"Staða sambandsins" ræða Joe Bidens og skoðanakannanir

Bæði fjölmiðlar og þingmenn Bandaríkjaþings biðu spenntir eftir ræðu Joe Bidens í gær. Spurningin var hvort hinn aldni forseti gæti staðið uppréttur í klst, seint að kvöldi, og flutt ræðu sína frá textavél án multur eða japl og fuður.

Forseti Bandaríkjanna flytur árlega ræðu sem kallast á ensku "state of the Union" og er nokkuð konar formleg skýrsla Bandaríkjaforseta fyrir þingheim. Við Íslendingar höfum svipað fyrirkomuleg, þegar forseti Íslands ávarpar þingheim.

Bandaríkjaforsetinn á með ræðunni að sameina Bandaríkjamenn með ræðu sinni en hátt í fimmtíu milljónir manna fylgjast með í beinni. Ræður forseta er misjafnar, sumar pólitískar en aðrar hlutlausari og reyna forsetarnir þá að höfða til flestra, líka andstæðinga. Venjulega fær forsetinn standandi lófaklapp frá samflokksmönnum sínum en einstaka sinnum púun frá andstæðingum. Frægt var þegar forseti Fulltrúadeildarinnar (speaker) Nancy Pelosi, reif ávarp Donalds Trumps í beinni er hann hafði lokið ræðu sinni. Annan eins dónaskap höfðu menn aldrei séð áður. Í gær fékk Biden lófaklapp samflokksmanna sinna en púun frá andstæðingum sínum.

Joe Biden tókst að klára ræðu sína án mikilla vandkvæða, smá hnökrar hér og þar en annars var ræða hans í lagi. Ef kíkt er á dagskrá hans um daginn, gerði hann ekki neitt nema að æfa sig undir ræðuna. Hann hefur sjálfsagt fengið örvunarefni til að vera líflegri en hann er annars í ræðuhöldum sínum, sem eru jafn sjaldgæfar og hvítir hrafnar. Ræða hans var mjög pólitísk í gær, var með pólitískt skítkast, og lítið minnti á að hann væri leiðtoginn sem átti að sætta alla Bandaríkjamenn með stjórnunarstíl sínum. Ef eitthvað er, eru Bandaríkjamenn enn meira sundurlyndari en undir stjórn Trumps.

Góðu fréttirnar með ágætri ræðu Bidens, er að nú hefur hann þaggað tímabundið í þeim sem segja að hann sé algjörlega óhæfur forseti og of gamall til að gegna embættinu. Hann verður áfram andstæðingur Trumps í forsetaframboði sem eru góðar fréttir fyrir Trump, því að sá síðarnefndi skorar hærra í öllum skoðanakönnunum en öldungurinn Biden.

En það er ekki nóg að setja standarann eitt við að forsetinn geti flutt eina ræðu í klst skammlaust og án japl og fuður, hann verður að hafa flotta ferilskrá.  Hún er ekki glæsileg hjá Biden, verðbólga, orkuskortur, ósigur í Afganistan og flopp almennt í utanríkismálum, fátækt og glæpir og mál málanna í dag eins og á Íslandi, opin landamæri.  Líkt og á Íslandi verður hælisleitenda mál kosningamál og sjálf innflytjendaþjóðin Bandaríkin er búin að fá nóg. 10+ milljónir ólöglegra hælisleitenda hafa farið ólöglega yfir landamæri Bandaríkjanna síða Biden tók við fyrir þremur árum. Glæpir, eiturlyfjavandi og það að velferðakerfið er að sligast, er fastur fylgifiskur óhefts innflutnings hælisleitenda.

Landamærin í valdatíð Trumps, voru þau öruggustu í 47 ár og aldrei eins fáir sem sóttu um hælisvist en þegar Trump ríkti, enda skilaboðin skýr, ekki koma. Á fyrsta degi reif Biden allar forsetatilskipanir Trumps varðandi landamærin og hælisleitendur og allar götur síðan reynt að hafa landamærin opin (t.d. að rífa niður landamæragirðingar Texas og flytja inn 300+ þúsund hælisleitendur flugleiðis til Bandaríkjanna).

Eins og staðan er í dag, hefur Trump yfirhnæfandi stuðning repúblikana í embætti Bandaríkjaforseta. Hann vann með afgerandi hætti "Super Tuesday" í vikunni og eini andstæðingur hans í forvali repúblikana, Nikki Haley, sá sæng sína upprétta og viðurkenndi ósigur sinn. Það eru fjögur dómsmál enn í gangi gegn Trump en þrjú þeirra eru að falla um sjálf sig eins og staðan er í dag. Hann vann glæstan sigur hjá Hæstarétt Bandaríkjanna um daginn með einróma úrskurð hans um kjörgengi hans.

Jafnvel þótt Biden myndi sigra forsetakosningar í nóvember, er framtíð hans ekki björt. Elliglöp hans fara vaxandi og mikill munur er á Joe Biden frá 2020 og 2024 andlega. Vegna háan aldurs, er spurning hvort hann nái að lifa af næsta kjörtímabil og munu augu manna því beinast að varaforsetaefni hans, verður hin óhæfa Kamala Harris áfram varaforseti hans?

Sumir segja að Biden hafi sloppið hingað til með spilltan og glæpsamlega ferill sinn og hann ekki ákærður fyrir brot í embætti sé einmitt vegna þess að engum hugnast að fá hana í staðinn. Jafnvel ekki demókratar sem völdu hana í embættið bara vegna húðlitar og kyn.

Hér gefur á að líta skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar í ár. Það er ekki bara þessi sem sýnir að Trump er með yfirhöndina, heldur allar aðrar skoðanakannanir, líka hjá CNN sem er helsti andstæðingur hans í fjölmiðlaheiminum.

2024 Presidential Election Polls

Nú kann einhver að bölva á Íslandi vegna gengis Trumps, en Íslendingar eru ekki Bandaríkjamenn. Þeir velja sér leiðtoga eftir eigin skoðunum og vilja.  Ólíkindatólið Trump hefur lifað af, hingað til, allar pólitískar aftökur, og landnemaþjóðin Bandaríkin elskar sigurvegarann, einmana sheriff sem hreinstar til í spilta kúrekabænum eins síns liðs. Ekki er verra að bærinn dafnaði betur undir fyrrverandi sheriffinn en núverandi.

Spilltasti bærinn af öllum er sjálf Washington DC, höfuðborgin, n.k. Tombstone villta vestursins. Þar ríkir spillling og glæpalýðurinn veður uppi (lesist: Lobbýistar og spilltir stjórnmálamenn). "Drain the swamp" er slagorð utangarðsmanna í stjórnmálum sem fara til Washington og líta Bandaríkjamenn á Trump sem slíkan.  Kjósendurnir sem allir stjórnmálamennirnir hunsuðu í Miðríkjum Bandaríkjanna voru hunsaðir og hæddir (fórnarlömb hnattvæðingarinnar) en íbúar strandanna beggja, í borgunum, hyglaðir.  Í Trump fékk þetta fólk rödd. Og nú er að myndast kór með framboði Trumps, með auknum stuðningi blökkufólks og fólks af latneskum uppruna.

Hver hefði getað ímyndað sér slíkt? Fyrir áratug spáðu menn dauða Repúblikanaflokksins vegna breytta lýðfræði landsins. En Trump breytti því öllu. Flokkurinn er nú orðinn flokkur allra kynþátta (þó síst blökkumanna en fylgi Trumps fer hækkandi meðal þeirra) og ef hann velur blökkumanninn Tim Scott sem varaforseta, er sigur hans vís.

Hér er ræða Joe Bidens í heild:

Hér fer Joe Biden rangt með heiti stúlkunnar sem myrt var af ólöglegum hælisleitenda en hún er andlit aukina glæpa sem fylgir opnum landamærum. Hún heitir Laken Riley, ekki Lincoln Riley sem er þekktur þjálfari í amerískum fótbolta. Biden gat ekki einu sinni sagt nafn hennar rétt.


Bloggfærslur 8. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband