Orðstír

Reputation

Vert er að velta fyrir sér þessi stóuspekiorð Marcus Aurlius: ,,Lifðu góðu lífi. Ef til eru guðir og þeir eru réttlátir, þá mun þeim ekki vera sama hversu trúaður þú hefur verið, heldur taka vel á móti þér út frá þeim lífsgildum sem þú hefur búið við? Ef guðir eru til, en óréttlátir, þá ættirðu ekki að vilja tilbiðja þá? Ef það eru engir guðir, þá munt þú vera farinn, en mun hafa lifað göfugu lífi sem mun lifa í minningum ástvina þinna.

Þetta rímar við Hávamál en þar segir: ,,Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“

En það er eitt sem Marcus og höfundur Hávamála gleyma og það er að ef maður hefur engan orðstír eða hefur eytt honum í einhverja vitleysu, þá er ekkert sem lifir mann af og til að hughreysta mann og hvað er orðstír annað en stundarfyrirbrigði? Minningar ættmenna deyja með dauða þeirra. Það eru t.a.m. ekki fleiri en 100 manns sem næstu aldamenn munu muna eftir frá 20. öldinni, hina þarf að kafa djúpt eftir.

En segjum svo að maður lifir um ókomna framtíð í minningu þjóðar eða mannkyns, þá breytist viðhorfið til viðkomandi einstaklings með tímanum. Mestu illmenni sögunnar fá sinn sess, Gengis Khan og aðrir slíkir kónar lifa áfram í sögunni og oft tekst mönnum að finna jákvæðar hliðar á mestu fjöldamorðingjum sögunnar eins og hann. Og DNA hans lifir góðu lífi meðal Asíuþjóða en samkvæmt DNA rannsókn frá 2004 ber 1 af hverju 200 manns í heiminum erfðaefni hans. Sigra illverk hans þar með ekki á endanum? Þ.e.a.s. samkvæmt náttúrulögmálinu að hinn sterki komist af og eigast afkvæmi en hinn sigraði deyr (út)?

Sagan breytist. Með tímanum verða illverki illmennanna ekki svo slæm. Sagt er að það taki þrjár aldir að fyrir þjóð að fyrirgefa illvirki annarar þjóðar í heimalandi hennar en það virðist gerast hraðar í dag, með hraða nútímans.

Er ef til vill ekki best að vera sannkornið á strönd alheimsins? Að vera hluti af keðju, e.k. hlekkur sem tengir saman nútíð og framtíð, sinna sínu hlutverki vel sem hlekkurinn og vera sáttur við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband