Færsluflokkur: Stríð
Það er ánægjulegt að einhver umræða er um varnarmál. Ég nota ekki hugtalið hermál, því að málið snýst um öryggi íslenskra borgara, ekki að fara með hernað á aðrar þjóðir.
Það er gott og blessað að vísa í fortíðina og benda á vítin til varnar. En fortíðin er fortíð, hún kemur ekki aftur. Mikið var rætt um í sagnfræðinni hvort sagan endurtæki sig. Nei, hún gerir það ekki en hliðstæður eru til. Jú, því að prímus mótor athafna manna hefur ekki breyst í árþúsundir.
Það er engin tilviljun að löng friðartímabil voru eftir stórstyrjaldir eins og þrjátíu ára stríðið, Napóleon stríðin og heimsstyrjaldirnar tvær (sem sumir vilja segja að sé eitt og sama stríðið eða samtengd). Menn lærðu af morðæðunum, en bara í smá tíma. En svo líða 80-100 ár og allir látnir sem tóku þátt í stríðunum. Nýjar kynslóðir læra ekki af reynslu undangengna kynslóða og hefja á ný stríðsbrölt.
Við getum farið aftur til Súmers og upphaf borgarmenningar til að sjá að her og lögregla hafa verið hluti borgarsamfélaganna og hernaðarátök reglulegur hluti af tilveru manna. Er ekki að segja að safnarar og veiðimenn hafi verið eitthvað friðsamari, þeir voru líka villidýr, en ekki siðmenntuð villidýr eins og borgarinn. Það er engin tilviljun að fyrstu lögreglumenn landsins voru staðsettir í fyrsta sjávarþorpi landsins, Reykjavík.
Svo er það ef-sagan. Ef þetta hefði verið svona, þá eitthvað. Ef Hitler hefði unnið Stalingrad, þá....og menn gefa sér einhverja niðurstöðu sem hefði ef til aldrei orðið. Svona er sagan og henni er ekki breytt.
En við getum haft áhrif á framtíðina. Og undirbúið okkur undir komandi hamfarir, af náttúru hendi eða manna völdum. Við vitum alveg hverjar hætturnar eru. Jarðskjálftar boða nú eldgos á Reykjanes skaga og við undirbúum okkur undir það og blikur eru í heimsmálunum og við eigum að undirbúa okkur undir það versta og vona það besta.
Varnir Íslands eru ekki bara vopn og mannskapur undir vopnum, heldur þarf þjóðfélagið að undirbúa sig á annan máta. Tryggja þarf fæðuöryggi og orkuöryggi. Ísland er matarkista en okkur skortir korn og bændur eru illa haldnir fjárhagslega. Stjórnvöld eru að vinna í málinu. Hér er nægt rafmagn og líka lífeldsneyti en okkur mun vanhaga um olíu í komandi stríði. Skortur á vélbúnaði og hugbúnaði getur orðið í stríði.
Ef við ætlum að draga einhverjar ályktanir af fyrri stríðum, þá þurfum við að draga fram landabréfakortið. Er landið eyland eða á landmassa Evrópusléttunnar? Hættur sem steðja að Dönum eða Hollendingum eru aðrar en þær sem steðja að Noregi og Svíþjóð sem eru fjalllend og skóglend. Sama gildir um Bretland og Ísland, bæði löndin eru eyríki. Jafnvel það að fara yfir Ermasundið hefur reynst nútímaherjum erfiður farartálmi.
Ísland hefur enn tvo yfirburði eða kosti í vörnum sínum. Fjarlægðin frá meginlandi Evrópu gerir innrásarher erfitt fyrir en stöðvar hann ekki. Og Ísland er fjöllótt eins og Sviss og strjábýlt. Auðvelt að halda uppi skæruhernað eins og Jón Sigurðsson forseti bendi á. Hann mat stöðuna eins og hún varð á 20. öld. Barist yrði um þéttbýliskjarnanna á Suðurlandi eða þeir herteknir fyrst en landið byði upp á skæruhernað í fjöllum. Báðar áætlanir Þjóðverja og Breta voru á þessa leið.
Með litlu en öflugu varnarliði getum við fengið að vera í friði fyrir erlendri hersetu á friðartímum og stöðvað eða tafið innrás á ófriðartímum þar til hjálpin berst.
Í raun hefur íslenska lýðveldið frá stofnun reynt að tryggja stöðu sína í hverfulum heimi og undirbúið sig undir hvers kyns vá. Allt í höndum Íslendinga, þ.e.a.s. almannavarir nema hervarnirnar sem voru úthýstar.
Munum að Norðmenn og Danir höfðu aldrei setulið á landinu. Noregskonungur sinnti aldrei vörnum Íslands en beitti handbenda sína á landinu til að halda uppi innanlandsfriði. Höfðingjar riðu um héruð með sveinalið. Svo þróað var þetta kerfi að meira segja biskupsstólarnir voru með vopnuð sveinalið. Íslenskur sagnaritari kallaði 15. öldina sveinaöld. Sjá slóðina:
Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju
Íslendingar sinntu landvörnum sínum vel á miðöldum. Reist voru yfir 30 virki á tímabilinu sem vitað er um og skanzar á árnýöld.
En þegar Danir í raun eyðilögðu miðaldarsamfélag Íslendinga og valdakerfið sem var hér innanlands, hrundi margt. Konungsvaldið dró að sér vopn og verjur Íslendinga og sveinahald lagðist af. Danakonungi þótti nóg að verja fiskimið Íslands fyrir ásókn útlendinganna en sleppi að vera með virki eða aðrar landvarnir.
Varnir Dana snérum um þeirra eigin hagsmuni. Sama á við um Bandaríkin, þau eru hér á eigin forsendum og til varnar Bandaríkjunum. Hagsmunir okkar fari stundum og stundum ekki við hagsmuni Bandaríkjahers. Það er því kominn tími til að hverfa til þess er var frá horfið 1550 og koma varnarmálin í hendur Íslendinga.
Á öllum tímum Íslandssögunnar hafa menn reynt að tryggja varnir landsins. Það er ekki spurning, en spurningin er, hvernig?
Stríð | 26.10.2023 | 13:43 (breytt 3.11.2023 kl. 18:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í framhaldi af grein minni Getur Bandaríkjaher varið Ísland?, var komið með þau mótrök að best sé að Íslands sé hlutlaust, að "Íslandi farnast best herlausu og alþjóðlega hlutlausu" (þýðist: Án Bandaríkjahers og úr NATÓ).
Eru þetta virkilega raunhæft? Hvað segir sagan okkur? Fyrsta alvöru árásin á Ísland var 1627 í Tyrkjaráninu svo kallaða. Þá voru skipasamgöngur orðnar það þróaðar að hægt var að stefna hingað ræningjaflota úr Barbaríinu. Og nóta bene, við vorum undir hervernd Dana. Dönsk stjórnvöld voru gripin í rúminu en þau lærðu af reynslunni. Hingað voru stefnd herskip árlega eftir það og enski flotinn eyddi tugir ræningjaskipa sem stefndu til Írlands, Færeyja og Íslands næstu misseri. Úlfarnir höfðu runnið á blóðlyktina en þeim var slátrað á leið sinni á norðurslóðir. En þetta er önnur saga.
Hvað færði hlutleysis stefna Íslands okkur? Hernám Íslands 1940. Við vorum ljón heppin að Hitler gat ekki hrint í framkvæmd Ikarus áætluna. Þá hefði verið barist á landinu. Við verðum ekki svona heppin næst. Ekki að ástæðulausu að við gegnum í NATÓ.
Meiri líkur en minni eru á að ráðist sé á bandaríska NATÓ herstöð en íslenskt varnarlið. En spurningin stendur, hvað gerum við ef Bandaríkin geta ekki varið Ísland?
BNA verða ekki til að eilífu. Öll heimsveldi eiga sinn líftíma. Frægasta dæmið er þegar rómverski herinn yfirgaf Bretlandseyjar án þess að segja orð, hann bara fór, líkt og Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006, þrátt fyrir að íslenskir ráðamenn væru á hnjánum. Vopnlausir íbúarnir skildir eftir en við þekkjum eftirmálann. Í nútímanum gerast hlutirnir hraðar. Það tók Ottómanaveldið aldir að hnigna og falla en breska heimsveldið einungis nokkra áratugi á 20 öld.
Bandaríkin eru í miklum vandræðum, meiri en almenningur á Íslandi hefur vitneskju um. Meira segja vafi er um tilveru NATÓs ef Úkraníu stríðið endar á annan hátt en við höldum.
Ef við Íslendingar kjósum að leita aftur í hlutleysið, þá verður það einungis gert á forsendum vopnaðrar varna. Svisslendingar hafa verið hlutlausir í aldir en bara á forsendum sterkra varna og landshátta. Sama gildir um Svía.
Svissneski herinn er afar öflugur og landið er eitt rammgert víghreiður, eins og svissneskur ostur, sundurskorið af byrgjum. Hitler var með áætlun um innrás en honum var ráðið frá að reyna það, til þess voru varnirnar of öflugar. Ef einhverjir komast af ef til kjarnorkustyrjaldar kemur, þá eru það Svisslendingar.
Það er hægt að verja Ísland með íslensku varnarliði, tímabundið a.m.k. Það er ekki spurning. Það vantar bara pólitískan vilja.
Ein leiðin sem við getum farið, ef við viljum vera í skjóli hernaðarbandalags, en vera ekki útstöð hernaðarveldis, er að segja upp tvíhliða varnarsamninginum við Bandaríkin en vera áfram í NATÓ. Hvað þýðir þetta? Í næstu stórstyrjöld verður Ísland ekki fyrsta skotmarkið sem ráðist verður á, hugsanlega fáum við að vera í friði ef hér er bara íslenskt varnarlið, lítið en öflugt og í skjóli NATÓ. En er þetta raunhæft? Veit það ekki.
Stríð | 25.10.2023 | 11:46 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir einum áratug væri þetta álitin fáranleg spurning. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir að arfaslök ríkisstjórn Bidens tók við völdum fyrir tveimur og hálfu ári, hefur hættuástandið í heiminum aldrei verið eins mikið og er í dag.
Veikleiki í framgöngu og í raunveruleikanum, sbr. hörmulegt undanhaldið í Afganistan, sem er ekkert annað en ósigur, og staðgengisstríðið í Úkraníu hafa sýnt það. Það er eins og spurningin hvað á að gera eftir stríðið sé ekki spurð? Eftir undanhaldið? Ef Trump hefði gert þetta, hefðu allir fjölmiðlar rifið hann í sig, nógur er hamagangurinn þegar hann hefur ekkert gert af sér.
Nú er enn einn vettvangur fyrir Biden stjórnina að klúðra en í þetta sinn getur klúðrið leitt til heimsstyrjaldar. Það eru afskipti þeirra í Miðausturlöndum og núverandi stríð í Ísrael. Fátt og fum er sýnt opinberlega og Biden áfram í fríi eða fjarverandi.
Við sjóndeildarhringinn ber í annað mögulegt stríð, en það er stríð um Taívan. Þessar veikleikar eru öllum sýnilegir, og þegar forsetinn muldrar í ræðum og villist á sviði, eru það skýr skilaboð til andstæðinga Bandaríkjanna um að fara af stað.
Þótt Bandaríkin séu öflugt herveldi, líkt og Rómaveldi á sínum tíma, eru auðlindirnar, heraflinn, hergögnin og möguleikarnir ekki endalausir. Talað er um að Bandaríkin ættu að geta háð eitt stórt stríð og annað minniháttar. En það átti við um níunda áratug 20. aldar, ekki í dag. Svo var þegar Bandaríkin börðust í Írak og Afganistan á þeirri 21., að þeir rétt réðu við verkefnið. Þeir meira segja dróu herlið frá Ísland 2006 vegna þess að þeim skorti mannskap. Fyrr hafði þyrlusveit þeirra farið úr landi í skjóli nætur. Þeir voru heppnir að andstæðingar þeirra í þetta sinn voru illa vopnum búnir og engir nútímaherir að eiga við.
Stríðið í Úkraníu, sem er bara staðgengisstríð, hefur sýnt hversu erfitt það mun reynast Bandaríkjunum að eiga við öflugt herveldi. Hætta er á að margir aðilar láti til skara skríða samtímis ef Bandríkin verða upptekin í einu stríði. Ríkið er stórskuldugt og í raun gjaldþrota. Af hverju að troða illsakir við tvö herveldi í einu, Rússland og Kína? Sjálfsmorðsleiðangur? Rómverjar hefðu hrist höfuðið yfir slíkri "stjórnkænsku". Rómverjar voru hrokafullir en séðir um leið. Þeir deildu og drottnuðu, á réttum tíma og réttum stað.
Hættur steðja að sjálfu heimalandinu. Bara á þessu ári hafa stjórnvöld handtekið á galopnum landamærum sínum hátt í 200 manns af hryðjuverkamannalista. Milljónir manna hafa streymt yfir landamærin án þess að stoppa og enginn veit hvaða fólk þetta er. Þessir 200 manns eru þeir sem þeir náu í, hvað um hina sem sem ekki náðust? Hvað vilja þessir einstaklingar til Bandaríkjanna annað en að fremja hryðjuverk? Þetta eru vandamál Bandaríkjamanna en líka okkar.
Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að tryggja öryggi Íslands ef Bandaríkin lenda í meiriháttar átökum? Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera til að tryggja að hér verði ekki framin hryðjuverk? Íslensk landamæri eru einnig galopin og hingað hefur leitað fólk sem er ekki endilega hliðhollt vestrænni menningu. Eru íslensk stjórnvöld að flytja inn glæpahópa og hugsanlega hryðjuverkamenn með því að gæta ekki landamæra okkar?
Við höfum engan raunverulegan viðbúnað til að bregðast við ef til stríðs kemur. Og heldur ekki Bandaríkjamenn. Eru þeir að tryggja loftvarnir þéttbýliskjarna með loftvarnarkerfum? Ekki nægir að senda hingað flugsveit á nokkurra mánaða fresti, það er sýndarmennska. Við höfum bara fámennt lögreglulið sem hefur ekkert í fámennan og samstiltan hryðjuverkahóp að gera.
Væri ekki betra að Íslendingar hafi eigið herlið til að tryggja eigin varnir? Í alvöru talað! Munum að stríð gærdagsins er öðruvísi en stríð morgundagsins. Við vitum ekkert hvað bíður okkar...ekkert okkar. Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að vakna af þyrnirósasvefninum?
Stríð | 24.10.2023 | 17:46 (breytt 3.11.2023 kl. 18:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Einn vinsælasti álitsgjafi í dag um nútíma stríð er hinn fyrrverandi ofursti í Bandaríkjaher, Douglas MacGregor. Ég ætla ekki að rekja æfiferil hans, enda hef ég skrifað heila blogg grein um hans feril sem er athyglisverður.
Hann hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlunum og almennum fjölmiðlum sem álitsgjafi. Stjarna hans byrjaði að skína með Úkraníu stríðinu og virðist innsæi hans vera einstætt hvað sé að gerast á vígvellum Úkraníu. Skoðanir hans andstæðar við mamma fjölmiðlar segja okkur. En er hann alvitur? Efi var sáð í hugann er hann lagði mat á stöðuna í Ísrael og viðureign Ísraela við Palestínumenn (Gazanbúa).
Ég sá nýverið viðtal við hann um núverandi stríð Ísraela við Palestínumenn á Gaza. Þar finnst mér hann ekki meta stöðuna rétt, sem er vonbrigði. Hann kemur með ýmislegar ályktanir sem eiga ekki við raunveruleikann. Tökum dæmi. Hann ýjar að því að Tyrkir blandi sér í átökin og þeir hafi úrslitaáhrif, enda með tvær milljónir manna sem þeir geta kvatt í herinn á örskamma stund. En Tyrkir eru í NATÓ og ætla þeir að fórna þeim hagsmunum fyrir Gaza? Held ekki.
Svo hefur hann allt of miklar áhyggjur af hernaðargetu Bandaríkjahers sem hann segir að sé vanbúinn. Er hann það í raun? Bandaríkjaher einn getur eytt jörðinni auðveldlega með eigin kjarnorkuvopn. Hann þarf ekki einu sinni andstæðing.
En MacGregor gleymir að Tyrkir eru að meirihluta súnni múslimar eða 80% þjóðarinnar. Og það skiptir virkilega miklu máli hvort þjóðirnar í Miðausturlöndum eru súnní eða shía múslimar, því að þar liggja átakalínurnar og kalda stríðið í Miðausturlöndum snýst um. Það eru tvær andstæðar blokkir sem berjast á banaspjótum um forræðið á svæðinu. Ásinn er Ísrael ríkið sem breytir valdastöðinni, súnní múslimum í vil. Það vilja Íranir að sjálfsögðu ekki og því var stofnað til átaka við Ísrael með leiguliðum sínum Hamas og Hezbollah.
Spurningin er, láta ráðamenn í Arabaríkjunum tilfinningarnar þjóða þeirra ráða ferðinni eða langtíma markmið þeirra (stjórnvalda) sem er að eyða áhrif Írana á Miðausturlönd. Vilja Sádar að Íranir séu kjarnorkuveldi? Held að menn hugsi fram í tímann, þeir hafa áður verið tilbúnir að fórna hagsmunum Palestínumanna fyrir eigin og það mun ekki breytast.
Mat MacGregors að Arabaheimurinn sé ein heild er rangt mat. Hann er margskiptur og tilraunir til að sameina hans hafa mistekist síðan íslam varð til. Kannski má kalla Ísrael Joker spilið. Hægt að nota það til að breyta stöðunni.
Raunsætt séð, munu Vesturveldin aldrei leyfa eyðingu heils ríkis, Ísraelsríki og því munu þau með Bandaríkin í broddi fylkingar egna til átaka og raunverulegs svæðisstríðs í Miðausturlöndum. Álfustríð eða heimsstyrjöld er spurningin. Hugsanlega verður hér bara svæðisstríð.
Stríð | 21.10.2023 | 00:04 (breytt kl. 11:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Svo virðist álitsgjafi Útvarps sögu ekki halda. Rætt var við Bjarna Hauksson í þættinum Heimsmálin um stöðuna við botni Miðjarðarhafs.
"Bjarni segir að til þess að geta hertekið norðurpart Palestínu eins og Ísraelsher hefur gefið út að hann ætli sér að gera kosti það að minnsta kosti 100.000 fótgönguliða þarf með öllum þeim stuðningi sem þeim fylgi og varalið upp á að minnsta kosti 200.000 hermenn og er vandi Ísraelsmanna sá að þeir hafa einungis 300 þúsund hermenn virka svo það yrði engin eftir til þess að verja norður landamærin eða austurlandamærin.
Þetta þýði að Ísraelsher geti í raun ekki herfræðilega séð, fest sig á einhverjum einum vígstöðvum."
Sjá slóðina:
Heimsmálin: Ísrael hefði ekki getuna til að ráðast inn í Palestínu án aðstoðar
En hefur Bjarni rétt fyrir sér? Hefur hann rannsakað fyrri stríð Ísraela? Öll þeirra stríð voru í raun háð við fleiri en einn andstæðing í einu. Sjálfstæðisstríðið sem var háð 1947-1949 var háð við marga andstæðinga í einu.
Sínaístríðið 1956. Þótt andstæðingurinn hafi bara verið einn, Egyptaland, þurfti Ísraelher að vera með mikinn viðbúnað við önnur landamæri sín, enda umkringdir óvinaþjóðum.
Sex daga stríðið 1967. Ísrael barðist við Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdan eftir er Ísraeli hófst átök við umliggjandi lönd.
Yom Kippur stríðið 1973. Ísrael varð fyrir óvæntri árás nágrannaríkja sinna. Yom Kippur stríðið var aðallega við Egyptaland og Sýrland, og hófst á Yom Kippu hátíðinni. Ísrael vann stríðið á endanum en með mestu erfiðleikum.
Fyrri Líbanónstríðið var háð 1982 og var háð í Suður-Líbanon. Enn var um einn andstæðing að ræða en þeir þurftu að hafa allan varan á gagnvart Sýrlandi.
Öll ofangreind átök unnu Ísraelar, alltaf gegn erfiðum andstæðingum.
Svo eru það Gaza átökin sem Ísrael hefur háð við Hamas samtökin síðan þau komu til sögunnar.
Aðgerðin kastað blý (2008-2009): Þetta var þriggja vikna hernaðaraðgerð sem Ísraelar hófu í lok desember 2008 til að bregðast við eldflaugaárásum frá Gaza. Átökin leiddu til talsverðs mannfalls og skemmda á innviðum á Gaza.
Aðgerðin varnarsúlan (2012): Í nóvember 2012 hófu Ísrael hernaðaraðgerð eftir aukningu á eldflaugaárásum frá Gaza. Átökunum lauk með vopnahléi sem Egyptaland hafði milligöngu um.
Aðgerðin hlífðarbrún (2014): Þetta voru mikil hernaðarátök sem hófust í júlí 2014 og stóðu yfir í 50 daga. Markmið Ísraels var að stöðva eldflaugaárásir frá Gaza og eyðileggja Hamas-göng. Átökin leiddu til verulegs mannfalls, eyðileggingar og til vopnahlés.
Hinn mikli endurkomumars (2018): Þetta var röð mótmæla meðfram landamærum Gaza og Ísraels sem hófust í mars 2018. Mótmælunum var mætt með viðbrögðum ísraelska hersins, sem leiddi til mannfalls.
Átök Ísraels og Hamas brutust út í maí 2021. Í maí 2021 var enn ein mikil aukning ofbeldis milli Ísraels og Hamas. Átökin hófust með spennuástandi í Austur-Jerúsalem sem leiddi til eldflaugaárása frá Gaza og loftárása Ísraela. Þessi 11 daga átök leiddu til vopnahlés, með verulegu mannfalli og skemmdum á báða bóga.
Og nú árið 2023, með áhlaup Hamas inn í Ísrael. Enn hafa Ísraelar ekki gert innrás í Gaza en það virðist vera tímaspurtsmál hvenær svo verður.
Ísraelar verða að sigra í komandi átökum, annars er friðurinn úti gagnvart Arabaheiminum. Stórkostlegur friðarárangur hefur náðs milli Ísrael og Sunní múslimaþjóðir, Abraham friðargjörðin. Virtist friðarsamningur milli Sáda og Ísraela vera í sjónmáli er þessi átök brutust út og virðast einmitt vera beint gegn friði milli Ísraels við Araba. Ísraelar virðast hafa skipað sér í lið með súnní araba eins og áður sagði.
En spurningin er, getur Ísrael hertekið Gaza og barist á mörgum vígstöðvum í einu? Já, sagan segir okkur það. Hermaskína Ísraels er jafnvel öflugri en áður, t.d. Iron Dome loftvarnarkerfið. Svo er það Iron Bean loftvarnarkerfið sem tekur við og á að geta skotið niður allar eldflaugar með leysigeislum með litlum kostnaði. Íraelar þurftu að draga það fram í núverandi átökum, þótt það sé enn á tilraunastigi.
Álitið er að Ísrael hafa kafbáta vopnaða kjarnorkusprengjum sem geta gert árásir á Íran. Þeir eiga fimm Dolphin-class kafbáta, allir með getu til að bera kjarnorkuvopn og nú í sumar var sjósettur INS Drakon kafbátur í Þýskalandi fyrir Ísraela sem getur borið langdrægar eldflaugar.
Flugmóðuskipa flotarnir tveir sem bandaríski flotinn hefur staðsett við botni Miðjarðarhafs á einmitt að hóta Hezbollah samtökunum loftárásum ef þeir fara af stað með hernaði. Líklega þora þeir ekki í stórátök við Ísrael, minnugir fyrri ósigra en hafa miklu herstyrk Ísrael við landamæri Líbanon eins og þeir vilja.
Líklega þróast málið svona: Ísraelher hertekur Gaza svæðið, en þeir hafa hólfaskipt svæðið í fjögur hólf og þeir taka eitt hólf í einu. Erfið átök sem þeir gefa sér tíma í, sbr. fyrri átök. Engin átök verða við aðra aðila, þótt spennustigið verður hátt. Stjórn Hamas á Gaza verður afnumin og samtökin upprætt.
Svo er að sjá hvort ráðamenn í Miðausturlöndum séu að horfa fram á veginn eða láti þetta tilvik ráða ferðinni. Friðurinn verður áfram óstöðugur, Arabaheimurinn áfram tvískiptur í tvær fylkingar og hættan á kjarnorkustríði eykst með hverju degi með kjarnorkuvopnaþróun klerkastjórnarinnar í Íran. Hvorki Ísraelar né Sádar geta sætt sig við það. Áfram logar kveikurinn á púðurtunnunni.
Hér er farið yfir stöðuna: What If Israel Has to Fight a War on Five Fronts?
Stríð | 19.10.2023 | 10:00 (breytt kl. 13:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Margir velta fyrir sér hvað Sameinuðu þjóðirnar ætla sér að gera fyrir flóttafólk af Gasa. Egyptar hafa læst landamærastöðinni við Rafa og flóttamenn komast þar af leiðandi ekki yfir til Egyptalands. Einn egypskur embættismaður lagði til að Evrópa tæki við flóttamönnunum. Engin Arabaþjóð vill taka við 2,3 milljónir Gasabúa.
Lagt hefur verið til að Sameinuðu þjóðirnar stígi inn í og komi upp flóttamannabúðir við landamæri Egyptalands og Gasa, Egyptalands megin. En nei, Sameinuðu þjóðirnar vilja það ekki nema öryggið verði tryggt. Hvenær er öryggi flóttamannabúða að fullu tryggt? Á ekki að mæta fólkinu þar sem það er statt í hættu?
Þetta minnir mig á hversu illa S.þ. stóðu sig í Rúanda. Ég hef horft á tvær bíómyndir um þjóðarmorðið þar og þá síðari bara í seinustu viku og fjallaði sú um kanadískan hershöfðingja sem var þar yfir friðargæslusveitum S.þ. í landinu.
Sveitir S.þ. voru fámennar, illa vopnum búnar, nánast ekki með nein skotfæri. Það var kanadíski hershöfðinginn í liði S.þ. sem bjargaði því sem bjarga mátti, en hann tók að sér vernd 32 þúsund manna og hunsaði þar með fyrirmæli höfuðstöðva S.þ. um að draga úr landinu allt friðargæsluliðs S.þ. Menn vissu fullvel að þjóðarmorð var í gangi en ekkert var gert. Í valinu lágu rétt um milljón manns.
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa tekið þátt í friðargæslustörfum um allan heim frá stofnun þeirra árið 1945. Þótt S.Þ. hafi náð nokkrum árangri í friðargæslu, hafa þau einnig staðið frammi fyrir gagnrýni og áskorunum í ýmsum verkefnum. Kíkjum á nokkur dæmi.
Árangurinn er sumstaðar sjáanlegur. SÞ hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að leysa átök og viðhalda friði á mörgum svæðum. Nokkur árangursrík dæmi eru friðargæsluverkefni í Namibíu, Kambódíu, El Salvador, Mósambík og Líberíu. Þessi verkefni hjálpuðu til við að koma á stöðugleika í stöðunni, auðvelda kosningar og styðja við umskipti yfir í friðsamlega stjórnarhætti.
Mistökin eru mörg. Áberandi dæmi eru þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 og fjöldamorðin í Srebrenica í Bosníu árið 1995. Þessir hörmulegu atburðir vöktu spurningar um árangur friðargæslu SÞ, þar sem þeir áttu sér stað þrátt fyrir að SÞ-hermenn væru viðstaddir.
En þá má koma S.þ. að nokkru til varnar og liggjar þar nokkrir þættir að baki.
Í fyrsta lagi fjármagnið til friðargæslu takmarkað. Friðargæsluverkefni SÞ starfa oft með takmörkuðum fjármunum og við erfiðar aðstæður. Ófullnægjandi fjármögnun, búnaður og fjöldi hermanna getur hindrað skilvirkni þeirra. Auk þess geta verkefni í flóknu, fjandsamlegu umhverfi verið afar krefjandi.
Í öðru lagi eru verkefnin sem friðargæslusveitarnar stíga inn afar flókin. Mörg átök sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna eru sendir til eiga sér djúpar rætur og flóknar, þar sem taka þátt í kannski margir vopnaðir hópar, þjóðernisdeildurnar flóknar og með langri sögu ofbeldis. Að taka á þessum undirliggjandi málum er oft utan verksviðs friðargæsluverkefna.
Í þriðja lagi og hér liggur akkelishæll S.þ. Samþykki stríðsaðila þarf til að friðargæslusveitirnar stígi inn í. Friðargæsluverkefni SÞ byggja á samþykki aðila sem taka þátt í átökum. Þegar allir aðilar standa ekki að fullu samstarfi getur það hindrað getu verkefnisins til að ná markmiðum sínum. Þar með eru sveitirnar bara varðhundar, sem reknir eru í burtu þegar annar aðilinn ákveður að fara í stríð. Það gerðist í stríði Ísraela, þegar Egyptar ráku þær í burtu (svo að þær væru ekki að þvælast fyrir þegar berja átti á Ísrael).
Í fjórða lagi. Friðargæsluverkefnin geta tekið áratugi, líkt og í Kongó og Líbanon og þar með orðið breyting á umboði. Umboð friðargæsluverkefna SÞ geta breyst með tímanum, sem gerir það erfitt að laga sig að breyttum aðstæðum. Skýr og framkvæmanleg umboð skipta sköpum fyrir árangur.
Í fimmta lagi eru pólitískar og diplómatískar takmarkanir á öllum verkefnum. Friðargæsluverkefni eru oft háð pólitískum sjónarmiðum og diplómatískum áskorunum, sem geta haft áhrif á árangur þeirra. Aðildarríki SÞ hafa mismunandi hagsmuni á mismunandi átakasvæðum.
Það er greinilegt að S.þ. ráða ekki við langvarndi og flókin verkefni eins og sjá má í Kongó. Í landinu, sem kallað er lengsta borgarastyrjöld Afríku og hefur staðið í marga áratugi, er árangurinn lítill.
Betra væri ef til vill að svæðisbundin hernaðarbandalög taki að sér friðargæslu. Svo sem Afríku bandalagið (African Union) sem sæi um friðargæslu í álfunni, með mannskap sem er ef til vill með svipaða menningu og tungu og í stríðsátakalandinu.
Stríð | 18.10.2023 | 13:21 (breytt kl. 13:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bandaríkin hafa ekki riðið feitum hesti af heimsbrölti sínu. Nánast undantekningalaust hafa þeir tapað stríðum eða gert jafntefli síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Í Kóreu stríðinu gerðu þeir jafntefli en þar háðu þeir stríð við Kínverja og skjólstæðinga þeirra, N-Kóreu (Sovétríkin á bakvið). En þessi stríð hafa öll verið háð í Fjarskanistan og í raun engin hætta við heimalandið eins og Kaninn kallar Bandaríkin.
Í Víetnam tæknilega séð unnuð þeir stríðið og fóru út með reisn en atburðarrásin leiddi til að í raun töpuðu þeir því tveimur árum síðar. Bandaríkjaher var í molum, mórallinn í göturæsinu og upp hófst endurbyggingastarf. Herkvatttir menn kvattir og atvinnumannaher komið á fót. En svo kom kærkomið stríð, gerð varð innrás í smáríkið Grenada í Suður-Ameríku, það unnið og svo Panama.
Svo var staðið í smáátökum það sem eftir var 20. aldar, sérsveitum aðallega beitt eða flughernum, sbr. Serbíu í Kosóvó átökunum. 21. öldin byrjaði ekki vel fyrir Bandaríkin, 9/11 hryðjuverkaárásin startaði öldina með hvelli og í kjölfarið voru gerðar innrásir í Írak og Afganistan. Í báðum tilfellum hafa Bandaríkjamenn þurft að hörfa með skottið milli lappirnar, árangurinn ekki eftir erfiðið. Svo var Líbía gerð að borgarastríðslandi með loftárásum NATÓ. Staðgengilsstríðið í Úkraníu gengur ekki vel og munu Úkraníumenn tapa.
Ekki er hér um glæstan feril að ræða fyrir Bandaríkjamenn, En samt sem áður, hvar væri heimurinn án Bandaríkjanna? Ansi nöturlegur heimur og erfitt til þess að hugsa. Hvar væru Evrópuþjóðir þá staddar eða vestrænt lýðræði? Sovétríkin hefðu tekið yfir Vestur-Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar en eina sem kom í veg fyrir það var þátttaka Bandaríkjamanna með innrásinni í Normandí. Breska heimsveldið í raun fallið, gjaldþrota andlega og peningalega. Japanir væru álfuveldi sem þeir hefðu stjórnað með járnaga og -hendi. Harðstjórnirnar réðu í raun mestallan heiminn.
Bandaríkin eru mjúkt heimsveldi. Þeir hertaka ekki lönd, láta sig nægja að deila og drottna á bakvið tjöldin, líkt og Rómverjar forðum. Þeir hafa því efni á að vinna allar orrustur en tapa stríðum. En þeir vilja eitthvað fyrir sinn snúð og umstangið og því leita þeir við að tryggja sig aðgang að auðlindum víðsvegar um heiminn.
Svo er ekki að fara fyrir Ísraelmenn. Þeir mega, og hafa gert, tapa orrustum. En þeir mega ekki tapa eitt einasta stríði. Ef þeir gera það, hóta óvinir þeirra því að gereyða ísraelsku þjóðina og það eru ekki orðin tóm.
Frá stofnun hafa Ísraelmenn staðið í stríði. Í dag er það kjarnorkuvopnin sem halda aftur af andstæðingum Ísrael en jafnvel sá fælingarmáttur hefur ekki aftrað Íran að hóta árás á landið og vilja til að taka á sig kjarnorkuvopnaárás Ísrael. Eina sem þeim vantar er að koma sér upp írönskum kjarnorkusprengjum sem þeir vinna hörðum höndum við að koma sér upp, með dyggri aðstoð ríkisstjórnar Joe Bidens.
Hér er listi stríða sem Ísraelar hafa staðið í frá stofnun ríkisins. Og nú er enn eitt stríðið að bætast við.
Sjálfstæðisstríðið var háð 1947-1949. Ísrael var stofnað sem sjálfstjórnarlands árið 1948 eftir skipulagða hertöku í Palestínu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Stríðið markaði stofnun Ísraels og leiddi til átakanna í kjölfar þess.
Sínaístríðið 1956. Ísrael sameinaði styrk sín við Bretland og Frakkland í átökum við Egyptaland árinu 1956. Markmiðið var að binda endir á þjóðnýtingu Suez skurðsins og yfir Suður-Sínaí. Stríðið endaði með alþjóðlegum samkomulagi og friðarsamkomulagi árið 1957.
Sex daga stríðið 1967. Ísrael herjaði á Egyptalandi, Sýrlandi og Jórdan eftir er Ísraeli hófst átök við umliggjandi lönd. Forvarnaraðgerðir kölluðu Ísraelar þetta. Ísrael náði að eignast landssvæði, þar á meðal Vesturbakkann, Sínaískagann og Gazahérðið, sem það hafði ekki áður.
Yom Kippur stríðið 1973. Ísrael varð fyrir óvæntri árás nágrannaríkja sinna. Yom Kippur stríðið var aðallega við Egyptaland og Sýrland, og hófstá Yom Kippu hátíðinni. Ísrael vann stríðið á endanum en með mestu erfiðleikum.
Fyrri Líbanónstríðið var háð 1982. Ísrael sóttu inn í Líbanon árið 1982 í kjölfar áskorunanna frá PLO (Palestínska frelsissamtakanna) og Hizbollah samtakannna. Átökunum lauk með friðarsamningi.
Gazastríðin. Ísrael hefur verið viðhafandi átökum við Hamas, islamskan hryðjuverka samtökunum á Gazasvæðinu, Ísrael yfirgaf svæðið á sínum tíma en hafa farið inn aftur til að berja á Hamas. Þetta hefur leitt til margra árása og árása milli báðra hliða. Ísraelar segjast nú standa í raunverulegu stríði við Hamas en við eigum eftir að sjá hvernig þeim átökum líkur.
Friðarsamningar Ísraels við Arabaríkin hafa ekki verðið gerðir á grundvelli veikleika Ísraela. Heldur þvert á móti, á grundvelli hernaðarstyrks ríkisins. Israelar misstu andlitið við árás Hamasliða nú á dögunum. Þeir verða að beita hörku en fá um leið umvöndun umheimisins. Gaza verður hertekið, tímabundið a.m.k. og ný stjórn komið á. Hvorki Egyptar né Ísraelar vilja vera með hersetuliðið á svæðinu, til þess er þetta of heit púðurtunna.
Írönsku stjórnvöld hefur tekist ætlunarverk sitt að hluta til, eyðileggja friðarferlið sem er í gangi. En kannski tekst þeim það ekki og tvær blokkir andstæðra fylkinga verði áfram. Annars vegar undir forystu Sáda og hins vegar undir forystu Írans. Uppgjört virðist óumflýjanlegt við Íran. Hvorki Sádar né Ísraelar vilja sjá kjarnorkuveldið Íran.
Stríð | 17.10.2023 | 12:09 (breytt 19.10.2023 kl. 08:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef eitthvað er sem hernaðarsagan kennir okkur er það að það óvænta, ómögulega, fjarstæðukennda og fáranlega gerist. Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis og meira en það.
Stríðssaga er full af slíkum atburðum. Ardenna sókn Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, gagnárás Egypta í Yom Kippur stríðinu þegar þeir brutust í gegnum varnir Ísraelmanna o.s.frv.
Hér er tekið eitt dæmi úr nýliðinni sögu en það er Indíanastríðin svo kölluðu. Ég hef skrifað blogg grein um þetta tímaskeið í bandarískri sögu og ætla ekki að rekja þá sögu. En ég ætla að taka fyrir einn bardaga eða orrustu, þar sem Bandaríkjamenn, líkt og Ísraelmenn í dag vanmátu andstæðing sinn herfilega.
Bandaríkjamenn, líkt og Ísraelmenn, voru vanir að fást við vanbúna andstæðinga; þeir við indíána illa vopnum búna sem stunduðu skæruhernað og sama á við um Ísraelmenn, sem hafa átt í höggi við vanbúin skæruliðasamtök Hamas. Í báðum tilfellum bjóst sterkari aðilinn ekki við miklu af andstæðingi sínum og svaf á verðinu. Hér er ég að tala um bardagann við Little Bighorn sem og árás Hamas liða á landamærasvæði Ísraels við Gasa.
Allir sem eru áhugasamir sögu villta vestursins þekkja þennan bardaga við Little Bighorn. Förum aðeins í söguna.
George Armstrong Custer hershöfðingi er ef til vill þekktastur fyrir hlutverk sitt í orrustunni við Little Bighorn, mikilvægan atburð í indíánastríðunum í Bandaríkjunum. Helstu mistökin sem Custer gerði sem leiddu til ósigurs hans í orrustunni við Little Bighorn var að vanmeta stærð og styrk indíána ættbálka sem hann stóð frammi fyrir en hann bjóst við að þeir myndu flýja en ekki standa saman sem einn stór indíánaher. Sama gildir um Hamasliða, sem nú standa í raunverulegu stríði við Ísraelmenn, ekki með skæruhernað eða hryðjuverk og akta sem raunverulegur her. Það er nefnilega margt sameiginlegt með báðum átökunum.
Hér eru nokkur helstu mistök sem Custer gerði en fyrsta og hættulegasta mistökin var að vanmeta óvininn. Könnun Custer hafði gefið til kynna að hann stæði frammi fyrir mun minni hersveit innfæddra stríðsmanna indíána undir forystu leiðtoga eins og Sitting Bull og Crazy Horse. Byggt á þessum upplýsingum skipti Custer hersveitum sínum í þrjár aðskildar herfylkingar og taldi að hann gæti auðveldlega sigrað herbúðir frumbyggja.
Ákvörðun Custer um að skipta herafla sínum var mikilvæg villa eða mistök. Það þýddi að hermenn hans voru færri í hverri einingu og skorti þann stuðning sem þeir þurftu þegar þeir mættu miklu stærri frumbyggja hersveit. Ef við lítum á viðbúnað Ísraelmanna við landamærin að Gasa, voru varnargirðingar lélegar og auðvelt að yfirbuga varðturna og varðstöðvar. Of fáir hermenn til varnar.
Að hunsa innkomnar upplýsingar voru stór mistök. Custer hunsaði viðvaranir og skýrslur frá Crow og Arikara útsendara sínum, sem veittu nákvæmar upplýsingar um stærð og styrk innfæddra herbúða. Hann vísaði viðvörunum þeirra á bug, sem voru alvarleg mistök. Í tilfelli Ísraelmanna hefur verið sagt að þeir treysti um og á gervigreindar eftirlit í stað greiningamanna, fólks með góða rökhyggju og raunsætt mat á stöðuna hverju sinni.
Hermenn Custer voru ekki nægilega undirbúnir fyrir langvarandi bardaga. Þeir voru létt búnir og höfðu takmarkaðar vistir, sem setti þá í óhag þegar þeir mættu vel skipulagðum og ákveðnum óvini. Sama á við um Ísraelmenn, það tók þrjá daga að hreinsa landamærasvæðið af hryðjuverkamönnum, þeir voru ekki tilbúnir, ekki með mannskap og búnað. Nú síðast, hafa þeir kallað út varasveitir sínar, 300 þúsund manns en þetta tekur gífurlegan tíma að framkvæma.
Custer var þekktur fyrir brjálaðan og árásargjarnan leiðtogastíl og gæti hafa verið of öruggur á eigin getu og sinna manna. Þetta oftraust gæti hafa stuðlað að því að hann ákvað að ráðast á mun stærra lið. Og hann mátti alveg vera ofuröruggur, reynslan hafði kennt Kananum annað en að indíánar væru færir um að koma sér upp her. Það á eftir að koma í ljós hvort hershöfðingjar og leyniþjónustur Ísraelmanna hafi ofmetið sig, það verður að teljast líklegt úr því að svo fór sem fór.
Sem afleiðing af þessum mistökum varð Custer og öll herdeild hans yfirbugað og hann sigraður af frumbyggjabandalaginu í orrustunni við Little Bighorn júní 1876. Custer og margir menn hans féllu í orrustunni. En hér skilur á milli Ísraelhers og Bandaríkjahers. Ísraelmenn voru ekki yfirbugaðir, þótt þeir hafi verið gripnir í bólinu, líkt og í Yom Kippur stríðinu, þá er næsta víst að þeir beri sigur af hólmi. Það fer fyrir Hamasliðum og indíánum, þeim verður útrýmt sem andstæðingum.
Hver er lexían af báðum dæmunum? Að búa sig undir það ómögulega, það mun óhjákvæmilega gerast. Sama gildir um Íslendinga og þeirra varnarmál. Það þýðir ekki að líta á síðasta stríð og undirbúa sig eftir því, því að næsta stríð verður nefnilega öðruvísi. Engum er að treysta, hvorki vinum né andstæðingum, jafnvel ekki okkur sjálfum. Eigum við ekki að búa okkur undir það ómögulega?
Stríð | 11.10.2023 | 22:42 (breytt 12.10.2023 kl. 09:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Misvísindi skilaboð eða fréttir berast frá Miðausturlöndum.
Nokkuð ljóst er að það ríkir kalt stríð á landsvæðinu og skiptast andstæðar fylkingar annars vegar í bandalag undir forystu Sádi-Arabíu en hins vegar bandalag undir foryrstu Írans og er þessi skipting að mestu byggð á trúarörmunum, Sjía og súnní. Sjía-menn eru í meirihluta í Íran, Írak, Aserbaídsjan og Barein og fjölmennir í Líbanon, en súnnítar eru í meirihluta meira en fjörutíu ríkja frá Marokkó til Indónesíu.
Annars staðar er skiptingin í trúar og pólitískar fylkingar óljósari. Eins og til dæmis í Jemen. Jemenar skiptast í tvo helstu íslamska trúarhópa: 65% súnníta og 35% sjía. Aðrir telja fjölda sjíta vera 30%. Svo er staðan flókinn í Sýrlandi en Íran hefur studd bakið við núverandi stjórn í borgarastyrjöldinni. Stærsti trúarhópurinn í Sýrlandi eru súnní-múslimar, sem eru um 74% íbúanna, þar af eru arabískumælandi súnnítar í meirihluta. Íranir hafa mikil áhrif á bæði löndin pólitískt.
En auðljóst er að Íranir og Sádar eru að keppast innbyrgðis um hvort ríkið er öflugast í Miðausturlöndum. Ísrael er þarna flækt í þessari valdabaráttu. Engar pólitískar breytingar hafa í raun átt sér stað síðan landið gerði friðarsamninga við Egyptaland og Jórdaníu. Svo kom Donald Trump til sögunnar og frægt friðarsamkomulag var undirritað af hálfu Ísrael við Barein, Morrókkó, Súdan og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Sádar skrifuðu ekki undir en þeir voru baksviðs. Þeir t.d. leyfðu flug Ísraela yfir Sádi-Arabíu sem er beinlínis viðurkenning á tilverurétt Ísraels. Abraham samkomulagið var og er þyrnir í augum Írana.
Nýverið hafa borist fréttir af að Ísrael og Sádi-Arabía væri hugsanlega að fara að skrifa undir friðarsamning. Í því ljósi er ekki skrýtið að Íran hugsi sér til hreyfings og beiti fyrir sig fylgjara sína í Hamas samtökunum og Hezbollah í Líbanon til árása á Ísrael. Ástæðan er auðljós. Sú fylking sem hefur Ísrael með sér í liði, hefur yfirhöndina enda Ísrael kjarnorku- og herveldi. En svo hittust samninganefndir Sáda og Írana og ræddu saman með milligöngu Kína. Hvað er í gangi? Hvað er að gerast á bakvið tjöldin?
Þótt þessi árás Hamas á Ísrael hafi komið á óvart líkt og gerðist í Yom Kippur stríðinu 1973, sem var talið vera álitshnekkir fyrir Ísrael stjórn, náðu Ísraelsmenn fljótt vopnum sínum og sigruðu með afgerandi hætti.
Lærdómurinn var sá að ákveðið var að koma á fót hóp sérfræðinga sem ætti að sjá fyrir sér alla möguleikar og ómögulegar hættur sem steðji að Ísraelsríki. Svona árás hefur örugglega verið sett fram sem sviðsmynd. En tímasetningin og raun upplýsingar í tíma hefur kannski vantað hjá Ísraelmönnum, en það á eftir að koma í ljós. Ísraelmenn höfðu t.d. veður af væntanlegu stríði 1973, voru að byrja að kalla saman varalið en of seint.
Nú er spurning hvort Íran takist að reka fleyg í bandalag Arabaþjóða við Ísrael. Hvort sem verður, þá munu Ísraelmenn ekki hætta fyrr en Hamas-samtökin eru úr sögunni og það er bara gert með innrás í Gaza. Afleiðingin verður hernám þessa 400 ferkílómetra svæðis, sett verður á fót ný stjórn á svæðinu sem er Ísraelmönnum þóknanlegri. En svo er það spurning hvort Ísraelmenn fari lengra og geri árás á Íran eða Líbanon. Það er því mjög ófriðvænlegt í þessum heimshluta og ekkert nema stríð framundan. Uppgjör verður á einn veg eða annan.
Að lokum, það er bara ein leið fyrir Hamas-liða að fá eldflaugar, vopn og skotfæri og það er í gegnum Sínaískagann. Talað er um að einstaka hershöfðingjar í Egyptalandi séu hliðhollir Hamas og hjálpað eða leyfi hergagnaflutninga til Gaza. Eldflaugarnar sem rigndi yfir Ísrael voru flestar heimagerðar. En það þarf líka fjármagn til að gera slíkar eldflaugar og vopna, þjálfa og reka herliða Hamas en talið er að minnsta kosti 1000 Hamas-liðar hafi farið yfir landamæri Ísraels.
Fjarvera Bandaríkjanna í pólitík Miðausturlanda er eins og hróp í eyðimörk. Galin ríkisstjórn Joe Bidens, sem nýtur enga virðingar á alþjóðavettvangi, hefur hleypt Kínverjum inn í geópólitík svæðisins og aðkoma slíkt stórveldis gerir ekkert annað en að flækja stöðuna enn frekar. Reyndar hafa Bandaríkjamenn ekkert gert annað en að skilja eftir sviðna jörð í Miðausturlöndum og oft hafa afskipti þeirra verið til hiðs verra. Í valdatíð Donalds Trumps, þegar Bandaríkjamenn voru óháðir um olíu frá þessum heimshluta, var mjög friðvænlegt umhorfs og samskiptin frábær.
En nú, vegna galina græna stefnu Biden stjórnarinnar, er orkuskortur og hátt eldsneytisverð í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn munu því hugsanlega fara að skipta sér aftur af pólitík svæðisins.
Stríð | 9.10.2023 | 11:06 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staða Íslands á sér ekki hliðstæðu í nútímasögunni. Ákvarðanir Íslendinga síðan þeir mynduðu lýðveldi hafa verið skynsamar en á sama tíma ekki rökréttar. Íslendingar völdu að leita skjóls hjá stærsta hernaðarveldi heims, Bandaríkin. Það er að mörg leiti skiljanlegt og jafnvel misgáfaðir íslenskir stjórnmálamenn skildu að heimurinn væri breyttur og friðurinn og hlutleysið væri úti eftir seinni heimsstyrjöldina. Við yrðum að fara í hernaðarbandalag til að tryggja hagsmuni Íslendinga.
NATÓ hefur reynst okkur traustur bakjarl og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin frábær á tímum kalda stríðsins. En nú eru aðrir tímar. Aldrei síðan við gengum í NATÓ hafa Íslendingar reynt að treysta á eigin varnir og komið sér upp eigin her. Við höfum elt Bandaríkjamenn eins og kjölturakkar og þar sem Bandaríkin eru stríðsveldi, eru þeir líkt og Rómverjarnir forðum stöðugt í stríðum eða átökum víðsvegar um heiminn. Óvinir Bandaríkjamanna eru þar með óvinir Íslendinga. Það kom berlega í ljós þegar Úkraníu stríðið hófst.
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra Íslands yppar gogg við annað mesta hernaðarveldi heims, Rússland, líkt og kjölturakki sem geltir á bakvið eiganda sinn. Það má alveg sýna Úkraníu mönnum stuðning á margvíslegan hátt en fyrr má nú vera að slíta nánast diplómatísk bönd við Rússland. Það gerðum við ekki þegar Sovétríkin fóru inn í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu en gerum það nú eitt NATÓ-ríkja. Hvers vegna, það er óskiljanlegt. Það er einmitt sú leið sem farin verður til að binda átökin, með diplómatískum samræðum þegar friður verður ræddur.
Svíar og Finnar fannst að sér vegið og brutu blað í sögunni með því að sækja um inngöngu í NATÓ, sem er ef til vill ekki skynsamlegt skref og jafnvel mistök af þeirra hálfu. Við ættum að reyna að fjarlægast hernaðarbrölt Bandaríkjamanna eins og hægt er, vera áfram í NATÓ en sjá sjálf um landvarnirnar með eigin her. Hvað fáum við út úr því? Jú, Ísland verður ekki fyrsta skotmarkið í næstu heimsstyrjöld eins og það er núna.
Veit ekki hvort við getum lýst yfir hlutleysi með stofnun íslensks hers, en nokkuð ljóst er að við erum í hættulegum félagsskap í dag sem getur dregið okkur í alls kyns ófærur.
Þórdís Kolbrún tók þátt í utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins
Stríð | 8.10.2023 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020