Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Sagnfræði og sagnfræðingar (Philip Abrams (1982))

external-content.duckduckgo.com

Philip Abrams segir að hann fáist við í bók sinni við vandamál, sem margir félagsfræðingar þurfi að eiga við með sagnfræðilegum aðferðum. Hann segir einnig að hin svo kallaða aðgreining milli félagsfræði og sagnfræði sem fræðigreinar standi í raun ekki í veginum fyrir slíkum lausnum.

Philip Abrams segist ekki vera að tala um að gefa sagnfræði meira ,,félagslegt vægi” né að gefa félagsfræðinni meiri ,,sagnfræðilegan bakgrunn”, né heldur að hversu ákjósanlegt það væri að hvor fræðigreinin fái upplýsingar (e. informed) frá hvorri annari. Það sem hann segist hafa í huga er meira róttækni í greiningu vandamála, dýpri breytingu á greiningastíl, meiri opinn og gegnum genginn skilningur á því, sem í grundvallaratriðum, að báðar fræðigreinarnar eru að reyna að gera sama hlutinn, og noti sama útskýringarök við að gera það. Það er, segir Philip Abrams, mismunandi tilraun til að eiga við það sem hann kallar gerðarvandamál (e. problematic of structuring).

Það virðist svo vera að bilið milli sagnfræði og félagsfræði hafi minnkað mikið síðastliðin 30 ár. Upphaf magnbundinnar sagnfræði (e. quantitive history); meiri áhuga félagsfræðinga á vandamálum tengdum félagslegum umskiptum; meiri áhugi sagnfræðinga á að skilja ,,mentalities” samfélaga fortíðarinnar og kanna sögu á óhefðbundnum viðfangsefnum eins og kúgun, stéttamyndun, glæpi, töfra, félagsleg samskipti innan heimila, og meira almennara, fólk innan mannfjöldann; myndun 20. aldar lýðræði og harðstjórn, hinu miklu nútíma byltingar og jafnvel ,,nútíma heimskerfið” (e. the modern world system); lán milli fræðigreinina á flokkunum o.s.frv. Allt þetta hefur gert það að verkum, að fyrri tilraunir til að aðgreina þessar fræðigreinar virðar hafa farið út í sandinn.

Philip Abrams vísar í Stedman Jones sem segir að félagsfræðin sem kenningarleg fræðigrein og sagnfræðin sem byggir á athugunum, hafi hamingjusamlega runnið saman í eina sæng. Philip Abrams segir að sagnfræðin þurfi á kenningum að halda, en ekki félagsfræðilegum kenningum – En hann segir að báðar fræðigreinarnar séu og hafa alltaf verið eitt og hið sama. Báðar reyna að skilja hið mannlega eðli, og báðar gera það á grundvelli á þróun félagslegri byggingu. Báðar fást við þessa þróun tímatalslega; og þegar spurt er að leikslokum, þá sé diachrony-synchrony skiptingin alveg út í hött segir hann. Félagsfræðin verður að geta tekist á við atburði, vegna þess að þannig verður formgerðin til. Sagnfræði verður að kenningaleg, vegna þess að þannig verður byggingin skiljanleg.

Svo talar Philip Abrams um Edward Thompson sem leggur áherslu á að hugtakið stétt verði að skilja sem samskipti en ekki hlut; þ.e.a.s. söguleg samskipti, viðburð en ekki bygging eða hlut. Thompson gagnrýnir marxista hafa reynt að uppgötva stéttir sem einhver hlutur; félagsfræðingar hafa á sama hátt misskilið þetta hugtak og sagt að stétt væri ekki til því að hún væri ekki ,,hlutur”. Hann segir að hugmyndin stétt feli í sér hugmyndina um söguleg samskipti. Hann líkir stétt við vél í skipi. Hún sé ekki hluti af vélinni, heldur sé hún hreyfingin sem vélin er komin í, hitinn og hljóðin í henni. Stétt er félagslegt og menningarleg gerðar sem ekki er hægt að skilgreina í einangrun né óhlutbundið (e. abstractly), heldur aðeins í skilningi á samskipti við aðrar stéttir og bundið við tíma – stétt er ekki hlutur, heldur atburður sem er að gerast.

Philip Abrams segir að vandinn sé að finna leið að taka með inn í reikninginn mannlega reynslu sem tekur á samtímis, og jafnan hátt það, að saga og samfélag samanstanda af stöðugum og meira eða minna leiti af gagnlegum aðgerðum einstaklinga og þessar aðgerðir, hversu gagnlegar sem þær eru, eru háðar sögu og samfélag. Þetta er vandamál sem snertir einstaklinginn og samfélagið – aðgerðir og byggingu.

Philip Abrams segir þessi ógöngurökfræði um mannleg áhrif sé erfið viðureignar, en takast verður á við þetta og útfæra til þessa að samskipti aðgerða og byggingar verði að skilja sem mál þróunar í tíma. Hann segir að þetta sé spurning um að reyna að byggja félagsfræði þróunar sem valkostur við reynda og útþvælda félagsfræði aðgerða og kerfa. Og þarna komi vandamálið við byggingu inn í dæmið. Þetta sameinar félagsfræðina við önnur mannvísindi, sérstaklega sagnfræði.


Páskar voru notaðir fyrir tímasetningar - rímfræði

Hvernig fóru menn að því að reikna út tímann í gamla daga?

 Latneska minnisþulan Cisiojanus notuð til að telja daga ársins og messudaga. Þekkt frá 12. öld víða um Evrópu en elsta þekkta íslenska útgáfan er frá fyrri hluta 13. aldar. Einnig til eftir siðbreytingu.

 Calendaria eru til mörg.

 Daganöfnin í sjödagaviku eru eldri en kristni á Norðurlöndum. Á Íslandi hafa nokkur þeirra breyst vegna áhrifa kristninnar.

 Rímtöl eða rímfræði er í raun tímatalsfræði. Sólarhringurinn var skiptur með þrenns konar hætti:

a. Jafnar stundir, 24 stundir (nú klukkustundir).

b. 7 kanónískar stundir eða tíðir.

c. Alþýðuleg skipting sólarhringsins í 8 eyktir.

Tímatalsfræði (krónólógía): Felur í sér útreikning tímans eða mælingu hans. Tvenns konar viðhorf gætir í tímatalsfræði:

 Stærðfræðileg tímatalsfræði: Ýmsar tímaeiningar bornar saman og skoðaðar með tilliti til gangs himintunglanna.

 Sagnfræðileg tímatalsfræði: Eru kerfi til tímatals sem hvert samfélag hefur komið sér upp til að koma á festu í daglegri tilveru sinni.

 Egyptar notuðu óbundið sólár.

 Rómverjar notuðu bundið tunglár. Bæta verður við það hlaupaársdögum og hlaupár.

 Grikkir til forna studdust við tunglár með 354 dögum. Þeir sýndu síðan fram á reglubundið hlutfall milli sól- og tunglár.  Tunglöld er 19. ár. Árið 1 var notað sem upphafsár fyrsta 19 ára tímabilsins fyrir miðaldir.

 Sólaröld er 28 ár. Í einu ári eru 52 vikur og 1 dagur (í hlaupaári 2 dagar). Á miðöldum var kerfi þetta látið byrja árið 9 f. Kr. Hvert ár fékk tölustaf 1-28 (sólartal). Þetta kerfi ekki notað til tímasetninga í heimildum eftir 14. öld.

Útreikningar páska:  Kirkjuþingið í Nikeu (325) samþykkti að halda páska á sunnudegi eftir fullt tungl á vori. Dionysius endurbætti páskaútreikninginn um 525 en Beda breiddi þetta kerfi manna mest út.

 Páskatöflur voru gerðar á miðöldum til þess að létta mönnum páskaútreikninginn. Síðar bætt við ýmisar mikilvægar dagsetningar.

 Út frá formi páskatöflunnar urðu til almanök (calendaria) og annálar eða árbækur.

 Til að reikna út páska eins og Dionysius, varð að þekkja bæði stöðu sólar (vegna vikudagsins) og tungls (vegna þess að miðað var við fullt tungl er tími páskana var reiknaður).

 Sólaröld (28 ár) margfölduð með tunglöld (19 ár) = páskaöld (532 ár).

Ártalsviðmiðanir:

• Miðað við Krists burð (Dionysius).

• Hellenískir sagnaritarar miðuðu við ólympíuleikana á 4 ára fresti frá árinu 776 f.Kr. (lögðust af 394 e. Kr.).

• Rómverjar miðuðu sitt við stofnun Rómar (753/52 f.Kr.).

• Jústiníanus lét miða ártöl við ríkisstjórnarár keisara frá og með 537 e.Kr. Páfi tók þetta upp en frá og með árinu 781 miðaði hann við ponifíkatsár eða vígsludag hans í stað keisaraárs.

• Á miðöldum var oft miðað við ríkisstjórnarár konunga í skjölum.

• Indictio árs sýnir stöðu árs í fimmtán ára hring (cyclus) eða öld. M.ö.o. er þrjú 5 ára skattatímabil sett saman í eitt manntalstímabil sem er 15 ára tímabil.

Ársbyrjanir:

o Ársbyrjun verður þann dag sem ártal er hækkað um eina einingu.

o Rómverjar miðuðu við 1. janúar (innsetningadag konsúlanna). Kristnir nýttu sér þetta en miðuðu við umskurn Krists (umskurðarstíll).

o Í Róm til forna og hjá Frönkum; miðað við 1. mars. o Ársbyrjunin 25. mars (Maríuár) tíðkaðist á Bretlandseyjum á miðöldum.

o Páskaár hafði ársbyrjun á páskum með 35 mögulega daga sem ársbyrjun.

o Ársbyrjun 25. desember var talsverð algeng á miðöldum (jólastíll).

Endurbætur á tímatali:

 Tímatal á miðöldum ekki í samræmi við raunverulegt trópískt ár. Skekkjur bæði í ársútreikningi og páskaútreikningi.

 Leiðréttingar á tímatali um 1577.

 Skekkjan í júlíanska tímatalinu (gamli stíll) var 1 dagur á 310 árum.

 Endurbætta tímatalið er kallað gregórisanska tímatalið (nýi stíll). Tekið upp á Íslandi árið 1700.

Gleðilega páska!


Sagnfræði og sagnfræðingar (Richard Hofstadter (1956))

Richard_Hofstadter

Richard Hofstadter segir að atvinnusagnfræðingar í dag eigi við þann stöðuga vanda að glíma, að vita fyrir hverju þeir standa. Tvær hefðir eru nú ríkjandi og móta þjálfun sagnfræðingsins og verkefni.

Hin fyrri er hin kunna sögulega frásagnargerð, sem er eins konar form bókmennta og alltaf virðist vera þörf fyrir að gera; frásagnarbækur um sögulegt efni.

Hin síðar nefnda er hið sögulega viðfangsefni sem fjallar um vel afmarkað efni (e. monograph) og hugmyndafræðilega er ætlað að snerta á vísindalega spurningum, sem sagnfræðingurinn er þjálfaður til að skrifa um í fræðiritum ætluðum fræðimönnum.

Frásagnarhöfundur hikar sjaldan við að endursegja sögu sem þegar er nokkuð vegin þekkt, hann bætir kannski við nokkrum nýjum upplýsingum en sjaldan kerfisbundið eða með skýrum og greinandi tilgangi. Höfundur fræðirits (e. monograph) tekur hins vegar upp á því að bæta við nýjum upplýsingum við þann þekkingasjóð sem fyrir er hendi, eða greina á nýjan hátt þýðingu samhengi sögulega viðburða.

Margir sagnfræðingar, sérstaklega þeir bestu, hafa bundið saman báðar þessar gerðir í einu verki. En greinin sjálf, sem heild, hefur átt í erfiðleikum með að ákveða hlutverk sagnfræðingsins sem virðist gegna tvöföldu hlutverki, og þessi óvissa hefur verið mikilvægasta ástæðan fyrir um óvissunni um gildi flestra sagnfræðirita.

Mörgum sagnfræðingum finnst það vera ófullnægjandi verk að aðeins endurtaka, með smávæginlegum breytingum, það sem við þegar þekkjum um fortíðina; en mónógrafían, sem þó er ætlað að komast yfir þessari takmörkun, skilur lesandann, jafnvel höfundinn sjálfan, í óvissu um hvaða hlutur hinnar nýju þekkingar sé raunverulega mikilvægur.

Þessari tvíhyggju er viðhaldið með þeim kröfum sem gerðar er á hendur sagnfræðingsins. Samfélagið biður hann um að útvega því minningar. Þessi gerð af minningum sem of oft er krafist, er ekki mjög ólík þeim sem við útvegum handa okkur sjálfum – það er, minningar sem ætlað það hlutverk að gleyma, endurraða, aflaga og fella úr eins mikið og þörf er fyrir, til þess að gera okkar eigin sögulega sjálfsímyndun ásættanlega.

Samfélagið hefur einnig annað hlutverk handa sagnfræðingnum; að greina reynslu þess á þann hátt, að hægt sé koma hana í nothæfa gerð fyrir eitthvað ákveðið verkefni. T.d. gæti her beðið sagnfræðing um að safna saman upplýsingum um fyrri stríð í von um slíkar upplýsingar gætu orðið nothæfar í stríðum framtíðar (ath. Patton hershöfðingi leitaði í smiðju Sesars og æðsti hershöfðingi Japana sem vann Rússa 1905, stældi aðferðir Nelson flotaforingja).

Þessi tvíhyggja hefur sína kosti og galla. Hún gerir sagnfræðingnum erfitt fyrir um að ákveða hlutverk sitt (er hann rithöfundur eða tæknimaður? Eða er hann vísindamaður eða spámaður?). Hins vegar getur hún hjálpað honum. Hún gefur honum tækifæri til þess að eiga samskipti við hina ýmsu fræðimenn og fræðigreinar, við stjórnmálamenn og opinbera stjórnsýslu, við blaðamenn og fjölmiðla, við bókmenntir og gagnrýnisstefnu (e. criticism), við vísindi, heimspeki, listir og við félagsvísindi.

Sagnfræðin sker sig frá öðrum fræðigreinum, líka félagsvísindum, hvað varðar hinu sérstöku vandamálum sem hún fæst við, aðferðafræði, takmörkunum og tækifærum. Hins vegar er samband sagnfræðingsins við félagsvísindin mun mikilvægari hjá núverandi kynslóð af sagnfræðingum en nokkrum sinni fyrr í fortíðinni, sem er líklega að þakka þeim miklu framförum sem félagsvísindin hafa tekið síðastliðna áratugi.

Fræðigreinar sem krosstengjast (e. inter-disciplinary work)

Richard Hofstadter segist ómögulega geta kerfisbundið eða formúlera það sem hann gerir sem sagnfræðingur, og tengja við félagsvísindi sem hann finnst vera ruglingsleg, þó að hann telji að þau hafi hjálpað til við að benda á nýja ályktun en ekki nýja niðurstöðu, vegna þess að slík vandamál eru aldrei leyst.

Mónógrafían hefur stundum valdið vonbrigðum, jafnvel í því greinandi verki sem henni er ætlað að sinna og sama má segja um frásagnaraðferðina, hún hefur oft ekki leitt til skilnings á viðfangsefninu. Hann bendir á félagsvísindin sem leið út úr þessum vanda. Hún getur gengið í lið með þessum tveimur fyrst greindum hefðum. Félagsvísindin, með sína aðferðafræðilega sjálfsvitund gæti haft eitthvað að gefa til greinandi þátt rannsókna sagnfræðingsins. Hægt er að hræra saman frásögn, mónógrafíu (sem tapar ekki greiningarþátt sinn og hættir að líkja eftir vísindi) við aðferðir félagsvísinda og fá út úr því eitthvað nýtt.

En hvernig getur félagsvísindin farið saman við frásagnaraðferðina sem fæst við karaktera? Jú, sagnfræðingurinn fær hugmyndir og aðferðir frá félagsvísindunum og geta þjónað ,,catalytic function” fyrir hann. Þau geta hjálpað sagnfræðingnum að aðlaga að sér í eigin tilgang sérstaka nútímasýn í mannlega hegðun og karakter sem hann hefði annars ekki getað gert.

Næsta kynslóð mun þá e.t.v. upplifa samblöndu af sagnfræði og félagsfræði, samblanda af hefðbundinni sagnfræði og félagsvísindum. Hún verði öðru vísi að því leitinu til að hún verður ekki eins og frásagnarsagan í því að helsta hlutverk hennar verður greining. Hún verður ólík mónógrafíunni í því að hún verður meðvituð hönnuð sem bókmenntaform og mun fókusa á vandamál sem mónógrafía hefur hingað til ekki getað átt við. Hún mun taka upp sýn félagsvísinda og að einhverju leyti aðferðir þeirra – hún gæti orðið að bókmenntalegri mannfræði (e. literary anthropology) og tekið upp aðferðafræði úr öðrum fræðigreinum til að fást við gömul vandamál sem sagnfræðin hefur átt við að glíma lengi.

Richard segir að sagnfræðin greini sig á margan hátt frá náttúruvísindum sem og flestum greinum félagsvísinda með sínum tölfræðilegu alhæfingum og þar sem jafnvel er hægt að koma með tölfræðilega forspá. Nútímasagnfræðingurinn hefur ekki áhyggju af þessu. Og ef sagnfræðin féllur ekki undir hinna hefðbundnu greiningaaðferðir vísinda, þá gæti það hjálpað að flokka hana undir hugtakið Wissenschaft en ekkert enskt orð nær utan um þetta hugtak- sem er lærð fræðigrein með ákveðna hugfræðilega þætti, byggja á sannreynalegum þáttum og gjöfullri þekkingu.


Ákæra vegna embættisbrota Bandaríkjaforseta - Impeachment

Impeachment

Donald Trump var ásakaður tvisvar sinnum um afglöp í starfi Bandaríkjaforseta, eða rétta sagt glæpi í starfi.

Lítum á fyrri ákæruna. Í fyrri ákærunni var hann er sakaður um valdníðslu (abuse of power) og að hindra fulltrúadeildina í störfum (obstruction of Congress) en ekki vegna glæpsamlega háttsemi sem er grundvöllur ákæru vegna embættisbrota í forsetaembætti.

Stjórnarskráin heimilar ákæru og brottvísun forseta vegna þessara þátta: 1) Landráðs, 2) múturgreiðslna eða 3) Stórglæpi og ranglæti, en skilgreinir ekki skilmálana með skýrum hætti.

Seinni ákæruliðurinn ,,obstruction of Congress” er langsóttur en hann gengur út á að Trump hafi neitað að leyfa embættismönnum sínum að bera vitni fyrir nefnd í fulltrúadeildinni.

Þess ber að geta að forsetinn hefur ,,executive privilegde”, á íslensku útleggst þetta sem ,,réttindi framkvæmdavalds”, sem kveður á um að nánir samstarfsmenn hans geti neitað eða hann neitað að þeir beri vitni. Þetta ákvæði er til þess að framkvæmdarvaldið geti starfið án þess að óttast að persónulegar samræður eða umræður sem öryggismál verði opinber. Ef ekkert traust eða hætta er á að umræður leki, verður fátt um verk eða trúnað út frá samræðum þessara aðila.

Það er skemmst frá því að segja (eftir u.þ.b. þriggja ára rannsókn og réttarhöld) að Donald Trump var dæmdur saklaus.

Vald Bandaríkjaforseta er mikið, enda er hann yfirmaður Bandaríkjahers og æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Harry S. Truman beitti kjarnorkusprengju á Japan með hundruð þúsunda manna mannfalli en ekki var hann dreginn fyrir stríðsdómstóla vegna stríðsglæpa. Bandaríkjaforsetarnir sem háðu Víetnamsstríðið báru ábyrgð á 3-5 milljóna dauða bæði borgara og hermanna með stríðsrekstri sínum. Aldrei var talað um að draga þá fyrir rétt. Það er því heldur langsótt að draga þá fyrir dóm eftir að þeir láti af völdum en það var reynt í seinni ákærunni.

Ástæðan fyrir því að þeir( Demókratar) gátu elt Trump, eftir að hann lét af embætti, og kært hann, var að Fulltrúardeildin hafði sent ákæruna til Öldunardeildarinnar áður en hann lét af völdum. Þegar Demókratar voru komnir með meirihlutann (50 + varaforseta) gátu þeir haldið málið áfram eftir forsetakosningar, þótt stjórnarskráin segi að aðeins sé hægt að ákæra forseta á meðan hann situr við völd og eina refsingin er að hann er dæmdur úr embætti en þá hafði Trump þegar látið af embætti.

Þetta var pólitískur skrípaleikur og lýðræðinu í Bandaríkjunum til vansa enda sögðu Repúblikanar að þetta væri ólöglegt og opnaði leiðina í framtíðina fyrir þá að beita sama leik, þá t.d. gegn Joe Biden núverandi Bandaríkjaforseta.

Fyrri ákæran - atburðarrásin

Rannsóknarferlið vegna ákæru á hendur Trumps stóð yfir frá september til nóvember 2019 í kjölfar kvörtunar uppljóstrarans Vindman í ágúst þar sem hann fullyrti að Trump misnotaði vald sitt. Í október sendu þrjár þingnefndir (leyniþjónustu, eftirlit og utanríkismála) vitni. Í nóvember hélt leyniþjónustunefndin fjölda opinberra yfirheyrslna þar sem vitni báru vitni opinberlega; þann 3. desember greiddi nefndin atkvæði með 13–9 eftir flokkslínum til að samþykkja lokaskýrslu. Hópur ákæruliða fyrir dómstólanefnd þingsins hófst 4. desember; og 13. desember greiddi hún atkvæði 23–17 eftir flokkslínum til að mæla með tveimur greinum um ákæru, vegna valdníðslu og hindrunar á störfum þingsins.

Nefndin sendi frá sér langa skýrslu um greinargerðirnar um ákærulið 16. desember. Tveimur dögum síðar samþykkti fulltrúadeildin báðar greinarnar í atkvæðagreiðslu að mestu eftir flokkslínum, þar sem allir repúblikanar voru á móti og þrír demókratar. Þetta gerði Trump að þriðja forseta Bandaríkjanna í sögunni sem var ákærður og markaði fyrsta fullskipaða ákæruna þar sem forseti Bandaríkjanna var ákærður án stuðnings við ákæruna frá eigin flokki forsetans. 

Ákærugreinarnar voru lagðar fyrir öldungadeildina 16. janúar 2020 og hófust réttarhöldin. Réttarhöldin urðu til þess að hvorki var stefnt fyrir vitni né skjöl þar sem öldungadeildarþingmenn repúblikana höfnuðu tilraunum til að koma á stefnu. 5. febrúar var Trump í öldungadeildinni sýknaður af báðum liðum þar sem hvorugur talningin fékk 67 atkvæði til sakfellingar. Um I. grein, misbeitingu valds, voru atkvæðin 48 fyrir sakfellingu, 52 fyrir sýknu. Um II. Grein, hindrun á þinginu, var atkvæði 47 fyrir sakfellingu, 53 fyrir sýknu. Repúblikaninn Mitt Romney, eini öldungadeildarþingmaðurinn sem fór útaf flokkslínur, varð fyrsti bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn sem kaus til að sakfella forseta eigin flokks í ákærurétti, þar sem hann greiddi atkvæði um sakfellingu vegna valdníðslu.

Seinni ákæran - atburðarásin

Önnur embættisákæra gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna, átti sér stað 13. janúar 2021, viku áður en kjörtímabil hans rann út. Þetta var fjórða ákæra gegn forseta Bandaríkjanna og sú seinni fyrir Trump eftir fyrstu ákæru á hendur honum í desember 2019. Tíu fulltrúadeildarþingmenn repúblikana kusu með seinni ákæruna. Þetta var jafnframt fyrsta ákæra á hendur forsetans þar sem allir þingmenn meirihlutans- demókrata - greiddu atkvæði samhljóða fyrir ákæruna.

Fulltrúadeild 117. Bandaríkjaþings samþykkti eina ákærugrein á hendur Trump vegna „hvatningar til uppreisnar“, þar sem því er haldið fram að Trump hafi hvatt til storm árásarinnar þann 6. janúar á Capital hill - húsnæði eða byggingu Bandaríkjaþings.

Á undan þessum atburðum voru fjölmargar misheppnaðar tilraunir Trumps til að hnekkja forsetakosningunum árið 2020, auk þess sem hann er talinn hafa ýtt undir samsæriskenningar um kjósendasvindls á samskiptarásum hans á samfélagsmiðlum fyrir, meðan og eftir kosningar.

Ein ákærugrein var lögð fyrir sem ákærði Trump fyrir „hvatningu til uppreisnar“ gegn bandarískum stjórnvöldum og „löglausum aðgerðum við Capitol“ og var kynnt fyrir fulltrúadeildinni 11. janúar 2021. Greinin var lögð fyrir með meira en 200 stuðningsaðilum. Sama dag gaf forseti hússins, Nancy Pelosi, varaforsetanum, Mike Pence, úrslitakosti til að beita 4. kafla 25. breytingartillögunnar til að taka að sér að gegna starfi forseta innan 24 klukkustunda, ella myndi húsið fara í ákærumeðferð.

Mike Pence lýsti því yfir að hann myndi ekki gera það í bréfi til Pelosi daginn eftir og hélt því fram að það væri ekki „í þágu þjóðar okkar eða í samræmi við stjórnarskrá okkar“. Engu að síður samþykkti meirihluti þingsins, þar á meðal einn repúblikani, ályktun þar sem hann hvatti Pence til að beita 25. breytingagreina.

25 greinin - skýring

Tuttugasta og fimmta breytingin á stjórnarskrá Bandaríkjanna fjallar um forsetaskipti og fötlun sem getur valdið að forsetinn er ekki fær að gegna embætti. Þó að breytingin hingað til hafi verið notuð í læknisfræðilegum aðstæðum er í 4. kafla kveðið á um að varaforsetinn ásamt meirihluta ríkisstjórnarinnar geti lýst því yfir að forsetinn geti ekki sinnt störfum sínum, en að því loknu tekur varaforsetinn við störfum forseti.

Ef 4. hluti 25. aðgerðanna hefði verið framkvæmdur, hefði það gert Pence að starfandi forseta og gert ráð fyrir hann valdi „vald og skyldum embættisins“ forsetans. Trump hefði verið forseti það sem eftir lifði kjörtímabilsins, þó sviptur öllu valdi. 4. hluti 25. breytingarinnar hefur ekki verið kallaður fram áður. Pence, sem hefði verið krafist að hefja málsmeðferð, lýsti því yfir að hann myndi ekki ákalla 25. breytinguna gegn Trump. breytingin var þó upphaflega búin til vegna máls ef forsetinn væri óvinnufær.

Sóknarstjórar (framkvæmdarstjórar) hússins (fulltrúardeildarinnar) hrundu þá formlega af stað upphaf réttarhaldana þann 25. janúar með því að afhenda öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump.

Stjórnendurnir níu gengu inn í öldungadeildina undir forystu leiðtoga framkvæmdastjóra ákærunnar, Jamie Raskin, sem las greinina um ákæru.

Réttarhöldin í öldungadeildinni áttu að hefjast 9. febrúar. Yfirdómari Hæstaréttar Bandaríkjanna John Roberts kaus að vera ekki forseti eða dómari réttarhaldana eins og hann hafði gert vegna fyrstu ákærur á hendur Trumps; forseti öldungadeildar öldungadeildarþingmaður Vermont, öldungadeildarþingmaður, Patrick Leahy, var settur í staðinn í það hlutverk. Við réttarhöldin, fyrsta sinnar tegundar fyrir fráfarandi forseta Bandaríkjanna (Andrew Johnson, Bill Clinton og Donald Trump voru sitjandi forsetar í fyrri ákærurétti), þurfti 67 atkvæði eða tvo þriðju meirihluta til að sakfella Trump. Að lokum kusu 57 öldungadeildarþingmenn „sekt“ og 43 öldungadeildarþingmenn kusu „ekki sekt“ sem leiddi til þess að Trump var sýknaður af ákærunni 13. febrúar 2021.

Málatilbúnaður var allur veikur, því að síðar kom í ljós að FBI hafði komist að því að þeir sem réðust á þinghúsið höfðu skipulagt árásina mörgum vikum fyrir en ekki verið hvattir af Trump, sem hélt ræðu rétt fyrir ,,stormárásina“, til að ráðast á þinghúsið. Svo voru leiknar upptökur, þar sem það kom skýrt fram að Trump hafi hvatt til friðsamlegra mótmæla við þinghúsið. Það telst ennþá vera löglegt, fyrir utan það gera einn aðila ábyrgan fyrir aðgerðir annans, hvar liggur ábyrgðin?

Svo er það málið að Trump hafi reynt að hafa áhrif á kosningaúrslit með óeðlilegu símtali við embættismann í Georgíu. The Washington Post sem upphaflega kom með þá frétt að Trump hafi átt óeðlilegt símtal við embættismann í Georgíu hefur nú játað að fréttin var röng. Þeir hjá WP höfðu einn ónefndan heimildamann sem vitnað var í og svo kom allur falsfrétta skarinn og endurtók ranghermið upp eftir þessum sama ónefnda lygara.

Málsóknir á hendur fyrrverandi Bandaríkjaforseta – er hægt að ákæra fyrrverandi forseta fyrir glæpi sem hann framdi meðan hann gegndi embætti?

Spurning er, má ákæra forseta fyrir glæpi eftir að hann yfirgefur embætti fyrir glæpi sem hann framdi meðan hann var í embætti, til dæmis kosningasvindl eða hvetja til uppreisnar? Gæti núverandi forseti átt yfir höfði sér alríkisákæru þegar hann hættir störfum?

Sérfræðingar okkar segja já. Brian Kalt, prófessor í lögum við Michigan State University og Sai Prakash, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Virginíu hafa fjallað um málið.

Brian Kalt segir: „Öll alvarlegu rökin fyrir því að forsetinn sé ónæmur meðan hann gegnir embætti eru takmarkaðar við meðan hann er í embætti,“ og heldur áfram að útskýra hvers vegna önnur mál í fortíðinni hafa farið eins og þau hafa gert. "Þess vegna þurfti Nixon forseti að vera náðaður af Ford forseta ef hann vildi forðast saksókn eftir að hann lét af embætti. Og það var hann og þess vegna afgreiddi Clinton forseti, degi áður en hann lét af embætti, málið sem sérstakur saksóknari var tilbúinn að höfða gegn honum vegna þess að þegar hann var ekki í embætti, þá hefði hann ekki þá friðhelgi lengur.“ Kalt útskýrir að það verði erfiðara ef einhver reynir að sækja fyrrum forseta til saka fyrir eitthvað sem þeir gerðu í starfi sínu sem forseti.

Sai Prakash, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Virginíu, tók undir það.„Allir eru sammála um að hægt sé að sækja forseta til saka eftir að hann yfirgefur embættið vegna að minnsta kosti nokkurra athafna sem áttu sér stað áður en hann hætti störfum og augljóslega vegna athafna sem áttu sér stað eftir að hann hætti störfum,“ sagði Prakash. "Vandinn er, er hægt að sækja hann til saka fyrir opinberar athafnir sínar?"

Prakash segir að Hæstiréttur hafi aldrei svarað spurningunni, en sagði<. "Enginn neitar því að hægt sé að sækja hann til saka fyrir einkaverk sín. Ef hann skýtur einhvern í einkalífinu sem forseti, eða ef hann skaut einhvern áður en hann var forseti, geta þeir saksótt hann eftir að hann hættir í embætti.“

Snúum okkur aftur að Donald Trump og hugsanlegar eða núverandi dómsmál á hendur hans nú þegar hann er fyrrverandi forseti.

Ljóst er að hann hefur aðeins verið ákærðum fyrir opinberar embættisfærslur sínar á meðan hann gegndi embætti. Í bæði skiptin sem hann var ákærður, var hann dæmdur saklaus. Það er því ekki hægt að ákæran hann aftur fyrir sömu sakir, þegar hann er nú óbreyttur borgari enda leyfir stjórnarskráin það ekki. Annað væri ef í ljós kæmi að hann hefði nauðgað eða drepið einhvern persónulega fyrir embættistöku, í starf Bandaríkjaforseta eða eftir hann lét af embætti. Það er önnur saga.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Alan Bullock ( 1994))

Sir_Alan_Bullock_in_1969

Alan Bullock segir að það hafi farið fram mikil umræða í samtíð sinni hvort að hin hefðbundna sagnfræði; frásagnarsaga, stjórnmálasaga eða ,,saga að ofan” – eigi enn erindi við okkur, skipti máli og hvort það eigi ekki að skipta þessari sagnfræði út fyrir nýju móteli, félags- og efnahagssögu, ,,sögu að neðan” sem sé nýtt mótel tengt félagsvísindum nánum böndum, svo sem hagfræði, félagsfræði og mannfræði. Hann vill snúa þessar spurningu upp í hvort hvers konar sagnfræðirannsóknir eigi sér framtíð og hvort fortíðin skipti lengur eitthverju máli?

Sumir segja að svo sé orðið og nefndar eru til þrjár meginástæður.

Í fyrsta lagi eru það hinu stöðugu og áframhaldandi hröðun breytingar sem hafa átt sér stað í nútímanum sem eigi ekkert fordæmi í sögunni. Samtíðin er orðin gjörólík fortíðinni og því ekki hægt að bera þetta saman.

Í öðru lagi er það vegna þess að hin ótrúlega hröðun breytinga hefur haft í för með sér jafnmiklar dramatíska aukningu í hlutfallslegri stærð. T.d. hefur mannfjöldinn síðan um aldarmótin 1800 (um 750 milljónir) aukist í 6 milljarða en um 1800 bjó mikill meirihluti mannkyns í þorpum en nú í borgum. Þetta er ekki stigvöxun heldur ,,but of kind”.

Í þriðja lagi er ástæðan sú að þeir sem þurfa að sjá fram í tímann og eiga við framtíðarvandamálin, eru orðnir sannfærðir um að þeir verði að reiða sig á hinn einstaka árangur vísinda og verði að bera bækur sínar saman við vísindauppgötvanna og tækniframfara til þess að geta átt við þessi vandamál. Það sé m.ö.o. tímasóun að horfa aftur í tímann í leit að svörum.

Alan Bullock segir að í siðmenningu sem snýr sig sífellt meir að framtíðinni, getur þekking á sögu, meðfram þekkingu á bókmenntum og listum, geta haft gildi í sjálfu sér eða með orðum Francis Bacon, sem skraut í fyrirlestri eða samræðum (að slá um sig einskis nýta þekkingu sem þó sýnir að viðkomandinn sé vel menntaður – líkt og slá um sig með latínukunnáttu) og eigi ekkert erindi við alvöru lífsins.

Málsvari þess að sagan sé mikilvæg (the case for history´s relevance)

Alan Bullock segir að mótstaða þjóða Austur-Evrópu gegn kommúnismanum hafi byggst á sögulegri samsömun eða sögulegri sjálfsímyndunum sem hafi haldið í þeim lífið á meðan þessi stjórnmálastefna ríkti en þessi sjálfsmynd þeirra, eftir að kommúnisminn féll, hefur verið helsta hindrun þeirra á braut framfara og friðar, þar byggt er á valinni sögu. Svo sem einnig farið um Vestur-Evrópu, Miðausturlönd og fleiri landsvæðum, fortíðin hefur stundum verið hindrun í veginum. Hann segist ekki vera að boða sögulega nauðhyggju, langt því frá, framtíðin verði eins og alltaf, óútreiknaleg, saga síðustu ára sýni það.

Alan Bullock segir að fólkið í Suður-Afríku, Ísrael og Palistínu hafi gert tilraun til uppreisnar gegn fortíðinni. En ekki er auðvelt að losna við fortíðina og byrja upp á nýtt. Tvö góð dæmi um það bylting bolsivíka í Rússlandi um 1917 og bylting kommúnista í Kína 1949. Síðan mætti bæta við uppreisn rauðu kneranna í Kambódíu sem vildu byrja á árinu 0 árið 1975 og tilraun Íranskeisara til að nútímavæða Íran sem leiddi til þeirra hörmunga að klerkastjórn komst á og bindingin við fortíðina var enn sterkari.

Allar þessar tilraunir til umbyltinga í þessum samfélögum leiddu til mikilla hörmunga. Þeir vildu frelsa fjöldann og búa til nýja veröld, en í staðinn snérist vopnin í höndum þeirra og niðurstaðan varð andstaða þess sem þeir vildu. Þeir urðu í raun íhaldsamari en allt íhaldssamt og bætu við enn einu lagi af sögu sem gerði markmiðinu, að aðlagast breytingum, mun erfiða en ella. Þeir æltuðu ekki að vinna gegn sögunni en gerðu það (t.d. í Kína).

Samlögun við breytingar (the assimilation of change)

Alan Bullock segist ekki vera boðberi þess að nota söguna sem rök gegn breytingar eða að viðhalda núverandi stöðu (status quo). Þvert á móti, hann segir að breytingar verði að eiga sér stað en við verðum að gera okkur grein fyrir að þær muni mæta mótstöðu og stað þess að vilja til að brjóta þær á bak aftur, að reyna skilja fyrst hvers vegna þetta þurfi að vera svona og síðan að leita leiða til þess að gera þessa samlögun eða aðlögun að breytingum auðveldari. Gott dæmi um þetta er Japan og það sem gerðist þar milli 1868 og 1900. Þarna átti sér stað bylting, landið breyttist úr lénsveldi með lénskipulagi í nútímaríki á nokkrum áratugum en þetta var gert í nafni endurreisnar keisaraveldisins sem átti að koma í stað lénsveldis, en var í raun bylting.

Endurreisnin var skáldskapur en gerði umbótamönnum kleift að koma á breytingar í friði fyrir fortíðinni og samtvinna þær við mikilvægustu hefðirnar sem þeir höfðu erft úr fortíðinni.

Þetta tókst hvorki Kínverjum og Rússum að gera og urðu að byrja upp á nýtt. Spánn er annað dæmi um friðsamlega breytingu í sátt við fortíðina, en þar leið fastistastjórn Franco undir lok á friðsælan hátt, og komið var á konungsstjórn (endurreisn- samhengi við fortíð) sem var undir forystu konungs, sem hafði lært af sögunni og gerði það kleift að komið var á stöðugleiki sem var undanfari þess að komið var á lýðræðissinnuð ríkisstjórn – sem er útkoma sem enginn hefði getað séð fyrir.

Skilningur á öðru vísi (the sense of the otherwise)

Alan Bullock segir að ef maður vilji sjá fram í tímann, verði maður að taka fortíðina með inn í myndina en hafa verður í huga, sem virðist vera ósamtvinnanlegt í sjálfu sér, að framtíðarspár fortíðarinnar hafa hlotið misjöfn örlög og sýnt hefur verið fram á að ekki sé hægt að segja fyrir um framtíðina með vissu. Hann segir því að framtíðin muni halda áfram að byggjast á ósamrýmilegri samblöndu af því þáttum sem hægt er sjá fyrir sem og ófyrirsjáanlegum. Það er þessi samblanda af samhangandi áframhaldi (fyrirsjáanlegum þáttum) og breytingum (ófyrirsjáanlegum þáttum) sem framkallar niðurstöðu sem enginn getur séð fyrir.

Flest höldum við að framtíðin verði beint framhald af nútíðinni eða framlengingu á þróun sem sé þegar sýnileg. Þetta sé langt því frá að vera svo. Minnast verður hvernig nútíðin er orðin samanborið við hvernig menn héldu að hún yrði – þetta er þörf áminning fyrir okkur. Hann segir að skilningur á fortíð geti brotið harðstjórn nútíðarinnar á bak aftur og þar með hjálpað við að skapa ,,skilning á öðru vísi”, hvernig þróunin hefði getað orðið öðru vísi. Þetta getur hjálpað okkur að skynja framtíð sem kann að verða eins ólík og nútíðin er fortíðinni.

Ef framtíðin er eitthvað fyrirbrigði sem ekki á enn eftir að uppgötva, heldur sé hún sköpun, þá verður við að viðurkenna vald slíkrar sögulegra mýtu til þess að hjálpa til við að framkalla mynd af framtíðinni sem mun reisa ákafa eða reiði fjöldans og viðhald yfirstéttarinnar. Carl Becker sagði: fortíðin er sá skjár sem hver kynslóð byggir framtíðarsýn sína á.

Menning og samhangandi áframhald

Alan Bullock segir að sérhver menning sem aðskilur sig frá fortíðinni og hefur einungis þurrann jarðveg nútíðina til að nærast á, muni fljótlega fjara út. Sem betur hefur fortíðin tilhneigingu til að endurskapa ,,samhangandi áframhald”. Dæmi um það er nútímahreyfingin í listum og bókmenntum sem blómastraði um 1890 til 1914. Þessi hreyfing sagði skilið við fortíðina, ólíkt endureisnarhreyfingunni og rómantísku hreyfingunni en hvað gerðist? Nútímahreyfingin varð sjálf hluti af fortíðinni sem menn leita innblástur til! Það sem var litið á sem aðskilnaður við menningahefðir vestrænnar fortíðar, sem ekki væri hægt að lagfæra, er nú litið á sem framlenging og stækkun þessarar hefðar!

Alan Bullock segir að ef menn vilji vita hvað verði framtíð sögunnar, verða menn að rannsaka sögu fortíðar sem horfði til framtíðar (framtíðarsýn fortíðar).

Mæri einstæðunar (the barrier of uniqueness)

Alan Bullock undirstrikar það að menning eða samfélag sem beinir eingöngu sýn sína til fortíðar og neitar að skoða og greina nýja þætti reynslu í framtíðinni, muni fyrst staðna og síðan falla saman eða leysast upp. Hins vegar mun menning eða samfélag sem snýr alfarið baki við fortíðina, falla í menningarlegt og sögulegt minnisleysi sem veikir sjálfsmynd þeirra (missir af nauðsynlegum gildum) en sjálfsmynd okkar sem einstaklingar og samfélög manna er bundin við minningar.

Fyrri kynslóðir hafa einnig átt við einstæðar aðstæður sem eiga sér ekki hliðstæðu í sögunni og að halda að við séu einstæð að þessu leiti, er hroki segir Alan Bullock. Að halda að fyrri gildi hafi ekkert að gefa okkur er rugl segir hann ennfremur. Auðvitað verður að prófa gildi, sem eru byggð á fyrri reynslu, á ný og samræma við nýja reynslu hverrar kynslóðar en að henda þeim alfarið fyrir borð eru mikil mistök.

Í frönsku byltingunni, við lok fyrri heimsstyrjaldar og við ótal mörg dæmi, fannst fólki það verða upplifa nýtt tímabil, að áhrif hið nýja virðist ætla að þurrka út fortíðina sem er ekki alls kostar rétt þegar litið er aftur. Þessir tímar voru samblanda af nýju og gömlu, eins og nú, en þessi samblanda er aldrei alveg eins; sagan endurtekur sig ekki; hið nýja er nýtt. En hið gamla lifir með hinu nýja og með tímanum er hið nýja grætt á hið gamla og áframhaldið með fortíðinni – heldur áfram, ekki nákvæmlega eins, er ekki rofið heldur komið á, á nýju.

Reynsla ótal kynslóða er meiri en einnar kynslóðar segir Alan Bullock. Reynsla fyrri manna, sem áttu við sín vandamál, hvernig þeir leystu þau eða ekki, hefur verið Alan Bullock innblástur við sín vandamál, þannig að ef þeir gátu komist af, þá gæti hann kannski sjálfur komist af og að framtíðin sé alltaf opin, aldrei fyrirsjáanleg og við getum átt þátt í að skapa hana.


Þjóð enn hlekkjuð í hugarfari?

Þessi orð koma upp í hugann þegar rifjað var upp fyrir mér sjónvarpsþáttaröðin Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og sænska bíómyndin um Sölku Völku sem ég sá um helgina í boði ríkisins.

Sjónvarpsþáttaröðin sem reyndist á sínum tíma vera umdeild og er kannski ennþá, veit það ekki, tók á landlægri ofbeldismenningu sem eflaust tíðaðist frá landnámi, þar til bændamenningin lét undan á ofanverðri 20. öld og borgaröldin tók við. Hún tók á misbeitinguna gagnvart sveitalýðnum svokallaða, þeim sem voru á framfæri annarra og áttu allt sitt undir þeim, bæði líf og limi. 

Lýsingin var dimmm og óvægin og ekkert dregið undan.  Sjálfsagt má segja að hún hafi verið einhliða, en höfundurinn, Baldur Hermannsson, hafði sögu að segja og ekkert mátti draga undan. Berja þurfti niður mýtu.

Það þarf ekki annað en lesa lýsingar á meðferð afbrotafólks á 17. og 18. öld til að sjá að engin vettlingatök voru tekin á sveitalýðnum ef hann fór út af sporinum að mati yfirstéttarinnar. Oft var þetta aðeins hungrað fólk sem stal sér til matar vegna hungurs. Einstaklingsfrelsið var lítið sem ekkert fyrstu 1000 árin á Íslandi.

Vinnufólk

Halldór K. Laxness tókst að fanga óréttlætið gagnvart þorpslýðnum sem vann á eyrinni við fiskverkun og sjómennina sem strituðu dag og nótt við fiskveiðar.

Vinnuharkan var mikil og segja má að á köflum hafi þetta verið vinnuþrælkun, langur vinnudagur og lítil laun. Þetta tímabil náði a.m.k. til loka síldveiðatímabilsins og þar til togaraöldin og tæknin sem henni fylgdi sem og tæknivæðing frystihúsa; að þetta tók enda og betri tíð tæki við.

Vinnukonur

Þriðja tímabilið þar sem lýðnum er þrælkað út, er tími útlendingana sem koma hingað til lands og vinna láglaunastörfin í samfélaginu. Réttarkerfið er sem betur fer orðið gott og stéttarfélögin vernda gegn mestu misbeitingunni en hvar sem vinnuveitendur (bara sumir sem eru óprúttnir) nýta tækifærið til hlunfara starfsfólkið með svartri vinnu og launum undir lágmarkskjörum, þá gera þeir það.

Lífið hefur ávallt verið erfitt á Íslandi, landið er kalt og ekki gjöfult í gegnum tíðina, ef frá er dregið fiskurinn í sjónum sem Íslendingar kunnu ekki að hagnýta sér öldum saman. Fólk var illa búið í klæðnaði og húsakynnum, mataræði einhæft og heilbrigði lágborið. Ekkert sældarlíf að vera Íslendingur, hvað þá að vera kona, barn eða almúgamaður. En nota bene, húsbændur hafa verið eins misjafnir og þeir voru margir. Sumir góðir en aðrir vondir, eins og alltaf hefur verið og verður líklega alltaf.

Í dag telst Ísland hafa margt upp á að bjóða, sérstaklega hvað varðar orku og ferðamennsku, en það er nýr tími og annar. Það er orðið þolanlegt að búa á Íslandi hvað varðar lifnaðarhætti sem loksins eru orðnir sambærilegir við það besta erlendis, en margt er eftir ógert.

P.S. Það er kannski einfalt að tala um að bændaöld hafi ríkt frá 1262-1893 og miða þá við afnám vistabandið. Alræði sveita á kostnað sjávarútvegs var ekki algjört allt tímabilið. Eins og bent var á í þáttaröðinni, reyndu bændur að binda lýðinn 1404 í kjölfar svarta dauðans en það tókst ekki vegna uppgang Englendinga á öldinni og var sjávarútvegur í miklum blóma út öldina og á 16. öld lika. Piningsdómur markar ákveðið upphaf eins og kemur fram. Sjávarútvegur var alltaf atvinnugrein sem rekin var samhliða landbúnaði en fiskimaðurinn var misjafnlega frjáls eftir öldum.

Annað er að það hrikti í stoðum bændasamfélagsins upp úr miðbik 18. aldar þegar reynt var að hefja þilskipaútgerð, koma á iðnað í landinu, stofnun kaupstaða, koma með nýjungar í garðrækt, o.s.frv. og svo þorpsmyndun á 19. öld. Ætla má að sveitarlýðurinn hafið orðið de facto frjáls töluvert fyrr en 1893 og farið annað hvort á eyrina eða vesturheims ef þeim líkaði ekki kjörin.

Lokaorðin eru þessi: Það er rétt að vistarbandið sem samfélagskerfi reyndist vera böl fyrir alþýðuna, þótt í orði kveðnu var kveðið á um réttindi og skyldur húsbænda.

Píningsdómur reyndist líka  vera helsi fyrir framfarir í sjávarútvegi og frelsi sjómannsins. Það er líka rétt að afskiptaleysi konungsvaldsins sem jaðraði við skeytingaleysi á köflum gagnvart hagi landsins jók á böl landsins.

Þá kemur þessi gamla tugga, að við getum ekki dæmt fortíðina í ljósi nútíðarinnar, það er rétt.

Aldafar verður skoða í ljósi aðstæðna, það er rétt, en samanburðurinn á ástandinu á Íslandi og á meginlandinu var skelfilega mikill og einhverjum hefði átt að verða ljóst, að ástandið á landinu var ekki eðlilegt.

Einstaka menn sáu þetta og þorðu að boða breytingar, en til einskins. Meirihluti ráðamanna var annað hvort sama, vissu ekki eða vildu verja hagsmuni sína á kostað almenning. Þeir sem höfðu siglt út og séð hvað var að gerast erlendis, vissu betur.

 

 

 

 

 

 


Bandaríkin virðast tapa hernaðaryfirburði í Asíu og það lítur fyrir að Kína sé að skipuleggja stríð

Það er athyglisverð frétt nýverið hjá Fox News og hér er farið í hana í grófum dráttum. Í henni segir yfirmaður Indó-Kyrrahafsstjórnar Bandaríkjahers þingmönnum í vikunni að Bandaríkin væru að missa forskot sitt gagnvart kínverska hernum þar sem Alþýðulýðveldið Kína standi frammi fyrir minni andstöðu alþjóðasamfélagsins.

Philip Davidson aðmíráll, yfirmaður Indó-Kyrrahafs heraflans, bar vitni fyrir allsherjarnefnd öldungadeildarinnar og varaði við auknu „ójafnvægi“ á svæðinu sem stafaði af hraðri framsókn Kína.

Kína tilkynnti í síðustu viku að það myndi auka varnarfjárlög sín um 6,8 prósent árið 2022 og úthluta 208,6 milljörðum dala í varnarmál.

Philip Davidson sagði að árið 2025 muni Kína geta sent út þrjú flugmóðurskip og hann lýsti áhyggjum vegna ógnandi hegðunar Kínverja við Tævan og hann taldi líkur á að Kína réðist á landið innan sex ára.

Kína hefur fordæmt alþjóðlegar mótbárur gegn árásargjarnri hegðun sinni gagnvart Tævan og viðhaldið skoðun sinni að eyjan sé á yfirráðasvæði sínu undir meginreglunni „Sameinað Kína“, þó að Tævan og Bandaríkin líti á þjóðina sem sjálfstætt ríki og óháð meginlandi Kína.

Kínverjar hafa verið að auka kjarnorkubirgðir sínar og hætta sé á að þær fari framúr birgðum Bandaríkjanna fyrir 2030.

Philip Davidson tók ekki fram hve mörg kjarnorkuvopn Kína eða BNA eiga nú, en gögn frá Arms Control Association telja að  Bandaríkin hafi 5.800 kjarnaodda frá og með ágúst 2020, þó að aðeins 3.800 þeirra séu virkir, en Kína á um 320 sprengjuodda.

Samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem Bandaríkin hafa gert við Kína er Bandaríkjunum heimilt að viðhalda 1.550 kjarnaodda á 800 stefnumótandi skotpalla í einu – sem er tala sem er enn fjórfald meiri en kjarnorkuvopnageta Kína

Til að bregðast við aukinni yfirgangi Kína í Suður-Kínahafi, þar með talið þróun gervieyja á umdeildu hafsvæði, hafa Bandaríkin aukið viðveru flotans og viðhaldið stefnunni "frjáls sigling" (FONOP) til að halda alþjóðlegu hafsvæðinu við Kína opnu.

Bandaríkjaþing samþykkti fjárveitingar til varnarmála að fjárhæð 694,6 milljarðar dollara fyrir árið 2021 - meira en þrefalt hærri fjárhagsáætlun sem Kína hefur lagt til hernaðarútgjalda á næsta ári. Hér lýkur þessari tilvísun í blaðagrein.

Opinberar tölur segja ekki alla söguna, því gagnsæi í opinberum tölum Kínverja er lítið og þeir gætu þess vegna eytt margfalt meira. Bent hefur verið á að kínverski flotinn sé orðinn stærri en sá bandaríski. Tölur segja ekki alla söguna, meira skiptir máli gæði og tæknin sem liggur að baki þessum flotatölum.  Mannkynssagan er uppfull af hernaðarsigrum þar sem minni herafli hefur sigrað stærri.

En geta Kínverjar hafið útrás í Kínahafi og út á Kyrrahafið? Ef litið er á landakortið sést að eyjahringur óvinveittra ríkja lokar af aðgangi Kínverja að Kyrrahafinu sem er eina hafsvæðið sem þeir hafa aðgang að.

Sjá má ríki eins og Víetnam, Kóreu, Filippseyjar, Japan og Rússland í norðaustri sem mynda eins konar varnargarð fyrir ströndum Kína. Kínverjum finnst þeir aðþrengdi og hafa því verið árásagjarnir, byggt gervieyjar, gert tilkall til eyja og hafsvæða, allt í óþökk nágrannaríkjanna.

Þess vegna hefur þessi stefna orðið ofan á, að byggja nokkurs konar nútíma silkiveg (vegi og belti) um meginland Asíu og vestur til Evrópu, þannig að þeir geti stundað viðskipti þótt þeir lendi í hafbanni í Kínahafi.

Líklegt er að á næstu misserum, muni Kínverjar halda áfram að narta í kökubrúnina í kringum sig en leggja ekki í meiri háttar átök. Tævan virðist vera næsta nart eða jafnvel biti (innrás hugsanleg) en þeir eru þegar byrjaðir að herða tökin á Hong Kong og auka viðbúnað á landamærunum við Indland.

Kína á of marga óvini til að leggja í Bandaríkin eins og staðan er í dag, og það er ekki bara Bandaríkin sem hafa öfluga flota á Kyrrahafi, sama má segja um Suður-Kóreu, Indland, Japan og fleiri ríki.

Líklegt er að allur heimurinn mundi leggjast á eitt ef Kína reyndir að leggja undir sig lönd, en spurningin er hvort það eigi við um Tævan sem tilheyrði Kína á sínum tíma.

Mun umheimurinn leyfa innlimun eyjarinnar líkt og Vesturlönd þögðu þunnu hljóði er Rússland innlimaði Krímskagann? Þetta sé bara eins og þegar nasistar innlimuðu Rínarlönd og önnur landsvæði sem byggð vorð fólki af þýsku uppruna og allir beinu blinda augað að? 

Pascifi_Info


Nafn á nýju varðskipi mistök

Dómsmálaráðherra er ákveðinn að skýra nýtt varðskip Freyja og er væntanlega nafnið dregið úr goðafræðinni. Hérna eru greinilega mistök á ferð þvi að Freyja er gyðja frjósemi og ástar í norrænni goðafræði.

Það væri nær að skýra skipið Rán en eins og kunnugt er þeim sem lesið hafa goðafræðina, þá er Rán eiginkona Ægis, sjávargoðsins. 

Á wikipedida segir: 

 

"Rán og maðurinn hennar, Jötuninn Ægir, eru persónugervingar hafsins. Rán hefur net sem hún reynir að ginna sæfara í. Hún er ásynja drukknandi manna og er táknar allt það illa og hættulega við hafið en Ægir er guð sædýra og er góði hluti hafsins. Saman eiga þau níu dætur sem eru öldurnar: Bára, Blóðughödda, Bylgja, Dúfa, Hefringa, Himinglæva, Hrönn eða Dröfn, Kólga og Unnu."

Eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar er einmitt að bjarga drukknandi mönnum úr sjávarháska. 

Ef menn (karlar og konur) eru ekki sáttir við nafnið Rán, þá eru a.m.k. níu önnur heiti sem tengjast hafinu í boði, eins og sjá má hér að ofan.

 

 

 


Skerjarflugvöllur er eini raunhæfi kosturinn

Reykjavíkurflugvöllur

 Af hverju er mönnum fyrirkomið að setja flugvöllinn í Skerjafjörð? Hann væri hvergi fyrir byggð og hægt að klára uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Sú landsala myndi borga uppbyggingu Skerjaflugvöllinn. og hægt að bjóða upp á millilandaflug. Nei, borgarstjórnarmeirihlutinn vill frekar byggja blokkir á skerjunum.

Nú hefur komið í ljós vitleysan með Hvassahraunið.  Ómar Ragnarson hefur varað lengi við að setja flugvöllinn í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, hvor sem það  er í Hvassahrauni og Hólmsheiði. Ástæðurnar eru einfaldar. Hvassviðrasamara er á þessum stöðum, auk þess lægi flugvöllurinn á Hólmsheiði hærra í landinu.  Báðir flugvellirnir yrðu lokaðir oftar en núverandi flugvöllur. 

Nú er betur að koma í ljós að báðir flugvallakostirnir eru slakir ef skoðað er hugsanlegt hraunflæði úr eldgosum.  Hólmsheiðarflugvöllur væri í hættu af Hengilsvæðinu en Hvassahraunsvöllur af gossvæðunum í kringum Keili.

Annar valkostur væri Bessastaðatangi en þar er nægt pláss fyrir flugvöll. Einnig eru sker norður af eyrinni af Bessastöðum sem kallasst Hólmar. Þeir standa oftast upp úr sjó, a.m.k. er það fjarar. 

 

Yfirlitsmynd 1

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugsanlegt flugvallarstæði

 

Yfirlitsmynd 2


Landhelgisgæslan vanrækt

Hvidbjørnen

Hér má sjá gamalt varðskip Hvítabjörn sem sinnti landhelgisgæslu í kringum Færeyja.

Ráðdeild er góð og nýting hluta er góð en fyrr má rota en dauðrota. Öryggismál hafa ekki verið sterkasta hlið íslenskra stjórnvalda. Stjórnvöld hafa aldrei til fullnustu getað varið land eða borgara landsins gagnvart erlendum óvinum eða ótíðum glæpamönnum.Fjár- og mannaflsskortur lögreglunnar er efni í aðra grein.

Séð er eftir hverri einustu krónu sem fer í landhelgisgæslu á fiskimiðunum í kringum landið að best verður séð, samt hefur fiskurinn í sjónum haldið íslenska lýðveldið á floti síðan það var stofnað 1944.

Ekki er tímt að reka herflota (samt er Ísland eyja og á allt sitt undir að samgöngu við landið haldist sjóleiðis) heldur er erlendir flotar látnir sjá um hervernd á Íslandsmiðum.

Misvitrir stjórnmálamenn, oftar en ekki til vinstri í stjórnmálunum, berja sig á barm og gala um holt og hæðir að Ísland sé herlaust land sem getur ekki verið meir fjarri sanni. Hægri menn er heldur ekki betri og þegja þunnu hljóði og reyna sem mest að hunsa málaflokkinn.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 1951 er enn í gildi og sér bandaríski herinn; floti og flugherinn um að vernda íslenska fullveldið. Það væri ankanalegt ef Bandaríkjamenn tækju líka að sér landhelgisgæslu landsins og því hafa íslensk stjórnvöld drattast til þess að fara í vasana og taka upp nokkrar krónur til að reka Landhelgisgæsluna. Það er gert með lágmarksmannskap og eldgömlum varðbátum.  Ægir sem sagður er vera í rekstri á vefsetri Landhelgisgæslunnar er til að minna smíðaður 1968! Týr sem er yngri og ,,aðeins" 46 ára gamall er að gefa upp andann.

Það er ótrúlegt hve lengi íslensk stjórnvöld reka ríkisskip. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er t.a.m. smíðaður 1970 og fleiri skip eru komin á aldur. Þessi skip (og loftför) eru höfð svo lengi í rekstri að þau eru nánast ónýt, en mun hagkvæmara og ódýrara væri að smíða ný skip og kaupa nýjar þyrlur. Nýjar vélar þurfa minna viðhald og eyða minna eldsneyti og eru fljót að borga sig upp.

Alltaf kemur stóri bróðir, Íslendingurinn, illa út í samanburði við litla bróður, Færeyinginn.  Færeyingar hafa bæði varðskip og danska flotann sér til varnar en það er efni í nýja grein að fjalla um landhelgismál Færeyinga.

Alouette

Þyrlan Alouette sá um eftirlit úr lofti í kringum Færeyjar.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband