Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Hugtakið alþýðusaga hefur átt sér langa sögu og nær utan um margvísleg skrif. Allt frá hugmyndum um framfarir, sum þessara skrif hafa einkennst af menningarlegum svartsýnishyggju, sum af tæknilegum húmanisma sem sjá má af frásögnum af hversdaglífinu sem var svo vinsælt á fjórða áratuginum í Bretlandi.
Viðfangsefni alþýðusögunnar hefur einnig verið margbreytilegt, jafnvel þótt ætlunin hafi einungis verið að færa mæri sögunnar nær lífi fólksins.
Í sumum tilfellum er athyglinni beint að verkfærum og tækni, í öðrum að félagslegum hreyfingum, og enn öðrum að fjölskyldulífinu.
Alþýðusagan hefur gengið undir mismunandi nöfnum, s.s. iðnaðarsaga (e. industrial history) um 1900, ,,náttúrusaga (e. natural history) í samanburðarþjóðfræði sem reis hvað hæst eftir uppgötvun Darwins.
Marx kallaði fyrsta kaflann í Kapitalisminn ,,náttúrusaga kapitalískum framleiðsluháttum og einnig talaði hann um menningarsögu (e. cultural history).
Í dag er alþýðusagan e.k. undirgrein eða undirsett stjórnmála-, menningar- og félagssögu.
Í sinni upprunalegustu mynd, (sjá bókina Impartial History of England (1796)) var alþýðusagan tengd baráttunni fyrir stofnanabundin réttindi (alþýðumanna).
Alþýðusagan í dag er oftast skrifuð af þeim sem eru utan menntastofnanir á háskólastigi.
Hugtakið alþýðusaga nær utan um margvíslegar tilraunir til að gera ,,sögu að neðan byggða á skjalagögnum sem hefur leikið svo stórt hlutverk í enskri félagssögu samtímans (1981).
Sem hreyfing, hóf alþýðusagan upphaf sitt utan veggja háskóla eftir 1950 og kynni sig sem ,,sagan að neðan.
Þessi hreyfing hefur náð að komast inn fyrir veggi háskóla og rannsóknir innan þeirra, með því að fræðimenn hafa í síauknu mæli beint sjónum sínum frá hinu þjóðlega til svæðisbundna, frá stofnunum til heimilislífs, frá ríkisvaldinu til alþýðumenningu.
Hvaða mál svo sem það eru sem alþýðusagan tekur á, þá fer hún ekki varhluta af pólitíkinni og er undir áhrifum alls konar hugmyndafræði. Í einni gerðinni er hún undir áhrifum marxismans, í annarri undir áhrifum lýðræðislega frjálslyndisstefnu, í enn annarri undir áhrifum menningarlegum þjóðernisstefnu (e. nationalism).
Ein megineinkenni alþýðusögunnar er að hún hefur venjulega verið róttæk í eðli sínu, þó geta vinstrisinnar ekki gert neitt tilkall til hennar.
Til dæmis bók E.P. Thompson ,,Making of the English Working Class (1963) sem fjallar um uppreisnir alþýðu eða bók Peter Laslett ,,World We Have Lost (1965) um hið horfna ættfeðraveldi. Báðar taka á viðfangsefni á nýjan hátt, eru ekki afurð þurrar fræðimennsku og eru tilraunir til afturhvarf, að snúa söguna til róta hennar, þó að pólitískar hugmyndir þeirra, sem eru undirliggjandi, geta ekki verið meira á hinn bóginn (að vera ekki pólitískar). Þessar alþýðusögur fjalla oftast um alþýðuna sem heild og hún borin saman við ýmis fyrirbrigði, s.s. konungar og alþýða; ríkir og fátækir og hinu menntuðu og hinu fávísu svo eitthvað sé nefnt.
Hjá þjóðháttafræðingum er ...alþýðan... fyrst og fremst bændafólkið; fyrir félagsfræðinginn er það hin vinnandi stétt, á meðan það er hjá menningarlegum þjóðernissinnum tengt við kynþáttinn eða ...ethnic stock....
Til er hægrisinnuð útgáfa af alþýðusögunni. Hún er helguð baráttu, hugmyndir, en mjög lituð af trú og gildum. Hún ímyndargildir fjölskylduna með frösum eins og ...hringur ástarinnar... eða ...lík andlit... og túlkar félagsleg tengsl meira sem gagnkvæmni en arðrán (eins og marxistar gera). Fjandskapur eða andstæða milli stétta er til í þessari útgáfu en er mýktur með því að benda á misvíxlandi tengsl.
Hin dæmigerða hægrisinnaða útgáfan tekur fyrir hið ,,upprunalega samfélag fyrir, t.d. hinu frjálsu germana áður en Karólingarnir náðu landinu undir sig o.s.frv. Hugmyndafræðin gengur yfirleitt út á að vera á móti áhrifum nútímans, á móti borgarlífi og kapitalismanum sem séu n.k. óvinir sem eyðileggi þjóðarlíkaman og sundra árhundruða gamla samstöðu sem skapast hefur af hinu ,,hefðbundna lífi. Þessi útgáfa er mjög íhaldssöm. Þrátt fyrir mismuninn, milli hina vinstri- og hægrisinnaða útgáfu, þá eiga þessir andstæðingar ýmislegt sameiginlegt, s.s. ást á hinu rómantísku frumstæðishyggju (e. primitivism), aðdáun á náttúrunni og hinu ósjálfráða. Báðar stefnurnar sakna hina horfnu samstöðu fortíðarinnar og nútímalíf sé ekki eftirsóknarlegur kostur, þar sem sósíalistar horfa vanþóknunaraugum á kapitalismann sem sinn andstæðing en hægri menn á ,,einstaklingshyggju, ,,fjöldasamfélagið (e. mass society) eða ,,iðnaðarhyggju (e. industrialism). Hin frjálslynda útgáfan er meira bjartsýnni en vinstri- eða hægri (íhaldssama) útgáfan og lítur á efnislegar framfarir sem í grundvelli sínum séu góðviljaðar í áhrifum sínum.
Kapitalisminn sé langt því frá einungis eyðingarafl, heldur birtist frekar sem samblanda af andlegum og félagslegum framförum. Nýmóðinsvæðingin er samtvinnuð við framför hugarins, þróun borgaralegu frelsi og trúarlegu umburðarlyndi. Hjá þeim er litið með velþóknun á baráttu borga á miðöldum fyrir frelsi sínu, baráttu villutrúarmanna gegn kirkjunni, svo eitthvað sé nefnt.
Marxistar hafa heldur ekki gleymt alþýðusögunni, þótt svo mætti ætla og þeir þurfi að standa sig betur segir Raphael Samuel. Hreyfingin ,,sagan neðan frá var komið á fót af hópi kommúnískra sagnfræðinga um 1940-50.
Kvennasagan var/er undir miklum áhrifum marxískum feministum í Bretlandi. Fyrir kvennahreyfinguna var það pólitísk ákvörðun að skora á hefðbundna söguskiptingu, áskorun á aldarlanga þögn kvenna. Raphael Samuel er á því að marxistar þurfi á alþýðusögunni að halda, því að með henni væri hægt að byggja upp sögu kapitalismans frá botni og alla leið upp, fá heildarmynd. T.d. bændaræturnar í einstaklingshyggjunni.
Raphael Samuel segir að alþýðusagan veki upp mikilvægar spurningar sem varða kenningalegum og pólitískum verk og getur skorað á einokun fræðimanna á þekkingunni. Hann er einnig á því að alþýðusagan þurfi á marxismanum að halda, þ.e.a.s. til þess að skapa andstæða eða gagnstæða sögu sem er svo tengd við hina almennu sögu (og hefðbundnu), fá m.ö.o. meiri dýpt, nokkuð sem kvennfeministar hafa gert en þær hafa sett fram spurningar og svarað, um valdasamskipti, feðraveldið og eignatengsl. Alþýðumenningin þarf að tengja við spurningar sem varða táknræna skipan sem málfræðingar hafa verið að skoða sem og að breytingar á hinu opinbera geira og einkageira lífsins.
Að lokum telur Raphael Samuel að alþýðusagan eigi um tvær leiðir að velja, að loka sig af og leita í öryggið fortíðarinnar en hún getur jafnframt með mikilli vinnu reynt að breyta skilningi okkar á sögunni í heild sinni, ,,...með því að túlka ekki einungis heiminn, heldur sjá hvort að verk okkar geti ekki breytt honum....
Utanríkismál/alþjóðamál | 25.1.2021 | 15:28 (breytt kl. 15:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ameríski marxisminn hefur átt undarlega sögu hingað til (1968). Stjórnmálalegi hluti hans, Sósíalistaflokkurinn, fór í mél á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar og myndun kommúnistaflokksins um 1930 fór einnig út um þúfur.
Flestir bandarískir marxistar komu af kynslóð þriðja áratugarins og gerðust kommúnistar en þá stóð baráttan gegn fasismanum í algleymingi og þeir vörðu málstað svertingja, gyðinga og annarra minnihlutahópa. Þegar hætta var á sigri fasistanna, gerðu þeir bandalag við Popular Front hreyfinguna og svo frjálslynda (s.s. Roosevelt til Kennedys). Hin bandaríska og marxíska sagnaritun hefur skort skírskotun til stéttarhreyfingar og kapitalíska þróun í hag ,,pseudo-radical skiptingu á sögulegri skiptingu í ,,framþróunar (e. progressive) eða ,,afturhalds (e. reactionary). Popular Front marxistar (kallast þeir sem eru frjálslyndir með róttækar tilhneigingar eða skoðanir).
Það sem stendur upp úr er að samband bandarískra marxista við Popular Front frjálslyndisstefnuna hefur komið í veg fyrir að þeir hafi getað greint hugmyndafræði þrælahalds til skoðunar. Afleiðingin hefur verið sú að þeim hefur ekki tekist að endurgera hinn sögulegan veruleika á ný og þeir hafa verið óviljugir til að viðurkenna vissa þætti hugmyndafræði þrælahaldara sem vert er að rannsaka. Þarna hafa bandarískir marxistar sofið á verðinum, samanborið við brasilíska starfsbræður sína. Slakt gengi marxismans í Bandaríkjunum má m.a. rekja til þess að menn rugla saman marxismanum við efnahagslega nauðhyggju.Andmarxistar meðal sagnfræðinga rugla oft þessum hlutum saman, og þar sem auðvelt er að kveða niður hugmyndir efnahagslega nauðhyggju, meðhöndla þeir um leið marxisma sem fyrirbrigði sem hafi ekkert gildi.
Annað sem háð hefur marxismanum í Bandaríkjunum er að misskilningur hina opinberu marxista á hinni marxískri kenningu. Það er að þeir hafa kynnt hana á hinum almenna grundvelli sem efnahagslega nauðhyggju og á því stig á sérstakri greiningu sem mismunandi gerðir af moralistic fatalism.
Hið þriðja er að marxisminn hefur verið hreinsaður úr háskólum landsins, einnig með múturþægilegri meðferð, útdeild af samtökum og lærðum blaðamönnum. Almennt séð hafa menn blandað saman pólitískan vilja við sögulega greiningu, og hafa gert marxismanum mikinn ógreiða með því að verja stöðu Marx og Engels í málum sem þeir gáfu sér lítinn tíma til að skoða sjálfir. Það er ekki þeirra sök að seinni tíma kynslóðir skuli hafa gert sérhvert orð þeirra að heilögum sannleik. Ekki megi rugla saman pólitísk skrif í dagblöðum saman við kennismíð. Hatur Marx á þrælahaldinu brenglaðri sýn hans að mati höfundar.
Marxísk túlkun bíður upp á óneitanlega tvíræðni/margræðni, sem skapar hættu á stefnu til efnahagslega nauðhyggju þá hinu grófa og gagnlausa sögulega kennikerfi. Marx og Engel segja okkur að hugmyndir vaxi af félagslegri tilveru, en hafi líf út af fyrir sig. Að sérstakur grundvöllur, framleiðsluhættir (e. mode of prodution) muni framkalla samsvarandi yfirbyggingu (e. superstructure) stjórnarkerfi, hugmyndakerfi, menningu o.s.frv., en þessi yfirbygging muni síðan þróast samkvæmt eigin lögmálum (logic ) sem og einnig sem samsvörun við þróun grundvallarins (framleiðsluhættina).
Sem dæmi, ef hugmyndir, sem einu sinni eru orðnar að félagslegu hreyfiafli, eiga líf út af fyrir sig, þá fylgir það í kjölfarið að engin greining á grundvellinum sé mögulegu án tillit til yfirbyggingarinnar (superstructure) þar sem þróun hennar er að hluta til ákveðin af uppruna hennar, og síðan hvers konar breytingar á yfirbyggingunni, þar meðtalið þessum verða vegna innri raka, muni modify grundvöllinn sjálfan. Það má ekki rugla saman efnahagslegan uppruna félagslegrar stéttar við náttúrulega þróun stéttarinnar, sem umvefur fulla vídd á mannlegri reynslu sem birtist sem margþætt heild í stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlegu formi. Hinu ákveðnu þættir í sögulegri þróun, frá sjónarhóli marxista, er stéttarbarátta, skilningur á forsendu sérstakrar sögulega greiningu á efnisþáttar stéttir.
Eugene Genovese segir að ef marxismi sé misskilinn sem efnahagsleg nauðhyggja, bæði af vinum og óvinum, og það sé að hluta til vegna Marxs og Engels sjálfra. Marx, kennismiðurinn var saklaus af slíku, en Marx, blaðamaðurinn og ritgerðasmiðurinn, var ekki alltaf saklaus. Með tilhneigingu til efnahagslegrar túlkunar og óagaðrar stjórnmálalegri ástríðu, skrifuðu þeir ekkert af gagni eða gagnrýni á þrælahaldið í Suðurríkjunum.
Utanríkismál/alþjóðamál | 23.1.2021 | 10:54 (breytt kl. 10:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marx skrifaði eiginlega enga sagnfræðibók í sjálfu sér, þótt efniviður hans væri sagnfræðilegur í eðli sínu en allt var skrifað út frá pólitísku sjónarhorni. Sagnfræðilegt efni sem hann vann úr, var kyrfilega fellt inn í kenningarleg og pólitísk skrif. Meira segja bók hans, Kapítalisminn, er ekki hægt að meðhöndla sem sögu kapítalismans þar til 1867. Hann var meiri kennismiður en sagnfræðingur.
Engels var meiri sagnfræðingur í sér en hann. Áhrif Marx á sagnfræðinga eru byggð á hinni almennu kenningu hans (um hinu almennu sköpun mannlegrar sögulegrar framþróunar frá frumstæðum kommúnisma til kapitalisma).
Marx hefur reynst vera grundvöllur hvers konar (e. adequate study) nothæfar rannsóknar á sögu, vegna þess - hingað til hann hefur einn reynt að gera formúlu að aðferðafræðilega nálgun á sögunni sem heild, og sjá fyrir sér og útskýra heildarþróun á mannlegri og samfélagslegri þróun. Marx sagði ekki síðasta orðið langt því frá en hann sagði fyrsta orðið og við erum skuldbundinn að halda áfram með þráðinn sem þar sem hann endaði hjá Marx.
Áhrif hans á sagnfræði nútímans má flokka í 4 flokka segir E.J. Hobsbawn:
1. Áhrif Marx á sagnfræðinga í andsósíalískum samfélögum, s.s. vestræn samfélög, hafa aldrei verið meiri en í dag (árið 1984). Ekki bara á þá sagnfræðingar sem segjast vera marxistar, heldur einnig þá sem hafa orðið beint eða óbeint fyrir áhrifum af honum, þó að það sé nú mikið um brotthvarf menntamanna frá stefnu hans. Marxisminn hefur líklega verið meginástæðan fyrir nútímavæðingu sagnaritunarinnar.
2. Í flestum löndum tekur marxísk sagnaritun Marx sem byrjunarreit sinn en ekki sem áfangastað (komustað). Marxísk sagnaritun, í sinni auðugustu mynd, styðst við aðferðafræði hans, frekar enn koma með athugasemdir gagnvart texta hans nema það sé þess virði að nefna það.
3. Marxísk söguritun er í dag marggátuð eða marghliða. Einföld og kórrétt túlkun á sögunni er ekki arfleiðin sem Marx lét okkur í té (sem þó varð arfleið marxismans frá 1930), a.m.k. er hún ekki lengur viðurkennd. Þessi (e. pluralism) marghliðunarhyggja hefur sinn galla. Hún hefur greinilega meiri áhrif meðal þeirra sem kennigera söguna en þeirra sem skrifa hana. Marghliðunarhyggjan er óhjákvæmilegur hluti sagnaritunar í dag og ekkert rangt við hana segir hann. Vísindi er samræða milli mismunandi sjónarmiða. Þau hætti hins vegar að vera það þegar það eru engar aðferðir eru fyrir ákvörðun á því hvaða skoðun sé röng eða beri síst árangur.
4. Ekki er hægt að einangra marxíska söguskoðun í dag frá öðrum sagnfræðirannsóknum eðs -stefnum. Marxistar hafna ekki lengur skrif sagnfræðinga sem ekki segjast vera marxistar eða vera andmarxistar. Ef þeir skrifa góða sögu, eiga þeir að vera meðtaldir. Þetta kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hægt sé að gagnrýna og heyja hugmyndafræðilega orrustu gegn góðum sagnfræðingum sem hagar sér sem hugmyndafræðingar.
Að lokum: marxisminn hefur umbreytt söguritunni svo mikið, að erfitt er að sjá hvað hefur verið skrifað af marxistum eða þeim sem eru það ekki, nema höfundar tilkynni það sérstaklega.
Utanríkismál/alþjóðamál | 22.1.2021 | 21:23 (breytt 23.1.2021 kl. 10:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhrif marxisma á sagnfræði hefur verið áberandi meiri en í öðrum fræðigreinum.
Hægt er að greina áhrif Marx og Engels á fræðigreinina á sex vegu, óbeint eða beint, sem hafa umbreitt rannsóknir á sögu síðastliðin hundrað ár.
1. Viðurkenning á mikilvægi efnahagssögu hefur verið hvað mest áberandi.Sagnfræðingar viðurkenna nú mikilvægi framleiðslu og dreifingu auðs innan samfélagsins við mótun þess og gerð. Þetta sé mikilvægasta skrefið í að sagnfræðin verði vísindi og þetta komi frá þeim köppum Marx og Engels.
2. Önnur umbreyting hefur sú sýn á gildi og hlutverk efnahagsstétta (e. economic classes) í sögulegri þróun.
3. Sagnfræðingar hafa síðastliðna öld viðurkennt félagslegan uppruna mannlegrar hugsunar, á hugmyndafræði. Marx hefur réttilega verið kallaður faðir nútíma félagsfræði (e. sociology).
4. Saman við þetta hefur ný afstæðishyggja í nálgun sagnfræðinga risið. 19. aldar sagnfræðingarnir nálguðust söguna á siðrænan hátt (e. moral standard) sem þeir töldu vera algildan, þótt þeir hafi í raun verið afurð 19. aldar kapitalisma. Flestir nútíma sagnfræðingar viðurkenna að hinn siðræni stuðull (e. moral standard) breytist með samfélagsbreytingum.
5. Síðastliðna öld hefur orðið bylting í heimildaefni sem sagnfræðin getur verið skrifuð út frá. Áður fyrir voru heimildir nánast eingöngu bókmenntalegs eðlis (e. literary), s.s. króníkur, minnisblöð, skjöl, kirkjuleg gögn, dagbækur og dagblöð. Nú eru þær mest megnið skjalgerðar (e. documentary), s.s. opinber gögn, skrár, áletranir o.s.frv. og jafnvel fornleifafræðilegar, gömul verkfæri, vélar, byggingar og akrar svo eitthvað sé nefnt.Þessi áhrif koma ekki beint frá Marx en hann sjálfur studdist við opinber gögn við sínar rannsóknir.
6. Að lokum, vegna þess að það var Marx sem lagði ofuráherslu á efnahagslega þætti, sem öll pólitísk og félagsleg athafnasemi mannsins eru rakin til, er það Marx sem við verðum að leita til hins nýtímalega skilning á einingu sögunnar (e. unity of history).
Sögubækur eru enn gefnar út með köflum um bókmenntir, listir, trúarbrögð, sem tengdar eru pólitískri frásögn traustum böndum. Góður nútíma sagnfræðingur sker ekki söguna niður í marga búta, enda hangir þetta allt saman á einni spýtu. T.d. er ekki nóg að segja frá menningu yfirstéttar í ákveðnu landi, heldur einnig lágstéttarinnar.
Ef sagan er ein, verður sagnfræðingurinn að hafa sýn á samfélagið og þróun þess í heild; m.ö.o. hann verður að hafa heimspekilega sýn á það (e. philosophy).
Margir heimspekingar og sagnfræðingar hafa, vegna facile frjálslyndisstefnunnar á 19. og 20. öld, orðið svartsýnir.
Maðurinn er hættur að þróast, í besta falli þróast í ranga átt, með smíði kjarnorkusprengju, eyðingu náttúrunnar o.s.frv. Maðurinn hefur verið í sjálfblekkingu.
Þetta er ekki nýtt, svo hafi einnig verið á 19. öld. Síðan kemur lofræða Christopher Hill á gildi marxismans, aðeins hann getur hjálpar nútímasagnfræðingum við að eiga við félagsleg öflin í samfélaginu o.s.frv. Marxískur sagnfræðingur mun fljótt sjá þróun samfélagsins og þætti þess sem leiði til framþróunar eða afturfarar.
Christopher Hill segir m.a. þetta:
Það þýðir ekki að sagnfræðingurinn taki afstöðu í miklum sögulegum átökum og hafi staðall sem hann getur réttlætt afstöðu sína út frá. Hann á að endurspegla báðar hliðar. Fullar afleiðingar tiltekins atburðar getur ekki birst fyrr en eftir mjög langan tíma.
Marxistar trúa hvorki að sagan sé gerð af miklum mönnum né að efnahagslegar breytingar sjálfkrafa gefi pólitískar niðurstöður. T.d. hefði rússneska byltingin átt sér stað, en ef Lenín hefði ekki verið, þá hefði hún eflaust tekið aðra stefnu.
Marxisminn hefur lagt mikið fram til vísindalegrar sagnfræði. En akademía hefur farið hörðum höndum um hana og því hafa margir sagnfræðingar snúið baki við hana. Nú hefur draugurinn risið úr gröf sinni og nú undir nýju nafni - ný-marxiismi, sem er í raun sama vitleysan, ef ekki meiri, en hið hefðbundni marxismi.
Það er efni í nýja grein að fjalla sérstaklega um ný-marxisma, sem marxistar þurftu að búa til þegar gamla og gallaða kenningin gaf upp andann, enda skipbrot kommúnismann öllum ljóst sem vildu sjá, þótt aldrei hafi fari fram uppgjör við alræðishyggju og -stefnu sósíalismans, jafnvel ekki eftir falla Sovétríkjanna.
Það væri fróðlegt að vita hvort að marxisminn lifi enn góðu lífi innan sagnfræðinnar hjá Háskóla Íslands, eins og þegar ég var þar enda flestir sagnfræðikennarnir þá afurð 68 kynslóðarinnar og hippamenningarinnar en einnig ný-marxismans sem tröllríður öllu í sjálfu heimalandi kapitalismans í landi hinna frjálsu. Innrætingin var lúmsk í sagnfræðiskori Háskóla Íslands.
Utanríkismál/alþjóðamál | 21.1.2021 | 17:33 (breytt kl. 17:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef verið að pæla í manninum og Bandaríkjaforsetanum Andrew Jackson sem ég tel vera einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna. Ég ætla að rekja aðeins sögu hans.
Uppruni, æska og tíminn fyrir forsetatíð
Andrew Jackson fæddist þann 15. mars 1767. Foreldrar hans voru Andrew og Elizabeth Jackson sem voru innflytjendur í Bandaríkjunum af skosk-írskum ættum. Hann var yngstur þriggja bræðra og fæddist hann aðeins nokkrum vikum áður en faðir hans lést. Hann ólst upp í fátækt og ofbeldi og það markaði hann fyrir lífstíð. Hann var lögfræðingur ungur að aldri og starfaði í Tennesse. Um þetta leyti voru Bandaríkjamenn í frelsisbaráttu sinni gegn Bretum og var að hann boðliði aðeins 13 ára gamall. Hann var handsamaður og pyntaður. Hann hataði Breta alla tíð síðan.
Árið 1801 var Jackson skipaður ofursti í herliði Tennessee, sem varð pólitískur stuðningur hans þaðan af auk varnarliðsins hans. Hann hlaut landsvísu frægð í gegnum hlutverk sitt í stríðinu 1812, mest frægt þar sem hann vann afgerandi sigur á helstu breska innrás her í orrustunni við New Orleans, að vísu nokkrar vikur eftir að sáttmálinn Ghent hafði þegar verið undirritaður Til að bregðast við átökum við Seminole í spænsku Flórída, réðist hann á landsvæðið árið 1818. Þetta leiddi beint til fyrstu Seminole stríðana og Adams-Onis-sáttmálans árið 1819, sem formlega leiddi til þess að Flórída fluttist undan forræði Spánar til Bandaríkjanna. Hann var kallaður þjóðhetju vegna þess að hann hafði verið í hernum og unnið glæstan sigur á Bretum.
En hann átti sér dekkri hliðar og má geta þess að hann drap um 1000 Creek indjána í umsátri en þeir voru bandamenn Breta. Aldrei í sögu Bandaríkjanna höfðu fallið eins margir indíánar á einum degi og þann dag sem hann gersigraði þá.
Andrew Jackson var á móti réttindum Indíána og þrátt fyrir að hæstiréttur BNA hefði lýst yfir að ekki mætti hrekja Cherokee Indíánanna frá svæðum sínum ákvað Andrew að gera það samt. Hann hefur verið kallaður indíánahatarinn mikli, því að hann kom á lög, þegar hann var orðinn forseti, svo kölluðu Indian removal, eða m.ö.o. voru indíánar færðir með valdi frá heimkynnum sínum til að rýma fyrir hvítum innflytjendum. Cherokee indíánar reyndu að breyta sig í hvíta menn, komu sér upp þorpum og bæjarstjórum og allt það sem hvíta fólkið hafði, til að falla inn og vera ekki flutt á brott. Allt kom fyrir ekki og voru þeir reknir vestur á bóginn og það hafa þeir aldrei fyrirgefið honum, jafnvel ekki ennþá daginn í dag. Þess má geta Andrew Jackson ól upp ásamt konu sinnu indíánadreng sem hann fann í einu af indíanastríði sínu og ól upp í nokkur ár eða þar til hann lést óvænt. Þeim hjónum var ekki barna auðið.
Andrew Jackson er einnig þekktur fyrir að leggja Flórída undir Bandaríkin, án leyfis Bandaríkjaþings en indíánar, bandamenn Breta, höfðu stundað skæruhernað á Suðurríkin þaðan. Honum var fljótt fyrirgefið fljótfærni en Florída mikilvægt svæði. En hann gerði meira, hann hóf sókn Bandaríkjanna vestur á bóginn og villta vestrið varð til og indíánarnir sífellt á flótta undan hvíta manninum.
Andrew Jackson kynntist giftri konu, þau felldu hug saman og þau stungu af saman á flótta undan eiginmanni hennar. Hann sótti um skilnað og var þetta fyrsti skilnaðurinn sem varð opinber í Tennesse. Þetta átti eftir að vera mikil skuggi á feril hans og konan hans kölluð á bakvið hann hóra og hún útskúfuð úr samfélagi fínu frúnna. Hann drap mann í einvígi árið 1806, mann að nafni Charles Dickinson, sem fellt hafði 26 andstæðinga sína í einvígjum upp á líf og dauða.
Tvennum sögum fer af því hvers vegna Jackson skoraði Dickinson á hólm en líklegasta skýringin er talin sú að sá síðarnefndi hafi móðgað eiginkonu hans, Rachel, gróflega.
Dickinson taldi sig hafa heimildir fyrir því að hún hefði aldrei skilið við fyrri mann sinn. Jackson ofursti hefur drýgt mikla hetjudáð. Hann hefur stolið eiginkonu annars manns, á hann að hafa sagt í vitna viðurvist.
Vinir Jacksons töldu augljóst að Dickinson væri að reyna að upphefja sig á kostnað ofurstans og vildi narra hann til að heyja við sig einvígi. Nú var Jackson vandi á höndum enda var honum kunnugt um fyrri afrek Dickinsons eins og öðrum íbúum Tennessee. Hann tók sér fyrir vikið góðan umhugsunarfrest en ákvað á endanum að skora Dickinson á hólm enda ekki stætt á öðru en að verja heiður spúsu sinnar. Einvígi voru stranglega bönnuð í Tennessee á þessum tíma en kapparnir létu það ekki á sig fá, héldu ásamt fríðu föruneyti yfir ríkjamörkin til Kentucky. Eins og fyrr segir átti Charles Dickinson ekki afturkvæmt en Jackson lét nærri líf sjálfur en hann fékk byssukúlu nærri hjartað sem sat í honum alla ævi.
Á þessum árum var hann ekki aðeins lögfræðingur, hann ræktaði veðreiðahesta og efnaðist á því en mest efnaðist hann á þrælahaldi en hann átti um 200 þræla sem yrktu jörð hans með miklum hagnaði á Hermitage Plantation sem var plantekra hans.
Andrew Jackson var því ötull stuðningsmaður þrælahalds, en Repúblikanar sem höfðu verið með forsetaembættið frá tímum Thomas Jefferson voru andsnúnir því og höfðu þrátt fyrir að banna ekki þrælahald, bannað innflutning á þrælum og passað upp á það að þau ríki sem studdu þrælahald yrðu aldrei fleiri en þau sem studdu það.
Andrew Jackson og Demókratar nutu því á fyrstu árum sínum mestan stuðning í suðurríkjunum þar sem þrælahald var viðtekinn venja. (Ólíkt þeim flokki sem við þekkjum í dag, sem nýtur mest stuðnings í norðurríkjunum og berst meira fyrir réttindum minnihlutahópa heldur en Repúblikanar). Svartir Bandaríkjamenn hafa ekki gleymt því og þeir halda ekki mikið upp á minningu hans fram á daginn í dag.
Forsetakosningar 1824
Eftir að hafa átt stórann þátt í stríðum fyrir Bandaríkjanna ákvað Andrew Jackson að láta stjórnmál að sér varða að alvöru. Hann var skipaður öldungadeildarþingmaður fyrir Tenessee árið 1822. Þingið í Tenessee skipaði hann einnig sem frambjóðanda sinn árið 1824. Fékk hann flest atkvæði í kosningunum bæði af almenning og kjörmönnum og flestir telja að hann hafi átt að verða forseti þá. Í kosningunum árið 1824 þá var það hins vegar fulltrúarþingið sem varð að úrskurða hver yrði forsetinn því enginn frambjóðandi náði meirihluta. Fulltrúarþingið valdi að John Quincy Adams yrði næsti forsetinn. Ekki var það síst að þakka stuðningi forseta þingsins, Henry Clay, að John Quincy Adams varð forseti. Þetta var hins vegar ekki nútímaleg kosningabarátta þar sem margir frambjóðendur tóku þátt í kosningunum og í raun engir almennilegir tjórnmálaflokkar sem stóðu að baki kosningunum.
Andrew Jackson var ekki vinsæll meðal þingmanna því hann kallaði sig sem umboðsmann þjóðarinnar og boðaði miklar breytingar.
Forsetakosningar 1828
John Quincy Adams átti erfitt með að stjórna landinu í valdatíð sinni. Hann var ekki vinsæll hjá almenningi þar sem Andrew Jackson og fylgismenn hans gagnrýndu hann og náðu meirihluta bæði í fulltrúarþingi og í öldungarþingi. Þeir voru oft kallaðir Jacksonians eða menn Jackson. Andrew Jackson stofnaði flokk sem var kallaðaður demókratar en uppúr sem enn er við lýði. Megnir andstæðingar hans voru National Republikan seinna nefndir whings sem í raun mynduðust aðeins vegna andstöðu við Jackson.
Andrew Jackson var oft kallaður Andrew 1 konungur og ástæða þess var að hann var eins og hershöfðingi yfir flokknum sínum meðan hann var til staðar. Hann vann kosningarnar 1828 með töluverðum meirihluta og kom upp tími með öflugum og sterkum forseta sem hikaði ekki að nota vald sitt.
Forsetatíðin Andrew Jackson varð sjöundi forseti Bandaríkjanna en rétt áður en hann tók við embættinu lést konan hans af hjartaáfalli en hún hafði orðið fyrir aðsúg hatursmanna hans í forsetabaráttunni. Hann fyrirgaf það aldrei og taldi andstæðinga sína hafa drepið hana. Hann varð því harður í horn að taka strax frá upphafi forsetatíð sinnar. Að lokinni innvígsluathöfninni var haldin veisla sem breyttist fljót í óeirðir og hann heppinn að sleppa lifandi frá æstum aðdáendum. Tjónið var mikið í formi diska og fleira. Hann fékk sér páfagauk og kenndi honum að blóta sem varð á endanum til þess að það þurfti að fjarlægja fuglinn úr jarðaför forsetans vegna þess hversu mikið og gróflega hann blótaði. Hann gegndi embættinu á árunum 1829 til 1837, og hefur líklegast enginn haft eins mikil völd yfir að ráða á forsetatíð sinni líkt og Andrew Jackson gerði. Til marks um völd hans er komið heiti sem kallast Jacksonian democracy sem fjallar um sterkan og öflugan leiðtoga Bandaríkjanna og andsvar við Jeffersonian democracy. Völd hans byggðust m.a. á því að hann naut almennan stuðning hins almenna borgara. Hann hóf fyrstur manna alvöru kosningabaráttu og hvatti almenning til að kjósa. Áður höfðu einungis ríkir efnamenn kosið forseta Bandaríkjanna en nú varð forsetinn, forseti allra landsmanna.
Andrew Jackson var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem notaði neitunarvaldið að einhverju marki. Hann var á móti forréttindum og taldi að allir ættu að standa jafnt. Hann vildi minnka afskipti alríkisins og auka styrk ríkjanna. Hann lagði niður ríkisbankann sem hann taldi ógna valdi ríkisins og háði harða baráttu við hann. Hann skar niður fjármuni til hersins. Hann hafði talið að þessi afskipti fyrri forseta hafi verið allt of mikið. Hann hikaði heldur ekki við það að nota hernum í ríkjunum svo sem dæmið um Norður-Karólínu en ríkið hafði hótað að segja sig úr ríkjasambandinu. Honum tókst að afstýra því og koma í veg fyrir borgarastyrjöld, þótt hún hafi orðið síðar.
Andrew Jackson færði líka meira vald til handa almennings því með honum var það fólkið sem kaus kjörmennina en ekki fylkisþingið sem hafði kosið það sem gerði það að verkum að fólkið í landinu hafði meiri áhrif á kosningar. Hann afnam líka það að eign skildi vera skylda til að geta kosið. Það átti þó ekki við um konur og svertingja. Þetta kom á það að fleiri gátu kosið sem jók fylgi hans. Hann átti þó í miklum vandræðum með þingið vegna þess að það taldi að Jackson hefði ógnað því og vildi gera lítið úr áhrifum þess. Jackson notaði neitunarvaldið mjög gjarnan á þingið. Fyrrverandi forsetar höfðu aðeins notað það níu sinnum en Andrew Jackson hikaði ekki við að nota það vald. Vegna þess neitunarvald taldi þingið að hann væri aðalandstæðingur þeirra úr báðum flokkunum og var hann of illa liðinn af þeim. Hann taldi að forsetinn ætti að nota neitunarvaldið ekki aðeins þá það bryti í bága við stjórnaskrána heldur líka þegar það kæmi sér illa fyrir þjóðina.
Andrew Jackson var endurkjörin 1833 þrátt fyrir andstöðu þingmanna því hann var vinsæll meðal almennings. Hann tók síðan alla peninganna úr bönkunum sem voru lagður niður um tíma og lét peningana dreifast um ríkin sem voru sérstaklega hliðholl sér. Vegna þessa lét þingið hann fá ámæli og margir töluðu um að koma honum frá. Hann hafði það vandamál á valdi sínu að hann var alltaf að breyta ráðherraliði og hafði lítil samráð með þeim en hann á þann vafasama heiður, að fyrsta ríkistjórnin undir hans forystu klofnaði og ráðherra sögðu af sér.
Eftir tíma Andrew Jackson
Andrew Jackson stofnaði Demókrataflokkinn.
Flokkarnir voru mun skipulagðari en áður þekktist Fjölmiðlar fengu að komast að forsetanum í meira mæli.
Hann rak hlutlausa og duglaus embættismenn og vildu fá fylgismenn og flokksmenn í hans liði sem ennþá tíðkast.
Hann bjó til nýja stöðu en það var post master general en sá sem gegnir því hefur umsjón með stöðuveitingum forsetans.
Hann kom á skipulögðum flokksþingi og gerði starf stjórnmálaflokka skipulagt
Andrew Jackson var fyrsti forsetinn sem var kosinn af almenningi
Jók á lýðræði fyrir almenning
Heimild: Af vefnum Wikibækur og frá mér sjálfum.
Utanríkismál/alþjóðamál | 20.1.2021 | 12:42 (breytt kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi fræðimaður er bandarískur og fjallar um þjóðina frá bandarísku sjónarhorni. Hann segir að engin þjóð eins og sú bandaríska hefur trúað því eins ákaft að pólitískt líf hennar sé byggð á fullkominni kenningu. Samt sem áður hefur engin þjóð jafn lítinn áhuga á pólitískri heimspeki. Þetta sé tvídrægni sem erfitt er að skilja. Þetta sé einmitt raunin vegna þess að þeir hafa þessa fullkomnu kenningu um uppruna þjóðarinnar.
Daniel Boorstin talar um ,,givenness; sem sé sú hugmynd að gildi séu gjafir úr fortíðinni.
Í Bandaríkjunum er því trúað ef hægt sé að skilja hugmyndir þjóðfeðranna (e. Founding Fathers), þá sé ekki einungis um að ræða 17. eða 18. aldar heimspekihugmyndir um ríkisstjórnun að ræða, heldur kenningu á frumstigi sem þeir fara nú eftir í dag (Bandaríkjamenn).
Þessar hugmyndir gera ráð fyrir að gildi og kenning þjóðarinnar hafi verið gefin í eitt skipti fyrir öll í upphafi sögu þjóðarinnar.
Hvaða kringumstæður í bandarískri sögu hafi gefið þessari sýn byr undir báða vængi? Jú, ólíkt vestur-evrópskum þjóðum, þar sem uppruni þjóðanna er hjúpaður mistri, þá hefur bandaríska þjóðin ákveðna byrjun, á ákveðnum sögulegum tíma, ekki alls fyrir löngu.
Sagan virðist vera öll ljóslifandi og engin þörf fyrir mítur eins og evrópsku þjóðirnar hafa þurft til að ákvarða uppruna sinn. Þjóðin virðist því hafa ákveðinn tilgang og kristallast í hugum og gildum þjóðarfeðranna.
Þannig er hugsun Bandaríkjamanna oft andsöguleg þótt þeir hafa þurft að treysta mjög svo á söguna til að sannreyna ímynd sína.
Ísrael er annað ríki sem virðist hafa svo vel skilgreint upphaf og tilgang.
Dæmi um goðsögn úr bandarískri sögu. Lincoln sagði árið 1863 að þjóðarfeðurnir hefði komið með sér til þessarar heimsálfu hugmyndirnar um nýja þjóð, getna í frelsi og þeir hafi tileinkað sér þá afstöðu að allir menn séu jafnir. Þetta er aðeins pólitísk fullyrðing sem átti sér ekki stoð í raunveruleikanum, í sjálfri borgarastyrjöldinni, þar sem barist var um þessi grundvallaratriði, um jafnan rétt allra manna.
Þetta eru fáein slagorð sem hrópuð hafa verið, líkt og þau séu kjarni sögu þeirra. Kennt hefur verið að tímabilið frá 1620-1789 hafi verið eins konar fæðingarhríð bandarískrar þjóðar. Púritanar hafi komið til Bandaríkjanna vegna trúar- og pólitískt frelsi í nýjum heimkynnum. Og bandarísku byltingasinnarnir hafi sýnt pílagrímskan hita og hreinleika í tilgangi með uppreisn sinni.
Vegna þessarar ófrjósemi í pólitískum kenningasmíðum, hefur mynda hreintrúaðra stefna á ríkjandi kenningu.
Málleysiseinkenni á pólitískri kenningu Bandaríkjamanna hefur þannig í raun skapað trúvillingaveiðar og tilhneigingu til að gera þá sem eru ekki á sömu skoðun tortryggilega. Þetta birtist einkum þegar ótti ríkir meðal þjóðarinnar, til dæmis til löggjafarinnar ,,Alien and Sedition Acts á tímum frönsku byltingarinnar, ,,Palmer raids á tímum rússnesku byltunginnar, ofsóknirnar gegn bandarískum ríkisborgurum af japönskum uppruna, (,,MaChartismann á síðari tímum).
Bandarískir innflytjendur hafa oft verið sakaðir um að vera ,,óamerískir í hugsun, þegar raunin, segir Daniel Boorstin, hafi verið sú að þeir (sem oftast hafa verið útskúfaðir úr sínum þjóðfélögum) hafi tileinkað sér fullkomlega ríkjandi hugmyndir til að öðlast þegnrétt í bandarísku samfélagi.
Þetta er það sem Daniel Boorstin kallar fyrirfram mótuð kenning byggða á bandarísku stjórnarskránni. Allar breytingar á stjórnarstefnu, eru bornar saman við hana og leitað samþykkis í hugmyndir og stundum jafnvel orð þjóðfeðranna.
Í Bretlandi er þessu öðru vísi farið, þar myndi enginn skynsamur Breti halda því fram að saga hans sé skýring á sannleikanum sem ekki er sagt berum orðum frá í Magna Charta eða Bill of Rights. Það sem ég held að hann eigi við, að Bretinn myndi ekki segja að saga hans sé afleiðing á þessum skjölum. Slík skjöl eru aðeins séð sem skref í áframhaldandi þróun á skilgreiningu. Hann segir að þessi hugsun sé líkari þeim sem Bretar höfðu á miðöldum, þegar hugmyndin um lagagjöf var á frumstigi og þegar hver kynslóð trúði að hún gæti aðeins aukið þekkinguna á ríkjandi venjum (á Íslandi kallaðist þetta að rétta lögin og t.d. lönguréttarbótin frá því um 1450 gott dæmi um þetta).
Í Bretlandi hefur æðsti dómstóll landsins, lávarðadeildin, komist að þeirri niðurstöðu að hún verði að stjórnast af fyrri ákvörðunum sínum. Þegar deildin ákveður atriði í stjórnarskránni, er hún einfaldlega að þróa hana og hún verður að fylgja þeirri línu sem hún hefur fetað þangað til, þar til löggjafarvaldið ákveður annað.
Hins vegar telur hæstiréttur Bandaríkjanna sig frjálsan til að hafna sínum fyrri ákvörðunum, til að uppgötva, það er, það að stjórnarskráin sem hann er að túlka, hefur í raun allan tímann haft aðra merkingu en þeirri sem ætluð var. Hér er um að ræða endurtúlkun á ,,fastri staðreynd en engin þróun.
Bandaríska stjórnarskráin er þar með og ákvæðin í henni einnig óbreytanleg, aðeins er hægt að endurtúlka hana, þessa réttu kenningu sem var getin í upphafi.
Utanríkismál/alþjóðamál | 17.1.2021 | 11:48 (breytt kl. 11:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er sígild spurning, hvort að Íslendingar axli ábyrgð á eigin vörnum eða láti aðra sjá þær. Íslendingar ákváðu á sinum tíma að gera það ekki og voru meginrökin þá meðal annars smæð þjóðarinnar og fátækt.
Upprunuleg rök, fjarlægð landsins frá vígvöllum Evrópu og heimsins, voru ekki lengur gild, tvær heimsstyrjaldir sáu til þess.
En kíkjum á valkostina, ef Íslendingar ákvæðu að koma sér upp vopnuðum sveitum og herskyldu. Ef Íslendingar geta hugsa sér að taka beina ábyrgð á vörnum landsins án íhlutunar erlendra ríkja, þá eru nokkrar færar leiðir í stöðunni eins og ég sé hana.
Í fyrsta lagi að stofna hér her.
Í öðru lagi að koma á fót sérstökum öryggissveitum.
Í þriðja lagi að koma á heimavarnarliði sem er samansett af áhugamönnum eða gegn ákveðinni þóknun, líkt og með björgunarsveitirnar.
Í fjórða lagi að stofna eins konar hálfatvinnumannaherlið, þjóðvarðlið.
Í fimmta lagi að treysta enn betur innviði Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og almannavarnir líkt og er gert í dag.
Og í síðasta lagi er hægt að treysta á guð og lukku og hafa engar varnir og tengjast engum varnarbandalögum.
Svo svarað sé beint spurningunni um hvort æskilegt sé að koma á herskyldu hérlendis fer það eftir þeim leiðum menn velja sér og hefur verið dreift á hér að ofan.
Herskylda gengur aðeins upp ef ákveðið verður að koma á fót her, heimavarnarlið eða þjóðvarðlið. Mönnun öryggissveita, lögreglu og Landhelgisgæslu verður ávallt að byggjast á sjálfboðaliðum. Fyrir því eru ástæður sem ekki verður farið í hér.
Þegnskyldu er hægt að koma á, sama hvaða leiðir eru farnar og getur verið æskilegur kostur fyrir íslenskt samfélag sem og með herskylduna ef menn fara þá leið. Fyrir því eru nokkrar ástæður.
Í fyrsta lagi hefur þjónusta í þágu samfélagsins mikið uppeldislegt gildi. Ungir menn og konur koma reglu á líf sitt. Það (unga fólkið) lærir sjálfsaga og almennan aga (sem þjóðfélagið á að veita einstaklingum). Þetta gerir samfélagið skilvirkara á allan hátt, því að þetta síast um allt samfélagið þegar fólkið hefur lokið þjónustu sinni.
Tökum gott dæmi. Herskylda hefur verið í Svíþjóð í nokkrar aldir. Ungir menn hafa verið kvattir í herinn og allt samfélagið hefur verið virkjað til að vinna að ákveðnum markmiðum. Svíþjóð var og er kannski enn stórveldi og er sænskt samfélag er gott dæmi um ríki sem hefur náð langt, m.a. vegna þessa atriðis og í raun haft mun meiri áhrif en stærð landsins segir til um.
Í öðru lagi tengir þegnskylda og/eða herskylda þá aðila sem sinna þessari skyldu samfélaginu nánari böndum, það finnur til ábyrgðar sem þýðir nýttari þjóðfélagsþegnar.
Í þriðja og síðasta lagi og þá er ég að tala beint um herskyldu, þá hefur hún mjög hagnýtt gildi fyrir samfélagið. Þarna verða alltaf til taks menn, tilbúnir til að verja landið ef hætta steðjar að. Maður tryggir ekki eftir á eins og sagt er.
Ef farið er út í hvers konar þegnskyldu er hér að ræða, þá getur hún verið margvísleg. Beinast liggur við að benda á björgunarsveitirnar og þegnskylda menn í þær eða að sinna mannúðarmálum ýmis konar, líkt og með þá erlendu menn vilja ekki gegna herþjónustu víða um lönd.
Í raun má ekki gera mikinn greinamun á þegnskyldu og herskyldu, því að hvoru tveggja hvetur menn (karla og konur) til ábyrgðar í þjónustu samfélagsins og gerir þeim grein fyrir að þeir eiga ekki einungis kost á réttindum, heldur fylgja skyldur ávallt með eins og Kennedy sagði forðum daga.
Ef menn eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum, má spyrja þá hvort þeir séu ánægðir með þjóðfélagið eins og það er í dag? Viljum við agalaust samfélag?
Utanríkismál/alþjóðamál | 16.1.2021 | 09:34 (breytt 25.8.2024 kl. 15:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla aðeins að fjalla um manninn og fyrir hverju hann stóð en hægt er að fjalla um hann í mörgum bindum og um afreksverk hans; en alls ekki um landafundi hans né landkönnunarferðir hans til Ameríku sem voru fjórar talsins.Þess skal þó getið, til gamans, að í tveimur fyrstu ferðum sínum kom hann aðeins til eyja í Karíbahafinu en í þriðju ferðinni steig hann á meginlandið þar sem nú er Venesúela og gat þá séð af vatnsföllum og öðru náttúrufari að nú væri hann ekki lengur á eyjum.
Smám saman komst Kólumbus á þá skoðun að hann hefði fundið nýtt meginland sem Evrópumenn höfðu ekki þekkt áður, en taldi þó ranglega að það væri í næsta nágrenni við Asíu. Þessi misskilningur leiðréttist ekki fyrr en eftir hans dag.
Þann 12. október 1492 sigldu skipfloti Kólumbusar, Niña, Pinta og Sankti María loks að landi, öllum til mikils léttis, á Bahamaeyjum í Karíbahafi. Ekki er vitað fyrir víst hver eyjan var, en Kólumbus gaf henni nafnið San Salvador.
Þar hitti áhöfnin fyrir frumbyggja sem Kólumbus lýsti sem friðelskandi fólki er væri óspillt af vestrænni efnishyggju og yrði móttækilegt fyrir boði um að taka upp nýja trú, kristnina. Um leið gerði hann sér grein fyrir því að auðvelt yrði að notfæra sér góðmennsku eyjaskeggja og gestrisni til að verða sér úti um allt sem hann girntist og um þetta fjallar þessi glósa.
Það er stórmerkilegt hvað við vitum lítið um Kristófer Kólumbus. Í bíómyndum er dregin sú mynd af honum að hann hafi verið landakönnuður og þegar hann hafi hitt fyrir frumbyggja Ameríku, þá hafi hann mælt fyrir að koma skildi fram við fólkið af virðingu og ekki ætti að valda því skaða. Þessi mynd af honum virðist vera kolröng. Það virðist hafa fylgt honum dauði og tortíming. Hann virðist hafa verið harðfenginn maður og barið alla andspyrnu niður með harðri hendi, hvort sem það var vegna mótþróa eigin manna eða uppreisn Indjána.
Þessi gagnrýna sýn á Kólumbus hefur sérstaklega verið dregin fram vegna útrýmingar ættbálksins Taino á Hispanjólu en hann kom þar á frumstæðu skattkerfi yfir þá í þeim tilgangi að komast yfir gull og baðmull. Hinir innfæddu hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar þeir komust í samband við Spánverja.
Ástæðan virðist vera fyrst og fremst vegna vinnuálags og sérstaklega eftir 1519, þegar fyrsti sjúkdómsfaraldurinn gekk yfir Hispanólu vegna evrópskra sjúkdóma. Áætlað hefur verið að um 80-90% af íbúafjölda frumbyggja hafi dáið. Taino fólkið á eyjunni var kerfisbundið hreppt í þrældóm í gegnum kvaðakerfi sem líktist mest lénskerfi Evrópu á miðöldum.
Giskað hefur verið á að íbúafjöldinn fyrir komu Kólumbusar hafi verið 250,000 til 300,000 eða svipaður íbúafjölda Íslands.Samkvæmt mati sagnritarans Gonzalo Fernadez de Oviedo y Valdes, sem gert var 1548 eða 56 árum eftir landtöku Kólumbusar, hafi einungis verið fimm hundruð Tainóar verðið eftir á eyjunni.
Meðferð Kólumbusar á frumbyggjum Hispaníólu var slæm; hermenn hans nauðguðu, drápu, og hnepptu fólk í þrældóm án refsingar í hverri einustu landtöku.
Þegar Kólumbus veiktist 1495, var greint frá að hermenn hans hafi gengið berseksgang, og slátrað 50.000 innfædda. Við bata hans, skipulagði Kólumbus aðgerðir hermenn sinna, myndaði flokka nokkur hundruð þungvopnaðra manna og meira en tuttugu árásahunda. Mennirnir geystust yfir landið, drápu þúsundir sjúkra og óvopnaðra innfæddra. Hermenn notuðu bandingja sína fyrir sverðæfingar, reyna að afhöfða þá eða skera þá í tvennt með einu höggi.
Sagnfræðingurinn Howard Zinn segir að Kólumbus hafi verið forvígismaður þrælaverslunar og staðið fyrir gríðarlegri þrælasölu. Árið 1495 náðu menn hans í einni árásarferð 1500 Arawak menn, konur og börn og hrepptu í þrældóm. Hann flutti um 500 af þrælunum til Spánar en um 40% af fólkinu dó á leiðinni þangað.
Sagnfræðingurinn James W. Loewen fullyrðir að Kólumbus hafi ekki aðeins sent fyrstu þrælana yfir Atlantshafið, heldur hafi hann sennilega sent fleiri þræla um fimm þúsund en nokkur annar einstaklingur...aðrar þjóðir voru fljótar að læra af framtaki Kólumbusar.
Þegar þrælar í haldi Spánverja byrjuðu að falla í stórum stíl, ákvað Kólumbus að koma á annars konar kerfi af nauðungarvinnu. Hann skipaði svo fyrir að allir frumbyggjar, komnir yfir þrettán ára aldur, skyldu safna ákveðið magn af gulli á þriggja mánaðar tímabili og afhenda Spánverjum. Þeir sem skiluðu umræddu magni fengu til merkis um skilin, kopartákn um hálsins. Þeir innfæddu sem fundust og höfðu ekki koparinn, voru handhöggnir og skildir eftir og látnir blæða til dauða.
Arawaks fólkið reyndu að berjast gegn mönnum Kólumbusar en án árangur því að þeim skorti verjur, byssur, sverð og hesta. Þegar þeir voru handsamaðir, voru þeir hengdir eða brenndir til dauða. Örvæntingin vegna ástandsins leiddi til fjöldasjálfsmorða meðal innfæddra.
Á tveggja ára stjórnartíð Kólumbusar á Hahíti, létust meira en helmingurinn af 250 þúsund Arawakum. Meginástæðan fyrir íbúa fækkunni voru sjúkdómar sem og stríðsátök og hrottafengið þrælahald. Maður að nafni de las Casas skráði að þegar hann hafi fyrst komið til Hispanólu árið 1508, ,,...hafi um 60 þúsund manns búið á eyjunni, Indjánar meðtaldir; svo að frá 1494 til 1508, hafi yfir þjár milljónir manna látist vegna stríðsátaka, þrældóms og námuvinnslu. Hver í framtíðinni mun trúa þessu? Ég sjálfur sem skrifa um þetta sem upplýst vitni, get varla trúað þessu....
Samuel Eliot Morison, Harvard sagnfræðingur og höfundur fjölbinda ævisögu um Kólumbus skrifaði, ,,Þessi grimmdarstefna hófst með Kólumbusi og var stunduð af eftirmönnum hans og olli algjöru þjóðarmorði." Loewen harmar að á meðan ,,Haítí undir spænskri stjórn er eitt af helstu dæmi um þjóðarmorð í öllum mannkynssögunni."
Í þessari frásögn minni hef ég sleppt að minnast á meðferð Kólumbusar á eigin mönnum. Eins og áður sagði, fór Kólumbus fjórar ferðir til nýja heimsins. Í október 1499 sendi hann tvö skip til Spánar til að biðja um hjálp við stjórnun nýlenduna sem hann hafði þá stofnað á Hispanólu. Um þetta leyti komu fram ásakanir um harðstjórn.
Ásakanir um ofríki og vanhæfni af hálfu Kólumbusar náðu alla leið til spænsku hirðarinnar. Isabella drottning og Ferdinand konungur brugðust við með því að fjarlægja Kólumbus frá völdum og skiptu á honum og Francisco de Bobadilla, manni sem var litlu betri en hann sjálfur.
Bobadilla, sem réði ríkjum sem ríkisstjóri frá 1500 til dauða hans í stormi árið 1502, hafði verið falið það hlutverk að rannsaka ásakanir um harðneskju af hálfu Kólumbusar gagnvart undirsátum. Þegar hann kom til Santo Domingo, höfuðstað eyjunnar Hispanólu, var Kólumbus í sínum þriðja könnunarleiðangri.
Bobadilla fékk yfir sig flóð af ásökunum á hendur bræðra Kólumbusar sem voru þrír og hjálpuðu honum við stjórn nýlendunnar, en þeir hétu Christopher, Bartolomé og Diego.
Nýlega hefur uppgötvast skýrsla Bobadilla sem vænir Kólumbus um að hafa reglulega beitt pyntingum og limlestingum við stjórn Hispanólu. Þessi 48 blaðsíðna skýrsla, sem fannst árið 2006 í skjalasafni, inniheldur vitnisburð 23 manneskja, bæði vina og fylgimanna Kólumbusar sem og fjandmanna, um meðferð hans og bræðra hans á nýlendubúum á meðan sjö ára stjórn hans stóð yfir.
Samkvæmt þessari skýrslu lét Kólumbus eitt sinn refsa manni, sem fundinn var sekur um að hafa stolið korn, með því að skera nef og eyru hans af og selja svo í þrældóm.
Framburður sem skráður var í skýrslunni, heldur því fram að Kólumbus hafi hrósað bróðir sínum Bartolomé fyrir að ,,verja heiður fjölskyldunnar þegar hinn síðar nefndi skipaði konu að ganga nakinni um götur og síðan skorið tungu hennar fyrir að gefa í skyn að Kólumbus væri af lágum stigum kominn.
Skýrslan segir einnig frá hvernig Kólumbus barði niður óróa og uppreisn frumbyggja; hann skipaði fyrir að skyndiárás yrði gerð, þar sem margir innfæddir létust og síðan lét hann draga líkin um götur til að draga kjarkinn úr þeim sem eftir lifðu og hugðu á uppreisn.
Cosuelo Varela, sem er spænskur sagnfræðingur og hefur séð umrætt skjal, segir að stjórnun Kólumbusar hafi borið ákveðið form af harðstjórn. Jafnvel þeir sem elskuðu hann, viðurkenndu að grimmdarverk hafi átt sér stað. Vegna stórfelldrar óstjórnar og lélegra stjórnarhátta þeirra, voru Kólumbus og bræður hans handteknir og fangelsaðir við heimkomuna til Spánar úr þriðja sjóferðinni. Þeir hírðust í fangelsi í sex vikum áður en hinn upptekni Ferdínand konungur skipaði fyrir um lausn þeirra.
Ekki löngu síðar, boðaði konungurinn og drottningin Kólumbus bræður til Alhambra höll í Granada. Hin konunglegu hjón hlustuðu á bænir bræðranna um endurreist frelsi sitt og auð; og eftir miklar fortölur, var samþykkt að fjármagna fjórða ferð Kólumbusar. En hurðinni var skellt á nef Kólumbusar um að fá að vera ríkisstjóri aftur. Var Nicolás de Ovando Y Cáceres skipaður nýr landstjóri Vestur-Indía. Hvers vegna skildi það vera? Ekki skildi vera eitthvað satt í ásökunum á hendur þeirra bræðra?
Í þessari stuttu yfirferð minni á ferli Kólumbusar, hef ég verið neikvæður og einblítt á voðaverk mannsins. Hann er þó fyrst og fremst þekktastur fyrir að hafa hafið sína miklu ævintýraferð yfir Atlantshafið, á vit hið óþekkta og gegn ríkjandi þekkingu, og fundið Nýja heiminn svo kallaða.
Ég ætla ekki að fara út í hvort hann hafi talið sig hafa fundið nýja heimsálfu eða ný lönd og hvers vegna nýi heimurinn var skýrður eftir Amerigo Vespussi en ekki honum; hvort að hann hafi uppgötvað nýja heimsálfu (sem er ekki rétt, því að Indjánar höfðu gert það árþúsundir áður og víkingarnir endurfundu álfuna og týndu aftur), heldur skal leggja áherslu á að það var hann sem tengi saman nýja og gamla heiminn. Hann gerði heiminn næstum því að einni heild, eina sem eftir var, var að finna Eyja álfuna sem þá var þó setin mönnum.
Kólumbus var ekki að leita að nýjum löndum, heldur var hann að leita að nýrri leið að hluta af gamla heiminum, leiðinni að Asíu, komast þangað bakdyramegin og það markmið mistókst honum. Það kom í hlut Ferdínand Magellan 1517 að fara í fótspor hans nokkrum áratugum síðar að fara í kringum hnöttinn og finna siglingaleiðina til Asíu og að hinu dýrmæta kryddi sem allar þessar ferðir snérust um.
Heimild: Wikipedia, Vísindavefurinn og gamla góða minnið!
Utanríkismál/alþjóðamál | 2.1.2021 | 12:19 (breytt kl. 12:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Merkir sagnfræðingar hafa sagt að þekkingar þróunin í seinni heimsstyrjöldinni hafi verið svo mikil að auðvelt væri að byggja nýtt samfélag frá grunni, þ.e.a.s. þekkingin týnist ekki og það sem flýtti fyrir að Þjóðverjar náðu að umbylta sínum iðnaði var að allar verksmiðjur voru lagðar í rúst. Þar með voru þeir ekki að burðast með gamlar og úreltar verksmiðjur fram eftir öllu líkt og Bretar (sem drógust áratugi eftir Þjóðverjanum) næstu áratugi og breyttist ekki fyrr en Margret Thacher kom til sögunnar.
Þekkingin og uppbyggingin eftir stríðið var þar með gífurleg en þriðji atriði í jöfnunni sem til þurfti til að fullkomna uppbygginguna en það var að fólk af þýskum uppruna var rekið frá Austur-Evrópu í milljóna vís til Þýskalands, talað er um 7 milljónir manna hafi verið hraktar af heimilum sínum til þýskalands. Þetta er sami fjöldi og féll í Þýskalandi í stríðinu. Mikill mannauður varð þar með til næstu árin eftir stríðið.
Á meðan þessari uppbyggingu stóð rændu Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Rússar öllu steini léttara í landinu. Rán nasistanna í stríðinu var barnaleikur í samanburði við arðrán Bandamanna fyrstu 5 árin eftir stríðið. Þessa sögu vita fáir af. Sem sagt: mikil tækniþróun og ný þekking í stríðinu, nýjar verksmiðjur reistar á rústum þriðja ríkisins og gífurlegt magn af nýju vinnuafli til að vinna í verksmiðjunum lagði grunninn að þýska efnahagsundrinu. En meira þurfti til, rétt hagstjórn.
Þjóðverjar voru snjallari í afnámi haftakerfisins sem ríkti eftir stríðið en Íslendingar sem þurftu að sætta sig við haftakerfi í áratugi (sem var ekki bara á fjármagni heldur einnig öllu öðru, frá matvælum til fatnaðar). Önnur góð spurning fyrir ykkur: hvernig fóru Þjóðverjarnir að því að losa um sín höft?
Þá kemur svarið: Eftir heimsstyrjöldina síðari lá þýska hagkerfið í rúst. Stríðið, ásamt gereyðingarstefnu Hitlers, hafði eytt 3.6 milljóna heimila í landinu eða um 20% (til samanburðar voru 2 milljóna heimila í Bretlandi eyðilögð í loftárásum).
Matvælaframleiðsla á mann árið 1947 var aðeins 51 prósent af stigi þess árið 1938, og opinbert matvælaskömmtun sett af hernáms yfirvöldum, gaf af sér 1.040 og 1.550 hitaeiningar á dag á mann. Iðnaðarframleiðsla árið 1947 var aðeins um þriðjungur þess stigs sem var 1938. Þar að auki var stór hluti af karlmönnum á vinnualdri í Þýskalands dauðir eða í nauðugarvinnu hjá Bandamönnum.
Á þessum tíma var álitið að Vestur-Þýskaland yrði einn stærsti viðskiptavinur velferðarkerfisins í Bandaríkjunum og það myndi ekki ná sér næstu áratugi.
Enn tuttugu árum síðar var hagkerfið öfundað af flestum í heiminum. Og minna en tíu árum eftir stríð var fólk þegar byrjað að tala um þýska efnahags kraftaverkið.
Hvað olli svokallaða kraftaverk? Þau tvö helstu atriði voru gjaldmiðils umbætur og afnám verðlagseftirlits, en hvorutveggja gerðist árið 1948.
Þriðja atriðið var lækkun vafasamra skatthlutfalla á seinni hluta ársins 1948 og svo 1949 (háskattastefna aflögð). En hér eru gjaldeyrishöft og of háir skattar sem Þjóðverjar löguðu strax af árið 1948, í landi sem var bókstaflega í rúst.
Helstu efnahagssérfræðingar Þjóðverja á þessum tíma voru þeir Wilhelm Röpke og Ludwig Erhard. Þeir lögðu til að til að hreinsa upp eftirstríðsárareiðu þyrfti a.m.k. tvær aðgerðir, Röpke barðist fyrir gjaldmiðils umbótum, svo sem að magn þess mynt sem væri í umferð gæti verið í samræmi við magn af vörum, og afnáms eftirlitskerfisins á verði.
Báðar aðgerðirnar voru nauðsynlega til að bæla niður verðbólgu. Gjaldmiðils umbætur myndi enda verðbólga, afnám eftirlitskerfisins myndi enda kúgun stjórnvalda á efnahagslífinu og leyfa hinum frjálsa markað að ráða ferðinni. Ludwig Erhard var sammála Röpke.
Gjaldmiðillsumbæturnar áttu sér stað 20.júní 1948. Grunnhugmyndin var að skipta miklu færri þýskum mörkum (DM), fyrir hinn nýja löglega gjaldmiðli, ríkismarkinu. Peningamagn dróst því verulega saman, svo að jafnvel á haftaverði, sem nú fór fram í þýsku marki, varð minni líkur á að yrði skortur. Gjaldmiðils umbæturnar voru mjög flóknar í framkvæmd, þar sem margir urðu að sætta sig við verulega lækkun á eignum sínum. Niðurstaðan var um 93 prósent samdráttur peningamagns.
En samhliða þessu var tilskipun eftir tilskipun sett á til að fjarlægja verð-, úthlutun- og skömmtunreglugerðir.
Hver er lærdómurinn af því sem Þjóðverjar gerðu? Jú, samhliða því að gjaldeyrishöftum var aflétt, verður að koma með nýjan gjaldmiðil.
Blaðamaðurinn Edwin Hartrich segir eftirfarandi sögu um samskipti Erhards og Lucius D. Clay, hernámsstjóra bandaríska hernámssvæðisins.
Í júlí 1948, eftir að eigið frumkvæði Erhard, hafði afnumin skömmtun á mat og endað allt eftirlit með vöruviðskiptum. Þá gekk Clay á hann reiðilega og sagði: "Herr Erhard, Ráðgjafar mínir segja mér hvað þú hefur gert, sem eru hræðileg mistök. Hvað segir þú um það?" Erhard: ...Herr General, ekki vera reiður þeim. Ráðgjafar mínir segja mér hið sama!
Hartrich segir einnig frá árekstri Erhards við bandarískan ofursta sama mánuð: Ofursti: "Hvernig þorir þú að slaka á skömmtunarkerfi okkar, þegar það er útbreyttur matvælaskortur?
Erhard: En, Herr Oberst. Ég hef ekki slaka á skömmtun, ég hef afnumið hana! Héðan í frá eru einu skömmunarmiðarnir sem fólkið þarf, er hið nýja þýska mark. Og þaðr mun leggja hart að fá þessi mörk, bíddu bara og sjáðu til.
Auðvitað rættist spá Erhard. Afnám verðlagseftirlits á verði leyfði kaupendur að senda kröfur sínar til seljenda beint, án skömmtunkerfis sem millilið, og hærra verð gaf seljendum hvata til að gera meira.
Ásamt umbótum á gjaldmiðli og afnám verðlagseftirlits á verði skáru stjórnvöld einnig niður skatthlutföll, þ.e.a.s. lækkuðu skatta. Ungur hagfræðingur sem hét Walter Heller, sem var þá vann á skrifstofu bandaríska skrifstofu hernámsstjórnarinnar í Þýskalandi lýsti endurbótum í blaðagrein árið 1949: Til að fjarlægja þvingandi áhrif mjög háu hlutfalli tekjuskatts, sem var á bilinu 35 prósentuhlutfall til 65 prósentuhlutfall, var lagður á flatur 50 prósent skattur. Þótt efsta hlutfall á einstaklings tekjum hélst í 95 prósentuhlutfallinu, beindist það aðeins að þeim er höfðu tekjur hærri en DM 250, 000 á ári.
Árið 1946 höfðu hins vegar bandamenn skattleggja allar tekjur yfir 60.000 reichsmarks (um DM 6000) í 95 prósentuhlutfall. Fyrir meðaltekju Þjóðverjann árið 1950, með árlegum tekjum upp á tæplega DM 2.400, varð jaðartekju skatthlutfallið 18%. Hinn sami maður, hafði hann áunnið sér ríkismark jafngildis ársins 1948, hefði verið í skattþrepi 85 prósentuhlutfall.
Áhrif á vestur-þýska hagkerfinu voru ofboðslegt.
Wallich skrifaði: Andi landinu breytt á einni nóttu. Hinn hungraði og vonlausi lýður sem vafraði um götur án stefnu, vaknaði til lífsins.
Verslanir þann 21. júní voru fullar af vörum eins og fólk áttaði sig á að peningar þeir selt þá fyrir væri þess virði miklu meira en gömlu peningarnir.
Walter Heller skrifaði að umbæturnar ...skyndilega endurskapaði peninga sem aðalmiðillinn í viðskiptum í stað vöruviðskipta og varð hvatningin í peningamálum og helsta stýritækið í efnahagsmálum.
Fjarvistir starfsmanna féllu einnig. Í maí 1948 höfðu almennir starfsmenn verið í burtu frá störfum að meðaltali 9,5 klst á viku, að hluta vegna þess að þeim peningum sem þeir unnu fyrir var ekki mikils virði og að hluta til vegna þess að þeir voru úti við að stunda vöruskipti við hina og þessa fyrir peninga. Frá og með október voru að meðaltali fjarvistir komnar niður í 4,2 klukkustundir á viku. Í júní 1948 var vísitala iðnaðarframleiðslu var aðeins 51 prósent af 1936 stig hennar, frá desember hafði vísitalan hækkað um 78 prósent. Í öðrum orðum, iðnaðarframleiðsla hafði aukist um meira en 50 prósent.
Framleiðslan haldið áfram að vaxa hröðum skrefum eftir 1948. Frá og með árið 1958 var iðnaðarframleiðsla meira en fjórum sinnum til þess árshækkunar fyrir sex mánuði í 1948 áður til gjaldmiðilsumbótum kom. Iðnaðarframleiðsla á mann var meira en þrisvar sinnum hærri. Kommúnistahagkerfi Austur-Þýskalands, aftur á móti staðnaði á sama tíma.
Marshall áætlunin
Hér hefur ekki verið minnst á Marshallaðstoðina. Gat endurreisn Vestur-Þýskalandi ekki átt að rekja fyrst og fremst til þess? Svarið er nei. Ástæðan er einföld: Marshall aðstoð til Vestur-Þýskalandi var ekki mikil. Uppsöfnuð aðstoð frá Marshall og önnur aðstoð hjálparsamtaka nam aðeins $2.000.000.000 í október 1954. Jafnvel árið 1948 og 1949, þegar aðstoðin var í hámarki, var Marshall aðstoðin minna en 5 prósent af þýska þjóðartekjum. Önnur lönd sem fengu verulegar Marshall aðstoð sýndu lægri vexti en Þýskalandi.
Þar að auki, á meðan Vestur-Þýskalandi var að fá aðstoð, var það einnig gert að greiða skaðabætur og skaðabótagreiðslur umfram $1.000.000.000. Að lokum, og það mikilvægast, bandamenn innheimtu af Þjóðverjar 7.2 milljarða þýskra markra árlega ($2.400.000.000) fyrir kostnað þeirra við hernám Þýskalands. (auðvitað, þetta starf kostar sitt því að Þýskaland þurfti ekki að borga fyrir eigin varnir á sama tíma).
Þar að auki, eins og hagfræðingurinn Tyler Cowen útskýrði, Belgar náð að að jafna sig á stríðinu sig fyrr en aðrar stríðsþjáðar Evrópuþjóðir en þeir lögðu meiri áherslu á frjálsan markað og bati Belgíu kom á undan Marshall-aðstoðinni. Ályktun. Það sem leit út eins og kraftaverk á marga var virkilega ekkert slíkt Þetta var útkoman sem búist var af Ludwig Erhard og öðrum í Freiburg skólanum svokallaða sem skildu tjónið af verðbólgu, ásamt eftirlistkerfis á verði og háum sköttum, og hinum mikla hagnaði af framleiðni sem hægt er að gefa lausan tauminn með því að binda enda á verðbólgu, fjarlægja eftirlit klippa á háar jaðartekna skatthlutföllum.
Íslenska efnahagsundrið sem kom aldrei
Þennan lærdóm virðast íslensk stjórnvöld ekki meðtaka, nema að hluta til. Hér er kerfið hálf frjálst, hinn frjálsi markaður leyfður að starfa í friði að mestu leyti en þær ástæður sem kemur í veg fyrir íslenskt efnahagsundur, eru þær sömu og Þjóðverjar glímdu við á eftirstríðsárunum.
Reglugerðarfargann, of umfangsmikið ríkisbákn, háir skattar og röng peningastefna (sem hinn nýi Seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, hefur breytt til hins betra, enda mjög fær maður á sínu sviði) og óþarfa afskipti af frjálsum viðskiptum hins frjálsa markaðs. Forsjárhyggja má kalla þetta.
Afnám hafta og aflagning verndarstefnu hefur átt sér stað en aldrei er gengið skrefið til fullnustu. Ríkið skaffar ekki fjármagnið, það er sí svangur neytandi, sem á að láta þá sem skapa það, vera í friði og ekki leggja stein í götu þeirra sem skaffa brauðið. Skapa þarf fríverslunarsvæði á Íslandi og skattaskjól. Fjármagnið leitar ávallt þangað þar sem það fær að vera í friði og það býr til auð fyrir viðkomandi þjóðfélag.
Þegar fjórða iðnbyltingin hefur náð hámarki, kemur skattféð ekki frá almenningi, sem verður þá orðinn að mestu atvinnulaus og þiggur borgaralaun sér til framfærslu, heldur kemur það frá gervigreindarstjórnuðum fyrirtækjum sem geta gefið af sér mikinn arð, ef skattlagt er í hófi.
Byggt á greininni: German Economic Miracle eftir David R. Henderson.
Utanríkismál/alþjóðamál | 31.12.2020 | 14:36 (breytt kl. 14:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jónas Jónsson frá Hriflu mótaði söguskoðun Íslendinga framan af 20. öld en ,,Íslandssaga handa börnum I?II, Rvík 1915?16, 2. útg. 1920?21, 3. útg. 1924 og 1927, 4. útg. 1928“ var nokkuð neikvæð í garð Dana. Þessi kennslubók var víða kennd í skólum fram yfir 1970, einhver langlífasta kennslubók landsins.
Að sögn Jónasar vildi hann, „skýra sögulega viðburði og andlegt líf með því að lýsa yfirburðum forystumanna þjóðanna á hverjum stað og tíma“. Hitt bæri að varast að fara eftir erlendum og framandi kenningum þar sem sögunni vindur fram eins og skriðjökli niður fjallagljúfur svo að „mannlífsstraumurinn sígur undan sínum eigin þunga“.
Þess má geta að Bodil Begtrup, sendiherra Danmerkur hér á landi snemma eftir seinni heimsstyrjöldina, kvartaði undan Dana andúð í kennslubókum Jónasar frá Hriflu. Jónas skrifaði Íslandssöguna í rómantísku ljósi, það er nokkuð ljóst og útlendingarnir voru vondir margir hverjir.
Upp úr 1970 kemur fram ný kynslóð sagnfræðinga, margir lærðir erlendis. Ný sýn og raunsæ fæst á Íslandssöguna. Upp er boðið Ísaland eftir Gísla Gunnarsson er enn tímamótaverk en þar fer hann í einokunarverslunina og áhrifa hennar út frá hagsögunni.
Í dag eru íslenskir fræðimenn almennt jákvæðir gagnvart Dönum og valdastjórn þeirra á Íslandi.
Talað hefur verið um 500 ára stjórn Dana á Íslandi en svo var ekki í raun. Íslenskir valdamenn, bæði kirkjunnar og höfðingar (embættismenn íslenskir) réðu hér öllu fram undir 1550 (Danir náðu þá undir sig völd og eignir íslensku kirkjunnar) og í raun voru áhrif Dana takmörkuð fram yfir 1600 eða þar til þeir náðu tökum á Íslandsversluninni.
Lítum á hvað íslenskir söguritarar segja í dag.
Í ágætri greinagerð eða yfirliti yfir sögu lands og þjóðar, ætlað erlendum sendiherrum, er stiklað á stóru í sögu þjóðarinnar. Þar segir:
,,Sautjánda öldin hefur jafnan verið talin myrk öld í sögu landsins og Dönum kennt um. Óstjórn þeirra og kúgun ásamt rétttrúnaði, galdrafári og illu árferði hafi leitt til þeirra erfiðleika sem hrjáðu þjóðina á þessu tímabili. Nú á sér stað nokkur endurskoðun þessarar söguskoðunar og m.a. hefur verið bent á að Danir hafi stjórnað í samræmi við þær hugmyndir sem almennt voru lagðar til grundvallar ríkisstjórn í öðrum löndum á tímabilinu. Þeir hafi ekki stjórnað af mannvonskunni einni saman. Rétttrúnaðurinn átti einnig að hafa bundið menn á klafa og hamlað framförum en nú benda menn á að á 17. öld hafi Danir staðið framarlega á sviði vísinda og að Íslendingar sem stunduðu nám við Kaupmannahafnarháskóla hafi sannarlega notið góðs af því.“
Þessar skýringar eru í sjálfu sér góðar og gildar. Og einokunarverslunin hafi verið samkvæmt verslunarhugmyndum tímans og fáfræði Íslendinga mikil á þessum tíma. Engin kerfisbundin kúgun eða mannhatur átti sér stað eða kynþáttaníð (þótt litið hafi verið niður á ,,afdala Íslendinginn sem bjó í ,,jörðinni").
En það er alveg ljóst, að einangrun Íslands frá umheiminum (verslun við Þjóðverja og Englendinga sem var mikil og gjöful fyrir Íslendinga var bönnuð) kom í veg fyrir bæja- og borgarmyndun og eflingu sjávarútvegs og seinkaði þessa þróun um tvær aldir (á sama tíma var mikil fólksfjölgun og þéttbýlismyndun í fullum gangi annars staðar í Evrópu, t.d. Noregi).
Undir stjórn Dana liðu Íslendingar hungursneyðir, afskiptaleysi og voru svo tæknilega afdankaðir, að leita þarf til Balkanskaga til að finna vanþróaðri land en Ísland. Það skar sig úr vegna fátækar og vanþróunar. Meira segja Færeyingar voru betri settir.
Allt gerist þetta á vakt Dana. Þeir voru svo áhugalausir, að þeir létu íslenska yfirstéttarinnar halda í forna stjórnhætti og afturhaldsstefnu og níðast á alþýðu í góðum friði. Beinlínis að komu í veg fyrir að hún gæti fært sér bjarg í bú frá sjávarútveginum með höftum og bönnum.
Sagan segir okkur beinum orðum, að um leið og Íslendingar fengu eitthverju um ráðið um eigin forlög, þar á meðal fjármál sín eftir 1874, að þá fóru hlutirnir að gerast í alvöru. Vegir byggðir, brýr smíðaðar, hafnir byggðar, bankastarfsemi hófst, þéttbýlismynd, sjávarútvegur fór að ná sér á strik o.s.frv.
Ef til vill var engin mannvonska á ferðinni og ekki einum eða neinum að kenna um hvernig fór.
Hins vegar saug danska konungsveldið fjármagnið frá Íslandi í formi verslunararðs og skatta. Allt tiltækt fé sem sem hefði getað bætt hag land og þjóð fór út úr landi.
Eina sem við fengum voru nokkur steinhús handa íslensku elítunni og fáeina embættismenn á launum til ná í skatta og tryggja að verslunararðurinn færi úr landi.
Ef hægt er að segja í einni setningu eitthvað um stjórn Dana og afleiðingar hennar, þá væri hún eftirfarandi: ,,Vítavert afskiptaleysi um stjórn landsins sem leiddi til vanþróunar og afturhalds lands og þjóðar í tæpar fjórar aldir."
Kannski hafði Jónas frá Hriflu bara rétt fyrir sér eftir allt saman?
Utanríkismál/alþjóðamál | 1.12.2020 | 17:20 (breytt kl. 17:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020