Sjálfstæðisflokkurinn klofinn?

Hver höndin er uppi á móti annarri í flokknum.  Flokkurinn er greinilega klofinn, því að í máli málanna þessa daganna, hælisleitendamálinu, er annar helmingurinn að stuðla að auknum innflutningi hælisleitenda (sækir þá meira segja erlendis) en hinn helmingurinn berst hart á móti. Í hvorn fótinn ætlar flokkurinn að stíga?

Á meðan hrynur fylgið af flokknum, því flokkurinn stendur ekki í lappirnar með nein mál. Í orkumálum ráða VG og VG/Framsókn er leyft að stækka bálknið í öfugan píramída. Bókun 35 er enn á dagskrá Sjálfstæðisflokksins og ógnar sjálfstæði Íslands.

Á meðan eykst fylgið hjá Flokki fólksins og Miðflokknum enda málflutningurinn stöðugur og samkvæmur sjálfum sér í meðbyr jafnt sem mótbyr.

Undir núverandi forystu er flokkurinn orðinn líkur klofningsflokknum Viðreisn. Valdagræðin er algjör. Skítt með allt, við viljum bara stjórna áfram. Ætli Samfylkingin sé komin með meira fylgi en allir stjórnarflokkarnir samanlagt?


Bloggfærslur 5. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband