir bændur sem komu beint frá Skandinavíu. Það réði úrslitum um að hér varð norræn menning ráðandi, norræn tunga og trúarbrögð (kristni dó að mestu út á 9. öld). Það er því ekkert óeðlilegt norræn uppruni fari frá 57% upp í 70% með tímanum. 

Það þýðir því ekkert að einblína á fyrsta landnámshópinn og segja, við erum (þá erum við að tala um keltneskar konur) Keltar að hálfu og láta söguna stoppa þar. Það verður að líta á tímabilið frá 874-1100 allt til að fá heildarmynd, jafnvel lengra tímabil, því samgangur var mikill við Noreg eftir 1100 þegar hann hætti alveg að mestu við Bretlandseyjar(nema við Orkneyjar og aðrar eyjar). Hingað héltu Norðmenn áfram að sigla og blanda blóði við heimamenn og öfugt.

Annars er það stórfurðulegt hversu keltnesku áhrifin er þó það lítil, því miður. Menn hafa komið með langsóttar kenningar eins og íslensk bókmenning hafi átt uppruna sinn til Írlands, bara vegna þess að kristin bókmenning var öflug þar (önnur bókmenning þar lítil). Bókmenning getur verið sjálfsprottin og svo virðist vera á Íslandi, samanborið við Bretlandseyjar og Norðurlönd. Hér var öll flóra bókmennta iðkuð, ekki bara kristin fræði og það markar sérstöðu íslenskra bókmennta.


Eiga stéttafélög að skipta sér af pólitískum dægurmálum?

Í Bandaríkjunum hafa verið uppi harðar deilur um skólamál undanfarin misseri. Málið varð pólitískt deiluefni í miðjum covid faraldrinum, þegar stórir hópar grunnskólanema voru sendir heim og látnir stunda heimanám.  Þá komust margir foreldrar að því (urðu þátttakendur í námi barna sinna) að það sem var verið að kenna í skólunum var kennsluefni gegnsýrt af hugmyndafræði ný-marxisma. Íhaldssamir foreldrar urðu margir hverjir reiðir og fóru með málið til skólanefnda. 

Bandarískar skólanefndir ráða miklu um hvað kennt er í grunnskólunum og virðast margar hverjar vera vinstri sinnaðar og því varð harður slagur milli þessara tveggja aðila. Málið rataði í fjölmiðla og svo siguðu Demókratar FBI á foreldra og vildu kalla íhaldssama foreldra "domestic terrorists" eða innlenda hryðjuverkamenn. Það þótti Repúblikönum of langt gengið og herjuðu á stjórnendur FBI í staðinn.

Fór svo í síðustu miðkjörtímakosningum að mikið uppgjör átti sér stað og skipt var um skólanefndir í stórum stíl en þær eru kosnar til starfa, ekki valdar. Skilaboðin voru: Við viljum ekki ný-marxíska innrætingu barna okkar og fari eigi að námskrá.

En nú vilja Repúblikanar fara enn lengra og svipta Kennarasambandi Bandaríkjanna fjárframlög frá alríkisstjórninni.

Í frétt á Foxnews segir, í lauslegri þýðingu, frá málinu: "Þingmaður í Texas kynnti á miðvikudag lög sem myndi banna alríkisfjármögnun stéttarfélaga kennara.

Lögin "No Federal Funding for Teachers’ Union Act", kynnt af Repúblikananum Ronny Jackson, frá Texas, kveða á um að "engir alríkissjóði megi veita til stéttasamtökum þar sem meðlimir eru menntunarfræðingar."

Hér er menntunarfræðingur skilgreindur sem einhvern sem er ráðinn í grunnskóla, framhaldsskóla eða æðri menntun."

Hvers vegna er að leggja þetta frumvarp fram og hver er rökstuðningurinn þingmannsins?

"Að stuðla að gerð kynþáttanámsskráa og kynjaruglingi táknar sannarlega ekki gildi mín eða gildi foreldra, nemenda og kennara í mínu umdæmi. Alríkisstjórnin ætti ekki að gefa eina krónu til stofnana sem nota áhrif sín til að styrkja stjórnmálamenn demókrata í stað nemenda og foreldra. Löggjöf mín er mikilvægt fyrsta skref til að draga úr áhrifum gráðuga kennarastéttar leiðtoga og til ábyrgðar og til að endurheimta foreldraréttindi í menntamálum.“

Þetta leiðir hugann að Íslandi. Þegar farið er inn á vefsetur Kennarasambands Íslands er ekki annað en að sjá að sambandið sé faglegt og hafi almenna stefnu í ýmsum málum sem varða skólasamfélagið og fari eftir þeirri stefnu sem stjórnvöld móta hverju sinni.  Hér má sjá stefnumálin:

Fræðslustefna

Innra starf, félagsmál og þjónusta

Jafnréttisstefna

Kjarastefna

Persónuverndarstefna

Samfélagsmiðlastefna

Siðareglur

Skólastefna

Vinnuumhverfismál

Umhverfisstefna

 

Kíkjum á samfélagsmiðlastefnuna, fer hún í bága við almenna stefnu stjórnvalda?  Þar segir:

"Kennarasamband Íslands er með öflugt starf á samfélagsmiðlum enda góð leið til að ná hratt og vel til félagsmanna. Megináhersla er á að upplýsa og fræða félagsmenn og auka umræðu um menntamál."

Ekkert við þetta að athuga og hér beinir sambandið athyglinni að hagsmunamálum félagmanna.

En svo kom stjórn kennarasambandsins með ályktun um daginn um hitamál - dægurmál í fjölmiðlum. Þar tók stjórnin eindregna afstöðu til málsins sem var í umræðunni.

Þá vaknar spurningin hvort hún sé ekki að fara út fyrir verksvið sitt? Tala forystumenn fyrir hönd allra félagsmanna (engin kosning var um málið meðal meðlima)og eiga þeir yfir höfðuð að ræða dægurmál? Er ekki hlutverk þeirra að einbeita sér eindregið og einungis að menntamálum og hagsmunamálum kennara?

Þetta á ekki bara við um stéttafélag kennara, heldur önnur stéttfélög. Hvar liggja mörkin?  Var til að mynda ekki góð þróun að stéttafélögin drógu sig úr landstjórnarpólitíkinni og einbeintu sér eingöngu að hagsmunamálum umbjóðenda sinna?

Á pólitísk hugmyndafræði að móta stefnu stéttarfélags sem ef til vill ekki allir félagsmenn eru sáttir við og eru skyldugir að borga til? Þetta er spurning sem félag eldri borgara hefur glímt við. Eigum við að stofna stjórnmálaflokk til að gæta hagsmuni meðlima okkar eða eigum við að vera áfram hagsmunagæslufélag í þrengstu merking hugtaksins?

 

 

 


Þingmenn á Alþingi ræða loks um varnarmál

Tveir þingmenn hafa farið fram á sviðið og rætt hinn vanrækta málflokk sem eru varnarmál Íslands. Jú, það urðu umræður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraníu en svo slökknaði á þeim. Baldur Þórhallson fræðimaður var þar fremstur í flokki.

Byrjum á Njáli: "Njáll Trausti Friðbers­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mælti í dag fyr­ir til­lögu til þings­álykt­un­ar um rann­sókna­set­ur ör­ygg­is- og varn­ar­mála á Alþingi," segir í frétt mbl.is.

Hinn þingmaður er Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Í greininni: "Ræða þarf fasta viðveru hersveita" segir: "Í síðastliðnu viku átti sér stað umræða um aukið alþjóðlegt sam­starf í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Var frum­mæl­andi Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið sam­starf Íslands við ríki NATO vegna breyttr­ar heims­mynd­ar í kjöl­far Úkraínu­stríðsins, aukið fram­lag Íslands til sam­eig­in­legra verk­efna NATO og að varn­ar­samn­ing­ur Íslands og Banda­ríkj­anna taki skýrt á ógn­um er tengj­ast netör­ygg­is­mál­um. Eins lagði hún áherslu á aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu."

Hvaðan kemur þessi heráhugi Katrínar? Hann kemur í raun ekkert við varnarmál eða öryggi Íslands, heldur er hún hér að reisa enn eina undirstöðu súlu fyrir inngöngu Íslands í ESB. Af því að Evrópusambandið hefur áhuga að efla varnir sínar, þá geysist Viðreisn fram á sviðið og segir hið sama og mynda þarna tengingu við sambandið. En það hefur hingað til verið andvana hugmynd að reisa Evrópuher, NATÓ hefur einmitt sýnt með aðgerðum  sínum í Úkraníu, að það er enginn annar valkostur.

Hugmynd Njáls er hins vegar athyglisverðri og er af sömu rótum og mínar hugmyndir en ég skrifaði grein í Morgunblaðinu 2005, sjá slóð hér að neðan en ég var fyrstur Íslendinga sem lagði til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands. Þar legg ég til eins og Njáll að Varnarmálastofnun sæi um rannsóknir, þær yrðu hluti starfa stofnuninnar. Ég sagði:

"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð.

Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ.

Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna." 

Um stofnun varnamálastofnunar

En illu heillin lögðu vinstri menn af ófyrirhyggju sinni niður stofnunina. Eins og stríð og þekking á þeim mundi bara hætta. Úkraníu stríðið hefur sýnt fram á annað.

En ég vil frekar að Varnarmálastofnun verði endurreist og rannsóknarvinnan unnin innan vébanda hennar. En Njáll á þakkir skilið fyrir að vekja mál á þessu.

Exercitum Islandicum constituendum censeo.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband