Epiktetos (Epiktet) og viðhorfið til lífsins

Palaestra

Byrjum á að athuga hvað Wikipedia segir um manninn:

Epiktetos – (stundum kallaður Epiktet á íslensku ) – (55 – 135 e.Kr.) var grískur þræll og stóuspekingur. Hann er talinn hafa fæðst í Hierapolis í Frýgíu í Grikklandi (nú Tyrklandi). Hann bjó um tíma í Rómarborg, eftir að hann varð leysingi, uns hann var sendur í útlegð til Níkopólis í Norðvestur-Grikklandi á árabilinu 88-93, þar sem hann svo dó.

Epiktetos skrifaði engar bækur, svo að vitað sé, heldur var kennsla hans munnleg. Meðal nemenda hans var Flavius Arrianus, sem skrifaði hjá sér orð meistara síns. Talið er að hann hafi ritað átta bækur með ræðum hans, og eru fjórar þeirra varðveittar. E.t.v. einnig tólf bækur með samræðum, en þær eru allar glataðar. Loks skráði Arrianus kver, sem kallað er Handbók Epiktets."

Hann var þræll eins og komið hefur fram hér og þurfti að líða pyndingar (og var haltur á fæti eftir að hafa verið limlestur). Síðar fékk hann frelsi og varð að lokum kennari í Róm.
 
Epitet hélt því fram að það væri undir mönnum sjálfum komið hvort þeir væru hamingjusamir eða óhamingjusamir. Menn þyrftu aðeins að temja sér rétt viðhorf til lífsins, gera sér ljóst hvað þeir ættu og hvað þeir ættu ekki, hvað þá varðaði um og hvað ekki. Hann sagði sem svo að engin fýsn væri svo sterk og enginn harmur svo sár að réttur skilningur drægi ekki úr hverri fíkn og bætti ekki hvert böl.
 
Epitet sagði: ,,Ef þú hefur sett þér lífsreglur skaltu fylgja þeim eins og og þær væru lög. Og ef þú brýtur þessar reglur skaltu líta svo á að þú hafir brotið gegn Guði. En hafðu engar áhyggjur af því sem sagt er um þig; þú stjórnar því ekki hvort sem er.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband