Sögur af tveimur stríđum - Gasa stríđinu og Úkraínu stríđinu

Í dag eru mörg átök í gangi sem ekki fer hátt um. Mestu athyglina fá stríđin í Úkraínu og á Gasa. Ţađ er skiljanlegt í ljósi ţess ađ ţessi átök geta breytts út.  Mjög erfitt er fyrir leikmann ađ átta sig á hvernig ástandiđ er í báđum stríđum.  Sannleikurinn verđur alltaf fyrstur undir í fréttum.  Ţađ  er kannski ekki fyrr en stríđsátökum er lokiđ, ađ heildarmynd nćst og stundum aldrei.

Mannfall í stríđunum

Svo er til dćmis fariđ međ tölur um mannfall í báđum stríđum. Í Úkraínu er mannfalliđ sagt vera frá 100 ţúsund manns til 500 ţúsund manns. Ţađ er ansi ónákvćmlega áćtlađ.  Ţetta bendir til ađ menn sé međ ágiskanir. Eins er fariđ međ mannfall á Gasa. Prófessor í tölfrćđi, Abraham Wyner, The Wharton School of the University, segir ađ mannfallstölur heilbrigđisstofnunar Gasa geti ekki veriđ réttar.  Hann segir: "In fact, the daily reported casualty count over this period averages 270 plus or minus about 15%. This is strikingly little variation. There should be days with twice the average or more and others with half or less."

 
Ef heilbrigđisyfirvöldin eru ađ ýkja fréttir af mannfalli, er ţađ góđar fréttir. Ţađ er gott ađ fćrri séu ađ láta lífiđ. Og vonandi hafa ţeir sem eru međ tölur upp á hálfa milljón manns, falliđ í stríđinu í Úkraínu, rangt fyrir sér. Vonandi er talan nćrri 100 ţúsund manns, sem er auđvitađ hundrađ ţúsund manns of mikiđ.  Ţetta stríđ var algjörlega hćgt ađ koma í veg fyrir.
 
Gangur stríđana og stríđslok
 
Sama og međ mannfalliđ, erfitt er ađ átta sig á gangi stríđana. Ţađ virđist ţó vera ađ draga til tíđinda og lok beggja stríđa innan seilingar á árinu. Byrjum á Gasa.
 
Gasa stríđiđ:
 
Stríđiđ á Gasa er búiđ ađ standa yfir síđan 7. október 2023. Hátt í hálft ár. Ljóst er ađ mestu átökin eru ađ baki. Meirihlutinn af Gasa er nú undir stjórn Ísraelhers en Hamas er enn ekki búiđ ađ vera.
 
Ţó ađ bardagamáttur Hamas hafi mikiđ minnkađ, ţar sem umtalsverđur hluti bardagasveita ţeirra er látinn eđa sćrđur, virđist Hamas enn hafa getu til ađ starfa sem heildstćđ stofnun og myndi líklega geta náđ aftur yfirráđum yfir Gaza-svćđinu ef Ísrael yfirgefđi svćđiđ.

Bardagamenn Hamas geta enn gert árásir á hluta Gaza sem Ísraelar lögđu undir sig á upphafsstigi innrásarinnar og liđsmenn ţeirra skjóta upp kollinum á norđursvćđinu til ađ tryggja ađ ţeir fái allt sem ţeir vilja frá hjálpartrukkum.  Á sama tíma hefur Ísraelher dregiđ varahersveitir frá bardagasvćđinu og notar ađeins fastaherliđ í átökunum sem eru lítil í samanburđi viđ upphaf átakana. Enn er Hamas ósigrađ í Rafah.
 
Lok átakana fer eftir pólitískum vilja en ekki úrslitum á vígvellinum. Ţau átök eru ráđin. En Netanyahu er andvígur ţví ađ rćđa framtíđarsýn sína um hver muni koma í stađ Hamas og segir ađeins ađ hann muni ekki framselja vald til palestínskra yfirvalda sem hann vantreystir og ađ Ísraelar muni halda fullu öryggiseftirliti.
 
Í janúar kynnti varnarmálaráđherrann Yoav Gallant almenna framtíđarsýn fyrir Gaza ţar sem hann kallađi eftir fjölţjóđlegum ađgerđahópi, undir forystu Bandaríkjanna í samstarfi viđ evrópskar og hófsamar arabaţjóđir, til ađ taka ábyrgđ á stjórnun borgaralegra mála og efnahagslegri endurreisn ströndarinnar. Palestínsk yfirvöld á stađnum myndu sjá um daglegan rekstur ţjónustunnar.
 
Ađ lokum: Svo lengi sem stjórn Netanyahu er viđ völd, verđur ekki samiđ um varanlegt vopnahlé né friđ, nema fullur sigur náist.
 
Úkraínu stríđiđ:
 
Snúum okkur ađ Úkraínustríđinu.  Bloggritari hefur spáđ tap hers Úkraínu frá upphafi stríđsins. Venjulega bíđur rússneski herinn ađeins ósigurs í orrustum en almennt vinna Rússar stríđin á endanum, yfirleitt međ miklu mannfalli og látum. Tapiđ í fyrri heimsstyrjöld má rekja til upphafs borgarastyrjaldar ţar í landi og ţađ ţarf ađ fara aftur til 19. aldar til ađ sjá ósigur í stríđi, ţ.e. Krímstríđiđ og bćta má viđ flotastríđs tapiđ fyrir Japönum 1905.  Lítum á stríđ sem Rússar hafa háđ síđastliđin 400 ár.
 
Vandrćđa tímabiliđ (1598–1613). Rússland upplifđi innri deilur og ytri innrásir á ţessu tímabili. Átökunum lauk međ stofnun Romanov-ćttarinnar áriđ 1613.

Hiđ mikla norđurstríđ (1700–1721). Rússland, undir forystu Péturs mikla, var hluti af bandalagi gegn Svíţjóđ. Stríđinu lauk međ Nystad-sáttmálanum áriđ 1721, sem leiddi til landvinninga fyrir Rússland.

Rússnesk-tyrknesku stríđin (margföld átök á tímabilinu 17.–19. öld). Rússland átti í nokkrum átökum viđ Ottómanaveldiđ. Niđurstöđurnar voru mismunandi, en Rússland náđi í sumum tilfellum umtalsverđ landsvćđi.

Napóleonsstyrjaldirnar (1812). Rússar urđu fyrir ósigri í upphafi en stóđu ađ lokum uppi sem sigurvegarar í innrás Napóleons í Rússland.

Krímstríđiđ (1853–1856). Rússland var sigrađ af bandalagi Frakklands, Bretlands, Ottómanaveldis og Sardiníu. Parísarsáttmálinn áriđ 1856 leiddi til landataps fyrir Rússland sen ţeir hafa reyndar tekiđ til baka er ţeir tóku Krímskaga aftur 2014.

Rússneska-japanska stríđiđ (1904–1905). Rússar urđu fyrir verulegum ósigrum gegn Japan, sem leiddi til Portsmouth-sáttmálans áriđ 1905, sem framseldi landsvćđi til Japans. Síđan ţá, hafa ţeir tekiđ umtalsverđ landsvćđi af Japan, síđast í seinni heimsstyrjöldinni, t.d. Kúríleyjar.
 
Fyrri heimsstyrjöldin (1914–1918). Rússar drógu sig út úr stríđinu í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917. Brest-Litovsk-sáttmálinn 1918 leiddi til landataps fyrir Rússland.

Rússneska borgarastyrjöldin (1918–1922). Rauđi herinn, undir forystu bolsévika, stóđ uppi sem sigurvegari, sem leiddi til stofnunar Sovétríkjanna.

Vetrarstríđiđ (1939–1940). Sovétríkin stóđu frammi fyrir í fyrstu áföllum gegn Finnlandi en náđu ađ lokum landsvćđi eftir friđarsáttmálann í Moskvu áriđ 1940.
 
Heimsstyrjöldin síđari (1939–1945). Sovétríkin, hluti af bandamönnum, gegndu mikilvćgu hlutverki viđ ađ sigra Ţýskaland nasista.  Landsvćđi sem Sovétríkin náđu undir sig voru Austur-Pólland, Eystrasaltsríkin (Eistland, Lettland, Litháen), hlutar Finnlands, hlutar austurhluta Ţýskalands, ţar á međal Austur-Prússland og hlutar Tékkóslóvakíu.

Afganistanstríđiđ (1979–1989). Sovétríkin stóđu frammi fyrir áskorunum heima fyrir og drógu sig ađ lokum til baka, ţar sem átökin stuđla ađ upplausn Sovétríkjanna.
 
Nú er Úkraínu stríđiđ í gangi en ţađ hófst 2014. Rússar hófu átök í Úkraínu međ n.k. stađgengilsstríđi í Donbass svćđinu en tóku Krímskaga grímulaust. Vegna mistaka og veikleika í stjórn Joe Bidens, hóf rússneski herinn innrás í Úkraínu 2022 og bjóst viđ sigurgöngu, stráđum blómum og fangađarlátum íbúa. Markmiđiđ var Kćnugarđur. Eftir hörmulegt afhrođ, dró herinn sig til baka og hóf hernađ í Austur-Úkraínu. Eins og í öllum fyrrum stríđum, gerđu rússneskir hershöfđingjar mistök en ţegar ţetta er skrifađ er herinn í sókn og viđist ćtla ađ vinna stríđiđ á vígvellinum.  Ef ekki, ţá ţurfa ţeir ađeins ađ vera ţolinmóđir, ţví vesturveldin, líkt og alltaf, ţrýtur ţolinmćđin og gefast upp. Ţau hćtta ađ senda peninga og vopn og pólitísk andstađa eykst međ hverju degi. Ţađ er nokkuđ ljóst ađ stađgöngustríđi Bandaríkjanna í Úkraínu lýkur međ valdatöku Trumps, ef hann kemst til valda.
 
Nú ţegar eru menn farnir ađ ljá máls á friđarviđrćđum. En Úkraínumenn er ţjóskir og vilja ekki viđurkenna neitt landatap.  Spurning er hvort ţeir vinni frekar í friđarsamningaviđrćđum en á vígvellinum? Erfitt er ađ trúa ađ Pólland og Ungverjaland, sem bćđi eru í NATÓ, taki ţátt í ađ skera upp landiđ og taki til sín landsvćđi. Rússar eru hins vegar líklegri ađ sitja á sínum landvinningum enda skiptir engu máli hvađ Vesturveldin gera, ţau hafa reynt allt til ađ hnésetja Rússland en án árangurs. Rússar ţurfa ekkert á Vesturlönd ađ halda lengur.
 
Úkraínu stríđiđ ásamt endalokum hnattvćđingarinnar sýnir nú nýjan veruleika, heim sem er skipt upp í valdablokkir og Vesturveldin ekki endilega í ţeirri sterkustu.
 
Nokkrar hugleiđingar í lokin
 
Hvađa lćrdóm getum viđ dregiđ af sögunni? Jú, Rússland hefur veriđ í landasókn síđan Ívar grimmi var uppi og hét. Afleiđingin er ađ stćrsta ríki heims varđ til. Rússneski herinn hefur yfirleitt unniđ stríđ sín, en međ miklum fórnum. Veikleikar eru í vörnum Rússlands. Búiđ er ađ setja tappann í varnarvegg ríkisins í Kákasus hlutanum en tvćr innrásarleiđir eru enn fćrar inn í landiđ; gegnum landamćri Póllands og í gegnum Úkraínu. Nasistarnir fóru báđar leiđir í seinni heimsstyrjöldinni og tókst nćstum ćtlunarverk sitt. Hinn veikleikinn eru hinu löngu landamćri viđ Kína. Landfrćđilega séđ eru Kínverjar mun hćttulegri en Evrópubúar. Rússar eiga bara eitt svar viđ ţví en ţađ er kjarnorkuvopna her sinn. Ţeim verđur beitt ótvírćtt ef Kínverjar gera innrás og ţađ vita ţeir síđarnefndu.
 
Ísraelmenn hafa líka sýnt stađfestu í stríđum sínum og ávallt unniđ á endanum. Ţeir hafa ekki efni á ađ tapa einu einasta stríđi, ţví ţá verđur ríkinu eytt fyrir fullt og allt. Ţetta skilja Ísraelmenn og hafa ţví veriđ einbeittir í sínum stríđsađgerđum hingađ til. Bćđi ríkin hafa getu til ađ há landamćrastríđ, eru svćđisbundin stórveldi en ekkert meira. Ţess vegna hika Ísraelar viđ árásir á Íran, hafa varla getu í ţađ. Og Rússar geta ekki barist viđ hernađarbandalag 31 ríkja - NATÓ. Ef einhver segir annađ, er hann ađ ljúga eđa hrćđa. Eins er ţađ bull ađ Trump dragi BNA úr NATÓ. Bandaríkin ţurfa jafnvel meira á NATÓ ađ halda en öfugt. 
 
 
 
 
 

Bloggfćrslur 11. mars 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2024

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband