Færsluflokkur: Heimspeki

Þessi stóuspeki orð Marcus Aurlius eru íhugunarverð

Markuc

Lifðu góðu lífi. Ef það eru til guðir og þeir eru réttlátir, þá mun þeim ekki vera sama hversu trúrækinn þú hefur verið, heldur munu þeir taka vel á móti þér miðað við þær dyggðir sem þú hefur lifað eftir. Ef það eru guðir, en óréttlátir, þá ættir þú ekki að vilja tilbiðja þá. Ef það eru engir guðir, þá ertu farinn, en hefur lifað eðallífi sem mun lifa áfram í minningum ástvina þinna.

- Þetta rímar við Hávamál en þar segir: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. En það er eitt sem Marcus og höfundur Hávamála gleyma og það er að ef maður hefur engan orðstír eða hefur eytt honum í einhverja vitleysu, þá er ekkert sem lifir mann af og til að hughreysta mann og hvað er orðstír ekkert annað en stundarfyrirbrigði? Það eru t.a.m. ekki fleiri en 100 manns sem 21. alda menn muna muna eftir frá 20. öldinni.


Gagnrýnin hugsun, samfélagið, samfélagsmiðlar og fjölmiðlar

Gagnrýnin hugsunÉg tók einn áfanga/námskeið við Háskóla Íslands í gamla daga sem ber heitið ,,Heimspekileg forspjallavísindi" og er skylduáfangi. Þar er kennd gagnrýnin hugsun og tel ég þetta vera besta nám sem ég hef tekið. Af hverju?

Jú, vegna þess að það er stöðugt verið að bera að okkur upplýsingum og ef mann kann ekki að vinna úr þeim á gagnrýnan hátt, lætur maður ljúga að sér. Það er eitthvað sem ég er ekki að fíla.

Ég lærði líka gríska heimspeki, þar sem gagnrýna hugsunin kemur upphaflega frá og þar er Sókrates í uppáhaldi sem ,,neyddi sannleikann fram" með rökræðum.

Þá komum við að sókratísku aðferðinni.  Hér gríp ég niður í grein Svavars Hrafns Svarvarsson beint á Vísindavefnum:

,,Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr hann um einhverja dyggð eða siðferðilegan eiginleika. Hann virðist vera á höttunum eftir skilgreiningu. Viðmælandinn leggur eitthvað til og segir hvað hann telji dyggðina eða eiginleikann vera. Sókrates reynir þá og prófar tillöguna með því að krefjast svara við fleiri spurningum. Að lokum kemur á daginn að svörin við þeim spurningum stangast á við upphaflegu tillöguna. Til verður ósamræmi á milli tillögunnar og svaranna þannig að hvort tveggja getur ekki verið satt. Allt er enn með felldu. En nú má spyrja nokkurra spurninga um aðferðina sjálfa, og hefur einkum þriggja verið spurt: Hvað veldur aðferðinni? Hvers vegna vill Sókrates fanga dyggð með skilgreiningu? Hvernig bregst Sókrates við lokastöðunni?"

Ég beitti þessari aðferð óspart á háskólakennaranna og vann rökræður! Einnig er mikilvægt er að þora að vera í minnihluta og vaða gegn ríkjandi skoðunum í samfélaginu, því að oft hefur meirihlutinn ekki rétt fyrir sér.

Minnihlutaskoðanir

 

Minnihlutaskoðanir eru mikilvægar fyrir t.d. lýðræðið. Undirstaða gagnrýnnar hugsunar er tjáningarfrelsið (málfrelsið þar á meðal) og því tek ég því líka illa þegar einhver er að reyna að bæla niður skoðanir annarra á einhvern hátt.

Hvað er gagnýnin hugsun almennt?

nytsemdarr-kin-l

Grípum niður í grein eftir Henry Alexander Henrysson á Vísindavefnum, Hvað er gagnrýnin hugsun? og hvað hún segir: Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þróun heimspekilegrar hugsunar.

Að sögn Henry eru fyrirmyndir fjölmargar en hér er látið nægja að nefna þrjár slíkar. Fyrsta skal nefna þá rökræðuaðferð sem Sókrates tileinkaði sér. Samkvæmt henni ber vel hugsandi einstaklingi að horfa framhjá stöðu viðmælanda síns og sannfæringakrafti orða hans en einbeita sér þess í stað að því hvort viðkomandi færi rök fyrir skoðunum sínum.

Önnur fyrirmynd er greining enska sautjándu aldar heimspekingsins Francis Bacon á þeim hugsanavillum sem leiða fólk til rangra skoðana og þröngsýni. Hann greindi rætur slíkra villna meðal annars í samfélaginu, tungumálinu og mannlegu eðli.

Síðasta fyrirmyndin eru þær reglur hugsunarinnar sem franski heimspekingurinn René Descartes kynnti í verki sínu Orðræðu um aðferð. Þessar reglur fela það í sér að mynda sér enga skoðun sem maður getur ekki sjálfur fært rök fyrir, ávallt greina öll vandamál niður í smæstu einingar, vera skipulagður í hugsun og forðast ekki ítarlegar röksemdafærslur. 

Í stuttu máli sagt er gagnrýnin hugsun færni sem gerir ráð fyrir tilteknum vitsmunadygðum, siðferðisdygðum og verknaðardygðum. Þjálfun í gagnrýninni hugsun fellur þannig innan þess sem kallað hefur verið skapgerðarmenntun eða mannkostamenntun. 

 


Epiktetos (Epiktet) og viðhorfið til lífsins

Palaestra

Byrjum á að athuga hvað Wikipedia segir um manninn:

Epiktetos – (stundum kallaður Epiktet á íslensku ) – (55 – 135 e.Kr.) var grískur þræll og stóuspekingur. Hann er talinn hafa fæðst í Hierapolis í Frýgíu í Grikklandi (nú Tyrklandi). Hann bjó um tíma í Rómarborg, eftir að hann varð leysingi, uns hann var sendur í útlegð til Níkopólis í Norðvestur-Grikklandi á árabilinu 88-93, þar sem hann svo dó.

Epiktetos skrifaði engar bækur, svo að vitað sé, heldur var kennsla hans munnleg. Meðal nemenda hans var Flavius Arrianus, sem skrifaði hjá sér orð meistara síns. Talið er að hann hafi ritað átta bækur með ræðum hans, og eru fjórar þeirra varðveittar. E.t.v. einnig tólf bækur með samræðum, en þær eru allar glataðar. Loks skráði Arrianus kver, sem kallað er Handbók Epiktets."

Hann var þræll eins og komið hefur fram hér og þurfti að líða pyndingar (og var haltur á fæti eftir að hafa verið limlestur). Síðar fékk hann frelsi og varð að lokum kennari í Róm.
 
Epitet hélt því fram að það væri undir mönnum sjálfum komið hvort þeir væru hamingjusamir eða óhamingjusamir. Menn þyrftu aðeins að temja sér rétt viðhorf til lífsins, gera sér ljóst hvað þeir ættu og hvað þeir ættu ekki, hvað þá varðaði um og hvað ekki. Hann sagði sem svo að engin fýsn væri svo sterk og enginn harmur svo sár að réttur skilningur drægi ekki úr hverri fíkn og bætti ekki hvert böl.
 
Epitet sagði: ,,Ef þú hefur sett þér lífsreglur skaltu fylgja þeim eins og og þær væru lög. Og ef þú brýtur þessar reglur skaltu líta svo á að þú hafir brotið gegn Guði. En hafðu engar áhyggjur af því sem sagt er um þig; þú stjórnar því ekki hvort sem er.“

Heimspekingarnir Gottlob Frege og Bertrand Russell

Gottlob Frege var tímamótamaður á margan hátt og meiri hugsuður en lærisveinn hans Bertrand Russell sem sumir vilja að sé talinn einn mesti heimspekingur 20. aldar.

Frege

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gottlob Frege

Á hverju byggi ég mat mitt? Frege tókst að frelsaði rökfræðina úr viðjum Aristótelesar sem hafði haldist óbreytt fram á 19. öld. Hann hélt fram að það sé staðreynd að eitthvað leiðir eða leiðir ekki af einhverju öðru og á hvorn veginn sem er getur það engan veginn verið háð nokkru sem varðar sálfræði mannsins. Með öðrum orðum er rökfræðin alls ekki safn ,,hugsunarlögmála" né tengist hún nokkuð hugsuninni sem slíkri. Þetta var þvílík bylting og leiddi til þess að menn skyldu að heimspekin eigi að grundvallast á rökfræði einni.

Önnur afleiðing þessari hugsunar Frege er að rökfræðin varð grundvöllur stærðfræðinnar, en hann sagði að rökfræðin geymdi í sér gjörvalla stærðfræðinga sem afleiðingu. Hliðaráhrifin af þessari sönnun Frege var að sálfræðileg áhrif á stærðfræði var einnig útrýmd.

Deilt hafði verið í allri sögu stærðfræðinnar um eðli hennar, hvort hún væri afleiðing mannlegrar hugsunar eða hvort hún standi sjálfstætt. Í dag skiljum við þegar við skoðun heimsfræðina og eðli og gang alheimsins að hann er byggður eftir stærðfræðilegum reglum og alls ótengdur mannlegum skilningi.


Með öðrum orðum, þegar rökfræðin varð alsherjar grundvöllur stærðfræðinnar og sálfræðiþátturinn útrýmdur, þá var sálfræðinni einni úthýst úr stærðfræðinni. En af hverju var Frege merkilegri en Russel?

Russel kynntist heimspeki Frege og varð heillaður af. Hann helsta framlag var að sanna hugmyndir Frege og það gerði hann með bókinni Principia Mathematica. Hann útfærði rökfræðilegu grunnvöll stærðfræðinnar inn á svið þekkingafræðinnar, þ.e.a.s. þekkingar okkar á umheiminum og þar með vísindalega þekkingu. Segja má þó og þakka má Russel að hin svokallaða rökgreiningaheimspeki varð til og varð allsráðindi í breskri heimspeki á fyrri hluta 20. aldar.

Bertnand Russel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bertrand Russel

Russel sagði að veruleikaskyn væri ómissandi í rökfræðinni og í aðferðafræði sinni væri hann að byggja brú á milli skynheimsins og heims vísindanna.


Sagnfræði og sagnfræðingar (Friedrich Nietzsche)

FredirchNietzsche skrifaði um söguna, fræðigreinina sjálfa. Að hans mati þörfnumst við sögu, en of mikil áhersla er þó lögð á hana í samfélaginu (a.m.k. þýska samfélaginu). Við þörfnumst söguna vegna lífsins og aðgerða (e. action) en ekki til þess að forðast það.

Nietzsche segir að sagan eigi að þjóna okkur, en við ekki henni. Nietzsche er algjörlega á móti svo kallaðri sögustofnun sem hann telur að sé að halda okkur/sögunni frá lífinu og það sé ekki rétt. Hann telur að fræðin eigi að hafa áhrif á samtíðina sem og framtíðina. Hún eigi að varpa rýrð á viðvarandi gildi sem eru röng.

Nietzsche segir að maðurinn sé sögulegur. Maðurinn leggi meir og meir áherslu á fortíðina þótt hann reyni stundum að afneita henni. Dýrin séu hins vegar ekki söguleg. Þau geta lifað í augnablikinu og hvorki hugsað um fortíðina né framtíðina. Hann segir að fortíðin heftir okkur eftir því sem við eldumst en hins vegar verðum við að læra að gleyma, því ekki er hægt að lifa án þess að gleyma. Hann segir: There is a degree of insomnia of rumination of historical sense which injures every living thing and finally destroys it, be it a man, a people or a culture. Með öðrum orðum: Endalaust jórtur á fortíðinni er skaðleg og eyðir manni, fólki eða menningu. Fortíðin getur grafið nútíðina eða m.ö.o. heft hana og komið í veg fyrir framfarir. Hann spyr; hvar á að setja mörkin?

Nietzsche segir að galdurinn sé að geta gleymt á réttum tíma og munað á réttum tíma eða hvenær sé þörf á að vera sögulegur eða ósögulegur (e. unhistorical). Hann segir: ,,...the unhistorical and the historical are equally necessary for the health of an individual, a people and a culture”. Hann segir að við eigum að halda lífi í söguna sem er þjóðfélaginu til góðs eða gagns.

Nietzsche ber saman tvo menn. Annar hefur takmarkaða sögulega sýn á fortíðina en standi þó uppréttur og ánægður en við hlið hans stendur annar maður, lærður mjög. Hans sýn er sífellt á flökti (er breytileg) og því getur hann ekki verið hamingjusamur.

Nietzsche heldur því fram að sagan verði að vera gagnleg, fortíðin verði að þjóna samtíðinni. Við eigum að halda lífi í sögu sem er þjóðfélaginu til góðs eða gagns. Hann skiptir manninum í tvo flokka:

1. Sögulegir menn (e. historical men). Þeir líta á fortíðina sem hvetur þá áfram til framtíðar. Fortíðin hvetur þá til hugrekkis og til að taka þátt í lífinu. Þeir telja að meira ljósi sé varpað á tilgangi tilverunnar með því að skoða þróunarferilinn (course of its process) og þeir líta aðeins á þróunina til þess að skilja nútíðina betur og til læra að þrá framtíðina enn meir. Þeir vita hins vegar ekki hversu ósögulegir þeir eru og hegða sér blátt áfram þrátt fyrir alla sögu sína. Hjá þeim þjónar sagnaritunin lífinu, ekki hreinni þekkingaröflun.

2. Yfirsögulegir menn (e. superhistorical men). Þeir hafa aldrei getað komið sér saman um hvort að kennsla sé hamingja eða hömlun. Þeir sjá ekki frelsunina í þróuninni. Hjá þeim er heimurinn fullkominn og fær sinn endir sérhvert augnablik.

Nietzsche segir að svo fremur sem að sagan þjóni lífinu, þjóni hún ósögulegu afli. Á meðan hún er svo undirlægð undir hinu sögulega afli, gæti hún aldrei verið hrein vísindi líkt og til dæmis stærðfræði.

Sagan tilheyrir manninum á þrjá mögulega vegu: á meðan hann er athafnasamur og leggur sig allan fram; á meðan hann varðveitir og er aðdáandi; og á meðan hann þjáist og þarfnast frelsi.

Nietzsche talar um þrjár gerðir af sögu:

1. Minningasaga (e. monumental history): Saga sem yfirvöld eða samfélagið býr til og er ætluð til að styrkja ríkjandi sjálfsmynd. Þeir sem aðhyllast þessari gerð af sögu hugsa of mikið er um samtíðina og eru of gagnrýnislausir.

2. Varðveislusaga (e. antiquarian history): Þeir sem aðhyllast þessa stefnu, tilbiðja söguna hennar vegna. Þeir eru í hreinni þekkingarleit og huga ekki að gagnsemi hennar fyrir samfélagið. Hjá þeim fer engin úrvinnsla fram á hinu sögulega efni; allt skiptir máli hjá þeim. Því er hætta á að menn einblíni um og of á sérhvert smáatriði og heildarmyndin glatast fyrir vikið.

3. Gagnrýnissaga (e. critical history): Þeir sem aðhyllast þessari stefnu, stunda hana til þess að gagnrýna eitthvað ástand í samfélaginu. Þessi söguaðferð felur í sér dóm á fortíðina. Hjá þeim sem aðhyllast þessari sögustefnu er markmiðið að fortíðin eigi að þjóna einhverjum málstað í samtíðinni. Í þessu sambandi segir Nietzsche beri að forðast áróður.


Orðstír

Reputation

Vert er að velta fyrir sér þessi stóuspekiorð Marcus Aurlius: ,,Lifðu góðu lífi. Ef til eru guðir og þeir eru réttlátir, þá mun þeim ekki vera sama hversu trúaður þú hefur verið, heldur taka vel á móti þér út frá þeim lífsgildum sem þú hefur búið við? Ef guðir eru til, en óréttlátir, þá ættirðu ekki að vilja tilbiðja þá? Ef það eru engir guðir, þá munt þú vera farinn, en mun hafa lifað göfugu lífi sem mun lifa í minningum ástvina þinna.

Þetta rímar við Hávamál en þar segir: ,,Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“

En það er eitt sem Marcus og höfundur Hávamála gleyma og það er að ef maður hefur engan orðstír eða hefur eytt honum í einhverja vitleysu, þá er ekkert sem lifir mann af og til að hughreysta mann og hvað er orðstír annað en stundarfyrirbrigði? Minningar ættmenna deyja með dauða þeirra. Það eru t.a.m. ekki fleiri en 100 manns sem næstu aldamenn munu muna eftir frá 20. öldinni, hina þarf að kafa djúpt eftir.

En segjum svo að maður lifir um ókomna framtíð í minningu þjóðar eða mannkyns, þá breytist viðhorfið til viðkomandi einstaklings með tímanum. Mestu illmenni sögunnar fá sinn sess, Gengis Khan og aðrir slíkir kónar lifa áfram í sögunni og oft tekst mönnum að finna jákvæðar hliðar á mestu fjöldamorðingjum sögunnar eins og hann. Og DNA hans lifir góðu lífi meðal Asíuþjóða en samkvæmt DNA rannsókn frá 2004 ber 1 af hverju 200 manns í heiminum erfðaefni hans. Sigra illverk hans þar með ekki á endanum? Þ.e.a.s. samkvæmt náttúrulögmálinu að hinn sterki komist af og eigast afkvæmi en hinn sigraði deyr (út)?

Sagan breytist. Með tímanum verða illverki illmennanna ekki svo slæm. Sagt er að það taki þrjár aldir að fyrir þjóð að fyrirgefa illvirki annarar þjóðar í heimalandi hennar en það virðist gerast hraðar í dag, með hraða nútímans.

Er ef til vill ekki best að vera sannkornið á strönd alheimsins? Að vera hluti af keðju, e.k. hlekkur sem tengir saman nútíð og framtíð, sinna sínu hlutverki vel sem hlekkurinn og vera sáttur við það?


Þrefalda sannleikssía Sókrates sem á svo sannarlega við í dag - skemmtileg dæmisaga

Socrate

Dag einn hitti Sókrates kunningja sinn sem hljóp spenntur til hans og sagði: ,,Sókrates, veistu hvað ég heyrði um einn af nemendum þínum?"

„Bíddu við,“ svaraði Sókrates. "Áður en þú segir mér, vil ég að þú standist smá próf. Það kallast þrefalda sían."

,,Þreföld sía?"

"Það er rétt," svaraði Sókrates, "Áður en þú talar við mig um nemanda minn, gefum okkur smá stund til að sía það sem þú ætlar að segja.

Fyrsta sían er Sannleikurinn. Ertu alveg viss um að það sem þú ert að segja mér er satt?"

„Nei,“ sagði kunningi, „eiginlega heyrði ég bara af þessu og ...“

„Allt í lagi,“ sagði Sókrates. ,,Svo að þú veist ekki alveg hvort það er satt eða ekki. Nú skulum við prófa síu númer tvö, góðvild. Ætlarðu að segja mér eitthvað jákvætt eða gott um nemandann minn?"

,,Nei, þvert á móti ..."

„Svo“, hélt Sókrates áfram, „viltu segja mér eitthvað slæmt um hann, þó að þú sért ekki viss um að það sé satt?“

Maðurinn hikaði, svolítið vandræðalegur. Sókrates hélt áfram. ,,Þú gætir samt staðist prófið, vegna þess að það er þriðja sían: Notagildi. Mun það sem þú vilt segja mér um nemandann minn nýtast mér?"

,,Nei, ekki alveg."

,,Jæja," sagði Sókrates",...ef það sem þú vilt segja mér er hvorki sannleikur né gott og ekki einu sinni gagnlegt fyrir mig, af hverju viltu þá segja mér það?"


Diogenes - fyrsti efahyggjumaðurinn?

Diogenes, einnig þekktur sem Diogenes hinn kaldhæðni, var grískur heimspekingur og einn af stofnendum efahyggju sem heimspekstefna. Hann fæddist í Sinope, jónískri nýlendu við Svartahafsströnd Tyrklands nútímans, árið 412 eða 404 f.Kr. og dó í Korintu árið 323 f.Kr.

Diogenes var umdeild persóna. Faðir hans sló mynt sér til lifiviðurværi og Diogenes var rekinn frá Sinope þegar hann tók stöðu gegn gjaldeyrinum (rétt eins og menn gera í dag gagnvart gjaldmiðlum – kallast gjaldmiðlabraskarar). Eftir að hafa verið gerður útlægur flutti hann til Aþenu og gagnrýndi marga menningarkima í borginni. Hann gerði sér fyrirmynd að dæmi Herakles og taldi að dyggð birtist betur í verki en fræðilega. Hann notaði einfaldan lífsstíl sinn og hegðun til að gagnrýna félagsleg gildi og stofnanir þess sem hann leit á sem spillt, ruglað samfélag. Hann hafði orð á sér fyrir að sofa og borða hvar sem hann kaus á mjög óhefðbundinn hátt og tók að herða sig gegn náttúrunni. Hann lýsti því yfir að hann væri heimsborgari og ríkisborgari heimsins frekar en að halda tryggð við einn stað. Það eru margar sögur um að hann hafi dregið að sér spor Antisthenesar og orðið „trúr hundur“ hans.

Díógenes gerði fátækt að dyggð. Hann bað um ölmulsu sér til framfærslu og svaf oft í stórri keramik krukku, eða pithos, á markaðstorginu. Hann varð alræmdur fyrir heimspekilegar uppákomur sínar, svo sem að bera lampa á daginn, segjast vera að leita að manni (oft lýst á ensku sem „að leita að heiðarlegum manni“). Hann gagnrýndi Platon, andmælti túlkun sinni á Sókrates og skemmdi fyrirlestra sína og afvegaleiddi stundum hlustendur með því að koma með mat og borða meðan á umræðunum stóð. Diogenes var einnig þekktur fyrir að hafa hæðst að Alexander mikla, bæði opinberlega og í persónu hans þegar hann heimsótti Korintu árið 336 f.Kr.

Diogenes var handtekinn af sjóræningjum og seldur í þrældóm og settist að lokum í Korintu. Þar miðlaði hann heimspekistefnu sinni – efahyggju - til Crates, sem kenndi Zeno frá Citium hana, sem tók hana inn í skóla stóismans, sem er einn lengst lifandi skóli grískrar heimspeki.

Engin skrif Díógenes lifa af en það eru nokkur smáatriði í lífi hans úr anekdótum (chreia), sérstaklega úr bók Díógenes Laërtius "Líf og skoðanir yfirvofandi heimspekinga" og nokkrar aðrar heimildir.


Demókrítos og Levkippos

Demókrítos og Levkippos (eindarhyggjumennirnir) sögðu að allt væri gert úr atómum sem séu óforgengileg (smæstu einingar sem til eru og eru ekki atóm í nútímaskilningi) og þau ásamt tómarúmi séu í öllu. Hinu líku hlutir eru bara ólíkar samsetningar af atómum í tómarúminu og breytingar á alheiminum sé bara breytingar á uppröðun eða staðsetningu þeirra. Þeir sögðu að alheimurinn væri ekki ein samhangandi heild eins og Parmenídes hélt fram og hann sé gerður úr aðskildum einingum.

Parmedídes

Parmedídes (5 f.Kr.) sagði að það sé mótsögn að segja um ekkert að það sé til. Hann sagði það óhugsandi að einhvern tíma hefði ekkert verið til og því getur ekki verið satt að allt eða eitthvað hafi orðið til úr engu. Allt hlýtur alltaf að hafa verið til. Á svipaðan hátt getur ekkert orðið að engu. Af þessu leiðir ekki einungis að allt á sér ekkert upphaf og hefur ekki verið skapað, heldur hlýtur allt að vera eilíft og óforgengilegt. Hann talaði einnig um að það séu engin göt í veruleikanum, þ.e.a.s. að hlutar af honum sé ekkert og ályktar þar af leiðandi að veruleikinn myndi eina heild. Allar breytingar eiga því sér stað innan lokaðrar heildar (alheimsins).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband