Heimsendir sett (doomsday survival kit eða prepper kit)

Víða um hinn vestræna heim, sérstaklega í Bandaríkjunum en einnig Evrópu, býr fólk sig undir það versta.  Mörg vestræn lönd hvetja borgara sína til að vera með a.m.k. lágmarksbúnað ef eitthvað óvænt gerist, svo sem stríð eða nátttúruvá en getur líka verið vegna þess að efnahagskerfið stöðvast eins og gerist 2008. En ekki á Íslandi.

Það er ekki fyrr en á seinni árum sem farið er að tala um fæðuöryggi sem nauðsynlega undirbúning undir það óvænta.  Enn vantar upp á að Ísland hafi allt til alls ef til stríðs kemur. Sérstaklega vantar kornvörur en við höfum nóg af fiski og kjöti, mjólkurvörur og grænmeti og ávexti. Fljótlega yrði skortur á vélbúnaði. 

Íslenskt samfélag er líka orðið ósamstætt; hingað leita glæpagengi og hryðjuverkamenn og innanlandsfriðurinn er ekki lengur tryggður, þökk sé óábyrgri stefnu íslenskra stjórnvalda með sín opin landamæri. Ólíkleg framtíðarsýn - svartsýni? Þrjár nýlegar fréttir sem styðja þetta mat.  Glæpamenn eru farnir að ráðast á heimili lögreglumanna. Lögreglan veit ekki hvaða fólk kemur inn í landið vegna þess að erlend flugfélög gefa ekki upp farþegalista og í gær gengu þrír menn um FB með gervibyssur, að því virðst lögreglu vestum og hótuðu nemendum og starfsfólki lífláti. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum.

En þessi grein á fyrst og fremst að vera um neyðarsett sem allir ættu að eiga. Í Bandaríkjunum er til stór hópur fólks sem undirbýr sig rækilega undir hið versta. Það kallast á ensku "Preppers", ekkert íslenskt heiti er til á því og er hér með auglýst eftir góðu orði.

Þetta fólk gengur sumt mjög langt og byggir sér neðanjarðarbyrgi (e. underground bunker). Sjá slóð: Underground Bunker Þessi byrgi eiga að geta staðist jafnvel kjarnorkustyrjöld. Verðið er frá $50K eða 6 milljónir en getur verið helmingi dýrari ef vandari útgáfa er valin. Svo á eftir að flytja þetta til landsins og grafa niður í jörð. Þannig að 10 milljónir kr. er ekki óvarlegur útreikningur fyrir dómsdagsbyrgi.

Ýmis búnað þarf fólk og hér kemur lágmarksbúnaður: Emergency Survival & First Aid Kit & Tourniquet Hér er um að ræða sjúkrakassa, skóflu, hnífa o.s.frv.

En mikilvægasti viðbúnaðurinn er fæða.  Hún þarf að vera þannig að hún endist í áraraðir.  Hér er verið að tala um þurrmat og niðursuðudósa mat. Í Costco, Bandaríkjunum, er hægt bæði að kaupa neyðarbúnað og neyðar matvæli (e. Emergency Food Supplies & Kits). Er þetta til í Costco, Íslandi? Líklega ekki.

Þriggja daga skammtur kostar ekki nema $70 eða 9 þúsund krónur.

     9 pokar
     Matur fyrir þrjá daga
     Fljótur undirbúningur, bætið bara vatni við
     Engin gervi bragðefni eða litir
     Allt að 30 ára geymsluþol.

Þessi skammtur hefði verið handhægur handa Grindvíkingum er þeir þurftu skynilega að yfirgefa bæ sinn. Endilega spyrjið Costco á Íslandi hvort ekki sé til þessi skammtastærð.

Hins vegar er hægt að kaupa ársbirgðir sem rúmast á vörubretti og kostar um 6 þúsund dollara. Sjá slóð: Emergency Food Supplies & Kits one year En hvað er í svona skammti?

Þetta bretti inniheldur:

Neyðarmatarpakkar (36 sett alls)

  • Hvert sett gefur 1 mánuð af mat fyrir 1 mann (alls 36 mánuðir).
  • Jafngildi 1 árs framboðs fyrir 3 manns.
  • Eða 6 mánaða framboð fyrir 6 manns.

Máltíðarundirbúningur, auðveldur undirbúningur, bara bæta við vatni og elda


     Heildarfjöldi: 13
     Púðursykurhaframjöl (720 skammtar)
     Hveitikrem (cream of wheat) (1440 skammtar)
     Fjölkorna korn (720 skammtar)
     Raflausn vökva drykkjarblöndu (1440 skammtar)
     Spænsk hrísgrjón (1440 skammtar)
     Cheddar ostur með grænum Chile (720 skammtar)
     Sætar baunir og hrísgrjón (1440 skammtar)
     Smjörkennt jurtapasta (1440 skammtar)
     Varðeldispottréttur (Campfire stew) (720 skammtar)
     Cheddar spergilkál hrísgrjón (720 skammtar)
     Matarmikil kartöflusúpa (720 skammtar)
     Orzo Pilaf hrísgrjón með kjúklingabragði (1440 skammtar)
     Rjómalöguð kanil hrísgrjónabúðing (720 skammtar)
     13.680 Samtals skammtar
    

Yfir 2.160.000 hitaeiningar alls
Súrefnislausar langtíma geymsluþol umbúðir
10,5 Gal Slitsterkar fötur með handföngum
Færanlegar og staflanlegar umbúðir
Auðvelt aðgengi að rifflipalokum
Geymsluþol: Allt að 30 ár*

Er ekki bara best að fara að panta?

Atlas Survival Shelters


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband