Sagnfræði og sagnfræðingar (E.J. Hobsbawn (1984)) Marxismi í sagnfræðinni

Eric_Hobsbawm

Marx skrifaði eiginlega enga sagnfræðibók í sjálfu sér, þótt efniviður hans væri sagnfræðilegur í eðli sínu en allt var skrifað út frá pólitísku sjónarhorni. Sagnfræðilegt efni sem hann vann úr, var kyrfilega fellt inn í kenningarleg og pólitísk skrif. Meira segja bók hans, Kapítalisminn, er ekki hægt að meðhöndla sem sögu kapítalismans þar til 1867. Hann var meiri kennismiður en sagnfræðingur.

Engels var meiri sagnfræðingur í sér en hann. Áhrif Marx á sagnfræðinga eru byggð á hinni almennu kenningu hans (um hinu almennu sköpun mannlegrar sögulegrar framþróunar frá frumstæðum kommúnisma til kapitalisma).

Marx hefur reynst vera grundvöllur hvers konar (e. adequate study) nothæfar rannsóknar á sögu, vegna þess - hingað til – hann hefur einn reynt að gera formúlu að aðferðafræðilega nálgun á sögunni sem heild, og sjá fyrir sér og útskýra heildarþróun á mannlegri og samfélagslegri þróun. Marx sagði ekki síðasta orðið – langt því frá – en hann sagði fyrsta orðið og við erum skuldbundinn að halda áfram með þráðinn sem þar sem hann endaði hjá Marx.

Áhrif hans á sagnfræði nútímans má flokka í 4 flokka segir E.J. Hobsbawn:

1. Áhrif Marx á sagnfræðinga í andsósíalískum samfélögum, s.s. vestræn samfélög, hafa aldrei verið meiri en í dag (árið 1984). Ekki bara á þá sagnfræðingar sem segjast vera marxistar, heldur einnig þá sem hafa orðið beint eða óbeint fyrir áhrifum af honum, þó að það sé nú mikið um brotthvarf menntamanna frá stefnu hans. Marxisminn hefur líklega verið meginástæðan fyrir nútímavæðingu sagnaritunarinnar.

2. Í flestum löndum tekur marxísk sagnaritun Marx sem byrjunarreit sinn en ekki sem áfangastað (komustað). Marxísk sagnaritun, í sinni auðugustu mynd, styðst við aðferðafræði hans, frekar enn koma með athugasemdir gagnvart texta hans – nema það sé þess virði að nefna það.

3. Marxísk söguritun er í dag marggátuð eða marghliða. Einföld og kórrétt túlkun á sögunni er ekki arfleiðin sem Marx lét okkur í té (sem þó varð arfleið marxismans frá 1930), a.m.k. er hún ekki lengur viðurkennd. Þessi (e. pluralism) marghliðunarhyggja hefur sinn galla. Hún hefur greinilega meiri áhrif meðal þeirra sem kennigera söguna en þeirra sem skrifa hana. Marghliðunarhyggjan er óhjákvæmilegur hluti sagnaritunar í dag og ekkert rangt við hana segir hann. Vísindi er samræða milli mismunandi sjónarmiða. Þau hætti hins vegar að vera það þegar það eru engar aðferðir eru fyrir ákvörðun á því hvaða skoðun sé röng eða beri síst árangur.

4. Ekki er hægt að einangra marxíska söguskoðun í dag frá öðrum sagnfræðirannsóknum eðs -stefnum. Marxistar hafna ekki lengur skrif sagnfræðinga sem ekki segjast vera marxistar eða vera andmarxistar. Ef þeir skrifa góða sögu, eiga þeir að vera meðtaldir. Þetta kemur hins vegar ekki í veg fyrir að hægt sé að gagnrýna og heyja hugmyndafræðilega orrustu gegn góðum sagnfræðingum sem hagar sér sem hugmyndafræðingar.

Að lokum: marxisminn hefur umbreytt söguritunni svo mikið, að erfitt er að sjá hvað hefur verið skrifað af marxistum eða þeim sem eru það ekki, nema höfundar tilkynni það sérstaklega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband