Landhelgisgæslan vanrækt

Hvidbjørnen

Hér má sjá gamalt varðskip Hvítabjörn sem sinnti landhelgisgæslu í kringum Færeyja.

Ráðdeild er góð og nýting hluta er góð en fyrr má rota en dauðrota. Öryggismál hafa ekki verið sterkasta hlið íslenskra stjórnvalda. Stjórnvöld hafa aldrei til fullnustu getað varið land eða borgara landsins gagnvart erlendum óvinum eða ótíðum glæpamönnum.Fjár- og mannaflsskortur lögreglunnar er efni í aðra grein.

Séð er eftir hverri einustu krónu sem fer í landhelgisgæslu á fiskimiðunum í kringum landið að best verður séð, samt hefur fiskurinn í sjónum haldið íslenska lýðveldið á floti síðan það var stofnað 1944.

Ekki er tímt að reka herflota (samt er Ísland eyja og á allt sitt undir að samgöngu við landið haldist sjóleiðis) heldur er erlendir flotar látnir sjá um hervernd á Íslandsmiðum.

Misvitrir stjórnmálamenn, oftar en ekki til vinstri í stjórnmálunum, berja sig á barm og gala um holt og hæðir að Ísland sé herlaust land sem getur ekki verið meir fjarri sanni. Hægri menn er heldur ekki betri og þegja þunnu hljóði og reyna sem mest að hunsa málaflokkinn.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 1951 er enn í gildi og sér bandaríski herinn; floti og flugherinn um að vernda íslenska fullveldið. Það væri ankanalegt ef Bandaríkjamenn tækju líka að sér landhelgisgæslu landsins og því hafa íslensk stjórnvöld drattast til þess að fara í vasana og taka upp nokkrar krónur til að reka Landhelgisgæsluna. Það er gert með lágmarksmannskap og eldgömlum varðbátum.  Ægir sem sagður er vera í rekstri á vefsetri Landhelgisgæslunnar er til að minna smíðaður 1968! Týr sem er yngri og ,,aðeins" 46 ára gamall er að gefa upp andann.

Það er ótrúlegt hve lengi íslensk stjórnvöld reka ríkisskip. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er t.a.m. smíðaður 1970 og fleiri skip eru komin á aldur. Þessi skip (og loftför) eru höfð svo lengi í rekstri að þau eru nánast ónýt, en mun hagkvæmara og ódýrara væri að smíða ný skip og kaupa nýjar þyrlur. Nýjar vélar þurfa minna viðhald og eyða minna eldsneyti og eru fljót að borga sig upp.

Alltaf kemur stóri bróðir, Íslendingurinn, illa út í samanburði við litla bróður, Færeyinginn.  Færeyingar hafa bæði varðskip og danska flotann sér til varnar en það er efni í nýja grein að fjalla um landhelgismál Færeyinga.

Alouette

Þyrlan Alouette sá um eftirlit úr lofti í kringum Færeyjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband