Elur RÚV á sundrungu?

Það er alveg einstakt að fylgjast með nátttröllinum sem kallar sig RÚV, útvarp allra landsmanna. Ríkilsmiðillinn var stofnaður 1966 þegar fátt var um fína drætti í fjölmiðlamálum. Það má eiginlega segja að sjónvarp RÚV hafi verið stofnað til höfuðs Kanasjónvarpsins sem naut mikilla vinsælda meðal þeirra sem náðu útsendingum þess og höfðu sjónvarp yfirhöfuð. RÚV átti að verja íslenska menningu sem það gerði með miklum sóma framan af.

Saga og menning Íslands síðastliðina 58 ára lifir nú í formi myndefnis, þökk sé RÚV.  En sjónvarpstækni er nú þannig að jafnvel einstaklingar og einkafyrirtæki geta einnig sinnt sjónvarpsútsendingum.  Upp úr 1980 fóru frelsisvindar að streyma til Íslands og náðu landinu 1986 er Stöð 2 og Bylgjan sama ár voru með mikilli andstöðu íhaldssamra afla (vinstri og hægri manna).

Gott og vel, einkaframtakið og ríkisvaldið, starfa á sama vettvangi og hafa gert allar götur síðan. En smám saman hefur hallað á einkaframtakið og nú er RÚV risi á litlum fjölmiðlamarkaði í gjörbreyttu fjölmiðlaumhverfi. Dagblöð eru nánast horfin, fjölmiðlar komnir á netið og einstaklingar geta rekið einka fjölmiðla í formi hlaðvarps. Frelsið orðið algjört, ekki satt?

Nei, einkaframtakið er að sundrast niður í sífellt smærri einingar, og frábærir fjölmiðlar eins og N1, Sýn og hvað þeir hétu, já hétu, því að þeir þoldu ekki ójafna samkeppni við ríkisfjölmiðil sem fær milljarða ofan á milljarða í forgjöf og gáfu upp laupana.  Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að hafa ríkissjónvarp á 21. öld. Engin.

Verra er að RÚV er orðið rammpólitískt (hefur alltaf verið með einkenni en reynt að fela tilhneiginguna með andliti hlutleysis). Það segist vera að þjóna öllum á landinu.  Það ryðst meira segja inn á ný svið, TikTok, til að einoka nýjan vettvang. RÚV, útvarp Íslendinga, er svo ríkt að það getur verið með fréttir á pólsku og ensku. Látum vera að einhverjar fréttir eru á ensku, jú, enskan er alþjóðatungumál og útlendingar sem búa hér, nýkomnir eða túristar, þurfa að geta leitað sér frétta, til dæmis um eldgos.

En af hverju á pólsku? Pólverjar, frábært fólk og vinnusamt, eru stærsti minnihlutahópurinn á Íslandi. Sumir ætla að setjast að en aðrir að staldra stutt við. En þeir sem ætla að setjast hér að, til frambúðar, samlagast seint eða aldrei, ef þeir þurfa ekki að lesa eða tala íslensku. Þetta elur á sundrungu og enga samlögun.

Hvað er aftur tískuorðið í dag, innleiðing útlendinga að íslensku samfélagi? Enginn skilur hugtakið og virðist það vera orðskrípi. Í raun er það svo að við Íslendingar hafa þurft að aðlagast útlendum hópum sem setjast hér að, ekki öfugt. Íslendingum er að takast að búa til hliðarsamfélög í örríkinu Íslandi. Þarna á RÚV stóran þátt og því á fullyrðingin, að RÚV ali á sundrungu, rétt á sér, þótt hér sé hart dæmt.

En bloggritari má gagnrýna RÚV, jú, hann borgar nauðugur árlega af tekjum sínum í þennan fjölmiðil sem og fjölskyldan hans. Held að engar breytingar sé að vænta í rekstri og umhverfi RÚV á meðan núverandi stjórnmálastétt er við völd.  Núverandi mennta og ferðamálaráðherra, hefur ekki gert neitt til að breyta einokunarstöðu RÚV.  Ekkert. Það er ekkert frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaðinum fyrir einstaklinginn, ef hann er nauðugur til að borga fyrir ríkisfjölmiðil. Svona eru fjármunum skattborgarans sólundað í alls óþarfa, og í fólk sem ríkið þarf að ala (lesist: Listamenn í ævilangri áskrift að skattfé ríkisins) eins og segir í laginu Austurstræti eftir Ladda.

 

 


Bloggfærslur 17. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband