Skattgreiðandi spyr um kosnað

Hér er mál málanna í dag, móttaka hælisleitenda, en aðalspurningin ekki spurð, hvað kostar góðmennskan? Það mætti spyrja á Alþingi utanríkisráðherra hvað Gasa ævintýrið kostar skattborgaranna. Það er ég og þú sem borgum þessa reikninga og ekki spurð. Hvað felur í þessum dvalarheimildum? Er þetta tímabundið eða ótímabundið? Verður fólkið á framfærslu ríkisins næstu árin? Fær það ókeypis húsnæði og stoðþjónustu? Góðmennskan kostar nefnilega peninga og einhverjir þurfa í alvörunni að vinna fyrir þess. Við skattgreiðendur eigum rétt á að vita þetta.  Bloggritari reiknar svo sem að hvert mannsbarn á Íslandi borgi í kostnað vegna hælisleitendaiðnaðinn um 60-80 þúsund krónur árlega. Það er töluverður peningur.

Sem skattgreiðandi er maður orðinn hundleiður á peningaaustrinu í hin og þessi gæluverkefni og alltaf hægt að fara í dýpra í vasa manns. Við Íslendingar erum mjög skattpíndir, matvælaverð með það hæsta á byggðu bóli, vextir á húsnæði og bíla stjarnfræðilega háir, húsnæðisverð í Reykjavík á við íbúð í miðborg Lundúnar og þjónustan ekki í samræmi við útlagðan kostnað. Velferðakerfið í skötulíki, menntakerfið útskrifar ólesandi unglinga og við höfum handónýtt heilbrigðiskerfi. Það er bara allt dýrt. Enginn kann að leggja sama tvo plús tvo þegar byggja á brú eða þjóðarspítala. Er þetta virkilega gott samfélag sem við búum í?

Hinn almenni þingmaður er nákvæmlega sama um Jón og Gunnu. Íslenska ríkið er svo illa rekið, að það þarf hækka skatta reglulega og hafa þá háa, alltaf.  Úps, það vantar 100 milljarða í ríkiskassann, hækkum skatta! Aldrei spurt, þurfum við eyða pening í þetta eða þetta? Getum við lækkað kostnað eða sleppt þessu? Fyrirtækjaeigandinn spyr sig hins vegar daglega, get ég gert þetta ódýrara og hin hagsýna húsmóðir spyr, get ég sparað í innkaupum fyrir heimilið? En þingmaðurinn spyr, getum við ekki bara hækkað skattana meira? Svo er það gert og öllum er slétt saman.

 


Bloggfærslur 9. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband