Nafn á nýju varðskipi mistök

Dómsmálaráðherra er ákveðinn að skýra nýtt varðskip Freyja og er væntanlega nafnið dregið úr goðafræðinni. Hérna eru greinilega mistök á ferð þvi að Freyja er gyðja frjósemi og ástar í norrænni goðafræði.

Það væri nær að skýra skipið Rán en eins og kunnugt er þeim sem lesið hafa goðafræðina, þá er Rán eiginkona Ægis, sjávargoðsins. 

Á wikipedida segir: 

 

"Rán og maðurinn hennar, Jötuninn Ægir, eru persónugervingar hafsins. Rán hefur net sem hún reynir að ginna sæfara í. Hún er ásynja drukknandi manna og er táknar allt það illa og hættulega við hafið en Ægir er guð sædýra og er góði hluti hafsins. Saman eiga þau níu dætur sem eru öldurnar: Bára, Blóðughödda, Bylgja, Dúfa, Hefringa, Himinglæva, Hrönn eða Dröfn, Kólga og Unnu."

Eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar er einmitt að bjarga drukknandi mönnum úr sjávarháska. 

Ef menn (karlar og konur) eru ekki sáttir við nafnið Rán, þá eru a.m.k. níu önnur heiti sem tengjast hafinu í boði, eins og sjá má hér að ofan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eða Sif, eiginkona Þórs. Það væri viðeigandi.

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2021 kl. 19:28

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Rétt Gunnar, allt annað en Freyja sem er þekkt gyðja (frjósemis)meðal Íslendinga og tengist hafinu ekki á neinn hátt. Takk annars fyrir innlitið Gunnar.

Birgir Loftsson, 11.3.2021 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband