Færsluflokkur: Stríð
Ef eitthvað er sem hernaðarsagan kennir okkur er það að það óvænta, ómögulega, fjarstæðukennda og fáranlega gerist. Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis og meira en það.
Stríðssaga er full af slíkum atburðum. Ardenna sókn Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, gagnárás Egypta í Yom Kippur stríðinu þegar þeir brutust í gegnum varnir Ísraelmanna o.s.frv.
Hér er tekið eitt dæmi úr nýliðinni sögu en það er Indíanastríðin svo kölluðu. Ég hef skrifað blogg grein um þetta tímaskeið í bandarískri sögu og ætla ekki að rekja þá sögu. En ég ætla að taka fyrir einn bardaga eða orrustu, þar sem Bandaríkjamenn, líkt og Ísraelmenn í dag vanmátu andstæðing sinn herfilega.
Bandaríkjamenn, líkt og Ísraelmenn, voru vanir að fást við vanbúna andstæðinga; þeir við indíána illa vopnum búna sem stunduðu skæruhernað og sama á við um Ísraelmenn, sem hafa átt í höggi við vanbúin skæruliðasamtök Hamas. Í báðum tilfellum bjóst sterkari aðilinn ekki við miklu af andstæðingi sínum og svaf á verðinu. Hér er ég að tala um bardagann við Little Bighorn sem og árás Hamas liða á landamærasvæði Ísraels við Gasa.
Allir sem eru áhugasamir sögu villta vestursins þekkja þennan bardaga við Little Bighorn. Förum aðeins í söguna.
George Armstrong Custer hershöfðingi er ef til vill þekktastur fyrir hlutverk sitt í orrustunni við Little Bighorn, mikilvægan atburð í indíánastríðunum í Bandaríkjunum. Helstu mistökin sem Custer gerði sem leiddu til ósigurs hans í orrustunni við Little Bighorn var að vanmeta stærð og styrk indíána ættbálka sem hann stóð frammi fyrir en hann bjóst við að þeir myndu flýja en ekki standa saman sem einn stór indíánaher. Sama gildir um Hamasliða, sem nú standa í raunverulegu stríði við Ísraelmenn, ekki með skæruhernað eða hryðjuverk og akta sem raunverulegur her. Það er nefnilega margt sameiginlegt með báðum átökunum.
Hér eru nokkur helstu mistök sem Custer gerði en fyrsta og hættulegasta mistökin var að vanmeta óvininn. Könnun Custer hafði gefið til kynna að hann stæði frammi fyrir mun minni hersveit innfæddra stríðsmanna indíána undir forystu leiðtoga eins og Sitting Bull og Crazy Horse. Byggt á þessum upplýsingum skipti Custer hersveitum sínum í þrjár aðskildar herfylkingar og taldi að hann gæti auðveldlega sigrað herbúðir frumbyggja.
Ákvörðun Custer um að skipta herafla sínum var mikilvæg villa eða mistök. Það þýddi að hermenn hans voru færri í hverri einingu og skorti þann stuðning sem þeir þurftu þegar þeir mættu miklu stærri frumbyggja hersveit. Ef við lítum á viðbúnað Ísraelmanna við landamærin að Gasa, voru varnargirðingar lélegar og auðvelt að yfirbuga varðturna og varðstöðvar. Of fáir hermenn til varnar.
Að hunsa innkomnar upplýsingar voru stór mistök. Custer hunsaði viðvaranir og skýrslur frá Crow og Arikara útsendara sínum, sem veittu nákvæmar upplýsingar um stærð og styrk innfæddra herbúða. Hann vísaði viðvörunum þeirra á bug, sem voru alvarleg mistök. Í tilfelli Ísraelmanna hefur verið sagt að þeir treysti um og á gervigreindar eftirlit í stað greiningamanna, fólks með góða rökhyggju og raunsætt mat á stöðuna hverju sinni.
Hermenn Custer voru ekki nægilega undirbúnir fyrir langvarandi bardaga. Þeir voru létt búnir og höfðu takmarkaðar vistir, sem setti þá í óhag þegar þeir mættu vel skipulagðum og ákveðnum óvini. Sama á við um Ísraelmenn, það tók þrjá daga að hreinsa landamærasvæðið af hryðjuverkamönnum, þeir voru ekki tilbúnir, ekki með mannskap og búnað. Nú síðast, hafa þeir kallað út varasveitir sínar, 300 þúsund manns en þetta tekur gífurlegan tíma að framkvæma.
Custer var þekktur fyrir brjálaðan og árásargjarnan leiðtogastíl og gæti hafa verið of öruggur á eigin getu og sinna manna. Þetta oftraust gæti hafa stuðlað að því að hann ákvað að ráðast á mun stærra lið. Og hann mátti alveg vera ofuröruggur, reynslan hafði kennt Kananum annað en að indíánar væru færir um að koma sér upp her. Það á eftir að koma í ljós hvort hershöfðingjar og leyniþjónustur Ísraelmanna hafi ofmetið sig, það verður að teljast líklegt úr því að svo fór sem fór.
Sem afleiðing af þessum mistökum varð Custer og öll herdeild hans yfirbugað og hann sigraður af frumbyggjabandalaginu í orrustunni við Little Bighorn júní 1876. Custer og margir menn hans féllu í orrustunni. En hér skilur á milli Ísraelhers og Bandaríkjahers. Ísraelmenn voru ekki yfirbugaðir, þótt þeir hafi verið gripnir í bólinu, líkt og í Yom Kippur stríðinu, þá er næsta víst að þeir beri sigur af hólmi. Það fer fyrir Hamasliðum og indíánum, þeim verður útrýmt sem andstæðingum.
Hver er lexían af báðum dæmunum? Að búa sig undir það ómögulega, það mun óhjákvæmilega gerast. Sama gildir um Íslendinga og þeirra varnarmál. Það þýðir ekki að líta á síðasta stríð og undirbúa sig eftir því, því að næsta stríð verður nefnilega öðruvísi. Engum er að treysta, hvorki vinum né andstæðingum, jafnvel ekki okkur sjálfum. Eigum við ekki að búa okkur undir það ómögulega?
Stríð | 11.10.2023 | 22:42 (breytt 12.10.2023 kl. 09:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Misvísindi skilaboð eða fréttir berast frá Miðausturlöndum.
Nokkuð ljóst er að það ríkir kalt stríð á landsvæðinu og skiptast andstæðar fylkingar annars vegar í bandalag undir forystu Sádi-Arabíu en hins vegar bandalag undir foryrstu Írans og er þessi skipting að mestu byggð á trúarörmunum, Sjía og súnní. Sjía-menn eru í meirihluta í Íran, Írak, Aserbaídsjan og Barein og fjölmennir í Líbanon, en súnnítar eru í meirihluta meira en fjörutíu ríkja frá Marokkó til Indónesíu.
Annars staðar er skiptingin í trúar og pólitískar fylkingar óljósari. Eins og til dæmis í Jemen. Jemenar skiptast í tvo helstu íslamska trúarhópa: 65% súnníta og 35% sjía. Aðrir telja fjölda sjíta vera 30%. Svo er staðan flókinn í Sýrlandi en Íran hefur studd bakið við núverandi stjórn í borgarastyrjöldinni. Stærsti trúarhópurinn í Sýrlandi eru súnní-múslimar, sem eru um 74% íbúanna, þar af eru arabískumælandi súnnítar í meirihluta. Íranir hafa mikil áhrif á bæði löndin pólitískt.
En auðljóst er að Íranir og Sádar eru að keppast innbyrgðis um hvort ríkið er öflugast í Miðausturlöndum. Ísrael er þarna flækt í þessari valdabaráttu. Engar pólitískar breytingar hafa í raun átt sér stað síðan landið gerði friðarsamninga við Egyptaland og Jórdaníu. Svo kom Donald Trump til sögunnar og frægt friðarsamkomulag var undirritað af hálfu Ísrael við Barein, Morrókkó, Súdan og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Sádar skrifuðu ekki undir en þeir voru baksviðs. Þeir t.d. leyfðu flug Ísraela yfir Sádi-Arabíu sem er beinlínis viðurkenning á tilverurétt Ísraels. Abraham samkomulagið var og er þyrnir í augum Írana.
Nýverið hafa borist fréttir af að Ísrael og Sádi-Arabía væri hugsanlega að fara að skrifa undir friðarsamning. Í því ljósi er ekki skrýtið að Íran hugsi sér til hreyfings og beiti fyrir sig fylgjara sína í Hamas samtökunum og Hezbollah í Líbanon til árása á Ísrael. Ástæðan er auðljós. Sú fylking sem hefur Ísrael með sér í liði, hefur yfirhöndina enda Ísrael kjarnorku- og herveldi. En svo hittust samninganefndir Sáda og Írana og ræddu saman með milligöngu Kína. Hvað er í gangi? Hvað er að gerast á bakvið tjöldin?
Þótt þessi árás Hamas á Ísrael hafi komið á óvart líkt og gerðist í Yom Kippur stríðinu 1973, sem var talið vera álitshnekkir fyrir Ísrael stjórn, náðu Ísraelsmenn fljótt vopnum sínum og sigruðu með afgerandi hætti.
Lærdómurinn var sá að ákveðið var að koma á fót hóp sérfræðinga sem ætti að sjá fyrir sér alla möguleikar og ómögulegar hættur sem steðji að Ísraelsríki. Svona árás hefur örugglega verið sett fram sem sviðsmynd. En tímasetningin og raun upplýsingar í tíma hefur kannski vantað hjá Ísraelmönnum, en það á eftir að koma í ljós. Ísraelmenn höfðu t.d. veður af væntanlegu stríði 1973, voru að byrja að kalla saman varalið en of seint.
Nú er spurning hvort Íran takist að reka fleyg í bandalag Arabaþjóða við Ísrael. Hvort sem verður, þá munu Ísraelmenn ekki hætta fyrr en Hamas-samtökin eru úr sögunni og það er bara gert með innrás í Gaza. Afleiðingin verður hernám þessa 400 ferkílómetra svæðis, sett verður á fót ný stjórn á svæðinu sem er Ísraelmönnum þóknanlegri. En svo er það spurning hvort Ísraelmenn fari lengra og geri árás á Íran eða Líbanon. Það er því mjög ófriðvænlegt í þessum heimshluta og ekkert nema stríð framundan. Uppgjör verður á einn veg eða annan.
Að lokum, það er bara ein leið fyrir Hamas-liða að fá eldflaugar, vopn og skotfæri og það er í gegnum Sínaískagann. Talað er um að einstaka hershöfðingjar í Egyptalandi séu hliðhollir Hamas og hjálpað eða leyfi hergagnaflutninga til Gaza. Eldflaugarnar sem rigndi yfir Ísrael voru flestar heimagerðar. En það þarf líka fjármagn til að gera slíkar eldflaugar og vopna, þjálfa og reka herliða Hamas en talið er að minnsta kosti 1000 Hamas-liðar hafi farið yfir landamæri Ísraels.
Fjarvera Bandaríkjanna í pólitík Miðausturlanda er eins og hróp í eyðimörk. Galin ríkisstjórn Joe Bidens, sem nýtur enga virðingar á alþjóðavettvangi, hefur hleypt Kínverjum inn í geópólitík svæðisins og aðkoma slíkt stórveldis gerir ekkert annað en að flækja stöðuna enn frekar. Reyndar hafa Bandaríkjamenn ekkert gert annað en að skilja eftir sviðna jörð í Miðausturlöndum og oft hafa afskipti þeirra verið til hiðs verra. Í valdatíð Donalds Trumps, þegar Bandaríkjamenn voru óháðir um olíu frá þessum heimshluta, var mjög friðvænlegt umhorfs og samskiptin frábær.
En nú, vegna galina græna stefnu Biden stjórnarinnar, er orkuskortur og hátt eldsneytisverð í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn munu því hugsanlega fara að skipta sér aftur af pólitík svæðisins.
Stríð | 9.10.2023 | 11:06 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staða Íslands á sér ekki hliðstæðu í nútímasögunni. Ákvarðanir Íslendinga síðan þeir mynduðu lýðveldi hafa verið skynsamar en á sama tíma ekki rökréttar. Íslendingar völdu að leita skjóls hjá stærsta hernaðarveldi heims, Bandaríkin. Það er að mörg leiti skiljanlegt og jafnvel misgáfaðir íslenskir stjórnmálamenn skildu að heimurinn væri breyttur og friðurinn og hlutleysið væri úti eftir seinni heimsstyrjöldina. Við yrðum að fara í hernaðarbandalag til að tryggja hagsmuni Íslendinga.
NATÓ hefur reynst okkur traustur bakjarl og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin frábær á tímum kalda stríðsins. En nú eru aðrir tímar. Aldrei síðan við gengum í NATÓ hafa Íslendingar reynt að treysta á eigin varnir og komið sér upp eigin her. Við höfum elt Bandaríkjamenn eins og kjölturakkar og þar sem Bandaríkin eru stríðsveldi, eru þeir líkt og Rómverjarnir forðum stöðugt í stríðum eða átökum víðsvegar um heiminn. Óvinir Bandaríkjamanna eru þar með óvinir Íslendinga. Það kom berlega í ljós þegar Úkraníu stríðið hófst.
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra Íslands yppar gogg við annað mesta hernaðarveldi heims, Rússland, líkt og kjölturakki sem geltir á bakvið eiganda sinn. Það má alveg sýna Úkraníu mönnum stuðning á margvíslegan hátt en fyrr má nú vera að slíta nánast diplómatísk bönd við Rússland. Það gerðum við ekki þegar Sovétríkin fóru inn í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu en gerum það nú eitt NATÓ-ríkja. Hvers vegna, það er óskiljanlegt. Það er einmitt sú leið sem farin verður til að binda átökin, með diplómatískum samræðum þegar friður verður ræddur.
Svíar og Finnar fannst að sér vegið og brutu blað í sögunni með því að sækja um inngöngu í NATÓ, sem er ef til vill ekki skynsamlegt skref og jafnvel mistök af þeirra hálfu. Við ættum að reyna að fjarlægast hernaðarbrölt Bandaríkjamanna eins og hægt er, vera áfram í NATÓ en sjá sjálf um landvarnirnar með eigin her. Hvað fáum við út úr því? Jú, Ísland verður ekki fyrsta skotmarkið í næstu heimsstyrjöld eins og það er núna.
Veit ekki hvort við getum lýst yfir hlutleysi með stofnun íslensks hers, en nokkuð ljóst er að við erum í hættulegum félagsskap í dag sem getur dregið okkur í alls kyns ófærur.
Þórdís Kolbrún tók þátt í utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins
Stríð | 8.10.2023 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er óhætt að segja að menn uppskeri ekki alltaf það sem þeir sá. Stundum fær nágranninn eða andstæðingurinn laun erfiðisins með því að gera ekki neitt nema að vera til.
Þetta rifjast upp þegar rýnt er í samtímasöguna og hvernig Nóbelnefndin norska var og er pólitísk í eðli sínu. Það er enn í fersku minni margra þegar Barack Obama, þá nýkjörinn Bandaríkjaforseti, fékk friðarverðlaun Nóbels. Maðurinn hafði í sjálfu sér lítið gert til að verðskulda þennan heiður, enda tiltölulega nýlega tekinn við völdum.
Norska Nóbelnefndin sem úthlutar þessum verðlaunum tilkynnti um þetta í nóvember 2009. Í greinargerð nefndarinnar segir að Obama hljóti verðlaunin fyrir að berjast fyrir því að grynnkað verði á kjarnorkuvopnabúrum kjarnorkuveldanna og fyrir áherslur sínar á frið í heiminum. Obama leggur til dæmis mikla áherslu á að knýja fram frið í Miðausturlöndum.
Það er nokkuð skondið að fá fyrirfram verðlaun fyrir eitthvað sem maður segist ætla að gera, en gerir svo ef til vill aldrei eða ætlaði sér aldrei að gera. Af hverju norska Nóbelnefndin ákvað að verðlauna Obama fyrirfram er hulin ráðgáta. Kannski ætlaði að nefndin að binda hendur hans fyrirfram og gera hann að friðarforseta hvort sem honum líkar betur eður verr.
Obama reyndist aldrei vera friðarhöfðingi. Honum tókst ekki að binda endi á stríðið í Afganistan og í valdatíð hans, sem stóð frá 20. janúar 2009 til 20. janúar 2017, komu fram hryðjuverkasveitir ISIS sem stofnuðu Kalífaríki. Það var eftirmaðurinn hans, Donald Trump, sem þurfti að slökkva þá elda.
Sem sé, Obama stóð í margvíslegum átökum í forsetatíð sinni.
Sumar mikilvægar hernaðaraðgerðir og átök í valdatíð hans voru meðal annars stríðið í Afganistan. Bandaríkin höfðu tekið þátt í stríði í Afganistan síðan 2001 sem hluti af víðtækari stríðinu gegn hryðjuverkum, og þetta hélt áfram meðan Obama forseta var við völd. Reyndar fyrirskipaði hann aukningu fjölda hermanna senda til Afganistan árið 2009 sem hluti af stefnu til að koma á stöðugleika í landinu.
Vegna misvísinda skilaboða sem ríkisstjórn hans sendi til heimsins, varð framhald á Íraksstríðinu. Þó að stórum bardagaaðgerðum í Írak hafi formlega lokið áður en Obama forseti tók við völdum, var enn umtalsverð viðvera Bandaríkjahers í Írak á meðan hann var forseti. Bandaríkjamenn drógu hermenn sína til baka frá Írak í lok árs 2011, en sumir hermenn voru eftir í þjálfunar- og ráðgjafarskyni og var svo alla hans valdatíð.
Svo má nefna Operation Inherent Resolve. Þessi aðgerð fólst m.a. í þátttöku bandarískum hersveitum sem hluti af bandalagi sem barðist gegn Íslamska ríkinu (ISIS) í Írak og Sýrlandi. Það hófst árið 2014 og hélt áfram í forsetatíð Obama.
Hernaðaraðgerðir í Líbíu. Árið 2011 gerðu Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO loftárásir í Líbíu sem hluti af alþjóðlegu átaki til að vernda óbreytta borgara og framfylgja flugbannssvæði í borgarastyrjöldinni í Líbíu. Þessu misheppnuðu aðgerðir gerðu ekkert annað en hvetja til borgarastyrjaldar og óstöðuleika í landinu. Síðan þá hefur landinu verið skipt í tvennt, og tvær ríkisstjórnir sitja í Líbíu.
Drónaárásir Bandaríkjahers hafa alla tíð verið umdeildar en hann hikaði ekki við að styðjast við þessa bardagaaðferð. Obama forseti heimilaði fjölda drónaárása á grunaða hryðjuverkamenn í ýmsum löndum, þar á meðal Pakistan, Jemen og Sómalíu, sem hluti af víðtækari viðleitni gegn hryðjuverkum. Þetta jaðrar við stríðsglæpi, ef ekki árás á sjálfstæði viðkomandi ríkja enda höfðu Bandaríkjamenn ekki lýst yfir stríði á hendur viðkomandi ríki.
Þá komum við að þætti Donalds Trumps.Í forsetatíð Donalds Trumps, sem stóð frá 20. janúar 2017 til 20. janúar 2021, var nokkur athyglisverð þróun tengd stríði og friði.
Donald Trump tók við þrotabúi fyrirrennara sinn, Obama og varð framhald á þeim átökum sem fyrir voru þegar hann tók við völdum.
Mörg hernaðarátakanna sem voru í gangi áður en Trump forseti tók við embætti héldu áfram á forsetatíð hans. Þar á meðal var stríðið í Afganistan og baráttan gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. Þó Trump hafi lýst yfir vilja til að draga bandaríska hermenn til baka úr þessum átökum, varð umtalsverð fækkun hermanna ekki fyrr en seint á forsetatíð hans. Í lok forsetatíð hans var til áætlun um brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan sem Biden klúðraði svo eftirminnilega.
Donald Trump treysti aldrei Írönum til að standa við samkomulag um að koma sér ekki upp kjarnorkuvopnum og afturköllun frá Íran kjarnorkusamningnum varð að raunveruleika. Í maí 2018 tilkynnti Trump forseti afturköllun Bandaríkjanna úr sameiginlegu heildaraðgerðaáætluninni (JCPOA), almennt þekktur sem Írans kjarnorkusamningurinn. Þessi ákvörðun jók spennuna við Íran og leiddi til aukinna refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart efnahag Írans.
Sá einstaki atburður varð í heimssögunni að friður ríkti og viðræður átti sér stað milli Bandaríkjanna og N-Kóreu í valdatíð Trumps.
Trump tók þátt í áberandi erindrekstri við leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. Þetta fólst m.a. í sér sögulega fundi milli leiðtoganna tveggja á árunum 2018 og 2019. Þó að þessir fundir hafi vakið bjartsýni um möguleika á afvopnun kjarnorkuvopna og friðar á Kóreuskaga, voru framfarir takmarkaðar og spennan var viðvarandi en engin átök áttu sér stað. En Trump var fyrstu Bandaríkjaforseta til að ræða beint við einræðisherra N-Kóreu.
Helsta afrek Trumps var að koma á friði í Miðausturlöndum með Abraham samkomulaginu svonefnda. Árið 2020 hafði Trump-stjórnin milligöngu um samninga milli Ísraels og nokkurra arabaríkja, þar á meðal Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Súdan og Marokkó. Þessir samningar, þekktir sem Abrahamssáttmálinn, voru taldir mikilvægur diplómatískir árangur í Miðausturlöndum.
Það vakti furðu sumra að norska Nóbelsverðlauna nefndin tók Trump ekki til greina sem Nóbelsfriðarverlaunahafa fyrir þetta afrek en margir tilnefndu hans sem verðugan verðlaunahafa. Jared Corey Kushner, tengdasonur Trumps lék þar stórri rullu við að koma friði á.
Borgarastríðið hélt áfram í Sýrlandi í valdatíð Trumps og stendur enn. Bandaríkin héldu áfram að taka þátt í Sýrlandsdeilunni og í forsetatíð Trump, fyrst og fremst með stuðningi sínum við hersveitir undir forystu Kúrda í baráttunni gegn ISIS. Árið 2019 fyrirskipaði Trump forseti brotthvarf bandarískra hermanna frá norðausturhluta Sýrlands, ákvörðun sem sætti gagnrýni fyrir að hafa hugsanlega gert bandamenn Kúrda berskjaldaða.
Það er mikilvægt að hafa í huga að nálgun Trumps forseta að utanríkisstefnu og alþjóðasamskiptum einkenndist af áherslu á tvíhliða samningaviðræður, löngun til hernaðarafnáms á ákveðnum sviðum og vilja til að nota efnahagslega skiptimynt í bland með refsiaðgerðum. Nálgun hans á hnattræn málefni einkenndist oft af ófyrirsjáanleika og breytingum á stefnumótun og hræddi hann margan einræðisherrann til samstarfs með því móti, sbr. einræðisherra N-Kóreu.
Á heildina litið voru bæði diplómatísk afrek og áframhaldandi átök í forsetatíð Donald Trump, sem gerir það að flóknu tímabili hvað varðar stríð og friðarvirkni.
Það mætti bæta við hvernig forsetatíð Joe Bidens er til samanburðar við þá Obama og Trumps. Hann fer illa út í slíkum samanburði. Má þar helst nefna hörmulegt brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan, í raun algjöran ósigur, pólitískt og hernaðarlega gagnvart illa vopnuðum Talibönum. Brotthvarf Bandaríkjahers úr landinu segja sumir hafa verið verra en úr Víetnam. Algjör álitshnekkir sem enn er ekki sopið úr ausunni enn.
Joe Biden tókst ekki diplómatískt að koma í veg fyrir stríð í Úkraníu og í raun er hann að kynda undir áframhaldandi átökum með vopnasendingum og fjárstuðningi við Úkraníu stjórn. Hætta er á frekari átökum í Evrópu, sbr. liðssafnað Serbíu við Kósóvó.
Kínverjar láta ófriðlega við Taívan enda virðast þeir ekki bera neina virðingu fyrir Joe Biden og kumpánum hans (nú er verið að rannsaka spillingarmál hans og hvort Kínverjar hafi keypt aðgang að honum og hvort hann hafi framið landráð með að þiggja mútur frá Kína og fleiri ríkjum).
Framtíðin er ekki björt hvað varðar friðarhorfur og í raun er mikil hætta á beinum átökum milli kjarnorkuveldana Bandaríkin og Rússland. Það þýðir bara eitt, ragnarök og þriðja heimsstyrjöldin og kannski gjöreyðing mannkyns.
Stríð | 6.10.2023 | 11:38 (breytt kl. 12:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og flestir vita sem fylgjast með gangi stríðsins, hefur gagnsókn Úkraníu manna ekki gengið sem skyldi. Það var borin von enda Rússar ákveðnir í að vinna stríðið og hafa alla burði til þess enda með stærri her og úrræði til vopna framleiðslu og kaupa.
Nútíma stríð vinnast ekki síður í hergagna verksmiðjunum og fjármagni en á vígvöllunum.
Nú hefur Bandaríkjaþing skorið á fjárveitingu til Úkraníu stríðsins og þar með er skorið á vopnasendingar og fjármögnun stríðsins. Þegar er mikill skortur á vopnabúnaði Úkraníu manna og hætt við stríðsvél Úkraníu manna stöðvist fljótlega. Þetta staðgengis stríð er því búið og allir vita það nema Zelenski.
Bandaríkjamenn eru því að tapa enn einu stríðinu undir forystu Joe Biden.
Er það tilviljun að æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna, Mark Milley, sé að segja af sér eftir ömurlega frammistöðu í starfi? Ber þar hæst lítillækkandi undanhald og ósigur í Afganistan og nú framundan ósigur í Úkraníu.
Stríð | 1.10.2023 | 10:26 (breytt kl. 12:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Talað hefur verið um grafreit heimsvelda þegar talað er um að reyna að vinna Afganistan hernaðarlega. Það hefur reynst heimsveldum erfitt að sigra landið en þau hafa séð sig mörg hver tilneydd til að sigra landið vegna landfræðilega stöðu þess en það er staðsett í miðhluta Asíu - á mörkum Mið-Asíu og Suður-Asíu. Fyrir því eru margar ástæður. En helsta ástæðan er landið sjálft, landafræðin.
Afganistan er gríðarstórt land eða um 652 þúsund ferkílómetrar. Það er eindæma fjöllótt og enn í dag er það erfitt yfirferðar. En það var ekki eins skýrt landfræðilega afmarkað í fornöld og er í dag. Það er því erfitt að segja hversu stórt svæði það var sem sigurvegarnir unnu.
Margar þjóðir búa í landinu, en fjölmennastar eru Pastúnar (42%) og Tadsjikar (27%). Mörg önnur þjóðarbrot eru í landinu. Ættbálkamenning er ríkjandi í landinu. Það er því óskiljanlegt hvers vegna það er verið að reyna að halda þessu risavöxnu landi sem eitt ríki. Það væri nær að skipta því upp eftir menningu, tungu og þjóðerni. En það er önnur saga.
En það er mýta að ekki sé hægt að vinna landið hernaðarlega. Það er gríðarlega erfitt af ofangreindum ástæðum en það er hægt.
Á 19. öld var Afganistan leppríki í pólitísku valdatafli milli Breska heimsveldisins og Rússneska keisaraveldisins. Þann 19. ágúst 1919 varð Afganistan sjálfstætt eftir þriðja stríð sitt við Breta um sjálfstæði.
Afganistan var konungsríki frá sjálfstæði þar til síðasta konungi landsins, Múhameð Zahir Sja, var steypt af stóli árið 1973. Nokkrum árum eftir að lýðveldi var stofnað í landinu tóku kommúnistar völdin og gerðu Afganistan að marxísku alþýðulýðveldi. Svo gerðu Sovétríkin innrás í landið 1979 og stóð það stríð í áratug. Bandaríkjamenn fóru inn í Afganistan 2001 eftir árásina á Bandaríkin 9/11. Þeir hrökkluðust með skömmm úr landinu undir engri forystu Joe Biden tuttugu árum síðar. Kannski að þessi mýta um að ekki sé hægt að sigra landið komið með lélegu gengi Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Mistök þessara heimsvelda felst í að hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir lesa ekki sögu og læra af henni.
En af hverju yfir höfuð að reyna að leggja landið undir sig? Grípum niður í vefgrein á Big Think. Þar segir í lauslegri þýðingu (sjá slóð hér að neðan):
Frá 6. öld f.Kr. hafa Persar og aðrir útlendingar reynt að leggja undir sig Afganistan.
Lexía 1: Afganistan er algjörlega mikilvægur hernaðarlega séð fyrir hvaða heimsveldi sem vill drottna yfir Miðausturlöndum.
Hluti af stefnumótandi gildi þess liggur í miðlægri stöðu meðfram hinni miklu verslunarleið, sem eitt sinn kom með silki og nú færir það ópíum (belti og vegir hjá Kínverjum í dag). Afganistan er hernaðarlega rýtingur sem beinist að hjarta Írans, Indlands, Rússlands og Kína. Í dag, eins og á sjöttu öld f.Kr., hefur Afganistan verið hefðbundin innrásarleið inn í Pakistan og Indland.
Spurning 2: Er hægt að sigra Afganistan?
Lexía 2: Já.
Afganistan var sigrað og stjórnað með góðum árangri af Persaveldi frá 539 til 331 f.Kr. Persar skildu eftir sig varanleg áhrif. Darius konungur myndi enn viðurkenna héruð Persneska heimsveldisins í héraðsskipulagi Afganistan í dag. Persneska er enn eitt af tveimur útbreiddustu tungumálunum í Afganistan ásamt pashtu, tungumáli þjóðernis Afgana, og náinn ættingi persnesku.
Helsta heimild: Afghanistan: The lessons of history.
En við ætlum að skoða Alexander mikla og hvernig hann vann landið. Alexander mikli sigraði og stjórnaði Íran (Persa) með áhrifum sem stóðu í tvær aldir. Ólíkt Persum var Alexander ekki nálægur ættingi Afgana. Eins og Bandaríkjamenn kom hann sem hataður útlendingur inn í landið, álitinn með fyrirlitningu sem óhreinn andskoti og vantrúaður.
Nýlegur sagði frægur bandarískur stjórnmálamaður að það eina sem Alexander gerði væri að fara í gegnum Afganistan. Stjórnarmaðurinn hafði rangt fyrir sér í söguþekkingu sinni.
Alexander, frá 330 til 327 f.Kr., lagði landið kerfisbundið undir sig með miskunnarlausustu hervaldi. Eftir að hafa sigrað Afgana vann hann hjörtu þeirra. Alexander giftist fyrstu eiginkonu sinni, Roxanne, sem var dóttur afganska stríðsherrans, Oxyartes. Alexander sætti síðan alla aðra stríðsherra í Afganistan.
Frumfæddur sonur hans og erfingi stórveldis hans yrði Afgani og Alexander gerði Afgana að fullum samstarfsaðilum í hinum mikla nýja heimi hans. Það sem Alexander reyndi ekki að gera var að þvinga gríska siði og grísk gildi, eins og lýðræði, upp á Afgana líkt og Bandaríkjamenn reyndu að gera en Bretar og Rússar forðuðust líka.
Alexander leyfði þeim ekki aðeins að halda siði sínum, hann tók upp siði Afgana og Persa. Alexander varð þjóðhetja Afgana, sem enn ákalla nafn Skander (Alexander) með lotningu. Stefna Bandaríkjamanna, sem er meira í ætt við stefnu Rómverja en Grikkja, var að gera hið sigraða land að eftirmynd Bandaríkjanna. Það gerir maður ekki við land sem er enn í hugarfari miðalda eða fornaldar þess vegna.
Kíkjum aftur á vefgreinina á Big Think:
"Alexander dó árið 323 og afganskur sonur hans lifði ekki til að erfa loforðið um heimsveldi. En innprentun Alexanders á Afganistan hélst í tvær aldir. Frá 330 f.Kr. til 150 f.Kr. var Afganistan hluti af makedónsk-grísk-afgönsku konungsríki. Menningarverðmæti Grikkja runnu saman við gildi Persa og Afgana til að skapa fjölmenningarlegt og fjölbreytt ríki. Uppgröftur einnar af borgunum sem Alexander stofnaði, sem nú heitir Ai Khanum, í Afganistan sýnir blöndun grískrar, persneskrar og indverskrar listar og gagnkvæmt umburðarlyndi grískrar trúar og búddisma.
Þannig sýnir Alexander lykilinn að því að stjórna Afganistan: algjört hernaðarlegt miskunarleysi; leyfa Afganum að halda í sínar hefðir; og síðan yfir nokkurn tíma að leyfa menningu afganskrar að blandast saman við menningu sigurvegaranna.
Spurning 3: Af hverju getum við ekki endurtekið velgengni Alexanders mikla?
Lexía 3: Bandaríkin ætlaði sér aldrei að fara þessa leið.
Eins og við höfum sýnt í Kóreu, Víetnam og nýlega í Írak, mun Bandaríkin - og það er gott - ekki beita algeru hervaldi. Við berjumst í stríði með jafnmikilli umhyggju fyrir lífi óbreytta borgara eins og við gerum um líf okkar eigin hermanna. Reglurnar um þátttöku sem við höfum núna í Afganistan hefðu einfaldlega komið Alexander mikla á óvart. Reyndar hefði hann einfaldlega sagt okkur: Kjarnorkusprengið þá"."
Og greinarhöfundur heldur áfram með sína kenningu en út frá sjónarhorni Bandaríkjamanna:
"Í öðru lagi höfum við frá upphafi viljað koma á lýðræði í Afganistan. Bandarískt lýðræði er ekki algilt gildi. Afganar vilja ekki lýðræði okkar; þeir vilja ekki menningu okkar, sem þeir telja fulla af klámi og hrekja öll trúarleg og menningarleg gildi þeirra.
Spurning 4: Sovétmenn voru miskunnarlausir eins og Alexander. Af hverju tókst þeim ekki að friða Afganistan?
Lexía 4: Við höfum neitað að læra af misheppnuðum tilraunum Sovétríkjanna til að leggja undir sig Afganistan.
Við hefðum átt að leggja okkur djúpt í lærdóminn því við nýttum hefðbundin afgönsk gildi vel til að sigra Sovétríkin. Sovéski herinn hafði vissulega engar reglur um þátttöku nema að drepa. Alexander mikli, og reyndar Genghis Khan líka, hefði fullkomlega samþykkt villimennsku sovésku hermannanna og yfirstjórnar. En Sovétmönnum mistókst vegna þess að þeir reyndu að þvinga, eins og við, framandi stjórnmála- og menningarkerfi á Afgana. Sovétmenn reyndu að stofna kommúnistaríki í Afganistan, með opinberlega styrkt trúleysi, menntun kvenna og höfnun á hefðbundnu íslömsku lífi. Þess vegna brást ætlunarverk Sovétmanna. Lærdómur sögunnar er sá að hvorki lýðræði í bandarískum stíl né kommúnismi að hætti Sovétríkjanna munu vinna hjörtu Afgana.
Spurning 5: Hvað ættum við að gera í Afganistan?
Lexía 5: Aðlaga speki sögunnar að raunhæfum markmiðum okkar í Afganistan.
Við getum ekki einfaldlega farið. Misbrestur Bandaríkjamanna til að framkvæma þegar þau hafa hafið hernaðaríhlutun getur verið skelfilegt bæði til skemmri og lengri tíma litið. Þetta er lexían af Kóreu, Víetnam og gíslabrölti í Íran. Við höfum ekki efni á að gefa hinum íslamska heimi enn eitt dæmið um veikleika.
Við verðum að laga stefnu okkar að lærdómi sögunnar í Miðausturlöndum. Frelsi er ekki algilt gildi. Í gegnum sögu sína hafa Miðausturlönd valið einræði fram yfir frelsi. Gríski sagnfræðingurinn Heródótos skrifaði sögu epísks sigurs frjálsra Grikkja á þrælum persneska herforingjans á árunum 490-479 f.Kr. Fyrir Heródótos, föður sögunnar, var þetta hið eilífa þema sögunnar: frelsi Evrópu gegn despotismi Miðausturlanda. Fornu Persar vildu ekki lýðræðislegt frelsi eins og Afganar nútímans.
Eins og hinir fornu Persar, vilja Afganar sterkan, réttlátan valdhafa, sem mun viðhalda afgönskum hefðum og veita öllum þáttum samfélagsins viðeigandi umbun. Skipting landsins í öfluga stríðsherra er grundvallaratriði í þessu kerfi. Svo er mútur og spilling, eins og Alexander skildi.
Bretar skildu þessa lexíu líka. Afganistan var mikilvægt fyrir öryggi Breska Indlands. Tilraun Breta til að leggja undir sig landið endaði með niðurlægjandi ósigri 1839-42. Bretar sneru sér þá að þeirri stefnu að styðja sterkan konung Afgana og múta honum með gífurlegum upphæðum af gulli til að fylgja breskri utanríkisstefnu. Í næstum heila öld, allt fram að sjálfstæði Indlands árið 1947, virkaði kerfið nógu vel til að tryggja breska hagsmuni og til að koma í veg fyrir samsæri Rússa og Þjóðverja um að brjóta niður Raj.
Markmið Bandaríkjanna er ekki að sigra Afganistan. Forgangsverkefni okkar er að tryggja okkar eigið öryggi með því að koma á stöðugleika í Afganistan og uppræta fátækt og útlendingahatur sem gerir það að gróðrarstöð hryðjuverkamanna. Hráefnið er til staðar til að koma á sæmilega velmegandi og stöðugu Afganistan.
Nýlegar rannsóknir hafa staðfest Alexander mikla og trú hans á að Afganistan sé land með töluverðan jarðefnaauð. Við höfum nýlega sagt frá bandarísku jarðfræðiþjónustunni að Afganistan gæti átt 3,6 milljarða tunna af olíu og að minnsta kosti milljarð dollara í verðmætum málmum. Afganar vilja ekki pólitísk eða menningarleg gildi okkar. Þeir munu samþykkja efnahagsleg gildi okkar. Ólíkt frelsi eru peningar algild gildi. Með bandarískri efnahagsleiðsögn, réttum sterkum valdhafa og þessum náttúruauðlindum geta Afganar byrjað að uppræta fátæktina og lögleysið sem elur af sér hryðjuverk.
Svo, síðasta lexía okkar ætti að vera að byrja að taka hermenn okkar út úr Afganistan og fá inn fleiri bandaríska kaupsýslumenn, fyrirtæki og frumkvöðla. Afganistan þarf að ekki að tapast." Tilvísun lýkur.
En það tapaðist. Þessi grein var skrifuð 2011 og 2022 hvarf landið úr höndum Bandaríkjamanna með gríðarlegum álitshnekk fyrir BNA.
Greinarhöfundurinn skilur greinilega ekki hvað það er að vera hernaðarheimsveldi. Þú ferð ekki í stríð með hangandi hendi. Slíkt stríð er dæmt til að tapast. Miskunarleysi nasista í Júgóslavíu,sem er fjallaríki og einnig með hugrakka hermenn, var að drepa og eyða miskunnarlaust. Ríkið var aldrei nasistum til mikilla vandræða, en hélt þeim þó við efnið. Miskunarlaus hernaður Rómverja sýndi og sannaði að algjört stríð, tryggir sigurinn og langvarandi frið á rómverskum forsendum, menningu og tungu. Svo átti einnig við um Mongóla. Svo mikil var eyðilegginga herferð þeirra að enn í dag eru mörg landsvæði eyðilögð (vatnsveitukerfi Írans til dæmi). Og Gengis Khan sigraði múslima með gjöreyðingastríði, þrátt fyrir að múslimarnir lýstu yfir heilögu stríði.
Bandaríkin eiga því ekkert erindi upp á dekk sem hernaðarveldi ef þau eru ekki tilbúin að sigra með öllum tiltækum ráðum. Nýjasta dæmið eða réttara sagt klúðrið, er stríðið í Úkraníu sem er staðgengilsstríð háð með bandarísku fé. Það er lokið með ósigri Úkraníumanna, þeir eru bara ekki enn búnir að viðurkenna veruleikann.
Að lokum: Þetta er ekki alveg rétt með Sovétríkin hjá greinarhöfundi, þau fóru úr landinu vegna þau voru orðin gjaldþrota en Afgangistan stríðið hjálpaði til við að gera Sovétmenn gjaldþrota.
Stríð | 27.9.2023 | 10:42 (breytt kl. 10:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Macgregor hefur verið ansi áberandi sem álitsgjafi varðandi Úkraníustríðið. Ég skrifaði grein um hann ekki fyrir löngu. Sjá slóðina: Maður er nefndur Macgregor
En hér ætla ég að reyna að spá í hvort hann hafi rétt fyrir sér varandi gang Úkraníustríðið. Er fjölmiðlar að segja okkur satt um hver sé að vinna?
Lítum á umfjöllun Newsweek um kappann. Hér kemur þýðingin á eftirfarandi grein: Ex-Trump Adviser Calls Out 'Lies' About Russia Losing Ukraine War
"Douglas Macgregor ofursti Bandaríkjahers fullyrti í útsendingu á mánudag að Úkraína sé ekki aðeins að tapa stríði sínu gegn Rússlandi heldur hafi her landsins misst 400.000 manns látna í bardaga.
Macgregor, fyrrverandi ráðgjafi varnarmálaráðuneytisins í ríkisstjórn Trumps, fullyrti það í nýjasta þætti Tucker Carlsons á X-inu, áður Twitter.
Úkraníustjórn gefur ekki opinberlega upp opinberar tölur um mannfall í stríðinu. Hins vegar vitnaði The New York Times í síðustu viku til bandarískra embættismanna sem sögðu að Úkraína hafi orðið fyrir nærri 70.000 dauðsföll í stríðinu og 100.000 til 120.000 til viðbótar særst. Fjölmiðillinn reiknaði með að mannfall Rússa væri nær 300.000, sem innihélt 120.000 dauðsföll og 170.000 til 180.000 særða.
Ég held að allar lygarnar sem hafa verið sagðar í meira en eitt og hálft ár um Úkraínumenn séu að vinna Úkraínumenn eru réttlátir, Rússar eru vondir, Rússar eru óhæfir allt þetta er að hrynja, sagði Macgregor við Carlson. Og það er að hrynja vegna þess að það sem er að gerast á vígvellinum er skelfilegt.
Úkraínumenn teljum við nú að hafi misst 400.000 menn fallna í bardaga. Við vorum að tala um 300-350.000 fyrir nokkrum mánuðum. Á síðasta mánuði þessarar meintu gagnárásar sem átti að sópa um vígvöllinn, misstu þeir að minnsta kosti 40.000 manns," sagði hann.
Macgregor hélt áfram að halda því fram að 40.000 til 50.000 úkraínskir hermenn væru aflimaðir og sjúkrahúsin eru full í Úkraínu."
Macgregor var skipaður af Trump til að þjóna sem háttsettur ráðgjafi varnarmálaráðherrans í nóvember 2020 og gegndi embættinu þar til Trump hætti í janúar 2021. Hann hefur oft komið fram í fyrrum þætti Carlsons sem sýndur var á Fox News.
Í september síðastliðnum, þegar hann kom fram í þættinum Tucker Carlson í kvöld, sagði Macgregor að hlutirnir gengi mjög, mjög illa fyrir Úkraínu þar sem hersveitir Volodymyrs Zelenskys forseta væru innan um það sem flestum sérfræðingum lýsti yfir sem árangursríkri gagnsókn. Hann spáði líka á þeim tíma að stríðinu gæti lokið fljótlega.
Jason Jay Smart, pólitískur ráðgjafi í stjórnmálum eftir Sovétríkin og alþjóðastjórnmál, sagði í samtali við Newsweek að Macgregor hafi verið boðið í þátt Carlsons ...vegna þess að hann er einn af aðeins örfáum af hundruðum þúsunda fyrrverandi yfirmanna í bandaríska hernum sem trúi því að Rússland sé eitthvað annað en að tapa hræðilega."
Í öðru lagi eru rök hans aðaldæmið um svokallað kirsuberjatínslu. Hann leitar að gagnapunktum sem staðfesta hlutdrægni hans, frekar en að greina gögnin í heild sinni, sem sýnir að verið er að eyðileggja Rússland, sagði Smart.
"Því miður er Macgregor hungraður í fjölmiðlaathygli og er tilbúinn að segja hvað sem er nauðsynlegt til að hafa einhverja þýðingu. Hins vegar er hann algjörlega óviðkomandi heimsmálum, nema þegar Carlson þarf einhvern til að hugga sig."
Í þættinum á mánudaginn sagði Macgregor að úkraínskir herforingjar hafi verið neyddir til að gefast upp vegna þess að sveitir þeirra hafi orðið fyrir miklum áföllum. Hann bætti við að Rússar hafi "...alltaf komið fram við úkraínsku hermennina á mjög sanngjarnan hátt og mjög mjúklega."
Er ofurstinn að segja ósatt eða ýkja slæmt gengi Úraníuhers? Það bendir ýmislegt til að hann hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér, kannski með ýkjum, ég veit það ekki. Kíkjum á fjölmiðlanna. Nýjasta nýtt í fjölmiðlum í dag er að sagt er að NATÓ sé að benda á að Úkraníumenn eigi að beina sókn sína suður, í stað austurs. Það bendir til að austursóknin gangi ekki vel, ef maður les á milli lína.
US Today tekur öðruvísi á málinu, sjá þessa slóð og umfjöllun hér að neðan: 'Zelenskyy is in a box': Some experts say Ukraine won't win the war: Updates
US Today: "Steven Myers, fyrrum hermaður í flughernum sem starfaði í ráðgjafanefnd utanríkisráðuneytisins um alþjóðlega efnahagsstefnu undir stjórn tveggja utanríkisráðherra, sagði USA TODAY að ein af frásögnum Vesturlanda væri sú að Pútín ætlaði að sigra Úkraínu og halda áfram vestur ef ekki yrði hætt við. En Myers heldur því fram að hernaðaraðferðir Rússa hafi verið algjörlega í ósamræmi við landvinninga leiðangur. Dagskráin var og er og verður alltaf að halda Úkraínu utan NATO hvað sem það kostar, sagði hann.
"Staðfræðilega séð tapaðist þetta stríð af báðum aðilum áður en það hófst. Það mun enda í pattstöðu, sem ég held nú að hafi verið ætlun Pútíns frá upphafi," sagði Myers. "Biden forseti, NATO og (Volodymyr forseti Úkraínu) Zelenskyy halda sig fasta í Catch-22 eigin gerð, ófærir um að standa við óraunhæfar væntingar sem þeir sköpuðu."
Sean McFate, prófessor við Syracuse háskólann og háttsettur maður við óflokksbundinni hugveitu Atlantshafsráðsins, segir að Zelenskyy sé "í kassa. Hann getur ekki unnið en hefur ekki efni á að tapa heldur." Í meira en ár krafðist hann sífellt flóknari vopna og milljarða dollara frá NATO og lofaði að ýta Rússlandi út úr landinu í vorsókn. Þessi sókn hefur verið að sligast undan eigin þunga, segir McFate.
Að útvega Úkraínu fleiri vopn og ætlast til þess að þjóðin vinni stríðið er skilgreiningin á stefnumótandi geðveiki, sagði McFate. Þetta stríð verður ekki unnið á vígvelli vegna þess að engin stríð eru unnin þannig lengur, sagði hann.
Bandaríkin hafa unnið orrustur og tapað stríðum í 50 ár núna, sagði hann.
Jeff Levine, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í rússneska nágrannalandinu Eistlandi, telur Zelenskyy standa sig vel og Úkraínumenn ættu að líða vel með það sem þeir eru að afreka. Levine segir að ríkisstjórn úkraínska leiðtogans hafi farið fram úr væntingum á vígvellinum á sama tíma og hún hefur viðhaldið þjónustu og upplýsingaflæði til almennra borgara innan um hrikalegt stríð.
Zelenskyy hefur einnig gert sárlega þörf átak til að berjast gegn spillingu og virðist vera að gera gott starf við að stjórna alþjóðlegri aðstoð og mikilvægum tvíhliða samskiptum, sagði Levine.
Hvernig átökin munu enda er milljón dollara spurningin, en ég efast um að það verði á forsendum Pútíns, sagði Levine. Ég held að Pútín þjáist mun meira af veikum pólitískum og opinberum stuðningi en Zelenskyy." Tilvísun í US Today lokið.
Það sem þessi fræðingar allir gleyma að minnast á er að Rússar muni aldrei vilja viðurkenna ósigur. Þeir geta og mega ekki tapa. Ef litið er á sögu Rússlands síðan á dögum Ívars grimma og sérstaklega síðan á tímum Péturs mikla, hefur Rússland hægt og bítandi unnið lönd.
Ég hef minnst á innrásaleiðir inn í Rússland væru eftir tveimur "gangvegum" í fyrrum bloggum, í gegnum Póland en sú leið er þröng og svo í gegnum Úkraníu. Það þarf ekki annað en að kíkja á kort til að átta sig á að Austur-Evrópa er ein slétta og ef ekki er lokað á þessar tvær ofangreindar leiðir, er leiðin greið til Moskvu eins og sjá mátti af meintri uppreisn Wagner-liðsins. Aðeins nokkra klst leið á skriðdrekum.
Nú er Póland og Eystrasaltsríkin ásamt Finnlandi búin að umkringja eða beinir rýtingi í Rússland eftir vesturleiðinni en austurleiðin úr vestri liggur í gegnum Úkraníu, sjá t.d. hvernig Hitler háði stríð sitt gegn Sovétrikin og stríðið um Úkraníu í seinni heimsstyrjöldinni.
Stríð vinnast ekki bara á vígvellinum, þau vinnast við færibönd stríðsgagnaframleiðslunnar og efnahag stríðsþjóðar. Vesturlönd hafa tæmt allar vararbirgðir (og hinn elliæri Joe Biden viðurkenndi óvart að Bandaríkjamenn væru að verða uppskroppa með stórskotaliðskúlur) og það tekur mjög efnahagslega á þau að halda þessu stríði áfram. Efnahagur Þýskalands, stærsta efnahagskerfi Evrópu, riðar til falls. Sífellt verður óvinsælla að senda fjármagn úr tómum ríkiskassa Bandaríkjanna í stríðið. Rússar þurfa ekki annað en að þreyja þorrann, bíta sig fasta og bíða eftir uppgjöf. Ef til vill eru úrslitin þegar ljós, bara eftir að viðurkenna það á vígvellinum.
Erfitt er að sjá hvort meiri hætta stafi af vestri eða eystri leiðinni en úr því að það er búið að "fjárfesta" í stríði, verður ekki bakkað úr þessu. Líklegt er að samið verður um frið á endanum með landamissir fyrir Úkraníu eða ótímabundið vopnahléi komið á líkt og í Kóreu (úrslitin ráðin 1951 en barist til 1953). Fyrir Rússa kemur ekkert annað til greina, ef þeir ætla að halda andliti gagnvart Kína eða fyrrum Sovétríkin, en að fá friðarsamninga á þeirra forsendum.
Stríð | 23.8.2023 | 11:53 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þessari könnun var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að NATO setji upp herstöð á Reykjanesi? Þessi spurning er dálítið villandi. Um hvað er verið að spyrja? Að setja upp nýja NATÓ herstöð á Reykjanesi? Jú, eins og ég skil þetta er nú þegar starfrækt NATÓ herstöð á Miðnesheiði. Hún hefur verið starfandi síðan 1951 og í raun lengur ef maður tekur seinni heimsstyrjöldina með.
Hvað segir Wikipedía um Keflavíkurstöðina eins og hún er almennt kölluð?
"Keflavíkurstöðin (enska Naval Air Station Keflavik, í daglegu tali kölluð Keflavíkurflugvöllur eða Völlurinn) var herstöð Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Miðnesheiði, við Keflavíkurflugvöll. Herstöðin var tekin í notkun eftir að Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu tvíhliða varnarsamning árið 1951. Eftir lok Kalda stríðsins fækkaði hermönnum á stöðinni jafnt og þétt þar til að Bandaríkjamenn yfirgáfu formlega stöðina í lok september 2006. Þá hafði stöðin verið rekin í 55 ár. Í dag nefnist svæðið Ásbrú og þar starfar Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs."
En þessi grein á Wikipedía er líka villandi. Þótt húsnæði hermanna hafi verið breytt og selt til íslensks almennings, er ennþá starfandi NATÓ herstöð á Keflavíkurflugvelli. Og það er ekki smáræðis starfsemi sem er þarna í gangi og fer stækkandi.
Ekki nóg með að NATÓ hafi þarna herflugvöll (já allir sem lenda á Keflavíkurflugvelli eru að lenda á NATÓ herflugvelli), heldur hefur bæst við starfsemi NATÓ í Helguvík. Helsti munurinn á fyrir og eftir 2006, er að aðildarþjóðir NATÓ skiptast á að manna herstöðina í stað Bandaríkjamanna einna. En Kaninn er þarna meira eða minna með starfsemi, sá töluna 500 manns að staðaldri og minnir það á ástandi frá 1946-51 þegar bandarískir "verktakar" starfræktu flugvöllinn undir því yfirskyni að þjónusta herafla Bandaríkjanna í Evrópu.
En úr því að mikil hreyfing er á mannskapnum sem mannar herstöðina, hverjir sá um utanumhaldið? Jú, Landhelgisgæslan (LHG). Hún sinnir í raun varnarmál Íslands með beinum hætti með umsjón loftvarnarkerfis NATÓ. Á vef Landhelgisgæslunnar segir:
"Íslenska loftvarnakerfið er hluti af samþættu loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar annast rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis. Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO."
En Loftrýmisgæslan er í höndum flugsveita aðildarríkja NATÓ.
"Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins fer fram hér á landi samkvæmt sérstakri ákvörðun fastaráðs Atlantshafsbandalagsins frá 2007. Yfirmaður herafla NATO í Evrópu (SACEUR) hefur umsjón með henni. Er hún liður í því að gæta að nyrðri mörkum NATO og auka samstarfshæfni og viðbragðsgetu þátttökuríkja." Segir á vef LHG.
Önnur varnartengd störf LHG falla undir flokkinn "Önnur verkefni varnarmálasvið" LHG. Of langt er að telja þessi störf upp, sjá frekar slóðina fyrir þá sem vilja lesa meira: Önnur verkefni varnarmálasviðs
En kannski eru mikilvægustu störfin undir þessum flokki heræfingar NATÓ á Íslandi sem haldnar eru reglulega, á sjó, landi og lofti.
Ef könnun Útvarps sögu spyr hvort eigi að setja upp aðra herstöð, þá er niðurstaðan afgerandi, þátttakendur vilja ekki tvær herstöðvar á Reykjanesi, það "meikar ekki séns" eins og einhver myndi segja. Eða var útvarpsstöðin að spyrja um hvort það eigi að leggja af núverandi herstöð?
Stríð | 21.8.2023 | 13:22 (breytt kl. 14:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seinni heimsstyrjöldinni lauk ekki sumarið 1945 með uppgjöf nasistaríki Hitlers. Til þess var stríðið of blóðugt, reiðin og hefndarhugur mikill. Þetta stríð var ragnarök í bókstaflegri merkingu og tugir milljónir manna lágu í valinu. Þetta var útrýmingarstríð og sigur sigurvegarans algjör. Ríki hins sigraða sundurlimað og hugmyndafræði þess uppræt.
Það er því óhætt að segja að Þjóðverjar hafi verið óvinsælir og hataðir í lok stríðsins. En, eins og menn ættu að hafa í huga með Úkraníu stríðið í dag, er að óvinir í dag, verða kannski vinir á morgun. Rússar í dag eru í skammarkróknum, líkt og Þjóðverjar í lok seinni heimsstyrjöldina, en lífið heldur áfram.
Það er því fróðlegt og gagnlegt fyrir sagnfræðinga að komast að því hvernig sigruð þjóð byggir sig upp á nýju. En við skulum hafa í huga, þrátt fyrir alla eyðilegginguna í stríðinu, sundurtættar borgir og fjölda dauði borgara (í flestum borgum Evrópu), þá hvarf þekkingin ekki í lok stríðsins. Ef eitthvað er, þá jókst þekking mannkyns margfalt í öllu þessu stríðsbrölti. Það var því auðvelt fyrir bæði sigurvegara og taparanna, að endurbyggja þjóðfélög sín upp á nýtt, þannig að talað var um þýska og japanska efnahagsundrin. En lítum fyrst á eyðilegginguna áður en við skoðun hvað varð um fólkið.
Eyðilegging mannvirkja og dráp á borgurum
Hrikalegasta tímabil Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni var á síðustu árum átakanna, sérstaklega á milli 1943 og 1945. Á þessum tíma stóð Þýskaland frammi fyrir röð hernaðarósigra, gríðarlegra loftárása og innrása á jörðu niðri sem ollu mikilli eyðileggingu, mannfall og efnahagslegt hrun.
Loftárásir áttu miklan þátt í eyðileggingu borga og bæja og dráp borgara. En einnig var það mannskætt þegar víglína fór yfir landsvæði.
Frá og með 1943 hertu bandalagsríkin, einkum Bandaríkin og Bretland, hernaðarherferðir sínar gegn Þýskalandi. Borgir eins og Hamborg, Dresden, Berlín, Köln og fleiri urðu fyrir miklum sprengjuárásum, sem leiddi til víðtækrar eyðileggingar á innviðum, iðnaði og heimilum borgara. Eldsprengjuárásir borga olli miklu mannfalli og skildu mörg svæði eftir í rúst.
En stríðið var að mestu háð á austurvígstöðvunum eða um 80% allra stríðsátakanna í Evrópu. Orrustan við Stalíngrad, sem átti sér stað á milli ágúst 1942 og febrúar 1943, var tímamótaatburður (e. turning point) í stríðinu. Þýski 6. herinn var umkringdur og að lokum sigraður af sovéskum hersveitum, sem leiddi til uppgjafar um 91.000 þýskra hermanna. Þessi ósigur markaði verulegt áfall fyrir þýska herinn á austurvígstöðvunum og Sovétmenn fóru að ýta þýskum hersveitum aftur vestur á bóginn.
Nýjar vígstöðvar voru myndaðar í vestri með D-daginn svonefnda, innrás bandamanna í Normandí 6. júní 1944, þekktur sem D-dagur, opnaði nýja vígstöð í Vestur-Evrópu. Þessi innrás neyddi Þýskaland til að berjast á tveimur helstu vígstöðvum samtímis, teygja auðlindir sínar þunnt og hraða hnignun. En sú mynd sem við höfum af D-deginu er ekki alveg rétt (ekki trúa Hollywood og Saving Private Ryan). Kaninn og Tjallinn sigruðu ekki Þjóðverjann. Stríðið var tapað fyrir Þjóðverja og eina sem vesturvígstöðvarnar gerðu, var að koma í veg fyrir að sovésku hersveitirnar legðu undir sig alla Vestur-Evrópu.
Lokaorrustan var um Berlín sem endaði með ósigri í maí 1945. Árið 1945 hóf sovéski Rauði herinn stórfellda sókn í átt að Berlín, sem náði hámarki í orrustunni við Berlín í apríl og maí. Mikil barátta var í borginni og Adolf Hitler framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sinni 30. apríl 1945. Þegar Sovétmenn sóttu inn, féll Berlín undir stjórn þeirra 2. maí 1945, sem var í raun merki um endalok stríðsins í Evrópu.
Eyðingin var algjör og uppgjöfin upphafið að erfiðu tímabili. Þegar Þýskaland stóð frammi fyrir ósigri á mörgum vígstöðvum, voru borgir og bæir rústir einar af stöðugum sprengjuárásum, stórskotaliðsskoti og bardaga á jörðu niðri. Óbreyttir borgarar upplifðu gríðarlegar þjáningar og þýski herinn, örmagna og fáliðaður, varð að gefast upp.
Örlög þýsku þjóðarinnar í stríðslokum
Eins og komið hefur verið inn á, var tímabilið á milli 1943 og 1945 varð algjört hrun Þýskalands og lauk með skilyrðislausri uppgjöf 7.-8. maí 1945. Þetta var hrikalegasti áfanginn fyrir þýsku þjóðina í seinni heimsstyrjöldinni, sem leiddi til óviðjafnanlegrar eyðileggingar og manntjóns. Eftirköst stríðsins leiddu til skiptingar Þýskalands, enduruppbyggingar og að lokum umbreytingar í lýðræðisþjóð í Vestur-Þýskalandi og Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi), kommúnistaríki.
Hremmingar þýsku þjóðarinnar byrjuðu í lok stríðsins. Þýskur almenningur hafði það nefnilega nokkuð gott framan af stríðinu, borgir að mestu óskaddaðar og lífið gekk sinn vanagang. Eina sem truflaði friðinn voru loftárásirnar sem hófust af krafti 1943 en náðu hámarki í lok stríðsins. Almenningur lærði að lifa með þær og þær brutu ekki baráttu þrek hans, eins og til stóð með þessu loftárásum. Það er lærdómurinn sem nútímaherir hafa lært, að ráðast beint á almenning, endar ekki stríð.
En svo er það hinn skelfingarvaldur almennings í stríðinu. Vígstöðvalínan.
Víglínan og almenningur
Mikið af eyðileggingunni varð vegna hreyfingar á víglínunni og breyttra bardaga. Þegar bandamenn komust inn á þýskt yfirráðasvæði varð víðtæk eyðilegging og manntjón á vegi hersins sem sóttu fram.
Þýskar hersveitir hörfuðu og skilja sviðna jörð eftir sig. Þegar bandamenn náðu yfirhöndinni bæði á austur- og vesturvígstöðvum, tóku þýskar hersveitir að hörfa. Í undanhaldi sínu beittu þeir oft sviðinni jörð stefnu, eyðilögðu vísvitandi innviði, brýr, verksmiðjur og allt sem gæti haft verðmæti fyrir óvininn sem sótti fram. Þessi aðferð olli verulegri eyðileggingu og hamlaði framsókn bandamanna.
Sprengjuherferðir bandamanna olli gífurlegri eyðileggingu. Í öllu stríðinu, en sérstaklega á síðari stigum, gerðu bandamenn umfangsmiklar loftsprengjuárásir yfir þýskar borgir og iðnaðarmiðstöðvar eins og komið hefur verið inn á hér. Þessum sprengjuherferðum var ætlað að trufla stríðsframleiðslu Þjóðverja og veikja starfsanda þeirra. Borgir eins og Hamborg, Dresden og Berlín urðu fyrir hrikalegum eldsprengjuárásum sem ollu miklu tjóni og tjóni óbreyttra borgara.
Bardagasvæðin voru línulaga, vígstöðvar á víglínum sem færðist fram og aftur. Þegar framlínurnar færðust fram og til baka urðu svæði sem keppt var um eða urðu bardagasvæði fyrir verulegri eyðileggingu. Íbúar í borgum, bæjum og þorpum, sem lentu í skotbardaga eða urðu fyrir langvarandi umsátri, urðu oft fyrir miklum þjáningum.
Framsókn sovéska Rauða hersins úr austri var sérstaklega hrottaleg fyrir Þýskaland. Þegar þeir sóttu fram í átt að Berlín, voru harðir bardagar, barist til síðasta manns og borgir og bæir á vegi þeirra skemmdust mikið. Orrustan við Berlín olli víðtækri eyðileggingu í höfuðborginni.
Vesturvígstöðvarnar og Normandí innrásin hófst með D-dagsins innrásin og síðari framgangur bandamanna í gegnum Vestur-Evrópu leiddu einnig til verulegrar eyðileggingar. Þýskar borgir og bæir í Frakklandi, Belgíu og Hollandi urðu fyrir miklum bardögum og sprengjuárásum.
Eftirmáli stríðsins fyrir almenning
Einum mestu þjóðflutningar sögunnar áttu sér stað í lok stríðsins. Það voru ekki bara borgarar í Austur-Evrópu sem voru neyddir til baka í lok stríðs og í faðm Sovétríkjanna, heldur voru allir Þjóðverjar neyddir til að yfirgefa heimkyni sín, þar sem kannski fjölskyldur þeirra höfðu búið í margar aldir. Milljónir manna marseruðu í austurátt og á móti milljónir manna í vesturátt.
Eins og fyrr segir leiddi lok seinni heimsstyrjaldarinnar til þess að milljónir Þjóðverja voru fluttar frá heimilum sínum, sérstaklega þeirra sem búa á svæðum sem voru innlimuð eða hernumin af öðrum löndum. Þjóðverjum úr þjóðarbrotum sem bjuggu í Austur-Evrópu var oft vísað frá heimilum sínum með valdi og urðu flóttamenn og leituðu skjóls og öryggis í þeim hlutum sem eftir voru af Þýskalandi eða öðrum löndum. En þetta var Þýskaland eftirstríðsáranna til mikillar lukku, því að mikill mannauður kom með þessu fólki og kom í staðinn fyrir fólkið sem féll í stríðinu. Þetta var undirstaðan fyrir þýska efnahagsundrið svonefnda.
Hungur og skortur svarf að. Stríðið hafði skilið Þýskaland í miklum erfiðleikum. Landið stóð frammi fyrir miklum matarskorti og efnahagslegum eyðileggingum. Margir Þjóðverjar áttu í erfiðleikum með að finna nægan mat til að borða, sem leiddi til vannæringar og hungurs.
Hernám bandamanna og takmarkanir fylgdu í stríðlok. Hernám bandamanna í Þýskalandi olli verulegum breytingum á lífi venjulegra Þjóðverja. Það voru takmarkanir á ferðum, útgöngubanni og skerðingu á borgaralegum réttindum. Auk þess beittu hernámsliðið afhelgunaraðgerðum gegn nasistum sem höfðu áhrif á marga þætti daglegs lífs.
Uppræting nasistasamtakanna tókst algjörlega. Nasistastjórnin hrundi með stríðslokum og bandamenn unnu að því að leysa upp nasistaflokkinn og tengd samtök hans. Þetta hafði mikil áhrif á líf Þjóðverja sem höfðu verið virkir stuðningsmenn eða meðlimir nasistaflokksins. En í Austur-Þýskalandi tók við annað alræðisríki sem leystist ekki upp fyrr en um 1989.
Að takast á við eftirmála stríðsins getur verið sárt. Þýskir borgarar þurftu að takast á við líkamlega og tilfinningalega eftirmála stríðsins. Margar fjölskyldur höfðu misst ástvini og það voru útbreidd áföll og sorg. En þeir þurftu líka að takast á við grimmdarverk þýsku nasistanna og útrýmingarherferð þeirra á hendur gyðinga og annarra þjóða og þjóðabrota. Grimmd þeirra, sem vill oft gleymast, var líka ógeðsleg gagnvart sovéskum borgurum og hermönnum. Einnig borgurum og hermönnum hernumdra landa. Segja má að sektarkennd Þjóðverja sé enn sterk fram á daginn í dag.
Endurreisn og aðlögun hófst strax. Almennir borgarar í Berlín hófu strax í maímánuði að hreinsa til í rústunum og reyna að hefja nýtt líf.
Upp hófst hins vegar erfiður tími fyrir þýskar konur. Nauðgun og kynferðislegt ofbeldi var algengt og almennt á hernámssvæði Sovétríkjanna. Á síðustu mánuðum stríðsins var útbreitt kynferðisofbeldi beitt gegn þýskum konum. Umfang og grimmd þessara glæpa voru umtalsverð og margar konur þjáðust gríðarlega af þeim sökum. Það væri hægt að skrifa margar sögubækur um örlög kvenna í stríði og eftirmála þess.
Með landið í rúst þurftu Þjóðverjar að taka þátt í að endurbyggja bæi sína, borgir og innviði. Þetta ferli krafðist mikillar vinnu og samvinnu, auk þess að takast á við áskoranir vegna takmarkaðra fjármagns og efnahagslegs óstöðugleika.
En tímabil taka enda, líka þau vondu. Sumarið 1945 markaði lok einræðisstjórnar nasista og upphaf nýs tímabils fyrir þýsku þjóðina. Þetta var tími uppgjörs með afleiðingar nýlegrar sögu þeirra og kapps um nýja lýðræðislega framtíð. Síðustu þýsku stríðsfangarnir snéru heim frá Sovétríkjunum 1953 við fráfall Stalíns.
Í stuttu máli má segja að þýska þjóðin upplifði landflótta, hungur og þær áskoranir sem fylgdu því að endurreisa líf sitt sumarið 1945. Stríðslok olli verulegum breytingum á daglegu lífi þeirra og markaði upphafið á erfiðu tímabili bata og umbreytinga fyrir þjóðarinnar í heild. Landið var skipt í tvennt til ársins 1989. Austur-Þjóðverjar þurftu áfram að búa við einræðisstjórn, nú kommúnista.
Ég skrifa kannski um örlög íbúa Sovétríkjanna eftir stríðslok. Sama saga er að segja þaðan, dauði og eyðilegging, bara margfalt stærra í sniði. Saga Rússlands á 20. öld er sorgarsaga. Sú saga er ekki lokin.
Ísland og þýskir flóttamenn
Litla Ísland fór ekki varhluta af afleiðingum stríðsins. Það voru helst íslenskir sjómenn sem létu lífið í stríðinu en líka almennir borgarar. Íslendingar börðust með báðum stríðaðilum, en ég myndi halda að fleiri hafi verið í liði bandamanna en ég veit það samt ekki.
Hingað komu þýskir flóttamenn. Í barnæsku eignaðist ég vin sem er einmitt afkomandi þessara flóttamanna. Ég skildi ekki samhengi, vissi að þetta fólk kom frá Þýskalandi en vissi ekkert um land og þjóð. Þetta fólk sem hingað flúði reyndist vera besta fólk og aðlagaðist íslensku þjóðfélagi vel. En einnig fólk sem flúði Ungverjaland 1956 sem settist einnig að í hverfi mínu.
Á fullorðins árum hef ég kynnst fólki frá nánast öllum heimsálfum en flestir eru vinir mínir frá Evrópu. Ég á góða vini frá Bandaríkjunum, Úkraníu, Rússlandi, Frakklandi og Þýskalandi og fleiri ríkjum. Ættingjar og vinir mínir búa margir í Evrópu í dag.
Lokaorð mín eru að við erum öll manneskjur, og hvernig sem við erum flokkuð eftir þjóðerni, erum við öll eftir allt saman ferðalangar í sama ferðalagi mannkyns. Því er það dapurlegt að mannkynið hefur ekkert lært og aftur eru stríðbumbur barðar í Evrópu þegar síðustu eftirlifendur stríðsins eru látnir.
Stríð | 27.7.2023 | 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Grimmd hernaðar í stríðsrekstri hefur þróast og breyst á ýmsa vegu í gegnum tíðina. Þó stríð hafi alltaf einkennst af þjáningu og grimmd, hafa framfarir í tækni, breytingar á henni og breytt samfélagsviðhorf haft áhrif á eðli grimmdar í hernaði.
En hér í stuttri samantekt má segja að grimmdin gagnvart almennum borgurum hafi verið algjör ef þeir urðu á vegi stríðandi hers í fornöld sem og á miðöldum. Markmiðið var þó ekki eyðing eigna eða dráp almennings, heldur eyðing eða sigur á andstæðum her. Á miðöldum var barist á vígvöllum, tveir herir mættust á ákveðnu svæði þar var barist í orrustu. Þetta bardagaform stóð alveg til fyrri heimsstyrjaldar. Hins vegar var barist um varnarmannvirki (kastalar og borgir) með umsáturtækni.
Það var bara þegar herinn var á ferð, sem hætta steðjaði að almenningi, því að hann rændi sér til matar, nauðgaði og drap. Í seinni heimsstyrjöldinni beintist hernaðurinn sérstaklega að almenning með loftárásum og reynt var með alsherjarhernaði að knýja samfélagið til uppgjafar. Sem betur fer hefur þetta viðhorf horfið (enda virkaði það ekki) og nú þegar almenningur verður fyrir árásum, þá er það venjulega vegna mistaka.
En þótt nútíma hershöfðingjum er umhugað að vernda almenning, þá hefur eyðileggingamáttur nútímavopna gerbreytt stöðunni. Reynt er að hafa stríð nútímans takmörkuð, sbr. í Sýrlandi og Úkraníu, en ef stórveldi eins og Rússland verður undir í stórstríði, þá er hætta á kjarnorkuvopnastríði með allsherjar eyðingu ríkis, jafnvel heillar heimsálfu.
Umfang og eyðileggingarmáttur hernaðar í dag hefur gjörbreyst. Nútíma hernaður hefur tilhneigingu til að valda miklu meiri eyðileggingu og manntjóni samanborið við eldri átök. Notkun öflugra sprengiefna, háþróaðra vopna og aðferða sem beinast gegn borgaralegum innviðum getur leitt til stórfelldrar eyðileggingar og mannfalls meðal borgara. Vopn eins og kjarnorku-, efna- og sýklavopn eru einstakar og skelfilegar ógnir.
Hliðartjón vegna hernaðar hefur breyst. Í gamaldags hernaði voru stríðsmenn oft aðal skotmörkin og reynt var að hlífa þeim sem ekki voru hermenn. Hins vegar hefur eðli nútíma hernaðar leitt til meiri hættu á hliðarskaða eða hliðartjóni. Sprengivopn, eins og stórskotalið, loftárásir og eldflaugar, geta óvart valdið verulegu mannfalli og skemmdum á innviðum borgaralegra mannvirkja.
Ósamhverfur stríðsrekstur og hryðjuverk hafa breytt eðli stríða. Ósamhverfur stríðsrekstur, sem oft er notaður af öðrum en ríkisaðilum eða uppreisnarhópum, hefur aukist í nýlegum átökum. Aðferðir eins og sjálfsmorðssprengjuárásir, sprengjur og vísvitandi árásir á borgaraleg skotmörk miða að því að ala á ótta, skapa ringulreið og hámarka mannfall, þar á meðal þeirra sem ekki eru í hernaði. Þessar aðgerðir virða oft viljandi að vettugi meginreglur um aðgreining og meðalhóf, sem leiðir til alvarlegrar grimmdar.
Með framþróun mannlegrar þekkingar og þekkingu á sálfræði hefur sálfræði- og upplýsingastríð bæst við í vopnabúr herja. Nútímahernaður felur í sér notkun sálrænna aðgerða og upplýsingastríðs til að stjórna skynjun, dreifa óupplýsingum og skapa ótta og rugling meðal andstæðinga og borgara. Sálræn grimmd í formi áróðurs, netárása og miðlunar á myndrænum myndum og myndböndum er notuð sem vopn til að hræða almenning óvinarinns til uppgjafar.
Í dag getur nútíma stríð haft afleiðingar til lengri tíma litið. Afleiðingar nútíma hernaðar geta náð langt út fyrir bráða átök. Notkun efnavopna, jarðsprengna og skotfæra með rýrt úran getur skilið eftir sig langvarandi umhverfismengun og heilsufarshættu fyrir bæði stríðsmenn og óbreytta borgara. Auk þess geta áföll eftir stríð, landflótta og niðurbrot samfélaga leitt til langvarandi þjáningar og mannúðarkreppu.
Þess má geta að þrátt fyrir þessar breytingar hefur verið reynt að koma á alþjóðlegum mannúðarlögum, sáttmálum og sáttmálum til að draga úr grimmd stríðs. Genfarsáttmálarnir setja til dæmis viðmið um meðferð stríðsfanga, óbreyttra borgara og særðra hermanna. Hins vegar heldur raunveruleiki stríðs áfram að bjóða upp á áskoranir við að viðhalda þessum meginreglum og grimmd stríðs er enn hörmulegur þáttur mannlegra átaka.
Stríð | 14.7.2023 | 22:09 (breytt 15.7.2023 kl. 20:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020