Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020

Kapítalismi versus sósíalismi - Um markaðskerfi og markaðsfrelsi

Hér er ætlunin að fjalla um kapítalismann en einnig um þau hagkerfi sem voru fyrirrennarar hans. Byrjum á byrjunni. Vöruskipti haf tíðkast frá upphafi sögu mannkyns og þar með tók frummaðurinn þátt í þeim. Þau eru enn stunduð. Kíkjum fyrst á þróun efnahagskerfis Evrópu og þar með efnahagsþróun mannkyns í raun síðastliðnar aldir.

Merkantílismi (kaupaukistefna). Hann var ríkjandi efnahags- og stjórnmálastefna í Evrópu frá lokum miðalda til loka 18. aldar. Hann beindist einkum að eflingu ríkisvaldsins og miðstýringu innlends efnahagslífs í stað þeirra valddreifingu sem ríkti á lénstímanum. Kaupmenn studdust við konunga og voru meðfylgjandi einveldi en borguðu skatta og stóðu þannig undir konungsvaldinu að einhverju leyti. Í merkanismanum áttu bændur að standa undir verslun. Síðar átti framleiðslan að stand undir versluninni. Einokunarverslunin á Íslandi var t.d. hreinn og klár merkanismi en fékk undir lokin yfirbragð kammerisma.

Kammeralismi (búaukisstefna). Þetta er stefna í efnahags- og stjórnmálum sem kom fram í Frakklandi og var telft gegn kaupauðgisstefnunni. Í þessar stefnu var lögð áhersla á frelsi atvinnulífsins og mikilvægis landbúnaðar sem undirstöðu efnahagslífsins. Þetta var stefna hins upplýsta einvalds. Ríkishyggja; komið jafnt fram við alla þegna. Innréttingarnar íslensku voru kammerismi í hnotskurn.

Það hefur aldrei verið til hreinræktað markaðshagkerfi. Það eru alltaf einhverjir þættir í hverju samfélagi sem koma í veg fyrir hreinan markaðsbúskap, jafnvel í Bandaríkjunum nútímans er ekki til hreint markaðshagkerfi, t.d. er hergagnaiðnaðurinn undir hæl ríkisins, óháður markaðslögmálum.

Kapítalismi (auðvaldsskipulag). Adam Smith setti fyrstur fram þá kenningu að menn ættu að einbeita sér að því sem henti þeim best. Dæmi: Englendingar framleiði klæði en Portúgalar vín. Kapitalismi er samspil fjármagns og vinnuafls.

Kenningin um hann varð til á 18. öld og kemur frá Adam Smith. Aðskilnaður fjármagns (sem er selt) og vinnuafls (sem er einnig selt).

Frjáls verslun byggist á:

1. Siðrænt frelsi.

2. Hrein samkeppni.

3. Þjóðfrelsiskrafna.

Helstu kostir kapítalisma:

- Kapítalismi er eina efnahagskerfið sem hefur eytt fátækt. Hann finnur lausnir í til dæmis matvælaframleiðslu (vegna samkeppni).

- Kapítalismi er mesta efnahagskerfi í heimi.

- Þeir sem vinna mikið, elska kapítalismann.

- Þeir sem gera það ekki, hata kapítalismann. Ólíkt því sem margir prófessorar og almennir fjölmiðlar segja, þá skiptir kapítalisminn ekki máli fyrir húðlit þinn, aldur, gráðu eða fjárhagsstöðu. Allir geta orðið ríkir.

- Kapítalismi er sama um að tilfinningar þínar séu sárar.

- Kapítalismi þykir vænt um að þú notir gjafir þínar til að bæta hlutina.

- Kapítalismi gagnast þeim sem ekki kenna öðrum um og láta eins og fórnarlömb og vilja meira af þjóðarkökunni án þess að leggja sitt fram.

- Kapítalismi er ekki meðaumkunarsamur við þá sem neita að taka upp bók og bæta sig í stað þess að horfa bara á sjónvarp og spila tölvuleiki.

- Kapítalismi þolir ekki þá sem vilja lifa á velferð án þess að þéna fyrir hlutunum.

- Kapítalismi þolir það ekki þegar stjórnmálamenn taka þátt og meiða lítil fyrirtæki með því að óbeint hjálpa stórum fyrirtækjum eins og Amazon, Facebook og önnur risafyrirtæki.

- Kapítalismi er gegna hringamyndun sem leiðir að lokum til einokunar.

- Þær þjóðir sem hafa tekið upp kapítalískt efnahagskerfi, hafa undantekningalítið gengið vel.

- Þær þjóðir sem hafa tekið upp sósíalískt efnahagskerfi hafa undantekningalítið gengið illa. Sósíalísk ríki hafa öll orðið gjaldþrota (Kína er með kapítalískt efnahagskerfi en er undir fámennisstjórn sem þeir kalla ,,kommúnisma“).

- Kapítalismi elskar þá sem nota heilann og viðleitni sína til að leysa vandamál. Því stærra vandamálið sem maður leysir, því meira græðir viðkomandi.

Kapítalismi versus sósíalismi: ,,Sósíalískt efnahagskerfi einkennist af félagslegu eignarhaldi og rekstri framleiðslutækjanna sem geta verið í formi sjálfstæðra samvinnufélaga eða beinna opinberra eigenda þar sem framleiðslan er framkvæmd beint til notkunar frekar en í hagnaðarskyni.

Niðurstaðan er að þetta hefur alltaf leitt til skort, félagslegs misréttis (elita sem lifir góðu lífi á meðan alþýðan sveltur í ,,jafnrétti“ sínu. ,,Stéttleysið“, þar sem allir eru jafnir, hefur ávallt leit til að fámennur hópur (-ar) taka völdin og stjórna massanum (fjöldanum).

Í hnotskurn: Ókostir sósíalíska efnahagskerfisins er að hann felur í sér hægan hagvöxt, minna tækifæri til frumkvöðlaverkan og samkeppni og skort á hvata einstaklinga vegna minni umbunar. Þetta kerfi heftir einstaklings- og markaðfrelsið og vegna viðleitni sína við að gera alla ,,jafna“, heftir tjáningarfrelsið (prent-, mál- og fundarfrelsið = tjáningafrelsið í heild sinni).

Lengi lifi kapítalisminn og frelsi einstaklingsins!


Þéttbýlismyndun, bæir og borgir á Íslandi og Evrópu - næstu borgir á Íslandi

Þéttbýlismyndun varð mjög seint hér á Íslandi, þótt landið væri hluti af evrópsku menningarsamfélagi en þar voru þorp og bæir algengasta þéttbýliseiningarnar á miðöldum þegar Ísland byggðist fyrst. Kíkjum aðeins á þróun þéttbýliseininga í Evrópu frá miðöldum.

Borgarlíf miðalda átti rætur í fornöld en hvarf ekki eins og sumir hafa haldið fram. Hins vegar minnkuðu borgirnar eða hurfu fyrir Norðan Alpana (lítil framleiðsla var í þessum borgum, voru fremur neyslueiningar), sumar urðu að bæjum.

Borgin var mjög tengd baklandinu en hún var efnahagsleg miðstöð héraðsins, en verslun og handiðja voru lítt stundaðar (gósseigendur úr sveitum í kring, sátu í borgarráðum en ekki kaupmenn).

Borgir héldust við sérstaklega í suðurhluta Gallíu og víðast hvar við Miðjarðarhafssvæðinu en borgir við landamæri gamla Rómaveldis eyddust.

Sjálfstjórn borgana var úr sögunni og lutu þær nú embættismanni. Kirkjulegar stofnanir björguðu oft borgunum, svo sem biskupsstólarnir, klaustur eða pílagrímakirkjur. Oft myndaðist þéttbýliskjarni í kringum þessa kirkjustofnanir. Svo má sjá í Skálholti og Hólum í Hjartadal, að þar var þéttbýli á þessum stöðum (miðað við stærð samfélagsins) en allt að nokkur hundruð manna bjuggu á þessum stöðum. Borgirnar voru almennt margar en litlar í Evrópu.

Aðrir þéttbýlir staðir voru ef til vill höfuðból voru að fornu stærstu bújarðirnar á Íslandi og aðsetur höfðingja landsins. Jörð sem metin var 60 hundruð eða meira að dýrleika kallaðist höfuðból en meðaljarðir voru gjarna 20-30 hundruð og hjáleigur og kot 10 hundruð eða minni. Á höfuðbólum voru rekin stórbú og oft fylgdu þeim mikil hlunnindi. Nokkrir tugir manna gátu búið á höfuðbólunum, jafnvel meira.

Höfuðból voru kjölfesta ættarveldis og valdagrundvöllur höfðingja. Höfuðbólinu fylgdu oft litlar jarðir og leigulönd sem kölluðust hjáleigur og voru í raun hluti af því en útjarðir voru þær jarðir í nágrenni höfuðbólsins sem tilheyrðu sama eiganda en tengdust því ekki að öðru leyti. Aðrir þéttbýlir staðir voru ekki til, nema verin en þar var búið tímabundið. Á Snæfellsnesi gátu mörg hundruð manns verið saman komnir á litlu landsvæði.

Hvað er það sem einkennir miðaldarborgina eða bæinn (skv. Erosion of History) samkvæmt skilgreiningu fornleifafræðinga?

Varnir.
Skiplagt götukerfi.
Markaður(-ir) innan bæjarins.
Mynt og myntsláttur.
Lagalegt sjálfræði.
Gegni hlutverki sem miðstöð.
Tiltölulega mikla og þétta íbúabyggð.
Fjölbreyttan efnahagsgrundvöll.
Hús og lóðir sem einkennir borgir.
Félagslega lagskiptingu.
Flókið trúarlegt skipulag, miðstöðvar fyrir helgistarfsemi.
Dómskerfi (judicial centre).

Önnur skilgreining: Að bær eða borg sé þéttbýli af tiltekinni stærð og íbúafjölda og sé stærri en samfélög sem lifa við sjálfþurft eingöngu; að meirihluti íbúana séu ekki eingöngu bundnir við landbúnaðarstörf.

Skilgreining Childe:

Fólksfjöldi.
Miðstjórn (bæjarráð).
mikilfengleg mannvirki.
Þróaða stéttaskipan.
Ritað mál.
Iðkun vísinda.
Þróaða iðnaðarmannastétt.
Fasta búsetu borgabúa.
Naturalistic art.

Skilgreining á borg samkvæmt Renfrew, hún þarf að hafa minnst tvö einkenni af þessum þremur:

Minnst 5000 íbúar.
Notkun skrifmál (í borginni).
Miðstöðvar (í borginni) fyrir helgihald.

Þrjár tegundir byggðalaga:

Verslunarhöfn eða hlutlaust svæði til verslunar.

Milliliðahöfn; hún hefur meira vægi en verslunarhöfnin, því að þar fer fram margvísleg verslunarstarfsemi.

Markaðstorgið.

Verslunarhafnir og milliliðahafnir gátu verið markaðstorg, en svo sé ekki alltaf, fer eftir því hvort að það sé í útjaðri samfélagsins (markaðurinn í Champain í Frakklandi á miðöldum) eða hvort það sé kjarni þess.

Mælikvarðinn á hvað telst vera borg hefur breyst í gegnum tíðina og mörkin færast alltaf ofar eftir því hvað mannkyninu fjölgar og borgum þar með. Lengi vel var smáborg miðuð við 25 þúsund íbúa, svo 50 þúsund og 100 þúsund markið sem Reykjavík er löngu komin yfir.

Þorp og bæir almennt mynduðust ekki fyrr en á seinni helmingi 19. aldar á Íslandi með tilkomu sjávarútgerðar. Flest þessi þorp og bæir eru enn til og eru við sjávarsíðuna, með undantekningum þó, t.d. Egilsstaði og Selfoss sem reyndar uxu ekki fyrr en upp úr miðja 20. öld.

Segja má að meginreglan á Norðurlöndum sé að þéttbýli sé svæði með yfir 200 íbúa og að ekki séu meira en 200 metrar á milli húsa. Í Kanada er gjarnan miðað við 1000 íbúa, í Vestur-Evrópu er algengt að mörkin séu 2000 íbúar, sums staðar í Afríku er þéttbýli talið þar sem íbúar eru 10.000 eða fleiri á ákveðnu svæði og í Japan er miðað við 50.000.

Reykjavík varð ekki formlega borg fyrr en um 1907 þegar embætti borgarstjóra var stofnað með lögum árið 1907 en ári síðar tók fyrsti borgarstjórinn til starfa.

Í dag er Kópavogur, Akureyri og Reykjanesbær með fleiri íbúa en Reykjavík upp úr aldarmótunum 1900 en teljast samt vera bæir.

Á Vísindavefnum segir: ,,Niðurstaðan úr athugun á merkingu hugtakanna borg og bær er sú að þó að borg (city) kunni að vera sérstaklega skilgreind eining í stjórnsýslu tiltekinna landa, þá er í daglegu tali ekki ein ákveðin skilgreining á því hvað telst borg og hvað bær. Frekar er um huglægt mat að ræða og málvenju sem skapast hefur."

Það er því ekkert til fyrirstöðu að hér megi kalla fleiri þéttbýlisstaði borgir (margir kostir fylgja því) en bara Reykjavík. Sveitarfélög eins og Hafnarfjörður (íbúar 29.971 þann 1. janúar 2020) og Kópavogur (37.959 þann 1. janúar 2020) ættu í alvöru að stefna að því að verða kölluð borgir þegar íbúafjöldinn er kominn yfir 50 þúsund markið.

Svo er það hulin ráðgáta hvers vegna það eru svo mörg sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þegar sveitarfélög á landsbyggðinni sameinast í nánast landsfjórðunga, líkt og á Austurlandi. Hugmyndir hafa komið upp að mynda á höfuðborgarsvæðinu aðra borg, á móti Reykjavíkurborg, og þær myndu keppa innbyrðis. Ekki svo vitlaus hugmynd, þegar haft er í huga að Reykjavík, eina borg Íslands, er í harðri samkeppni við erlendrar borgir um mannauðinn hérlendis.


Vegsamgöngur á Íslandi

Ég er mikill áhugamaður um samgöngusögu. Hér kemur því samantekt úr ritgerð sem heitir ,,Reykjavíkurvegir frá upphafi til nútíma“ en ritgerðin er nokkuð góð og gefur góða mynd af samgönguleysi sem hefur hrjáð Íslandi frá upphafi. Svo er samtíningur úr ýmsum áttum, s.s. ,,Heimastjórnartíminn“ af vef Stjórnarráð Íslands og Vísindavefnum. Það er annars ótrúlegt hvað það er erfitt að fá samfelda sögu af samgöngum á landi á Íslandi frá upphafi til dagsins í dag.

Það er vel skiljanlegt hvers vegna, Ísland er fámenn þjóð í stóru landi sem er illfært yfirferðar. Ekki eins og Danmörk með sínu sléttlendi, heldur líkt Noregi sem er jafnvel torfærara land en Ísland.

Byrjum á byrjunni. Ljóst er að troðningar og reiðvegir hafa myndast í áranna rás og Íslendingar kallað það vegi. Eina sem sem var gert og var algjör nauðsyn, var gerð brúa þar sem því var komið við og hafa ferjur við mestu stórfljót. Við stórár var því og fljótlega komið upp ferjum í þjóðbraut. Er Sandhólaferju á Þjórsá getið þegar í Landnámu. Bréf er til um ferjuhald á Ölfusá frá því um 1200 og annað um ferju á Jökulsá í Öxarfirði frá 1402. Í þjóðveldislögum er að finna kafla um brúargerð og ferjur. Þar eru hins vegar engin ákvæði um vegagerð eða viðhald vega. 11. og 12. öld eru þess allmörg dæmi, að menn gáfu fé til þess að halda uppi brúm á vatnsföllum, ferjum á ám og fljótum (svonefndum sæluskipum), og sæluhúsum.

Í réttarbót þeirri frá 1294, sem kennd er við Eirík konung Magnússon, voru bændur á Íslandi skyldaðir til að gera færa vegi um þver og endilöng héruð, þar sem mestur er alfaravegur, og skyldu sýslumenn og lögmenn sjá um að ákvæðum þessum væri hlýtt. Eigi er vitað, hversu fyrirmælum þessum hefur verið framfylgt, en heimildir sýna, að á 16. öld var það venja að minna bændur á skyldur þessar á þingum. Má gera ráð fyrir, að ákvæðum þessum hafi verið beitt að nokkru, a. m.k. þar sem vegir lágu undir skriðuföllum eða brúa þurfti keldur á alfaraleið. Ekki var eiginlega um vegi í nútíma skilningi að ræða, lagðir klæðningu einhvers konar. Um reglulega vegagerð í síðari tíma skilningi hefur naumast verið að ræða.

Brúm þeim, er hér voru gerðar að fornu, var víðast hvar illa við haldið er fram liðu stundir, svo að flestar þeirra munu hafa lagzt af fyrir 1400 og margar löngu fyrr. Hins vegar héldust ferjurnar á stórám landsins, enda varð naumast hægt að komast af án þeirra.

Ég hef alla tíð sagt að upphaf nútímans megi rekja til innréttindinga Skúla Magnússonar og hlutafélagið sem hann kom að á Þingvöllum 1751. Þarna hófst upphaf að fyrsta fyrirtæki Íslands, fyrstu útgerð landsins, landbúnaðarumbótum enda allt í and upplýsingaaldarinnar. Skipaðar voru nefndir til að koma með úrbætur.

Eitt af verkefnum þeim, sem landsnefndin svonefnda, er skipuð var með erindisbréfi 1770, átti að framkvæma, var að athuga og gera tillögur um bættar samgöngur á Íslandi. Skyldi hún athuga möguleika á því, að gerður yrði þjóðvegur, fær vögnum, kerrum, sleðum eða öðrum farartækjum, milli Bessastaða og amtmannsseturs á Norðurlandi, svo og milli biskupsstólanna og amtmannssetranna, og loks milli þessara staða allra og Þingvalla.

Eftir miklar bollaleggingar var loks árið 1776 gefið út konungsbréf um vegi, brýr og ferjur á Íslandi. Náðu ákvæði þessi til vega um byggðir landsins og hinna styttri leiða milli byggða. Hér var mælt fyrir um það, hversu vegi skyldi ryðja. Brautir skyldu gerðar yfir fen og foræði og trébrýr yfir læki og smáár. Ferjum skyldi fjölgað og reglur settar um ferjuhald og ferjukaup. Langa fjallvegi skyldi varða og reisa sæluhús, þar sem Iangt væri milli byggða. Sýslumenn áttu að gæta þess, að ákvæðum konungsbréfsins væri fram fylgt, en bændum gert að skyldu að leggja fram nauðsynlega vinnu. Um framkvæmdir var það að segja að ráðagerðir og fyrirætlanir runnu út í sandinn. Lítið gerðist fram á 19. öld.

„Árið 1861 var gefin út allrækileg tilskipun um vegina á Íslandi“. Þar er vegum skipt í þjóðvegi og aukavegi, og settar mjög nákvæmar reglur um báða. Þjóðvegir skyldu vera hinir fjölförnustu vegir í byggðum og vegir milli héraða. Skyldu vegir þessir vera 5 álnir á breidd og skurðir meðfram og brýr á lækjum. Meðfram fjallvegum áttu að vera vörður. Sjá má margar þessarra varða ennþá dag í dag. Eitthvað varð meira um framkvæmdir en margar þeirra runnu út í sandinn vegna kunáttuleysis.

Eftir að fjárveitingarvaldið fluttist inn í landið með stjórnarskránni 1874, komst brátt aukinn skriður á þessi mál. Á fyrsta löggjafarþinginu, 1875, voru sett ný vegalög. Þar var lögð mest áherzla á fjallvegina, enda veitt til þeirra nokkurt fé úr landssjóði. Byggðavegum var skipt í sýsluvegi og hreppavegi. Nú kom inn þekking í vegagerð í formi dansk verkfræðings.

Skammær hestvagna öld hófst á Íslandi undir lok 19. aldar. Í Evrópu dró mikið úr notkun póstvagna frá miðri 19. öld þegar járnbrautarlestar tóku við póstflutningum en svo var ekki fyrir að fara á Íslandi og því hófst póstvagnaþjónusta um þetta leyti. Í Evrópu hafði póstvagnaþjónusta verið við lýði í aldir. Á Íslandi var fyrsti póstvagninn tekinn í notkun árið 1900.

Vega- og brúargerð stórjókst á heimastjórnarárunum. Má segja að á þeim árum hafi loksins komist á gróft þjóðveganet um landið allt. Átti lagning ritsímans stóran þátt í því. Í lok heimastjórnartímabilsins voru akvegir taldir fimm hundruð kílómetrar að lengd. Var lengsti vegarkaflinn um 100 km frá Reykjavík austur á Hvolsvöll. Hestvagnar urðu algengir á þessum árum, enda vegagerðin fram til um 1920 að mestu við þá miðuð.

Fyrsti bílinn var fluttur til landsins sumarið 1904. Bílaöld rann þó ekki upp fyrr en áratug seinna. Árið 1905 voru teknar í brýr yfir Sogið og Jökulsá í Axarfirði, hvort tveggja miklar samgöngubætur. Brúará var brúuð 1907 þegar lagður var vegur frá Þingvöllum til Geysis í tilefni konungskomunnar það ár.

Hugmyndir voru uppi um að leggja járnbraut frá Reykjavík austur að Þjórsá, ekki síst til að auðvelda flutning landbúnaðarafurða til Reykjavíkursvæðisins, en framkvæmdin reyndist of kostnaðarsöm til að í hana yrði ráðist. Eina járnbrautin, sem Íslendingar fengu að kynnast, gekk á milli Öskjuhlíðar og miðbæjarins þegar Reykjavíkurhöfn var gerð á öðrum áratug aldarinnar. Hafnargerðin var stórkostleg samgöngubót og réð úrslitum um að Reykjavík varð miðstöð atvinnulífs á Íslandi.

Bílaöld hófst hérlendis árið 1913 þegar nokkrir bílar voru fluttir til landsins en þeim fjölgaði mjög hægt næstu árin og urðu ekki almenningseign fyrr en löngu seinna. Lengi vel var áformað að taka upp lestarsamgöngur en vegna kostnaðar var ákveðið að leggja áherslu á vegakerfið enda var ljóst að bíllinn væri framtíðarfarartæki.

Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tuttugustu öldinni að teygja þá um landið og gera þá sæmilega greiðfæra. Árið 1918 var þó víða langt komið að leggja akfæra vagnvegi frá helstu verslunarstöðum eins og kveðið var á um í vegalögum frá 1894 eða „flutningabrautir“, eins og þeir voru kallaðir. Í upphafi var gert ráð fyrir að þessir vegir yrðu alls 375 km á lengd og „vel“ færir hlöðnum hestvögnum og kerrum. Við lagabreytingar varð lengdin 397 km. Áætlað var að lokið yrði að leggja þessa vegi 1923. Vegbreiddin var að jafnaði 3,75 m sem dugði til að hestvagnar gætu mæst. Bifreiðir þurftu fimm til sex metra breiða akbraut til að geta mæst.

Árið 1918 voru einnig komnar brýr á margar ár sem höfðu verið farartálmar um aldir. Sunnanlands var til dæmis búið að brúa Sogið, Ölfusá og Þjórsá, Ytri-Rangá og Eystri-Rangá, vestanlands Hvítá, Örnólfsdalsá, Gljúfurá og Norðurá, á Norðurlandi Miðfjarðará, Blöndu við Blönduós, Héraðsvötn eystri, Hörgá í Hörgárdal og Skjálfandafljót og á Austurlandi Eyvindará og Lagarfljót. Markarfljót og jökulár í Skaftafellssýslum voru enn óbrúaðar og sama átti við um Eyjafjarðará.

Saga jarðgangna er býsna gömul ef horft er á gerð jarðgangna í bæjum og höfuðbólum fyrri tíða. Fyrst ber að nefna fornritin en jarðgöng koma fyrir í Íslendingasögum og Sturlunga sögu. Þór Hjaltalín flokkar í verkum sínum hvernig þau koma fyrir í þeim. Þar bendir hann á að í Íslendingasögunum sé oftast talað um jarðhús sem eru þá eiginleg göng sem liggja frá einum stað til annars neðanjarðar. Í Íslendingasögunum liggja þessi jarðhús oftast frá híbýlum að útihúsum

En eiginleg jarðgöng í merkingu samgangna er ekki eldri en frá miðja 20. aldar. Hérlendis var komið fram undir miðja 20.öldina þegar fyrstu jarðgöngin voru tekin í notkun og var þó ekki um neitt stórvirki að ræða þegar sprengt var í gegnum 30 m þykkan berggang á leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Síðan hefur verið unnið að jarðgangagerð á 7 stöðum á landinu, oftast með nokkrum hléum. Mjög víða á Íslandi væri unnt að losna við ýmsa snjóþunga fjallvegi og aðra þröskulda á vegakerfinu og stytta vegalengdir töluvert með gerð jarðgangaFyrstu jarðgöngin voru gerð 1948 Arnarnessgöng eða Arnardalshamar og síðan hafa allmörg jarðgöng verið gerð.

Á Íslandi eru tíu jarðgöng í notkun. Lengstu jarðgöngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði en þau eru þriggja arma. Héðinsfjarðargöng eru samtals 11 km löng, í tveimur leggjum sem opnast í Héðinsfirði, Ólafsfjarðarleggurinn er 7,1 km en Siglufjarðarleggurinn 3,9 km.


Upphaf Reykholts í Biskupstungum og þáttur frænda míns í þeirri byrjun

Þorsteinn Bergmann Loftsson, á Stóra-Fljót, Reykholti, Biskupstungum, var föðurbróðir föður míns, Lofts Jens Magnússonar. Það er að segja afabróðir minn. Foreldrar hans: Jóhanna Guðný Guðnadóttir, húsfreyja, f. 30.6. 1952 og Loftur Magnússon, bóndi, f. 1867, d. 20.2. 1915. Þess má geta að Þorsteinn var fæddur 17. febrúar 1911 og dó 20. maí 1946. Hann var giftur Vilhelmina Theodora Tijmstra Loftsson, náttúrufræðingi frá Hollandi, f. 26. janúar 1912, d. 28. október 1998.

Vilhelmína, var hollensk landstjóradóttir. Hún gekk í barnaskóla á kóralrifi í Karíbahafi, tók háskólapróf í náttúrufræði og lagði svo í afdrifaríka útskriftarför til Íslands. Þar varð hún ástfangin af ungum eldhuga úr Dölum. Vilhelmína var náttúrubarn sem skákaði hefðum evrópska aðalsins. Hann var hreystimenni með stóra drauma.

Vilhelmia

 

Vilhelmína stundaði nám í náttúrufræði við Háskólann í Leiden í Hollandi. Þar bauðst henni og nokkrum skólafélaga hennar að fara í rannsóknaferð til Íslands í sumarfríi 1932. Á Íslandi dreifðist hópurinn á sveitabæi víðs vegar um landið. Vilhelmina fékk vist hjá Pétri Blöndal í Stafholtsey í Borgarfirði. Meginviðfangsefni stúdentanna var að safna sýnishornum úr íslenskri náttúru, jurtum, skordýrum og fuglum, til rannsókna í skólanum. Aðalviðfangsefni Vilhelmínu þá var að safna fuglshömum. Fuglafræði var alla tíð mikið áhugamál hennar. Í Stafholtsey kynntist Vilhelmína fyrri manni sínum, Þorsteini Bergmann Loftssyni frá Gröf í Miðdölum, Dalasýslu. Þau stofnuðu síðar heimili á Siglufirði þar sem þau bjuggu í nokkur ár.

Í lok fjórða áratugarins ákváðu Þorsteinn og Vilhelmína að leggja fyrir sig gróðurhúsarækt, sem þau kynntu sér í Hollandi. Þau keyptu Stóra-Fljót í Biskupstungum og reistu þar gróðrarstöð. Hún var ein fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Stóra-Fljót markaðist af Fellslæk í norðri, Tungufljóti í austri, Reykjavöllum í suðri og Litla-Fljóti í vestri. Býlið stóð í upphafi vestan þjóðvegar skammt frá bænum Brautarhóli en var flutt undir brekkuna neðan Reykholtshvers árið 1939. Þorsteinn byggði fyrstu garðyrkjustöðina í Reykholti á flötinni fyrir neðan og bar titilinn ylræktarbóndi.

Loftur Jens Magnússon fór í garðyrkjunám til Þorsteins B. Loftssonar, á Stóra-Fljót, Reykholti 1941. Hann lauk ekki námi þar eð Þorsteinn lést 20. maí 1945. Vilhemína fluttist þá til Reykjavíkur ásamt tveimur sonum þeirra hjóna.

 

Vilhjálmur Þorsteinsson

 

 

 

Vilhjálmur Þorsteinsson fæddist 1943 að Stóra-Fljóti, Biskupsstunguhreppi, sonur þeirra hjóna

Grunnur að byggðakjarnanum í Reykholti var lagður árið 1928, þegar barnaskóli var reistur. Þá hafði eigandi jarðarinnar Stóra-Fljóts gefið Biskupstungnahreppi landskika undir bygginguna. Þetta var eitt fyrsta skólahús sem reist var í dreifbýli á Íslandi og þótti mjög glæsileg framkvæmd. Fyrsta gróðurhús í uppsveitum Árnessýslu, sem hitað var upp með hverahita byggði aftur á móti Stefán Sigurðsson skólastjóri barnaskólans árið 1932. Það stóð á stalli í brekkunni á milli gamla skólahússins og Reykholtshvers.


Sigurvegarinn skrifar söguna

Gott dæmi um söguritun sigurvegarans, er sjónarhorn þeirra sem unnu seinni heimsstyrjöldina eða áttu þátt í sigrinum.

Ætla mætti að Bandamenn í vestri, Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Frakkar hafi sigrað nasista nánast upp á eins dæmi ef litið er á kvikmyndir og sögur almennt. Meira gæti ekki verið fjarri sanni.

80% af bardögum og hernaður nasista var í austri gegn Sovétríkjunum. Það var voru þau, með stuðningi ótal aðila og með gífurlegu mannfalli, sem sigruðu nasistaríkið Þýskaland.

Þýska herliðið sem mætti Bandamenn í Normandí var þriðja flokks herlið, gamalmenn, unglingar, særðir hermenn eða hermenn í endurhæfingu. Samt áttu þeir í erfiðleikum með þetta afgangslið.

Eina sem Vesturveldum tókst að gera, var að koma í veg fyrir að sókn Sovétríkjanna endaði við Atlantshafs strendur, í stað Mið-Evrópu. Normandí innrásin var því bráðnauðsynleg til að koma í veg fyrir sovésk yfirráð yfir Evrópu allri.

Þannig að það var einræðisríki sem sigraði annað einræðisríki. Ekki lýðræðisríki á einræðisríki.

Bardagarnir á austursvígvöllunum í síðari heimsstyrjöldinni voru stærstu hernaðarátök sögunnar. Þeir einkenndust af fordæmalausri hörku, heildar eyðileggingu alls sem varð á veginum, fjöldaflutningum fólks og gífurlegu mannfalli vegna bardaga, hungurs, sjúkdóma og fjöldamorða. Af áætluðum 70–85 milljónum dauðsfalla sem rekja má til síðari heimsstyrjaldarinnar urðu um 30 milljónir á austurvígstöðvunum. Austurvígvellirnir var afgerandi við að ákvarða niðurstöðuna í evrópska þátt síðari heimsstyrjaldirnar og var að lokum meginástæðan fyrir ósigri Þýskalands nasista og öxarþjóðanna.

Stærstu stríðsríkin í Evrópu voru Þýskaland og Sovétríkin ásamt bandamönnum þeirra.

Þótt þau hafi aldrei tekið þátt í hernaðaraðgerðum við austurvígstöðina, veittu Bandaríkin og Bretland bæði Sovétríkjunum verulega efnislega aðstoð í formi útlán - leigu áætlunarinnar.

Deilt er um hvort að vopnasendingar Vesturvelda hefði breytt einhverju um útkomu stríðsins í austri. En ef Japanir hefðu opnað nýjar vígstöðvar í Síberíu, á austurströnd Sovétríkjanna, hefði Stalín lent í vandræðum og jafnvel tapað stríðinu, því að hann hafði flutt allt sitt herlið í vestur, því að hann vissi að Japanir ætluðu sér ekki að ráðast á bak hans.

Japanir borguðu þetta dýru verði í lok heimsstyrjaldirnar þegar Sovétmenn hertóku Mansjúríu í Kína með stórfelldum ósigri japanska hersins. Japanir voru í raun engir bandamenn Þýskalands og stuðningur Hitlers við árás Japani á Pearl Harbor og stríðsyfirlýsing gegn Bandaríkjunum voru stórfelld mistök.

Annað sem mér hefur alla tíð fundist ámælisvert og það er að helmingur Evrópu var látin í hendur einræðisherrann Stalíns án viðnáms Vesturvelda.

Tvær ástæður gætu verið fyrir því. Annars vegar vegna þess að Vesturveldin voru hræsnifull og var sama um örlög margra Austur-Evrópubúa eða hins vegar vegna þess að þau réðu ekki hernaðarlega við Sovétríkin.

Líklegri skýring var að Sovétríkin voru þá með milljónir manna enn undir vopnum og það hefði líklega kostað gífurleg átök að sigra þau sem Vesturlönd voru ekki tilbúin í eða gátu ráðið við. Samt voru Sovétríkin komin að fótum fram í maí; höfðu lagt allt undir í sókninni gegn Þýskaland. Samið frið við Finnland og tekið allt herlið frá Asíu-hlutanum.

George Patton, hershöfðingi Bandaríkjahers, vildi gera út um málið strax og hefja sókn í austur en fékk ekki. Bandaríkjamenn voru of uppteknir við að reyna sigra Japani. Það kostaði þá kalda stríðið í staðinn.

Þegar Ribbentrop ræddi við Hitler viku fyrir sjálfsvígið í byrginu, sagði Hitler honum að „hin raunverulega hernaðarorsök ósigurs“ væri brestur þýska flughersins í getu að berjast við óvini. Fyrir bandamenn í síðari heimsstyrjöldinni var ósigur Þýskalands forgangsverkefni þeirra.

Enginn möguleiki var á sigri í austri miðað við vopnaframleiðslugetu nasista og örugglega ekkert vopnahlé í boði. Þýskaland átti möguleika á að vinna seinni heimsstyrjöldina hefði Hitler ekki flýtt sér að ráðast á Sovétríkin....en talið var að vopnaframleiðsla þeirra hefði átt að ná hámarki 1943 og þá hefðu þeir verið tilbúnir í átök.

Önnur meginástæðan var að Þjóðverjar styrktu her sinn og flugher en samt ekki nóg mikið og þýski flotinn var vanburða.

Of seint var farið í kafbátaframleiðslu af fullum krafti og þar urðu nasistar undir vegna ráðningu dulmálslykil þeirra og annarra tækninýjunga bandamanna. Þeir komu með svör en of seint.

Vopnaframleiðslugeta og iðnaðarframleiðsla í heild sinni sker út um útkomu styrjalda. Þetta hafa verið sannindi frá tímum Rómverja, þegar þeir gátu endurnýjað heilu herina eftir stórfellda ósigra. Mesta geta í vopnaframleiðslu voru Bandaríkin og eru enn. Svo verður um framtíðarstríð, sá sem getur framleitt mest, vinnur.


Lögreglustjórinn Agnar Eldberg Kofoed-Hansen

AgnarÉg ætla að fjalla aðeins um Agnar Kofoed-Hansen eftir að hafa lesið aftur bókina ,,Lögreglustjóri á stríðsárunum" eftir Jóhannes Helga en hún fjallar um kappann Agnars Kofoed-Hansens sem var frumkvöðull á svið lögreglu- og flugmála.

Áður en ég rek frásögnina í bókinni, ætla ég að fara í æviágrip Agnars sem má rekja á Wikipediu. Þar segir að Agnar Kofoed-Hansen (3. ágúst 1915 – 23. desember 1982) hafi verið íslenskur flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri.

Hann fæddist í Reykjavík og lærði að fljúga í flugskóla danska sjóhersins. Eftir nám starfaði hann sem flugmaður í Danmörku og Noregi. Hann var hvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936 og tók þátt í stofnun Flugfélags Akureyrar 1937. 1940, eftir að hann hafði verið sendur á sumarnámskeið hjá SS-sveitum þýskra nasista sumarið 1939, var hann skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík og setti á fót njósnadeild Útlendingaeftirlitsins, svokallaða eftirgrennslanadeild.

Hann sinnti starfi lögreglustjóra til ársins 1947. Agnar var flugvallastjóri ríkisins árin 1947-1951. Hann varð flugmálastjóri 1951 og gegndi því starfi til dauðadags 1982 (sótt 28. janúar 2015 á Wikipedia).

Í bókinni er rakin ótrúleg frásögn af því hvernig það var að reka lögreglulið á stríðsárunum. En Agnar var forsjáll maður enda liðsforingjamenntaður frá Danmörku. Hann fór í kynnisferð til Danmerkur og Þýskalands til að kynna sér löggæslumál í þessum löndum árið 1939 enda sá hann, nýskipaður lögreglustjóri aðeins 25 ára gamall, í hvað stefndi hvað varðar styrjöld í álfunni.

Hann reyndar rétt slapp með síðasta skipinu heim til Íslands síðsumarið 1939. En hvers vegna Þýskaland? Að hans sögn fór hann reyndar til Þýskalands vegna þess að hann þekkti marga flugmenn þar og stundaði flug þarlendis.

Vegna þess að hann taldist vera formlega gestur Himmlers – yfirmann lögreglumála í Þýskalandi (sem hann hitti reyndar aldrei vegna þess að stríðið var að brjótast út en átti að hitta hann) og hitti SS menn og þýska lögreglumenn, þá þóttust Bretar og síðar Bandaríkjamenn vera vissir um að hann væri nasisti.

Þeir gleymdu að hann fór einnig til Danmerkur bæði á undan eftir Þýsklandsdvölina þar sem hann lærði einnig í lögreglufræðunum og fræddi dönsku leyniþjónustuna um það sem hann varð vís um í Þýskalandi að eigin sögn. Á vefsetrinu Nei er þessi frásögn Agnars rakin og sagt að þáverandi forsætisráðherra Íslands, Hermann Jónasson hafi staðið að utanförinni. Efni vefgreinarinnar snýst reyndar lítið um Agnar, heldur er verið að tengja saman stofnun Útlendingaeftirlitsins við meintar nasiskar rætur Agnars.

Í vefgreininni segir að í kjölfar heimkomu til Íslands hafi Agnar verið skipaður ríkislögreglustjóri og falið að skipuleggja „eftirgrennslanadeild“. Agnar fól Útlendingaeftirlitinu það hlutverk, sem frá árinu 2002 hefur borið heitið Útlendingastofnun.

Í greininni er þessi spurningu varpað fram: ,,Um leið er vert að spyrja: skýra nasiskar rætur Útlendingastofnunar stefnu hennar enn í dag? Í frásögninni kemur fram að yfirlögreglustjóri Dana hafi lagt til, að stofnuð verði „eftirgrennslanadeild“ – „efterretningstjenste“ – eða öryggislögregludeild hjá lögreglustjóranum í Reykjavík.“

Við heimkomuna fól Agnar útlendingaeftirlitinu þetta verkefni eins og áður sagði og kom lítið að verkefnum hennar enda upptekinn dag og nótt við lögreglustörf.

Sigurjón Sigurðsson, síðar lögreglustjóri Reykjavíkur, var yfirmaður Útlendingaeftirlitsins og deildar þeirra sem hlaut heitið ,,eftirgrennslardeild“ og segja má að hann hafi mótað starf stofnuninnar í útlendingamálum og ,,njósnamálum“.

Eftirgrennslanadeildin starfaði innan útlendingaeftirliti lögreglunnar næstu tíu árin en þá beitti Bjarni Benediktsson sér, þáverandi dómsmálaráðherra, fyrir stofnun strangaleynilegrar öryggisþjónustudeildar hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Það hlýtur því að vera erfitt að kalla Útlendingaeftirlitið strax leyniþjónustu, þar sem hlutverk þess var eðlileg eftirgrennslan, líkt og útlendingastofnun gerir enn í dag, um uppruna fólk og tilgang með komuna til Íslands og dvalar í þeim tilfellum sem það átti við.

Forsaga þessi að stofnun Útlendingaeftirlitsins nær reyndar lengra aftur í tímann en með nýjum lögum 1936 var komið á fót útlendingaeftirliti innan íslensku lögreglunnar og sá hún um eftirlit með komum útlendinga til landsins og útgáfu dvalarleyfa. Á þeim tíma var hert mjög á eftirliti með útlendingum um alla Evrópu vegna ótta við njósnir og hryðjuverk.

Í kjölfar þess að síðari heimsstyrjöld braust út var hert mjög á útlendingaeftirlitinu á Íslandi og þess meðal annars krafist að útlendingar tilkynntu um breytingar á búsetu sinni innanlands.

Samkvæmt frásögn Þórs Whitehead stóð Hermann Jónasson fyrir því 1939 að komið var upp leynilegu eftirgrennslanakerfi undir hatti útlendingaeftirlitsins sem náði einnig til Íslendinga sem taldir voru geta ógnað öryggi ríkisins. Ég get því varla tekið undir það skoðun að Agnar sjálfur hafi verið forkólfur að stofnun Útlendingastofninnar né að nasiskar rætur hans hafi skipt máli, þar sem það var í eðlilegum verkahring hans sem lögreglustjóra að hafa þessi mál á sinni könnu og stríð var yfirvofandi.

Á þessum tíma var stjórnkerfið agnarsmátt og allir að vafra í öllu. Þess má meðal annars geta að sjálft Utanríksráðuneytið var til húsa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og bjó við þröngan kost og fáliðað starfsfólk langt fram eftir 20. öld og voru allar þessar opinberar stofnanir undir sama þaki, lögreglan í Reykjavík, Útlendingaeftirlitið, Almannavarna og Utanríkisráðuneytið.

Hvað svo sem sagt verður um rasískar rætur Útlendingaeftirlitsins og tengsl Agnars við það, þá var aðalerindi hans að undirbúa íslensku lögregluna undir komandi átök.

Dvaldist Agnar í Kaupmannahöfn sumarmánuðina 1939 og vann hjá ríkislögreglunni og kynnist stjórn og aðferðum hennar og dvaldi þar til 26. júlí. En 27. júlí fer hann til Berlínar, og er þar til 30. ágúst.

Í Þýskalandi átti hann þá tal við einn æðsta mann Nasistaflokksins, Bohrmann og var tilkynnt að hann væri einkagestur þýsku lögreglunnar og yfirmanns hennar, Heinrichs Himmlers, sem hann hitti aldrei að eigin sögn. Hins vegar staðfestir Agnar að hinn 10. ágúst hafi hann rætt við yfirmann Berlínar lögreglunnar, og kynntist þar ýmsum af aðferðum þýsku nasistalögreglunnar. Segir svo frá að hann muni fyrsti útlendingurinn sem hafi orðið slíks aðnjótandi. Um tíma ferðaðist Agnar um landið með nasistaleiðtoganum Dalüege í þessum erindum og til landamæra Tékkóslóvakíu.

Í bakaleiðinni hitti hann aftur danska lögreglumenn í Kaupmannahöfn og gat upplýst þá nokkuð um starfsemi nasista að eigin sögn. Aðalerindi hans var þó að kaupa ýmsan lögreglubúnað áður en haldið var heim á leið með M/S Esju sem var í sinni jómfrúarferð í septembermánuði 1939.

Agnar settur í embætti lögreglustjóra janúar 1940 og hóf þó óskiptrar mála að endurskipuleggja lögregluna samkvæmt nýjum lögum um lögregluembættið sem sett voru í árslok 1939.

Samkvæmt þeim bar lögreglustjóranum eingöngu að sinna lögreglustörfum og láta af dómara- og rannsóknarhlutverkinu. Hvernig stóð Agnar sig í starfi?

Kornungur maður sem hafði mætt andstöðu vegna aldur sins og bakgrunn en hann var hermenntaður og ekki lögfræðingur eins og venja var. Ef hann var nasisti í raun, hvernig tók hann þá á málum sem komu upp gagnvart Þjóðverjum og síðar Bretum og Bandaríkjamönnum þegar þeir stigu hér á land? Rekjum það aðeins í stuttu máli.

Það reyndi fljótt á húsbóndahollustu Agnars en aðeins fáeinum dögum eftir innsetningu í embætti lögreglustjóra, sökk þýska skipið Bathia Blanca norðvestur af Látrabjargi með 62 menn um borð. Togarinn Hafsteinn kom til bjargar og sigldi með skipbrotsmenn til Hafnarfjarðar. Dr Gerlach sem þá var ræðismaður Þýskalands á Íslandi tók á móti þeim og kom þeim fyrir á tveimur hótelum.

Fljótlega kom upp sá kvittur að skipbrotsmennirnir væru í raun flugumenn og skæruliðar sem ættu að undirbúa landtöku Þjóðverja. Þegar Noregur og Danmörk féllu í hendur nasistastjórn Hitlers 9. apríl 1939, þá lék grunur á að skæruliðar hafi verið plantað hér og hvar um Noreg og settir á land af þýskum kaupskipum.

Agnar setti fljótlega útgöngubann á Bahia Blancamennina á kvöldin og nóttinni auk þess sem hann lét vopnaða lögreglumenn vera til taks í lögreglustöðinni allan sólarhringinn næstu vikur. Þetta útgöngubann var í gildi fram á hernám Breta að þeir handtöku þessa menn og Dr. Gerlach. Aðalræðismaður nasistastjórnarinnar,

Dr. Werner Gerlach, var sérkapítuli fyrir sig. Hann kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni vorið 1939. Aðsetur hans var Túngata 18. Dr. Gerlach var eldheitur nasisti og brást ætíð reiður við ef hallað væri á Þjóðverja í orði eða riti. Hann reyndi að virkja nasista í landinu, sérstaklega samlanda sína, sem vildu ljá eyru sinn við slíkan málflutning.

Óttast var að nasistar stunduðu njósnir hér eftir Sveinn Björnsson sendiherra Íslands í Danmörku greindi frá njósnastarfsemi Þjóðverja þar í landi og það sé bjargföst skoðun danskra yfirvalda að slík starfsemi væri á Íslandi.

Um miðjan október 1939 varð loftskeytastöðin í Reykjavík vör við morse sendingar ókunnugrar sendistöðvar, voru þær skrifaðar upp og reyndust vera talnadulmál. Voru sendingar fljótlega raktar til Túngötu 18, aðalræðismannsbústað Dr. Gerlachs.

Bretar höfðu áður kvartað yfir að Þjóðverjar fengju veðurfregnir frá Íslandi og upplýsingar um skipaferðir. Útsendingum veðurfregna var því hætt í janúar 1940. Talið var að njósnastöð í Danmörku sendi fregnir um skipaferðir Bandamanna á norðlægum slóðum til þýska ræðismannsins í Reykjavík og hann kæmi þeim áleiðis til Þýskalands. Ísland var yfirlýst hlutlaust ríki í styrjaldarátökunum og leið engar njósnir.

Agnar og Hermann ákváðu að gera atlögu að Dr. Gerlach og reyna að standa hann að verki. Þegar til kom, var engin samstaða í ríkisstjórninni um aðförina og var hætt við hana.

Þremur vikum síðar tók Bretar bústaðinn, handtóku Dr. Gerlach en engin sendistöð fannst fyrr en í lok stríðsins á háalofti. En Agnar aðvaraði Dr. Gerlach um að Íslendingar liðu ekki slíkar morse sendingar og að þeir vissu mætavel um sendistöðina. Það heyrðist ekkert í henni þær þrjár vikur þangað til Bretar komu.

Er Agnar tók við lögreglustjóraembættinu, hófst hann óspilltra mála við endurskipulagningu lögregluliðsins. Taktíkin var að þjálfa lögregluliðið ofan frá, það er að segja að byrja að þjálfa foringjaliðið sem átti að sjá um áframhaldandi þjálfun fyrir sína undirmenn. Væntanlegir flokksforingjar og varaflokksforingjar áttu að taka þátt. Þjálfunin fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum og fór fram á Laugarvatni.

Þjálfunin var hin vandaðasta og var góður undirbúningur fyrir komandi átök sem voru rétt handan hornsins. Þjálfað var m.a. vopnaburður í meðferð skammbyssa, riffla, hríðskotabyssur og beitingu táragass sem lögregluliðið í Reykjavík beitti markvisst til að leysa upp ótal upphöf að óeirðum. Kennd var siðfræði og fáguð framkoma og segir Agnar að það ,,...verði aldrei hægt að reikna út hve mörgum manndrápum lögreglan í Reykjavík afstýrði með framgöngu sinni á stríðárunum, snarræði, atorku og lagni. Og þeir björguðu á vissan hátt sóma þjóðarinnar – eins og best sést af því lofi sem hershöfðingjar og sendiherrar hér báru á lögreglumennina.“ Íslenska lögreglan tók engin vettlingatök á bresku hermönnunum en samt sá sendiherra Breta á Íslandi ástæðu til í bréfi til forsætisráðherra Bretlands að hrósa þá fyrir framgöngu sinni allri, hjálpsemi og fallegri framkomu í lok stríðsins.

Ég held að þetta séu enn aðalsmerki íslenskrar lögreglu. Það var verið að ljúka þjálfun lögregluliðsins á Laugarvatni þegar breski sjóherinn renndi í höfn í Reykjavík þann 10. maí og hóf hernámið. Íslendingar bjuggust við að það væri stutt í Breta eða Þjóðverja og voru með vopnaðan viðbúnað í hálfan mánuð eftir hernám Danmörku en höfðu snúið til baka til Laugarvatns þegar ekkert bar á innrásarliði.

Bresku landgönguliðarnir – Royal Marines – voru ekki lengi að hertaka mikilvæga staði í Reykjavík, svo loftskeytastöðina, höfuðstöðvar Póst og síma o.s.frv. Allir Þjóðverjar voru handteknir sem tókst að ná í og þar á meðan var Dr. Gerlach sem gerði sig líklegan til vopnaðar mótspyrnu. Flest þessa fólk var sent til England í fangelsi.

Hernámið réttlættu Bretar með því að þeir hefðu neyðst til að vera fyrri til en Þjóðverjar að taka landið herskyldi. Af skyldurækni var hernáminu mótmælt og vísað í hlutleysisstefnuna. Svo var tekið til óspilltra mála að aðlaga þessum erlenda her að íslenskum aðstæðum, reisa mannvirki og gæta lög og reglu.

Fyrstu samskipti lögreglu og hers fóru í gegnum fulltrúa lögreglustjóra sem var fjarverandi á Laugarvatni eins og áður sagði. Erindi fulltrúans var að tilkynnta breskum yfirmanni sem hann hitti að aðeins væri heimilt að veita mótttöku þriggja herskipa sama ófriðarríkis samtímis. Það var að sjálfsögðu ekki hlustað á það og á meðan var hernum skipað á land. Þegar Agnar kom í bæinn, hitti hann yfirmenn hernámsliðsins. Hann hafði þegar fengið fyrirmæli frá Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að Bretum yrði tekið sem gestum úr því sem komið væri. Átti Agnar þegar gott samstarf og samvinnu við þessa menn og tók þegar við lausn erfiðaðra vandamál sem komu strax upp. Fyrsta málið væri að koma í veg fyrir árekstra milli hermanna og Íslendinga og mæltist hann eindregið til umsvifalausrar samvinnu við herlögregluna, að íslensk lögreglan og herlögreglan hæfu strax samvinnu. Það samstarf gékk allan þann tíma sem Bretar voru hérna og síðar við bandarísku herlögregluna.

Bresku úrvalssveitirnar hurfu fljótlega á braut og við tók landherinn ekki með eins vandaðan mannskap, illa agaða, illa búna, ósamstætt fólk og illa upplýst, mannskapur sem skrapaður var saman hér og hvar um Bretland. Agnar krafðist þess við hernámsyfirvöld að íslenska lögreglan hefði allan rétt til að handtaka þann sjóliða og hermann sem bryti íslensk lög og þeir yrðu geymdir þar til herlögreglan sækti þá og kvittaði fyrir móttöku.

Það gékk eftir og auðveldaði störf lögreglunnar til muna því að oft var ekki hægt að bíða eftir að herlögreglan kæmi að og stilla þyrfti til friðar á skjótan hátt. Segja má að Agnar hafi þurft að vinna frumkvöðlastörf frá fyrsta degi hernámsins. Hann sett á legg loftvarnanefnd, enda var búist við mótleik nasista og jafnvel árásum. Segja má að þessi nefnd hafi verið fyrirrennari Almannavarna sem voru stofnaðar löngu seinna með lögum frá Alþingi árið 1962. Þrekvirki var unnið á fyrstu dögum loftvarnarnefndarinnar. Það þurfti að finna og merkja staði hæfa sem loftvarnarbyrgi, stofna hjálparsveitir, ruðningsveitir, hverfis- og loftvarnarbyrgisverði, sendiboðakerfi sem skátar og leigubílstjórar. Koma á fót stjórnstöð sem samræmdi aðgerðir við komu þýskra flugvéla, útvegað voru sírenur og búnað eins og hjálma brunadælur og annan búnað. Brottflutningur úr borginni skipulagður ef með þurfti og rætt um að koma á fót bráðbirgðaspítala. Allt var skipulagt út í fyllstu æsar. Á skömmum tíma voru tvö þúsund sjálfboðaliðar virkjaðir í þágu löggæslunnar og annarra verka.

Svo voru það samskiptin hermanna við íslenskt kvenfólk. Með hernum kom mikið magn af áfengi og vildi landinn hafa brennivín af Bretunum og stundum í skiptum fyrir konur.Það var stundum svikið og þá brutust út slagsmál.

Afþreying var fyrir hendi í Reykjavík, kaffi-, veitingar- og kvikmyndahús og fjöldi vændiskvenna var umtalsverður. Einn leyniþjónustumaður kenndi íslenska karlmanninum um, að hann hafi verið framtakslausir í samskiptu við konur, með skeytingarleysi og / eða virðingaleysi sem leiddi til að hann fór hallloka í samkeppninni við hinn erlenda hermann, sérstaklega þegar amerísku hermennirnir komu 1941, snyrtilegir, vel fjálgir og kurteisir flestir. Þeir voru margir hverjir ekki kátir með þessa samkeppni. Skráðar voru hátt í fimm hundruð konur sem voru í ástandinu svo vita sé en þær voru eflaust fleiri. En hafa verður í huga að ástandið er ekkert séríslenskt fyrirbrigði. Á sama tíma í Bretlandi, sérstaklega þegar leið að innrásinni í Normandí, að landið fylltist af Amerískum hermönnum, frá Kanada og Bandaríkjunum, sem sóttu í heimasætur landsins.

Svona var þetta alls staðar þar sem erlendum her bar að garði. Þýski herinn skapaði mörg ástönd í hersetnu löndunum, í Frakklandi, Noregi, Danmörk, Póllandi og svo framvegis. Grófasta mynd ástandsins var í hernumda hluta Þýskalands sem Sovétríkin réðu ríkjum í stríðslok, þar sem fjöldanauðganir áttu sér stað eins og flestir vita en það er önnur saga.

Lögreglan undir forystu Agnars tók snemma þá stefnu að sækja stúlkur undir lögaldri, 16 ára aldri, í greipar hermannanna hvar sem í þær næðist, innan herbúða sem utan, á knæpum, á götunni og í heimahúsum og gera foreldrum viðvart og í sumum tilfellum barnaverndarnefnd. Þar vann lögreglan frábært verk en illa þokkað af mörgum. Sumar stúlkurnar voru allt niður í 12 ára gamlar og kynferðisleg samskipti við svo ungar stúlkur voru bönnuð á Íslandi, Bretland og Bandaríkjunum, svo að það fór ekki fram hjá neinum að framið var lögbrot. Hermennirnir brugðust ókvæða við þessum afskiptum, flokkuðu þau undir beinan fjandskap og ofsóknir. Og yfirmenn þeirra stóðu með þeim framan af og báru blak af misnotkun ungra stúlkna en brugðust seint og síðar við með banni við komu kvenna í herbúðir en það var brotið líkt og búist mátti við. Um 60 þúsund hermönnum voru hér þegar mest var og hafði það mikil spenning í samskiptum Íslendinga almennt og hersins.

Þess má geta að lögreglan markaði snemma sér þá vinnureglu að ráðast að því meini sem snéri að stúlkubörnum og samskiptum þeirra við hermenn. Mikill meirihluti þeirra um það bil fimm hundruð kvenna sem skráðar voru sem samneytingar hermanna voru stúlkur frá aldrinum 12 ára til 17 ára og fjölmennasti aldurshópurinn reyndist vera 15-17 ára stúlkur. Mestu áhyggjurnar voru að hér myndaðist vændiskvennastétt sem myndi lifa í ófyrirsjáanlegra framtíð í skjóli erlent hers sem segði sig úr lögum við siðað þjóðfélag.

Þetta er gömul saga og ný, ennþá dag í dag eru menn og konur á Íslandi að berjast gegn vændi og mannsali en munurinn er sá, að umræðan er þroskaðri og dregin hefur verið reynsla frá stríðsárunum og samskiptunum við bandarískt herlið sem sat hér frá 1951 til 2006. Verstur var svokallaður Breta þvotturinn sagði Agnar. Það var þegar íslensk heimili fóru að þvo þvotta fyrir hermennina. Þar með voru þeir komnir inn á gafl á þúsundir heimila í landinu með ófyrirséðum afleiðingum. Engar tölur eru til um hve mörg heimili hernámið og samgangurinn við hermennina lagði í rúst.

Afskipti lögreglunnar af hermönnunum, sérstaklega varðandi ástandsmálum, leiddi til þess að einn einn af foringjum Breta, Wise majór, var nóg boðið og lagði til að Agnar yrði handtekinn og sendur í Tower of London, eitt frægasta fangelsi Breta. Það sem varð Agnari til bjargar, var að fyrsti fulltrúi Bandaríkjastjórnar, B.E. Kuniholm, heyrði á tal hans og kom í veg fyrir áform hans og varð hann brátt vinur Agnars og verndari.

Öll þessu erlendu áhrif sem fylgdu herjunum voru svo yfirþyrmandi að mætir menn óttuðust í fullri alvöru að íslenskt þjóðerni, íslensk menning og íslensk tunga yrðu hreinlega undir og Íslendingar hættu að vera Íslendingar og það þegar í sjónmáli var að hér yrði stofna íslenskt lýðveldi.

En Íslendingar lifðu stríðsárin af og urðu um síðir sjálfstæð þjóð í frjálsu ríki.

Agnar átti góð samskipti við Bandaríkjamenn í stríðslok og eftir þau. Hann fór meðal annar í kynnisferð til Bandaríkjanna til að kynna sér lögreglumál þar í landi og lærði þar, líkt og í Þýskalandi margt og mikið. Meðal annars koma hann því til leiðar að lögreglan í Reykjavík varð þriðja lögregluliðið í heiminum sem var búið talstöðvum í bílum. Hlaut hann margvíslegar viðurkenningar þar í landi. Hélt hann góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess.

Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi.

Eftirmáli

Eftir að hafa lesið þær frásagnir og heimildir sem til eru um Agnar, sýnist mér að hann hafi verið hörkuduglegur maður sem hafi sótt sér þekkingu til allra þeirra aðila sem gátu veitt hana og að hann hafi verið einstaklega úrræðagóður og góður í samstarfi.

Hann leitaði sér þekkingar og reynslu til Danmörku, Þýskalands, Bretlands og Bandaríkjanna. Hann átti einstakt og farsælt við hernámslið Breta og síðar við Bandaríkjamenn og var vel liðinn af herforingjum Bandamanna þótt hann hafi átt sér einn hatursmann í þeirra herbúðum sem vildi koma honum í breskt fangelsi.

Hann starfaði við ótrúlegar erfiðar aðstæður á stríðsárunum sem áttu sér ekkert fordæmi í sögu landsins.

Sambúð íslensku þjóðarinnar við hersetulið Breta og Bandaríkjamanna sem fékk á einni nóttu hernámslið inn á gaflinn hjá sér og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, varð farsælli en ella vegna viðbragða Agnars og lögregluliðs hans.

Ef lögreglulið hans hafi ekki verið svo velþjálfað og vandað í framkomu, hefðu átök heimamanna og hermanna verið fleiri og fleiri dauðsföllið orðið.

Mesta feimnismál þessara ára og hneykslismál, ástandið svokallaða, var að mestu farsællega leyst miðað við erfiðar aðstæður.Þar settu Agnar skýrar reglur hvað má og hvað ekki gagnvart börnum og leiddi starf lögreglunnar til þess að barnavernd varð öflugri og lagarammi um málefni barna skýrari. Barnaníð var ekki liðið á þessum tíma, hvorki af hendi erlendra hermanna né af íslenskum hórmöngurum. Íslenskir ofstopamenn voru margir og reyndust íslensku lögreglunni erfiðir viðfangs og gátu reynst fámennri lögreglu erfiðir. Einn lögreglumanna segir að þessi styrjaldarár hafi verið vond ár. ,,Heilu næturnar fékk maður ekki frið til að éta bitann sinn. Það voru eilíf útköll og oft, alltof oft vegna Íslendinga, sem sátu að sumbli um allan bæ og efndu til ófriðar.“

Aðrir lögreglumenn, aðspurðir um skopleg atvik, fundu fá atvik sem hægt væri að gera grín að en gátu með erfiðismunum rifjað upp einstök atvik. Sumir hafa ekki gefist upp á að gera Agnar að nasista og segir meðal annars Guðbrandur Jónsson í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn, 28. mars 2009 að hann biði eftir gögnum OSS (Overseas Secret Service) eða leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna, verði opnuð á amerískum skjalasöfnum. Þá kemur í ljós hvort Agnar lögreglustjóri var einfaldur eða tvöfaldur leyniþjónustumaður (agent or double agent) sem hafi sloppið undan hefndaraðgerðum þýskra nasista eftir 1956.

Við stríðslokin 1945 voru tengsl Agnars við nasista rifjuð upp en málið fjaraði fljótt út aftur – en þann 14. desember 1945 er þessi fyrirsögn á forsíðu Þjóðviljans: „Hermann Jónasson sendi Agnar Kofoed-Hansen til Þýskalands til að læra aðferðir af nasistalögreglu Himmlers“. Undirfyrirsögnin segir: „Einar Olgeirsson krefst víðtækrar rannsóknar á starfsemi nasista hér á landi árin fyrir heimsstyrjöldina“. Finnur Jónsson dómsmálaráðherra hafði þá upplýst um þetta mál, sem hafði ríkt leynd yfir fram yfir stríðslok, að Hermann Jónasson forsætisráðherra hefði „sent Agnar Kofoed-Hansen til Þýskalands, sumarið áður en Agnar varð lögreglustjóri í Reykjavík, til að læra lögregluaðferðir af nasistalögreglu blóðhundsins Heinrichs Himmlers,“ eins og Þjóðviljinn orðar það. „Er upplýst í skýrslu þessari að Agnar hefur verið talinn gestur þýsku lögreglunnar, átt viðræður við háttsetta yfirmenn hennar, og ferðast um landið með kunnum nasistaleiðtoga, yfirstormsveitarforingja Daluege í þessum erindum.“

Það verður seint komist að niðurstöðu í þessu álitamáli en verk Agnars tala sínu máli og af meintum nasista að vera, þá var hann einstaklega samvinnuþýður við hernámsliðin bæði og eignaðist marga vini hjá öllum þessum fjórum þjóðum sem hann átti mest samskipti við. Að því leytinu til er hann dæmigerður Íslendingur sem verður að aðlaga sig að erlendum fulltrúum stórra þjóða en án þeirra væri Ísland illa statt.

Af Agnari sjálfum er það að segja að hann starfaði sem lögreglustjóri til ársins 1947 er hann snéri sér alfarið að flugmálum og átti þar farsælan feril og er önnur saga að segja frá.


Lýðræði

Ég verð alltaf argur þegar menn setja út á að menn bjóði sig til opinberra embætta og spyrja hvað viðkomandi eigi upp á dekk?

Það er einstaklega þreytandi og verð ég í raun alltaf hissa að fréttamenn spyrja þessa spurningu (þeir ættu að vita betur) og tala svo um kostnað!

Lýðræðið er sú stjórnskipum sem hinn vestræni heimur hefur komið sér saman um, það kostar og kerfið byggist á að einhver bjóði sig fram. Því ber að fagna.

Forseti eða annar kjörinn fulltrúi á að fá aðhald og helst aldrei vera sjálfkjörinn.Það er hvorki gott fyrir hann né þjóðina.

Ég kenndi sögu Forn-Grikkja í Flensborgarskólanum með sérstaka áherslu á heimspeki og stjórnmálasögu þeirra.

Forn-Grikkir kenndu mér margt um lýðræði og sérstaklega beint lýðræði (allir borgarar taka þátt í kosningum og kosið var einnig beint til allra embætta).

Í Aþenu gátu einungis frjálsir karlar tekið þátt í stjórnmálum. Þar með voru konur, börn, þrælar og aðfluttir útilokaðir.

Í Aþenu var einnig blanda af beinu lýðræði þar sem borgararnir taka ákvarðanir beint og milliliðalaust og fulltrúalýðræði þar sem kjörnir fulltrúar fara með völdin. En auk þess voru líka fulltrúar lýðsins kjörnir með hlutkesti þar sem þeir voru dregnir úr hópi viljugra og skiptust síðan á að fara með völdin (embættisverka).

Aristóteles segir að það sem greini að lýðræði og fámennisstjórn (óligarkíu) sé umfram allt auður og fátækt. Lýðræði er stjórn hinna fátæku, hvort sem þeir eru meirihlutinn eða minnihlutinn (Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Hvað er lýðræði?).

Aristóteles myndi þess vegna ekki kannast við að flest lýðræðisríki nútímans væru eiginleg lýðræðisríki í hans skilning, bæði af því að þar eru völdin oftast í höndum ríkra en ekki fátækra og þar að auki er oftast um fulltrúalýðræði að ræða án beinnar aðkomu fjöldans í ákvarðanatöku.

Þess vegna eru forsetakosningar á Íslandi svo mikilvægar, enda eina beina lýðræðið sem Íslendingum býðst. Fulltrúalýðræði er 18. og 19. aldar fyrirbæri þegar samgöngur voru lélegar og fólk gat ekki tekið beinan þátt (nú er lýðræðið beinlínis tiltækt í farsímum fólks, ef viljinn er fyrir hendi og hægt að kjósa beint).

Tvenns konar lýðræði: Fulltrúalýðræði og beint lýðræði eða samblands þessara gerða

Stjórnskipunarlýðræði gerir ráð fyrir dreifingu valds og aðgreiningu ólíkra valdastofnana, en þar fyrir utan getur það tekið á sig ólíkar myndir.

Á Íslandi einkennist stjórnskipanin af fulltrúalýðræði sem felst í því að á Alþingi, sem fer með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands, sitja kjörnir fulltrúar almennings.

Í stað fulltrúa á Alþingi mætti hugsa sér beint lýðræði þar sem löggjafarvaldið væri hjá fólkinu sjálfu, það er að lög væru sett og ákvarðanir teknar í almennum kosningum.

Slíkt beint lýðræði væri að vísu mjög tímafrekt, dýrt, svifaseint og erfitt í framkvæmd af ýmsum ástæðum, til dæmis þeirri að líklega myndu mjög margir verða þreyttir á eilífum kosningum og ekki nenna að taka þátt.

Það mætti þó vel hugsa sér einhverja millileið eða blöndu af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þar sem settar væru ákveðnar reglur um hvernig mætti vísa málum beint til þjóðarinnar (Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Hvað er lýðræði?).

Ríki með lýðræðislegu fyrirkomulagi inniheldur stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.

En í lýðveldi er þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma.

Ívar Daði Þorvaldsson fjallar um þetta í greininni: Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi? Hann segir að báðar þessar aðferðir hafa verið notaðar við val á forseta Íslands.

Sveinn Björnsson var kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi, sem haldið var á Þingvöllum árið 1944, er lýðveldi var stofnað. Síðan þá hafa forsetar verið þjóðkjörnir. Forsetakosningar á Íslandi eru þar með einu beinu kosningar sem Íslendingum biðst kostur á og flokksræðið kemur hvergi nálægt, og allt tal um kostnað eða gagnrýni á forsetaframbjóðanda er til vansa.

Við eigum sem þjóð að þakka fyrir að geta kosið beint. En margt er ábótavant við íslenska lýðveldið og íslenskt lýðræði.

Í fyrsta lagi er þrískipting valds á Íslandi ekki fullkomin, á meðan framkvæmdarvaldið situr á lögjafarsamkundu landsins og hefur atkvæðarétt.

Eina valdið sem er frjálst, er dómsvaldið og jafnvel þar er ekki staðið rétt á málum, eða þar til landréttur var stofnaður (skipan hans klúraðist með mistökum forseta).

Á löggjafarsamkundu okkar, Alþingi, er flokksræði og enginn almennur þingmaður í raun sjálfstæður og þar með sannir fulltrúar umbjóðenda sinna í kjördæmi.Þeir sem eru þar frjálsir, eru þeir sem hafa sagt skilið við flokka sína en komust til valda í skjóli þeirra.

Flokkarnir raða mönnum upp á lista og sama hvernig farið er að því, prófkjör eða annað, flokkurinn ræður ferðinni.

Ef kjósendur gætu kosið þingmenn sína beint; það væri stórt skref í lýðræðisátt. Ef til vill færu þingmenn, þegar þeir eru í raun ábyrgir og á valdi kjósenda, að hætta að láta flokkanna stjórna ferðinni og vinna að hagsmunum þeirra.

Ég er ekki að segja að það eigi að afnema flokka, heldur að breyta kerfinu.

Áður en þessu er hér látið lokið, þá ert vert að geta setu embættismanna í embætti. Margir þeirra hafa gífurleg völd, því að þeir sitja við ákvörðunartöku ásamt kjörnum fulltrúa. Gott dæmi um þetta er ráðuneytisstjórnar og ráðherrar.

Þeir síðarnefndu koma og fara en hinir koma beinlínis að gerð laga með margvíslegum hætti (ókostnir) og hafa því oft úrslitavald. Reynt hefur verið að koma böndum á þetta með því að menn (konur og karlar) eru ráðnir til fimm ára í senn sem er gott mál.

Í skýrslu nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem ber heitið Samhent stjórnsýsla frá 2010 segir að lögin um ráðuneytisstjóra segi beinlínis að hann sé í hlutverki forstöðumanns en ekkert fjallað um ráðningartíma.

Reyndar voru árið 1996 ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins samþykkt á Alþingi. Í þeim leysti fimm ára ráðningartími æðstu embættismanna af hólmi æviráðningu þeirra og þar með má telja ráðuneytisstjóra. Það er framfaraskref.

 

 


Ræða fyrrverandi forseta Bandaríkjanna - Ronald W. Reagan - á flokksþingi Repúblikana 1992 í lauslegri þýðingu

Ræðan sjálf á myndbandi

Official_Portrait_of_President_Reagan_1981

 

Þetta er lokaræða Ronalds Reagans sem hann flutti á flokksráðstefnu Repúblikana, áður en hann hvarf inn í heim Alsheimers. Þvílík kveðjuræða og hveðtjandi sem hún er. Hún á því skilið að vera þýdd yfir á íslensku og kemur hún hér með í gróflegri þýðingu minni.

Önnur ræða sem vert væri að þýða, er ræða MacArthurs hershöfðingja í Bandaríkjaher sem einnig er eftirminnileg. Eisenhover átti líka frábæra kveðjuræðu og margir aðrir.

En hér kemur sjálfur meistarinn (sem var hataður og dáður, líkt og Donald Trump í dag).

Þakka þér, Paul fyrir þessa vinsamlegu kynningu. Og herra formaður, fulltrúar, vinir, Bandaríkjamenn, takk kærlega fyrir kærar kveðjur.

Þið hafið gefið Nancy og mér svo margar yndislegar minningar og fyrir heiðurinn af vináttu ykkar.

Í áranna rás hef ég ávarpað þessa ráðstefnu sem einkaborgari, sem ríkisstjóri, sem forsetaframbjóðandi, sem forseti og nú, enn og aftur í kvöld, sem einkaborgari Ronald Reagan.

Í kvöld er mjög sérstakt kvöld fyrir mig. Auðvitað, á mínum aldri eru öll kvöld mjög sérstök kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég fæddur árið 1911.

Reyndar, að mati sérfræðinganna, hef ég farið nokkuð langt fram úr lífslíkum mínum. Nú er þetta mikill pirringur fyrir sumum, sérstaklega þeim í Demókrataflokknum. En hérna er það merkilega við að vera fæddur árið 1911.

Á lífsleið minni síðustu átta áratugi hef ég séð mannkynið fara í gegnum tímabil sem á sér enga hliðstæðu í óreiðu og sigrum. Ég hef séð fæðingu kommúnismans og dauða kommúnismans. Ég hef orðið vitni að blóðugum tilgangsleysi tveggja heimsstyrjalda og styrjalda í Kóreu, Víetnam og Persaflóa. Ég hef séð Þýskaland sameinað, sundrað og sameinað aftur. Ég hef séð sjónvarp vaxa sem nýjung og verða öflugasta samskiptatæki sögunnar. Sem strákur sá ég götur fylltar af bíltegundinni T-Ford; sem og hef ég hitt menn sem gengu á tunglinu.

Ég hef ekki aðeins séð, heldur lifað undur þess sem sagnfræðingar hafa kallað,,bandaríska öldin“. En í kvöld er ekki tími til að líta til baka.

Á meðan ég sæki innblástur frá fortíðinni, eins og flestir Bandaríkjamenn, lifi ég fyrir framtíðina. Svo í kvöld, í örfáar mínútur, vona ég að þið látir mig tala um land sem er að eilífu ungt.

Það var um tíma þegar heimsveldi voru skilgreind út frá landmassa, undirgefnum þjóðum og hernaðarlegum mætti.

En Bandaríkin eru einstök vegna þess að við erum heimsveldi hugsjóna. Í tvö hundruð ár höfum við verið aðgreind vegna trúar okkar á hugsjónir lýðræðis, frjálsra manna og frjálsra markaða og ótrúlegra möguleika sem felast í að því er virðist meðal venjulegra karla og kvenna. Við teljum að ekkert vald stjórnvalda sé jafn frambærilegt afl til góðs og sköpunargáfan og frumkvöðlastarf bandarísku þjóðarinnar sjálfrar.

Það eru hugsjónirnar sem fundu upp byltingarkennda tækni og menningu sem fólk öfundar okkur af alls staðar.

Þessi kraftmikla orkutilfinning hefur gert Ameríku samheiti yfir tækifæri um allan heim.

Og eftir kynslóðir af baráttu er bandaríska siðferðisaflið sem sigraði kommúnisma og alla þá sem myndu setja mannssálina sjálfa í ánauð.

Innan fárra ára höfum við Bandaríkjamenn upplifað mestu breytingar á þessari öld: fall Sovétríkjanna og uppgangur alheimshagkerfisins. Engin umskipti eru án vandræða, en eins óþægilegt og það kann að líða um þessar mundir munu breytingarnar á tíunda áratugnum láta Ameríku verða kraftmeiri og vera í minni hættu en nokkru sinni á minni ævi.

Náungi að nafni James Allen skrifaði einu sinni í dagbók sína, „margir hugsandi menn telja að Ameríka hafi séð sína bestu daga.“ Hann skrifaði þetta 26. júlí 1775.

Enn eru til þeir sem telja að Ameríka sé að veikjast; að dýrð okkar væristutt leiftur tímans sem kallast 20. öldin; að okkar mikilfengleika springi af of mikilli birtu og of framúrskarandi til að ganga upp til framtíðar; að tilgangur Bandaríkjanna sé liðinn.

Vinir mínir, ég hafna þessum skoðunum algerlega. Þetta er ekki Bandaríkin sem við þekkjum.

Okkur var ætlað að vera örlagameistarar en ekki fórnarlömb örlaganna.

Hver á meðal okkar myndi skipta um framtíð Ameríku fyrir önnur ríki í heiminum? Og hver gæti mögulega haft svo litla trú á Bandaríkin okkar að þeir myndu skipta út fyrramálið fyrir gærdaginn okkar?

Ég skal gefa ykkur vísbendingu. Þeir settu upp töluverða sýningu í New York fyrir nokkrum vikum. Þið gætið jafnvel kallað það klókindi. Steinsnar frá Broadway og það var viðeigandi. Aftur og aftur sögðu þeir okkur að þeir væru ekki flokkurinn sem þeir voru. Þeir sögðu okkur áfram án þess að blikna í andliti að þeir væru fyrir fjölskyldugildi, þeir væru fyrir sterka Ameríku, þeir væru fyrir minna uppáþrengjandi ríkisstjórn.

Og þeir kalla mig leikara!

Að heyra þá tala myndið þið aldrei vita að martröð kjarnorkuupprætingar hefur verið útrýmt úr svefni okkar. Þið myndir aldrei vita að lífskjör okkar eru þau bestu í heimi. Þið myndir aldrei vita að loftið okkar er hreinna en fyrir 20 árum. Þið myndir aldrei vita að við höldum áfram að vera eina þjóðin sem heimurinn leitar til forystu.

Þetta var ekki alltaf svona. Við megum ekki gleyma - jafnvel þótt þeir vilji - mjög mismunandi Ameríku sem var til fyrir aðeins 12 árum; Bandaríkin með 21 prósenta vöxtum og ár eftir ár með tveggja stafa verðbólgu; Bandaríkin þar sem greiðslur húsnæðislána tvöfölduðust, launaávísanir steyptust niður og ökumenn sátu í bensínröðum í bið eftir eldsneyti; þess konar Bandaríki sem leiðtogar sögðu okkur að það væri okkur sjálfum að kenna um; að okkar væri framtíð skorts og fórnar; og að það sem við raunverulega þurftum væri annar góður skammtur af stjórnsemi ríkisins og hærri skattar.

Það var ekki svo langt síðan að heimurinn var líka miklu hættulegri staður. Það var heimur þar sem árásargjarn sovéskur kommúnismi var að aukast og styrkur Bandaríkjamanna var á undanhaldi. Það var heimur þar sem börnin okkar komust til ára sinna undir ógn af kjarnorkuhelför.

Það var heimur þar sem leiðtogar okkar sögðu okkur að það að standa upp gegn árásarmenn væri hættulegt - að amerískur máttur og einurð væri einhvern veginn hindranir fyrir friði. En við stóðum hátt og boðuðum að kommúnismi væri ætlað á öskuhaug sögunnar. Við heyrðum aldrei jafn mikið grín frá frjálslyndum vinum okkar og þá. Það eina sem kom þeim í uppnám voru tvö einföld orð: "Illa heimsveldi."

En við vissum þá hvað frjálslyndu leiðtogar demókrata gátu bara ekki gert sér grein fyrir: Himinninn myndi ekki falla ef Bandaríkin myndi endurheimta styrk sinn og ákveðni. Himinninn myndi ekki falla ef bandarískur forseti talaði sannleikann. Það eina sem myndi falla væri Berlínarmúrinn.

Ég heyrði ræðumenn á öðru flokksþingi (Demókrata) segja „við unnum kalda stríðið“ - og ég gat ekki látið hjá líða að velta fyrir mér, hverjir nákvæmlega meina þeir með „við“?

Og til að toppa það reyndu þeir meira að segja að deila sömu grundvallargildum flokksins okkar!

Það sem þeir skilja sannarlega ekki er meginreglan sem Abraham Lincoln sagði svo og mælti: "Þú getur ekki styrkt þá veiku með því að veikja þá sterku. Þú getur ekki hjálpað launamanninum með því að draga niður launagreiðandann. Þú getur ekki hjálpað fátækum með því að tortíma þá ríku. Þú getur ekki hjálpað mönnum til frambúðar með því að gera fyrir þá það sem þeir gætu og ættu að gera fyrir sjálfa sig.

Ef við heyrum einhvern tíma demókrata vitna í þennan kafla Lincoln og láta eins og þeir meini það, þá munum við, vinir mínir, vita að stjórnarandstaðan hefur raunverulega breyst.

Þangað til sjáum við allan þennan orðræðureyk streyma út frá demókrötum, jæja dömur mínar og herrar, ég myndi fylgja fordæmi þess sem tilnefndur var. Ekki anda að þér reyknum (hér er að hann að vísa í Bill Clinton sem sagðist hafa prófað eiturlyf en ekki andað að sér). Þessi náungi sem þeir hafa tilnefnt fullyrðir að hann sé nýr Thomas Jefferson. Jæja, ég skal segja þér svo lítið. Ég þekkti Thomas Jefferson. Hann var vinur minn. Og ríkisstjóri, þú ert enginn Thomas Jefferson.

Nú skulum við ekki henda út núverandi vandræðum okkar, en þar sem þeir sjá aðeins vandamál sé ég möguleika - eins mikla og fjölbreytta og bandaríska fjölskyldan sjálf.

Jafnvel þegar við hittumst undrast restin af heiminum af spekingum og fingrabendingunum.

Jæja ég hef sagt það áður og ég segi það aftur - Bestu dagar Bandaríkjanna eiga enn eftir að koma.

Stoltustu stundir okkar eiga enn eftir að verða.

Glæsilegustu afrek okkar eru bara framundan.

Bandaríkin er enn það sem Emerson kallaði hana fyrir 150 árum, „land morgundagsins“.

Þvílík yndisleg lýsing og hversu sönn. Og samt gæti morgundagurinn aldrei gerst ef okkur skorti kjark á níunda áratugnum til að leggja á leið styrks og heiðurs. Því meiri ástæða að enginn ætti að gera lítið úr mikilvægi þessarar herferðar og hver niðurstaðan verður.

Mikið er í húfi. Forsetaembættið er alvarlegur hlutur. Við höfum ekki efni á að taka sénsinn. Við þurfum mann með alvarlegan tilgang, óviðjafnanlega reynslu, þekkingu og getu.

Maður sem skilur ríkisstjórn, sem skilur land okkar og skilur heiminn. Maður sem hefur setið við borðið með Gorbatsjov og Jeltsín. Maður þar sem frammistaða hans sem yfirhershöfðingi hraustasta og áhrifaríkasta bardagamanna sögunnar og skildi heiminn eftir í undrun og íbúa Kúveits lausa við erlent ofríki.

Maður sem hefur helgað meira en helming ævi sinnar að þjóna landi sínu. Maður velsæmis, heilinda og heiðurs. Og í kvöld kem ég til með að segja ykkur að ég – svo sannarlega og virkilega, styð heils hugar endurkjörs George Bush sem Bandaríkjaforseta.

Við þekkjum Bush forseta. Að eigin viðurkenningu er hann hljóðlátur maður en ekki sýningarmaður. Hann er áreiðanlegur og stigvaxinn leiðtogi sem er virtur um allan heim. Hans er með stöðuga hönd á stýripinnanum í gegnum úfið vatnið á 9. áratugnum, sem er nákvæmlega það sem við þurfum.

Við þörfnumst George Bush! Já, við þörfnumst Bush.

Við þurfum líka annan baráttumann, mann sem er reynda með okkur hér í kvöld, nokkurn sem hefur ítrekað staðið upp fyrir sína dýpstu sannfæringu. Við þurfum varaforseta okkar, Dan Quayle.

Nú er það satt: Margir frjálslyndir demókratar segja að það sé kominn tími til breytinga; og þeir hafa rétt fyrir sér; eina vandamálið er að þeir eru að benda á rangan enda Pennsylvania Avenue. Það sem við ættum að breyta er þing demókrata sem eyðir dýrmætum tíma í flokksmál sem eiga nákvæmlega enga þýðingu fyrir þarfir almennings Bandaríkjamanna.

Svo við öll rótgróin hagsmunaöfl við Potomac - formennirnir sem hafa stjórn á þeim, við uppblásið starfsfólk, skatttökumanna og þá sem taka og þingmenn fulltrúardeildarinnar, höfum einfalt slagorð fyrir nóvember 1992: hreint hús!

Fyrir ykkur að sjá, samflokksmenn mínir, við erum breytingin! Í 50 af síðustu 60 árum hafa demókratar stjórnað öldungadeildinni. Og þeir hafa haft fulltrúadeildina í 56 ár af síðustu 60.

Það er kominn tími til að þrífa húsið. Hreinsa út forréttindi og fríðindi. Hreinsa út hrokann og stóru egóin. Hreinsa út hneykslismálin, hornskurðinn og fótatogið.

Hvers konar starf haldið þið að þeir hafi unnið í öll þessi ár sem þeir hafa stjórnað þinginu?

Þið vitið það, ég var vanur að segja við nokkra af þessum demókrötum sem eru formenn hverrar einustu nefndar í fulltrúardeildinni: „Þú verður að koma jafnvægi á ávísanahefti ríkisstjórnarinnar á sama hátt og þú hefur jafnvægi á þínu eigin.“

Svo lærði ég hvernig þeir stjórnuðu húsbankanum og ég áttaði mig á því að það var nákvæmlega það sem þeir höfðu verið að gera!

Nú, rétt ímyndaðu þér hvað þeir myndu gera stjórnuðu framkvæmdarvaldinu líka! Þetta eru 21. forsetakosningarnar á minni ævi, þær 16. þar sem ég mun greiða atkvæði. Hver af þessum kosningum hafði sitt mismunandi yfirbragð augnabliksins, fyrirsagnir síns dags sem gleymdust þann næsta. Það hafa verið nokkrir fleiri útúrsnúningar á þessu ári en áður, aðeins meira hrópað um hver var uppi eða niðri, inni eða úti, þegar við fórum að velja frambjóðendur okkar.

En nú erum við komin, eins og við gerum alltaf, á augnabliki sannleikans - það er alvarleika þess að velja forseta. Nú er kominn tími til að velja.

Eins og fyrir 12 árum, og eins og við höfum oft séð í sögunni, stendur land okkar nú á tímamótum. Það er mikill vafi um opinberar stofnanir okkar og djúpar áhyggjur, ekki bara um efnahaginn heldur um heildarstefnu þessa frábæra lands.

Og eins og þeir gerðu þá, er bandaríska þjóðin að krefjast breytinga og umfangsmikilla umbóta. Spurningin sem við þurftum að spyrja fyrir 12 árum er spurningin sem við spyrjum í dag:Hvers konar breytingar getum við repúblikanar boðið bandarísku þjóðinni? Sumir gætu trúað því að hlutirnir sem við höfum rætt um í kvöld komi valinu ekkert við. Þessir nýju einangrunarsinnar halda því fram að bandarísku þjóðinni sé sama um hvernig eða hvers vegna við sigrum í mikilli skilgreindri baráttu á okkar tímum - sigur frelsisins yfir andstæðingum okkar.

Þeir krefjast þess að sigur okkar séu fréttir gærdagsins, hluti af fortíð sem hefur enga kennslustund fyrir framtíðina.

Jæja, ekkert gæti verið hörmulegra, eftir að hafa komist alla þessa leið í endurnýjunarferðinni sem við byrjuðum fyrir 12 árum, en ef Bandaríkin sjálf gleymdi lærdómnum um einstaklingsfrelsi sem hún hefur kennt þakklátum heimi.

Emerson hafði rétt fyrir sér. Við erum land morgundagsins. Bylting okkar lauk ekki í Yorktown. Meira en tveimur öldum seinna er Ameríka enn á uppgötvunarferð, land sem hefur aldrei orðið, en er alltaf í því að verða.

En rétt eins og við höfum leitt krossferðina fyrir lýðræði út fyrir strendur okkar, höfum við mikið verkefni að gera saman á eigin heimili.

Nú vil ég höfða til þín að styrkja lýðræðið í þínum eigin umhverfi. Hvort sem við komum úr uppruna fátæktar eða auðs; hvort sem við erum Afró-Ameríkanar eða Írskir-Ameríkanar; kristnir eða gyðingar, frá stórum borgum eða litlum bæjum, við erum öll jöfn í augum Guðs.

En sem Bandaríkjamenn er það ekki nóg, við verðum að vera jafnir í augum hvers annars.

Við getum ekki lengur dæmt hvort annað út frá því hvað við erum, heldur verðum við að fara að komast að því hvað við erum.

Í Bandaríkjunum skiptir uppruni okkar minna máli en áfangastaðirnir og það er það sem lýðræði snýst um.

Áratug eftir að við kvöddum Bandaríkin áfram í nýtt upphaf erum við að byrja enn á ný. Á hverjum degi fylgja nýjar áskoranir og tækifæri til að standast. Við hverja sólarupprás erum við minnt á að milljónir þegna okkar eiga enn eftir að taka þátt í gnægð hagsældar Bandaríkjamanna. Margir kveljast í hverfum í vímu eiturefna og vonleysis. Enn aðrir hika við að fara út á götu af ótta við glæpsamlegt ofbeldi.

Heitum okkur því að koma með nýtt upphaf fyrir þá. Við skulum beita hugvitssemi okkar og merkilegum anda til að gjörbylta menntun í Bandaríkjunum svo að allir meðal okkar hafi hugarfar til að byggja upp betra líf. Og meðan við gerum það, munum við að djúpstæðasta menntunin byrjar á heimilinu.

Og við skulum nýta samkeppnisorkuna sem byggðir Bandaríkin, til að endurreisa miðborgir okkar svo hægt sé að skapa raunveruleg störf fyrir þá sem þar búa og raunveruleg von getur risið upp úr örvæntingu. Við skulum styrkja heilbrigðiskerfið okkar svo Bandaríkjamenn á öllum aldri geti verið öruggir í framtíð sinni án þess að óttast að verða fyrir fjárhagslegu tjóni.

Og vinir mínir skulum í eitt skipti fyrir öll ná tökum á sambandshalla með jafnvægisbreytingu fjárhagsáætlunar og neitunarvaldi í liðum.

Og við skulum öll endurnýja skuldbindingu okkar. Endurnýjum loforð okkar frá degi til dags, maður fyrir mann, gerum land okkar og heiminn að betri stað til að búa á. Síðan þegar þjóðir heims snúa sér að okkur og segja: „Bandaríkin, þú ert fyrirmynd frelsis og velmegunar.“Við getum leitað til þeirra og sagt: "Þú hefur ekki séð neitt ennþá!"

Fyrir mér er í kvöld nýjasti kaflinn í sögu sem hófst fyrir aldarfjórðungi þegar íbúar Kaliforníu fólu mér ráðsmennsku drauma sinna.

Samborgarar mínir - þið hér í þessum sal og þið heima - ég vil að þið vitið að ég hef alltaf borið mesta virðingu fyrir ykkur, fyrir skynsemi ykkar og greind og fyrir velsæmi.

Ég hef alltaf trúað á ykkur og á það sem þið getið áorkað sjálfum ykkur og öðrum. Og hvað annað sem sagan kann að segja um mig þegar ég er farinn, ég vona að hún muni skrá það að ég höfðaði til ykkar bestu vonar, ekki verstu ótta ykkar, til trausts ykkar frekar en efasemda ykkar.

Draumur minn er að þið munu ferðast fram á veginn með lampa frelsisins sem stýrir skrefum ykkar og hönd tækifærana stöðugt stýra leið ykkar.

Mín besta von fyrir hvert og eitt ykkar - og sérstaklega fyrir unga fólkið hér - er að þið munuð elska landið ykkar, ekki fyrir vald sitt eða auð, heldur fyrir óeigingirni þjóðarinnar og hugsjón.

Megi hvert ykkar hafa hjarta til ímyndunar, skilning til að stýra og hönd til að framkvæma verk sem munu gera heiminn aðeins betri fyrir að hafa verið hér.

Megi þið öll sem Bandaríkjamenn aldrei gleyma hetjulegum uppruna ykkar, aldrei mistakast við að leita guðlegrar leiðsagnar og aldrei missa náttúrulega guðs gefna bjartsýni. Og að lokum, Bandaríkjamenn mínir, megi hver dögun verið frábært nýtt upphaf fyrir Bandaríkin og á hverju kvöldi fært okkur nær þeirri skínandi borg á hæð.

Áður en ég fer langar mig að biðja manneskjuna sem hefur gert lífsferð mína svo þýðingarmikla, einhvern sem ég hef verið svo stoltur af í gegnum tíðina, að vera með mér, Nancy.

Amerísku samferðamenn mínir, fyrir hönd okkar beggja, bless og guð blessi hvert og eitt ykkar og Guð blessi þetta land sem við elskum.


Í upphafi skal endinn skoðað

Þessi orð Abraham Lincoln koma upp í hugann þegar skrípaleikur með lýðræðið virðist vera í uppsigi í öflugasta lýðræðisríki jarðar - Bandaríkjunum:,,You can fool all the people some of the time, and some of the people all the time, but you cannot fool all the people all the time."

Í lauslegri þýðingu má útleggja orð hans á þessa vegu: ,,Þú getur fíflað allt fólkið einhvern tímann og sumt fólkið allan tímann, en þú getur ekki blekkt allt fólkið allan tímann."

Nú eru efasemdir vera uppi um kosningarnar í Bandaríkjunum, en í fjölmiðlum er allt frágengið og enginn efi eða spurningar og farið að pæla í komandi ríkisstjórn Joe Biden.

Kjörmennirnir hafa ekki einu sinni komið saman og kosið um næsta Bandaríkjaforseta. Það er ekki lýðræðislegt og sá sem virðist hafa tapað, á rétt á að skjóta málinu til úrskurðar og til dómstóla ef þess krefst. Báðir aðilar græða á því að málið hafi sitt fram alla leið til enda, því að sá sem tekur við, er þá örugglega lögmætur forseti og getur starfað í fullu umboði allra.


Fæðuöryggi á Íslandi


Íslendingar hafa verið sjálfum sér nægir um matvæli frá upphafi Íslandsbyggðar. Þó hafa þeir þurft á áföngum að halda, t.d. mjöl og messuvín og aðrar nauðþurftir. Eftir því sem þjóðinni fjölgar, er erfiðara að framleiða nóg fyrir alla. Á 18. og 19. öld voru Íslendingar orðnir vanir að fá fjölbreyttari matvörur en áður tíðkaðist.

Á Vísindavefnum er fjallað um kartöfluna og upphaf ræktun hennar en hún hefur reynst vera undirstaðafæða, til varnar hungursneyða síðan ræktun hófst. Dönsk stjórnvöld reyndu að hvetja Íslendinga til að hefja matjurtaframleiðslu í litlum görðum við bæina þegar á 18. öld en litlum árangri.

Í greininni ,,Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?“ á Vísindavefnum segir að ,,þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu. Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á dögum Napóleonstyrjalda varð breyting á þessu viðhorfi. Þá komu fá kaupskip til Íslands og innflutningur dróst saman. Íslendingar voru enn á ný hvattir til þess að færa sér matjurtaræktina í nyt.“

Svo segir að mikil aukning varð í ræktun garðjurta og ,,á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu úr 270 í 1.194. Árið 1813 voru garðarnir orðnir 1.659 og árið 1817 voru þeir 3.466 talsins. Görðunum fór fjölgandi alla 19. öldina. Helsta hvatning íbúa landsins var án efa skorturinn sem fylgdi í kjölfar Napóleonstyrjaldanna. Þá þurftu Íslendingar að nýta sér öll tiltæk ráð til þess að komast lífs af.“ Matjurtaframleiðsla var komin til að vera. Hungursneyðir eins og tíðkuðust fyrr á öldum, voru úr sögunni.

Það varð friðvænlegt í Evrópu næstu hundrað árin eða svo, eftir Napóleonstríðin en fyrri heimsstyrjöldin kenndi okkur góða lexíu. Vöruskortur varð á Íslandi og mörg heimili voru háð matargjöfum. Talið er að um 250 heimili hafi þurft á matargjöfum að halda síðasta vetur styrjaldarinnar.

Kreppan mikla hófst 1929 og kom ári síðar til Íslands. Þar sem Ísland var ennþá mikið landbúnaðarland, varð ekki matvælaskortur í sveitum landsins en í Reykjavík fékk bjargarlaust fólk mat frá svo kölluðum súpueldhús og var þeim gefið mat sem verst voru staddir.

Vegna gang styrjaldarinnar í seinni heimsstyrjöldinni, varð aldrei alvarlegur matvælaskortur, því að Íslendingar fengu sín aðföng frá Bandaríkjunum og Bretlandi enda hernumið af þessum þjóðum.
Íslendingar höfðu sinn aðgang að matjurtagörðum sínum og nú var illræktin að hefja en afabróðir minn byrjaði að rækta grænmeti í Reykholti í Biskupstungum á fjórða áratugnum.

En þjóðinni hefur fjölgað nánast stöðugt síðastliðnar tvær aldir með fáeinum undantekningum og sífellt færri búa í sveitum landsins. Bæjar- og borgarbúar þurfa að treysta á að fá sinn mat, annað hvort erlendis frá eða treysta á íslenska framleiðslu.

Önnur kreppa skall á Ísland 2008 en þetta var fjármálakreppa. Litlu munaði að bankakerfið íslenska og peningaviðskipti hefði hrunið algjörlega. Afleiðingin varð fjölda atvinnuleysi, líkt og í kreppunni 1929 og skortur.

Covid-19 faraldurinn hefði getað leitt til matvælaskorts á Íslandi en vegna þess að Íslendingar eru sjálfum sér nógir í matvælaöflun, þá hefur ekki komið til matarskorts (gúrkuskortur hefur verið í tvo mánuði þó!). En ekki má mikið út af bregða, því að sífellt fleiri munna þarf að seðja.

Brýnna en áður hefur verið treysta matvælaöryggið og því er út í hött að leyfa íslenskum landbúnaði að deyja drottni sínum. Finna þarf jafnvægi í innflutningi erlendra matvæla og innlendrar framleiðslu, þannig að bæði geti lifað saman. Það er svo að Íslendingar hafa alltaf flutt inn matvæli, en nauðsynlegt er að ef innflutningur lokast, þá geti innlend framleiðsla brauðfætt Íslendinga.

Íslenskir bændur keppa við niðurgreidda landbúnaðarvörur, því eru tollar nauðsynlegir en þeir verða að vera í hófi, þannig að allir geta keppt á matvælamarkaðinum. Samkeppni við erlenda matvöru hvetur til aðhalds og hagkvæmni í rekstri en bændur verða að standa jafnfætis evrópska bóndann sem fær sínar matvörur niðurgreiddar af Evrópusambandinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband