Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Fát og fum hjá íslenskum ráðamönnum

Mikið ys og þys varð í íslenskum fjölmiðlum er fréttir bárust af meintri eldflaugaárás Rússa á Pólland. Íslenskir fjölmiðlar létu eins og þriðja heimsstyrjöldin væri að hefjast. Ég kíkti strax á nokkra bandaríska fjölmiðla til að sjá viðbrögð þeirra. Jú, þetta komst í fréttirnar en sem þriðja eða fjórða frétt. Þeir hafa meiri áhuga á nýafstaðnar þingkosningar.

Íslenskir þingmenn vildu strax kalla til utanríkisnefnd Alþingis....til hvers veit ég ekki. Hvað ætla þeir að gera? Kalla út Landhelgisgæsluna og láta hana vera í viðbragðsstöðu, með eina afgamla fallbyssu á öðru varðskipinu til varnar Íslands?

Nær væri raunverulega að hlú að vörnum Íslands með raunverulegum vörnum. Fyrsta skrefið sem ég myndi stíga væri að stofna til vopnað þjóðvarðlið / heimvarnarlið /öryggisveitir / herlið eða hvað menn vilja kalla þetta varnarlið, koma upp eldflaugavarnarkerfi (eins og iron dom hjá Ísraelmönnum), auka viðveru flugsveita NATÓ á Íslandi (kafbátavarnir) o.s.frv. 

Allir íslenskir fjölmiðlar urðu hræddir nema Útvarp sögu sem kom með báðar hliðar sögunnar og rétta útgáfu, sem er að Rússar neita að um árás væri að ræða. Líklegasta skýringin er að úkranísk varnarflaug hafi skotið niður rússneska eldflaug og sprengjubrot úr þessu samstuði hafði dreifst um og valdið dauða tveggja Pólverja.

Stríð eru ekki háð án mistaka og stríðsátökin getur skvettst yfir landamæri. Svo var um Víetnamsstríðið en það var líka háð (leynilega) í Laos og Kampúdíu (leiddi til borgarastyrjaldar þar).

Stríðsæsingatal forseta Úkraníu finnst mér vera mjög óábyrgt. Ef farið hefði verið eftir orðum hans í þessu máli og öðrum, væri NATÓ komið í fullt stríð við Rússland sem þýðir alsherjarstríð með hættu á kjarnorkustríði og þar með ragnarök jarðar.

Menn verða því að stíga varðlega til jarðar, og hafa í huga að fyrstu fréttir eru ónákvæmar og villandi. Atburðarrás heims atvika er svo hröð að við vitum oft ekki fyrir en löngu síðar hvað gerðist, stundum aldrei. Annað: Allir aðilar stríðs ljúga.


Hvers vegna rauða bylgjan varð ekki að veruleika

Tveir lykilþættir, samkvæmt dómaranum Jeanine Pirro, hjálpuðu Demókrötum að forðast „rauða bylgju“ Repúblikana: námslána endurgjöf Biden forseta og fóstureyðingamálið.

Biden forseti bauð upp á eitthvað sem margir lögfræðilegir áheyrnarfulltrúar töldu að yrði á endanum felld af dómstólum, en úthlutun námslána eftirgjöf virtist nægjanleg til að koma með 18-24 atkvæði til að koma Demókrötum yfir. Þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam alríkislög um fóstureyðinga á grundvelli þess að ekkert ákvæði um fóstureyðingar og réttindi til þeirra er í stjórnarskránni og vísaði málinu aftur til ríkjanna 50 sem ákveða hvert fyrir sig hvernig fóstureyðingum er háttað. Þetta túlkuðu fjölmiðlar svo að Repúblikönum væri um að kenna en meirihlutinn í hæstaréttinum er skipaður af Repúblikanaforsetum.

En annað er að aðeins 14 sæti Demókrata var í boði í Öldungadeildinni en 20 hjá Repúblikönum. Þeir síðarnefndu þurftu að verja fleiri sæti en Demókratar. Annað verður upp á teningnum í kosningunum 2024, í raun þver öfugt og þá eru líkur á rauðri bylgju en einnig vegna Biden sem hefur þá gert meiri óskunda en hann er meðal óvinsæltustu forsetum sögunnar. 


Afhroð Repúblikanaflokksins?

Menn keppast hér við á blogginu að afskrifa Trump og stefnu hans. Sumir vilja kenna hann um slæmt gengi flokksins í miðkjörstímabils kosningunum. En er það svo?  

Menn gleyma því að ekki er búið að telja upp úr kjörkössunum og úrslit enn óráðin bæði í Fulltrúadeildinni og Öldungadeildinni. Repúblikanar geta enn unnið báðar deildir og þeir eru, í þessu skrifuðu orðum að vinna Fulltrúadeildina. Mjög líklega stendur fjöldi Repúblikana í stað í Öldungadeildinni en hugsanlega ná þeir aukasæti og ná 51 sæti og þar með meirihlutanum. Þetta gæti því verið ósigur að hluta til eða naumur sigur. En engin sigurbylgja sem menn vonuðust eftir. Af 83 frambjóðendum sem Trump studdi, náðu 80 kosningu en enginn sem hann var á móti.  Ekki slæmur árangur en óvinir hans túlka hvert smátap sem stórtap hans.

Eina niðurstaðan sem er komin, er að ríkisstjórnarkosningarnar voru mjög svo í vil Repúblikanaflokksins. DeSantis var bara einn af mörgum Repúblikönum sem hrepptu ríkisstjóraembættið en þeir ráða ríkjum í 28 ríkjum á móti 22 sem Demókratar halda. Hann vann sínar kosningar með yfirburðum en svo gerði líka Öldungadeildaþingmaður Flórída sem var að verja sæti sitt.

Þótt Trump hafi stutt marga frambjóðendur í báðar deildir, þá var hann ekki í framboði. Hann gerði þau mistök að styðja nokkra frambjóðendur (sem voru stuðningsmenn hans) sem höfðuðu kannski ekki til kjósenda, dæmi um þetta er Dr. Oz sem tapaði fyrir kálhausinum og ofurvinstrimanninum Fetterman. Maðurinn kemur ekki frá sér óbrjálaðri setningu (líkt og með Biden), þarf textavél til að geta talað og faldi sig allan framboðstímann. En þetta vilja kjósendur og þeir verða að lifa við afleiðingarnar en ég spái slæmu gengi Pennsylvaniu í efnahagsmálum næstu misseri. 

En frambjóðendur geta líka sjálfum sér um kennt.  Þeir einblíddu á mistök Demókrata, sem eru stórkostleg en þeir eru að keyra efnahaginn í kaf (stutt í efnahagskreppu en nú þegar er efnahagssamdráttur). Þeir hefðu í stað þess að skammast út í Demókrata, að segja hvað þeir hafi upp á bjóða. Koma með lausnir og vera aðlagandi fyrir kjósendur. En það voru líka mál sem höfðu mikil áhrif. Nýlegur dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna um fóstureyðingar hjálpuðu Demókrötum og sumir kjósendur trúðu lygi Demókrataflokksins að sjálft lýðræðið væri í hættu og orðræðan um 6. janúar, réttlát eða ranglát, hefur síast inn í kjósendur.

En ljóst er að einræði Demókrataflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings er á enda. Framkvæmdarvaldið - forsetaembættið undir "forystu" Joe Bidens mun nú eiga í fullt í fangi við framfylgja öfgavinstri stefnu sína. 

Augun manna beinast nú að forsetakosningunum 2024 og slagurinn er þegar hafinn. Það er nánast 100% að Trump fari fram en spurning með DeSantis. Hann er bara 44 ára gamall og ef hann fer fram í þessum kosningum er hætt við að flokkurinn klofni. Það er nú svo að sjálfur Repúblikanaflokkurinn hefur ekki alltaf verið hlýðinn Trump, ef eitthvað er, þá mjög fjandsamlegur þessum utangarðsmanni, sem breytist kannski með marga nýja stuðningsmenn á þingi, en allir, bæði forystumenn Demókrata og Repúblikana eru drulluhræddir við grasrót Repúblikana en Trump hefur höfðað til ólíklegustu kjósendur. Ég er ekki viss um að DeSantis, nái til annarra kjósenda utan Flórída. Repúblikaflokkurinn í ríkinu myndi falla ef hann færi of snemma fram í forsetann. Ég giska á að hann, ef hann gerir engin mistök á leiðinni,fari í forsetaframboð 2028. 

Að lokum

Áður en Trump tók við, var flokkurinn á hraðri niðurleið, talinn flokkur efnafólks og hvíts fólks en latínufólk (sérstaklega), blökkumenn og blákraga fólk úr dreifbýli Bandaríkjanna hafa streymt til flokksins eftir að Trump tók við honum. Menn ættu því að fara varlega í að sparka í varðhund flokksins. Húsið gæti tæmst ef hann hverfur.

Hægri mennirnir hér á blogginu, fatta ekki að þeir eru í liði með vinstri mönnum þegar þeir fara í Trump og taka í raun undir orð þeirra sem hafa reynst síðastliðin sex ár verið tómar lygar um þennan blessaða mann, Trump, sem að sönnu er gallagripur, en hann hefur samt sem áður hrært upp í spillingabælinu Washington.

Látum vera hvaða mann hann hefur að geyma (enginn afgerandi leiðtogi sem ég veit um hefur reynst vera dýrlingur á bakvið tjöldin) en hann er að sönnu leiðtogi, því hann hrífur fólk með úr grasrótinni. Fjöldarallý hans eru enn fjölmenn.

Mitch McConnel, "leiðtogi" og forystumaður Repúblikana í Öldungadeildinni er hins vegar andstæða hans og dæmi um stjórnanda en ekki leiðtoga. Hann fær völd með bakherbergjamakki en hann nýtur litlar vinsældir hjá grasrótinni. Hvað leiðtogi segir fyrirfram, við eru búnir að tapa kosningunum, tveimur mánuðum fyrir kosningar? Svona segir ekki leiðtogi sem virðist vera í vasa Kínverja.

 

 

 


Stríð og hvað svo?

Stríðið í Úkraínu á hug okkar allra í dag. Það er ekki fyrsta stríðið og ekki það síðasta. Hins vegna eiga öll stríð sér upphaf, miðju og endir.

Hernaðarfræðingurinn Karl von Clausewitz skrifaði á nítjándu öld að stríð væri framlenging á stjórnmálum, en með öðrum hætti.

Patton hershöfðingi tók einu sinni eftir því að maður vinnur ekki stríð með því að deyja fyrir land sitt; maður vinnur það með því að láta hinn aumingjann deyja fyrir sitt.

Í þessum pistli ætla ég að rekja nokkra grunnþætti hernaðar og kem með skilgreiningar á hugtökum en legg megináherslu á hvað gerist eftir stríðsátök.

Hver er fyrsta reglan í hernaði?

„Þetta er lögmálið: Tilgangur bardaga er að sigra (eins með íþróttir). Það er enginn sigur í vörninni.

Hver eru 5 svið hernaðar?

Stríð er keppni milli andstæðinga, keppni aðgerða og mótvægis sem lýkur eða breytist á grundvelli umboðs keppenda, og þessi keppni þróast á þeim sviðum sem eru aðgengileg hverjum keppanda: landi, sjó, lofti, geimi og netheimum.

Hver eru meginreglur hernaðar?

Meginreglur stríðs: Markmið, sókn, magn, aflhagkvæmni, tilfærsla, eining herstjórnar, öryggi, koma á óvart, einfaldleiki.

Herforingjar læra fyrst af þessum meginreglum sem liðsforingjar og leitast við að betrumbæta skilning sinn á ferlinum.

Hverjar eru fjórar víddir hernaðar?

Til dæmis, í klassískri ritgerð sinni, The Forgotten Dimensions of Strategy, útskýrði Michael Howard að stríð sé framkvæmt eftir fjórum víddum: rekstrarlegu, skipulagslegu, félagslegu og tæknilegu.

Hverjar eru mismunandi tegundir hernaðar?

Hernaður með stefnumótandi kenningu

  • Niðurbrotsstríð.
  • Hefðbundinn hernaður.
  • Efnahagsstríð. Blokkunarhernaður.
  • Óreglulegur hernaður. Skæruliðahernaður. Smáhernaður. Skæruhernaður í þéttbýli.
  • Sameiginlegur hernaður.
  • Hreyfistríð.
  • Netmiðlægur hernaður.
  • Pólitískur hernaður. Sálfræðilegur hernaður.

Hver eru takmörk hernaðar?

Alþjóðaréttur takmarkar aðferðir og leiðir sem notaðar eru til að heyja stríð. Þessar takmarkanir gilda um tegund vopna sem notuð eru, hvernig þau eru notuð og almenna hegðun allra þeirra sem taka þátt í vopnuðum átökum. Svo er annað mál hvort farið eftir þessum reglum, sumir segja engar takmarkanir ríki í raun og allur hryllingur sem hægt er að fremja, er framinn.

Er hægt að réttlæta stríð?

Friðarsinnar svara að það geti það ekki; þeir eru á móti stríði og tala fyrir ofbeldislausum valkostum en stríð. En verjendur réttlátrar stríðskenninga halda því fram að í sumum kringumstæðum, þegar virkni ofbeldisleysis er takmörkuð eða engin, sé hægt að réttlæta stríð. Það megi berjast í vörn.

Hver eru áhrif stríðs á samfélagið?

Stríð hefur skelfileg áhrif á heilsu og vellíðan þjóða. Rannsóknir hafa sýnt að átök valda meiri dánartíðni og fötlun en nokkur meiriháttar sjúkdómur. Stríð eyðileggur samfélög og fjölskyldur og truflar oft þróun félagslegs og efnahagslegs kerfis þjóða.

----

Hver eru eftirstríðs áhrifin?

Dauði, meiðsli, kynferðisofbeldi, vannæring, veikindi og fötlun eru nokkrar af ógnandi líkamlegum afleiðingum stríðs, en áfallastreituröskun (PTSD), þunglyndi og kvíði eru nokkrar af tilfinningalegum áhrifum. Langtímaáhrif vopnaðra átaka á óbreytta borgara eru meðal annars aukin geðheilbrigðisvandamál, fötlun vegna líkamlegra áverka og annarra heilsufarslegra áhrifa, aukins ofbeldis í fjölskyldum og samfélagi og veikindi og dánartíðni sem stafar af langvarandi skemmdum á innviðum.

 

  • Langtíma áhrif styrjalda: Stórfelld fækkun íbúa. Í þrjátíu ára stríðinu í Evrópu fækkaði til dæmis íbúum þýsku ríkjanna um 30%. Sænski herinn einn gæti hafa eyðilagt allt að 2.000 kastala, 18.000 þorp og 1.500 bæi í Þýskalandi, þriðjung allra þýskra bæja. Áætlanir um alls mannfall í síðari heimsstyrjöldinni eru mismunandi, en flest bendir til þess að um 60 milljónir manna hafi fallið í stríðinu, þar af um 20 milljónir hermanna og 40 milljónir óbreyttra borgara. Sovétríkin misstu um 27 milljónir manna í stríðinu, um helming alls mannfalls í seinni heimsstyrjöldinni. Mestur fjöldi óbreyttra borgara í einni borg var 1,2 milljónir borgara í 872 daga umsátrinu um Leníngrad. Miðað við tölur um manntal frá 1860 dóu 8% allra hvítra bandarískra karlmanna á aldrinum 13 til 50 ára í bandaríska borgarastyrjöldinni. Af þeim 60 milljónum evrópskra hermanna sem voru teknir fyrir í fyrri heimsstyrjöldinni voru 8 milljónir drepnar, 7 milljónir voru varanlega öryrkjar og 15 milljónir slösuðust alvarlega.
  • Á hagkerfið: Hagkerfið gæti orðið fyrir hrikalegum áhrifum á meðan og eftir stríðstíma en jákvæð fyrir stríð.
  • Eyðing innviða: Eyðing innviða getur valdið hörmulegu hruni í samfélagstengdri uppbyggingu, innviðaþjónustu, mennta- og heilbrigðiskerfi.
  • Vinnuafl: Vinnuafl hagkerfisins breytist einnig með áhrifum stríðs. Vinnuaflið verður fyrir áhrifum á margvíslegan hátt, oftast vegna hrikalegs mannfalls, breytingar á fólksfjölda, fækkunar vinnuafls vegna flutninga flóttamanna og landflótta og eyðileggingar innviða sem aftur gerir rýrnun á framleiðni.
  • Um samfélagið: "Alþjóðleg mannúðarlög (IHL), einnig þekkt sem stríðslög og lög um vopnuð átök, eru lagaramminn sem gildir um aðstæður vopnaðra átaka og hernáms. Sem sett af reglum og meginreglum miðar það að mannúðarmálum. ástæður, til að takmarka áhrif vopnaðra átaka“.
  • Landflótti: Fólksflótti eða nauðungarflutningar verða oftast til á stríðstímum og geta haft slæm áhrif á bæði samfélagið og einstakling. Þegar stríð brýst út flýja margir heimili sín af ótta við að missa líf sitt og fjölskyldur og fyrir vikið verða þeir á villigötum ýmist innanlands eða utanlands.
  • Menntun: Á tímum þegar land er í efnahagskreppu eykst fátækt sem leiðir til samdráttar í menntun. Meira en helmingur barna í heiminum sem eru utan skóla neyðast til að búa í viðkvæmum ríkjum sem verða fyrir átökum.
  • Kynbundin áhrif: Átök hafa neikvæð áhrif á konur og karla, sem oft leiða til kynbundinna erfiðleika sem eru ekki viðurkenndir eða brugðist við af almennum samfélögum um allan heim. Stríð hefur mismunandi áhrif á konur þar sem þær eru líklegri til að deyja af óbeinum orsökum en beinum orsökum. Konur og stúlkur þjáðust óhóflega í stríði og eftir stríð þar sem ójöfnuður sem fyrir var aukinn og félagsleg net brotnuðu niður, sem gerði þær viðkvæmari fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun. Karlmenn í stríði eru líklegri til að deyja af beinum orsökum eins og beinu ofbeldi.
  • Umhverfi: Stríð stuðlar að umhverfisspjöllum á tvo megin vegu. Hið fyrra er bein áhrif af því að drepa frumbyggt lífríki, annað eru óbein áhrif þess að svipta tegundir auðlinda sem þarf til að lifa af eða jafnvel allt búsvæði þeirra.
  • Menningarverðmæti: Í stríði er menningarverðmætum ógnað með eyðileggingu, upptöku, gripdeildum og ránum. Menningararfur geta verið fornleifar, uppgraftarstaðir, skjalasöfn, bókasöfn, söfn og minjar sem eru stundum einfaldlega skemmdarverka eða stolið af stríðsaðilum til að fjármagna stríðið.
  • Pólitískt: Þegar stríð skellur á endar það með því að hafa áhrif á stjórnskipulag ásamt fólkinu sem er við völd ríkisstjórnarinnar. Oft er ein stjórn fjarlægð og ný stjórnarform sett á laggirnar.
  • Myndun ríkja: Stjórnmálafræðingurinn Jeffrey Herbst heldur því fram að milliríkjastríð sé nauðsynlegur þáttur í myndun sterkra ríkja.

Eins og lesa má hér að ofan eru áhrif styrjalda skelfileg. Um ávinninginn er það að segja, að þótt hraðfara tækniþróun eigi sér stað (sem er jákvætt) og landsvæði vinnast, þá er fórnarkostnaðurinn ógurlegur. Stundum er betra ná settu marki með diplómatískri aðferð.

Og við sem höfum ekki tekið þátt í stríðsátökum, og horfum á hermenn deyja með poppkorn og kók í hendi í bíó eða sjónvarpi, munum aldrei skilja þetta. Allan sáraukann þegar útlimir eru rifnir af og aðrar líkamsmeiðingar getum við ekki skilið. Andlegu skemmdirnar eru ekki síðri.

Sá maður sem fer í stríð, kemur annar maður úr því. BL

P.S. Hér kemur frétt um mannfall úr Úkraníustríðinu. Ekki eru þetta gleðitíðindi né gerum við okkur grein fyrir harmleikinn á bakvið svona tölu. Þetta er bara tala en þarna eru 100 þúsund einstaklingar örkumlaðir eða dauðir....í stríði sem þeir stofnuðu ekki til og taka nauðugir þátt í (leiðtogarnir bera alltaf alla ábyrgð). 

Yfir 100 þúsund Rússar legið í valnum eða særst 

 


Vísir í liði með demókrötum fyrir kosningarnar á morgun

Þegar Íslendingurinn kíkir á fréttir, nú aðallega á netinu, er hann ekkert að pæla í efnistökum fjölmiðla og les bara fréttir. En fréttir eru ekki bara fréttir, heldur hvernig þær eru matreiddar ofan í almúgann (í augum fjölmiðlanna eru við almúgi, sauðheimsk og trúum öllum sem þeir segja okkur).

Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum í skólum að læra  að vinsa úr upplýsinga óreiðunni sem er þar, sem er í raun villta vestrið, en ekki endilega með bönnum (það er ekki hægt né æskilegt), heldur að kenna þeim að vinsa úr vitleysuna sem er á netinu og í fjölmiðlum með gagnrýnu hugarfari (kallast gagnrýnin hugsun).

Upplýsinga falsanir eða hálffalsanir eru matreiddar ofan í okkur dags daglega.

Þingkosningar í Bandaríkjunum

Nú stefnir í að demókratar tapi þingkosningunum á morgun, mjög líklega í Fulltrúadeildinni, 83% líkur og 54% líkur í Öldungadeildinni eftir að hafa fengið að vera einráðir um stjórn Bandaríkjanna í hartnær tvö ár. Þessi tími hefur verið skelfilegur fyrir bandaríska borgara og hagsmuni Bandaríkjanna. Það er of langt að telja upp alla vitleysuna sem hefur verið í gangi síðastliðin tvö ár en tökum helstu atriðin:

1) Hæsta verðbólga í 41 ár (síðan demókrataforsetinn Jimmy Carter var við völd og margir líkja stjórn Bidens við hans).

2) Heimatilbúinn orkuskortur (með ofurháu orkuverði) en Bandaríkjamenn eiga nóg af jarðeldsneyti til næstu 200 ára, án þess að leita út fyrir landsteinanna. En samt gengur Biden bónarvegu til helstu einræðisherra heims og grátbiður þá um að framleiða meira.

3) Opin landamæri við Mexíkó (eins og menn vilja hafa á Íslandi) hefur leitt til þess að milljónir manna hafa leitað yfir landamærin og hefur skapað ófremjuástand í landamæraríkjunum. Með þessu fylgir mansal, eiturlyfjafaraldur og glæpabylgja og vegna þess að demókratar vilja "defund the police", eru færri löggæslumenn til að stemma stigu við glæpafaraldurinn.

4) Hörmuleg utanríkisstefna sem hefur leitt til álitsmissir Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi og ber brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistann hæst, en óbeinu áhrifin eru að Úkraníustríðið braust út og hætta er á Asíustyrjöld vegna Taívan. Allt vegna þess að demókratar kunna ekki að reka diplómatsíu.

5) Stjarnfræðileg skuldasöfnun ríkisins. Spurning hvort Bandaríkjamenn ráði við að greiða þessar skuldir upp.

Vísir og Gerrymandering

En við erum hér í umfjöllun um fjölmiðillinn Vísir sem birti grein í dag sem ber heitið: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum, sjá slóðina: Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum

Þar er öll greinin byggð á að repúblikanar séu að svindla fyrirfram, líklega vegna þess Vísir eða Politico (sem Vísir notar sem heimild og er algjörlega til vinstri í pólitík), sjá fram á stórfellt tap demókrata á morgun. Talað er um Gerrymandering fyrirbrigðið, að repúblikanar séu að nýta sér það einhliða en hvað er Gerrymandering?

Í fulltrúalýðræðisríkjum er gerrymandering pólitísk meðferð á landamærum kjördæma í þeim tilgangi að skapa ótilhlýðilega forskot fyrir flokk, hóp eða félags-efnahagslega stétt innan kjördæmisins. Meðferðin getur falist í því að „brjóta“ (þynna út atkvæðavægi stuðningsmanna andstæðinga í mörgum héruðum) eða „pakka saman“ (sameina atkvæðavægi andstæðinga í einu umdæmi til að draga úr atkvæðavægi þeirra í öðrum héruðum).

Gerrymandering er einnig hægt að nota til að vernda starfandi forystumenn. Wayne Dawkins lýsir því þannig að stjórnmálamenn velji kjósendur sína í stað þess að kjósendur velji stjórnmálamenn sína.

Hugtakið gerrymandering er nefnt eftir bandaríska stjórnmálamanninum Elbridge Gerry, varaforseta Bandaríkjanna þegar hann lést,  og var ríkisstjóri Massachusetts árið 1812. Hann undirritaði frumvarp sem stofnaði flokksmannahverfi á Boston svæðinu sem var borið saman við lögun goðsagnakenndrar salamanderu. Hugtakið hefur neikvæða merkingu og gerrymandering er næstum alltaf talin spilling á lýðræðisferlinu. Hérað sem myndast er þekkt sem gerrymander.

Þetta er þekkt fyrirbrigði um allan heim, líka á Íslandi, þar sem er misvægi kjördæma og atkvæða hefur verið viðvarandi vandamál og lýðræðishalli, en íslenskir stjórnmálamenn taka ekki á málinu.

Snúum okkur aftur að Bandaríkjunum:

Bandaríkin, meðal fyrstu landanna með kjörna fulltrúastjórn, var uppspretta hugtaksins gerrymander eins og fram kemur hér að ofan.

Sú venja að breyta landamæri nýrra ríkja hélt áfram fram yfir bandaríska borgarastyrjöldina og fram á seint á 19. öld. Repúblikanaflokkurinn notaði stjórn sína á þinginu til að tryggja inngöngu fleiri ríkja á landsvæðum sem eru vinveitt flokki þeirra - að Dakota-svæðið verði tekið upp sem tvö ríki í stað þess að eitt sé áberandi dæmi. Samkvæmt reglum um fulltrúa í kosningaskólanum bar hvert nýtt ríki að minnsta kosti þrjú kjörmannaatkvæði óháð íbúafjölda þess.

Öll endurskipulagning í Bandaríkjunum hefur verið umdeild vegna þess að þeim hefur verið stjórnað af stjórnmálaflokkum sem berjast um völd. Sem afleiðing af tíunda manntalinu sem krafist er í stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf að jafnaði að teikna umdæmi fyrir fulltrúa fulltrúadeildarinnar aftur þegar fjöldi meðlima í ríki breytist. Í mörgum ríkjum endurteikna löggjafarvaldið landamæri fyrir löggjafarumdæmi ríkisins á sama tíma.

Ríkislöggjafarþing hafa notað gerrymandering eftir kynþáttalínum bæði til að draga úr og auka fulltrúa minnihlutahópa í ríkisstjórnum og sendinefndum þingsins.

Í Ohio var samtal milli embættismanna repúblikana tekið upp sem sýndi fram á að verið væri að endurskipuleggja til að aðstoða pólitíska frambjóðendur þeirra. Ennfremur var í umræðunum metið kynþátt kjósenda sem þátt í endurskipulagningu, á þeirri forsendu að Afríku-Bandaríkjamenn hafa tilhneigingu til að styðja frambjóðendur Demókrataflokksins. Repúblikanar fjarlægðu um það bil 13.000 afrísk-ameríska kjósendur úr hverfi Jim Raussen, frambjóðanda repúblikana í fulltrúadeildina, í sýnilegri tilraun til að velta voginni í því sem eitt sinn var samkeppnishæft hverfi fyrir frambjóðendur demókrata.

En demókratar nota þetta sér til framdráttar líka og skipta kjördæmum eftir eigin valþótta þar sem þeir hafa völdin.Vísir gleymir að geta þess að demókratar stjórna líka ríkjum Bandaríkjanna og ráða stærð kjördæma. Það er því pólitísk yfirlýsing annars flokksins sem hér er verið að hampa og því önnur hliðin á málinu. En rétt er það, að "ný landamæri kjördæma" innan ríkjanna, er vandamál.

 


Dönsk öryggis- og varnarmál í Norður-Atlantshafi

Öryggi á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi með harðri stórveldasamkeppni

Vaxandi alþjóðleg stórveldasamkeppni kemur einnig í auknum mæli fram á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Svæðið er háð nýjum öryggisstefnu og aukinni viðveru danska sjóhersins, sérstaklega frá Rússlandi. Norðurskautið og Norður-Atlantshafið hafa hingað til einkennst af átaka-samstarfsþversögn þar sem samvinna norðurskautsríkja hefur verið til staðar samhliða auknum möguleikum á átökum.

Með innrás Rússa í Úkraínu 24. febrúar hefur jafnvægið á milli andstæðra aðila breyst. Á norðurslóðum hafa sameinuð Vesturlönd einnig sett samstarf við Rússa í bið. Hernaðarútþensla Rússa á norðurslóðum er af dönsku leyniþjónustunni metin til varnar, en inniheldur í auknum mæli þætti sem nýta má í sókn og ógnar því vestrænum hagsmunum. Þetta hefur stuðlað að því að Bandaríkin og önnur norðurskauts strandarríki hafa aukið hernaðarlega viðveru sína á svæðinu, m.a. með það fyrir augum að verja fullveldi og sinna eftirlitsverkefni.

Þetta á einnig við um að auka  afkastagetu konungsríkisins upp á 1,5 milljarða danskra króna frá og með 2023. Hins vegar er hætta á öryggisvandamálum á norðurslóðum, þar sem uppbygging annars aðilans á getu sem byggir á varnarmálum er af hinum álitinn sem ógn vegna þess að hún felur í sér sóknarmöguleika.

Þetta gæti leitt til endurvopnunarspírals, þó hvorugur aðilinn vilji það. NATO hefur beint athygli sína á norðurslóðum í ljósi þróunar öryggisstefnunnar. Það kom m.a. kom fram í tengslum við leiðtogafund NATO í júní 2021 í Brussel, þar sem „há norðurlandið“ var nefnt í fyrsta sinn í yfirlýsingu leiðtogafundarins. Að auki hefur NATO á nokkrum árum aukið áherslu sína á öryggisviðfangsefni í Norður-Atlantshafi og hernaðarlega mikilvæga siglingaleið í hafinu milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Bretlands („GIUK gapið“), þar sem Rússneskir kafbátar og herskip verða að fara framhjá til þess að komast út í Norður-Atlantshafið.

Þetta gerir það að verkum að NATO þarf að efla þekkingu sína á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi, þar á meðal sérstaklega Færeyjum og Grænlandi, rétt eins og Naalakkersuisut og landsstjórn Færeyja þurfa meiri þekkingu á NATO.

Aukinn áhugi á öryggisstefnu frá NATO sem og frá stærri bandamönnum; koma virt Evrópuríki  einnig með nýjan kraft í svæðisbundin samskipti. Afleiðingin er sú að, ​​eins og eitthvað nýtt, verður  danska konungsríkið til dæmis að takast á við og takast á við aukinn hernaðaráhuga, viðveru og umsvif frá fjölda evrópskra NATO-bandalagsríkja nálægt eða á yfirráðasvæði konungsríkisins.

Auk þess má búast við þróun raunverulegra staða og stefnu NATO fyrir mikilvæga hluta Færeyja og Grænlands. Ekki er óhugsandi að Danmörk fái raunverulegar skuldbindingar á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum af bandalaginu sem krafist er að  séu uppfyllt, ekki síst vegna erfiðs loftslags og mikilla fjarlægða á svæðinu.

Kína hefur vísað til sjálfs sín sem „Near-Arctic State“ og sýnir aukinn langtíma og stefnumótandi áhuga á norðurslóðum innan ramma alþjóðlegs metnaðar/belti og  vegi átaks landsins.

Áhuginn felur fyrst og fremst í sér aðgang að auðlindum norðurslóða og sjóleiðum auk aukinna áhrifa á málefni norðurslóða m.a. rannsóknir.

Á sama tíma gæti fyrri hlédrægni Rússa gagnvart veru Kínverja á norðurslóðum hugsanlega minnkað ef samband Rússlands og Kína þróast í þá átt að Rússar verða sífellt háðari Kína. Það er á norðurslóðum sem bandalagssamband danksakonungsríkisins við Bandaríkin birtist hvað skýrast og er fest í víðtækum tvíhliða varnarsamningi.

Vörn yfirráðasvæðis Bandaríkjanna er líka í húfi hér og ósjálfstæðin eru því gagnkvæm. Kjarnahagsmunir Bandaríkjanna á norðurslóðum gera meðhöndlun konungsríkisins – formleg og óformleg – bandalagstengsl og bandalagsskuldbindingar við Bandaríkin enn viðkvæmari. Bandaríkin marka þannig að mestu stefnumarkandi stefnu á norðurslóðum og skilgreina áskoranir öryggisstefnunnar og hvernig konungsríkið getur lagt sitt af mörkum til að takast á við þær.

Það eru sterkar hefðir og hvatar til samstarfs milli vestrænna ríkja og Rússlands á norðurslóðum. Samvinna norðurskautsríkja og fólks kemur sérstaklega fram í Norðurskautsráðinu, sem er aðalvettvangur svæðisbundinnar samvinnu.

Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu hafa norðurskautsríkin, fyrir utan Rússland, hins vegar ákveðið að stöðva samstarfið í Norðurskautsráðinu um sinn, án útlits fyrir breytingar í fyrirsjáanlegri framtíð.

Annað dæmi er enn sem komið er áframhaldandi samstarf strandríkja norðurskautsins um landamæramörkun í Norður-Íshafi á vegum landgrunnsnefndar SÞ. Hætta er hins vegar á að í stað hinnar uppbyggilegu reglubundnu samvinnu hér komi átakameiri rússnesk nálgun, allt eftir niðurstöðum vinnu landgrunnsnefndarinnar og frekari þróun samskipta Vesturlanda og Rússlands.

Þótt versnandi samband Vesturlanda og Rússlands muni líklega halda áfram og hugsanlega aukast enn frekar á næstu árum má búast við að einhvern tíma fyrir 2035 muni stórveldasamkeppnin finna leigusamning í nokkurn veginn stöðugu jafnvægi. Báðir aðilar hafa hagsmuni af þessu vegna skorts á fjármagni (bæði manna og fjármunum), sem bæði fyrir Bandaríkin og Rússland þarf að vera í forgangi í tengslum við, til dæmis, þróun og gangverk Kína á öðrum svæðum, þar á meðal í Austur-Evrópu og Kyrrahafssvæðinu. .

Stöðugara geopólitískt ástand á „hærra“ spennustigi þýðir enn víðtæka hernaðaráherslu á svæðið og alvarlegar afleiðingar ef sambandið fer úr jafnvægi, til dæmis vegna misskilnings. En að sama skapi minnkar líka hættan á einmitt misskilningi, því sambandið hefur fundið rúm með dýnamík og viðbragðsmynstri sem er að einhverju leyti fyrirsjáanlegt fyrir báða aðila.

Norðurskautið verður að öllum líkindum einn af fyrstu náttúrulegu stöðum til að hefja samstarf við Rússland á ný þegar tíminn er réttur einn daginn. Norðurskautsríkin hafa áfram mikla sameiginlega hagsmuni á ýmsum sviðum og Norðurskautsráðið tekur ekki til öryggisstefnu.

Hins vegar má búast við að nýtt hlutverk Rússlands sem eina ríkið utan NATO á norðurslóðum eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar í NATO muni torvelda framtíðar svæðissamvinnu, því Rússar munu finna fyrir einangrun og gruna aðra meðlimi ráðsins um að gera fyrirfram samninga.

 

Heimild :Dansk sikkerhed og forsvar frem mod 2035


Skuldaklukkan tifar í Bandaríkjunum

Óheyrileg skuldaaukning í tíð ríkisstjórnar Joe Bidens á sér engar hliðstæður í bandarískri sögu. Peningaaustrið í hitt og þetta, helst ekki neitt vitrænt, t.d. að greiða niður allar námsskuldir námsmanna til að ná atkvæðum, hefur komið skuldir Bandaríkjanna yfir $30 trilljóna markið og er komið upp í 31 trilljóna markið.

Þetta er stjarnfræðileg tala og erfitt að ímynda sér. Kíkjum á skuldaklukkuna fyrir BNA hér fyrir neðan en fyrst skilgreinum hvað er skuldaklukka.

Skuldaklukka er opinber teljari, sem sýnir ríkisskuldir (einnig þekktar sem opinberar skuldir eða ríkisskuldir) opinbers fyrirtækis, venjulega ríkis, og sem sýnir framvinduna með uppfærslu á hverri sekúndu. Vegna spegilmyndarfylgni milli skulda og viðskiptakrafna eru á meðan einnig til eignaklukkur eða eignaklukkur sem sjá fyrir séreignir og ríkiseignir. Klukkur til að sýna innlend vaxtagjald eru kallaðar vaxtaklukkur.

Skuldaklukkan sýnir á sláandi hátt gangverkið í skuldavexti ríkisins. Í því sambandi er litið fram hjá einkaskuldum og vexti peningalegra eigna kröfuhafa. Skuldaklukkan sýnir, fyrir utan raunverulega nýja skuldsetningu ríkisins með fjárfestingarlánum af ríkisskuldabréfum, einnig áhrif vaxta og samsettra vaxta („vextir af vöxtum“) og þenslu á skuldsetningu ríkisins sem stafar af vöxtum sem greiða ber. 

Er ríkisreksturinn í Bandaríkjunum sjálfbær? Skuldaaukningin mun örugglega halda áfram að aukast í veldisvexti undir stjórn demókrata en ef repúblikanar ná vopnum sínum í miðtíma kosningunum í næstu viku, verður örugglega stigið á brensuna. En er það nóg?

US dept clock 


Rússland og bölvaða landafræðin - Innrásahættan mikla

Ef Guð hefði byggt fjöll í austurhluta Úkraínu, þá hefði hið mikla flatlendi sem er Evrópu sléttan ekki verið svo aðlaðandi landsvæði fyrir innrásarheri sem hafa ráðist þaðan ítrekað inn í Rússland í gegnum tíðina. Eins og staðan er núna telur Pútín, eins og rússneskir leiðtogar á undan honum, að hann eigi ekki annarra kosta völ en að minnsta kosti að reyna að stjórna flatlendinu í vestri frá Rússlandi.

Svo er það með landslag um allan heim - yfirborðsleg einkenni þeirra fanga stjórnmálaleiðtoga, takmarka val þeirra og svigrúm til athafna. Þessar landafræðireglur eru sérstaklega skýrar í Rússlandi, þar sem erfitt er að verja völd og þar sem leiðtogar um aldir hafa bætt það upp með því að þrýsta ríkið út á við.

Vestrænir leiðtogar virðast eiga erfitt með að skilja hvatir Pútíns, sérstaklega þegar kemur að aðgerðum hans í Úkraínu og Sýrlandi;

Núverandi leiðtoga Rússlands hefur verið lýst með orðum sem kalla fram fræga athugun Winstons Churchills árið 1939 að Rússland „sé gáta vafin leyndardómi inni í ráðgátu".

En það er gagnlegt að skoða hernaðaríhlutun Pútíns erlendis í samhengi við langvarandi tilraunir rússneskra leiðtoga til að takast á við landafræðina. Hvað ef hvatir Pútíns eru ekki svo dularfullar eftir allt saman? Hvað ef maður getur lesið þær skýrt á korti? Kíkjum á landakortið.

Rússland er stærsta land heims miðað við landmassa, sem nær yfir Evrópu og Asíu og nær yfir skóga, sléttur, vötn, ár, frosnar steppur og fjöll, steðja vandamálin að. jafnt á landi sem sjó ef litið er á varnarmál Rússland (réttara sagt varnarvandamál Rússlands).

Á undanförnum 500 árum hefur nokkrum sinnum verið ráðist inn í Rússland frá vestri. Pólverjar komust yfir Evrópu sléttuna 1605, síðan Svíar undir stjórn Karls XII 1707, Frakkar undir Napóleon 1812 og Þjóðverjar - tvisvar, í báðum heimsstyrjöldunum, 1914 og 1941. Í Póllandi er sléttan aðeins 300 mílur á breidd - frá Eystrasalti í norðri til Karpatafjöll í suðri - en eftir það teygir það sig í um 2.000 mílna breidd nálægt rússnesku landamærunum og þaðan býður það upp á flata leið bina leið til Moskvu.

Þannig eru endurteknar tilraunir Rússa til að hernema Pólland í gegnum tíðina skiljanlegar; landið táknar tiltölulega þröngan gang sem Rússar gætu keyrt herlið sitt inn í til að hindra framrás óvina í átt að eigin landamærum, sem er miklu erfiðara að verjast, þar sem landið er breiðist frá landamærunum. Líkja má þessu við trekt.

Evrópska sléttan

Á hinn bóginn hefur víðáttur Rússlands einnig verndað landið; Þegar her nálgast Moskvu hefur hann þegar ósjálfbærar langar birgðalínur, sem verður sífellt erfiðara að vernda þar sem þær ná yfir rússneskt yfirráðasvæði. Napóleon gerði þessi mistök árið 1812 og Hitler endurtók þau árið 1941.

Snemma í sögu Rússlands var landið óverjanlegt. Þar voru engin fjöll, engar eyðimerkur og fáar ár sem stöðvuðu innrásarheri

Jafn hernaðarlega mikilvægur - og jafn mikilvægur fyrir útreikninga leiðtoga Rússlands í gegnum tíðina - hefur verið hinn sögulegur skortur landsins á eigin hlývatnshöfn með beinan aðgang að höfunum í kring allt árið um kring.  

Margar af höfnum landsins á norðurslóðum frjósa í nokkra mánuði á hverju ári. Vladivostok, stærsta rússneska höfnin við Kyrrahafið, er afgirt af Japanshafi, sem er undir yfirráðum Japana.

Þetta stöðvar ekki bara flæði viðskipta inn og út úr Rússlandi; það kemur hins vegar í veg fyrir að rússneski flotinn starfi sem sjóveldi, þar sem hann hefur ekki aðgang að mikilvægustu sjóleiðum heimsins allt árið um kring.

* * *

Rússland sem hugtak nær aftur til níundu aldar og nær yfir lauslegt samband austur slavneskra ættbálka þekktur sem Kænugarðs Rússa, sem höfðu aðsetur í Kænugarði og öðrum bæjum meðfram Dnieper ánni, í því sem nú er Úkraína.

Mongólar, sem stækkuðu heimsveldi sitt, réðust stöðugt á svæðið úr suðri og austri, og yfirbuguðu það að lokum á 13. öld.

Rússar, sem voru nýbyrjaðir sem veldi, fluttu sig síðan til norðausturs í og við Moskvuborg. Þetta snemmbúna Rússland, þekkt sem Stórfurstadæmið Moskvu, var óverjanlegt. Þar voru engin fjöll, engar eyðimerkur og fáar ár til varnar.

Inn í dæmið kemur Ívar hinn grimmi, fyrsti rússneski keisarinn. Hann setti í framkvæmd hugmyndina um sókn sem vörn - að treysta stöðu sína heima og færa sig síðan út á við. Rússland hafði hafið hóflega útrás undir stjórn afa Ívans, en Ívan hraðaði henni eftir að hann komst til valda á 16. öld. Hann náði yfirráðasvæði sínu austur að Úralfjöllum, suður að Kaspíahafi og norður í átt að heimskautsbaugnum. En honum mistókst að tryggja ríkinu hafnir við Eistrasalt, sem Pétur mikli náð tveimur öldum síðar.

Rússar fengu aðgang að Kaspíahafinu og síðar Svartahafinu og nýttu sér þannig Kákasusfjöllin sem hindrun að hluta á milli sín og Mongóla. Ívan byggði herstöð í Tsjetsjníu til að fæla frá sérhverjum árásarher, hvort sem það eru mongólska gullhjörðin, Ottómanaveldið eða Persar.

Nú höfðu Rússar varnarsvæði að hluta til og bakland - einhvern stað til að falla aftur til ef um innrás yrði að ræða. Enginn gat ráðast á þá af krafti frá Norður-Íshafi, né barist yfir Úralfjöllum til að komast að þeim. Land þeirra var að verða það sem nú er þekkt sem Rússland og til að ráðast inn í það frá suðri eða suðaustri þyrftirðu að hafa risastóran her og mjög langar birgðalínur og innrásaarherinn þyrfti að berjast framhjá varnarstöðum.

Á meðan rússnesk stjórnvöld halda yfirráðum yfir Kænugarði myndi varnarsvæði Rússlands haldast ósnortið og standa vörð um Evrópusléttuna

Á 18. öld stækkaði Rússland, undir stjórn Péturs mikla – sem stofnaði rússneska heimsveldið árið 1721 – og síðan undir forystu Katrín mikla keisaraynja, þandist heimsveldið í vestur, þeir hertóku Úkraínu og náðu það til Karpatafjöllanna. Það tók yfir megnið af því sem við þekkjum nú sem Litháen, Lettland og Eistland — sem það gat varið gegn árásum frá Eystrasalti. Nú var orðinn til risastór hringur í kringum Moskvu; Séð frá norðurslóðum, kom það niður í gegnum Eystrasaltssvæðið, þvert yfir Úkraínu, til Karpata, Svartahafs, Kákasus og Kaspíahafsins og sveiflaðist aftur til Úralfjalla, sem náði upp að heimskautsbaugnum.

Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945 hertóku Rússar landsvæði sem það lagði undir sig frá Þýskalandi í Mið- og Austur-Evrópu, sum þeirra urðu síðan hluti af Sovétríkjunum, þar sem það fór að líkjast gamla rússneska heimsveldinu stórum.

Að þessu sinni voru það þó ekki Mongólar sem stóðu við hliðin; eftir 1949 var það NATO. Fall Sovétríkjanna árið 1991 olli því að rússneskt landsvæði minnkaði á ný, þar sem landamæri Evrópuríkjanna enduðu við Eistland, Lettland, Hvíta-Rússland, Úkraínu, Georgíu og Aserbaídsjan, á meðan læddist NATÓ stöðugt nær eftir því sem það sameinaði fleiri lönd í Austur-Evrópu undir sína forystu.

Breytt landamæri Rússlands

Tvö af helstu hugðarefnum Rússa - varnarleysi þeirra á landi og skortur á aðgangi að heitvatnshöfnum - komu saman í Úkraínu árið 2014. Svo lengi sem rússnesk stjórnvöld héldu völdum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, gætu Rússar treyst því að varnarsvæði þess myndi haldast ósnortið og gætt Evrópu sléttunnar. Jafnvel hlutlaus Úkraína, sem myndi lofa að ganga ekki í Evrópusambandið eða NATO og myndi standa við leigusamninginn sem Rússar hefðu á heitvatnshöfninni í Sevastopol á Krímskaga, væri ásættanleg í augum Kremlverja.

En þegar mótmælin í Úkraínu felldu ríkisstjórn Viktors Janúkóvítsj, sem er hliðholl Rússlandi, og ný og vestrænari ríkisstjórn komst til valda, hafði Pútín ákveðið val. Hann hefði getað virt landhelgi Úkraínu eða hann hefði getað gert það sem rússneskir leiðtogar hafa gert um aldir með þeim slæmu landfræðilegu kortum sem þeir höfðu í höndum sínum. Hann valdi sína eigin tegund  af árás sem vörn, innlimaði Krímskaga til að tryggja aðgang Rússa að einu almennilegu heitvatnshöfninni og færði sig til Úkraníu að koma í veg fyrir að NATO læðist enn nær landamærum Rússlands.

Úkraníska stuðpúðasvæðið og Sýrland

Hvað ef hvatir Pútíns eru ekki svo dularfullar eftir allt saman? Hvað ef maður getur lesið þær skýrt á korti?

Sömu landfræðilegar áhyggjur eru sýnilegar núna í afskiptum Rússa af Sýrlandi fyrir hönd bandamanns Pútíns, Bashar al-Assad. Rússar eru með flotastöð í hafnarborginni Tartus á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Ef Assad fellur gætu nýir ráðamenn í Sýrlandi rekið þá út. Pútín telur greinilega að hættan á að mæta NATO-ríkjum á öðru landfræðilegu sviði sé þess virði.

Síðastliðið árþúsund hefur Rússland stöðugt stækkað, það hefur mætt takmörkunum ríkisútþennslu sinni í ósigrum en staðfest landamæri sín með varnarsigrum gegn innrásaherjum. Bestu sigranir voru gegn herjum Napóleons 1812 og Hitlers 1941, þar sem tilvera ríkisins var undirlögð. Verstu ósigrar Rússlands voru árásastríð gegn nágrannaríki sín, Póland 1920, Finnland 1940 og nú að því virðist Úkraníu 2022 (á eftir að koma í ljós hvort að friðarsamningar sem gerðir verða, eru hagstæðir eða ekki).

Rússar hafa enn ekki lokið sig af við Úkraínu, né Sýrland. Frá Stórfurstadæminu Moskvu undir stjórn Ívars grimma, í gegnum Pétur mikla, Stalín og nú Pútín, hefur hver rússneskur leiðtogi staðið frammi fyrir sömu vandamálunum. Það skiptir ekki máli hvort hugmyndafræði þeirra sem stjórna og hvaða titil þeir bera, keisara, kommúnista eða vildar kapítalismi - eftir sem áður frjósa hafnirnar og Evrópusléttan er enn flöt og opin.

Helstu heimildir: Söguþekking mín og Tim Marshall, Prisoners of Geography: Ten Maps That Explain Everything About the World.


Málfrelsið sigrar - Elon Musk kaupir Twitter

Baráttan um málfrelsið fer fram í Bandaríkjunum og hefur orrustan staðið í mörg ár. Samfélagsmiðlar sem eiga að heita "forum" eða torg samskipta fólks á milli, hafa breyst í áróðurstorg ákveðina skoðana.

Samfélagsmiðlarnir hafa ráðið undirverktaka, sem eiga að ákveða hvað telst vera rétt, hvaða staðreynd er rétt, hvað megi segja um fólk og hluti og hvaða orðfæri megi nota. Er þetta málfrelsi? Þetta gerist á sama tíma og tækifærið fyrir Jón og Gunnu að tjá sig hefur aldrei verið meira. Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta þróast í þessa átt?

Jú, samþjöppun eignarhalds á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Talað hefur verið um að uppspretta frétta fyrir heimsbyggðina komi aðeins úr fáeinum fréttalindum. Að sjálfsögðu verða fréttir til hjá smærri fjölmiðlum en það sem mannkynið er matreitt á, á sér fáar lindir. Sama er um samfélagsmiðlanna. Þeir eru í eigu fárra manna, sem eru "frjálslindir" auðjöfrar og flestir þeirra, ef ekki allir, búa í hinni "frjálslindu" (hugtakið frjálslindur, hefur tekið gagnstæða merkinu, í meðförum þeirra sem segjast vera frjálslindir) Kaliforníu, sem er höfuðvígi demókrata í Bandaríkjunum. Þeir sem hallast í hina áttina, til hægris, kvarta yfir ritskoðunartilburði.

Maður heyrir reglulega af Íslendingum sem eru settir í skammarkrókinn eða vísað á dyr af samfélagsmiðlum eins og Facebook. Enn getur fólk sent inn kvartanir, líkt og börnin gerðu í framtíðarsýn George Orwells í skáldsögunni 1984 sem tilkynntu foreldra sinna til hugsunarlögreglu alræðisríkisins, og tilkynnt fólk sem það telur fara út af pólitísku línunni.

Og enn birtast "viðvörunarmerki" Facebook við sama hvaða frétt það er um Covid-19. Faraldurinn hefur gengið niður og það má samt ekki fjalla á óritskoðaðan hátt um Covid?

Kaup Elon Musk á Twitter er ef til vill merki um vatnaskil í baráttunni um málfrelsið. Vinstri öfgamenn í Bandaríkjunum hafa farið offari, líkt og hægri menn gerðu á tímum repúblikanann Joseph McCarthy sem átti sæti í Öldungadeildinni frá 1947-57. Þá fékk fólk á endanum nóg af ofstæki McCarthy og fylgismanna hans. Þá voru vinstri menn ofsæktir og þá sem mögulega gætu verið vinstri. Í þeirri "byltingu" voru hausarnir látnir falla.

Ef repúblikanar sigra í "midterm" eða miðtíma kosningunum sem eru innan við tvær vikur, í báðum deildum, hafa kjósendur sent skýr skilaboð til demókrata um að þeir séu orðnir þreyttir á "woke" menningunni og fylgifiska hennar eins og árásir á málfrelsið og óstjórn á efnahagi ríkisins.

Fyrsta skref var Musk var að reka stjórn Twitters og talið er að um 75% starfsmanna eigi eftir að fá reisupassann. Spurningin er hvort einhverjir þeir fái tækifæri til að eyðileggja samfélagsmiðilinn á útleiðinni.

Endurreisn málfrelsisins

Í apríl síðastliðnum sagði Musk að hann teldi að tjáningarfrelsi væri „grundvöllur starfandi lýðræðis“ og að Twitter væri „stafræna bæjartorgið þar sem rætt er um mikilvæg atriði fyrir framtíð mannkyns".

Hann ítrekaði þá yfirlýsingu í bréfi til auglýsenda á fimmtudaginn, en lagði áherslu á að Twitter „gæti augljóslega ekki orðið frjálst fyrir allan helvítis þvætting, þar sem hægt er að segja hvað sem er án afleiðinga!

„Auk þess að fylgja landslögum okkar verður vettvangurinn okkar að vera hlýr og velkominn fyrir alla, þar sem þú getur valið upplifun þína í samræmi við óskir þínar,“ sagði Musk (í lauslegri þýðingu minni).

Þegar kemur að varanlegum bönnum á Twitter hefur Musk sagt að hann telji að þau ættu að vera „afar sjaldgæf“ og fyrst og fremst frátekin fyrir ruslpóst eða falsa reikninga.

Milljarðamæringurinn hefur áður sagt að hann ætli að snúa við varanlegu banni sem var sett á Donald Trump fyrrverandi forseta. Hins vegar sagði Trump Stuart Varney hjá FOX Business fyrr á þessu ári að hann hefði engin áform um að ganga aftur til liðs við Twitter. Þess í stað sagðist hann halda áfram að einbeita sér að sínum eigin samfélagsmiðlavettvangi, Truth Social.

Því er frétt Kristjáns Kristjánssonar á Eyjunni um yfirtöku Musk, Trump fagnar – „Ég sný aftur á mánudaginn“ nokkuð sérstök.  Ekki er annað hægt að lesa en að Kristjáni sé ekki vel við störf fyrrum forseta. Blaðamenn eins og hann ættu að fagna útbreiðslu málfrelsisins og tekist hafi að verja eina læðvígustu árás á grundvöll lýðræðisins í heiminum, sem er tjáningarfrelsið. Væri hann og kollegar hans sáttir við að vera beittir ritskoðun í fréttaflutningi sínum?

Kristján gat ekki setið á sér og bætti við í lok greinar sinnar (kannski er hann bara að þýða grein úr CNN án gagnrýnis gleraugna): "Gagnrýnendur segja að Truth Social eigi í vandræðum vegna útbreiðslu hatursræðu og lyga. Hópar, sem styðja samsæriskenninguna QAnon, eru áberandi á miðlinum."

Þetta minnir á þjóðsöguna um Guðmund góða í Drangey og viðureign hans við hið illa og hún er svona:

"Guðmundur góði Arason biskup var fenginn til að vígja fuglabjörg Drangeyjar ef það gæti orðið til þess að fækka slysum. Hann seig í björgin allt í kringum eyna og skvetti vígðu vatni á klettana. Hann var kominn langleiðina hringinn í kringum eyna og hékk í kaðli við að vígja bjargið. Þá kom grá og loðin loppa út úr bjarginu. Hún hélt á stórum hnífi og reyndi með honum að skera á kaðalinn sem Guðumundur hékk í. Um leið heyrði Guðmundur að sagt var: „Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup: einhvers staðar verða vondir að vera.“ Hnífurinn beit hins vegar ekki á kaðalinn og Guðmundur komst aftur upp á bjargbrúnina." Slóð: Guðmundur góði í Drangey

Eigum við ekki að leyfa hinum vondu að vera einhvers staðar og þeirra illmælgi? Dæma orð þeirra sig ekki sjálf? Gefa fólki tækifæri til að brjóta niður rök þeirra? Er fólk ekki fært sjálft um meta hvað það finnst vera vitleysa eða þurfum við forræðishyggju og -stjórnum samfélagsmiðla til að segja okkur hvað við eigum að lesa og hugsa? Erum við ekki fullorðið fólk sem getum hugsað sjálfstætt?

Ekki virðist svokallað góða fólkið, vera nokkuð betra með ritskoðunartilburði sína. Eigum við að leyfa því að stjórna hugsunum okkar og orð okkar? Á það að fá að stjórna hvað er sagt í kaffistofum landsins? Þar sem jafnvel spaugið er illa séð?

Hvort er betra ritskoðun eða frjáls umræða, þar andstæðar skoðanir fái að takast á? Svari hver fyrir sig og þá vitum við hvaða mann hver hefur að geyma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Að hengja bakarann fyrir smið! Nei, það átti hvorki að hengja Pence né drepa Pelosi

Það er ekki öll vitleysan eins. Haldið hefur verið fram hér á blogginu að raunveruleg valdaránstilraun hafi átt sér stað 6. janúar í Capitol Hill - þinghúsi Bandaríkjanna. Það er helst til langt gengið. Í öllum bandarískum fjölmiðlum er talað um "riots", ekki "coup d état".

Í bloggskrifinu segir: "Það fór ekkert á milli mála, hver ætlunin var með árásinni á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021: 

Í ótal myndskeiðum sem teknar voru á staðnum var öll hegðun árásarmanna sú að fremja valdarán, og meðal þeirra myndskeiða voru hangandi tilbúin hengingaról fyrir Mike Pence varaforseta, sem  Trump sakaði um þjóðarsveik, og áköf voru hróp helstu forsprakka um að ganga frá Pelosi forseta fulltrúadeildarinnar. 

Donald Trump hvatti í aðdragandanum til þess að farið yrði til þinghússins og látið til sín taka, en fylgdi því síðan eftir með því að gera ekkert til að afstýra því sem gerðist."

Ef þetta hafi verið raunin, sem er algjörlega ósannað, væri búið að færa sönnur á það. Það hefur ekki verið gert. Um 600 manns hafa verið ákærðir, fyrir húsbrot eða ofbeldisfulla hegðun. Enginn fyrir valdaránstilraun.

Í öllum alvöru valdaránum væri samsæri plottað og vopnavaldi beitt. Enginn var handtekinn með skotvopn á staðnum, eina manneskja sem drepin var, var óvopnuð kona, skotinn af færi af lögreglumanni þinghússins.

Donald Trump sagði, ef menn sem ætla sér að fjalla um þetta í alvöru myndu vísa í orð hans, fólki að "...safna saman fyrir framan þinghúsið og mótmæla friðsamlega".  Að sjálfsögðu var Trump ósáttur og mótmælti kosningaúrslitum en hann má það. Það gerði Hillary Clinton líka og svo var einnig í seinustu Alþingiskosningum sem klúðruðust. Í lýðræðisríki má mótmæla niðurstöðum úrslita. Það er ekki valdaránstilraun! Svo að það sé haldið til haga, þá hefur Trump algjörlega mistekist að sanna víðtækt svindl í forsetakosningunum en að sjálfsögðu var eitthvað um slíkt, eins og gerist ávallt í bandarískum kosningum. 

Staðreyndir um 6. janúar

Þann 6. janúar 2021 hélt Donald Trump forseti „Save America“ fund sinn um hádegisbil á Ellipse þar sem hann ítrekaði Pants on Fire fullyrðingu sína um að hann hefði unnið kosningarnar 2020. Trump bauð mannfjöldanum að „ganga niður til Capitol Hill“ þar sem fulltrúardeildin (húsið) og öldungadeildin héldu sameiginlegan fund til að staðfesta kosningaúrslitin fyrir Joe Biden. Múgur braut inn í þinghúsið og lokaði þinginu klukkustundum saman. Eftir árásina á þinghúsið, ákvað fulltrúardeildin undir forystu demókrata að ákærða Trump 13. janúar 2021; hann var sýknaður 13. febrúar 2021 í öldungadeildinni. Frá miðjum nóvember 2021 hafa meira en 600 manns verið ákærðir fyrir glæpi sem tengjast óeirðunum.

Svo má velta fyrir sér hverjir það voru sem hvöttu til inngöngu í þinghúsið og hafa FBI flugumenn verið tengdir því en FBI harðneitar að veita upplýsingar um þátt sinn og hvað fulltrúar þeirra gerðu þann daginn. Talað hefur verið um Ray Epps og þátt hans í upphafi óreiðanna. Sumir segja að hann sé flugumaður FBI og ætlunin hafi verið að kast rýrð á fylgjendur Donalds Trumps með að efna til óeirða. Málið fór svo fljótt úr böndunum.

Spurningar vakna. Af hverju hefur Epps ekki verið ákærður eða handtekinn? Stór hluti fólksins sem handtekið var og sett í fangelsi, gerði ekki annað en að fara óboðið inn í þinghúsið sem eru mun minni sakir en Ray Epps er borinn. Aðrir segja hann vera leiðtoga hægri aðgerðarsinna og alls ótengdur FBI. Hér vantar inn í myndina þátt FBI og því erfitt að afsanna eða sanna meint tengsl hans við stofnunina.

Hér eru athyglisverð myndbönd um hans þátt:

Massie Confronts Dems About Ray Epps: 'Why Is There No Interest In Him?'

Tucker: The curious case of Ray Epps and the January 6 Committee

Önnur staðreynd er að Nancy Pelocy harðneitaði að auka öryggigæslu í þinghúsinu og kringum það, en það er á hennar ábyrgð að gæta öryggi þess sem þingforseti. Hún afþakki liðsveislu sem Trump bauð henni með að senda a.m.k. 10. þúsund þjóðvarðliða til stuðnings lögregluliðsins en menn höfðu veður af að það gæti komið til átaka þennan dag. Skrítin valdaránstilraun það, að bjóða fram herlið gegn eigin valdaránsmönnum!

Svo hafa menn gleymt meinta áhlaupinu á Hvíta húsið, þegar óeirðarseggir brutu og brömluðu (kveiktu í frægri kirkju um leið) allt sem á vegi þeirra var og leyniþjónustan leist ekki meira á blikuna en svo, að Trump var fluttur í öryggishverfingu undir Hvíta húsinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband