Sagnfræði og sagnfræðingar (Christopher Hill (1948)) Maxismi

Christofer Hill

Áhrif marxisma á sagnfræði hefur verið áberandi meiri en í öðrum fræðigreinum.

Hægt er að greina áhrif Marx og Engels á fræðigreinina á sex vegu, óbeint eða beint, sem hafa umbreitt rannsóknir á sögu síðastliðin hundrað ár.

1. Viðurkenning á mikilvægi efnahagssögu hefur verið hvað mest áberandi.Sagnfræðingar viðurkenna nú mikilvægi framleiðslu og dreifingu auðs innan samfélagsins við mótun þess og gerð. Þetta sé mikilvægasta skrefið í að sagnfræðin verði vísindi og þetta komi frá þeim köppum Marx og Engels.

2. Önnur umbreyting hefur sú sýn á gildi og hlutverk efnahagsstétta (e. economic classes) í sögulegri þróun.

3. Sagnfræðingar hafa síðastliðna öld viðurkennt félagslegan uppruna mannlegrar hugsunar, á hugmyndafræði. Marx hefur réttilega verið kallaður faðir nútíma félagsfræði (e. sociology).

4. Saman við þetta hefur ný afstæðishyggja í nálgun sagnfræðinga risið. 19. aldar sagnfræðingarnir nálguðust söguna á siðrænan hátt (e. moral standard) sem þeir töldu vera algildan, þótt þeir hafi í raun verið afurð 19. aldar kapitalisma. Flestir nútíma sagnfræðingar viðurkenna að hinn siðræni stuðull (e. moral standard) breytist með samfélagsbreytingum.

5. Síðastliðna öld hefur orðið bylting í heimildaefni sem sagnfræðin getur verið skrifuð út frá. Áður fyrir voru heimildir nánast eingöngu bókmenntalegs eðlis (e. literary), s.s. króníkur, minnisblöð, skjöl, kirkjuleg gögn, dagbækur og dagblöð. Nú eru þær mest megnið skjalgerðar (e. documentary), s.s. opinber gögn, skrár, áletranir o.s.frv. og jafnvel fornleifafræðilegar, gömul verkfæri, vélar, byggingar og akrar svo eitthvað sé nefnt.Þessi áhrif koma ekki beint frá Marx en hann sjálfur studdist við opinber gögn við sínar rannsóknir.

6. Að lokum, vegna þess að það var Marx sem lagði ofuráherslu á efnahagslega þætti, sem öll pólitísk og félagsleg athafnasemi mannsins eru rakin til, er það Marx sem við verðum að leita til hins nýtímalega skilning á einingu sögunnar (e. unity of history).

Sögubækur eru enn gefnar út með köflum um bókmenntir, listir, trúarbrögð, sem tengdar eru pólitískri frásögn traustum böndum. Góður nútíma sagnfræðingur sker ekki söguna niður í marga búta, enda hangir þetta allt saman á einni spýtu. T.d. er ekki nóg að segja frá menningu yfirstéttar í ákveðnu landi, heldur einnig lágstéttarinnar.

Ef sagan er ein, verður sagnfræðingurinn að hafa sýn á samfélagið og þróun þess í heild; m.ö.o. hann verður að hafa heimspekilega sýn á það (e. philosophy).

Margir heimspekingar og sagnfræðingar hafa, vegna facile frjálslyndisstefnunnar á 19. og 20. öld, orðið svartsýnir.

Maðurinn er hættur að þróast, í besta falli þróast í ranga átt, með smíði kjarnorkusprengju, eyðingu náttúrunnar o.s.frv. Maðurinn hefur verið í sjálfblekkingu.

Þetta er ekki nýtt, svo hafi einnig verið á 19. öld. Síðan kemur lofræða Christopher Hill á gildi marxismans, aðeins hann getur hjálpar nútímasagnfræðingum við að eiga við félagsleg öflin í samfélaginu o.s.frv. Marxískur sagnfræðingur mun fljótt sjá þróun samfélagsins og þætti þess sem leiði til framþróunar eða afturfarar.

Christopher Hill segir m.a. þetta:

• Það þýðir ekki að sagnfræðingurinn taki afstöðu í miklum sögulegum átökum og hafi staðall sem hann getur réttlætt afstöðu sína út frá. Hann á að endurspegla báðar hliðar. Fullar afleiðingar tiltekins atburðar getur ekki birst fyrr en eftir mjög langan tíma.

• Marxistar trúa hvorki að sagan sé gerð af miklum mönnum né að efnahagslegar breytingar sjálfkrafa gefi pólitískar niðurstöður. T.d. hefði rússneska byltingin átt sér stað, en ef Lenín hefði ekki verið, þá hefði hún eflaust tekið aðra stefnu.

Marxisminn hefur lagt mikið fram til vísindalegrar sagnfræði. En akademía hefur farið hörðum höndum um hana og því hafa margir sagnfræðingar snúið baki við hana. Nú hefur draugurinn risið úr gröf sinni og nú undir nýju nafni - ný-marxiismi, sem er í raun sama vitleysan, ef ekki meiri, en hið hefðbundni marxismi. 

Það er efni í nýja grein að fjalla sérstaklega um ný-marxisma, sem marxistar þurftu að búa til þegar gamla og gallaða kenningin gaf upp andann, enda skipbrot kommúnismann öllum ljóst sem vildu sjá, þótt aldrei hafi fari fram uppgjör við alræðishyggju og -stefnu sósíalismans, jafnvel ekki eftir falla Sovétríkjanna.

Það væri fróðlegt að vita hvort að marxisminn lifi enn góðu lífi innan sagnfræðinnar hjá Háskóla Íslands, eins og þegar ég var þar enda flestir sagnfræðikennarnir þá afurð 68 kynslóðarinnar og hippamenningarinnar en einnig ný-marxismans sem tröllríður öllu í sjálfu heimalandi kapitalismans í landi hinna frjálsu. Innrætingin var lúmsk í sagnfræðiskori Háskóla Íslands.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband