Kunna menn ekki að skrifa fréttir á RÚV?

Annað hvort er það svoleiðis eða viðkomandi fréttamenn eru illa lesandi á erlend tungumál. Í frétt í dag um að Danir ætli að spýta í og auka framlög í varnarmál í 2,4% af vergri landsframleiðslu, segir eftirfarandi: "Í fyrra voru 4.700 manns í danska hernum, fjórðungur þeirra konur. Stefnt er að því að hermennirnir verði 6.000 árið 2028." Herskylda lengd og útgjöld til varnarmála aukin

Hið rétta er að það eru 24,400 manns í danska hernum og 63,000 í varasveitum. Svo hafa Danir heimavarnarlið - Hjemmeværnet með 43 þúsund virka meðlimi og hefur starfað í 75 ár. Danski herinn er með elstu herjum Evrópu og státar af 409 ára samfellda sögu og hefur gengið í gegnum glæsta sögu, tekið þátt í mörgum stríðum og verið stórveldi.

En það er rétt að miklar breytingar eru í gangi varðandi danska herinn. Síðasta áratuginn hefur konunglegi danski herinn gengið í gegnum gríðarlegar umbreytingar á mannvirkjum, búnaði og þjálfunaraðferðum, yfirgefið hefðbundið hlutverk sitt sem varnarher gegn innrásum og einbeitt sér þess í stað að aðgerðum utan svæðis, meðal annars með því að draga úr stærð varaliðs og auka virka hluta sinn (standandi her). Það er að segja að breyta úr 60% stoðkerfi og 40% aðgerðagetu, yfir  í 60% bardagaaðgerðagetu og 40% stoðkerfi.

Þegar það er að fullu komið til framkvæmda mun danski herinn geta sent 1.500 hermenn til frambúðar í þremur mismunandi heimsálfum samtímis, eða 5.000 hermenn til skemmri tíma, í alþjóðlegum aðgerðum án þess að þörf sé á óvenjulegum ráðstöfunum eins og þingið samþykki frumvarp um fjármögnun stríðs. Þetta er því orðinn her sem getur háð stríð erlendis.

Líklega á fréttakonan sem skrifaði greinina við að fjölga eigi í danska hernum um 6000 þúsund manns sem hljómar sennilegt.

En hvað eru Íslendingar að gera á sama tíma og aðrar Evrópuþjóðir undirbúa sig undir breyttan veruleika? Ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband