Herskylda – þegnskylda á Íslandi

external-content.duckduckgo.com

Þetta er sígild spurning, hvort að Íslendingar axli ábyrgð á eigin vörnum eða láti aðra sjá þær. Íslendingar ákváðu á sinum tíma að gera það ekki og voru meginrökin þá meðal annars smæð þjóðarinnar og fátækt.

Upprunuleg rök, fjarlægð landsins frá vígvöllum Evrópu og heimsins, voru ekki lengur gild, tvær heimsstyrjaldir sáu til þess.

En kíkjum á valkostina, ef Íslendingar ákvæðu að koma sér upp vopnuðum sveitum og herskyldu. Ef Íslendingar geta hugsa sér að taka beina ábyrgð á vörnum landsins án íhlutunar erlendra ríkja, þá eru nokkrar færar leiðir í stöðunni eins og ég sé hana.

Í fyrsta lagi að stofna hér her.

Í öðru lagi að koma á fót sérstökum öryggissveitum.

Í þriðja lagi að koma á heimavarnarliði sem er samansett af áhugamönnum eða gegn ákveðinni þóknun, líkt og með björgunarsveitirnar.

Í fjórða lagi að stofna eins konar hálfatvinnumannaherlið, þjóðvarðlið.

Í fimmta lagi að treysta enn betur innviði Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og almannavarnir líkt og er gert í dag.

Og í síðasta lagi er hægt að treysta á guð og lukku og hafa engar varnir og tengjast engum varnarbandalögum.

Svo svarað sé beint spurningunni um hvort æskilegt sé að koma á herskyldu hérlendis fer það eftir þeim leiðum menn velja sér og hefur verið dreift á hér að ofan.

Herskylda gengur aðeins upp ef ákveðið verður að koma á fót her, heimavarnarlið eða þjóðvarðlið. Mönnun öryggissveita, lögreglu og Landhelgisgæslu verður ávallt að byggjast á sjálfboðaliðum. Fyrir því eru ástæður sem ekki verður farið í hér.

Þegnskyldu er hægt að koma á, sama hvaða leiðir eru farnar og getur verið æskilegur kostur fyrir íslenskt samfélag sem og með herskylduna ef menn fara þá leið. Fyrir því eru nokkrar ástæður.

Í fyrsta lagi hefur þjónusta í þágu samfélagsins mikið uppeldislegt gildi. Ungir menn og konur koma reglu á líf sitt. Það (unga fólkið) lærir sjálfsaga og almennan aga (sem þjóðfélagið á að veita einstaklingum). Þetta gerir samfélagið skilvirkara á allan hátt, því að þetta síast um allt samfélagið þegar fólkið hefur lokið þjónustu sinni.

Tökum gott dæmi. Herskylda hefur verið í Svíþjóð í nokkrar aldir. Ungir menn hafa verið kvattir í herinn og allt samfélagið hefur verið virkjað til að vinna að ákveðnum markmiðum. Svíþjóð var og er kannski enn stórveldi og er sænskt samfélag er gott dæmi um ríki sem hefur náð langt, m.a. vegna þessa atriðis og í raun haft mun meiri áhrif en stærð landsins segir til um.

Í öðru lagi tengir þegnskylda og/eða herskylda þá aðila sem sinna þessari skyldu samfélaginu nánari böndum, það finnur til ábyrgðar sem þýðir nýttari þjóðfélagsþegnar.

Í þriðja og síðasta lagi og þá er ég að tala beint um herskyldu, þá hefur hún mjög hagnýtt gildi fyrir samfélagið. Þarna verða alltaf til taks menn, tilbúnir til að verja landið ef hætta steðjar að. Maður tryggir ekki eftir á eins og sagt er.

Ef farið er út í hvers konar þegnskyldu er hér að ræða, þá getur hún verið margvísleg. Beinast liggur við að benda á björgunarsveitirnar og þegnskylda menn í þær eða að sinna mannúðarmálum ýmis konar, líkt og með þá erlendu menn vilja ekki gegna herþjónustu víða um lönd.

Í raun má ekki gera mikinn greinamun á þegnskyldu og herskyldu, því að hvoru tveggja hvetur menn (karla og konur) til ábyrgðar í þjónustu samfélagsins og gerir þeim grein fyrir að þeir eiga ekki einungis kost á réttindum, heldur fylgja skyldur ávallt með eins og Kennedy sagði forðum daga.

Ef menn eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum, má spyrja þá hvort þeir séu ánægðir með þjóðfélagið eins og það er í dag? Viljum við agalaust samfélag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband