Sagnfræði og sagnfræðingar (Daniel Boorstin (1953)) Sjálfsmynd Bandaríkjamanna

Daniel

Þessi fræðimaður er bandarískur og fjallar um þjóðina frá bandarísku sjónarhorni. Hann segir að engin þjóð eins og sú bandaríska hefur trúað því eins ákaft að pólitískt líf hennar sé byggð á fullkominni kenningu. Samt sem áður hefur engin þjóð jafn lítinn áhuga á pólitískri heimspeki. Þetta sé tvídrægni sem erfitt er að skilja. Þetta sé einmitt raunin vegna þess að þeir hafa þessa fullkomnu kenningu um uppruna þjóðarinnar.

Daniel Boorstin talar um ,,givenness”; sem sé sú hugmynd að gildi séu gjafir úr fortíðinni.

Í Bandaríkjunum er því trúað ef hægt sé að skilja hugmyndir þjóðfeðranna (e. Founding Fathers), þá sé ekki einungis um að ræða 17. eða 18. aldar heimspekihugmyndir um ríkisstjórnun að ræða, heldur kenningu á frumstigi sem þeir fara nú eftir í dag (Bandaríkjamenn).

Þessar hugmyndir gera ráð fyrir að gildi og kenning þjóðarinnar hafi verið gefin í eitt skipti fyrir öll í upphafi sögu þjóðarinnar.

Hvaða kringumstæður í bandarískri sögu hafi gefið þessari sýn byr undir báða vængi? Jú, ólíkt vestur-evrópskum þjóðum, þar sem uppruni þjóðanna er hjúpaður mistri, þá hefur bandaríska þjóðin ákveðna byrjun, á ákveðnum sögulegum tíma, ekki alls fyrir löngu.

Sagan virðist vera öll ljóslifandi og engin þörf fyrir mítur eins og evrópsku þjóðirnar hafa þurft til að ákvarða uppruna sinn. Þjóðin virðist því hafa ákveðinn tilgang og kristallast í hugum og gildum þjóðarfeðranna.

Þannig er hugsun Bandaríkjamanna oft andsöguleg þótt þeir hafa þurft að treysta mjög svo á söguna til að sannreyna ímynd sína.

Ísrael er annað ríki sem virðist hafa svo vel skilgreint upphaf og tilgang.

Dæmi um goðsögn úr bandarískri sögu. Lincoln sagði árið 1863 að þjóðarfeðurnir hefði komið með sér til þessarar heimsálfu hugmyndirnar um nýja þjóð, getna í frelsi og þeir hafi tileinkað sér þá afstöðu að allir menn séu jafnir. Þetta er aðeins pólitísk fullyrðing sem átti sér ekki stoð í raunveruleikanum, í sjálfri borgarastyrjöldinni, þar sem barist var um þessi grundvallaratriði, um jafnan rétt allra manna.

Þetta eru fáein slagorð sem hrópuð hafa verið, líkt og þau séu kjarni sögu þeirra. Kennt hefur verið að tímabilið frá 1620-1789 hafi verið eins konar fæðingarhríð bandarískrar þjóðar. Púritanar hafi komið til Bandaríkjanna vegna trúar- og pólitískt frelsi í nýjum heimkynnum. Og bandarísku byltingasinnarnir hafi sýnt pílagrímskan hita og hreinleika í tilgangi með uppreisn sinni.

Vegna þessarar ófrjósemi í pólitískum kenningasmíðum, hefur mynda hreintrúaðra stefna á ríkjandi kenningu.

Málleysiseinkenni á pólitískri kenningu Bandaríkjamanna hefur þannig í raun skapað trúvillingaveiðar og tilhneigingu til að gera þá sem eru ekki á sömu skoðun tortryggilega. Þetta birtist einkum þegar ótti ríkir meðal þjóðarinnar, til dæmis til löggjafarinnar ,,Alien and Sedition Acts” á tímum frönsku byltingarinnar, ,,Palmer raids” á tímum rússnesku byltunginnar, ofsóknirnar gegn bandarískum ríkisborgurum af japönskum uppruna, (,,MaChartismann” á síðari tímum).

Bandarískir innflytjendur hafa oft verið sakaðir um að vera ,,óamerískir” í hugsun, þegar raunin, segir Daniel Boorstin, hafi verið sú að þeir (sem oftast hafa verið útskúfaðir úr sínum þjóðfélögum) hafi tileinkað sér fullkomlega ríkjandi hugmyndir til að öðlast þegnrétt í bandarísku samfélagi.

Þetta er það sem Daniel Boorstin kallar fyrirfram mótuð kenning byggða á bandarísku stjórnarskránni. Allar breytingar á stjórnarstefnu, eru bornar saman við hana og leitað samþykkis í hugmyndir og stundum jafnvel orð þjóðfeðranna.

Í Bretlandi er þessu öðru vísi farið, þar myndi enginn skynsamur Breti halda því fram að saga hans sé skýring á sannleikanum sem ekki er sagt berum orðum frá í Magna Charta eða Bill of Rights. Það sem ég held að hann eigi við, að Bretinn myndi ekki segja að saga hans sé afleiðing á þessum skjölum. Slík skjöl eru aðeins séð sem skref í áframhaldandi þróun á skilgreiningu. Hann segir að þessi hugsun sé líkari þeim sem Bretar höfðu á miðöldum, þegar hugmyndin um lagagjöf var á frumstigi og þegar hver kynslóð trúði að hún gæti aðeins aukið þekkinguna á ríkjandi venjum (á Íslandi kallaðist þetta að rétta lögin og t.d. lönguréttarbótin frá því um 1450 gott dæmi um þetta).

Í Bretlandi hefur æðsti dómstóll landsins, lávarðadeildin, komist að þeirri niðurstöðu að hún verði að stjórnast af fyrri ákvörðunum sínum. Þegar deildin ákveður atriði í stjórnarskránni, er hún einfaldlega að þróa hana og hún verður að fylgja þeirri línu sem hún hefur fetað þangað til, þar til löggjafarvaldið ákveður annað.

Hins vegar telur hæstiréttur Bandaríkjanna sig frjálsan til að hafna sínum fyrri ákvörðunum, til að uppgötva, það er, það að stjórnarskráin sem hann er að túlka, hefur í raun allan tímann haft aðra merkingu en þeirri sem ætluð var. Hér er um að ræða endurtúlkun á ,,fastri staðreynd” en engin þróun.

Bandaríska stjórnarskráin er þar með og ákvæðin í henni einnig óbreytanleg, aðeins er hægt að endurtúlka hana, þessa réttu kenningu sem var getin í upphafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband